Ráð við vondri lykt úr niðurfalli

amt | 20. okt. '11, kl: 22:41:17 | 2871 | Svara | Er.is | 0

Veit einhver hvernig ég get náð vondri lykt úr niðurfalli í þvottahúsi?

Það sem ég er búin að prófa:
- þrífa sigtið mjög vel (glansar nánast)
- kaupa einhvern vökva í Rekstrarvörum sem átti að eyða lykt (átti að vera í 8 klst. og hella svo vatni í niðurfallið eftir það).
- hella klór reglulega í niðurfallið
- prófa venjulega hreingerningarvökva eins og þjark, skúringarvökva o.fl.

Við erum búin að vera í þessari leiguíbúð síðan í júní og fundum við strax lyktina þegar við fengum afhent. Við héldum hins vegar að lyktin væri bara því það var ekki búið í íbúðinni í ca. tvo mánuði og þvottahúsið ekkert notað (tómt) í einhvern tíma áður en við fluttum. Lyktin minnkar stundum í nokkra daga og gýs svo upp aftur. Finnst ég vera farin að finna lyktina á fötunum mínum og hjá barninu því fötin hanga á snúrunni inn í þvottahúsi og get eiginlega ekki notað þurrkarann því ég þarf að hafa opið inn í þvottahús þá og þá fer lyktin um alla íbúð! :S

Áttu ráð handa mér?

 

PrincessBananahammock | 20. okt. '11, kl: 22:43:36 | Svara | Er.is | 0

Fer vatn reglulega í þetta niðurfall? Ef það þornar í lögnunum, þá getur komið svona ógeðis lykt. Prófaðu að hella vatni í þetta ca. annanhvern dag, og athugaðu hvort lyktin hættir að koma.

- - -
öhö

amt | 20. okt. '11, kl: 22:45:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þvæ ca. eina þvottavél á dag svo það fer vatn um þetta niðurfall á hverjum degi.
Þetta kom örugglega upphaflega út af því að lögnin þornuðu.

kons | 20. okt. '11, kl: 22:43:59 | Svara | Er.is | 0

skoða vatnslásinn.....og athuga afhverju hann er ekki að virka....

amt | 20. okt. '11, kl: 22:45:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þarf að google vatnslás hehe :)
Testa það, takk.

Karamja | 20. okt. '11, kl: 22:47:52 | Svara | Er.is | 0

ég býð eftir svörunum sem þú færð, er með svipað vandamál og hjá mér er vonda lyktin úr niðurfallinu uppi á efrihæð á klósettinu og hún virðist versna þegar ég þvæ þvott eða er nýbúin að þvo.. held að affallið af þvottvélini sé í þessari lögn..

einhvertíman heyrði ég að vond lykt kæmi þegar vatnið liggur í pípunum og þá grasserar einhver óbjóður í því.

heyrði líka einhvertíman að setja matarolíu ofaní því hún flýtur ofaná vatninu og þá lokast lyktin undir og maður finnur hana ekki.. hef ekki prufað en meikar svosem alveg sense.

amt | 20. okt. '11, kl: 22:50:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst einmitt lyktin versna þegar ég þvæ þvott, sérstaklega við hærra hitastig.
Var að sjóða handklæði fyrr í kvöld og kræst hvað það er vond lykt í íbúðinni núna! :S

Ég ætla að prófa matarolíuna... og finna út hvað ég get gert við vatnslásinn (og hvað það er hehe).

fálkaorðan | 21. okt. '11, kl: 08:36:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki matarolíu, hún þránar og það kemur vond lykt af henni, notaðu sérstaka vatnslásaolíu eða parafinolíu.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ardis | 21. okt. '11, kl: 00:12:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég hef prófað þetta með matarolíuna og það virkaði í töluverðan tíma

Dogslife | 20. okt. '11, kl: 22:51:12 | Svara | Er.is | 0

Það eru nokkrar ástæður sem þetta gæti verið. Er þetta niðurfall á gólfi eða í sturtu eða baðkari?? Það á að vera vatnslás á flestum niðurföllum og hann kemur í veg fyrir lykt. En himsvegar þá endaði ég með því að brjóta niðurfall á gólfi til að tékka á helv.... vatnslásnum. Þá var það ekki vatnslásinn sem var vandamálið heldur hafði einhver lítið björt ljósapera stungið tusku ofan í niðurfallið á meðan var verið að flísaleggja og gleymt svo tuskuræflinum ofan í og límt niðurfallsgrindina niður með sílikoni. Tuskan var ábyggilega búin að vera þarna í nokkur ár og lyktin var óbærileg. Þannig að ég myndi byrja á því að ná grindinni upp ef þetta er á gólfi og kíkja. Ef þetta er í baðkari eða sturtubotn þá er vatnslásinn líklega farinn og þá er spurning um að hringja á pípara.

amt | 20. okt. '11, kl: 22:53:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er niðurfall í gólfi.
Ójjjj með tuskuna, vona að það sé ekki málið. Ég er búin að prófa að taka grindina af og plastdæmið sem er þar ofan í (fjólublátt í þessu niðurfalli). Ég sá ekkert athugavert þar. Þarf ég að taka e-ð meira upp úr?

Dogslife | 20. okt. '11, kl: 23:54:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi að minnsta kosti fara í gúmmíhanska og þreifa fyrir mér. Ef ekkert scary kemur upp þæ hringja í pípara. Það er ekki lifandi með svona lykt.

amt | 20. okt. '11, kl: 23:57:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ætla að biðja kallinn voða fallega um að gera það á morgun :S

juggernaut | 20. okt. '11, kl: 23:55:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef að þetta er KESSEL niðurfall (þau eru með fjólubláu inní) Þá ætti þetta fjólubláa að virka sem vatnslás.
Ef það er afturámóti ekki að virka sem skyldi geturðu keypt einskonar blöðku sem fer þá ofaní í staðinn og hleypir hún vatni niður en ekki lofti upp. Þetta fæst t.d í Tengi

Hlédís | 20. okt. '11, kl: 22:51:44 | Svara | Er.is | 0

Vatnslásinn á að sjá um að það komi ekki lykt upp í niðurföllum. Hann er vitlaust upp settur eða bilaður ef það kemur fýla. Vatnslás er mjög einfalt fyrirbæri, það er rör með beygju sem gerir að verkum að það er alltaf vatn í beygjunni sem lokar lögninni þannig það komi ekki skólp lykt upp.

amt | 20. okt. '11, kl: 22:54:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir lýsinguna á vatnslásnum :) Er vatnslás líka í gólfinu (þetta er niðurfall í gólfi)? Eða er vatnslásinn við þvottavélina (þar er rör með beygju)?

Hlédís | 20. okt. '11, kl: 22:58:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er nu enginn sérfræðingur en ég held að það sé vatnslás á öllum niðurföllum, til dæmis í gólfinu. En beygjan á þvottavélarörinu er held ég til að vélin haldi vatninu í sér þangað til hún dælir því út. Ef að rörið lægi bara niður (færi sumsé ekki upp og svo niður) þá held ég að vélin myndi ekki safna vatni í sig til að þvo heldur myndi það bara renna út...

amt | 20. okt. '11, kl: 22:59:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk :) Ég er alveg mínus sérfræðingur í þessu hehe.
Ætla tékka á vatnslásnum.

juggernaut | 20. okt. '11, kl: 23:57:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú getur birt mynd af þessu fjólublá ofaní gæti ég segt þér hvort þetta er rétt sett saman og hvort það vantar eitthvað

amt | 21. okt. '11, kl: 13:39:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir boðið :)
Ég skoðaði þetta í nótt og þetta var greinilega málið. Þetta fjólublá lág bara ofan í niðurfallinu, skakkt og lokaði ekki á neitt. Ég festi það og vonandi fer lyktin þá.

Takk :)

Maggsan | 20. okt. '11, kl: 23:37:35 | Svara | Er.is | 1

Edik er líka ótrúlega góður lykteyðandi vökvi. Prófaðu að hella smá niður í niðurfallið ef að olían virkar ekki (veit hún hefur gert það stundum). Ef ég *hóst* gleymi einhverjum matarafgöngum í ísskápnum mínum og það kemur lykt... þá set ég alltaf smá edik í glas og inn í ísskáp. Works every time! Einhvern tíman þá var mér líka sagt að dagblöð væru góð til að draga lykt í sig og prófaði það. Bróðir minn kom í heimsókn og var voða furðulegur þegar hann kom til mín og spurði mig af hverju mogginn væri geymdur í ísskápnum, lol.

amt | 20. okt. '11, kl: 23:46:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hahaha snilld með moggann inn í ísskáp :)

Ég prófa edikið annað kvöld... olían fór í áðan. Takk fyrir ráðið.

zibra | 20. okt. '11, kl: 23:54:53 | Svara | Er.is | 0

Hella klór ofan í niðurfallið.
Ég geri þetta bæði til að losa stíflur í niðurföllum og losna við lykt, hefur allavega virkað hjá mér.

amt | 20. okt. '11, kl: 23:57:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búin að hella oft klór í niðurfallið. Var actually að kaupa þriðja klórbrúsann í gær og enn fer lyktin ekki.

zibra | 21. okt. '11, kl: 00:00:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æjjj ekki gott..... en getur þú ekki talað við leigusalann og látið athuga þetta af fagaðila?

amt | 21. okt. '11, kl: 00:09:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, ég hugsa að ég hringi í leigusalann um helgina eða í næstu viku ef ekkert af þessum ráðum virkar.

kassakot | 21. okt. '11, kl: 00:21:12 | Svara | Er.is | 0

Er nokkuð dauð mús í niðurfallinu?

amt | 21. okt. '11, kl: 00:33:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ojjj ég er mest hrædd við það :S
Bý samt upp á 6. hæð í nýrri blokk og það er ekkert sjáanlegt í niðurfallinu.

illuminati | 21. okt. '11, kl: 02:33:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

1. Taktu grindina af. Er vatn í niðurfallinu?
2. Taktu vatnslásinn (þetta fjólubláa) upp úr niðurfallinu. Það ætti að vera frekar stíft. Ef það er ekki mjög stíft þá er vandamálið fundið.
3. Skolaðu vatnslásinn.
4. Settu hann aftur í, snúa honum rétt (sérð það um leið og þú skoðar hvernig hann á að snúa).
5. Ýttu honum fast niður, það á að vera stíft, svo hann smelli hálfpartinn í.
6. Skrífaðu frá vatninu í þeim vask sem þvottavélin er tengd í til þess að fylla vatnslásinn aftur.

Prufaðu þetta fyrst áður en þú hringir í pípara.

amt | 21. okt. '11, kl: 13:36:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það er vatn í niðurfallinu

Ég hugsa að vandamálið hafi verið vatnslásinn. Hann (þetta fjólubláa) lág bara laus ofan í niðurfallinu.
Ég fann einhvern svartan gúmmí hring þarna ofan í sem greinilega átti að vera utan um þetta fjólubláa.
Ég setti þetta því saman og vonandi virkar það. Hann var reyndar pínu laus í svo ef lyktin verður ekki farin um helgina þá ætla ég að kaupa nýjan vatnslás.

Takk fyrir ábendinguna :)

Rós 56 | 21. okt. '11, kl: 04:30:38 | Svara | Er.is | 0

Hæ, þetta þarf ekkert að vera niðurfallið í gólfinu, heldur getur þetta komið frá slöngunni sem fer inn í vegginn og leiðir affallsslönguna frá þvottavélinni (þessa sem er aftan á þvottavélinni og þið setjið í veggslönguna). prufaðu að setja límband í kringum stútinn á veggslönguni til að þétta hana, ég þurfti þess hjá mér og þá hvarf óþefurinn.

lil mama | 21. okt. '11, kl: 05:54:50 | Svara | Er.is | 1

ég var með þetta nákvæmlega vandamál, endaði á því að fylla glas af köldu vatni og setja 3 msk af matarsóda í hræra, og sturta í niðurfallið. Geri það núna ca 2x á ári =)

Ekki lesa undirskriftina mína ef þú nennir því ekki. ;)

fálkaorðan | 21. okt. '11, kl: 08:35:11 | Svara | Er.is | 0

Ég sé að þú ert búin að fá fullt af ráðum en samt ekki það sem er afskaplega líklegt.
Ef vatnslásinn er ekki að virka og það þornar í honum er gott að kaupa vatnslásaolíu (gæti heitað eithvða annað en þetta skilst) fæst í húsa og býkó og öruglega öllum svona byggingavöruverslunum eithvða.
Þessi olía er í raun bara parafinolía eins og fæst í apóteki.

Þetta kemur í veg fyrir að það þorni í vatnslásnum og hann ætti að virka sem skildi.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

preburinn | 21. okt. '11, kl: 08:37:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frostlögur þrælvirkar í svona.

fálkaorðan | 21. okt. '11, kl: 08:39:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndar gerir hann það ekki og virkar í raun ekki neitt.
Frostlögur gufar mun hraðar upp en vatn og er því verri en ekkert.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

illuminati | 21. okt. '11, kl: 09:53:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún þvær um eina þvottavél á dag og skv. lýsingunni fer vatnið úr vélinni í gegnum þetta niðurfall.

fálkaorðan | 21. okt. '11, kl: 10:02:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef það nær samt að þorna í niðurfallinu á milli þá kemur lykt.
Ég veit ekkert hvernig þetta þvottahús er en ef það er hiti í gólfinu þá gufar mjög hratt upp.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Minní | 21. okt. '11, kl: 08:54:38 | Svara | Er.is | 0

Getur verið að þetta fjólubláa lok sé ekki alveg nógu vel fest.
Kom fyrir hjá mér, þegar kona sem skúraði hjá mér var að þrífa niðurfall í sturtu, að hún skrúfaði lokið ekki nógu vel aftur á og þá lekur þessu guðdómlega skítalykt meðfram lokinu.

amt | 21. okt. '11, kl: 13:38:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að þetta hafi einmitt verið málið.
Ég festi lokið í nótt og vonandi verður engin lykt þegar ég kem heim í dag. Annars kaupi ég nýtt lok á morgun því það virtist ekki vera alveg nógu fast.

Takk :)

D e a | 21. okt. '11, kl: 09:59:16 | Svara | Er.is | 1

Hjá mér er enginn vatnslás á rörinu sem tekur við vatni úr þvottavélinni. Rörið liggur bara í L (hvergi U) og þá skilst mér að það sé bara opið niður í ræsi í rauninni og þaðan kemur lyktin. Ég tróð poka ofan í gatið (utan um slönguendann úr þvottavélinni) og teipaði fast. Engin lykt.

fidelis | 21. okt. '11, kl: 10:08:27 | Svara | Er.is | 0

Það sem ég hef gert bæði við stíflum og vondri lykt er að strá vel af matarsóda í niðurfallið og hella svo ediki þar á eftir. Þetta freyðir alveg svakalega, en eyðir líka alveg ótrúlegustu lyktum og stíflum.

LadyGaGa | 21. okt. '11, kl: 11:06:17 | Svara | Er.is | 0

Hef ekki lausn en ef þetta bara hættir ekki og þú vilt losna við lyktina samt sem áður þá seturðu vel blauta tusku yfir niðurfallið.  Svo þarf að bleyta hana reglulega.  Veit þetta er ekki lausn á vandamálinu en það er óþarfi að kafna úr þessari lykt samt sem áður.

petroviz | 21. okt. '11, kl: 11:30:37 | Svara | Er.is | 0

Frostlög það virkar

~era~ | 21. okt. '11, kl: 13:10:47 | Svara | Er.is | 0

setja slatta af matarolíu ofan í niðurfallið

tacoma | 21. okt. '11, kl: 13:34:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það virkar að setja frostlög í vatnslásinn, frostlögur gufar ekki upp eins og vatn, olía virkar líka vel. Þeir sem eru með slönguna úr þvottavel beint niður í ræsið ættu að fá sér múffu til að þetta ræsið svo lyktin gjósi ekki upp.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Síða 1 af 47926 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie