Reykingafordómar

Hr85 | 6. feb. '20, kl: 20:54:03 | 395 | Svara | Er.is | 1

Ég er bara orðinn helvíti þreyttur á þessu kjaftæði og afskiptasemi fólks og já hreint út sagt fordómum! Nú var ég að koma heim frá lækninum og í milljónasta sinn á ævinni fæ ég að heyra það að ég eigi ekki að reykja.


Nú vil ég sko meina það að það séu ekki endilega samasemmerki á milli reykingaleysis og heilbrigðis, eða í hina áttina á mill reykinga og veikinda. Nú reyki ég sjálfur rúman pakka á dag og hef gert í 15 ár en ég hef aldrei greinst með neina sjúkdóma, fer í ræktina 6x í viku og í fjallgöngur af og til. Auðvitað vill læknirinn minn ekkert vera að ræða það hann heldur vill hann bara rétt eins og vinir og ættingjar draga mig niður með því að benda á þetta eina sem hann er ósáttur við. Hann varð meira að segja frekar grafískur talandi um tjöruleðju í lungunum og hættu á krabbameini.Ég spyr á reykingafólk ekki að fá að vera með líkamsvirðingu eins og annað fólk? Ég er stoltur af svörtu lungunum mínum og finnst ég alveg vera fallegur og heilbrigður.

 

TheMadOne | 6. feb. '20, kl: 21:44:49 | Svara | Er.is | 0

Tannlæknirinn minn segir mér í hvert skipti sem ég kem til hans að ég verði að nota tannþráð. Þetta fólk er bara að vinna vinnuna sína. Ég yrði samt frekar pirruð ef fólk færi að segja mér þetta út á götu.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Hr85 | 6. feb. '20, kl: 22:50:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

´Já þú meinar bara að vinna vinnuna sína. Ok kannski eitthvað til í því en núna vill feita fólkið að læknar hætti að ræða við það um að léttast svo aðrir hópar hljóta þá að mega fá svipað í gegn annað væri misrétti. 

TheMadOne | 6. feb. '20, kl: 23:57:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er það? Ég hef alveg misst af því. Það er aftur þekkt vandamál að fólk sem er feitt getur verið mun lengur að fá rétta greiningu á sjúkdómum af því að læknirinn er með holdafarsþráhyggju. Sennilega er millivegurinn að læknirinn vinni vinnuna sína.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

BjarnarFen | 7. feb. '20, kl: 01:12:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ætli hugtakið lugnafarsþráhyggja sé ekki það sem okkur vantar í umræðuna? Ég hitti einusinni nágranna, sem ég held að hafa baðað sig sjaldnar en villiköttur, sem mynntist á hvað það væri mikil reykingarlykt af mér. Mögulega þjáðist hann bara af lugnafarsþráhyggju af því að hann hélt að hann gæti smitast af óbeinum reykingum af reykingar lyktinni minni.

TheMadOne | 7. feb. '20, kl: 00:08:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það? Ég hef alveg misst af því. Það er aftur alveg þekkt að fólk sem er feitt á á raunverulegri hættu að fá ekki greiningu á sjúkdómum fyrr en seint og síðar meir af því að læknirinn er með holdafarsþráhyggju. Kannski snýst þetta um að læknirinn vinni vinnuna sína...

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Hr85 | 7. feb. '20, kl: 00:23:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sorry mismælti mig meinti ekki allt feitt fólk heldur fituaktívistarnir eins og þessi Tara þarna og hennar fólk.

TheMadOne | 7. feb. '20, kl: 00:42:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo þú ert bara að tala um eina manneskju, kannski rúmlega það? Ég held að Tara sé ekki hérna inni.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

spikkblue | 14. feb. '20, kl: 11:48:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að það sé og eigi að vera í verkahring lækna að benda fólki á að reykingar séu ekki það besta fyrir líkamann og að offita sé heldur ekki það besta fyrir líkamann.

Auðvitað eru til dæmi um fólk sem nær 100 ára aldri og er sæmilega vel á sig komið þrátt fyrir að vera strompar og/eða hlussur.

En það breytir ekki þeirri staðreynd að heilt yfir séð valda offita og reykingar ákveðnum lífsstílssjúkdómum sem kosta samfélagið heilan helvítis helling af peningum.

Ekki taka þessu of hátíðlega þótt læknirinn segi eitthvað, það er bara í verkahring viðkomandi.

eythore | 14. feb. '20, kl: 16:04:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Læknar verða að fara varlega þegar kemur að offitu og ekki að dæma heilsufar þeirra bara út frá útliti. Það getur verið stórvarhugavert. Stóri munurinn á reykingum og offitu er sá að það er mjög auðvelt fyrir þyngdartap að vera bókstaflega skaðlegt fyrir einstaklinginn, jafnvel þó það sé einstaklingur sem staddur er í offitu. Læknar þurfa actually að gera mælingar til að vita hvað þeir eru að segja varðandi offitu. Það að segja manneskju sem skilgreinist samkvæmt almennum viðmiðum í offitu getur auðveldlega lent í átröskunum ef henni er constantly sagt að grenna sig. Við þurfum að fara afskaplega varlega með þennan málaflokk ef að baráttan okkar ætlar að vinna með okkur en ekki á móti.

Fitufordómar lækna er gríðarlegt áhyggjuefni og hreinlega lýðheilsuvandamál í sjálfu sér því margir fá kolvitlaust inngrip þar sem fitunni er kennt um allt án þess að hugsa eða gera raunverulegar mælingar. Í verstu tilfellunum hefur afleiðingin verið andlát sjúklings sem var með krabbamein sem lækninum yfirsást því honum var svo umhugað um að grenna hann. Enda er það líka sagan að mjög margir feitir einstaklingar forðast að mæta til læknis vegna þeirra fordóma sem þeir upplifa þar inni. Ef það væri jafn auðvelt að grennast eins og umræðan ber í skauti sér væri mannkynið LÖNGU BÚIÐ að grennast. En það hefur ekki gerst.

TheMadOne | 7. feb. '20, kl: 00:31:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok ég er alveg í ruglinu hérna, fyrra svarið gufaði upp...

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Megamix2000 | 14. feb. '20, kl: 19:41:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko. Það er allt í lagi að læknirinn segi við fólk að það þurfi að lækka fituprósentuna eitthvað. Málið er að stundum horfir læknirinn framhjá hlutum og segir bara æ þú þarft bara að létta þig. Þetta er eins og þegar foreldrar koma með veikt barn á spítalann og læknir segir bara æ þetta er bara flensa þegar þetta er mun alvarlegra en það.
Ef að læknirinn er ekki að hlusta á þig og vinnur ekki vinnuna sína og segir þér bara að hætta að reykja, þá já, þá get ég verið sammála þér að það eru reykingafordómar.

eythore | 14. feb. '20, kl: 23:42:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Með fituprósentuna: Kannski ef það er eitthvað meira á bakvið það en að læknirinn hafi bókstaflega horft á þig og dæmt þig. Ef hann væri með raunverulegar heilsufarsmælingar á bakvið sig en ekki bara af því að fituprósentan er há. Og væri með góðar aðferðir til að lækka fituprósentuna, því ef þetta væri jafn einfalt að lækka fituprósentuna og viðhalda því eins og umræðan gefur til kynna, af hverju er mannkynið þá ekki löngu búið að grennast?

BjarnarFen | 7. feb. '20, kl: 01:29:02 | Svara | Er.is | 1

Fyrir framan Hagkaup í Smáranum. Á bílastæðunum er bannað að reykja. Það má vera með bíla í lausagangi, en ein sígaretta og þá er fjandinn laus.

Ég held að þeir sem eru með reykingarfordóma hafi einhverskonar delusjónir um að reykur geti einhvernveginn drepið fólk,bara ef það finnur lyktina. Vissulega er vond lykt af reykingarfólki, ef fólki finnst reykingarlykt vond. En ég geng ekki upp að næstu konu á barnum og segi henni að ógeðslega ylmvatnslyktin hennar láti hana lykta einsog gleðikonu, né segi ég við strákinn í sjoppunni að hann lykti einsog loðnubræðsla. Einfaldlega afþví að ég kann kurteysi.

Ég hef oft stungið mér í skjól utandyra og kveikt mér í rettu og einhver ókunnugur kemur og fær sér að reykja líka. Get ég sagt eftir næstum 20 ára reynslu að öll þau samskipti hafa verið kurteys og góðlátleg. Sem hefur kennt mér að dæma reykingarfólk sem kurteysa einstaklinga, bæði konur og karla.

Þannig að þegar ég hitti einhvern sem talar ílla um reykingarfólk, þá hugsa ég alltaf að þessi er með einhverskonar delusjónir og sýklafóbíu. Best að fara varlega að þessari viðkvæmu sál í framtíðinni. Það þarf neflilega að fara varlega að fólki sem á að stríða við einhverskonar geðveiki.

Kingsgard | 7. feb. '20, kl: 10:01:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er náttúrulega eitthvað alvarlegt að þeim sem gefa sig að fólki á förnum vegi með athugasemdum um að fólkið falli ekki vel að heimsmynd sinni. Hver sem sjúkdómsgreining þerra er þá er um einhverskonar sjálfskipaða frelsara mannkyns að ræða. Það virðist þjást af einhverri óstöðvandi flugu í höfðinu sem ekki tekst að drepa eða telur jafnvel fluguna sér senda af guðlegri forsjón til björgunar hnignandi mannkyns. Best væri auðvitað að yppa öxlum, krossfesta fluguna,
klappa sér á öxlina og líta á það sem persónulegan sigur á innri meinum.

Steinn Steinarr samdi ágætt ljóð um þær hremmingar sem þessir frelsarar eiga í dags daglega. Í ljóðinu er andkristurinn stúlka í þröngum kjól notuð sem dæmi en gæti allt eins verið maður með sígarréttu, fólk að drekka áfengi. Í alvarlegum tilfellum gæti spjót flugunnar beinst að heilu kynstofnunum sbr. gyðingum, svertingum og nær okkur i tíma : múslímum.

Hér er ljóðið :

Að frelsa heiminn er eins og að standa uppi á stól
í stóru veitingahúsi og kalla út í salinn:
Hér inni er stúlka í alltof þröngum kjól.
Og öllum er ljóst, að þessi maður er galinn.

Það er sama, þótt þú sért góður maður og gegn
og gangir í hlé eins og drengur, saklaus og feiminn.
Þú ræðst samt alltaf á það, sem þér er um megn,
og þessvegna tekst þér aldrei að frelsa heiminn.


Eitt sinn skrifaði kona hér á bland um samfélagslegar og efnahagslegar afleiðingar þerra sem reykja.
Hún gekk framhjá manni með sígarréttu og nú óttaðist hún um að nýleg úlpa hennar væri ónýt.

BjarnarFen | 8. feb. '20, kl: 05:32:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Alltaf gaman af Steini Steinarr og ég mundi eftir þessu;

Að sigra heiminn er einsog að spila á spil
Með spekingslegum svip og taka í nefið
Og þegar þú tapar, það gerir ekkert til
því það er neflilega vitlaust gefið.


Sennilegast væri bara best að taka í nefið og lykta svo einsog tóbaksdolla innan um and-reykingarfólkið. Þá gefur maður sér bara sína eigin hendi og enginn getur sagt neitt.   he he he

Kingsgard | 8. feb. '20, kl: 16:01:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Steinn Steinarr var góður í greina menn og málefni ásamt því að gera því skil á einfaldan hátt í orð.

Vertu ekki viss um þetta með neftóbakið. Sjálfskipaðir frelsisenglar mannkyns, þjakaðir af friðlausri flugu höfuðsins munu vísast finna sína leið til að opinbera afglapahátt sinn.

Það eru veikir einstaklingar sem veitast að öðrum og tilkynna hve illa aðrir passa í veröld sína. Tóbak eða annað. Sjáðu suma þá sem snúast til vegan og hefja árásir á þá sem borða eitthvað annað.

BjarnarFen | 8. feb. '20, kl: 20:50:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndar hafa vegan fólk ágætis punkt um að kjötát sé kostnaðarsamara fyrir landið en að rækta grænmeti. Svo á líka að vera 1/3 kjöt á disknum og restin annað. En íslenskir matardiskar eru oftast 50/50. Ég má svosem bæta við grænmeti á diskinn minn.

En þegar fólk segir ojj, ertu að fara borða þetta og bendir á matinn minn. Þá finnst mér dónaskapurinn vera hvað verstur.

Kingsgard | 8. feb. '20, kl: 21:15:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það að fólk hafi eitthvað til síns máls gefur ekkert veiðileyfi á náungann eins og þú bendir á með friðröskun í garð reykingamanna. Allir hafa eitthvað til síns máls. Hins vegar ef við gefum okkur að allur mannafli breytir mataræði alfarið í jurtafæði, þá dugar ekki fyrirliggjandi land ekki undir neysluna.

BjarnarFen | 8. feb. '20, kl: 22:04:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei sennilega ekki, ekki nema kannski ef við ætlum að lifa á repjuolíu, sojabaunum og pálmaolíum. hehe

Júlí 78 | 7. feb. '20, kl: 09:43:42 | Svara | Er.is | 1

En læknirinn er bara að segja þér sannleikann. Þó þú haldir að þú sért heilbrigður núna og að þú sért ekki akkúrat núna með slæma heilsu þá ertu samt að auka líkurnar á því að svo verði með því að reykja rúman pakka á dag. Ég veit um manneskju sem reykir pakka á dag eða meira og hún er búin að fá krabbamein og þó það sé farið eftir stóra skurðaðgerð þá er heilsa hennar ekkert góð. Svo vitum við það að þeir sem reykja mikið geta lent í lungnavandamálum og þurft á súrefniskút að halda sér við hlið sér. Langar þig að eiga svoleiðis framtíð?


Mér finnst það annars vera hlutverk læknisins að segja manni sannleikann um manns eigin heilsu og vara mann við ef lífstíllinn er ekki nógu góður. Kannski frekar galli að maður þarf að biðja um þessa og hina rannsóknina til að tékka á hvort allt sé í lagi. Mér finnst að kerfið ætti að vera meira fyrirbyggjandi, að fólk ætti kost á alls herjar tékkun reglulega án þess að þurfa að biðja um það þannig að það sé hægt að grípa inní ef málin þróast á verri veg. (Blóðrannsóknir, athugun á efnavöntun og fleira).

Hr85 | 7. feb. '20, kl: 10:09:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok en eigum við þá ekki að tala líka gegn offitu rétt eins og reykingum?

Júlí 78 | 7. feb. '20, kl: 11:39:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú allt í lagi að læknirinn varar við því líka að þyngjast of mikið. A.m.k. hef ég heyrt það að mörg aukakíló geti stefnt heilsu fólks í voða. Allt í lagi með svona 10 kíló auka en hef ekki heyrt hjá lækni að það sé æskilegt að vera með fleiri aukakíló en það. Ég er nú samt á þeirri skoðun að aðgerðir, hjáveituaðgerðir, magaaðgerðir og slíkt geti stefnt heilsu í voða líka enda hafa sumir lent í því og jafnvel dáið. Samt er komið með hvern þáttinn á fætur öðrum það sem fólk kemur í viðtal (eins og í Ísland í dag) þar sem sagt er frá einhverjum sem fór í einhverja svoleiðis aðgerð og honum/henni hrósað svo mikið eins og þetta sé eina lausnin gagnvart því að léttast. Og svo léttist þetta fólk allt of mikið á stuttum tíma og situr svo uppi með aukahúð og þarf þá aðgerð líka til að laga það! Og þarf líka svo að breyta um mataræði alveg eins og hinir sem fara í enga aðgerð! Kannski þurfa bara allir hvort sem þeir eru að reykja eða í mikili ofþyngd eða drekka of mikið bara að fara til sálfræðings, láta það vera fyrsta skrefið - þó það fari kannski í einhverja meðferð seinna meir (aðstoð við að hætta að reykja - námskeið til dæmis hjá matarfikn.is - innlögn á Vog til dæmis) - ábyggilega einhver undirliggjandi ástæða fyrir þessu öllu sem er kannski mismunandi á hverjum og einum.

eythore | 8. feb. '20, kl: 08:52:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svarið er einfalt. Nei. Tölum fyrir bættum lífsstíl óháð þyngd. Reykingar er lífsstílsþáttur en fitumagnið ekki. Við erum misþung í eðli okkar.

BjarnarFen | 8. feb. '20, kl: 20:41:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú trúir þessu, þá ertu að lifa í sjálfsblekkingunni. Sykur og smjör er alveg jafn miklir fíknvaldar og nikótín. Ef þú ert matarfíkill, þá ertu að drepa þig rólega, alveg einsog reykingarmaðurinn.
Eiturefni sem eru í mat t.d. skodýraeitur sem fer af grænmeti til svínabús og svínið í magan á okkur. Allt innan löglegra hættumarka að sjálfsögðu. Ef það eru einhver eiturefni í fæðunni sem við innbyrðum, þá safnast það í fituvefjum okkar, þar sem það býr til krabbamein.

Tóbak og sykur er bæði að fara drepa þig. Ef þú ert með ca.10 auka kíló sem eru bara fita, þá þarftu svosem ekkert að vera stressa þig á meðan þú ert með gott cardio. En ef það er meira, þá ertu feitur og það er lífstílsvandamál sem leiðir fólk til dauða.

Þá er spurningin einföld; Geturu hlaupið í 10 mínútur án þess að mása og blása í 3 mínútur eftir á? Eða er þyngdin það mikil, að álagið er of mikið fyrir fæturnar að geta hlaupið?

Ég hef getað skokkað eða hlaupið í allavega meira en 30mín frá því ég var krakki. Eða synt hálfan til heilann kílómeter í einu. Þeir sem þetta ekki geta fá mína vorkun og samúð. Því það að geta ekki hlaupið út í sjoppu og tilbaka er svo einfaldur hlutur sem margir íslendingar geta samt ekki gert. Ég get heldur ekki ímyndað mér að það sé gaman að stunda kynlíf, þegar þarf að taka pásu eftir 5 eða 10 mínútur afþví að þolið er svo lélegt.

Lífið er ömurlegt án heilsunnar, það er hægt að hafa góða heilsu með 10 auka kíló eða ef fólk reykir 4-5 rettur á dag. En það næst betri heilsa án sígarettunnar og aukakílóanna. Þetta vita allir, minn kæri Eyþór.

eythore | 8. feb. '20, kl: 21:12:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þvílíkt og annað eins kjaftæði. Sykur og smjör eru engin fíkniefni. Þetta eru hlutir sem eru hluti af lífi okkar flestra og það þýðir ekkert að fara í einhverjar öfgar þegar kemur að mataræði. Hlustum einfaldlega á líkaman okkar sama hvað vigtin segir. Við erum good to go ef að líkamanum líður vel af mataræðinu og hreyfingunni okkar.

Ég get hlaupið í meira en klukkutíma og synt meira en 2.000 metra skriðsund án stopps þó ég sé obese samkvæmt þeim meingallaða BMI stuðli. Ég á margar tilraunir að baki til að reyna að breyta líkamanum og þröngva honum eitthvert sem hann vill ekki vera og ég var farinn að missa heilsu. Enda er einn áhættuþáttur fyrir lífsstílssjúkdóma einmitt endurteknar tilraunir til megrunar!!

Ég hef aldrei verið feitari en á sama tíma aldrei á ævinni liðið betur því að ég virkilega hlusta á líkaman minn og hvað hann vill til að mér líði vel. Ég leyfi mér að borða og drekka hvað sem er en háma aldrei í mig. Ef mig langar í súkkulaði og gos, þá bara fæ ég mér litla dós og eitt súkkulaðistykki og spyr ekki að því hvað dagurinn heitir en geri þetta ekkert það oft. Það er svona í því mesta sem líkaminn minn þolir af sætindum í einu og ég hlusta bara á það. Borða almennt nokkuð hollan og góðan mat bara og hæfilega af honum.

Það að leyfa vigtinni að ákvarða heilbrigði þitt í stað þess að hlusta á líkaman, er eins og að leyfa lögfræðing að eiga við rafmagnstöfluna þína, þegar þú ert sjálfur rafmagnsverkfræðingur! Vigtin og fituklípan hefur ekki hundsvit á því sem er að gerast inni í líkamanum.

Rannsóknir benda til þess að megranir virka ekki og benda einnig til þess að líkamar okkar hafa mismunandi kjörþyngdir. Það sem er kjörþyngd hjá einum getur reynst bullandi offita hjá öðrum.

Við getum ekki leyft okkur að vera með sleggjudóma um holdarfar því það gerir baráttuna fyrir bættri heilsu illt verra. Við höfum verið upptekin af holdarfari í áratugi. Af hverju erum við þá ekki orðin grennri? Svarið er: Af því að megranir virka ekki nema fyrir í mesta lagi 5% fólks!

Það eru ekki bara feitir sem verða fyrir barðinu heilsufarslega á fitufordómum. Það er líka granna fólkið sem heldur að það þurfi ekki að hugsa um sig af því vigtin þeirra sagði það. Vigt sem eins og áður sagði, hefur ekki hundsvit á því hvað er að gerast í líkamanum!

BjarnarFen | 8. feb. '20, kl: 22:28:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

https://www.addictioncenter.com/drugs/sugar-addiction/

Sykur er talinn álíka ávanabindandi og kókain. Of mikill sykur veldur ekki bara of-fitu. Heldur veldur sykur fíkn líka þunglyndi og getur ýtt undir stress. Stress er einmitt stærsti undirlyggjandi vandi sem gefur fólki banvæna sjúkdóma.

Mér líður alltaf vel þegar ég sé fólk sem ég þekki sem hefur farið í átak og tekið lífinu tak. Suma sé ég brosmilda og hamingjusama í betra formi en áður eftir að hafa komið sér í form. Einn strák hitti ég um daginn í hverfinu mínu. Strákur sem ég hélt að væri alveg heiladauður þegar ég sá hann fyrst. Er núna glaðvær og brosandi þegar ég sé hann, sá er núna laus við dópið. Hann átti okkur mörg að , sem töluðu við hann og reyndum að hjálpa. Sem betur fer eru sumir sem þyggja hjálpina en verst fer fyrir þeim sem fá enga hjálp, jafnvel skilja ekki að þau þurfa á henni að halda.

En margt er dópið og fíknin er margskonar. Við verðum að gera okkur grein fyrir hættunum, við verðum líka að gera okkur grein fyrir þegar fólk er að reyna hjálpa okkur, eða fræða.
Sykurfíkn er alvarlegt ástand sem á ekki að skoða með léttúð, því einsog með alla fíknivanda, þá er um dauðans alvöru að ræða.

BjarnarFen | 8. feb. '20, kl: 22:35:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það má alveg bæta þessu með hérna líka.
https://www.youtube.com/watch?v=BWGl3TIO00A

eythore | 8. feb. '20, kl: 22:44:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er svo mikil þvæla að það hálfa væri miklu meira en hellingur.

Við skulum fyrst skera úr um hvort raunverulega sé um sykurfíkn sé að ræða áður en við förum að fella sleggjudóm og öfgafulla umræðu á eitt hráefni sem er notað af örugglega 99% mannkyns.

Þú drepst ekki á því að fá þér sykur innan skynsamlegra marka, hann er ekki eitraður í eðli sínu, enda er þetta bara eitt form af kolvetnum. Næringarfræðingar tala um að mörkin á viðbættum sykri sé 5-10%, sem eru 100-200kcal miðað við 2.000kcal fæði, sem er 25-50gr en hver og einn þarf bara að finna það út sjálfur hvað líkaminn hans þolir til að líða vel.

Sykurfíkn getur alveg verið alvarlegt, ætla ekki að skafa af því, en að halda því fram að sykur sé fíkniefni þegar hann er notaður af 99% fólks í einhverju magni og fæstir upplifa fíkn eða slæmar afleiðingar af því, er bara algjör þvæla og ekkert annað.

Veistu hvað veldur líka stressi? Að vera ekki sáttur í eigin skinni. Neikvæð líkamsímynd sem dúkkar upp af því við erum mötuð á þessum upplýsingum að feitt sé slæmt frá því við erum börn, sem fer illa með sálina, sérstaklega þar sem mannkyninu gengur almennt ekki vel að viðhalda þyngdartapi til lengri tíma.

BjarnarFen | 9. feb. '20, kl: 01:02:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þvæla og kjaftæði, já.

Hún Geirþrúður drottning sagði víst forðum og er skrifað; "The lady doth protest too much, methinks."
Held ég að þau orð eigi oft vel við þegar komið er á þetta stig umræðu.

eythore | 9. feb. '20, kl: 09:42:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér er sama þó þér finnist það. Skiptir mig engu. Þegar þetta er komið á þetta stig umræðu að þú ert farinn að segja einhverja allt aðra hluti en eru tengdir umræðunni, segir mér að þú ert orðinn röklaus :)

eythore | 7. feb. '20, kl: 12:38:22 | Svara | Er.is | 0

Ég skil hvað þú ert að fara og margt til í þessu sem þú segir. En að fara að tala um líkamsvirðingu í samhengi við tóbak meikar ekki alveg sens. Tóbak er ekki líkaminn þinn meðan að fitan er það. Meginmunurinn á að ræða fitu sem áhættuþátt eða reykingar er sá að reykingar er hegðunartengdur áhættuþáttur en fitan er hluti af líkamanum og verður það alltaf. Það sem er gagnrýnisvert varðandi umtal um fitu sem áhættuþátt er að halda að það sé "one size fits all". Það er engin ein líkamsstærð sem hentar öllu mannfólki. Það sem er kjörþyngd fyrir einn getur verið bullandi yfir- eða undirþyngd fyrir annan. Það hefur fullt af feitu fólki komið gríðarlega vel út úr öllu heilbrigðistékki meðan að aðrir sem komast í þessa þyngd fara að þróa með sér sjúkdóma. Það er líka gagnrýnisvert að halda því fram að það sé nauðsynlegt að létta sig til að verða heilbrigðari.

Meginmunurinn á þessum tveimur málefnum er sá að það er ósennilega skaðlegt að hætta að reykja, en rannsóknir hafa einnig sýnt að annar áhættuþáttur fyrir lífsstílssjúkdóma eru síendurteknar tilraunir til megrunar og einnig er varhugavert að grennast of hratt, sbr. Biggest Loser aðferðir (sem hefur verið sýnt fram á að er skaðleg aðferð). Til að mynda fólkið sem er í eðli sínu feitt og er heilbrigt en er í stanslausum tilraunum til að grennast og þyngjast svo aftur því líkaminn vill ekki vera í því boxi sem verið er að reyna að þröngva hann í. Ef þetta fólk fengi að lifa í sátt við líkaman sinn, þá væri það mikið heilbrigðara en ef það væri endalaust í tilraunum til að megrast.

Júlí 78 | 7. feb. '20, kl: 13:35:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Líka skrýtið hjá Hr85 að vera stoltur af svörtu lungunum sínum eins og hann orðar það. Þetta les ég inna visindavefur.is þar sem talað er um:  Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum? Þar segir til dæmis: " Tjara

Fjöldi efnasambanda í tjöru skiptir hundruðum. Meðal þeirra eru nokkrir tugir efna sem geta valdið krabbameini. Þegar reyknum er andað ofan í  lungu  situr 70% af tjörunni eftir í lungunum. Hver ögn er mynduð af mörgum lífrænum og ólífrænum efnum. Tjaran veldur skaða í lungum og bifhárum sem hjálpa annars til við að verja lungun fyrir óhreinindum og sýkingum. Samþjöppuð er tjaran klístrað brúnt efni sem getur litað tennur og fingur reykingamannsins."


Ég er annars sammála þér með það eythore að það sé varhugavert að grennast of hratt. Sbr. Biggest Loser, ég hef séð nokkra svoleiðis þætti og mér sýnist fólk bara helst mega lifa á loftinu sem fara í þá þætti - fá varla að borða nokkuð. Einnig þessar magahjáveituaðgerðir og slíkt, fólk má og getur næstum ekkert borðað eftir aðgerð sem aftur veldur rosa miklu þyngdartapi á stuttum tíma. Örugglega bara betra að minnka eitthvað við sig í mat og borða kannski hollara en áður. 


Það þarf oft ekki þessa dramatík. Mér finnst oft íslendingurinn þurfa að taka allt á geðveikinni, ef þeir fara í líkamsrækt þá þarf helst að æfa 5 sinnum í viku. Ég frétti af einum sem gerir það tvisvar á dag, hann er samt ekkert í megrun. Svo berast líka fréttir af fólki sem er bara orðið heilsulaust út af ofþjálfun. Ekki er það nú gott að verða heilsulaus út af því!

TheMadOne | 7. feb. '20, kl: 13:42:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú ert ekkert spes í að skilja kaldhæðni er það nokkuð?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Hauksen | 8. feb. '20, kl: 23:26:31 | Svara | Er.is | 0

Ef þú vilt borga 500Þ á ári til að drepa þig hægt, þá bara gerirðu það. þú ættir samt að borga meira í skatta vegna þess að þú ert sjálfviljugur að koma þér snemma í heilbrigðisvandamál sem kostar pening.

Framsóknarflokkurinn keypti DV í nóvember 2014.

TheMadOne | 8. feb. '20, kl: 23:39:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru reyndar há gjöld af tóbaki... gengur upp í kostnaðinn kannski?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Hr85 | 9. feb. '20, kl: 00:30:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki bara há gjöld heldur lifir svo reykingafólk færri ár í ellinni sem eru mjög kostnaðarsöm ár fyrir okkar sameiginlegu sjóði.

BjarnarFen | 14. feb. '20, kl: 13:12:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Íþróttameiðsl kostar heilbrygðiskerfið meira en sjúkdómar af völdum reykinga. Reykingafólk deyr fyrr og er því ekki að valda auka kostnaði á elliheimili. Hinsvegar er íþróttafólk að lifa mun lengur og mun því kosta samfélagið alla ellina þeirra.
Reykingafólk ætti að fá pakkann ókeypis til að jafna út kostnaðinn ef við ættum að setja einhverskonar sanngirnisreglu.

Hr85 | 9. feb. '20, kl: 00:35:28 | Svara | Er.is | 0

Ef það fór framhjá einhverjum þá var upphagsinnleggið skot á líkamsvirðingar-aktívistana sem vilja normalísa offitu og ljúga að sjálfum sér og öðrum að það sé ekkert skaðlegt við að ganga um með tugi aukakílóa. 

eythore | 9. feb. '20, kl: 09:55:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jæja. Meira bullið. Þú getur ekki dæmt heilbrigði út frá útliti eða tölu á vigt. Það er staðreynd. Það er ekkert orsakasamhengi milli offitu og lífsstílssjúkdóma, þar sem að þetta er fylgnisamband. Við höfum verið einstaklega upptekin af holdarfari í áratugi. Af hverju erum við ekki orðin grennri og heilbrigðari? Jú, vegna þess að rannsóknir sýna að megranir virka ekki nema í mesta lagi fyrir 5% fólks!! Rannsóknir sýna einnig að einn áhættuþáttur fyrir lífsstílssjúkdóma eru síendurteknar tilraunir til megrunar. Það er mikið hollara fyrir líkaman að vera 120kg og haldast þar, heldur en að fara niður í 90kg og koma svo upp aftur. Líkamsvirðing og tóbaksneysla er svoleiðis allt allt annar hlutur og rngan vegin sambærilegur. Fita verður hluti af þér alla tíð meðan að sígarettan er lífsstílsþáttur, og það eru lífsstílsþættir sem þarf að huga að, algjörlega óháð líkamsþyngdinni þinni. Þetta innlegg gerir gríðarlega lítið úr þeim vandamálum sem hafa skapast inni í heilbrigðiskerfinu þar sem feitir fá verri heilbrigðisþjónustu heldur en aðrir. Það er eins og litið sé svo á að þeir geti ekki veikst nema það sé fitunni að kenna þegar það getur vel verið að svo sé ekki. Þekkt dæmi er einstaklingur sem deyr vegna krabbameins, sem kemur í ljós eftir dauða hans, en vegna þess að viðkomandi er feitur er honum bara sagt að grenna sig og þar með settur í kolrangt inngrip. Við erum mjög misþung í eðli okkar. Líkaminn á sýna eigin kjörþyngd sem honum líður vel í og er ástæðan fyrir að okkur gengur illa að viðhalda þyngdartapi til lengri tíma litið. Það er ekki bara one size fits all. Mæli með lestri á þessari grein: http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item28261/Holdafarsfordómar_skyrsla_des.2015.pdf

BjarnarFen | 14. feb. '20, kl: 13:17:34 | Svara | Er.is | 1

Þessi umræða mynnir mig á æðislegt atriði úr Yes, minister.


https://www.youtube.com/watch?v=WJIMffhpZRw

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Fjárnám - ferlið? kannan 17.2.2020 18.2.2020 | 00:00
Ferming - Ráð vel þegin! Mjoggottnotendanafn 17.2.2020 17.2.2020 | 23:30
Klám og karlmenn, strákar Steinar Arason Ólafsson 17.2.2020 17.2.2020 | 23:03
Lífskjarasamningurinn að renna útí sandinn. kaldbakur 6.2.2020 17.2.2020 | 22:18
Hvað er sanngjarnt verð? begzi 16.2.2020 17.2.2020 | 20:24
Online atvinna? KatAsta 17.2.2020
Axlarvesen tuni007 17.2.2020 17.2.2020 | 17:53
Kulnun í starfi - varúð langt :( Ásta76 16.2.2020 17.2.2020 | 00:59
Gott hótel á Tenerife? amina5 7.2.2020 16.2.2020 | 21:55
Eru Ríkisbankarnir óseljanlegir ? kaldbakur 12.2.2020 16.2.2020 | 21:18
Hvaleyrarskóli krissi200 15.2.2020 16.2.2020 | 16:51
Eigendur Land Rover Hjödda171 13.2.2020 16.2.2020 | 16:17
Hvernig skiptir maður um heimilislækni b82 15.2.2020 16.2.2020 | 08:32
Hvað var lögreglan í Borgarnesi að brenna? iceshera 12.2.2020 16.2.2020 | 05:43
grísakjöt í ofni? THE princess 26.4.2011 15.2.2020 | 23:50
Gleðilegan Laugardag Twitters 15.2.2020 15.2.2020 | 23:48
Hvernig skiptir maður um nef ? kaldbakur 15.2.2020 15.2.2020 | 23:42
Hvað kostar að berja einhvern til ábóta með kylfu? BjarnarFen 6.2.2020 15.2.2020 | 23:25
Andvaka..... kirivara 11.2.2020 15.2.2020 | 14:11
Skipt um h-lækni? b82 15.2.2020
Konur með dökka hringi í kringum augun Göslin 20.1.2007 15.2.2020 | 00:34
Reykingafordómar Hr85 6.2.2020 14.2.2020 | 23:42
Ráðleggingar með fasteignakaup boojaa 14.2.2020 14.2.2020 | 20:36
Hvað er Oat Fiber á íslensku? Emper 14.2.2020 14.2.2020 | 20:27
LÍOL dong 14.2.2020 14.2.2020 | 19:45
Engar áhyggjur, þetta reddast spikkblue 8.2.2020 14.2.2020 | 17:51
Feitir puttar 0911 9.2.2020 14.2.2020 | 13:48
Tinder bakkynjur 11.2.2020 14.2.2020 | 11:36
Skera gat á tvöfalt gler atv2000 8.2.2020 14.2.2020 | 11:29
Erfitt að fara úr húsi :/ tégéjoð 10.2.2020 14.2.2020 | 11:27
Alveg lost! Leki eða mygla hjá "féló" hvaðerþað 8.2.2017 13.2.2020 | 22:09
Hvað var lögreglan í Borgarnesi að brenna? iceshera 12.2.2020 13.2.2020 | 11:12
Hvar er best að selja frimerki sín og vita verð? kolmag 6.2.2020 13.2.2020 | 07:57
Trumpaðu þetta. Flactuz 11.2.2020 12.2.2020 | 17:54
Dagur B sýnir sitt sanna eðli (láglaunafólkið hérna eru hinir skítugu í hans augum) spikkblue 10.2.2020 12.2.2020 | 13:18
MS sjúkdómur LaufeyHJ 11.2.2020 12.2.2020 | 12:14
Hjálp! Hver er besti klipparinn í Rvk? mækúldjakkson 12.2.2020
Að laga barnakerru Sossa17 11.2.2020 12.2.2020 | 08:43
Að fá greitt með netgíró svennjamin 11.2.2020 11.2.2020 | 23:40
kvíði frandis 10.2.2020 11.2.2020 | 18:13
Óska eftir kettling Blómaa 11.2.2020 11.2.2020 | 17:35
Læknisfræðilegar tilraunir á börnum Hr85 10.2.2020 11.2.2020 | 13:30
Gleraugu í Costco alv 11.2.2020 11.2.2020 | 11:31
Vandamál vegna Húsfélags amhj123 9.2.2020 10.2.2020 | 22:03
Samanburður á kjörum aldraðra á Spánn og Íslandi. kaldbakur 8.2.2020 10.2.2020 | 18:31
Vegabréf ELLA MIST 10.2.2020 10.2.2020 | 16:56
Fótamyndir fataekogforvitin 10.2.2020
Sjúkraliðanám? tégéjoð 5.2.2020 10.2.2020 | 14:46
peysuföt binnsa 5.2.2020 10.2.2020 | 13:33
Líkamleg einkenni kvíða Stella í orlofi 9.11.2014 9.2.2020 | 19:18
Síða 1 af 19915 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, Gabríella S, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron