Ringluð í sálinni minni....

óvissan | 21. apr. '15, kl: 12:54:01 | 1371 | Svara | Er.is | 1

Ég er aðeins í hugleiðingum. Búin að vera með sama manninum í 23 ár. Við höfum gengið í gegnum mjög margt saman gott og slæmt.
Við eigum þrjú börn sem eru öll á leikskólaaldri. I dag líður mér eins og ég sé að reka fyrirtæki og að hann sé samstarfsmaður minn. Við vinnum bæði úti og þegar heim er komið eru engin nánin samskipt. Aðeins verið að græja og gera fyrir börnin. Þegar þau eru loksins sofnuð þá förum við nánast í sitthvort hornið eða út í sitthvoru lagi. Við eigum engin samskipti fyrir utan börnin, hlægjum aldrei saman né kjöftum eins og í den. Ég er orðin svo leið á þessu og hef engar langanir til hans lengur. Spennt ef hann drífur sig út á kvöldin og þá reyni ég að vera sofnuð áður en hann kemur heim aftur. Er alltaf fegin ef hann er sofnaður þegar ég kem heim og reyni að læðast eins og ég get svo hann vakni ekki við mig. Helgarnar eru undirlagðar í prógramm fyrir börnin því við erum bæði mjög fjölskyldurækin. Gott með það en þar með er það líka upptalið. Hann er frábærasti pabbi sem ég veit um og myndi gera allt fyrir börnin sín. Hann er mjög tengdur þeim. Við erum í peningaveseni og því höfum við ekki getað veitt okkur neitt. Ef við reynum að gera eitthvað bara tvö þá höfum við ekki um neitt sérstakt að tala nema eitthvað sem snýst um börnin. Við höfum algjörlega sitthvora skoðunina á hlutunum og lífssýn. Ég vil fá miklu meira út úr mínu lífi en ég fæ í dag en hann segist bara vera hamingjusamur eins og þetta er. Við erum að tala um að við gefum hvort öðru ekki nokkurn skapaðann hlut hvorki líkamlegt né tilfinningalegt.
Hvað haldið þið ... ég á svo erfitt með að greina þessar tilfinningar til hans ef ég hugsa þetta meira þá finnst mér eins og að ég sé ástfangin af tengslum hans til barnanna okkar en það er held ég líka upptalið. Ég er mjög örugg og sjálfstæð kona og því hefur hann aldrei þurft neitt sérstaklega að"sjá" um mig, nema deila tekjum sínum með mér.
Ég er rosalega ringluð. Hvað haldið þið sérfræðingarnir um þetta og er bara kannski normalt eftir svona tugi ára að líða akkúrat svona. Finna ekki gleðina og vera farin að láta allt sem hann gerir pirra sig þá meina ég sérstaklega umgengnina og framtaksleysið hans ???
Vonandi fæ ég einhverjar nýjar sýnir hjá ykkur blandarar

 

bros30 | 21. apr. '15, kl: 13:09:24 | Svara | Er.is | 1

ég mæli með að þú ræðir þetta við hann,það er að segja ef þú ert ekki búinn að því. en segðu honum að þú þurfit nauðsynlega að tala við hann undir fjögur augu, og láttu hann vita nákvæmlega hvernig þér líður. Það er ekki víst að hann viti að þér líði svona og sé að upplifa hlutina allt öðruvísi, um leið og allt er komið á borðið þá fyrst geta hlutirnir breyst.

leonóra | 21. apr. '15, kl: 13:13:18 | Svara | Er.is | 1

Þrjú börn á leikskólaaldri…það er ekki lítið starf að sinna þeim.  Hugsaðu um manninn sem þú varðst ástfangin af og reyndu að sjá koma auga á hann í gegn um "samstarfsmann" þinn.  
Verð bara að segja :   mér finnst ekki skrítið að svona blendnar tilfinningar og hugsanir dúkki upp þegar hversdagsstritið tekur allan tímann og orkuna frá ykkur.  Þið þyrftuð að komast í helgarleyfi bara tvö.  En….aftur á móti er það mín reynsla  að ástin eða hrifningin í samböndum sveiflast.  Stundum er maður mikið skotin og stundum bara lítið skotin en það fær mig ekki til að gleyma því hvað ég á góðan, sætan og traustan mann.  Það er gott að geta magnað upp hrifninguna með fallegum hugsunum um hann sem þú átt í pokahorninu  - það gerir hinar stundirnar bærilegri.  

nixixi | 21. apr. '15, kl: 13:14:03 | Svara | Er.is | 0

Láttu hann lesa akkúrat þetta sem þú skrifaðir, ræðið svo málin.

BlerWitch | 21. apr. '15, kl: 13:19:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Ég myndi nú frekar bara segja þetta við hann. Ekki láta hann lesa einhverja bland umræðu um sig og sín persónulegu mál.

nixixi | 21. apr. '15, kl: 13:58:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stundum er betra að koma hlutunum frá sér á blaði/skjá, hún gæti alveg sett þetta inn í word skjal þess vegna og látið hann lesa þetta þar. Engin skylda að hann lesi þetta beint af blandinu sko.

BlerWitch | 21. apr. '15, kl: 14:09:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er vissulega skárri kostur en að lesa af blandinu en samt best ef hún getur rætt þetta beint.

staðalfrávik | 21. apr. '15, kl: 13:16:36 | Svara | Er.is | 0

Langar þig að vera áfram með honum?

.

fálkaorðan | 21. apr. '15, kl: 13:25:10 | Svara | Er.is | 4

Held að þið þurfið smá frí tvö saman og dusta rykið af parasambandinu ykkar. Það er alveg eðlilegt að samlífið fari í bissnessmode með 3 börn á leikskólaaldri er með þrju þannig stykki líka.


Það sem að ég held að sé að bjarga okkur er að við fórum í ráðgjöf.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

BlerWitch | 21. apr. '15, kl: 13:26:15 | Svara | Er.is | 0

Langar þig til að endurvekja ástina? Eða ertu komin skrefinu lengra og vilt eitthvað annað?

Iwona Jumpalot | 21. apr. '15, kl: 13:28:31 | Svara | Er.is | 2

Það er alveg hægt að blása í glæðurnar og gera stórt bál. En bæði verða að vilja það.

Talið saman. Já, ræðið hlutina í botn, fram og til baka og byrjið svo að vökva garðinn ykkar og ekki gleyma því.
Þið eigið falleg blóm í honum sem að eru börnin ykkar og svo eigið þið líka hvort annað :)
Þetta er hægt. Ég hef reynsluna :)

Gangi ykkur vel.

** I am a fucking genius **

Bitmý | 21. apr. '15, kl: 13:28:33 | Svara | Er.is | 0

já það er vinna að rækta samband sérstaklega fólk er með ung börn þetta er skólarbókardæmi um hjón sem hafa sofnað á verðinum þetta er verk fyrir fjölskylduráðgjafa að vinda ofan af þessu með ykkur

þó svo að fólk hafi ekki trú á því að það sé hægt þá er alveg ótrúlegt hvað gerist þegar hlutlaus aðili er komin með puttanna í málið getur hjálpað

óvissan | 21. apr. '15, kl: 13:38:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Takk fyrir góð svör en ég er svo mikið að spá í hvort að við eigum eftir að ná eitthvað aftur saman þar sem við erum með ákaflega ólíkar áherslur á lífið og tilveruna. Spurning líka hvort við eigum eftir að vera best buddys áfram eða bara þarna á "staðnum"
Ég get ekki að því gert en ég er æ oftar farin að reyna að reikna út hvort ég meiki ein að vera með alla krakkana, svona fjárhagslega.

Kannski best að klára þetta áður en annaðhvort okkar lendir í þeirri aðstæðu að fá "betra" og meira spennandi boð út í bæ.
Er ekki viss hvort við myndum standast utanaðkomandi athygli og freistingu sem mögulega verður á vegi okkar. Þegar við erum bæði svona ástarsvelt og afskipt.
Vil frekar spjalla við hann ogklárað þetta í vináttu barnanna vegna enda snýst okkar líf algjörlega um þau.
Skrítið nokk... við rífumst aldrei heldur notum við þögnina og ég veit ekki hversu oft ég hef öskrað inní mér en bæli allt niður !

Við fórum í ráðgjöf og það gekk ágætlega fyrst um sinn en svo sofnuðum við aftur og skriðum inní þægindarammana okkar.
Hann er heldur ekkert spenntur fyrir því að gera neitt með mér einn. Hann hefur ekki tjáð mér ást sína í mörg ár að fyrra bragði eða gert neitt svona surprise eða skemmtilegt fyrir mig. Ég gafst upp á þv´þegar hann gerði alltaf lítið úr öllu sem ég reyndi sama hvað það var.

Eina sem hann gerir vel er að hvetja mig í að fara út með stelpunum og rækta áhugamálin mín og jú svo sannarlega er ég virkilega snortin af því og þakklát því annars væri ég LÖÖÖÖÖngu sprungin og hann veit það vel.

Er auðvitað með einhverjar tilfinningar til hans en hvaða tilfinningar eru það og hvernig kemst ég að því hverjar þær eru.... eru það "ég er ástfangin og elska þig tilfinning" eða "er það ég elska þig sem föður barnanna minna" og nýt þess að sjá ykkur öll saman tilfinning ??

Margt skrítið í kýrauganu þykir mér !

BlerWitch | 21. apr. '15, kl: 14:13:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju ættir þú að vera ein með öll börnin?


Þú segir að þið séuð bæði ástarsvelt en sagðir líka áður að hann væri hamingjusamur með þetta svona. Það hljómar pínu undarlega í mín eyru.


En hvað með að þið takið smá frí frá hvoru öðru til að átta ykkur betur á því hvort forsendur séu til staðar til að reyna að hleypa lífi í sambandið, svona áður en lokaákvörðun er tekin?

óvissan | 21. apr. '15, kl: 14:14:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef ég færi þá yrðu börnin á mínu framfæri þrátt fyrir það að vona svo innilega að það verður góður samgangur á milli. Ekki bara ég og svo hann aðra hvora því börnin mín þurfa svo sannarlega á föður sínum að halda

presto | 23. apr. '15, kl: 18:32:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Voru þessi litlu börn ekki langþráð hjá ykkur? Var sambandið ekki gott fram að barneignum? (Hefur ekki tjáð mér ást sína...mörg ár)?


Það eru örugglega viðbrigði eftir barnlaust samband í næstum 2 áratugi að þurfa svo að setja aðra í forgang. Börn á leikskólaaldri ( jafnvel bara 1!) taka verulega orku og þá getur annað lent í öðru sæti, en þetta er bara tímabundið ástand og alveg fáránlegt að ætla að stökkva í burtu vegna þess. 
Ég trúi því ekki að þið hafið verið saman í öll þesi ár bara til að hætta saman þegar þið eruð nýbúin að hlaða niður börnum!


Þið þurfið að fá einhvern tíma til að sinna ykkur, virkar eins og þú sért eitthvað minna sátt við fjölskyldulífið og eigir erfiðara með að finna nýtt jafnvægi með 5 manna fjölskyldu en að hann sé frekar hamingjusamur en þú.
Ertu ekki stolt af krílunum sem þið bjugguð til í sameiningu? Þetta er drulluerfitt en fer batnandi!

Nördinn | 25. apr. '15, kl: 20:36:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Madur getur verid i virkilega astriku og godu sambandi to madur se olik og hafi olikar aherslur eins og thu kallar tad.  Eg myndi aldrei skilja fyrren ad thu ert buin ad reyna allt. 

Máni | 21. apr. '15, kl: 14:05:17 | Svara | Er.is | 4

Kom þessi leiði og ástleysi fram fyrir eða eftir að þið áttuð börnin?

Ef þið hafið verið saman í 23 á og eigið bara leikskólabörn hafið þið verið barnlaus saman mjög lengi og ég velti fyrir mér hvort allt hafi verið í lagi þá. Ég á sjálf þrjú börn og þekki álagið sem fylgir.

óvissan | 21. apr. '15, kl: 14:13:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sambandið er búið að ganga upp og niður og á ýmsu. Ástleysið er því miður nei ekkert nýtt !
Það er því miður alltof lítil nánd og tilfinningar í þessu sambandi... mikil þögn.
Eins og ég sagði að ofan þá rífumst við aldrei eða tökumst á með nokkurn hlut
þetta er bara eins og að vera að bíða eftir að verða gamall.... eiginlega algjört áhugaleysi á lífinu og öllu því sem það hefur uppá að bjóða !
Þar skellur á milli okkar ! Ég skil ekki þetta metnaðarleysi sem mannskepnan elur upp í sér.!
En vááá hann er svo frábær faðir !
Er það nóg fyrir mig ?
Nei ég held ekki og því miður hef ég rætt þetta nokkrum sinnum við hann og sagt hvað mér finnst en ekkert breytist
mig langar í svo margt í lífinu. Kynnast fólki, ferðast, elta draumana mína um uppbyggingu á vissum hlutum en heima fyrir fæ ég ekkert bakland með hugmyndirnar mínar. Bara yfirlýsingu og spurningu um hvað ég eiginlega held að ég sé !

Veit að það verður ekkert framkvæmt eða nein breyting þar sem ég er
þetta er því spurning hjá mér hvort ég sætti mig við ástandið og verð þakklát fyrir frábæran föður barnanna minna og láti það duga
eða fer á vit ævintýralanganna minna. Stend og fell þá bara með því en get horft til baka þegar ég verð gömul og hugsað mér hvað og hvernig ég prófaði mig áfram í lífinu. Hokin af reynslu

Eða ætti ég bara að skríða inní kassann minn aftur og kúra á meðan lífið rennur sinn gang ?

BlerWitch | 21. apr. '15, kl: 14:19:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ef valið snýst um að sætta þig við óhamingju eða halda á vit ævintýranna sem þig dreymir um þá er það ekkert val. Börnin þín myndu aldrei vilja að þú héngir áfram í sambandinu bara fyrir þau.

presto | 23. apr. '15, kl: 18:39:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Jú, lítil börn vilja frekar hafa mömmu sína en að hún fari í draumaheimsreisuna sína og skilji þau eftir. Leikskólabörn hafa alls ekki þroskann til að setja aðra í forgang yfir eigin þarfir. Fullorðið fólk ætti hins vegar að geta það en ekki sjálfsagt að allir vilji það eða reyni.

BlerWitch | 24. apr. '15, kl: 10:32:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er enginn að tala um að hún hoppi í heimsreisu í dag. Lítil börn eru mjög næm á foreldra sína og ef mamma er óhamingjusöm þá líður börnunum ekki vel. Ef foreldrar skilja og líður betur þannig þá líður öllum betur, þó það sé að sjálfsögðu alltaf erfitt í fyrstu.

presto | 24. apr. '15, kl: 20:40:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kom fram um hvað draumarnir snúast?

BlerWitch | 25. apr. '15, kl: 06:56:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei en það varst þú sem talaðir um heimsreisu.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 22. apr. '15, kl: 00:35:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

...þú svarar ekki spurningunni


Eigið þið þessi 3 börn eða fleiri? Var sambandið allt öðruvísi áður en þið urðuð foreldrar fyrir 5 árum?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

presto | 23. apr. '15, kl: 18:37:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju finnst þér þú þurfa að velja á milli? Hvernig kemur annað í veg fyrir hitt? 
Ertu ekki búin að upplifa helling af ævintýrum og láta helling af draumum rætast? Hvers vegna ætti það tímabil að vera búið? Hvað er framundan á óskalistanum?
Prófaðu að gera lista, 5 atriði, 10 atriði.
Hvað er mikilvægast fyrir þig á næstu 2 árum, næstu 5 árum, næsta áratug?
Hvar viltu standa eftir 2 ár, 5&10? Hvaða árangri viltu ná/hafa náð? Hvað með upplifanir?
Finnst þér tími þinn með börnum og maka á einhvern hátt tímasóun?

Ziha | 23. apr. '15, kl: 18:44:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég spyr líka.... 
Annars er ekkert skrítið við það að finnast maður hafa mikið að gera og sjái ekki alveg út úr hlutunum þegar maður á þrjú börn á leikskólaaldri... og grunar að það sé sérstaklega erfitt ef maður er búin að bíða lengi eftir börnunum... því það að vinnan við að eiga börn er oft miklu meiri en maður býst við í upphafi...... Maður býst oft við bleiku "ég er loksins mamma " skýjum og fullkomnum börnum .... en svo kostar það endalausa vinnu..... og börnin eru jafn ófullkomin og maður sjálfur.  


Ég myndi sjá til í þínum sporum, reyna t.d. að komast út í stuttar helgarferðir ef þig langar að ferðast... fara í nám ef þig langar að læra meira..... fjarnám t.d. tilvalið í þannig tilfellum þar sem maður lærir þegar maður getur það.  


Annars er það þitt að ákveða hvað þú vilt gera, mamma t.d. gafst upp á að bíða eftir því að pabbi vildi ferðast með henni annað en bara til systur sinnar í Noregi og það var ekki fyrr en hún pantaði ferð með mér til Kaupmannahöfn sem hann sá að annað hvort myndi hún ferðast ein eða með öðrum... eða hann kæmi með.... og síðan hafa þau farið oft og mörgum sinnum út.  :o)  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 21. apr. '15, kl: 17:21:09 | Svara | Er.is | 0

Samband er alltaf beggja vinna. það er ykkar beggja að hlúa að og gefa af ykkur. Forsendan finnst mér alltaf að viðhalda sambandinu og kosta tíma og fleiru til þess. Það er spurning hvað myndi gerast ef þið færuð í sundur í smá tíma til að kanna og finna hvort og ef, þið viljið og getið unnið í sambandinu.

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

svartasunna | 21. apr. '15, kl: 18:36:10 | Svara | Er.is | 0

Èg endadi einmitt samband vid barnsfödur minn útaf thví ad vid vorum bara "vinnufèlagar" Of mikil vinna og málamidlanir ad mínu mati ad vera í sambandi ef thad er steingelt.

______________________________________________________________________

orkustöng | 21. apr. '15, kl: 20:36:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og fannstu einhvern skárri...

svartasunna | 21. apr. '15, kl: 20:46:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Neibb...en thad var ekki tilgangurinn í ad slíta sambandinu, ad finna einhvern sem virkadi betur med mèr (hann gæti alveg verid "skárri" med e-n ödrum)
Tilgangurinn var ad lída vel á sínu eigin heimili og binda ekki tvo einstaklinga saman sem lídur ekki vel saman...eda eru dofnir saman.

Mèr lídur svo vel ein ad èg held èg fari ekki aftur í samband. :)

______________________________________________________________________

orkustöng | 21. apr. '15, kl: 20:55:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er ekkert í boði svona lauslegir hittingar án sambands..

svartasunna | 21. apr. '15, kl: 21:36:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Jú, èg held reyndar ad thar sè mesta frambodid á Íslandi.
I've been there done that, fèkk svo bara leid á thví, meiri orkusparnadur ad fá thad bara sjálfur á 5 mín vs ad raka á sèr fæturna, mála sig, thykjast vera ægilega hress og spennandi og thurfa svo ad rjúka heim til ad sinna heimilinu og vakna örthreyttur daginn eftir....nahhhh not worth it.

______________________________________________________________________

orkustöng | 22. apr. '15, kl: 16:46:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

raka , bregður mönnum ef þeir strjúka loðinn kvenfót og kippa að sér hendinni

svartasunna | 22. apr. '15, kl: 18:18:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég bara veit ekki hvernig karlmenn bregðast við því. Að mæta ómáluð, í rifnum inni/íþróttafötum, með úfið hár, loðinn líkama og bólur er kannski ekki besta ímyndin sem maður vill gefa af sér, eða það er samfélagið búið að innprenta hjá kvenmönnum og karlmönnum. Maður vill hafa sig til og vera "sexý" 


Rangt, rétt, hégómalegt, ábyggilega....en held maður verði að fara langt í burtu til að finna samfélag sem þannig lagað er bara alveg ok.

______________________________________________________________________

orkustöng | 23. apr. '15, kl: 12:35:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er með skeggxý , ,ætli það sé kynlaðandi

presto | 23. apr. '15, kl: 18:41:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gengur ekki að líða illa saman:( ekki þannig á góðum vinnustöðum!

presto | 23. apr. '15, kl: 18:40:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hafði það bætandi áhrif á "rekstur heimilisins"? hver var helsti árangurinn af því að slíta samstarfinu?

svartasunna | 24. apr. '15, kl: 08:57:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það fer svona eftir hvað þú flokkar undir rekstur.
Fjármálin koma verr út þó svo að barnsfaðir hafi verið heimavinnandi. S.s. minni tekjur inná heimilið. Einnig er erfiðara uppá tíma og orku að reka heimili einn, t.d. þegar ég kom heim var hann oftast búinn að elda, þrífa heimilið og hjálpa börnunum að læra.


Á móti er heimilið rekið betur að vissu leiti þar sem ég skipulegg allt sjálf og það kemur ekkert "óvænt" uppá í planinu. Einnig ef starfskrafti líður betur þá takast verkefnin betur og hlutirnir eru gerðir með jákvæðu hugarfari. Börnin finna það líka.


Þannig að það eru alltaf kostir og gallar við allt. Svo er bara mismunandi hvernig fólk forgangsraðar, hvort skiptir meira máli. Í mínu tilfelli eru kostirnir við reksturinn miklu meiri án þessa sambands.

______________________________________________________________________

presto | 24. apr. '15, kl: 20:41:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

flott svar, ég átti við tilfinningalegan kostnað ekki síður en fjárhagslegan:)

svartasunna | 25. apr. '15, kl: 09:20:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Takk. :)

______________________________________________________________________

Dalía 1979 | 23. apr. '15, kl: 14:08:41 | Svara | Er.is | 1

þið verðið að passa að eiða tíma saman og rækta sambandið á milli ykkar það er heilmikil vinna að halda góðu sambandi gangandi 

Gunnýkr | 23. apr. '15, kl: 14:19:02 | Svara | Er.is | 1

þetta getur alveg verið tímabil sem þið gangið í gegn um. 
hef sjálf farið í gegn um svona.  
Þarft að ákveða hvort þú vilt halda áfram eða hætta. Ef þu vilt halda áfram þá þurfið þig að gefa allt í þetta.
Spurning með ráðgjöf.

Vindhviða | 25. apr. '15, kl: 20:28:13 | Svara | Er.is | 3

Ef þú ert með 3 börn á leikskólaaldri þá finnst mér nokkuð líklegt að þetta sé tímabil sem eigi eftir að líða hjá þegar krakkarnir eldast.


Þið voruð saman amk 18 ár áður en þið fóruð að eiga börn og 3 börn á minna en 6 árum reynir á bestu sambönd - 


Ég veit að það þurfti bara eitt barn með svefntruflanir til að ganga nærri af mínu sambandi dauðu og djöfull hataði ég stundum karlinn - fannst hann pirrandi, fyrirferðarmikill, leiðinlegur, vond lykt af honum og bara nefndu það - en í dag, krakkinn er að verða 3 ára, er ég hamingjusömust í heimi með að hafa ekki skilað honum eins og tómri notaðri kókflösku þegar á reyndi... og bæta við áhyggjum af peningum.


Ræddu við hann, takið ykkur frí saman bara 2, planið að gera eitthvað saman bara 2, dettið í það bara 2 - bara eitthvað annað en barnatengt... það er vandræðalegt fyrst en svo allt í einu smellur það í gamla farið

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Síða 1 af 47837 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, Guddie, Bland.is, Kristler, annarut123