Rangt Kyn í 20 vikna sónar?

WaZZup | 20. jún. '16, kl: 21:31:10 | 1184 | Svara | Er.is | 0

Er tæknin í dag ekki orðin það góð að rangt kyn sé litlar?
Er samt svo efins eftir sónarinn í dag. Í fyrsta sinn fékk ég umslag heim og sá ekki sjálf. En hún kíkti 3 sinnum og virtist vera eitthvað í basli með þetta.

 

...........................

VanillaA | 20. jún. '16, kl: 21:33:35 | Svara | Er.is | 0

Það getur alveg gerst og hefur gerst.

Degustelpa | 20. jún. '16, kl: 21:49:22 | Svara | Er.is | 0

ef það er strákur þá eru líkurnar minni að um rangt kyn sé að ræða. Meiri líkur ef ljósan segir stelpa. En ég hugsa að það sé frekar óalgengt að þetta gerist.

VanillaA | 20. jún. '16, kl: 22:14:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tengdadóttur minni var sagt að hún gengi með stelpu, kom svo seinna í ljós að hún gekk með strák.

Degustelpa | 20. jún. '16, kl: 23:01:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já það er algengara en ef það er sagt strákur og stelpa kemur. En ég held samt í heildina að þetta sé ekki algegnt

gullisnorra | 21. jún. '16, kl: 01:18:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fer líka ROSA eftir ljósunni ! Þær sjá nú ekki alltaf það sama þessar blessaðar elskur :/

Elisa Day | 21. jún. '16, kl: 09:02:50 | Svara | Er.is | 0

Að kyngreina í 20v sónar er bara "bónus", það er ekki sjálfsagt að það takist, enda er það ekki hluti af skoðuninni þanniglagað og það getur alveg gerst að rangt sé greint. Það er sjaldgæft, en það gerist. Ef þú ert efins, þá geturu farið í valsónar (sem þú borgar fyrir) hjá 9 mánuðum. Ég held samt að þeir séu bara með 3D sónar (gæti verið að þau séu samt með 2d) en þar geturu látið double tékka ef þú vilt. Ég var einmitt gífurlega stressuð yfir rangri kyngreiningu í 20v að mér var mjög létt við að komast í 3D og staðfesta kynið ;-) 

_____

Mö.

Myken | 21. jún. '16, kl: 11:17:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sést betur í 3D sonar..en það er hægt að sjá bæði sem 3d og 2d mynd minnir mig í tækinu en það eru reyndar 9 ár síðan ég fór

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Felis | 21. jún. '16, kl: 15:00:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bæði hægt að fara í 2d og 3d

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 21. jún. '16, kl: 15:00:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bæði hægt að fara í 2d og 3d

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

lukkuleg82 | 21. jún. '16, kl: 09:17:54 | Svara | Er.is | 0

Það getur alveg gerst þó svo að það sé mjög sjaldgæft. Ég á vinkonu sem fékk þær upplýsingar að hún gengi með lítinn typpaling og hún var því frekar hissa þegar hún fæddi svo stelpu. Það eru reyndar alveg 12 ár síðan þetta var og tækin alltaf að verða betri og betri :)

Máni | 21. jún. '16, kl: 09:21:06 | Svara | Er.is | 10

er eitthvað kyn rangt?

musamamma | 22. jún. '16, kl: 22:22:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki verið að tala um athugun á því hvort barn er trans?


musamamma

Felis | 21. jún. '16, kl: 14:59:42 | Svara | Er.is | 2

Skiptir þetta máli?

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

gruffalo | 22. jún. '16, kl: 19:54:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það getur alveg skipt máli fyrir suma já og þá er ég ekki að tala um uppá það hvort herbergið eigi að vera bleikt eða blátt (enda gubba ég á svoleiðis)

Felis | 22. jún. '16, kl: 21:23:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hvernig?
Hvernig getur kyn barnsins mögulega skipt máli?

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

gruffalo | 22. jún. '16, kl: 21:24:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mér fannst t.d. meðgangan raunverulegri þegar ég vissi kynið og veit að mörgum finnst það. Þá gat ég ákveðið hvað barnið ætti að heita.

Felis | 22. jún. '16, kl: 21:51:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og hefði það breytt öllu ef barnið hefði fæðst of verið af öðru kyni?
Vissulega hefði sennilega þurft að finna annað nafn.

Ekki það að það er ekkert mál að finna nöfn þó maður viti ekki kynið.

Btw. Það er ekkert að því að fá að vita kynið. Ég bara skil ekki hvernig það getur skipt einhverju máli.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

gruffalo | 23. jún. '16, kl: 14:09:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, en það gerði veruleikann auðveldari fyrir mig á þessum tíma að geta picturad þetta betur fyrir mér. Er samt viss um að mér fyndist ekki must að vita kynið aftur.

mars | 23. jún. '16, kl: 17:56:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var tilbúin með  stelpunafn þegar ég gekk með síðasta barn. Hélt að hann yrði stelpa en sónarinn sýndi svo strák. Hann fékk nú mjög fallegt nafn og stelpunafnið verður aldrei notað;)
Það er að mínu mati aldrei hollt að treysta voða blint á sónar í sambandi við neitt, fólk virðist oft upplifa eitthvað svakalegt öryggi eftir sónar en hann er ekkert 100% hvorki varðandi kyn barns né heilbrigði.
Mér fannst samt alveg gaman að sjá kynið í sónar með 3 börn af 4 en það hefði ekkert kollvarpað tilveru minni ef rangt hefði verið kyngreint.
Reyndar fór kynið ekkert framhjá okkur með eldri strákinn, kallinn vildi endilega fara ú 3D sónar og okkur langaði til að sjá andlitið á blessuðu barninu en hann sýndi bara typpið;)
Það var ekki fyrr en eftir tvö glös af köldu vatni, frostpinna og labb upp og niður stiga sem við loksins náðum að sjá framan í hann;)

gruffalo | 24. jún. '16, kl: 16:47:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég efast um að tilveran kollvarpist við það þegar það kemur annað kyn en búist var við - nema kannski hjá þeim sem þurfa endilega að merkja barnið með t.d. litum og öðrum kyngreiningum ;)

Herra Lampi | 25. jún. '16, kl: 22:41:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

t.d. þegar kemur að nafnavali.

____________________________________________
I am the king of lamps and curtains.

**The lamp will light your way to safety.**

"An apple a day will keep anyone away if you throw it hard enough." Stephen Colbert
If you think anyone is sane you just don't know enough about them.

"ég myndi ekki láta einhvern "líta eftir" dýrinu mínu í tvær vikur. Þannig gerir maður við pottaplöntur" - Andý

Á 3 fallega lampa <3

Felis | 25. jún. '16, kl: 23:48:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekkert mál að velja nöfn þó maður viti ekki kyn

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Herra Lampi | 7. júl. '16, kl: 00:49:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er reyndar rétt alltaf góð hugmynd að vera með backup nafn

____________________________________________
I am the king of lamps and curtains.

**The lamp will light your way to safety.**

"An apple a day will keep anyone away if you throw it hard enough." Stephen Colbert
If you think anyone is sane you just don't know enough about them.

"ég myndi ekki láta einhvern "líta eftir" dýrinu mínu í tvær vikur. Þannig gerir maður við pottaplöntur" - Andý

Á 3 fallega lampa <3

Ziha | 7. júl. '16, kl: 09:25:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maður ákveður bara tvö nöfn.... eitt fyrir stelpu og eitt fyrir strák...ekki flókið, svo er líka alltaf til í að manni finnist nafnið ekki passa og þurfi að finna annað nafn.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

tennisolnbogi | 26. jún. '16, kl: 07:58:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Fyrir mér skipti kynið ekki máli en að vita kynið með vissu gaf mér mikla hugarró. Nógu mikið óljóst framundan og þetta var eins og eyja í ólgusjó fyrir mér. En ég er kvíðakeis og öll óvissa er mér erfið, ræð ekki við það. Mér fannst ótrúlega gott að hafa alla vega þennan eina fasta punkt. Þó auðvitað hefðum við tekið öllu sem kom og ég reyndi að undirbúa mig fyrir að það yrði kannski ekki allt eins og ég hafði séð fyrir mér. Bara svona smá dæmi sen mér datt í hug af eigin reynslu... Dæmi mig hver sem vill :)

smbmtm | 22. jún. '16, kl: 19:38:54 | Svara | Er.is | 3

Rangt kyn ?? Þessi umræða er á frekar lágu plani,,,

Zagara | 22. jún. '16, kl: 21:15:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 23

Mér finnst það miklu lægra plan að vísvitandi rangtúlka það sem manneskjan er að spyrja um til þess eins að fara að hneykslast.

Rubina | 22. jún. '16, kl: 22:07:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta átti að koma hingað .Er rosalega sammála þér akkeri.

Rubina | 22. jún. '16, kl: 22:06:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mikið rosalega er ég sammála þér.

Hedwig | 22. jún. '16, kl: 22:32:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Rosaleg misstúlkun. Það er enginn að tala um að vilja ekki annaðhvort kynið heldur þegar sagt er að barnið sé stelpa en svo kemur strákur og þá kemur "rangt" kyn miðað við hvað var sagt.

Felis | 23. jún. '16, kl: 15:51:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er ekki kynið sem er rangt heldur upplýsingarnar

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

BlerWitch | 23. jún. '16, kl: 14:19:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er ekkert sem dregur þessa umræðu á lágt plan nema athugasemdir eins og þessi frá þér.

gruffalo | 22. jún. '16, kl: 19:55:46 | Svara | Er.is | 0

Ég veit um eina sem átti 2012 sem fékk vitlausan miða heim með sér... sást semsagt rétta kynið í sónarnum en rétti þeim vitlausan miða

smbmtm | 22. jún. '16, kl: 22:41:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mér má bara alveg finnast þessar umræður á lágu plani , þegar maður hefur lent í því að fá hræðilegustu fréttir lífs síns í sónar þá hefur maður aðra sýn á svona umræðu.... og ég hlýt að meiga hafa skoðun inn á þessum kjaftavef eins og hver annar,,,

Bakasana | 23. jún. '16, kl: 08:03:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þér má það alveg, ef þér líður betur við það. Fyrir suma er bara mjög raunverulegt issjú að vita kynið. Ég þekki t.d. fólk sem veit að líkurnar á því að eignast barn með tiltekinn erfðagalla hanga á kyni barnsins. Þetta er ekki alltaf eitthvað húmbúkk þótt maður sjálfur hafi ekki staðið í sömu sporum. 

smbmtm | 23. jún. '16, kl: 08:34:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef líka heyrt að fólk verði brjálað í sónar ef "rétt" kyn kemur ekki í ljós,,, í mínum huga á þannig fólk ekki skylið að eignast börn og ætti að skammast sín.

Felis | 23. jún. '16, kl: 10:05:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég þekki líka fólk í þeim aðstæðum. Þá er ekki verið að skoða kynið fyrst í 20v sónar heldur er tékkað á því með almennilegum, óskeikulum, aðferðum löngu fyrr.

Og það mest fucked up er að það er til fólk sem öfundast út í þetta fólk vegna þess að það fær að vita kynið svo snemma.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Bakasana | 23. jún. '16, kl: 11:49:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það fer nú bara alveg eftir því hvaða galla er verið að horfa á og hvers vegna. 2ja ára gamall frændi minn þjáist af erfðasjúkdómi sem bara drengir þjást af. Það þótti ekki ástæða til að skoða kynið á annan hátt en hefðbundinn fyrir fæðingu (þau hefðu etv fengið frekari rannsóknir í gegn ef kynferðið hefði verið óljóst eftir 20 v sónar) þar sem ekki stóð til að eyða fóstrinu og sjúkdómurinn er ekki lífshættulegur. En hann hefur svo sannarlega áhrif á alla fjölskyldumeðlimi. 

WaZZup | 23. jún. '16, kl: 17:20:58 | Svara | Er.is | 3

Voðalega er hægt að taka allt úr samhengi hérna og búa til leiðindi.

...........................

Kaffinörd | 24. jún. '16, kl: 17:12:07 | Svara | Er.is | 1

Tek undir með Felis skiptir þetta virkilega máli ?

Held að það skipti nú bara öllu máli að það fæðist heilbrigt barn :)

Felis | 24. jún. '16, kl: 19:22:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Eða bara lifandi - heilbrigði er bónus :-)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

trilla77 | 27. jún. '16, kl: 12:39:40 | Svara | Er.is | 1

Tæknin býður upp á þennan möguleika en auðvitað er aldrei neitt 100%
ég lenti í því með síðasta barn að það hreinlega sást ekki hvort kynið það var, naflastrengurinn lá einhvern veginn alveg á milli lappa á barninu og ljósmóðirin sagði að hún treysti sér ekki til að segja á hvorn veginn


Tæknin er samt meira sko hugsuð til að kanna hvort að það séu einhver líffærafræðileg vandamál til staðar fremur en til kyngreiningar og maður ætti eiginlega að vera bara ánægður með að tæknin sé nýtt til slíkra verka

Sarabía | 27. jún. '16, kl: 17:15:22 | Svara | Er.is | 0

Myndi panta 3D sónar hjá 9 mánuðum. Ég fór í kynjasónar, 20 vikna sónar og 3d allir sögðu strákur svo ég trúi því hehe.

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

monsan14 | 7. júl. '16, kl: 17:53:34 | Svara | Er.is | 0

ég hef 3 sinnum fengið að vita hvort kynið það væri og í öll skiptin var að rangt
- svo ein frænka mín sem gekk með stelpu eignaðist núna í sumar strák, samt var hún búin að fara 3 í sónar og það koma alltaf út að þetta væri stelpa :) svoo nei það er EKKERT öruggt í þessu :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Hjàlp! HM000 23.7.2023 31.7.2023 | 17:55
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Síða 9 af 47637 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien