Hvernig er að búa þar? Hafiði góða reynslu af því hverfi? Endilega segið mér frá jákvæðum hliðum og neikvæðum ef það er eitthvað. Er Rimaskóli góður skóli? Hvað með leikskólanna?
Prym | Alveg sama hvað hver segir, hverfið verður betra þegar þú flytur í það.
Ég by i rimahverfinu (er samt að flytja í stærra husnæði) Mér finnst mjög gott að bua hér... hef ekki reynslu af skolum eða leikskólum en hverfið er rosa fint.. ekkert til að setja ut á finnst mer
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Á eina keisaraynju fædda 28.11.2011 :) 2.888 gr og 48 cm :) Fullkomin í alla staði :D
Á von á annarri prinsessu 10.01.2013 :)
siggingi | Ég flutti með opnum huga inn í hverfið....bjó stutt og pakkaði með hraði :)
...
"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".
Mér finnst fínt að búa í rimahverfi. Hef reynslu af skólanum og leikskóla og það er fínt. Miðað við allar sameiningar sem standa yfir í skólum borgarinnar þá stendur Rimaskóli mjög hvað varðar stærð og annað. Mér finnst til dæmis mjög athyglisvert á góðan hátt hvað skólastjórinn er áberandi í öllu sem gerist í skólanum og ekkert mál að fá samband við hann og aðra yfirstjórnendur ef þess þarf.
luffs | Bjó þarna fyrir nokkrum árum ,leikskólinn í laufrima var rosa fínn en Rimask...
Bý í rimahverfinu og hef gert í 15 ár, líkar mjög vel hef búið í 3 götum hérna og þetta er alveg frábært hverfi, á 3 börn, 1 í leikskóla núna og eldri börnin voru þar og leikskólinn er alveg frábær, eldri krakkarnir eru í rimaskóla og þau eru ofsalega ánægð, eru á miðstiginu og hafa haft alveg frábæra kennara, erum mjög sátt.
xarax | Mamma býr þar og gæti ekki verið ánægðari. Þekki lítið inn á skólamálin en f...
Mamma býr þar og gæti ekki verið ánægðari. Þekki lítið inn á skólamálin en frænka mín, sem lenti í einelti í Foldaskóla, skipti yfir í Rimaskóla þar sem var vel tekið á móti henni og henni líður mjög vel.
Tveggja gullmola mamma:)
15.05.09-01.03.11
aurikp | Takk fyrir svörin:). Vildi forvitnast því það gæti verið að við skötuhjónin...
Sælt veri fólkið. Vildi forvitnast hvort þið skötuhjúin hafið flutt í Rimahverfið á sínum tíma. Ef svo er þá hvernig hefur gengið og eru þið enn búsett þar? Er sjálfur að íhuga fasteignakaup. Takk.
mhl | Grafarvogurinn er fínt hverfi, mikil náttúra og góðar gönguleiðir. Vinstri ...
Grafarvogurinn er fínt hverfi, mikil náttúra og góðar gönguleiðir. Vinstri borgarstjórn hefur lítinn áhuga á hverfinu sem er gott. Rimaskóli er ekkert verri en aðrir grunnskólar, lítið af innflytjendakrökkum. Nýi skólastjórinn þar er samt afar slakur. Gott fólk í hverfinu. Hef búið þarna í yfir 20 ár og verið með 2 börn í Rimaskóla.