Ráðleggingar með fasteignakaup

boojaa | 14. feb. '20, kl: 12:57:39 | 147 | Svara | Er.is | 0

Ég er að vonast til að einhver hér hafi reynslu eða vitneskju og geti aðstoðað mig og afsaka fyrirfram fáfræði mína varðandi þessa mál, hef ekki keypt fasteign áður svo ég veit ekki mikið um þetta.

Þegar fasteign með áhvílandi láni (veðbandalán) sem er komið í vanskil er seld, en nýr kaupandi tekur ekki við láninu heldur stofnar nýtt lán, hvernig virkar það? Hafa vanskilin einhver áhrif á væntanlegan kaupanda eða kemur það honum ekki við ef hann stofnar nýtt lán? Kaupandi myndi þá greiða seljanda fyrir eignina og seljandi þá borga upp sitt lán og vanskil. Er þetta rétt skilið hjá mér eða er ég að missa af einhverju?

Og önnur spurning, getur einhver frætt mig um veðbandalán? Eru þau öðruvísi en hefðbundin húsnæðislán?

Með von um aðstoð.

 

kaldbakur | 14. feb. '20, kl: 13:39:31 | Svara | Er.is | 0

Vaninn er að seljandi aflýsi lánum við kaupsamning.
Seljandi er ábyrgur fyrir sínum lánum og ekki gott að þau séu í vanskilum þegar keypt er og því nauðsynlegt að ef kaupandi greiðir inná eign
við kaupsamning að þá sé tryggt að innágreiðsla fari uppí vanskil fyrri eiganda af áhvílandi lánum fasteignarinnar.
Veðbandalán eru bara lán sem eru áhvílandi á fasteign og eru þinglýst.
Lánveitandi hefur þá tryggingu fyrir greiðslu lánsins ef lántakandi greiðir ekki og fasteinin (veðið) er þá trygging fyrir greislu og seld ef vanskil eru umfram eðlilegan tíma. Sá sem lánar útá fasteign getur krafist lögtaks og sölu eignar við vanskil og þa´fer uppboð fram á eigninni til tryggingar greiðslu lánsins.

kaldbakur | 14. feb. '20, kl: 14:14:28 | Svara | Er.is | 0

Svo má ekki gleyma að við fasteignakaup þá þarf að aflýsa áhv+ilandi lánum fyrir afsal.
Kaupandi tekur yfirleitt ekki við áhvílandi lánum og því þarf að aflýsa þeim áður en fullnaðargreisla á sér stað oftast við afsal.
En öll þessi atriði sem ég er að lýsa hér á fasteignasalinn þinn að upplýsa þig um og tryggja rétt þinn og heiðarleg viðskipti.

boojaa | 14. feb. '20, kl: 14:46:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk kærlega fyrir svarið!

Þegar áhvílandi lánum er aflýst fyrir afsal, er kaupandi þá búinn að stofna lán fyrir eigninni og greiða seljanda? Ég er að hugsa ef seljandi ætlar sér, eins og yfirleitt er, að nota þann pening sem hann fær fyrir eignina til að borga upp lánið? Ég er bara að velta því fyrir mér tímaröðinni á þessu. Því seljandi getur væntanlega ekki greitt upp áhvílandi lánið nema að vera búinn að fá borgað fyrir eignina. Það getur varla verið að það þurfi að aflýsa láninu og greiða það upp áður en kaupandinn greiðir seljandanum. Ég vona að þetta meiki sens sem ég er að segja. Takk kærlega fyrir að svara mér!

kaldbakur | 14. feb. '20, kl: 15:25:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já í svona tilfellum sjá fasteignasalar um að greiðslan fari til að greiða upp áhvílandi lán seljanda.
Jú þetta er hárrétt hjá þér þarna skiptir tímasetning máli og eins gott að hafa þetta öruggt og í lagi.
Oftast er þessu raðað upp þannig að seljandi afléttir lánum með greiðslum frá kaupanda fyrir afsal.
Lánin eru þá farin af eigninni þegar heildaruppgjör fer fram við afsal.

T.M.O | 14. feb. '20, kl: 15:30:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta snýst oftast um að lánveitandinn með vanskilin samþykki að sleppa veðinu af eigninni til að nýja lánið frá kaupandanum komist yfir á eignina með því skilyrði að lánið ásamt vanskilunum verði greitt sjálfkrafa við afsal áður en seljandinn fær greiðsluna í sínar hendur. Þetta er framkvæmt af fasteignasalanum sem semur við lánveitandann og stendur við skilyrðin.

T.M.O | 14. feb. '20, kl: 14:55:55 | Svara | Er.is | 0

Skuldareigandi eða banki neitar að færa lán af húsnæði yfir á annað eða fella niður nema lánið sé greitt. Það þýðir að seljandinn getur í raun ekki gengið endanlega frá sölu fyrr en lánið sem er í vanskilum er frágengið á einn eða annan hátt. Á meðan getur nýr kaupandi ekki tekið lán með veði í íbúðinni þar sem sá sem lánar þeim fær ekki fullt veð og umsaminn veðrétt. þetta getur myndað erfitt ástand þegar lánastofnanir vilja passa upp á að þeir fái örugglega sitt í greiðslu eða veðrétt í gömlu eða nýju húsnæði. Fasteignasalinn á að geta hjálpað þér í gegnum þetta skref fyrir skref, þeir geta gert miklu meira en þeir oft gefa upp undir venjulegum kringumstæðum.

snulla06 | 14. feb. '20, kl: 20:36:34 | Svara | Er.is | 0

Útbúið er skilyrt veðleyfi eða ráðstöfunarsamningur þar sem lánin sem þú tekur eru notuð til að greiða upp áhvílandi lán. Með þessu er tryggt að lánin verði greidd upp og í framhaldinu aflýst af eigninni. Ef það er mismunur fær seljandi það greitt

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hvað er málið með suma leigusala sem leigja herbergi, láta allt öðruvisi íbúðarleigus.? globalpasta 29.10.2020
kauptilboð , reglan?? Helga31 29.10.2020 29.10.2020 | 10:30
Tryggingar mistify 29.10.2020
Geta einstaklingar haldið opið bingó? ny1 4.7.2020 29.10.2020 | 00:38
Eplatré - vantar kærustu (blóm af öðru tré) auglysingarnar 28.6.2020 29.10.2020 | 00:37
Límrúlla, svona til að hreinsa kusk af fötum/hlutum gummudu 28.10.2020 29.10.2020 | 00:21
Vöðva æxli í maga janefox 23.10.2020 29.10.2020 | 00:21
Er Bland.is treystandi? Hauksen 24.10.2020 29.10.2020 | 00:17
Mósesbók Kingsgard 15.4.2020 29.10.2020 | 00:13
Biðraðir úti til að fara í Covid test Júlí 78 28.10.2020 28.10.2020 | 21:41
Júní bumbur 2021 (bumbu hópur) OlettStelpa11111 13.10.2020 28.10.2020 | 20:06
fæðingarstund - skráning bjork77 24.10.2020 28.10.2020 | 19:34
Taka út séreignarsparnað vegna Covid AG1980 28.10.2020 28.10.2020 | 16:25
Forsetakosningar í BNA _Svartbakur 28.10.2020 28.10.2020 | 12:30
Trúið þið miðill ? Stella9 19.5.2018 28.10.2020 | 11:51
fatamerkimiðar 3stelpur 23.8.2012 28.10.2020 | 11:50
"Vetrarhátíðin" jólin Hr85 23.10.2020 28.10.2020 | 06:50
Fjölmenning í Frakklandi Hr85 18.10.2020 28.10.2020 | 06:05
Drasl vefur og drasl stjórnendur? Hr85 24.10.2020 27.10.2020 | 09:14
Eyðilegging á vefnum bergma 25.10.2020
Umingja Reykjavíkurborg. kaldbakur 13.4.2020 25.10.2020 | 11:43
Jarðgöng út í Vestmannaeyjar. Svarthetta 24.7.2020 25.10.2020 | 11:38
Svo sem vér og fyrirgefum.... Júlí 78 4.12.2018 25.10.2020 | 11:34
Skemmd umræða... einhver...??? KollaCoco 24.10.2020 25.10.2020 | 03:02
Þrif á fúgum milli flísa bergma 25.10.2020
Litlar ferkantaðar pönnur Dr K 24.10.2020 24.10.2020 | 18:52
Piratar - rýtingurinn í bakinu á Birgittu ? kaldbakur 16.7.2019 24.10.2020 | 18:32
ESB og bræðrafélag eru ekki að vermda sem sem eru öðruvísi æ kaldbakur 4.6.2020 24.10.2020 | 18:24
bland dautt eða ekki ?? tlaicegutti 24.10.2020
GG lagnir esj 23.10.2020 24.10.2020 | 00:29
Kaupa út meðeiganda engifer7 22.10.2020 24.10.2020 | 00:29
123dekk.is þekkir einhver þessa síðu og reynslu ? hallsorh 9.7.2018 23.10.2020 | 18:26
Vatnsskemmdir í vegg Dannibjorn92 22.10.2020 23.10.2020 | 11:04
Getur eh frætt mig um að vinna með atvinnuleysisbótum? nunan 23.10.2020
Innanhússarkitekt/hönnuður/ráðgjafi krisskrass 30.6.2019 22.10.2020 | 23:12
Breyta húsnæði. Hefur einhver reynslu Mayla 20.10.2007 22.10.2020 | 22:40
Sýnataka mugg 22.10.2020 22.10.2020 | 13:05
Seroxat Gunnhildur Joa 22.10.2020
Maki þarf umönnun engifer7 22.10.2020 22.10.2020 | 07:28
Test hmmm joning 21.10.2020
Umræðan í steik Hauksen 21.10.2020 21.10.2020 | 20:06
Leigusalar Eitursnjöll 7.7.2011 20.10.2020 | 21:31
Járn fyrir hansahillur kolbeinnk 10.6.2015 20.10.2020 | 18:38
það er blessuð blíðan víðsvegar um heim ert 19.10.2020 20.10.2020 | 14:42
Hjálp...teikniborð fyrir Grunnteikningu. Púllarinn 28.8.2007 20.10.2020 | 13:34
Lífskjör hvergi betri í Evrópu en Íslandi. kaldbakur 21.9.2018 19.10.2020 | 17:15
Júní 2021 bumbur OlettStelpa11111 17.10.2020 19.10.2020 | 01:59
1984 email geislabaugur22 19.10.2020 19.10.2020 | 01:47
Bland? ert 18.10.2020
Eignast barn með gjafasæði Lavender1 25.9.2018 18.10.2020 | 17:08
Síða 1 af 34295 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, vkg, krulla27, Bland.is, flippkisi, Coco LaDiva, aronbj, rockybland, joga80, tinnzy123, Gabríella S, superman2, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron