Rassskellingar=ofbeldi???

svarta kisa | 23. jún. '15, kl: 14:05:35 | 988 | Svara | Er.is | 1

Vinkona mín er búin að vera að vinna mikið í sér undanfarið og um daginn fór hún að segja mér frá því að hún hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi sem barn, af foreldrum sínum. Þetta kom mér virkilega á óvart vegna þess að ég hef þekkt hana og fjölskyldu hennar frá því við vorum pínulitlar og foreldrar hennar eru eitt sómakærasta og indælasta fólk sem ég þekki.


Við spjölluðum um þetta og ég spurði hana hvers konar ofbeldi þetta hafi verið og hún sagði mér að hún hafi verið rassskellt oft og iðulega, á beran bossa, af pabba sínum sem var ekkert að spara kraftana. Mín fyrstu viðbrögð voru að gera lítið úr þessu. Ég sagði að á þessum tíma (við erum 35 ára í dag) hafi bara tíðkast að rassskella börn og engum fannst neitt að því, og rassskellir geti varla talist ofbeldi. 


En þá sagði hún við mig að þetta væri bara ekki rétt hjá mér. Hún spurði mig að því hvað ég myndi segja við manneskju sem segði frá því sama nema hvað að hún hafi ekki verið slegin á rassinn, heldur bakið, eða magann. Finndist mér það í lagi? Svo bætti hún við að á þessum tíma hafi verið fullt af foreldrum sem ekki slógu eða börðu börnin sín vegna þess að þeim fannst það ekki rétt.


Hún sagði við mig að þó að rassskellur virki saklaus þá leið henni sem barni ömurlega. Henni fannst hún einskins virði, það mátti öskra á hana og lemja hana (rassskella) og fannst hún ekki eiga neitt gott skilið. Systkini hennar voru aldrei beitt líkamlegu ofbeldi, bara hún.


Ég verð að segja að ég er hugsi yfir þessu. Mig langar að spyrja ykkur hér hvað ykkur finnst. Er þetta ofbeldi þannig séð???



Ég tek það fram að ég rassskelli ekki mitt barn og hef aldrei gert, en hef bara aldrei pælt neitt í þessu...

 

LadyGaGa | 23. jún. '15, kl: 14:13:18 | Svara | Er.is | 28

Þetta er ofbeldi já, frekar gróft að mínu mati.  Hann bókstaflega lamdi barnið harkalega og það á beran líkamann.

svarta kisa | 23. jún. '15, kl: 14:15:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En finnst þér hægt að afsaka það með þeim rökum að þetta hafi bara verið tíðarandinn?

LadyGaGa | 23. jún. '15, kl: 14:19:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Nei alls ekki.  Pabbi minn var nú nokkuð strangur en hann hefði ekki gert þetta.  Ég var líka mikið heima hjá vinkonum mínum og sá ekkert þessu líkt.  Á eina vinkonu þar sem þetta tíðkaðist, veit samt ekki hvort það hafi verið á beran rassinn, og hún talar enn um þetta sem slæma atburði.  

fálkaorðan | 23. jún. '15, kl: 17:08:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Haffibesti | 24. jún. '15, kl: 20:51:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fáklaorðan, ertu að segja að þetta sé ekki ofbeldi?

fálkaorðan | 24. jún. '15, kl: 20:54:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ó nei.


Mér finnst EKKI hægt að afsaka það með rökum að þetta hafi verið tíðarandinn.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Grjona | 25. jún. '15, kl: 00:29:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvernig færðu það út? Svona í alvöru, hvað varð um lesskilning?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Haffibesti | 25. jún. '15, kl: 21:21:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Grjóna, sértu að tala við mig þá náði minn lesskilningur það stutt einfaldlega því ég las ekki allann upphafsþráðinn (nennti því ekki :D ) en ég sé núna hverju hún var að neita.

Silaqui | 23. jún. '15, kl: 17:16:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta var ekki tíðarandinn heima hjá mér.
Foreldrar mínir (þá pabbi) lögðu hendur á mig kannski svona þrisvar á meðan ég var að alast upp. Og í öllum tilfellum af því að hann missti stjórn á sér og kunni ekki önnur ráð. Ég lærði ekkert annað á þessum skiptum en að varast pabba í smá stund á eftir. Ég var uppátækjasamur krakki og fyrir utan þessi skipti voru önnur ráð notuð til að hemja mig. Ekkert endilega góðar aðferðir (ekkert vondar heldur) en ofbeldi var ekki notað til uppeldis.

passoa | 26. jún. '15, kl: 20:30:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ALLS ekki!! Ég er á svipuðum aldri og við erum nú langt því frá að vera nógu gamlar til að þetta tíðkaðist þegar við vorum litlar!


Mér finnst maður ekki einu sinni þurfa að spurja sig að þessu, þ.e. hvort að þetta sé ofbeldi eða ekki.... 


Mér finnst þú ekkert voðalega góð vinkona að gera lítið úr þessu, en sembetur (?) höfum við nú mismunandi skoðanir.

passoa | 26. jún. '15, kl: 20:30:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og eins og hefur oft komið fram, þá er ekkert samasem merki milli þess að koma vel fyrir og það að maður geri ekki hræðilega hluti

svarta kisa | 26. jún. '15, kl: 22:07:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er alveg rétt hjá þér að ég væri ekki góð vinkona að gera lítið úr þessu. En núna þegar ég er búin að fá svona mörg svör get ég alveg viðurkennt að þessi vinkona er ekki til, þetta er bara ég sjálf.


Ég setti þetta viljandi upp eins og að ég vildi gera lítið úr þessu vegna þess að ég veit að fjölskyldan mín mun gera það ef ég öðlast einhvern tímann kjarkinn til að confronta hana með þetta og mína upplifun á þessu. Fjölskyldan mín hefur troðið svo mikilli vitleysu í hausinn á mér finnst mér og það hefur orðið til þess að ég treysti ekki eigin dómgreind að neinu leiti og er alltaf viss um að ég sé bara geðveik að upplifa hlutina svona svo mig langaði að sjá hvað þið segðuð og komast að því þannig hvort ég væri geðveik eða ekki :)

passoa | 28. jún. '15, kl: 11:56:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æj elsku kelling! Knús á þig! :/

clanki | 28. jún. '15, kl: 12:04:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mitt svar: Já. fyrir okkar tíma voru krakkar slegnir með reglustriku í skólum og fyrir þann tíma rasskelt með beltum. Í dag? "Farðu inni í herbergið þitt og vertu þar" Virkaði þegar það voru engar tölvur í herbergjum, núna er þetta bara umbun.

svarta kisa | 28. jún. '15, kl: 15:41:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvað viltu gera í þessu? Viltu að við tökum aftur upp rassskelli og barsmíðar og aðra niðurlægjandi og niðurbrjótandi refsingar?
Þegar strákurinn minn er að óþekktast og frekjast (sem gerist sjaldan, hann er bara með raskanir sem hafa áhrifa á hegðun hans og mér finnst ekki rétt að "refsa" fyrir slíkt í ljósi þess að þannig var þetta hjá mér sem barni og það fokkaði mér virkilega upp) þá vel ég einfaldlega aðrar aðferðir. Ég t.d. set dótið hans í pásu, tek tölvuna hans af honum eða eitthvað slíkt og þegar allt hefur róast ræði ég við hann um æskilega og óæskilega hegðun. Það gengur rosalega vel og ég hef aldrei fundið mig knúna til þess að beita hann ofbeldi. Ég hlýt að hafa svona rosalega sjálfstjórn eða eitthvað... 

Innkaupakerran | 23. jún. '15, kl: 14:17:04 | Svara | Er.is | 9

Auðvitað er þetta ofbeldi! Upplifunin er líka raunveruleikinn fyrir manneskjunni.

Rasskellingar, kinnhestur, lemja í höfuð, sparka í fót. Allt ofbeldi.

Fólk var oft ekkert að klappa á rassinn á börnunum sínum heldur sló þau svo sást á þeim. Þetta er ekkert nema niðurlæging og ofbeldi. Það að þú slærð einhver svo fast og ég tala nú ekki um ýtrekað og að manneskjan finnur til er auðvitað ofbeldi.
Það réttlætir heldur ekki að "margir gerðu þetta á þessum tíma" börn hafa tilfinningar og finna til og verða hrædd jafn mikið núna og fyrir 20 árum/30/40/50 árum.

Fara jú misilla í krakka og afleiðingar ofbeldisins mis miklar.

svarta kisa | 23. jún. '15, kl: 14:29:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hún talaði einmitt um hvað henni þótti þetta niðurlægjandi og hvernig hún treysti engum.

LadyGaGa | 23. jún. '15, kl: 14:40:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Já og ég tala nú ekki um þar sem hin börnin hafi ekki þurft að þola þetta.  Það gerir þetta enn verra.

Horision | 23. jún. '15, kl: 14:47:10 | Svara | Er.is | 18

Rassskellingar eru örþrifaráð úrræðislausrar manneskju án sjálfsstjórnar sem krefst skilyrðislausrar undirgefni af barni. Ofbeldi, já og gegn aðila sem ekki getur varið sig. Slík manneskja er ofbeldismanneskja.

svarta kisa | 23. jún. '15, kl: 14:55:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Já, miðað við samræður okkar vinkvennanna eftir að hún sagði mér frá þessu þá virðist þetta passa vel, það sem þú segir. Hún var erfitt barn með ýmsar raskanir og það átti einmitt að kenna henni hver stjórnaði. Þrátt fyrir þetta ofbeldi hefur hún samt eiginlega ekki lært það ennþá, hahahaha. En eins og ég man hana þegar við vorum börn þá var hún vissulega krefjandi og mjög uppátækjasöm, en aldrei vond við neinn og hryllilega viðkvæm :)

Horision | 23. jún. '15, kl: 14:59:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Einmitt. Rassskellt barn lærir ekkert jákvætt af meðferðinni. Það lærir þó mikið um heimsku, þröngsýni og mannfyrirlitningu, sem reynist svo ekki gott veganesti.

Silaqui | 23. jún. '15, kl: 17:18:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það er nefnilega með refsingar. Lærdómurinn af þeim er svo ómarkviss og ævinlega eitthvað allt annað en ætlast var til.
Þarna átti vinkona þín að læra hugsanlega undirgefni, mögulega að hafa stjórn á sér en lærði eitthvað allt annað.

evitadogg | 23. jún. '15, kl: 14:59:19 | Svara | Er.is | 4

Ja ofbeldi. Ógeðslega niðurlægjandi að auki.

Benebí | 23. jún. '15, kl: 15:02:08 | Svara | Er.is | 3

Ég var rassskelld einstaka sinnum sem barn, held það hafi aldrei verið á beran bossann samt. Ég lít ekki á foreldra mína sem ofbeldismenn, þetta var víðtekin uppeldisaðferð á þeim tíma.

Fagmadur | 23. jún. '15, kl: 15:02:33 | Svara | Er.is | 3

Kem úr familíu þar sem rasskellingar voru stundaðar, við erum ekkert að tala um að neinu afli en nóg til að maður varð hræddur við téðar rasskellingar. Veit ekki betur en að við öll systkynin séum heil og góð í dag og þetta hafi ekki haft nein áhrif á sálarlífið né samband og samkipti við foreldra.

Þar að leiðandi er mín ályktun sú að það er ekkert að þessu.

Horision | 23. jún. '15, kl: 15:14:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Kannski veistu ekki um munin að vera rassskellt og órassskellt. Allt í lífinu hefur áhrif á einstakling, sérstaklega í æsku.

svarta kisa | 23. jún. '15, kl: 15:16:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

En ef bara þú hefðir verið rassskelltur en ekkert af systkinum þínum. Heldur þú að það hefði mögulega getað haft slæm áhrif á þína sjálfsmynd?

Silaqui | 23. jún. '15, kl: 17:06:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Rannsóknir sýna nú samt ansi marga galla á svona uppeldi. Pældu hvað þú hefðir orðið ef þú hefðir verið alinn upp á jákvæðari hátt.

Fagmadur | 23. jún. '15, kl: 20:09:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

not to toot my own horn or anything en ég er kurteis, vel stæður , heiðarlegur vel giftur og á flestan hátt frekar venjulegur að flestu leiti. langar ekki að bæta neitt í mínu fari andlega bara líkamlega ;)

Silaqui | 23. jún. '15, kl: 21:00:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En að meðaltali hefðir þú orðið enn betri en þú ert, ef þú hefðir ekki verið rassskeldur.

Fagmadur | 23. jún. '15, kl: 21:09:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þú getur ekkert fullyrt það þar sem það eru ekki til tvö eintök af mér sem fengu mismunandi meðferð. Allar athafnir,hlutir,viðburðir,áföll og fleira leggst mismunandi á allt fólk, enginn upplifir hlutina nákvæmlega 100% eins og einhver annar, hvort sem það er bbq borgarinn á kfc, dauði ástvinar eða að missa vinnuna, öll upplifum við allt mismunandi

Silaqui | 23. jún. '15, kl: 21:20:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Jú það get ég. Þannig virkar meðaltal nefnilega. Að meðaltali eru fullorðnir einstaklingar sem eru ekki beittir líkamlegum refsingum betur gerðir; klárari, hamingjusamari, í betri störfum og bara almennt eiga betur með að takast á við lífið, en þeir sem hafa verið aldir upp við þær.
Þú getur hins vegar ekki ályktað að líkamlegar refsingar séu skaðlausar af því að þú ert í þokkalegu lagi. Þú einn, og jafnvel þið systkynin eru einfaldlega ekki nægilega stórt úrtak til að álykta um heildina. Það er hins vegar hægt að álykta um ykkur, útfrá heildinni.
Og ég sagði ekkert um að þú sért eitthvað verri maður, enda þekki ég þig bara ekkert. Ég sagði bara að þú hefði líklega orðið ennþá betri. En réttast er auðvitað það að segja að þó þú hafir sloppið vel, sýna rannsóknir það að líkamlegar refsingar eru skaðlegar í flestum tilfellum og gagnast ekki til að ná fram þeim hegðunarbreytingum sem stefnt er að. Nema auðvitað ef þær séu þeim mun meiri og stöðugri, og þ.a.l. þeim mun skaðlegri.

Fagmadur | 23. jún. '15, kl: 21:58:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fair enaugh :)
Get samt ekki ýmindað mér mig betri... er nefninlega svo fullkominn ;) (gaman að smá kaldhæðni hóst hóst)

Silaqui | 23. jún. '15, kl: 22:47:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef maður er ekki vinur síns sjálfs, hver annar á að vera það? ;)

Horision | 25. jún. '15, kl: 03:19:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef til vill bara barinn til fullkomnunar. Barinn til bókar. Myndiru mæla með að börn séu barin ( rassskellt ) ?

julimamma | 25. jún. '15, kl: 01:30:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er rétt að það er fylgni að þeir sem eru ekki beittir ofbeldi standa betur að meðaltali að mörgu leyti. En það reyndar segir ekkert um Fagmanninn og það er ekkert hægt að gefa sér að hann væri bættari í dag án rassskellinga.Tölfræði lýsir þýðum, aldrei einstaklingum, afsakið en tölfræði nördið inn í mér varð að koma þessu að. En að öðru leyti er ég sammála öllu sem þú segir.

VanillaA | 23. jún. '15, kl: 15:07:28 | Svara | Er.is | 2

Uuuh já, þetta er frekar gróft ofbeldi finnst mér. 

Splæs | 23. jún. '15, kl: 15:31:48 | Svara | Er.is | 1

Fyrir 35 árum voru rassskellingar á hröðu undanhaldi.

svarta kisa | 23. jún. '15, kl: 15:55:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sem betur fer held ég.

fálkaorðan | 23. jún. '15, kl: 17:08:30 | Svara | Er.is | 1

Þetta er ofbeldi, mjög gróft ofbeldi. Við erum jafn gamlar ég og þú og þetta tíðkaðist ekki þegar ég var barn. Gengu sögur um eitt og eitt barn sem var beitt svona ofbeldi í hverfinu.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Silaqui | 23. jún. '15, kl: 17:11:45 | Svara | Er.is | 3

Svona er þetta með mismunandi uppeldisaðferðir. Við búum til allskonar afsakanir fyrir því af hverju þær séu ekki eins slæmar og þær eru í rauninni.
Af þvi að þetta er uppeldisaðferð (þó hún sé nánast gagnlaus) vill fólk ekki horfast í augu við að þetta sé ofbeldi. Auðvitað er það ofbeldi að taka aðra manneskju, yfirbuga hana og berja. Svona fyrir utan andlega partinn.

evitadogg | 23. jún. '15, kl: 21:47:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og oft girða niður um hana aður en hun er slegin!

qetuo25 | 23. jún. '15, kl: 17:44:34 | Svara | Er.is | 8

Já thetta er ofbeldi. Thetta var gert vid mig líka. Ég var rasskelld á berann bossann bædi fyrir óthekkt og líka fyrir mistök eins og ad missa óvart disk í gólfid. En öll systkyni mín lenntu líka í thessu. Mamma mín er ofbeldismanneskja af mörgu tagi og beitti okkur líka mikid andlegt ofbeldi (og gerir enn). Pabba mínum hef ég fyrirgefid thví thetta var med thví fáa sem hann gerdi slæmt vid okkur og hann hefur bætt thad upp.
Minningarnar af thessum atburdum eru ekki med theim verstu sem ég á, en thær eru slæmar. Madur var hjálparlaus og nidurlægdur. Og var lamin fyrir thad eina ad vera barn. Mér finnst thetta hrædilegt og hef aldrei og mun aldrei gera mínum börnum neitt svona. Thetta kenndi mér ekkert nema hjálparleysi, ad treysta engum og ad vera kvídin.

noneofyourbusiness | 25. jún. '15, kl: 03:35:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:(

Tipzy | 23. jún. '15, kl: 17:48:52 | Svara | Er.is | 2

Ég var rassskelld en ég myndi aldrei fara að segja þetta, þá tíðkaðist þetta og þótti alveg normal og fólk vissi ekki betur. Í dag myndu foreldrar mínir aldrei gera þetta og hafa aldrei rasskellt barnabörnin sín. Reyndar var nú ekki bilast alveg, heldur bara flatur lófi einu sinni en ekki slegið aftur og aftur neitt.

...................................................................

Tipzy | 23. jún. '15, kl: 17:52:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og já aldrei nokkrun tíman á beran bossan og aldrei öskrað á okkur og ekki neitt bara eitt barn heldur. Og var ekki eitthvað sem var stundað reglulega og af minnsta tilefni.

...................................................................

júbb | 23. jún. '15, kl: 21:38:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég var líka rassskellt og ég þurfti eiginlega að hugsa um það í smá tíma til að muna það. Þetta situr nákvæmlega ekkert í mér og ég upplifði þetta ekki sem ofbeldi. En það er mín upplifun, svo margir aðrir upplifa þetta öðruvísi og mín upplifun dregur ekki úr réttmæti þeirra upplifunar.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Tipzy | 23. jún. '15, kl: 21:43:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Alls ekki, svo getur líka verið hellings stigsmunur á þessu og líka bara eins og þú segir hvaða áhrif það hefur. T.d var ég skömmuð harkalega af manni sem krakki þegar ég átti engan vegin von á því, hélt að hann væri að grínast í byrjun og grínaðist á mót því þessi maður var vanur að grínast og svona algjör barnakall og voða næs. En svo var ekki og ég fékk sting í magan einhver ár á eftir við að hugsa út í þetta móment. En svo varð ég vitni af því sem barn þegar var gengið lengra, þarsem barnið var barið og barið aftur og aftur í andlitið með flötum lófan af foreldri sínu á milli þess sem var öskrað á það. Var alveg með rauð handaför á eftir. 

...................................................................

She is | 23. jún. '15, kl: 21:08:08 | Svara | Er.is | 3

ég var rasskellt, slegin utan undir, sett upp á skáp þar sem ég næstum pissaði á mig af lofthræðslu, skömmuð fyrir allt og ekkert, barin niður andlega og líkamlega, já ég bjó við ofbeldi og harðræði. Mamma vissi ekki betur og kunni ekki annað, því þetta er það sem hún bjó við og sennilega kynslóðir á undan henni líka.

Dreifbýlistúttan | 25. jún. '15, kl: 02:18:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Knús...
við erum mörg/margar sem ólumst upp við ömurlegar aðstæður :(
Eru einhverjar stuðningsgrúppur til varðandi heimilisofbeldi sem þú veist um ?

She is | 25. jún. '15, kl: 08:24:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk, nei ég veit það ekki og finnst ég í raun ekki hafa þörf fyrir slíkt í dag. Ég hef skoðað hvers vegna þetta var eins og það var og það hefur breytt tilfinningum mínum og afstöðu.

Skreamer | 23. jún. '15, kl: 21:27:03 | Svara | Er.is | 1

Þetta er ofbeldi og hefur alltaf verið það þótt að ofbeldi inná heimilum hafi kannski frekar verið þaggað niður eða gert lítið úr því í gamla daga.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

minx | 23. jún. '15, kl: 21:50:02 | Svara | Er.is | 1

Ég er 38 ára og aldrei var ég rassskellt og efast um að foreldrar mínir hafi nokkurntímann hugleitt það. Samt átti ég mín móment sem skaðræðisgripur!

Felis | 25. jún. '15, kl: 00:28:00 | Svara | Er.is | 1

Ofbeldi er ofbeldi þó það sè algengt.
Rassskellingar eru ofbeldi einsog aðrar barsmíðar. Eru og voru ofbeldi.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

noneofyourbusiness | 25. jún. '15, kl: 03:32:21 | Svara | Er.is | 0

Ég er eldri en þið og ég var aldrei rasskellt svona. Finnst þetta ekki í lagi og þetta var alls ekki tíðarandinn á öllum heimilum. Fyrir mér er svona klárt ofbeldi og í dag er bannað á Íslandi að beita börn svona ofbeldi. 

veg | 25. jún. '15, kl: 22:03:19 | Svara | Er.is | 0

Ég er talsvert eldri en þið og var einu sinni rasskelt þegar annað foreldrið mitt misti stjórn á sér, eg held að rassskellingar hafi verið á hreinu undanhaldi talsvert áður en ég var lítil. Hugsa að það séu góð 50+ ár siðan það taldist til tíðarandans að rassskella börn.
Og já rassskelling er hreint og klárt ofbeldi

Dalía 1979 | 25. jún. '15, kl: 22:23:31 | Svara | Er.is | 0

Eg var rasskellt ´þegar eg var krakki svona nokkrum sinnum  á  ári einhvern veginn situr þetta ekki i mér sem ofbeldi 

Dalía 1979 | 25. jún. '15, kl: 22:24:33 | Svara | Er.is | 0

svo má ekki gleima þvi að þessi uppeldis aðferð er enn notum í mjög mörgum löndum 

Leilamamma | 25. jún. '15, kl: 23:19:33 | Svara | Er.is | 0

ofbeldi klárlega, þetta má ekki

zkitster | 26. jún. '15, kl: 17:48:25 | Svara | Er.is | 0

Ég var rasskellt einu sinni sem barn og afsaka það hiklaust með tíðarandanum. Það var ekkert sérstaklega fast, þetta var meira niðurlægjandi en sárt. Það sem er lýst hér skilgreini ég hiklaust sem ofbeldi, gróft viðvaranadi ofbeldi.

Fyrir 35 árum þá var þetta alls ekki tíðarandinn, kannski 35 árum fyrir það. Jú rasskellingar voru almennt mun betur liðnar en það er munur á að rasskella barn og að hreinlega lemja það. Börn voru alveg slegin nógu fast á bossann til þess að þau tækju eftir því en enginn í kringum mig man eftir því að hafa verið girt niður um þá og lamin, auðvitað eru sjálfsagt til fullt af dæmum um það en það var lítið talað um það né almennt mælt með því.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

Iwona Jumpalot | 26. jún. '15, kl: 20:53:53 | Svara | Er.is | 1

" Systkini hennar voru aldrei beitt líkamlegu ofbeldi, bara hún"

Þessi setning stakk mig.

** I am a fucking genius **

clanki | 28. jún. '15, kl: 12:03:28 | Svara | Er.is | 0

Ég var rasskeltur og ekki varð ég verri, börn hlusta ekki á foreldra í dag því að flestir foreldrar virðast gefa eftir börnunum þegar þau lenda í rifrildi.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Síða 8 af 47943 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, paulobrien