Reykjavík: Smáhýsi fyrir fólk frekar en að byggja fuglahús ?

kaldbakur | 3. des. '17, kl: 09:58:57 | 218 | Svara | Er.is | 0

Það var frægt hér um árið þegar Borgarstjórn Reykjavíkur lét breyta Hofsvallagötu þrengja og eyðileggja sem akstursgötu og sett þar upp Fuglahús á staurum. Þetta kostaði allt saman tugi milljóna króna og allir voru hundóánægðir.
Lofað var að endurnýja og færa götuna aftur til betri vegar en hefur auðvitað allt verið svikið.
Nú mætti spyrja borgarstjórann Dag B. Eggertsson væri ekki viturlegra að byggja smáhýsi og skjól fyrir meðborgara okkar en að byggja fuglahús eins og byggð voru á miðri Hofsvallagötu ?

 

Zagara | 3. des. '17, kl: 10:58:29 | Svara | Er.is | 1

Af hverju heggurðu ekki í öll hin sveitarfélögin sem draga lappirnar í mun meira mæli en Reykjavíkurborg?


Af hverju ekki að herja á hin sveitarfélögin að leggja Reykjavíkurborg lið fjárhagslega ef þau vilja ekki sjálf standa sig?


Svo er kjánalegt að koma með eitthvað svona röfl um eyðslu í Reykjavík og fara svo í sömu setningu að tala um svik af því það er ekki búið að leggja enn meiri fjármuni í að breyta aftur. Enda veit ég ekki betur en að fólk sé hætt að nöldra yfir þessu.

kaldbakur | 3. des. '17, kl: 11:42:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stjórnmálaflokkar eins og Samfylking og þeir sem hafa verið að stjórna Reykjavíkurborg undanfarin ár eiga mikinn þátt í því hvernig komið er fyrir mörgum vegna húsnæðisleysis.
Fyrir það fyrsta þá hvöttu þessir flokkar fólk til að leigja húsnæði frekar en að reyna að eignast sitt eigið.
Afleiðingarnar voru þær að upp komu stór leigufélög og fólk náði ekki neinni eignamyndun og er orðið rænulítið um eigin hag. Svo þekkja allir hvernig að lóðamálum hefur verið staðið í Reykjavík, enda er langtum meiri uppbygging í nágrannasveitarfélögum.
Hvernig farið hefur verið með fjármuni í Reykjavík er orðið frægt það eru margar "Hofsvallaföturnar" í Reykjavík.
Nú er svo komið að því er spáð að innan skamms tíma verði yfirráð yfir fjármálum tekið af Reykjavík vegna skulda.
Skuldahlutfallið er orðið hærra en lög leyfa.

veg | 3. des. '17, kl: 14:01:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og hvað hefurðu fyrir þér í því?
og afhverju ber nágranasveitarfélögunum ekki skilda til að hýsa húsnæðislausa fólkið sitt?  afhverju á Reykjavík að hýsa það fólk líka?

kaldbakur | 3. des. '17, kl: 14:45:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Húsnæðislausir eru flestir Reykvíkingar og svo hælisleitendur og innflytjendur sem hafa verið að vinna við Hótelbyggingar í Reykjavík.
Þetta stendur Reykjavík næst.

Zagara | 3. des. '17, kl: 14:54:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hælisleitendurnir eru ekki Reykvíkingar ;) Svo er þetta fólk í laugardalnum alls staðar af landinu.

kaldbakur | 3. des. '17, kl: 15:00:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reykjavík og Samfylkingin sem hefur verið að beita sér hvað mest fyrir að taka við öllu fólki sem hingað leitar. Auðvitað er þetta fyrst og fremst borgarstjórn að kenna hvernig er komið fyrir hælislitendum og bara venjulegu fólki í Reykjavík.
Mörg hundruð manns eru á hrakhólum sofa í ruslakompum tjöldum og hjólhýsum um alla borg.
Borgarstjórinn hefur eflaust ekki frétt af þessu og er óábbyrgur eins og hvað varðar dælingu mannasaurs og skíts frá Kópavogi yfir til okkar í Reykjavík. Hann skar ekki á borða við dælingu drullunnar í Skerjafjörð já hann vissi ekki af þessu og aðrir baru ábyrgðina.

Zagara | 3. des. '17, kl: 15:03:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hælisleitendur eru á ábyrgð ríkisins. Það er þeirra að sinna því vel.


Hvað með öll hin sveitarfélögin sem dæla saur í ár og við strendur? Þér finnst það bara í góðu lagi af því þér er svo illa við Dag? Allt í lagi að önnur sveitarfélög sinni ekki heimilislausum eða skólphreinsun bara af því að Dagur er djöfull í mannsmynd í þínum huga?

kaldbakur | 3. des. '17, kl: 15:18:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sveitarfélögin í nágrenni Reykjavíkur, Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Garðabær, Hafnarfjörður allt höfuðborgarsvæðið eru að greiða sinn hlut í þessu skolpdælingarkerfi sem Sjálfstæðisflokkurinn kom á.
Það sem hefur klikkað er að Dagur B Eggertsson lét ekki vita þegar kerfið klikkaði innan Reykjavíkur í Skerjafirði og kenndi öðrum um.
Hvað önnur sveitarfélög á landinu gera erum við ekkert að tala um.
Hvað fjárhagsvanda Reykjavíkur vita allir. Skattheimtan er í hámarki, Vitlausar ákvarðanir hafa kostað borgarbúa stórfé. Reykjavíkurborg er þekkt fyrir að geta ekki annast gatnakerfið, holur og hættulegar götur eru einkenni borgarinnar. Nýjast axarskaftið er Miklubrautin þar sem stórhættulegt er fyrir alla að fara um. Já það eru margar "Hofsvallagöturnar" í Reykjavík.

Zagara | 3. des. '17, kl: 15:25:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að skólpið er bara vandamál á höfuðborgarsvæðinu. Allt í góðu að sveitarfélög úti á landi sendi það óhreinsað út í ár og sjó og hafi ekki fyrir því að sjá um heimilislausa.


Gott að fá staðfest að þessar áhyggjur þínar snúast eingöngu um að agnúast út í núverandi borgarstjórn frekar en að þessi málefni skipti þig máli. Þá þarf ekkert að ræða það neitt meira.

kaldbakur | 3. des. '17, kl: 15:38:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei þú einfaldar þetta allt fyrir þér.
Höfuðborgarsvæðið hefur tekið á skolpvandamálum sínum, Sjálfstæðisflokkurinn kom á því fyrirkomulagi sem hefur leyst okkar þarfir vegna skolps og mengunarvarnir.

Sveitarfélög úti á landi eru misjafnt langt komin með sín skolp og sorphirðumál.
Reykjavík hefur gert borgarbúum lífið erfitt með því að hirða sort á lengri fresti en jafnframt hækkað gjaldið fyrir sorphirðuna. Þetta er auðvitað afleiðing lélegrar fjármálastjórnar og skipulagsleysis. Áherslurnar hafa verið rangar og fleiðingar koma í ljós með bágri fjárhagsstöðu Reykjavíkur á meðan önnur sveitarfélög hafa rétt við sinn fjárhag.

Zagara | 3. des. '17, kl: 14:21:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef ekki heyrt á þetta með skuldirnar minnst, komdu nú með heimildir fyrir þessu því þetta þætti stórfrétt.


Hvaða aðrar götur eru Hofsvallagötur í Reykjavík? Grensás var breytt og ég held að íbúar í nágrenninu séu flestir ánægðir með að hafa loks fengið aðgerðir. Ég hef keyrt báðar þessar götur mikið og hef ekki fundið fyrir neinu neikvæðu.
Mikið af spennandi húsnæði að birtast í Reykjavík, RÚV reiturinn, Valsreiturinn, fleiri reitir niðri í bæ. Svo er verið að undirbúa svæðið við Geirsnef. Ég þekki engann Reykvíking sem er á móti því sem er að gerast með allar þessar lóðir. Veit ekki betur en að margir séu t.d. mjög spenntir fyrir Kársnesinu í Kópavogi sem er þétting byggðar í öðru nærliggjandi sveitarfélagi.
Ef fólk vill búa langt frá vinnustað sínum er frábært að aðliggjandi sveitarfélög sinni því fólki. Ekkert að því að Reykjavík leyfi öðrum að sinna úthverfunum sínum.


Helsta áskorun til framtíðar verða samgöngumál. Sjallar halda að fleiri mislæg gatnamót fyrir fólkið sem á að búa í úthverfunum muni vera lausnin. Svo skilja þeir ekkert af hverju vinstri mönnum gengur svona vel þegar kemur að kosningum.


Svo gætu önnur sveitarfélög eflaust gert samning við Reykjavíkurborg um að aðstoða fjárhagslega við að hýsa fólkið í Reykjavík ef það er þar sem þau vilja að sitt fólk endi. Það er alveg ljóst að fæst sveitarfélög eru að setja þessi mál á oddinn.

kaldbakur | 3. des. '17, kl: 14:53:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Varðandi skuldirnar:
http://www.vb.is/skodun/hver-er-skuldastada-reykjavikur/142730/

Borgarstjórnin hefur reynt að slíta sig frá fyrirtækjum sem flest sveitarfélög telja með sínum skuldum.
Reykjavík er auðvitað ábyrg fyrir Orkuveitunni.

"Skuldaviðmið borgarinnar var 85% um síðustu áramót, sem er vel fyrir neðan landsmeðaltalið, sem var 103%. Aftur á móti var skuldahlutfallið, þegar til dæmis er búið að taka inn í reikninginn fyrirtæki í eigu borgarinnar, 187%. Sú tala er langt fyrir ofan landsmeðaltalið, sem er 153%. Um síðustu áramót námu heildarskuldir og skuldbindingar borgarinnar 290,5 milljörðum króna sem jafngildir því að hver íbúi skuldi tæplega 2,4 milljónir. Skuldir á hvern íbúa eru einungis hærri í þremur sveitarfélögum en það eru Reykjanesbær, Norðurþing og Fljótsdalshérað."

Sem sagt Reykjavík er skuldsettsta sveitarfélag landsins.

Zagara | 3. des. '17, kl: 14:56:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já okei, leiðari viðskiptablaðsins sem heimild. Haha.

kaldbakur | 3. des. '17, kl: 15:57:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei minn kæri.
Skuldastaða Reykjavíkurborgar er mjög slæm ...
Fjárfestingar hafa verið vitlausar.
Efnahag hefur verið haldð uppi með sölu á lóðum á toppprís
sem síðan hefur skilað sér í háu fasteinaverði.
Niðurstaðan aumur hagur þeirra sem eru að festa sér íbúð í fyrsta skipti.
Sjáanleg dæmi eru að fólk býr lengi í heimahúsum hjá foreldrum og
svo eru fátækir að gista í tjöldum húsbílum og hitakompum.
Hvað villtu meira ?

kaldbakur | 5. des. '17, kl: 18:35:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já Dagur B Eggertsson var að svara þessum fréttum Viðskiptablaðsins.
Hann sagði að enginn hefði sagt honum frá því að skuldirnar væru orðnar svona háar hefði, en
reyndar heyrt um það í blöðum, en það væru aðrir sem sæju um þessi skulamál.

veg | 4. des. '17, kl: 10:15:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú átt við að skuldastaða orkuveitunar sé slæm og þessvegna sé skuldastaða Reykjavíkur slæm.  Afhverju ætli viðskiptablaðið vilji þá einkavæða orkuveituna og selja hana?


og samkvæmt textanum hérna fyrir ofan hjá þér er Reykjavík 4. skuldugasta sveitarfélagið á eftir Reykjanesbæ, norðurþingi og fljótsdalshéraði.


og hvaðan hefurðu það að fjármál Reykjavíkurborgar verði tekin af þeim fljótlega?

kaldbakur | 4. des. '17, kl: 10:35:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru lög um hve fjárhagsstaða sveitarfélaga má vera slæm áður en sveitarfélaginu verður skipaður tilsjónarmaður með fjármálum. Reykjavík er á undanþágu, þ.e. lögum hefur verið tímabundið breytt þannig að B hluta fyrirtæki eru ekki tekin með. Þessi tími þ.e. undanþágan er að renna út.

Það er bara þannig að hvorki sveitarfélög eða einstaklingar geta losnað undan ábyrgð
með því að flytja skuldbindingar sem þeim tilheyra yfir á aðra.
Það væri nokkurskonar kennitöluflkk.

Í ljósi þessa alls er það beinlínis áhyggjuefni þegar svona skuldsett sveitarfélag heldur öllum álögum í toppi í mesta góðæri sögunnar og heldur áfram að safna skuldum.

veg | 4. des. '17, kl: 11:40:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

svo að þú hefur ekkert fyrir þér í þessu!  Skuldir Reykjavíkur fara lækkandi og mér skilst að það eigi að lækka fasteignaskatta á næsta ári, þrátt fyrir að það kosti nú væntanlega eitthvað að koma heimilislausu fólki í hús.

kaldbakur | 4. des. '17, kl: 12:59:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skuldir Reykjavíkur A og B hluta reiknings eru yfir því hámarki sem er leyfilegt.
Allir gjaldstofnar í hámarki og mesta góðæri sem þekkst hefur frá landnámi.
Reykjavík rukkar þetta fátæka fólk sem gistir í Laugardal í húsbílum eða hjólhýsum um kr 45 þús á mánuði fyrir aðstöðuna !!

veg | 4. des. '17, kl: 16:56:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig stendur á þessu fátæka fólki í mesta góðæri frá landnámi?  afhverju sjá hafnfirðingar og hvergerðingar ekki um sitt fólk?
og skuldirnar eru ekki yfir því hámarki sem leyft er, það gerist árið 2023 ef þær verða þá enn yfir 150%

kaldbakur | 4. des. '17, kl: 17:44:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit ekki um Hafnfirðinga og Hvergerðinga.
Eru þeir að plaga okkur hér í Reykjavík ?
Og Reykvíkingar þá ekki að banka uppá annarsstaðar ?
Villtu kannski láta brennimerkja eða tattó merkja þetta lið sem sýni uppruna ?
Málið er auðvitað að aumur Borgarstjóri Reykjavíkur er að kveinka sér vegna þess að hann er með allt niðrum sig. Hann lætur plata sig úti einhverja Borgarlínu sem mun kosta Reykvíkinaga yfir 100 milljarða en kostar Kópavog og Hafnarfjörð ekkert.

kaldbakur | 6. des. '17, kl: 20:04:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú var fjárhagsáætlun Reykjavíkur rædd í nótt og samþykkt af meirihluta.
Skuldirnar halda áfram að hækka.

"Skuld­ir A-hluta borg­ar­inn­ar eru sam­kvæmt út­komu­spá um 100 millj­arðar. Gert er ráð fyr­ir að þær verði um 107,6 millj­arðar á næsta ári sam­kvæmt fjár­hags­áætl­un­inni."

HE1985 | 5. des. '17, kl: 23:33:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dagur flaug í borgarstjórastólinn á stóra kosningaloforðinu um að ætla að láta byggja 3.000 íbúðir. 

jaðraka | 5. des. '17, kl: 23:41:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já veit nokkur hvernig þetta hefur gengið ?
Hefur mikið verið byggt af íbúðum ?
Það stóðu jú auðar íbúðir eftir hrun ætli þetta sé allt selt ?

skoðanalögreglan | 3. des. '17, kl: 16:30:38 | Svara | Er.is | 0

Nei til hvers. Þetta er bara eh íslenskt pakk. Allir vita að ráðamenn þessarar þjóða elska bara farfugla. Hvort sem þeir flugu hingað sjálfir eða í flugvél.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Spurningar í sambandi við vinnu Afródít 19.2.2018 20.2.2018 | 07:43
Verktakavinna Tryggvi6 20.2.2018 20.2.2018 | 03:02
Landspitali launatafla sem er í gildi atlis92 20.2.2018
Bensín og Dieselbílar horfnir eftir 10 ár og rafmagnsbílinn tekinn við ? kaldbakur 18.2.2018 20.2.2018 | 01:45
Vítamín/Steinefnaskoðun Wilshere19 17.2.2018 20.2.2018 | 01:23
Endaþarmsmök Smuzh 19.2.2018 20.2.2018 | 00:54
new roof project kohoutek 19.2.2018 20.2.2018 | 00:34
Skemmtilegt að gera í Edinborg? spiladós 18.2.2018 19.2.2018 | 23:48
Byssur og bænaleysi kanans. Dehli 19.2.2018 19.2.2018 | 23:42
Ógreind sykursýki ? fralla 14.2.2018 19.2.2018 | 23:14
Bæklunarlæknir fralla 17.2.2018 19.2.2018 | 23:07
Draugahús á íslandi kristbjorgmaggy 19.2.2018 19.2.2018 | 22:37
Stúlkan sem slasaðist á Spáni leiðindaskjóða 28.1.2018 19.2.2018 | 21:57
what to do soffia71 19.2.2018 19.2.2018 | 21:31
Hver er besta þvottavélin? Girlnextdoor 18.2.2018 19.2.2018 | 20:37
Háseti 17 ára dossikloss 19.2.2018 19.2.2018 | 20:09
Uppskrift að roadhousesósu? PönkTerTa 19.2.2018
Sálfræðingur fyrir ungling með þunglyndi Magnús F Zardinja 1.2.2018 19.2.2018 | 18:52
Góður sálfræðingur oval 16.2.2018 19.2.2018 | 18:40
Að stytta vinnuviku sumra en ekki annara ? Málefnaleg mismunun ? kaldbakur 13.2.2018 19.2.2018 | 18:36
Hurðir og barnaputtar - Einhver að selja öryggisvörur? dreamspy 17.2.2018 19.2.2018 | 18:30
Fornafn með millinafnið Gestur dondli 17.2.2018 19.2.2018 | 16:57
Annað lyf en opremazole AYAS 14.2.2018 19.2.2018 | 16:41
ræningjar - isl, bankar. epli1234 19.2.2018 19.2.2018 | 16:07
A.d.h.d og lyf Hebba91 18.2.2018 19.2.2018 | 13:34
Smá ráðlegging.. púst aðallega! Ljónsgyðja 16.2.2018 19.2.2018 | 11:08
Á að banna umskurð drengja? HE1985 5.2.2018 19.2.2018 | 08:53
Hvernig skipulegguru þig. Hvaða forrit notar þú? nunan 18.2.2018 19.2.2018 | 01:08
Flugfreyjur 2018 mariarr 15.2.2018 18.2.2018 | 22:23
Er ungt fólk sóðar samkvæmt Gena uppbyggingu ? kaldbakur 15.2.2018 18.2.2018 | 22:18
Bílar sem eyða litlu H258 17.2.2018 18.2.2018 | 22:13
Samfélagsleg Ábyrgð Arion Banka maggideep 15.2.2018 18.2.2018 | 20:36
Félagslegar bætur - skattakuld - sambúð Hebba91 18.2.2018 18.2.2018 | 17:52
Trúbrador hvaðskalmaðursegja 17.2.2018 18.2.2018 | 16:48
Númeralaus bíll henrysson 17.2.2018 18.2.2018 | 12:42
Leiguokur Pinky2018 14.2.2018 18.2.2018 | 09:29
meðleigjandi flytur fyrr út bollumamma123 14.2.2018 18.2.2018 | 05:31
Hvað er í glasinu? Twitters 18.2.2018
Falskt jákvætt ? geislabaugur22 18.2.2018 18.2.2018 | 00:29
Leiguverð íbúða pr fm vestan Elliðaáa yfir 4000 kr pr fm. kaldbakur 8.2.2018 17.2.2018 | 22:13
Yasminelle reynslusögur Ars17 15.2.2018 17.2.2018 | 17:18
Mikil óþægindi í augunum elsabjorkeinars 14.2.2018 17.2.2018 | 16:27
Fundur vinnumálastofnun cada 6.2.2018 17.2.2018 | 10:46
Tímavélin í TV?? Ljufa 13.2.2018 17.2.2018 | 09:44
Stólabóslstrun b82 14.2.2018 17.2.2018 | 08:23
Þið sem eruð á örorku en hafið verið að vinna með ? theisi 16.2.2018 17.2.2018 | 03:21
Sreypustoðin lillion 15.2.2018 16.2.2018 | 23:30
þið sem vitið eitthvað um gönguskíði... BlerWitch 15.2.2018 16.2.2018 | 23:11
modus hár og snyrtistofan monsan14 15.2.2018 16.2.2018 | 20:48
Kjallaraíbúðir lisalind 16.2.2018
Síða 1 af 19639 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, katasig@msn.com, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron