Rafskútur. Hvað gerir ríkisstjórnin í þessu?

Júlí 78 | 29. ágú. '21, kl: 10:02:10 | 134 | Svara | Er.is | 0

Ég var að lesa frétt í DV þar sem læknir hefur orðið: 
"Vilhjálmur Arason læknir kallar eftir því að stemmt verði stigu við rafskútuslysum sem hann segir að séu líklega um 1.000 á ári. „1000 Íslendingar faraldri að bráð,“ ... Vilhjálmur segir að ekki sé óalgengt allt að fimm einstaklingar leiti til Bráðmóttöku Landspítalans á hverri átta tíma vakt. Slysin séu vissulega misalvarleg en sumir áverkarnir mjög alvarlegir, til dæmis beinbrot, og einhverjir jafnvel lífshættulegir. Síðan segir Vilhjálmur í pistli sínum:

„Það þarf síðan auðvitað ekki mikið ímyndunarafl til að átta sig á slysahættunni sem felst í miklum hraða, allt að 40 -50 km/klst á göngustígum borgarinnar. Margir algörlega óvarðir hvað hlífðarbúnað varðar og oft hjálmlausir.“

Vilhjálmur bendir á að jafnvel minniháttar slys geti haft langtímafleiðingar og leitt til örorku. Hann kallar eftir takmörkunum á umferð þessara tækja:

„Rafskútuleigur sem auglýsa grimmt þessa daganna láta eins um samgöngubyltingu sé að ræða, lýðheilsunnar vegna. Jafnvel minniháttar slys getur hins vegar haft alvarlegar langtímaafleiðingar og hindrað hreyfifærni til langs tíma. Ótalin eru þá hundruð alvarlegra slysa sem jafnvel valda varanlegri örorku og lýti, oft með miklum kostnaði fyrir einstaklinga og aðstandendur. Tap samfélagsins alls er líka mikið í sjúkra-, lyfjakostnaði og vinnutapi.

Stemma má stigu við þessum rafskútuslysum með a.m.k. einhverjum skorðum á útleigu rafskutla. Einkum á kvöldin og nóttunni eins og gert er sumstaðar erlendis og ætla má að ökufærni margra sé skert vegna áfengis eða vímuefnanotkunar."

Þetta er líklega á Reykjavíkurborgar en þau hunsa að gera eitthvað í þessu, hafa komið fram í fjölmiðlum og tala bara um hversu "heilsusamlegt" er að vera á þessu janvel þó bent sé á hætturnar. En þegar læknir segir þettta:    " hundruð alvarlegra slysa sem jafnvel valda varanlegri örorku og lýti, oft með miklum kostnaði fyrir einstaklinga og aðstandendur. Tap samfélagsins alls er líka mikið í sjúkra-, lyfjakostnaði og vinnutapi." ætti þetta þá ekki að vera á borði ríkisstjórnarinnar? Eða er í lagi að fullt af fólki verði öryrkjar út af þessu? Kostar það ekki þjóðfélagið eitthvað? Mér finnst sofandahátturinn gagnvart þessu dóti vera algjör.

https://www.dv.is/frettir/2021/8/29/laeknir-gagnrynir-rafskutuaedid-1000-islendingar-faraldri-ad-brad/

 

Júlí 78 | 29. ágú. '21, kl: 10:20:10 | Svara | Er.is | 0

Rætt var svo við Guðbrand Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjón í umferðarlögregludeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í júní...: Hvernig líst þér á þá hugmynd að banna að leigja þessi tæki út á föstudags- og laugardalskvöldum?


„Mér finnst það mjög áhugaverð tillaga. Við þekkjum dæmi frá Norðurlandaþjóðum, sem við miðum okkur oft við, Dani og Svía.  Seint á kvöldin og á nóttunni, sérstaklega um helgar, þá er sumstaðar ekki hægt að leigja þessi hjól.  Svo eru þau forrituð þannig að þegar þú kemur inn á viss svæði þá kemstu ekki yfir gönguhraða. Þá er ég að hugsa um miðbæinn og göngugötur" segir Guðbrandur Sigurðsson.


Já hversu vitlaust er það ekki að leyfa svona hjól  sem fara á 40-50 km hraða  á einhverjum göngugötum í miðbænum?
https://www.ruv.is/frett/2021/06/22/opinn-fyrir-rafskutubanni-um-helgar

AlanEmpire | 11. sep. '21, kl: 00:47:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fara flest ekki yfir 25 km hraða. Bara sekta fólk sem er undir áhrifum og er að keyra um á þessu. Bara eins og gert er með bíla. Þarf ekkert að banna neitt.

_Svartbakur
Júlí 78 | 29. ágú. '21, kl: 20:47:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit alveg að þetta á víst að vera mál borgarstjórnar Reykjavíkur, en þeir hins vegar  gera ekkert í málinu. Og þar sem fullt af fólki stórslasast á þessu og verða jafnvel öryrkjar á eftir þá ætti nú ríkisstjórnin að gera eitthvað!! Er ekki þeirra hlutverk að setja lög? Þetta snertir almannaheill er það ekki?

Rós 56 | 1. sep. '21, kl: 15:14:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef einhver finnur sér MATARHOLU og vill græða á henni, þá virðist það vera þannig að EKKI megi SLÁ á hendurnar á þeim, ég tala nú ekki um ef þeir þekkja nú einhvern í BORGARSTJÓRN (svona "maður þekkir mann" dæmi).


Nei þá má FÓLK bara SLASA sig mismikið og bera MIS LJÓT ÖR í ANDLITI sem oftast verður fyrir barðinu á GÖTUNNI þegar það dettur HJÁLMLAUST. Kannski hægt sé að telja fólkinu í landinu trú um að það sé nú bara TÖFF að vera með ÖR, því LJÓTARI því BETRA. Kannski er þetta BARA nýjasta TÍSKAN. 

_Svartbakur | 1. sep. '21, kl: 22:02:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Rafskútur eru að manni sýnist vera að taka af Strætó þessa fáu farþega sem þann farkost nýta.
Strætó skröltir áfram hring eftir hring um hverfin og oftast tómur eða með 1-2 farþega.
Það var hægt að finna meiri mengunarvald í umferðinni en stætó.

_Svartbakur | 1. sep. '21, kl: 22:06:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Strætó er mesti mengunarvaldurinn í umferðinni í dag.
Strætó gerir minna gagn í dag en hlaupahjól eða það sem kallað er rafskútur.
Að ætla sér að stækka strætó í enn stærri strætisvagna og kalla borgarlínu mengar bara enn meira og er meiri skaðvaldur í umferðinni en strætó í dag.

Kaffinörd | 13. sep. '21, kl: 20:04:02 | Svara | Er.is | 0

Banna þetta helvítis drasl.

Krabbamein á þjóðfélaginu okkar.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Eyrnahreinsun..hvar ?? Lanke51 20.10.2021 23.10.2021 | 00:26
Bólusetning pæling VValsd 15.10.2021 22.10.2021 | 19:57
Deildu oliver002 22.10.2021
Er stjórnarsamstarfið að taka enda ? _Svartbakur 21.10.2021 22.10.2021 | 01:00
Breytilegir verðtryggðir vextir í kjölfar kórónaveirunnar? bb79 31.3.2020 21.10.2021 | 12:32
Ólafur Ragnar lýsir stöðunni vel _Svartbakur 17.10.2021 20.10.2021 | 22:44
Breytingar við Bústaðaveg Júlí 78 19.10.2021 20.10.2021 | 08:51
Bitcoin áin 16.10.2021 19.10.2021 | 14:08
Bakkar, breiðholtsskóli sokkur samuel 15.10.2021 18.10.2021 | 20:02
Stig í lánshæfisflokkum credit info Viðskiptavinur 17.10.2021 18.10.2021 | 19:06
My trendy phone.is HUGME 18.10.2021 18.10.2021 | 10:31
Vefsvæði Vinnumálastofnunar í ólagi? Garðsláttur 16.10.2021 18.10.2021 | 08:35
Góður Sálfræðingur Erna S 17.10.2021 18.10.2021 | 02:40
Árás á lýðræðið ? Kristland 17.10.2021 18.10.2021 | 01:22
Fáni friðarins ? Kristland 17.10.2021 17.10.2021 | 13:54
Það er komin helgi með Helga VValsd 16.10.2021 17.10.2021 | 04:16
en óendanleg orka Orkuskortur um allan heimsprettur uppúr jörðinni á Íslandi _Svartbakur 14.10.2021 16.10.2021 | 20:08
Gylfi Þór - rannsókn mögulega hætt á morgun, velkominn aftur í landsliðið væntanlega. Brannibull 14.10.2021 16.10.2021 | 19:34
Fréttir ganga niður tröppurnar VValsd 13.10.2021 16.10.2021 | 02:00
Kaufen Sie einen registrierten Führerschein online (https://fuhrerscheinss.com/), kaufen Sie ei nyahkuma 7.10.2021 16.10.2021 | 00:12
Ert þú með Cheerios glutenlaust VValsd 13.10.2021 15.10.2021 | 23:06
Kannast ekki allir við þetta Kimura 15.10.2021
Sundlaugaverðir VValsd 24.9.2021 15.10.2021 | 20:01
Húsfélag sláttur danek1 14.10.2021 15.10.2021 | 13:45
vantar uppskrift af skötusel kolmar 14.10.2021 15.10.2021 | 13:14
Brosandi mynd viðeigandi hér? VValsd 14.10.2021 14.10.2021 | 18:56
Skíthæll vikunnar? Hr85 12.10.2021 14.10.2021 | 01:39
Litla saklausa ísland ? Kristland 13.10.2021 13.10.2021 | 22:17
Afturbatapíka. Getur Strætó orðið afturbatapíka ? Með Afturbatapíku drauma ? _Svartbakur 13.10.2021
Matarkörfur hjá feitu fólki Hr85 13.5.2021 13.10.2021 | 13:06
Barn nær ekki að kúka lovelove2 10.10.2021 13.10.2021 | 12:19
Víðir með covid eftir gesti VValsd 29.11.2020 13.10.2021 | 09:34
Ríkisstjórn Katrínar miklu í fæðingu. _Svartbakur 11.10.2021 12.10.2021 | 18:44
Olíumiðstöð í bíl Ardiles 12.10.2021 12.10.2021 | 18:20
Stórtap af rekstri Strætó eins og venjulega Tapið alls um 5.200 millj. kr á árinu 2020. _Svartbakur 12.10.2021
Að fara í mál við son sinn? amhj123 4.10.2021 12.10.2021 | 11:03
*Einhleypar konur frá 35-45 ára* Smælí 10.11.2009 11.10.2021 | 20:44
NASA , ,skamm ! ! Kristland 11.10.2021 11.10.2021 | 19:02
Af hverju er friðarsúlan svona mikið flopp? Hr85 10.10.2021 10.10.2021 | 21:59
Mat vegna slyss, tryggingafélagið Mistress Barbara 9.10.2021 10.10.2021 | 21:11
Kjúklingafranskar villt 10.10.2021 10.10.2021 | 16:06
Hvað borgið þið í tryggingar af bílunum ykkar ? tweety69 26.6.2007 10.10.2021 | 11:39
Panta gluggatjöld á netinu? EarlGrey 10.10.2021 10.10.2021 | 05:52
Deila leigukostnaði / nýlegt samband waterboy007 3.10.2021 9.10.2021 | 23:54
Segðu frá Jesú og löggan mætir með handjárn ! Kristland 6.10.2021 9.10.2021 | 22:07
Er einhver að byggja einingahús í dag? HUGME 5.10.2021 9.10.2021 | 14:29
Að fóðra skólplagnir úr stein oliorn1 8.10.2021 9.10.2021 | 14:20
Leiðari Fréttablaðsins 10.okt 2021 _Svartbakur 7.10.2021 9.10.2021 | 14:14
Lögfræðingar og kostnaður amhj123 2.10.2021 8.10.2021 | 10:32
Kaufen Sie einen registrierten Führerschein online (https://buymyglobaldocs.com/), kaufen Sie e nyahkuma 7.10.2021
Síða 1 af 56670 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, Coco LaDiva, vkg, krulla27, mentonised, Krani8, MagnaAron, karenfridriks, anon, joga80, rockybland, Atli Bergthor, barker19404, tinnzy123, superman2, aronbj, Bland.is, flippkisi, Gabríella S