Reka leigjanda úr íbúð/stendur ekki í skilum?

KISA1195 | 3. feb. '16, kl: 12:02:49 | 547 | Svara | Er.is | 0

Ég semsagt er með íbúðina mína í útleigu í eitt ár og leigjandinn hefur alltaf staðið í skilum... en núna mánaðarmótin jan/feb borgaði hann ekki og svarar hvorti sms né hringinum :/ hef ég rétt á að henda honum úr íbúðinni?

 

1916 Traub | 3. feb. '16, kl: 12:08:49 | Svara | Er.is | 2

setja það í ferli strax það getur tekið 6 mánuði að ná honum út löglega

KISA1195 | 3. feb. '16, kl: 12:10:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

okey fer í þetta mál en veistu hvert ég sný mér í þessu?

1916 Traub | 3. feb. '16, kl: 12:22:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

talaðu við lögfræðing ég myndi samt bara taka með mér mannskap og tæma íbúðina og henda honum út á eftir

Dalía 1979 | 3. feb. '16, kl: 16:26:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

já sæll það er 3 febrúar i dag skuldar leigu frá mánaðar mótum má ekki gefa honum séns leigjandanum allvega i viku fram yfir gjaldaga 

Dalía 1979 | 3. feb. '16, kl: 16:25:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er 3 í dag bara svona áður enn þú panikkar 

ragnarth | 3. feb. '16, kl: 12:13:21 | Svara | Er.is | 2

Lögin eru því miður leigjandanum í hag í svona tilvikum. Það getur tekið einhverja mánuði að losna við hann með löglegum leiðum. T.d. verðurðu að senda honum frímerktan póst. Tölvupóstur er ekki tekinn gildur. Og þegar hann loksins fer út er það á þína ábyrgð að geyma allt það innbú sem hann skilur eftir í einhvern ákveðinn tíma.


Það var skrifað um þetta í mogganum fyrir stuttu. Því miður er ekki hægt að nálgast greinina án áskriftar.
 

 

ingbó | 3. feb. '16, kl: 16:08:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ekki nóg að senda frímerktan post - það þarf að vera ábyrgðarpóstur eða símskeyti. Fyrst þarf að senda honum greiðsluáskorun og gefa áveðinn frest til að ganga frá vanskilum annars verði leigusamningi rift.  Ef það dugar ekki þá þarf að rifta leigusamningnum og það þarf líka að gerast með annað hvort símskeyti eða ábyrgðarbréfi.

tóin | 3. feb. '16, kl: 12:18:53 | Svara | Er.is | 0

Ef leigusamningur er tímabundinn þá geturðu í öllu falli hent honum út þegar samningum lýkur - þegar árið er liðið - svo er spurning hvaða ákvæði þú settir í leigusamninginn til að byrja með, til dæmis er varðar vanskil.

Það þarf ekki að taka sex mánuði að losna við leigjanda í tímabundnum samningi.

hillapilla | 3. feb. '16, kl: 12:29:03 | Svara | Er.is | 10

Ég sé það ekki fyrir mér að þú getir það þremur dögum eftir gjalddaga... spurning um að gefa pínu séns, kannski? Ef hann hefur alltaf staðið í skilum og ekkert vesen á honum í heilt ár þá hefði ég nú frekar áhyggjur af því að það hefði eitthvað komið fyrir fyrst hann borgar ekki og næst ekki í hann.

KISA1195 | 3. feb. '16, kl: 12:31:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hann er búin að leigja hana síðan í ágúst 2015, veit bara ekki allveg hvernig ég á að snúa mér í þessu þar sem hann svarar mér ekki :/ finnst ykkur dónalegt eða frekja að banka uppá hjá honum?

hillapilla | 3. feb. '16, kl: 12:32:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei, það er ekki frekja. Það er umhyggja fyrir leigjandanum. Bankar bara upp á til að spyrja hvort það sé ekki allt í lagi því hann hafi ekki greitt leiguna eins og hann er vanur.

KISA1195 | 3. feb. '16, kl: 12:34:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

okey prufa það

Medister | 3. feb. '16, kl: 19:30:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hvað sagði leigjandinn?

tóin | 3. feb. '16, kl: 12:33:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ekkert dónalegt að banka upp á ef  hann svarar ekki eftir öðrum leiðum (símhringingu og tölvupósti)

1916 Traub | 3. feb. '16, kl: 12:35:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

andaðu með nefinu mér 3 dagar fram yfir er nú ekkert til að hafa áhyggjur af

KISA1195 | 3. feb. '16, kl: 12:36:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei reyndar ekki enn finnst bara mjög pirrandi að hann svari mér ekki.Hefði verið alltílagi hefði hann hringt á mánud og beðið um smá frest...

hillapilla | 3. feb. '16, kl: 12:38:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þess vegna heldur maður frekar að það hafi eitthvað komið fyrir. Ef þú hefur ekki upp á honum á næstu dögum þá bara tilkynna mannshvarf..!

T.M.O | 3. feb. '16, kl: 17:00:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi kíkja við og sjá hvort það væri ekki allt í lagi.

daffyduck | 3. feb. '16, kl: 12:42:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Var gjalddagi ekki 1 feb og nú er 3.
Ef ég væri þú þá myndi ég nú bara slaka aðeins á.
Ég gef mínum leigjanda alltaf nokkra aukadaga til að borga. Ef ekkert er komið um 7 feb þá er kannski komin tími til að banka upp á.

fálkaorðan | 3. feb. '16, kl: 15:02:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, mjög dónalegt.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Dalía 1979 | 3. feb. '16, kl: 16:27:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei alls ekki dónalegt leigusalar þurfa stundum að gera það og minna á leiguna enn ef hann er bara 3 daga á eftir áætlun með leiguna að þá finnst mér það frekja að fara núna og banka hjá honum 

maggideep
svarta kisa | 3. feb. '16, kl: 21:01:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahahaha, kannski 2 fyrir 1 á kúbeinum í BYKO???

fálkaorðan | 3. feb. '16, kl: 15:02:23 | Svara | Er.is | 0

Það er 3. Feb, ég mindi ekki einu sinni segja að leigjandinn væri seinn. Samdi sjálf alltaf um að eindagi væri 10. Einu sinni vildi leigusali ekki hafa hann seinna en 5. Og mig minnir að ég hafi alltaf náð að standa við það en það var stundum tæpt.


Mindi ekki hringja eða senda sms fyrr en 7. Sjálf ef eindagi er ekki tilgreindur í samningnum.


Kannski einhver lögfróður hérna sem veit hvernig þetta virkar þegar eindagi er ekki tilgreindur í samningi.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

fálkaorðan | 3. feb. '16, kl: 15:06:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nm, fletti því upp sjálf og þú getur lagt á vexti ef leigan er ekki greidd fyrir 7.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Dalía 1979 | 3. feb. '16, kl: 16:24:18 | Svara | Er.is | 1

Nei þú hefur ekki rétt á að henda honum út þar sem hann er með tímabundinn samning enn var hann með tryggingu

Petrís | 3. feb. '16, kl: 17:31:00 | Svara | Er.is | 0

Hvað er langt eftir af leigutímanum og getur hann gert ráð fyrir að fá að vera áfram?

Dúfanlitla | 3. feb. '16, kl: 17:57:22 | Svara | Er.is | 0

Þetta eru bara 3 dagar. Anda rólega og bíða nokkra í viðbót. Það getur verið að e-ð hafi komið uppá og greiðslu seinkað. Myndi bíða í nokkra daga í viðbót og taka svo ákvörðun útfrá því.

notendaskilmalar | 3. feb. '16, kl: 19:00:35 | Svara | Er.is | 0

Hann gæti bara hafa lent á spítala eða eitthvað. Gefðu þessu viku áður en þú ferð að grúska í þessu.

unghusfru | 3. feb. '16, kl: 19:52:52 | Svara | Er.is | 3

Sendu greiðsluáskorun í ábyrgðarpósti ef hann tekur ekki við sér fljótlega. Samkvæmt húsaleigulögum er þér heimilt að krefjast dráttarvaxta 7 sólarhringum eftir gjalddaga, þannig ég myndi gefa honum séns til 7. febrúar að taka við sér og fara svo í ferli þar sem þú byrjar á að senda greiðsluáskorun þar sem þú gefur frest til að hafa samband og tekur fram að verði leiga ekki gerð upp innan frests verði leigusamningi rift.
Næst kemur riftun þar sem þú segir að samningi sé rift og því beri að rýma húsnæðið undir eins.
Næst er komið að rýmingarbréfi, myndi gefa 1-2 vikur í rýmingarfrest, og taka fram að verði ekki rýmt innan þess tíma verði farið í útburðarferli. Um leið og rýmingarfrestur er liðinn má fara að senda aðfarabeiðni til héraðsdóms þar sem óskað er eftir heimild til útburðar, og þegar sá dómur kemur er farið til sýslumanns þar sem óskað er eftir að útburður fari fram. Þetta ferli getur verið mjög langt, 6 mánuðir voru nefndir hér að ofan og það er frekar raunhæfur tími, að því gefnu að til útburðar þurfi að koma.

Því er best að reyna að ná til leigjandans og ljúka þessu í góðu, ja eða semja um vanskilin.

Kaffinörd | 3. feb. '16, kl: 21:51:28 | Svara | Er.is | 0

það er 3.feb í dag þarf ekki að gefa þessu lengri tíma.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Turnitin jak 3 12.9.2023 11.10.2023 | 22:14
Loan. Lukaski 13.9.2023 11.10.2023 | 15:32
Ungbarnasængurver 80x100 ellefan11 10.10.2023 10.10.2023 | 10:24
Nursing Papers LidiyaMartin 23.3.2023 10.10.2023 | 08:16
Hvernig gerir maður danskt Ö á íslenskt lyklaborð heimasalan 7.4.2009 9.10.2023 | 18:12
Lím eftir flísar disskvis 8.10.2023 9.10.2023 | 12:55
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.10.2023 | 08:17
Moka út rafbílum - "aprilgabb" - engin gjaldskrárbreyting um áramót :) jaðraka 6.10.2023 6.10.2023 | 06:47
Opna comment í umræðum? GuardianAngel 4.4.2011 5.10.2023 | 02:09
Fjárhagsaðstoð Félagsþjónustan bergma70 4.10.2023
Húðlæknir? Dísar 22.9.2023 4.10.2023 | 18:24
Ódýrt Dekkjaverkstæði mæli með (Autostart) Kriause73 4.10.2023
versla í gegnum shop usa galdranornin 23.10.2005 2.10.2023 | 13:40
Langar að koma kærustunni á óvart Nonnabiti1 27.9.2023 1.10.2023 | 13:52
Maí bumbuhópur fyrir 2024 kaninustelpa 21.9.2023 29.9.2023 | 14:52
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 29.9.2023 | 11:00
automatic reply? *vonin* 23.4.2014 29.9.2023 | 10:53
Rifbeinsbrot gróið og myndartaka? Hjartahrein 27.1.2012 29.9.2023 | 08:00
Rifbeinsbrot? pink martini 22.1.2010 29.9.2023 | 07:59
Aukatímar fyrir framhaldsskólanema túss 27.9.2023 28.9.2023 | 21:52
MEÐLAG AFTUR:) dov 3.5.2005 28.9.2023 | 21:32
Leit að þátttakendum í rannsókn um Hjallastefnuna dagbjortosp 26.9.2023
Tófúpressa Unnsa6 21.8.2023 26.9.2023 | 04:06
Kamína til sölu? Gefins? Erla Jóhannsdóttir 21.9.2023 26.9.2023 | 04:05
Kava Te spear 27.8.2023 26.9.2023 | 03:30
Að læra nudd koddinn 23.9.2023
Skipta gjaldeyri batomi 22.9.2023 22.9.2023 | 17:30
Vantar hjálp, Facebook+þýðing. Dsfaló 23.11.2012 22.9.2023 | 07:16
Einhverjir sem eru að panta reborn dúkku börn og mála? Vantar ráð 🙂 mánaskin 21.9.2023
Hundabit Virkar 9.4.2008 21.9.2023 | 09:44
Turnitin minnipokinn 1.6.2016 21.9.2023 | 09:41
Ættarmót. Hvar? Kazza 25.7.2020 20.9.2023 | 21:45
Sky áskrift hdfatboy 8.4.2023 20.9.2023 | 07:18
Thierry Mugler demantar 19.9.2023
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Síða 7 af 47563 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, tinnzy123, annarut123, Guddie, Kristler, paulobrien, Hr Tölva, Bland.is