Ríkisstjórnin vinsæl - en flokkarnir fá ekki nógu mörg atkvæði.

_Svartbakur | 18. sep. '21, kl: 10:45:32 | 113 | Svara | Er.is | 0

Já meirihluti kjósenda vill hafa þessa ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri Grænna og Framsóknar áfram.
Fólk treystir ekki hinum flokkunum fyrir stjórn landsins. Almenningur veit að ef stjórnarandstaðan fær meirihluta og myndar stjórn þá muni efnahagskerfið hrynja og skuldir aukast og þar með kjör almennings.
Þetta er skrítin staða en fólk mun fljótlega átta sig á að það þarf að kjósa stjórnarflokkana ef það vill hafa ríkisstjórnina áfram.

 

Júlí 78 | 18. sep. '21, kl: 12:56:24 | Svara | Er.is | 0

Ertu ekkert búinn að lesa fréttir dagsins Svartbakur? "Vinstri sveifla þegar vika er eftir". 
Sam­kvæmt niður­stöðu könn­un­ar­inn­ar, sem gerð var 15. til 17. sept­em­ber, fengju Vinstri græn 12,1% fylgi, Sam­fylk­ing­in 13,0%, Pírat­ar 11,8% og Sósí­al­ista­flokk­ur­inn 8,6%. Það er í fyrsta sinn á und­an­förn­um mánuðum, sem fylgi Vinstri grænna hreyf­ist að ráði, Sam­fylk­ing­in er kom­in yfir kjör­fylgi sitt og Sósí­al­ist­ar með sína næst­hæstu mæl­ingu frá upp­hafi.

Borg­ara­leg­ir flokk­ar gefa eft­ir

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins dal­ar hins veg­ar tölu­vert og mæl­ist 20,3%, sem er með lægsta móti hjá flokkn­um í mæl­ing­um MMR. Þá geng­ur að miklu leyti til baka hækk­un miðju­flokk­anna Fram­sókn­ar og Viðreisn­ar, sem vart var í síðustu viku. Miðflokk­ur­inn er hins veg­ar kom­inn í bullandi fall­bar­áttu með 4,5% fylgi.

Miðað við sam­an­lögð svör í könn­un­um MMR und­an­farn­ar þrjár vik­ur myndi Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn missa mann frá síðustu kosn­ing­um og Fram­sókn bæta við sig ein­um, Miðflokk­ur­inn missa fjóra en Viðreisn vinna þrjá, Sam­fylk­ing­in vinna mann en Vinstri græn tapa fjór­um (tveir gengu úr þing­flokkn­um á kjör­tíma­bil­inu), 

Eng­in þriggja flokka stjórn

Miðað við þess­ar niður­stöður væri rík­is­stjórn­in fall­in, þar sem rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir næðu sam­tals aðeins 31 þing­manni. Hins veg­ar nýt­ur rík­is­stjórn­in eins og oft áður stuðnings meiri­hluta svar­enda.

Verði niður­stöður kosn­inga í sam­ræmi við þess­ar töl­ur væri því ekki hægt að mynda neina þriggja flokka stjórn, en hins veg­ar mætti mynda ýms­ar fjög­urra flokka stjórn­ir, enga þó án Sjálf­stæðis­flokks og aðeins tvær án Fram­sókn­ar­flokks.

Þrátt fyr­ir vinstrisveifl­una væri aðeins unnt að mynda rík­is­stjórn 5 flokka eða fleiri til vinstri, en þær þyrftu all­ar að reiða sig á Fram­sókn.

https://www.mbl.is/frettir/kosning/2021/09/18/vinstri_sveifla_thegar_vika_er_eftir/

_Svartbakur | 18. sep. '21, kl: 13:20:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já maður veit ekki hvort þetta var könnun með "pöntuð úrslit" ?
Það er augljóst að ef kosningin færi svona þá myndu margir sem gætu hugsað
sér gjafir og loforð frá stjórnarandstöðu flokkanna upplifa mikla martröð efitr kosningar.
Þannig ef þetta er sett fram til að ná þeim áhrifum þá er þetta mjög snjallt innspil
En ef þetta er bara raunin og fólk hefur hugsað sér að kjósa svona þá renna auðvitað tvær grimur
á þessa kjósendur.
Þannig að það er mjög líklegt að það megi mínusa alla stjóraranstöðuflokkana um ca 2 mínus prósentustig.
Sem færðu ríkisstjórninni þá ca 34 - 36 þingsæti.

Hr85 | 18. sep. '21, kl: 13:37:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég segi bara Guð hjálpi okkur ef borgarstjórnarmeirihlutinn fær að stjórna landinu.

AriHex | 18. sep. '21, kl: 18:19:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki hafa neinar áhyggjur af því. Öllum flokkunum er stjórnað á bakvið tjöldin af Frímúrarareglunni. Þessir verktakar og stóreigna fólk sem Dagur er þræll fyrir hafa alveg sömu tök á hinum flokkunum. Manstu eftir vinstri stjórninni sem kom eftir hrun? Sú stjórn ætti að sýna öllum að það skiptir engu máli hvað þú kýst. Þau stóðu með vogunarsjóðunum en ekki íslenskum almenning. Þetta áttu að vera vinstri flokkar. Þetta er ekkert flókið. Afhverju sér fólk ekki í gegnum þetta? Þetta eru leikarar.

Júlí 78 | 18. sep. '21, kl: 13:08:05 | Svara | Er.is | 0

Hverjir hækka skatta? Þau sem sitja nú í ríkisstjórn gera það einmitt á stórum hluta fóks hér á landi!
" Indriði Þor­láks­son , hag­fræð­ing­ur og fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, seg­ir að fyr­ir­heit yf­ir­valda um skatta­lækk­an­ir hafi ekki geng­ið eft­ir gagn­vart al­menn­um borg­ur­um á síð­ustu 27 ár­um. Hann seg­ir hins veg­ar að skatt­ar á tekju­hæsta fólk lands­ins hafi lækk­að á síð­ustu 10 ár­um."

Endilega lesið alla fréttina:
https://stundin.is/grein/14005/skattapolitik-2007-til-2019/

_Svartbakur | 18. sep. '21, kl: 13:50:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú verður að athuga að þegar þjóðartekjur aukast og kaupmáttur og afkoma þá
fækkar þeim sem eru "á jötunni" og þyggja allt frá ríkinu.
Það hefur verið sú jákvæða þróun í gangi að fólk er orðið bjargálna.
Afkoma fólks hefur batnað það mikið að í stað þess að þyggja aðstoð þá er fólk farið að greiða skatta.
Það er ekki endilega hægt að kalla það hækkun skatts fátækt fólk. Fólk hefur orðið efni á að borga skatta og
því ber að fagna.

_Svartbakur | 18. sep. '21, kl: 13:59:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er alþekkt erlendis frá að fólk sem hefur verið á styrkju frá ríkinu vill vera þannig áfram og þetta gengur í erfðir.
Fólk býr við essar aðstæður og finnst þægilegt að urfa ekki að vinna og afkomendur verða þannig líka.
Ríkið, sveitarfélagið eða einhver "goðgerðarsamtök" sem kallast óhagnaðrdrifin drífa þennan aumingjaskap áfram.
Hér hefur tekist að gera margt af þessum lágstéttum matvinninga og gengið hefur að útvega húsnæði til "eignar" með mjög góðum kjörum. Sumum hefur vegnað þokkalega og eru byrjaðir að greiða skatta.
Öðrum líkar þetta ekki og vill frekar vera á framfærslu samfélagsins.
Svona aðstæður eru til í öllum löndum Evrópu og Ameríku.

Júlí 78 | 18. sep. '21, kl: 14:54:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert bara að reyna að gera lítið úr fólki, talar um einhverja "sem liggja á jötunni" og bla bla. Lestu nú niðurstöðuna í fréttinni, ég er viss um að þú ert ekki búinn að því:

"Niðurstaða

Svör við þeim spurningum sem lagt var upp með eru augljós af þeim tölum sem gerð hefur verið grein fyrir. Hafa skattar hækkað? Skattbyrði tekjuskatta einstaklinga hefur hækkað stöðugt á síðustu 27 árum og er nú að meðaltali um 11 prósentustigum hærri en hún var 1992.

Fyrirheit þeirra sem farið hafa með stjórn skattamála á þeim tíma um lækkun skatta hafa ekki gengið eftir gagnvart skattborgurum almennt. Undantekning eru þau 5 til 10 prósent sem hæstar tekjur hafa. Skattar á þá lækkuðu allt fram að Hruni og aftur eftir 2013. Í eðlilegu samræmi við samfélagsþróun síðasta aldarfjórðunginn m.a. vaxandi eftirspurn eftir þeirri þjónustu sem opinberir aðilar veita í velferðarmálum o.fl. hefur samneysla aukist og útgjöld hennar vegna hækkað. Hækkun skatta af þeim ástæðum er óhjákvæmileg. Svo er að sjá að sum ráðandi öfl á þessum tíma hafi ekki verið meðvituð um þessa þróun, ekki skilið eðli hennar eða ekki viljað viðurkenna hana þar sem hún fellur ekki að heimsmynd þeirra og fortíðarþrá. Söngurinn um lækkun skatta lifir því áfram sem mantra án raunverulegrar sögu og án raunhæfs fyrirheits.

Hefur dreifing skattbyrði breyst? Dreifing skattbyrði milli tekjuhópa hefur verið í stöðugri breytingu frá 1992. Sú breyting hefur verið lægstu tekjuhópunum í óhag sem greiða nú hærri hluta tekna sinna í skatta en áður hefur verið en skattar á þá allra tekjuhæstu hafa lækkað að frátöldum árunum 2009 til 2013 þegar þeir hækkuðu verulega og náðu yfir meðaltal heildarinnar. Sú hækkun var að hluta látin ganga til baka eftir 2013. Ætla má að á yfirstandandi kjörtímabili hafi tekist að stöðva eða draga úr hækkun skatta á lægstu laun með aðgerðum stjórnvalda fyrir atbeina verkalýðshreyfingarinnar við gerð kjarasamninga á árinu 2019."


_Svartbakur | 18. sep. '21, kl: 15:50:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stóra málið og það sem skiptir öllu er að margir eru orðnir bjargálna og jafnvel farnir að borga til samfélagsins í stað þess að þyggja. Auðvitað er hægt að segja að skattar hækki egar fólk fer að borga í stað þess að þyggja frá samféelaginu.
Með því að reka samfélagið viturlega og setja peninga í það sem skiptir máli þá nýist fé ríkissjóðs betur. yðsla í tómt rugl eins og við sjáum t.d. í borgarstjórn Reykjavíkur núna aftur varðandi Sorpu þar sem 4 þúsund milljónum var varið í jarðgerðarstöð umfram áætlun og kostaði 8 þúsund milljónir og er núna dæmd nánast ónýt vegna hönnunargalla. Borgarstjórn og meirihlutinn ásamt borgarstjór segjast auðvitað ekkert vita og allt öðrum að kenna. Svon vitleysa kostar mikla peninga sem ´þeir borga sem hafa til þess tekjur.
Borgarsjóður Reykjavíkur safnar eintómim skuldum og það mun koma að því að ekki verður hægt að skuldsetja borgina meira.. Ríkissjóður hefur verið reekin mjög skynsamlega í amk tvö kjörtímabil. Skuldir greiddar niður en
Corona veiran hefur auðvitað skaðað okkur öll og ríkisstjórnin vill greiða kostnaðinn við faraldurinn sem fyrst. En flokkarnir sem stjórna Reeykjavík safna skuldum og lofa okkur að þeir muni halda áfram að safna skuldum í ríkissjóð ef komast að. Guð forði okkur frá því.

Júlí 78 | 18. sep. '21, kl: 16:51:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég get svo sem tekið undir það að óstjórnin í borgarstjórn Reykjavíkur virðist engan endi taka. Núna talað um einhvern hönnunargalla í þessari gas og jarðgerðarstöð. Eyþór Arnalds segir um málið:   „Málið er náttúrulega búið að vera klúður frá upphafi til enda og nú nýlega kom í ljós að moltan er óhothæf með þungmálmum og nú er húsið sjálft sem er í sjálfu sér glænýtt komið með myglu og það virðist ekki hafa verið hugað að því hvaða framleiðsla átti að vera í húsinu svo að það er ekki eitt það er allt" segir Eyþór Arnalds fulltrúi minnihlutans í borgarstjórn.

Eyþór segir marga eiga að hafa eftirlit með framkvæmdinni en á endanum sé Gaja félag í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar. Borgin þurfi að huga að sínum málum.

 „Og þegar maður sér þessi mál koma aftur og aftur upp, Fossvogsskóli, aðrir skólar og svo bragginn hvernig verkstjórn hefur verið þá er alveg ljóst að ein báran er ekki stök."

Ég er bara alveg sammála Eyþór með þetta. Það er eins og það séu ekki ráðnir hæfir menn í verk sem eru unnin fyrir Reykjavíkurborg, það tekur eitt verk við af öðru sem maður les um að hafi klúðrast.

Júlí 78 | 18. sep. '21, kl: 18:29:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég vilj borgarstjórn Reykjavíkur burt en ég vil líka ríkisstjórnina burt. Held þú ættir að lesa þetta sem Gunnar Smári kom með Svartbakur. Hann segir meðal annars: 

"1. Skattar eru lækkaðir á hin ríku með loforði um að við það myndi kakan stækka og ríkissjóður í raun fá meiri pening.

2. Það gekk ekki eftir. Ríkissjóður safnaði skuldum og þá var það lagt til að ríkið seldi eigur sínar til að grynnka á þeim. Einkavæðingin hófst.

3. Enn var halli á ríkissjóði og þá var boðaður samdráttur á opinberri þjónustu til að draga úr hallanum, hagræðingakrafa var þetta stundum kallað en réttnefni er sveltistefna.

4. Þetta dugði ekki til og þá var sett á gjaldtaka fyrir opinbera þjónustu, farið að rukka sjúklinga, nemendur og aðra sem áður nutu gjaldfrjálsrar grunnþjónustu.

5. Samhliða þessu dró ríkið að sér hendurnar í mikilvægum málum á borð við húsnæðismál, einkavæddi félagslega kerfið að hluti og lét restina grotna.

6. Lífeyri eftirlaunafólks og öryrkja var haldið niðri svo lífskjör þessara hópa drógust aftur úr kjörum almennings.

7. Þrátt fyrir sölu eigna, samdrátt í þjónustu og gjaldtöku, og aðgerðarleysi ríkisvaldsins í húsnæðismálum, var enn halli á ríkissjóði. Þá var skattar á almenning hækkaðir, lágtekjufólk og millitekjufólk.

8. Almenningur sat eftir með hærri skatta og gjaldtöku fyrir veikari opinbera þjónustu. Hin ríku sátu eftir með lægri skatta og höfðu sölsað undir sig eignir og auðlindir almennings."

https://www.visir.is/g/20212157853d/vindum-ofan-af-ny-frjals-hyggjunni

_Svartbakur | 19. sep. '21, kl: 09:53:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í kringum aldamótin voru umræðu um að lækka skatta á fyrirtæki á Islandi.
Fá hingað jafnvel erlent fjármagn til að byggja upp fyrirtæki og hafa hér lág skatta á fyrirtæki sem sköffuðu atvinnu og tekjur af framliðslu sinni.
Þessi stefna er að hluta í gangi enn hérlendis og víða erlendis. Við höfum fengið hingað t.d. Álbræðslu Alcoa og ýmis fyrirtæki sem reka hér gagnaver. Eins eru hér að þróast hátæknifyrirtæki hér t.d. í Lyfjaiðnaði. Skattar hér eru kki háir á fyrirtæki,
Atvinustartfsemi og rekstur fyrirtækja er grundvöllurinn fyrir tilvist okkar og búsetu á landinu. Sá sem leggur fé í fyrirtæki tekur mikla áhættu. Sem betur fer borgar sú áhætta sig mjög oft og fólk fær fé sitt til baka og oft margfalt og getur haldið áfram að byggja upp arðvænleg fyrirtki.
Við sjáum svo líka vonlausar fjrárfestingar eins og t.d. í Sorpu þar sem borgarstjórn Reykjavíkur ræður allt fer úr böndum og í bullandi tapi og almenningur borgar. Þannig bull og þvaður eins og Ásmundur Stefánsson fyrrum formaður ASÍ kallar stefnu og umræður Samfylkingar núna fyrir kosningar.
Það sam má auðvita segja um Gunnar Smára og Sósíalistaflokkinn þetta fyrirkomulag kommúnisminn er löngu úreltur og hefur kostað milljónir manna lífið. Farðu til Cubu eða Venusela og jafnvel Pútin bölvar kommúnistum.

_Svartbakur | 19. sep. '21, kl: 10:06:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gunnar Smári segist núa ekki hafa vrið kapitalisti þegar hann var á fullu að vinna fyrir Baug sem nagaði nnnan bankana okkar og skyldu landi okkar eftir í rústum Gunnar Smári segir sig hafa verið saklausan bara unnið fyrir Baug og Jón Ásgeir hann hafi ekki átt neina peninga. Það rétta er aðBaugur var með mikinn rekstur í blaðaútgáfu og ætlaði sér mikla hluti. Baugur keypti stór prntsmiðju í Bretlandi og voru mikir peningar í spilinu. Gunnar Smári var nú ekki meiri öreigin en það aað hamm áttum 300 millj. kr hlut í þessum rekstri. Sú upphæ er um 600 mill kr í dag. Hvort sem hann tapaði þessum peningum öllum eða ekki eða stti eitthvað til hliðar t.d. í skattaskjól veit ég ekki. En Gunnr Smári átti a.m.k. stórt einbýlishús í Skerjafirði þar t.il fyrir um ári síðan að hann seldi og fór í gallbuxur og köflótta skyrtu og þóttist vera vekamaður.
Ég gleymdi að nefna að svona sósialismi eins og Gunnar Smári dásamar var tekinn víða upp í Afríku með hörmulegum afleiðingum. Mugabe í Afríku raka alla sem ræktuðu og voru með rekstur úr landi og landið varð gjaldþrota og fólk sveltir þar ennþá. Hver man ekki eftir Albaníu og öllum kommúnistaríkjunum Austur Þýskalandi og þar í kring. Fólk var skotið á flótta og fátæktin var mikil.
Gunnar Smárri uppgjafa kapitalisti og núna foryngi öreiganna já þú mátt kjósa hann mín vegna.

Júlí 78 | 19. sep. '21, kl: 10:26:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var nú búin að sýna þér þessa frétt, en geri það núna aftur, ég sýni þér útdrátt úr henni þar sem Gunnar Smári svarar sjálfur fyrir sig:

Seg­ist Gunn­ar í raun aldrei hafa verið kapí­talisti, hann hafi aðeins unnið fyr­ir þá. Sá sem kall­ist kapí­talisti þurfi að eiga kapí­tal en að hann hafi aðeins verið launamaður.

Á einkaþotum með for­stjór­laun og á for­stjórajeppa

„Þú varst að vinna með mönn­um sem voru með tug­millj­arða um­svif. Þú varst að kaupa tug­millj­arða stór­fyr­ir­tæki er­lend­is. Þú ferðaðist um á einkaþotu, við Andrés höf­um aldrei ferðast á einkaþotu. Það er ekki óeðli­legt að spyrja sig hvað ger­ist frá því að menn standa í þessu, ferðist um að einkaþotu, kaupi stór­fyr­ir­tæki, ráði og reki fólk, er á for­stjóra­laun­um og á for­stjórajepp­um og séu svo allt í einu farn­ir að tala fyr­ir því að brjóta þurfi upp stór­fyr­ir­tæk­in því fólk hafi það ekki nógu gott í sam­fé­lag­inu.“

„Sko, ég lifi í kapí­talísku sam­fé­lagi og hef verið að vinna inn­an þess,“ svar­ar Gunn­ar og bæt­ir við:  „Ég var blaðamaður sem var mikið til á jaðri blaðamennsk­unn­ar. Þá var Morg­un­blaðið og RÚV miðja fjöl­miðlun­ar. Ég lærði það smátt og smátt að það er ekki hægt að lifa á jaðrin­um því þegar það kem­ur kreppa þá ertu bara þurrkaður út. Það átti við um mörg dag­blöð sem ég hafði tekið þátt í og unnið á. Ég vann á NT í gamla daga, það hvarf, ég vann á Helgar­póst­in­um og hann hvarf og ég vann á Press­unni og hún hvarf, reynd­ar löngu eft­ir að ég hætti á henni.“

Ægi­vald Sjálf­stæðis­flokks­ins og Kol­krabb­ans

Seg­ir hann að þegar hann hafi komið að Frétta­blaðinu hafi það verið komið í þrot. Hann hafi upp­lifað það sem svo að blaðið hafi verið sett í þrot og að hverj­ar dyrn­ar á fæt­ur öðrum hefðu lokast á Svein R. Eyj­ólfs­son og Eyj­ólf Sveins­son sem höfðu komið því á lagg­irn­ar.  „ég er al­inn upp í ægi­valdi Sjálf­stæðis­flokks­ins og Kol­krabb­ans. Það var ógn­in í sam­fé­lag­inu. Hvernig get­ur þú haldið Frétta­blaðinu gang­andi. Þá mundi ég eft­ir sögu Morg­un­blaðsins. Þegar  það lenti í vand­ræðum 1922 eða 1923 þá voru það kaup­menn­irn­ir í Reykja­vík sem reistu það við. Því ástæðan var sú að kaup­menn­irn­ir þurftu miðil til að bera aug­lýs­ing­ar sín­ar til kúnn­ana. Þannig að ég fór til kaup­mann­anna í Reykja­vík, ann­ars veg­ar Árna Hauks­son­ar sem rak Húsa­smiðjuna og Jóns Ásgeirs sem rak Hag­kaup og Baug,“ seg­ir Gunn­ar Smári til skýr­ing­ar.

Er hon­um þá bent á að menn­irn­ir sem hann nefni til sög­unn­ar séu og hafi verið meira en bara kaup­menn á horn­inu. Þarna sé um að ræða kapí­tal­ista með millj­arða fjár­fest­ing­ar und­ir. Hafn­ar Gunn­ar þeirri lýs­ingu og bend­ir á að um­svif Baugs hafi t.d. ekki orðið gríðarleg fyrr en seinna, jafn­vel þótt fyr­ir­tækið hafi verið orðið stærsti smá­söluaðili lands­ins á þess­um tíma.

„Ástæðan fyr­ir því að ég fór til þeirra er sú að ég veit að þeir höfðu sam­eig­in­lega hags­muni. Ef Frétta­blaðið hefði dáið þá hefði Morg­un­blaðið skrúfað upp verð á aug­lýs­ing­um og sett þá í [...]  þannig að við höfðum ólíka hags­muni en sam­eig­in­lega hags­muni af því að halda  Frétta­blaðinu lif­andi.“

https://www.mbl.is/frettir/kosning/2021/09/13/voru_bara_kaupmenn_a_einkathotum/


Júlí 78 | 19. sep. '21, kl: 10:29:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Förum svo yfir það sem Sósíalistaflokkurinn vill gera:

"8. Við þurfum að endurheimta völd, eignir og auðlindir almennings.

7. Við þurfum að lækka skatta á almenning, mest á lágtekjufólk og fólk með miðlungstekjur.

6. Við þurfum að bæta lífskjör eftirlaunafólks, öryrkja og annarra lágtekjuhópa.

5. Við þurfum að endurreisa félagslega húsnæðiskerfið.

4. Við þurfum að innleiða gjaldfrjálsa grunnþjónustu.

3. Við þurfum að stöðva sveltistefnuna og fjármagna sómasamlega heilbrigðis- og menntakerfin og öll grunnkerfi samfélagsins.

2. Við þurfum að stöðva alla einkavæðingu og tilflutning eigna og auðlinda almennings til hinna fáu ríku.

1. Við þurfum að skattleggja hin ríku, færa skattkerfið til þess sem var fyrir innleiðingu nýfrjálshyggjunnar.

Þetta er í stórum dráttum tilboð Sósíalistaflokks Íslands til kjósenda fyrir Alþingiskosningarnar á laugardaginn næsta. Tilboðið er um að drepa nýfrjálshyggjuna, ekki um að reyna að siða hana, milda hana eða bæta fyrir hluta af skaðanum sem hún hefur valdið og er enn að valda; heldur um að drepa hana og urða.

Nýfrjálshyggjan er skrímsl sem ekki er hægt að lifa með. Það hefur heldur ekkert upp á sig fyrir venjulegt fólk. Við fáum ekkert út úr því að gefa þessu skrímsli lausan tauminn og leyfa því að gleypa allt sem mikils virði er og eyðileggja samfélagið sem almenningur hafði mikið fyrir að byggja upp.

Þetta er okkar samfélag. Við eigum að endurheimta það 25. september."

_Svartbakur | 19. sep. '21, kl: 21:54:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig túlkar þú þetta atriði úr stefu Sósíalista :
". Við þurfum að endurheimta völd, eignir og auðlindir almennings." ?

Heldurðu að allir sósialistar skilji þetta eins ?
Hvernig væri svona framkvæmt ?
Hverjir eru almnningur ? Þú en ekki ég ?

Þetta líkist nú einhverskonar byltingu.

Júlí 78 | 20. sep. '21, kl: 00:03:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hefði nú þurft byltingu hér fyrir löngu síðan en slappaðu nú af Svartbakur, Sósíalistaflokkurinn er ekkert að fara að verða einráður hér, en svo margt þarf að breyta hér að það má alveg kalla það byltingu ef það yrði allt að veruleika.

darkstar | 20. sep. '21, kl: 01:05:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sósialistaflokkurinn vill auka skuldir ríkissjóðs, seðlabánki er að hækka vexti og ef skuldir ríkisstjóðs hækka þá hækka vextir meira.

seðlabánkinn var í raun að jarða sósíalistaflokkinn.

Júlí 78 | 20. sep. '21, kl: 06:04:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar þú kemur með svona fullyrðingu þá verðurðu að vera með eitthvað sem styður fullyrðinguna. Ég hef hvergi séð að þau í þessum Sósíalistaflokki tala um það en þau tala um ýmsar breytingar.  En ég las þetta í einni frétt frá 2. júlí 2021:
"Heildarskuldir ríkissjóðs hafa aukist um tæplega 500 milljarða frá í febrúar á síðasta ári."

https://www.dv.is/eyjan/2021/7/2/500-milljarda-skuldaaukning-rikissjods-faraldrinum-stefnir-mykri-lendingu-en-adur-var-talid/

darkstar | 20. sep. '21, kl: 10:45:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

covid kostar sitt, nú þarf aðhald í ríkismálum, lækka skuldir ríkissins svo seðlabánki geti lækkað vexti, sósíalistaflokkurinn var spurður í gær.. sögðust vilja hækka skuldir ríkissjóðs fara úr 30% markinu, raun loforð þeirra að hækka húsnæðislán um helling hjá öllum, bíð spenntur með popp og kók þegar þeir fara næst í viðtal og þeir verða spurðir út í þetta, asi, verkalýðshreifingin og samtök atvinnulífsins talaði um þetta í silfrinu í gær.. það er nýtt að þessir aðilar séu sammála um eitthvað.. hljóta allir að vera á örorku og í félagslegu húsnæði sem kjósa sósíalistaflokkinn því enginn maður með lán léti sér detta það í hug.

Júlí 78 | 20. sep. '21, kl: 11:12:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Geturðu sagt mér nákvæmlega hvar þetta viðtal var, hvaða þáttur eða hvaða frétt og á hvaða stöð þá? Það er alltof mikið um það að fólk kemur með einhverjar fullyrðingar um það sem frambjóðendur flokka eiga að hafa sagt en síðan er það skrumskælt eða alls ekki sömu orð og fullyrðingarnar segja til um.

darkstar | 20. sep. '21, kl: 12:01:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fréttir á rúv í gær viðtal við hann.. við viljum frekar hækka skuldir ríkissjóðs.

Júlí 78 | 20. sep. '21, kl: 15:42:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var að hlusta á þetta. Þetta var nokkurn veginn svona í fréttinni: "Flokkurinn leggur höfuðáherslu á að vinda ofan af nýfrjálshyggjunni, stöðva spillingu, útrýma fátækt og fella elítustjórnmál. Sósíalistaflokkurinn kynnti tilboð sitt sem að flokkurinn kallar kærleikshagkerfið. Þar er lögð áhersla á að skattleggja hina ríku, endurheimta auðlindir, brjóta upp kvótakerfið og stöðva þá spillingu sem að flokkurinn telur að þrífist innan þess. Sósíalistar vilja veita gjaldfrjálsa grunnþjónustu og gera kerfisbreytingar til að vinna gegn loftlagsvánni ásamt því að tryggja öryrkjum og öldruðum mannsæmandi fjárhag. "Það er eiginlega að taka völdin af auðvaldinu, að breyta völdunum í samfélaginu þannig að ríkisvaldið verði rekið út frá hagsmunum almennings, það er eiginlega grundvallaratriði því við getum ekkert gert með hérna, það er alveg sama hvernig hvað þú dreymir um, ef þú ert með auðvaldið í fjármálaráðuneytinu, þá gerist ekki neitt þannig að við verðum að ná þessum breytingum." Sósíalistaflokkurinn hafi ekki þríhyrndan valdastrúktúr heldur hafi hann margar miðjur og ólíkar stjórnir sem allar eru jafn settar og sækja jafnt umboð sitt til Sósíalistaflokksins. Flokkurinn vill stöðva obeldisfaraldurinn og reisa 30 þús. félagslegar íbúðir á næstu 10 árum. Þannig verði hægt að losa fólk undan okurleigu braskara sem nú sé við lýði. Við erum núna með ríkisvaldið sem skuldar kannski bara 30% af landsframleiðslu en við erum með alla innviði í ólestri, við erum með alla grunnkerfi samfélagsins í ólestri. Við viljum frekar skulda mikið til lengri tíma hjá Seðlabankanum sem að ríkið á líka og fjármagna hér uppbyggingu á grunnkerfum samfélagsins og innviðum og skaplegu lífi fyrir allan almenning."


Þú vilt kannski hafa innviðina áfram í ólestri darkstar? Og ert með því að hér þrífist spilling?

_Svartbakur | 21. sep. '21, kl: 00:45:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að sjá foryngja sósíalista Gunnar Smára hóta að ryðja hæstaréttog
kvetja til byltingar og kalla það Lýðveeldi nr 2 eSmári hefur uppi.
Flest lönd myndu handsama aðila sem væri með svona uppreisnar- og byltingartal eins og sósíalistaforinginn hefur uppi.

_Svartbakur | 21. sep. '21, kl: 14:04:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér er leiðari sem Gunnar Smári skrifaði í Fréttablaðið.
Hann var svo ánægður með einkavæðingu bankanna að hann vildi
einkavæða allt heilbrigðiskerfið.

https://www.dv.is/eyjan/2021/9/21/sjadu-leidarann-sem-gunnar-smari-sagdist-ekki-muna-eftir-vildi-einkavaeda-heilbrigdiskerfid-ljosi-vel-lukkadrar-bankaeinkavaedingar/

Smá lesning fyrir þig Júlí:

"...... Gunnar Smári skrifaði:

Þótt enn sé ekki liðið heilt ár frá því að ríkisviðskiptabankarnir tveir voru einkavæddir er afrakstur þess að koma í ljós. Bankarnir eru reknir með miklum hagnaði og hafa aukið mjög við eign hluthafa sinna. Reynslan hefur sýnt að stjórnvöld hafa stórlega vanmetið jákvæð áhrif einkavæðingarinnar á bankana og því selt þá allt of ódýrt. Það er eins og ráðherrarnir hafi ekki trúað að rekstur ríkisins á bönkunum væri jafn hamlandi og getulítill og sagan hefur leitt í ljós.

Gunnar Smári sagði þá einkavæðingu bankanna hafa hleypt lífi í atvinnulífið. Bendir hann á heilbrigðiskerfið sem dæmi um hve hamlandi ríkisrekstur geti verið. ......"

Júlí 78 | 21. sep. '21, kl: 16:44:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gunnar Smári svarar þessu sjálfur í kommenti:


"Ég hef svo sannarlega skipt um skoðun á þessu

Í viðtali við Ríkissjónvarpið sem flutt verður í kvöld gat ég ekki munað setningu sem Sigríður Hagalín las upp og ég hafði skrifað snemma árs 2004, fyrir bráðum átján árum. Ég gat ekki munað samhengið né tilefnið á bak við þessa setningu, enda skrifað heilu herbergin af allskonar pistlum. Ég er nú búinn að finna setninguna og get samviskusamlega fullyrt að ég hef skipt um skoðun. Þetta er hvatning um að reyna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og rökin eru þau að einkavæðing bankanna hafi leitt til vaxtalækkunar og betri þjónustu. Allir vita hverni g það endaði, allur sá rekstur byggði á sandi og féll um sjálfan sig, féll yfir samfélagið með stórkostlegum skaða fyrir fólk, fjölskyldur og samfélagið allt. Guð forði okkur frá slíkum æfingum með heilbrigðiskerfið, eins og margir flokkar eru einmitt að hvetja til í dag.

Kjósið Gunnar Smára 2021 sem veit betur en Gunnar Smári 2004. Og ekki kjósa neinn flokk sem heldur fram þeim barnaskap sem Gunnar Smári 2004 bauð upp á.

Ég verð hins vegar að undra mig á Ríkissjónvarpinu. Sú stofnun talar ávallt við mig eins og boðflennu í stjórnmálum, einhvern sem kemur þar inn undir fölsku flaggi, einhvern með vafasama fortíð, skuggabaldur. Lítið gjaldþrot Fréttatímans á allan mælikvarða hefur komið við sögu í kosningaumfjöllun, meira að segja þar sem ég var ekki einu sinni í framboði. En Ríkissjónvarpið hefur aldrei í kosningaumfjöllun spurt Bjarna Benediktsson um vafasama viðskiptahætti hans fyrir Hrun, sem voru svo gasalegir að sýslumaður Sjálfstæðisflokksins setti lögbann á umfjöllun um þá, ekki um fyrirtæki hans í aflöndum og skattsvik, ekki um tengsl flokks hans við Samherja, ekki um vanefnd loforð hans um að endurgreiða svimandi styrki sem flokkurinn fékk frá FL-Group og öðrum helstu leikendum Hrunsins og yfirleitt aldrei um neitt. Fyrir Ríkissjónvarpinu er Bjarni hafinn yfir spurningar um svona nokkuð."

Júlí 78 | 20. sep. '21, kl: 15:53:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefurðu svo hugleitt hvað það kostar samfélagið t.d. að börn fá ekki þá þjónustu sem það þarf hjá Bugl? Að fólk leiti ekki til sálfræðinga vegna mikils kostnaðar þ.á.m. ungt fólk? Að fólk þurfi að bíða lengi eftir þjónustu vegna t.d. fíknivanda? Svona get ég haldið áfram....

_Svartbakur | 20. sep. '21, kl: 16:32:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara að það sé ljóst Júlí mín að við búum á Íslandi.
Það eru bara rúmlega hundrað ár síðan margir Íslendingar fæddust í torfkofum án allra þæginda vatns og hita hvað þá holræsa og ljóss.
Það eru um ca 65 - 75 ár síðan Reykjavík var hituð upp alfarið með hitaveitu í stað olíu og kola. Malbik var á örfáum götum í Reykjavik.
Ég man þá tíð að verkamenn fóru að morgni niður að höfn í leit að vinnu,
Sumir komu heim löngu fyrir hádegi án þess að fá vinnu.
Svo mættu þeir næsta dag til að leita að vinnu.
Margir halda að þetta sé allt fengið átakalaust.

Júlí 78 | 20. sep. '21, kl: 17:07:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, já ég veit það, við höfum það miklu betra núna en fyrir löngu síðan. Einhvern tímann var líka skammtað hitt og þetta t.d. mjólk og fl.. En það er samt staðreynd að sumir í þessu þjóðfélagi þurfa að skammta sér hitt og þetta eða eiga ekki fyrir nauðsynjum. Við þurfum að hafa samkennd með meðbræðrum okkar, þjóðfélagið er of ríkt til þess að svoleiðis þurfi að viðgangast. Allir ættu að geta lifað hér nokkuð sómasamlegu lífi ef hlutunum er stjórnað rétt.

_Svartbakur | 20. sep. '21, kl: 17:06:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hefur skipt okkur mjög miklu hvað hefur verið gert til að efla atvinnu og uppbyggingu fyrirtækja hér á landi.
Það voru nánast engin fyrirtæki til hérlendis fyrir aldamótin 1800/1900.
Þetta eru um 120 ar síðan. Örfá fyrirtæki voru starfandi og flest snérust um viðskipti á fiski og matvælum frá Íslandi til Evrópu og svo innflutningi á
korni, vefnaðarvörum og ýmsu til að gera fiskútgerð og báta gerlega á Íslandi.
Og svo sitthvað til húsbygginga hérlendis og til heimilishalds.
Fiskurinn og sauðfjárafurðir voru aðal útflutningsvörur okkar.
Já það eru bara um 120 ár síðan þessi var staðan.
Mörg þessara fyrirtækja voru bara framtak einstaklinga í útgerð og viðskiptum
Hlutafélög og félög sem voru stofnuð um stærri framkvæmdir voru ekki algeng.
Sennilega fyrst eftir aldamótin 1800/2000 t.d. Milljónafélagið og svo Eimskipafélagið um 1911.

darkstar | 20. sep. '21, kl: 19:31:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

auka atvinnu.. koma fólki á vinnumarkað, fólk liggur á sálfræðingum því það hefur ekkert fyrir stafni annað en að glápa á stöð2 eða leika sér í tölvunni, þekkt vandamál, besta lausn við þunglindi er að vera virkur og innan um annað fólk t.d í vinnu.

bakverkir stafa yfirleitt af því að sitja of lengi, t.d í sófanum, aukin hreifing getur lagað það t.d með að styrkja bakvöðva, fara í ræktina frekar en að éta bólgueiðandi og verkalyf og horfa á stöð2.

börn geta fengið betri þjónustu og komist strax af ef það er ekki allt uppbókað af öryrkjum.

dópistar þurfa að lifa með þeirra heimsku ákvörðun, ef þú kýst að grilla heilaseljurnar í þér þá vorkenni ég þér ekki.
kannski hringja í kára og spyrja hvaða lið með hvaða dna endar sem dópistar, þannig væri hægt að stoppa það strax í barnaskóla.

væri hægt að draga úr neiðslu unglinga á dópi með að t.d fá dóphunda í skólana, forvarnir eru besta ráðið í þessu, það sparar peninga til lángstíma, henda meira af seðlum í báknið gerir ekkert annað en að stækka það.

besta lausnin á öllum vandamálum er að fara út á vinnumarkaðinn og vinna yfirvinnu ef meira þarf.. þannig er hægt að halda samfélaginu gángandi, það eru 20 þúsund öryrkjar á íslandi, þetta er heimsmet miðað við höfðatölu, merkilegt nokkuð.. hugsa að með að fara og skoða þennann hóp vel og vandlega og meta á hverju ári starfshæfi jafnvel á 6 mán fresti þá sé hægt að draga verulega úr þessu.. þeir eiga ekki að vera á kerfinu sem eru vinnufærir það hljóta allir að vera sammála um það.

lausnin er einföld.. auka virkni öryrkja, þeir eru ólmir í að komast út að vinna en vilja bara gera það ef þeir fá að eiga örorkubæturnar og fá 100% laun skerðingar laust.. ekki smá kröfur, ég ætti að gera kröfu á að ég sem er vinnandi ætti að fá líka örorkubætur á hverjum mánuði sem bónusgreiðslu.

Júlí 78 | 21. sep. '21, kl: 10:55:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert með alveg ótrúlega mikla fordóma, þú ættir eiginlega að skammast þín. Alls konar fólk leitar til sálfræðinga, líka þeir sem eru í vinnu, það sést ekki utan á öllum sem eru í vanlíðan. Sumir taka sitt eigið líf út af vanlíðan. Það geta verið alls konar ástæður fyrir þessari vanlíðan t.d. að fólk hafi orðið fyrir miklu áfalli. Þú kannski skilur það ef þú verður sjálf fyrir áfalli. Það getur líka fengið alvarlegan sjúkdóm sem það valdi sér ekkert, kannski krabbamein eða annan sjúkdóm. Ekki af því manneskjan lá í þunglyndi eða hafði ekkert að gera. 


Svo segirðu: " bakverkir stafa yfirleitt af því að sitja of lengi, t.d í sófanum, aukin hreyfing getur lagað það t.d með að styrkja bakvöðva, fara í ræktina frekar en að éta bólgueiðandi og verkalyf og horfa á stöð2." Fullt af fólki lendir t.d. í bílslysum eða öðrum slysum og glímir við alls konar bakverki í kjölfarið. Vonum að þú lendir ekki í einu slíku en ef það myndi ske þá kannski fattarðu að ástæðan er ekkert endilega að þú hafir setið of lengi eða legið of mikið yfir sjónvarpsglápi.


Einnig segirðu: " börn geta fengið betri þjónustu og komist strax af ef það er ekki allt uppbókað af öryrkjum." Veistu hvað BUGL er? Það er ekki fyrir fullorðna því það heitir Barna og unglingageðdeild. Greinilega vissurðu það ekki. Þarna kemur fram fáfræði þín...


Ekki er nú betra viðhorfið hjá þér gagnvart þeim sem þú kallar "dópista". Vissirðu að margir fíkniefnaneytendur hafa orðið fyrir einhverri misnotkun í æsku eða átt erfitt líf í æsku. Kannski var það flótti frá slíku að viðkomandi byrjaði á þessum efnum ung/ur að árum. Sumir bara byrja út af fikti, aðrir vegna þess að vilja ekki vera öðruvísi en hópurinn sem viðkomandi umgengst. En samt hvernig þetta byrjaði, svona fíkn er sjúkdómur þegar erfitt er að hætta þessu, alveg eins og með áfengið, það er hægt að þróa með sér sjúkdóm með of mikilli eða stöðugri neyslu á því. Það eina sem ég er sammála þér með að gott er að hafa forvarnir í þessum málum.


Svo talarðu um öryrkja eins og þeir geti bara skroppið út á vinnumarkaðinn. Þú veist ekkert um öryrkja, akkúrat ekkert, ert bara með dylgjur í þeirra garð. Þeir hafa farið til lækna og líka lækna á vegum TR, þessir læknar væru ekki að meta þá sem öryrkja ef þeir gætu bara verið í fullri vinnu! En jú sumir geta unnið hlutavinnu, erfitt fyrir aðra að fara út á vinnumarkaðinn því ég hef nú lesið um nokkra öryrkja sem eru kannski óvinnufærir suma daga en eru svona þokkalegir aðra daga. Veist þú um einhvern vinnustað þar sem er í lagi að koma bara stundum í vinnuna? Endilega segðu mér af einhverjum slíkum vinnustað. Það yrði fróðlegt að vita hvaða staðir það eru.

En sumir öryrkjar eru öryrkjar út af geðsjúkdóma-vandamálum. Það myndi kannski hjálpa þeim ef þeir fengju að fara til geðlækna fyrir lítinn kostnað. (ég veit samt ekki hvort þeir fá einhvern afslátt). En eins og þú veist þá er örorkubótum haldið niðri þannig að öryrkjar eru ábyggilega frekar í mínus með sín fjármál heldur en í plús. Alveg hugsanlegt að þeir gætu farið þá út á vinnumarkaðinn eða aftur þangað ef geðlæknaþjónusta fyrir þá er mjög ódýr. 

darkstar | 21. sep. '21, kl: 23:35:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er öryrki,, prufaðu að vera á mótorhjóli á 80km hraða og láta keyra i hliðina á þér, gat ekki hugsað mér að sitja á rassgatinu alla æfi og fór aftur á vinnumarkað árið 2000, tók sinn tíma trial and error en 2006 var ég orðinn full vinnufær og farinn að vinna yfir 200 tíma á mánuði, ég tæklaði bakverki með meiri hreifingu, lyfta. styrkja bakvöðva, sá að ég var ónýtur ef ég sat í sófanum í lengri tíma.

með því að berjast áframm og styrkja mig þá er ég í þeirri stöðu í dag að ég hef 1m á mánuði, get keypt það sem ég vill, leyft mér það sem ég vill.

þessvegna segi ég það lausnin úr fátækt öryrkja er að fara á vinnumarkaðinn aftur.

sjálfsmorð bendir þú á, þú veist að yfirgnæfandi meirihluti eru ungir karlmenn sem taka líf sitt stuttu eftir sambandsslit, þetta er þekkt tölfræði sem er ekki hægt að vinna á.. menn fara lángt niður og nota mun skaðlegri leiðir til að drepa sig en konur, þessvegna tekst þetta hjá þeim í flestum tilfellum,

Júlí 78 | 22. sep. '21, kl: 11:06:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú getur ekkert dæmt alla öryrkja út frá hvernig þú ert sjálf/ur eftir slys. Ábyggilega margir öryrkjar hafa fæðst þannig að þeir geti aldrei farið út á vinnumarkaðinn. Ég á ættingja sem lenti í bílslysi. Búin að fara í aðgerð en mun aldrei geta farið út á vinnumarkaðinn meðal annars út af bakinu, hún reyndi það samt en varð að hætta. Ég veit líka um konu sem er svo ónýt í bakinu að hún treystir sér ekki á eina einustu samkomu, í veislu eða annað, konan á bara mjög bágt, hún fór líka í aðgerð sem virkaði greinilega ekki nógu vel. Ég held darkstar að þú ættir að tala við einhvern bæklunarlækninn, þú fengir þá kannski annað sjónarhorn á málið.

darkstar | 22. sep. '21, kl: 11:39:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lestu aldrei það sem ég skrifa, ég er ekki að dæma alla en það eru mjög margir full vinnufærir.

horfir bara í tölfræðina þá sérðu að þetta meikar ekki sens að það séu fleyri öryrkjar á íslandi á hverja 100 þúsund íbúa en í öllum heiminum.. sést strax að þarna er verið að misnota kerfið.

 
Júlí 78 | 22. sep. '21, kl: 14:13:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, þú sem sagt veist meira um sjúkdóma og annað heldur en læknar sem dæma hvort fólk getur unnið eða ekki. Ertu kannski miðill? Ég sem hélt að örorkuþegar væru annaðhvort óvinnufærir eða a.m.k. með skerta starfsgetu en ekki margir "full vinnufærir" eins og þú talar um. Hins vegar getur vel verið að sumir verða vinnufærir á einhverjum tímapunkti, t.d. eftir aðgerð sem heppnast vel eða önnur meðferð heppnist vel t.d. meðferð hjá geðlækni.


Í frétt frá 2015 segir: 


"Hlutfall öryrkja er svipað á Íslandi og á Norðurlöndunum, samkvæmt heimildum Tryggingastofnunar, sem lagðar voru fyrir fjárlaganefnd Alþingis. Formaður nefndarinnar hélt því fram að hlutfallið væri um fjórum sinnum hærra hér.

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sagði í fréttum RÚV í vikunni að hátt hlutfall öryrkja á Íslandi væri áhyggjuefni. „ Við fengum til okkar fulltrúa Tryggingastofnunar og Vinnumálastofnunar og velferðarráðuneytisins, til þess að fara yfir þessa miklu fjölgun öryrkja hér á landi, og við erum að reyna að fá botn í það hvers vegna öryrkjar hér á landi eru um 9% af vinnubæru fólki, á meðan á Norðurlöndunum þá eru þetta 2,2 til 2,3%,“ sagði Vigdís.

Stefán Ólafsson, prófessor og formaður stjórnar Tryggingastofnunar, segir þetta rangt. „ Ég hef reyndar séð þetta kynningarefni sem var af hálfu Tryggingastofnunar lagt fyrir nefndina, og það er bara einfaldlega þannig að formaðurinn hefur algerlega lesið það, tekið það inn ranglega, þannig að ég get eiginleg ekki skilið hvernig það hefur gerst,“ sagði Stefán í samtali við Morgunútgáfuna.

Fréttastofan hefur undir höndum gögnin sem Tryggingastofnun lagði fyrir fjárlaganefnd. Hvergi kemur þar fram að hlutfall öryrkja á Norðurlöndunum sé um tvö prósent."

https://www.ruv.is/frett/ekki-mun-fleiri-oryrkjar-en-a-nordurlondumdarkstar | 20. sep. '21, kl: 00:17:33 | Svara | Er.is | 0

kjósa sjálfstæðisflokkinn eða þetta fer allt til fjandans.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Eyrnahreinsun..hvar ?? Lanke51 20.10.2021 23.10.2021 | 00:26
Bólusetning pæling VValsd 15.10.2021 22.10.2021 | 19:57
Deildu oliver002 22.10.2021
Er stjórnarsamstarfið að taka enda ? _Svartbakur 21.10.2021 22.10.2021 | 01:00
Breytilegir verðtryggðir vextir í kjölfar kórónaveirunnar? bb79 31.3.2020 21.10.2021 | 12:32
Ólafur Ragnar lýsir stöðunni vel _Svartbakur 17.10.2021 20.10.2021 | 22:44
Breytingar við Bústaðaveg Júlí 78 19.10.2021 20.10.2021 | 08:51
Bitcoin áin 16.10.2021 19.10.2021 | 14:08
Bakkar, breiðholtsskóli sokkur samuel 15.10.2021 18.10.2021 | 20:02
Stig í lánshæfisflokkum credit info Viðskiptavinur 17.10.2021 18.10.2021 | 19:06
My trendy phone.is HUGME 18.10.2021 18.10.2021 | 10:31
Vefsvæði Vinnumálastofnunar í ólagi? Garðsláttur 16.10.2021 18.10.2021 | 08:35
Góður Sálfræðingur Erna S 17.10.2021 18.10.2021 | 02:40
Árás á lýðræðið ? Kristland 17.10.2021 18.10.2021 | 01:22
Fáni friðarins ? Kristland 17.10.2021 17.10.2021 | 13:54
Það er komin helgi með Helga VValsd 16.10.2021 17.10.2021 | 04:16
en óendanleg orka Orkuskortur um allan heimsprettur uppúr jörðinni á Íslandi _Svartbakur 14.10.2021 16.10.2021 | 20:08
Gylfi Þór - rannsókn mögulega hætt á morgun, velkominn aftur í landsliðið væntanlega. Brannibull 14.10.2021 16.10.2021 | 19:34
Fréttir ganga niður tröppurnar VValsd 13.10.2021 16.10.2021 | 02:00
Kaufen Sie einen registrierten Führerschein online (https://fuhrerscheinss.com/), kaufen Sie ei nyahkuma 7.10.2021 16.10.2021 | 00:12
Ert þú með Cheerios glutenlaust VValsd 13.10.2021 15.10.2021 | 23:06
Kannast ekki allir við þetta Kimura 15.10.2021
Sundlaugaverðir VValsd 24.9.2021 15.10.2021 | 20:01
Húsfélag sláttur danek1 14.10.2021 15.10.2021 | 13:45
vantar uppskrift af skötusel kolmar 14.10.2021 15.10.2021 | 13:14
Brosandi mynd viðeigandi hér? VValsd 14.10.2021 14.10.2021 | 18:56
Skíthæll vikunnar? Hr85 12.10.2021 14.10.2021 | 01:39
Litla saklausa ísland ? Kristland 13.10.2021 13.10.2021 | 22:17
Afturbatapíka. Getur Strætó orðið afturbatapíka ? Með Afturbatapíku drauma ? _Svartbakur 13.10.2021
Matarkörfur hjá feitu fólki Hr85 13.5.2021 13.10.2021 | 13:06
Barn nær ekki að kúka lovelove2 10.10.2021 13.10.2021 | 12:19
Víðir með covid eftir gesti VValsd 29.11.2020 13.10.2021 | 09:34
Ríkisstjórn Katrínar miklu í fæðingu. _Svartbakur 11.10.2021 12.10.2021 | 18:44
Olíumiðstöð í bíl Ardiles 12.10.2021 12.10.2021 | 18:20
Stórtap af rekstri Strætó eins og venjulega Tapið alls um 5.200 millj. kr á árinu 2020. _Svartbakur 12.10.2021
Að fara í mál við son sinn? amhj123 4.10.2021 12.10.2021 | 11:03
*Einhleypar konur frá 35-45 ára* Smælí 10.11.2009 11.10.2021 | 20:44
NASA , ,skamm ! ! Kristland 11.10.2021 11.10.2021 | 19:02
Af hverju er friðarsúlan svona mikið flopp? Hr85 10.10.2021 10.10.2021 | 21:59
Mat vegna slyss, tryggingafélagið Mistress Barbara 9.10.2021 10.10.2021 | 21:11
Kjúklingafranskar villt 10.10.2021 10.10.2021 | 16:06
Hvað borgið þið í tryggingar af bílunum ykkar ? tweety69 26.6.2007 10.10.2021 | 11:39
Panta gluggatjöld á netinu? EarlGrey 10.10.2021 10.10.2021 | 05:52
Deila leigukostnaði / nýlegt samband waterboy007 3.10.2021 9.10.2021 | 23:54
Segðu frá Jesú og löggan mætir með handjárn ! Kristland 6.10.2021 9.10.2021 | 22:07
Er einhver að byggja einingahús í dag? HUGME 5.10.2021 9.10.2021 | 14:29
Að fóðra skólplagnir úr stein oliorn1 8.10.2021 9.10.2021 | 14:20
Leiðari Fréttablaðsins 10.okt 2021 _Svartbakur 7.10.2021 9.10.2021 | 14:14
Lögfræðingar og kostnaður amhj123 2.10.2021 8.10.2021 | 10:32
Kaufen Sie einen registrierten Führerschein online (https://buymyglobaldocs.com/), kaufen Sie e nyahkuma 7.10.2021
Síða 1 af 56669 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, Coco LaDiva, vkg, krulla27, mentonised, Krani8, MagnaAron, karenfridriks, anon, joga80, rockybland, Atli Bergthor, barker19404, tinnzy123, superman2, aronbj, Bland.is, flippkisi, Gabríella S