Pcos - þið sem þekkið..

list90 | 11. ágú. '15, kl: 08:44:39 | 116 | Svara | Þungun | 0

Ég var s.s. að greinast með pcos og er 21 árs og er að reyna að verða ólétt. Mig grunaði að ég væri með þetta vegna þess þegar ég hætti á pillunni að þá fékk ég rosalega mikið af bólum, feita húð og hárið mitt varð þynnra á hausnum. Ég var sett á metformin og á að taka það bara svo lengi sem ég er með þetta - sem gæti verið að eilífu. Síðan er ég líka að láta starta tíðablæðingum og er með femar þegar þær byrja.
Málið er samt að læknirinn minn sagði mér að ég væri bara með pcos í öðrum eggjastokknum, hinn væri eðlilegur í stærð og engar blöðrur. Hefur einhver lent í þannig? Og hvernig gengur/gekk ykkur að verða óléttar?

Og þið sem eruð að taka metformin, hvernig fer það í ykkur og er það að virka? Ég er reyndar bara að berjast við bólurnar og verkina, hef alltaf verið mjög grönn en er skíthrædd um að þetta geri það að verkum að ég fitni ofaná allt hitt...

 

nycfan | 11. ágú. '15, kl: 11:17:01 | Svara | Þungun | 0

Ég er með vægt pcos sem var líklega byrjað áður en ég varð ólétt af stráknum mínum en það hafði engin áhrif þá. Þurfti einu sinni að starta blæðingum en svo varð hringurinn eðlilegur þar til ég varð ólétt af honum 9 mánuðum eftir að ég hætti á pillunni. Svo núna tók það okkur 2 ár, 1 ár á pergó og 5 tæknisæðingar og einn missir þar inní til þess að ná að verða ólétt og er núna komin rúmar 11 vikur.
Einu einkennin mín af pcos er hálos og bólur þegar blæðingar létu standa á sér. Á meðan ég tók pergó var allt í góðu og ég fékk tvisvar litla blöðru á annan eggjastokkinn. Læknirinn minn á Art sagði mig vera með góðu einkennin þar sem ég framleiði mörg eggbú en það þarf bara aðeins að ýta við þeim.
Ég er grönn og hef frekar verið í vandræðum með að bæta á mig en nokkuð annað og það hefur ekkert breyst við þetta.
Hjá sumum veldur þetta einhverju veseni við að verða ólétt en hjá öðrum er það minna mál. Í raun er ekkert sem ætti að stoppa það þegar þú ert komin á lyf og blæðingar verða sæmilega reglulegar og þá egglos reglulegt en einhverra hluta vegna tekur þetta lengri tíma hjá sumum en öðrum, hvort sem maður er með pcos eða ekki.
Hjá okkur t.d. þá er ekkert annað að nema mjög vægt pcos sem ætti ekki að stoppa neitt og maðurinn minn með marga sundkappa sem eru með tvöfaldan hreyfanleika miðað við það sem þarf en samt tók þetta langan tíma.

Gangi þér vel og vonandi hjálpaði þessi langloka eitthvað.

list90 | 11. ágú. '15, kl: 12:51:13 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk fyrir svarið! Ætli við séum ekki með svipuð einkenni. Vonandi gengur þetta upp hjá mér sem fyrst :) Og til hamingju!!

nycfan | 11. ágú. '15, kl: 14:03:19 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk :) Vonandi gengur þetta, en gerðu samt ráð fyrir að þetta geti tekið alveg upp í ár þar sem það er alveg eðlilegt.

Felis | 11. ágú. '15, kl: 14:15:06 | Svara | Þungun | 0

annað hvort er maður með pcos eða ekki. Maður getur verið með eðlilega eggjastokka en samt með pcos. Þetta hljómar eiginlega einsog þessi læknir hafi ekki kynnt sér þetta nógu vel :-/ 



___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

list90 | 14. ágú. '15, kl: 22:28:40 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Bara annar eggjastokkurinn sýndi fram á einkenni pcos s.s. Hinn var eðlilegur að stærð og engar blöðrur.
Meira að segja ég gat séð það haha... Hinn var 3x stærri.
En topplæknir annars.. Fór til hans eftir að hafa farið 3 svar til annars sem sagði að allt væri eðlilegt. Ég tók það ekki í mál.

nycfan | 16. ágú. '15, kl: 10:56:39 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Þá er það greint sem PCOS þó svo bara annar eggjastokkurinn sýni einkenni þegar það var skoðað. Ég hef venjulega bara fengið blöðru á vinstri eggjastokk og þeir stækka ekkert hjá mér. PCOS er svo staðfest með blóðprufu og þá er það bara já eða nei, ekki bara einhver smá partur af okkur. Hinn eggjastokkurinn gæti þess vegna verið sá sem fær blöðrur næst.
Enda breytir það litlu hvort það er annar eða báðir :) En ég hef t.d. aldrei fengið blöðrur báðu megin í einu. Oft er annar eggjastokkurinn ríkjandi og þó það sé talað um að þeir losi egg til skiptis þá er það ekki alltaf þannig. Vinstri hjá mér t.d. virðist vera ríkjandi og það sást vel í tæknisæðingar ferlinu þar sem það komu oftar eggbú þar sem losnuðu svo.

list90 | 16. ágú. '15, kl: 22:59:16 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já ég veit. Enda er ég með mörg einkenni pcos því miður. En læknirinn talaði um að ég væri heppin að það væri bara annar eggjastokkurinn.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
SVO spennt ! DreamDay 8.5.2010 8.11.2023 | 07:13
Hvernig á ég að hámarka frjósemi? karny 2.9.2012 8.11.2023 | 03:11
Seiðingur farþeginn 12.12.2006 20.7.2023 | 08:22
???? um þungun binasif 24.1.2022 31.1.2023 | 16:34
Lína eða ekki?? ungi2012 18.12.2020 21.1.2022 | 20:24
Snemmsónar allian 17.11.2021
Að reyna að eignast barn naladina 4.9.2021 8.10.2021 | 22:19
Mörg eggbú en engin egg Undraland1996 22.5.2021
Egglos- og þungunarstrimlar til sölu elisabjorg91 20.8.2020
Hópur fyrir þær sem eru að reyna hmmm89 23.2.2020 17.5.2020 | 22:38
ekki enn byrjuð á blæðingum kaninustelpa 3.9.2018 13.12.2019 | 11:02
Hæhæ, ég var.. Daisy999 11.12.2019
Frjósemisvörur huldablondal 21.11.2019
Egglosstrimlar á íslandi?? hsh00 20.7.2019 12.11.2019 | 23:19
Hvenær sáu þið hjarslátt hjá ykkar fóstri ? gunnzo 13.9.2019 4.10.2019 | 08:59
Einkenni þegar hætt er á pillunni carmo 2.10.2019
Brjóstaspenna Mamma2020 26.9.2019
Egglospróf donnasumm 29.1.2019 9.9.2019 | 14:39
Hjartamagnýl Ingolfsdottir 14.8.2019 14.8.2019 | 15:10
MJÖG MIKILVÆGT normalboy 21.7.2019
Hormónalykkjan fjarlægð - engar blæðingar - aum brjóst amigos 12.1.2019 8.5.2019 | 13:20
Þarftu skoðun þína aallex 3.5.2019
HVERNIG VERÐ ÉG ÓLÉTT? ThelmaAría 13.12.2017 12.3.2019 | 17:11
Biðin MommyToBe 15.1.2019 11.3.2019 | 19:12
Trying to concive Iceland hópur á FB Kristín86 25.9.2018 2.2.2019 | 23:10
smá pæling. froskavör 7.1.2019 22.1.2019 | 20:33
Spjall fyrir konur í frjósemimeðferð? Fruin09 5.2.2018 19.1.2019 | 19:30
What is the PlayStation Network ? KelvinNox 19.1.2019
Spurning VordísMjöll 21.11.2018 5.1.2019 | 00:06
Erum að reyna... KrusaLitla 12.11.2018 5.1.2019 | 00:04
Reynerí MommyToBe 4.1.2019
Hópur á facebook um reynerí? pinkgirl87 16.2.2018 4.1.2019 | 12:58
Gallaðir þungunarstrimlar? Kg24 30.11.2018 30.11.2018 | 09:23
Pre seed eða conceive plus á Íslandi Daydreamer1 18.9.2018 22.11.2018 | 15:41
þungunar strimlar krilamamma 30.10.2018
kvensjúkdómalæknir......? litladulla 1.12.2009 22.10.2018 | 22:48
hversu löngu eftir getnað pandii 13.10.2018 15.10.2018 | 12:06
First Response Early Result Pregnancy Test Kristín86 25.9.2018 26.9.2018 | 13:22
Jákvæð og neikvæð próf Butterfly109 12.9.2018 14.9.2018 | 13:09
Fósturmissir hannarunan 4.3.2018 12.9.2018 | 22:12
woman looking for man Faithfulfairy 11.9.2018
Bumbuhópur fyrir maí 2019 honey85 3.9.2018 4.9.2018 | 10:47
Hjálp einhver sem hefur reynslu af Primolut og letrozol starrdustt 10.4.2018 31.8.2018 | 14:21
PCOS og ekki í yfirþyngd - hvað er til ráða lala146 21.8.2018 30.8.2018 | 23:11
Mjög mikilvægt agentos777 19.8.2018
Þungunarpróf myrkva1 13.8.2018 18.8.2018 | 01:10
útlenskur faðir kokomjolk123 3.7.2018
LESTU ef þú ert að reyna vera ólétt og ert með pcos hobnobkex 3.12.2017 2.7.2018 | 10:10
reyna vera ólétt guggan89 29.6.2018 1.7.2018 | 10:05
Vöðvahnútur í legi Mariamargret 16.6.2018
Síða 1 af 4876 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Guddie, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien