Reykjavík - mun skynsemin ráða för næstu ár ?

kaldbakur | 28. jan. '20, kl: 17:35:13 | 315 | Svara | Er.is | 0

Nú höfum við hér Reykvíkingar séð með eigin augum hves megnug náttúran er.á Íslandi.
Á Vestfjörðum og á Norður og Austurlandi eru snjóflóð og ofankoma mikil ógn og svo er líka með aðra veðurvá eins og dæmin sýna á nýliðnum vetri.
Við sjáum að á Reykjanesi þar sem er Grindavík, Svartsengi, Bláa Lónið og Keflavíkur Flugvöllur og byggðir þar í kring eru ískyggilega nærri eldstövum.

Reykjavík er blessunarlega ekki á þessu svæði.
Reykjavik var valin sem besta byggðarsvæði af Ingólfi Arnarsyni og hanns val hefur reynst okkur vel.

Eftir að byggð þróaðist í gegnum aldirnar hefur landsmönnum orðið ljóst að val Ingólfs Arnarsonar á Reykjavík sem höfuðból var gifturíkt.
Kannski höfuðu goðin sem Norrænir menn trúðu á þar einhver áhrif ?
Íslandi hefur vegnað mjög vel á öldinni sem leið og ekki síst nú eftir aldamótin 1900/2000.

Reykjavík sem höfuðstaður hefur blómstrað og þar verðum við að telja með sem Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Seltjarnarnes, Mosfellssveit og jafnvel byggðir enn fjærri.

Atvinnuuppbygging síðutu ára hefur byggst á Raforkuframleiðslu og sölu, Fiskveium vinnslu og sölu, Landbúnaði og innlendiri framleiðslu til neyslu og svo síðast með Flugstarfsemi og þjónustu við ferðamenn sem hingað til lands hafa sótt.

Undirstaðan í flugstarfsemi sem tengiliður við útlönd hefur verið á Keflavíkurflugvelli í yfir 40 ár.
Reykjavíkurflugvöllur var þar fyrir á árunum 1950 - 1970 stór liður í samgöngum við Evrópu og Ameríku.
Uppbyggingin undanfarin ár hefur verið á Keflavíkurflugvelli.
Hugmyndir hafa verið uppi um að byggja nýjan flugvöll í stað Reykjavíkurflugvallar nærri Keflavíkurflugvelli í Hvassahrauni á Reykjanesskaga og nærri því svæði sem er taliin vera hætta á vegan eldgosa

Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessara mála og ekki síst vegan fyrirhugaðs flutnings Reykjavíkurflugvallar yfir í Hvassahraun em tilheyrir eldsumbrotasvæ'i Reykjaness sem nú er talið að sé að vakna af dvala fra um árið 1270.

 

TheMadOne | 28. jan. '20, kl: 18:10:55 | Svara | Er.is | 0

Fyrirhugaðs flutnings? Eins og fyrirhugaðs flutnings íslendinga til jótlands í móðuharðindunum?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 28. jan. '20, kl: 18:24:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já við sama heygarðshornið ?

TheMadOne | 28. jan. '20, kl: 18:35:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað meinarðu?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 28. jan. '20, kl: 23:14:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú veist alveg hvað ég meina. Þú ert með vanalegan orðhengilshátt þinn varðandi flutning Reykjavíkurflugvallar í Hvassahraun. Þú grínast með "flutning" en auðvitað verður flugvöllurinn sem slíkur það er jörðin og brautirnar ekki fluttar.
Þetta en nú bara eins og venjulega hjá þér og Ert vinkonu þinni.
Leiðinda rugl.

TheMadOne | 28. jan. '20, kl: 23:23:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var reyndar orðið "fyrirhugaður" sem stoppaði mig.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 29. jan. '20, kl: 00:58:30 | Svara | Er.is | 0

Sigurður Ingi vissi alveg af gosáhættu á Reykjanesskaga og að tími væri kominn á gos eða hefði a.m.k. átt að vita það. Samt fannst honum voðalega skynsamlegt að láta kanna þetta flugvallarstæði í Hvassahrauni og eitthvað kostar nú þessi athugun eða "rannsókn". 


Svona var þetta orðaða: "ríki og borg hefji samstarf um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni með það að markmiði að fullkanna kosti þess að reisa og reka þar flugvöll til að gegna hlutverki varaflugvallar, innanlandsflugvallar og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu- og einkaflug."

kaldbakur | 29. jan. '20, kl: 16:18:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta er allt vegna þrýstings frá Reykjavík eða Samfó Degi og Co.
Reykjavíkurflugvöllur er mikið öryggistæki rétt eins og höfnin fyrir Reykjavíkurborg og svæðið þar í kring.
Reykjavíkurflugvöllur er ekki að taka eins mikið pláss eins og áður, byggt hefur verið nær honum og ég held að það sé í góðu lagi.
En að leggja af Reykjvíkurflugvöll og byggja nýjan í Hvassahrauni hefur verið gagnrýnt mjög og nú held ég að allir sjái að það er ekki góð hugmynd.
Keflavíkurflugvöllur er í vissri hættu vegna eldsumbrota á Reykjanesskaga.
Eina af viti í stöðinni núna er að treysta flugsamgöngur og varaflugvöll fyrir Keflavíkurflugvöll.
Besta, skynsamlegasta lausnin er sú að lengja flugbraut Reykjavíkurflugvallar Vestur-Austur braut um ca 500 metra útí Skerjafjörð og byggja
veglega flugstöð annaðhvort þar sem litla innanlands flugstöðin er núna eða nýja við "Loftleiða Hótel" rétt við Öskjuhlíð.

Steina67 | 30. jan. '20, kl: 14:11:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flugvöllur í Hvassahrauni er réttu megin við þær sprungur sem gætu myndast næstu daga eða vikur. Ef allt fer á versta veg að þá lokast alþjóðaflugvöllurinn inni ig hvernig á fólk að komast til Reykjavíkur þar sem flestir byrja sitt ferðalag um landið þar.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

kaldbakur | 1. feb. '20, kl: 17:46:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe þú hugsar málið vitlausum megin sýnist mér.
Spurningin er fyrst og fremst hverjir eru möguleikar 280 þúsund landsmanna sem byggja höfuðborgarsvæðið ?
Keflavíkurflugvöllur og flugvöllur við Hvassahraun væru sennilega dauðadæmdir og lokaðir ef til goss á Reykjanesskaga kæmi.
Þá stendur Reykjavíkurflugvöllur eftir þar sem hann er ekki á gossvæði og ekki nærri gosstöðvum

ert | 1. feb. '20, kl: 17:50:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við erum öll dauðadæmd frá fæðingu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 1. feb. '20, kl: 18:06:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki ef þú trúir á Jesú, hann sagði:  „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.  (Jóhannesarguðspjall 14:6)

ert | 1. feb. '20, kl: 18:47:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að ef ég trúi á Jesú þá mun ég ekki deyja. Geturðu bent mér á einhvern yfir 150 ára sem hefur ekki dáið?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 1. feb. '20, kl: 21:29:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jesús sagði: " Ég er upprisan og lífið; sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi og hver sá, sem lifir og trúir á mig, hann skal aldrei að eilífu deyja."

ert | 1. feb. '20, kl: 21:42:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

B'iddu en samkvæmt þessu þarf fólk að deyja. Þú varst að segja að það sé ekki öruggt að við deyjum þegar við fæðumst. Er þá hópur fólks sem aldrei deyr og Jesús tekur aldrei við af því að sá hópur er lifandi. Hvaða fólk er þetta? Er þetta þú? Munt þú aldrei deyja heldur lifa áfram um ókomna tíð?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 1. feb. '20, kl: 18:02:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stóra málið er auðvitað að allt bendir til að Reykjanesskaginn sé að vakna upp sem eldvirkt svæði.
Þetta er í raun spá okkar bestu jarðvísindamanna.
Við þessar kringumstæður mun því engum detta í huga að byggja nýjan flugvöll á þessu svæði þar sem Hvassahraun er.
Málið er auðvitað steindautt hvað varðar nýjan flugvöll á Hvassahruni.
Það eru bara öll skynsemiisrök sem segja okkur það.

TheMadOne | 1. feb. '20, kl: 19:01:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sérfræðingar segja að þeir eigi ekki von á gosi... en þú veist örugglega betur.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 1. feb. '20, kl: 20:49:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig gos ertu að tala um ?
Gosdrykki eða hvað - kannski Coke og Hraun ? :)))

Auðvitað vitum við öll jafn lítið um hvort eldgos verður á næstunni á Reykjanesi eða ekki.
En það er talið af þeim sem hafa kynnt sér málin að eldgos hafi verið á svæðinu í kringum 1250 og staðið með hléum
Það er mælanlegt að yfirborðsland jarðainnar er að hreyfast - jarðflekar sem hreyfast í vestur og austur. Milli jarðflekanna myndast sprunga sem opnast í kjarna hnattarins og þar sem möttull jarðar er eldur og efni sem fyllir útí yfirborð sem rofnar það kallast eldgos og er oft með hrauni þetta er öllum vel sjáanlegt á Rreykjanesskaga í hraunmyndunum þar frá fyrri öldum.
Þannig að svæðið er með eldvirkni og talið líklegt að nú sé að koma tímabil þar sem eldvirknin kemur upp á yfirborðið það byggist væntanlega á að landrekið hefur staðið lengi og nú vantar efni til uppfyllingar úr möttli jarðar.
Allt er þetta samt óvissu háð hvað tíma varðar.

ert | 1. feb. '20, kl: 21:35:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ha er sprunga milli jarðflekanna sem nær beint niður í kjarnann? 
Je dúdda mía.
Ég hvet fólk sem leggur einhvern trúnað á þetta að kynna sér umfjöllun jarðfræðinga og jarðeðlisfræði sem tala um kvikuinnskot, ekki að jörðin sé að rifja niður í kjarna.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 1. feb. '20, kl: 21:45:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

rifna - ekki rifja

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 1. feb. '20, kl: 22:18:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar jarðflekarnir færast fjær hvorum öðrum þá gerist ýmislegt.
Jarðhræringar verða og þegar sprungan opnast þá flýtur jarðefni or möttli jarðar inní sprunguna.
Þetta er líka kallað jarðrek. Hluti Noregs er t.d. hafa rekið frá Grænlandi og sjást "leyfar" Noregs m.a. þar sem eyjan Jan Mayen er núna og botnsvæðið þar í kring. Þessvegna er það svæði æi keingum Jan Mayen sem líkist vesturströnd Noregs í dag talið innihalda olíu.
Jarðflekarnir eru taldir um 100 - 200 km þykkir og fljóta ofaná möttli jarðar sem er glóandi hraun.
Það sem gerist þegar flekaskil aukast að þá flýtur möttull jarðar upp og fyllir í sprungur og þegar mötull jarðar kemur upp á yfirborð jarðar þá er það kallað eldgos.

Það skiptir auðvitað engu hvort þú kallar þetta kvikuinnskot eða að jörðin sé að rifna.
Við sjáum víða á Íslandi sprungur og sprungubelti sem liggja flest frá suðri til norð austurs.
Þar eru flekaskilin sjanleg.

ert | 1. feb. '20, kl: 23:31:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá ferlega ertu klár að koma með þessa skýringu. Það er ekki einasti maður á landinu sem vissi neitt um flekahreyfingar. Merkileg þessi sprunga sem opnast og þú talar um. Ég vissi ekki að það væri bara ein sprunga. Allltaf lærir maður eitthvað nýtt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 2. feb. '20, kl: 00:42:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert náttúrulega bara eins og þú ert og hefur alltaf verið og óþarfi að opinbera það hér.
En flekaskilin ganga nærri Reykjanestá og upp í gegnum Ísland með boga að Vatnajökli og að Skjálfandaflóa.
Keflavíkurflugvöllur er óþægilega nærri þessu meginbelti sprungukerfisins sem helmingar Ísland.
Sennilega hefði sá flugvöllur ekki verið byggður þar ef nútíma vitneskja hefði verið kunn á byggingartíma vallarins.
Og Ameríkumenn voru first og fremst að reisa flugvöll vegna stríðsátaka sem voru vart hugsuð til mjög langs tíma.

En í dag byggjum við auðvitað ekki annan flugvöll á sömu flekaskilum með rétt rúmlega 20 km millibili.

ert | 2. feb. '20, kl: 09:28:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

flekaskil og sprunga er tventt ólíkt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 2. feb. '20, kl: 10:18:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert öll í flekakilunum :)))

Júlí 78 | 1. feb. '20, kl: 21:37:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er frekar von á hraugosi en annars konar gosi ef það verður gos. En það kom í fréttum að sérfræðingar eiga síður von á því að það verði gos.

TheMadOne | 1. feb. '20, kl: 22:43:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú trúir ekki sérfræðingunum en trúir frekar einhverjum tröllasögum og hræðsluáróðri og held ég að þú ættir ekkert að tjá þig á opnum miðlum. Þú ert þá kominn inn á trúarbrögð en ekki staðreyndir og það passar illa á tíma vísinda. Ef það eru jafn miklar líkur á að það gjósi eftir 200 ár og innan tveggja ára þá er óþarfi að flippa út af áhyggjum eða reyna að láta aðra hafa áhyggjur

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 2. feb. '20, kl: 00:28:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er fyrst og fremst að segja að við byggjum ekki flugvöll á svæði þar sem jarðumbrot, eldvirkni eða jarðskjálftar eru ríkjandi eða líkleg,
hvortheldur það er líklegt að eldsumbrot verði innan ára eða árhundraða.
Ísland er á flekaskilum og Reykjaneshryggurinn er þar sem skilin fara í gegn.
Flekarnir eru tveir sem ganga yfir Ísland , Ameríkuflekinn og Evrasíuflekinn.
Ameríkuflekann og Evrasíuflekann rekur um 1 cm á ári frá hvor öðrum í vestur og austur. Ísland gliðnar því um 2 cm á ári, eða um 2 m á 100 árum.
Það segir sig sjálft að við þessi flekaskil þar sem gliðnun er um 2 metrar á 100 árum að þar ofaná leggur þú ekki flugbraut !

TheMadOne | 2. feb. '20, kl: 00:39:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú alþjóðarflugvöllinn í Hrútafjörðinn? Ég er nokkuð viss um að þú hefur ekki hundsvit á því sem þú ert að tala um. Ég hef meiri trú á sérfræðingum og vísindamönnum en ekki tilfinningarökum og upphrópunum

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 2. feb. '20, kl: 01:18:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reykjavíkurflugvöllur þar sem hann er staðsettur í dag er öruggari flugvöllur en Keflavíkueflugvöllur og
flónska að ætla sér að leggja niður Reykjavíkurflugvöll og byggja í staðinn nýjan varaflugvöll fyrir Keflavikurflugvöll og fyrir innanlandsflug í Hvassakrauni.
Keflavíkurflugvöllur er á " sprungusveimi Reykjaness" og fyrirhugaður Hvassahraunsflugvöllur á "sprungusveimi Krýsuvíkur" eins og Dr. Páll Einarsson jarðfræðingur kallar þessi svæði.
Páll varar sérstaklega við þessum svæðum og sprungum í þeim. Þarna er Páll að nefna þversprungur sem ganga á meginsprunguna og sjálf flekaskilin en á flekaskilunum þar er mest hættan af eldsumbrotum. Jarðskjálftar er frekar fylgifiskur sniðgengiisins og ekki eins hættulegur og eldsumbrotin og hraunin sem þar munu renna innan nokkurra ára að áliti jarðvísindamanna.
Páll er first og fremst að vsra við þessum þversprungum í nýjum úthverfum Reykjavíkur og Hafnarfjarðar.

Það ætti engum heilvita manni að detta í hug að byggja mikil mannvirki nær flekaskilunum og eldsumbrotasvæðum þar sem Hvassahraun er. Bláa Lónið og Svartsengisvirkjun eru hvorutveggja á mjög krítískum stað.
Ég trúi varla að nokkurt tryggingarfélag vilji tryggja þær byggingar.
Áhættan er alveg sérstaklega mikil í Blá Lóninu þar sem sagt er að algengt sé að komi 1500 manns daglega.
Ef gert væri áhættumat fyrir þessa staði þá held ég að þeim verði lokað fyrir mannaumferð nema bara þá leyft að starfsmenn dvelji þar. dagspart.

TheMadOne | 2. feb. '20, kl: 01:23:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok við vitum að þú ert búinn að lesa eina grein og nú muntu halda áfram að leita að upplýsingum sem styðja við þessa kenningu sem þú verð með þessum stóru lýsingarorðum og gífuryrðum.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

ert | 2. feb. '20, kl: 09:34:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


" Ég trúi varla að nokkurt tryggingarfélag vilji tryggja þær byggingar."
Stundum þá gapir maður yfir fáfræði þinni. Ég hélt að allt fullorðið fólk (yfir 40 ára) sem ætti húseign þekktu hvernig tryggingarmálum húsbygginga er háttað hér á landi og þyrftu ekki að trúa eða ekki trúa einhverju þar um.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 2. feb. '20, kl: 09:28:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jesús eru flekar yfir okkur? Hvar? 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

TheMadOne | 2. feb. '20, kl: 01:02:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit að þú ert læs. Það er ekki þar með öruggt að þú getir nr. 1 skilið það sem þú lest og nr. 2 haft vit á því að þú hafir enga dýpri þekkingu á málinu þó þú hafir lesið eina grein.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 2. feb. '20, kl: 01:58:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ath:
http://eldgos.is/reykjanesskagi/

"Framtíðarhorfur á Reykjanesskaga
Það verður ekki undan því komist að fjalla örlítið um hve hættulega nálægt byggð eldstöðvakerfin á Reykjanesskaganum eru. Eldvirknin er lotubundin og gengur yfir á um 800-1000 ára fresti og stendur þá yfir í nokkur hundruð ár. Nú eru nálægt 780 ár frá síðustu staðfestu gosum á skaganum og alveg ljóst að frekar fyrr en síðar munu verða eldgos og það sennilega nokkuð mörg á skaganum. Þessi gos eru ekki afkastamikil en þau eru mörg hver hraungos og geta eldsuppkomur orðið mjög nálægt byggð. Sérstaklega verður að telja hluta Hafnarfjarðar á hættusvæði hvað þetta varðar og einnig Grindavík. Það er því sérlega mikilvægt að fylgjast vel með öllum jarðskorpuhreyfingum á skaganum til að auka líkurnar á að hægt sé að segja til um gos með einhverjum fyrirvara og gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir."

TheMadOne | 2. feb. '20, kl: 01:11:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Btw þá er Hvassahraun ekki á neinum flekamörkum, þau liggja þó nokkuð langt sunnan við þau, gætum alveg eins hætt að byggja á öllu höfuðborgarsvæðinu, ekki að ég búist við öðru en þú snúir út úr eigin rökum til að þykjast ennþá hafa rétt fyrir þér.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 2. feb. '20, kl: 01:50:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvassahraun er ekki á flekaskilum en nokkuð nærri þeim og ekki nema nokkrir kílómetrar í eldstöðvar fyrir sunnan Hvassahraun.
Ég er auðvitað ekki að gagnrýna þessa fyrirhuguðu flugvallarbyggingu einn það hefur verið gert undanfarin ár en nú ættu menn að sjá hvdrskonar fásinna þetta er.
Her dru nokkrar upplýsingar í viðbót sem þú ættir að lesa:

http://eldgos.is/reykjanesskagi/

"Krýsuvíkurkerfið
Kerfið var áður nefnt Trölladyngjukerfið eftir samnefndri dyngju í kerfinu. Réttara þykir þó að kenna það við helsta kennileiti kerfisins og það svæði í því þar sem er að finna vísi að megineldstöð.

Það er sennilega ekki ofsögum sagt að segja að Krísuvíkurkerfið sé eitt hættulegasta eldstöðvakerfi landsins vegna nálægðar þess við höfuðborgarsvæðið. Nyrstu gossprungurnar eru rétt suðvestur af Hafnarfirði og hraun hefur amk. á tveimur stöðum runnið til sjávar örskammt vestan Hafnarfjarðar eftir landnám.

Um árið 1150 – 1180 urðu veruleg eldsumbrot í kerfinu og opnuðust nokkrar gossprungur í þeirri hrinu. Hafa þessi eldgos verið nefnd Krísuvíkureldar. Hraun runnu þá til sjávar báðu megin við Reykjanesskagann. Þá varð gos við Sveifluháls um 1180. Ekki virðist hinsvegar hafa gosið í kerfinu í Reykjaneseldunum á 13. öld þegar mikil goshrina gekk yfir vestar á Reykjanesskaganum."

Júlí 78 | 2. feb. '20, kl: 18:28:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er alveg sammála þér kaldbakur með það að það er tóm vitleysa að hugsa um flugvöll í Hvassahrauni. Ómar Ragnarsson sem er reyndur flugmaður og fleiri flugmenn hafa tala um vindstrengi þarna. Ómar segir t.d.: " Í sam­tali við mbl.is seg­ir hann að hug­mynd­ir hafi verið uppi fyr­ir um 55 árum um flug­völl í Kap­ellu­hrauni, skammt frá Hvassa­hrauni. Sú hug­mynd hafi hins veg­ar verið sleg­in af borðinu eft­ir að menn höfðu prófað að fljúga flug­vél­um til skipt­is að og frá Reykja­vík­ur­flug­velli í hvassri aust-suðaustanátt, sem er al­geng­asta vind­átt­in á höfuðborg­ar­svæðinu, og jafn­framt að og frá hugs­an­legu flug­vall­ar­stæði við Hvassa­hraun."


Ég mæli með að lesa alla fréttina:
 

„Verið að vekja upp gamlan draug“
 

kaldbakur | 2. feb. '20, kl: 19:54:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það hefur verið töluvert talað um óhagstæðara veður þarna en á Reykjavíkurfliugvelli,
ýmis flugmenn bent á þetta.
Nú ætla þeir reyndar að mæla veðurfar einu sinni enn. En það er eins og ómar segir nokkur hætta á eldgosi þarna.
Vísindamenn segja ( http://eldgos.is/reykjanesskagi/) að sagan (rannsóknir á hrauni) sýni að um 800 ár séu milli eldsumbrota á Reykjanesskaga og nú eru víst 780 ár frá síðasta eldgosi. Það eunnu einmitt hraun þarna sem flugvöllurinn er hugsaður í Hvassahrauni.
Þetta virðist vera mikil flónska að ætla að setja enn einn flugvöll þarna á Reykjanesskagann og sá flugvöllur á að vera veraflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll sem einnig er talinn í hættu vegan eldsumbrota þarna.

TheMadOne | 2. feb. '20, kl: 18:29:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þorsteinn Pálsson flugverkfræðingur, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor við HR sér ekkert athugavert við flugvöll í Hvassahrauni... þú ættir eiginlega að hringja í hann og láta hann vita að hann hafi ekki hugmynd um hvað hann er að tala. Hvað ert þú menntaður aftur?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 2. feb. '20, kl: 20:00:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maðurinn heitir reyndar Þorgeir Pálsson og var flugmálastjóri og hefur hann margaft skrifað greinar um að Hvassahraun sem mun lakari kostur en Reykjavikurflugvöllur !!!

Tilv: MBL 7.11.2019
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/11/07/segja_borgarstjora_fara_med_rangt_mal/

"Þor­geir Páls­son, fyrr­ver­andi flug­mála­stjóri, seg­ir borg­ar­stjóra ekki draga upp rétta mynd af skýrslu um ör­ygg­is­hlut­verk Reykja­vík­ur­flug­vall­ar.
Borg­ar­stjóri láti ógert að nefna marg­vís­lega fyr­ir­vara sem gerðir séu við Hvassa­hraun sem flug­vall­ar­stæði, sem komi í veg fyr­ir að hægt sé að taka nú ákvörðun um bygg­ingu flug­vall­ar á þess­um stað.
Til­efnið er viðtal við borg­ar­stjóra í Morg­un­blaðinu um síðustu helgi. „Mér finnst borg­ar­stjóri gera lítið úr getu Reykja­vík­ur­flug­vall­ar sem vara­flug­vall­ar,“ seg­ir Þor­geir í blaðinu í dag."

kaldbakur | 2. feb. '20, kl: 20:31:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svona af því að þú nefnir Þorgeir Pálsson fyrrv. flugmálastjóra þá segir hann að í Rögnu Skýrslunni sé í 17 greinum í skýrslunni talin upp atriði sem komi í veg fyrir að hægt sé að samþykkja Hvassahraun sem varaflugvöll fyrir Keflavíkurflugvöll í stað Reykjavíkurflugvallar. Ekki aðeins hefur Þorgeir Pálsson fyrrv. flugmálastjóri bent á að Hvassahraun sé óhæfur kostur heldur hafa forystumenn flugmanna og nefni ég þar t.d. Ingvar Tryggvason sem er formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). Fjöldinn allur af sérfræðingum varðandi flug hefur lýst yfir efasemdum um að setja nýjan flugvöll í Hvassahraun.
Jafn vel þú TheMadOne sem ert enginn sérfræðingur ættir að geta skilið ef þú lest umsögn jarðfræðinga um þennan stað á Reykjanesskaga (sjá tilv hér) að staðsetningin er í meira lagi vafasöm sökum jarðsögu og eldsumbrota.

En Þorgeir Pálsson sem þú segir svo hrifinn af Hvassahrauni sem flugvelli (hehehe) nefnir 17 greinar í skýrslu Rögnunefndar sem gera Hvassahraun óhæft sem varaflugvöll í stað Reykjavíkurflugvallar.

kaldbakur | 2. feb. '20, kl: 21:08:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gamana að þessu:
https://halldorjonsson.blog.is/blog/halldorjonsson/entry/2245160/
27.1.2020 | 14:11

Hvassahraunsflugvöllur
er mátulega kominn á dagskrá þegar Dagur B. Eggertsson ætlar að senda þjóðinni reikning fyrir flugvöll ofan á kvikuhlaupinu við Grindavík en hirða sjálfur söluhagnaðinn af Vatnsmýrarlóðunum.

Það er sama hvaða tillögur koma frá meirihlutanum sem stýrir Reykjavík. Þær eru alltaf þær seinheppnustu sem hægt er að finna. Sé það Bragginn, viðhald fasteigna, myglur eða stytting leikskólatímans vegna álagsins sem hann er á börnin og starfsfólkið.Það brotlendir allt á Hvasshraunsflugvelli ofan á eldfjallinu.

---------------------------------
Vestfjörðum:
http://www.bb.is/2020/01/hvassahraunsflugvollur-verid-ad-afvegaleida-malid/

HVASSAHRAUNSFLUGVÖLLUR: VERIÐ AÐ AFVEGALEIÐA MÁLIÐ
06/01/2020

Flugvél Ernis á ísafjarðarflugvelli. Mynd: Halldór Sveinbjörnsson.
Hörður Guðmundsson, flugmaður og framkvæmdastjóri Flugfélagsins Ernis ehf segir að hugmyndir um nýjan flugvöll fyrir innanlandsflugið í Hvassahrauni séu ekki raunhæfar. Aðeins sé verið að slá ryki í augu fólks með þessu.

--------------------

Ómar Ragnarsson:

https://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/2243729/

17.12.2019 | 20:08

Stór flugvöllur á brunahrauni, 7 km frá virkri eldstöð.
Einn brautarendi fyrirhugaðs Hvassahraunsflugvallar, sem rísa á á ungu brunahrauni, (sem heitir raunar Almenningur), verður í sjö kílómetra fjarlægð frá Fjallinu eina á jaðri eldvirks sprungusvæðis Reykjanesskagans með fjölda eldstöðva.

Síðasta eldgosatímabil þessa svæðis var fyrir aðeins um sex hundruð árum og hvenær sem er getur næsta eldgosatímabil hafist, því að svæðið var og er virkt, langt út á Reykjaneshrygg.

Síðast gaus út af Reykjanesi 1783, fyrir aðeins rúmum 230 árum og sífelldir jarðskjálftar segja sína sögu af eðli svæðisins.

Lítið, ef nokkuð, er minnst á þessa staðreynd og hún borin saman við núverandi staðsetningu Reykjavíkurflugvallar, sem er utan við eldvirka svæðið og með næsta brautarenda sinn þrefalt lengra í burtu en Almenningsflugvöllur / Hvassahraunsflugvöllur verður.

Fjallað var í blaðafrétt fyrir nokkrum dögum um mat á umhverfisáhrifum endurbóta á Reykjavíkurflugvallar vegna þess að tæpur kílómetri af sjö kílómetra langri strandlengju Skerjafjarðar að norðanverðu færi undir uppfyllingu fyrir framlengingu austur-vestur brautar vallarins.

Vandað mat á umhverfisáhrifum er að sjálfsögðu nauðsynlegt varðandi þennan möguleika, en jafnframt verður að fara fram jafn vandað mat á margfalt stærri framkvæmd á Almenningi / Hvassaahrauni og umhverfisáhrif beggja framkvæmda borin saman.

Þess má geta að í náttúruverndarlögum er sérstakt ákvæði um verndun ósnortinna hrauna og þau sett þar einna efst á blað, af því að eyðilegging þeirra er óafturkræf, því að útilokað er að endurgera brunahraun.

------------
Ari Trausti Guðmundsson Alþingismaður

149. löggjafarþing — 29. fundur, 8. nóv. 2018.

"...……. Ég kann ekki að svara því. En inn í þetta fléttast eins og ég sagði áðan Reykjavíkurflugvöllur og hugsanleg lokun hans og þá er auðvitað spurning um að hann verði ekki varaflugvöllur framar ef hann er minnkaður og honum haldið þannig að hann verði áfram járnbrautarstöðin okkar. Það er stór spurning sem fléttast inn í alla þessa umræðu. Hvassahraunsflugvöllur gerir það líka vegna þess að hann er jú nálægt höfuðborginni, en hann þykir held ég flugtæknilega séð ekki jafn heppilegur og Reykjavíkurflugvöllur sjálfur. Hann liggur auk þess á jarðfræðilega mun viðkvæmara svæði en bæði Reykjavíkurflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur. Við getum hugsað okkur sem svo að ef Hvassahraunsflugvöllur er hugsaður sem varaflugvöllur þá er hann a.m.k. hvað veðurfar snertir á sama veðurfarssvæði og Keflavíkurflugvöllur, þannig að ég get ekki ímyndað mér að hann geti komið í staðinn fyrir einhverja af þessum fjórum sem ég nefndi. Við sjáum hvað málið er í raun og veru að verða flókið með öllum þessum hugmyndum. ………….."

Júlí 78 | 2. feb. '20, kl: 18:51:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Rögnunefndin svokallaða hefur komist að því að Hvassahraun nærri Straumsvík sé besti kosturinn komi til þess að Reykjavíkurflugvöllur verði færður úr Vatnsmýrinni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi flugvallarkostur er ræddur en árið 2001 skrifaði Jakob Ólafsson þá þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæslunni grein í Morgunblaðið þar sem hann varað við veðurskilyrðum í Hvassahrauni og fullyrti að iðulega væri hætt við æfingar þar vegna veðurs."

 

kaldbakur | 3. feb. '20, kl: 21:45:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já auðvitað er þetta Hvassahraunarflugvallar dæmi dautt.
Dagur B hélt að hann gæti laumað fluygvallarbyggingu í gegn rétt eins og Bragganum í Nauthólsvík.
Málið er auðvitatað stærra og folk er bara farið að sjá í hverskonar skit fjármál Reykjavíkur eru.

Það vita allir að þarf nauðsynlega að fara í framkvæmdir en er bara ekki hægt með þessari Borgarstórn ….
Jamm þannig eru málin …

kaldbakur | 6. feb. '20, kl: 05:28:16 | Svara | Er.is | 0

Núna virðist sem fólk sé farið að átta sig á því að þessi svokallaða Rögnunefnd sem var að meta hugsanleg flugvallarstæði í stað Reykjavíkurflugvallar hafi gleymt að taka með í reikninginn eldsumbrotahættu þegar hún mælti með Hvassahrauni !!!
Reykjanes er talið eitt virkasta jarðskjálfta og gossvæði á Íslandi.
Nefndin virðist hafa gleymt að skoða ummæli jarðfræðinga um Reykjanesskagann, jarðsögu og virk gossvæði á skaganum.
Það er með ólíkindum að þessi nefnd hafi leyft sér að horfa framhjá þessum staðreyndum.
Nú liggja þessar staðreyndir ljóslega fyrir og jarðhræringar á skaganum í fullum gangi.
Jarðfræðingar segja að kvíka sé að leita upp í jarðskorpuna næstum undir Svartsengi og sé ekki nema um 3 - 9 km niður á glóandi hraun og fylga miklir jarðskjálftar þessum hræringum. Óvíst er um hvort hraunkvikan kemur upp á yfirborðið og breytist í eldgos eða verði aðeins innskot í jarðveg og sprungur á svæðinu sem hefur risið mjög hratt undanfarið.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Fjárnám - ferlið? kannan 17.2.2020 18.2.2020 | 00:00
Ferming - Ráð vel þegin! Mjoggottnotendanafn 17.2.2020 17.2.2020 | 23:30
Klám og karlmenn, strákar Steinar Arason Ólafsson 17.2.2020 17.2.2020 | 23:03
Lífskjarasamningurinn að renna útí sandinn. kaldbakur 6.2.2020 17.2.2020 | 22:18
Hvað er sanngjarnt verð? begzi 16.2.2020 17.2.2020 | 20:24
Online atvinna? KatAsta 17.2.2020
Axlarvesen tuni007 17.2.2020 17.2.2020 | 17:53
Kulnun í starfi - varúð langt :( Ásta76 16.2.2020 17.2.2020 | 00:59
Gott hótel á Tenerife? amina5 7.2.2020 16.2.2020 | 21:55
Eru Ríkisbankarnir óseljanlegir ? kaldbakur 12.2.2020 16.2.2020 | 21:18
Hvaleyrarskóli krissi200 15.2.2020 16.2.2020 | 16:51
Eigendur Land Rover Hjödda171 13.2.2020 16.2.2020 | 16:17
Hvernig skiptir maður um heimilislækni b82 15.2.2020 16.2.2020 | 08:32
Hvað var lögreglan í Borgarnesi að brenna? iceshera 12.2.2020 16.2.2020 | 05:43
grísakjöt í ofni? THE princess 26.4.2011 15.2.2020 | 23:50
Gleðilegan Laugardag Twitters 15.2.2020 15.2.2020 | 23:48
Hvernig skiptir maður um nef ? kaldbakur 15.2.2020 15.2.2020 | 23:42
Hvað kostar að berja einhvern til ábóta með kylfu? BjarnarFen 6.2.2020 15.2.2020 | 23:25
Andvaka..... kirivara 11.2.2020 15.2.2020 | 14:11
Skipt um h-lækni? b82 15.2.2020
Konur með dökka hringi í kringum augun Göslin 20.1.2007 15.2.2020 | 00:34
Reykingafordómar Hr85 6.2.2020 14.2.2020 | 23:42
Ráðleggingar með fasteignakaup boojaa 14.2.2020 14.2.2020 | 20:36
Hvað er Oat Fiber á íslensku? Emper 14.2.2020 14.2.2020 | 20:27
LÍOL dong 14.2.2020 14.2.2020 | 19:45
Engar áhyggjur, þetta reddast spikkblue 8.2.2020 14.2.2020 | 17:51
Feitir puttar 0911 9.2.2020 14.2.2020 | 13:48
Tinder bakkynjur 11.2.2020 14.2.2020 | 11:36
Skera gat á tvöfalt gler atv2000 8.2.2020 14.2.2020 | 11:29
Erfitt að fara úr húsi :/ tégéjoð 10.2.2020 14.2.2020 | 11:27
Alveg lost! Leki eða mygla hjá "féló" hvaðerþað 8.2.2017 13.2.2020 | 22:09
Hvað var lögreglan í Borgarnesi að brenna? iceshera 12.2.2020 13.2.2020 | 11:12
Hvar er best að selja frimerki sín og vita verð? kolmag 6.2.2020 13.2.2020 | 07:57
Trumpaðu þetta. Flactuz 11.2.2020 12.2.2020 | 17:54
Dagur B sýnir sitt sanna eðli (láglaunafólkið hérna eru hinir skítugu í hans augum) spikkblue 10.2.2020 12.2.2020 | 13:18
MS sjúkdómur LaufeyHJ 11.2.2020 12.2.2020 | 12:14
Hjálp! Hver er besti klipparinn í Rvk? mækúldjakkson 12.2.2020
Að laga barnakerru Sossa17 11.2.2020 12.2.2020 | 08:43
Að fá greitt með netgíró svennjamin 11.2.2020 11.2.2020 | 23:40
kvíði frandis 10.2.2020 11.2.2020 | 18:13
Óska eftir kettling Blómaa 11.2.2020 11.2.2020 | 17:35
Læknisfræðilegar tilraunir á börnum Hr85 10.2.2020 11.2.2020 | 13:30
Gleraugu í Costco alv 11.2.2020 11.2.2020 | 11:31
Vandamál vegna Húsfélags amhj123 9.2.2020 10.2.2020 | 22:03
Samanburður á kjörum aldraðra á Spánn og Íslandi. kaldbakur 8.2.2020 10.2.2020 | 18:31
Vegabréf ELLA MIST 10.2.2020 10.2.2020 | 16:56
Fótamyndir fataekogforvitin 10.2.2020
Sjúkraliðanám? tégéjoð 5.2.2020 10.2.2020 | 14:46
peysuföt binnsa 5.2.2020 10.2.2020 | 13:33
Líkamleg einkenni kvíða Stella í orlofi 9.11.2014 9.2.2020 | 19:18
Síða 1 af 19915 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, Gabríella S, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron