Ráð við fótapirring/fótaóeirð

MundoMundo | 21. jún. '09, kl: 15:28:34 | 2968 | Svara | Er.is | 0

Fyrir þá sem ekki vita hvað þetta er þá lýsir fótapirringurinn sér þannig (a.m.k. hjá mér) að ef maður liggur kyrr með fæturna fær maður pirraða tilfinningu í þá og óstjórnlega þörf fyrir að hreyfa þá. Margar konur upplifa þetta á meðgöngu. Fótapirringurinn hefur oft haldið fyrir mér vöku og ég hef reynt ýmis ráð, drekka mikið vatn fyrir svefn,binda ullarband um ökklana og reyna að bara ignora þetta og afgreiða þetta sem eitthvað huglægt, fá mér sígó, fá mér mjólk og fl. Nú datt ég inná frábæra lausn sem svínvirkar alltaf, það er duft sem heitir Calm og maður á að hræra það útí vatn. Það er svakalega súrt svo það er greinilega C-vítamín í því en aðallega er það magnesíumið í því sem gerir trikkið. Það er líka til svona fyrir barnshafandi konur. Kannski er nóg að taka magnesíum í töfluformi, en ég hef ekki prufað það. Þetta duft fæst í yggdrasil og heilsubúðinni á klapparstíg og líklega heilsuhúsinu, veit ekki með apótek. Langaði bara að deila þessu með ykkur, ég er svo ánægð að hafa loksins fundið eitthvað sem virkar.

 

sólskinsbarn | 21. jún. '09, kl: 15:31:25 | Svara | Er.is | 0

2 íbófen og málið er dautt.

(((Ö)))

Shakira | 21. jún. '09, kl: 15:32:45 | Svara | Er.is | 0

ef þetta er eitthvað sem hrjári þig þegar þú ert ekki ófrísk þá mæli ég með að þú skellir þér í göngugreiningu. ég var fín eftir það. spurning um að vita orsokina frekar en díla við afleiðingar... nú er ég kannski byrjuð að bulla...
ég er búin að vera fín af þessu lengi en núna á meðgöngunni hefur þetta hrjáð mig aftur og þá virkar best hátt undir fótunum og/eða kallt fótabað

MundoMundo | 21. jún. '09, kl: 15:39:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er víst sjúkjdómur sem erfist, þeir hjá íslenskri erfðagreiningu hafa verið að rannsaka þetta. Mamma mín og systur fá þetta og móðurafi minn var víst slæmur af þessu. En hinsvegar fá víst margar konur þetta á meðgöngu og þetta ástand getur verið eitthvað tengt hormónum. Annað er ekki vitað. En ég hef líka prufað að taka verkjalyf, ibufen og paracetamol en það virkaði ekki.

dimeter | 21. jún. '09, kl: 16:15:08 | Svara | Er.is | 0

Ég og dóttir mín eru með svona og ég fékk það svar hjá lækni að þetta væri oftast út af járnskorti og hætti að finna fyrir þessu eftir að ég tók járnkúr

DarkAngel | 21. jún. '09, kl: 16:48:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í þeim tilfellum sem þetta er ekki arfgengt er þetta oftast vítamín skortur.. en þegar þetta er arfgengt þá er þetta ekki vítamín skortur og lítið hægt að gera nema læra að lifa með þessu og hætta sofa með sængina yfir táslunum :/

-----------------------------------------------------------
Lífið er jafn langt hvort sem hlegið er eða grátið

UndiR RóS | 21. júl. '13, kl: 18:43:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er ekki tengt járnskorti hjá mér.

slísí | 21. jún. '09, kl: 16:18:45 | Svara | Er.is | 0

borða 1 stóran banana og málið er datt...engin lyf ekkert ves..

-----------------------------------------------------------------------

djöfull | 21. jún. '09, kl: 16:19:14 | Svara | Er.is | 1

nr.1-2 og 3 þá á að borða BANANA.

það actually virkar og fyrirbyggir.

MundoMundo | 21. jún. '09, kl: 16:31:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, banani er einmitt magnesíumríkur!

Scarlatti | 21. júl. '13, kl: 13:54:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Actually!!!!

GullaHauks | 7. apr. '20, kl: 06:21:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

virkar bananinn 1, 2 og 3 meðan maður ER með pirringinn?

Draumar! | 21. jún. '09, kl: 16:24:37 | Svara | Er.is | 0

Má ég troða mér inn í, þar sem þú talar um fótaóeirð sem lýsir sér eins og pirraðri tilfinningu og maður verði að hreyfa fæturna. Ég þjáist nefnilega af þessu líka, nema með pirringnum er gífurlegur sársauki í miðri ilinni, rétt fyrir framan hælinn, og fram eftir fætinum. Lýsir sér eiginlega svona eins og ég sé að stíga á nagla með miðjum fætinum, nema stanslaus sársauki, sérstaklega þegar ég er lögst upp í rúm og seint á kvöldin. Ætli það sé þetta sama, eða bara þreyta...?

MundoMundo | 21. jún. '09, kl: 16:38:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá er kannski eins og þú sért að þjást af fótaóeirð og sinadrætti samtímis. Ég hef þann grun að sinadráttur og fótaóeirð sé eitthvað skylt, ég mundi prufa að taka steinefnablöndu, magnesíum eða borða banana fyrir svefn. Amma borðar alltaf banana við sinadrætti og það virkar á hana.

túlipani | 21. jún. '09, kl: 17:38:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

svona fótapirringur getur líka bent til þess að blóðsykurinn sé of hár. Ég þjáðist af þessu allt síðasta sumar og greindist með sykursýki um haustið. Ef ég er of há í sykri þá fæ ég alltaf mikinn pirring í fæturna.

Scarlatti | 21. júl. '13, kl: 13:55:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er samála. Ef ég borða eitthvað sætt rétt fyrir svefn, er pirringurinn einstaklega slæmur, sama gildir um koffín.

mikano | 21. jún. '09, kl: 21:04:51 | Svara | Er.is | 0

Móðir mín góð er á lyfjum við þessu, einhverjum óeirðalyfjum. Er ómöguleg án þeirra. Hafa alveg reddað henni!

babyborn og fl | 21. jún. '09, kl: 21:31:22 | Svara | Er.is | 0

Ég tek magnesium við þessu en ATH magnesium er líka hægðarlyf.

-------------------------------------------------------------

Smelly Cat | 21. júl. '13, kl: 13:59:27 | Svara | Er.is | 0

Magnesíum hefur hjálpað mér mikið. Fæ oft rosalegan pirring þegar ég er komin upp í rúm á kvöldin

safapressa | 21. júl. '13, kl: 14:01:40 | Svara | Er.is | 0

magnesíum er okkur nauðsynlegt og oft fáum við ekki nóg af því úr fæðunni, skortur af því getur einmitt valdið fótapirringi, náladoða, sinadráttum o.s.frv. hjálpar manni líka að slaka á svo maður á auðveldara með að sofna á kvöldin... magnesium fæst í öllum apótekum bæði í duftformi og töfluformi. en eins og aðrir hafa bent á er gott að borða 1-2 banana á dag. 

Scarlatti | 21. júl. '13, kl: 14:03:21 | Svara | Er.is | 0

Ég nudda Deep Heat kremi þétt aftan á fótleggina og sérstaklega í hnésbótina, það virkilega hjálpar.

Aderma | 21. júl. '13, kl: 14:10:13 | Svara | Er.is | 1

paratabs - paratabs - paratabs

garpur76 | 21. júl. '13, kl: 18:40:34 | Svara | Er.is | 0

maðurinn minn er svona, þegar hann var að fara að sofa þá var eins og að vera með fótboltalið í rúminu... við fengum það ráð að kaupa magnesíum slökun í lyfju og taka inn eins og leiðbeiningar segja rétt fyrir svefn... þetta svínvirkar, og ég veit alltaf þegar hann gleymir að taka þetta inn ;)

Kveðja Garpurinn

UndiR RóS | 21. júl. '13, kl: 18:42:28 | Svara | Er.is | 0

Ég vil bara taka undir þetta hjá þér.


Ég á magnesíum duft sem kallast "slökun" það svínvirkar fyrir mig á fótapirringin sem er það eina sem hefur virkað hingað til og ég hef verið með þetta í áratugi. Það sem er líka svo gott við þetta duft er hve fljótt það virkar, slær á pirringin.

Teklaros | 21. júl. '13, kl: 20:13:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Slökun duftið er það sama og Calm duftið, það er hægt að fá prufur í apótekjum :)

UndiR RóS | 21. júl. '13, kl: 20:14:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Calm er að mig minnir líka ódýrara.

bjola2 | 12. okt. '13, kl: 13:38:49 | Svara | Er.is | 0

Þessi er sammála þér: http://heilahreysti.about-brains.com/fotaoeird/

Stundir | 12. okt. '13, kl: 16:32:28 | Svara | Er.is | 0

Mjög gott að fá líka þetta hér http://www.gengurvel.is/is/vorur/28 er sprey sem heitir magnesísum good night og er frábært á kvöldin!

SvandisRos | 12. okt. '13, kl: 16:34:19 | Svara | Er.is | 0

Vil benda þér á Cal+ frá Berry.En
Það er kalcium og magnesium.
Hjálpar mjög vel. Ég vissi ekki hvað fótapirringur var fyrr en í vor... og tók eitt svona bréf og það virkaði um leið og svefninn varð betri. Enginn smá léttir!

____________________________________________

https://www.facebook.com/SolIHjarta

Ibba Sig | 12. okt. '13, kl: 19:26:13 | Svara | Er.is | 0

Magnesíum er málið. Ef ég fæ svona pirring þegar ég er að fara að sofa þá tek ég tvær töflur og er orðin góð eftir smá stund. Annars tek ég magnesíum á hverjum degi núna og finn því lítið fyrir pirringnum. Magnesíum í duftformi er ógeð. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Ísland úr Nató herinn burt ! _Svartbakur 2.6.2023 3.6.2023 | 01:12
Sorphirða og flokkun - og svo er öllu blandað saman !! jaðraka 2.6.2023 2.6.2023 | 23:45
Heimilistekjur - Fátækt _Svartbakur 2.6.2023
Lífskorn, 5 kjarna rúgbrauð frá Kristjáns uppskrift. Milly76 2.6.2023
Umsókn í háskóla synjað :( Fudge 1.6.2023
Eru Prairie Dogs leyfðir sem gæludýr á Íslandi Sigglindur 31.5.2023 1.6.2023 | 20:28
Vextir hækka - fólk þarf að greiða hundruð þúsunda vegna íbúðarhúsalána _Svartbakur 31.5.2023 1.6.2023 | 06:25
Ógeðslegt þjóðfélag Hauksen 29.5.2023 31.5.2023 | 09:25
En tad rugl a Islndi... kmarus21 30.5.2023 30.5.2023 | 19:56
Síða 10 af 47584 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Guddie, tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, Bland.is, paulobrien