Rósroði

Krilovis | 15. jún. '15, kl: 15:56:16 | 381 | Svara | Er.is | 0

Það var verið að greina mig með rósroða, mer er búið að gruna það lengi eg er alltaf rjóð í kinnonum en það eru einu einkennin sem eg er með , hann sagði að lazer meðferð gæt hjálpað , hefur einhver reynslu að lazer við rósroða er þetta að borga sig ? Og versnar þetta alltaf með tímanum ? Eg hef verið að lesa um einhverjar bólgur sem rósroðinn getur valdið? Hvernig bólgur er verið að tala um eru þetta storar bolur sem koma þa ? Allar reynslusögur og upplýsingar um rósroða vel þegnar !:)

 

Splæs | 15. jún. '15, kl: 16:22:46 | Svara | Er.is | 0

Ég er á mörkunum að vera með rósroða að mati húðsjúkdómalæknis. Hef fengið bólgur, exem og sýkingar í andliti. Eftir sýklalyfja og sterameðferð hef ég haldið einkennum niðri með því að fylgja læknisráði: sterk sólarvörn á andliti í sól, halda áfengisneyslu á lágmarki/sleppa áfengi, forðast heitt umhverfi, kæla andlit í hita, skýla andliti í sól, nota olíulausar húðvörur, nota daglega rakakrem með ávaxtasýrum og sólarvörn sem uppáskrifað er af húðlækninum.

Kattarskott | 15. jún. '15, kl: 18:05:22 | Svara | Er.is | 0

Ég var það slæm af rósroða að ég varð reglulega eins og sólbrunnin í framan eldrauð og með sviðaverki.  Lazer meðferðin virkaði til að slá á það ég varð því miður að hætta í lazernum áður en ég náði að klára meðferðina þar sem sjúkratryggingar hættu að niðurgreiða þetta og ég hafði ekki efni á að klára.  En ég mæli klárlega með því að fara ef maður er slæmur.

Þjóðarblómið | 27. júl. '15, kl: 03:19:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er svona eins og þú lýsir, alltaf með eldrauðar kinnar og mikinn sviða. Hitinn má hvorki hækka né lækka, þá verð ég eldrauð, ef ég fer í ræktina er ég alltaf rauðasta manneskjan á svæðinu og líður almennt mjög illa í kinnunum.


Húðlæknirinn minn sem ég fór til sagði að ekkert væri hægt að gera nema fara í laser og ég tími því ekki.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

buin | 15. jún. '15, kl: 20:34:13 | Svara | Er.is | 0

Ég fór í nokkur skipti í laser,fyrir nokkrum árum. Þetta lagaðist aðeins, en hvort það er útaf laser eðaþví ég nota sterka sólarvörn allt árið veit ég ekki. Húð læknirinn gerði þetta sjálfur. Sú sem ég er hjá núna, mælir ekki með laser svo ég hef ekki farið aftur. Bólgurnar eru með bólum í. Ég nota finacea þegar ég fæ bólur og það lagast. Mæli með sólarvörn númer 50 :)

Louise Brooks | 15. jún. '15, kl: 22:14:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er með vægan rósroða og hef ekki þolað finacea nægilega vel. Fæ sviða af því. Hvaða sólarvörn er að henta þér? Ég lendi mikið í því að sólarvörn loki svo öllum svitaholum að ég fæ bilaðan hita í andlit og svitna eins og mér sé borgað fyrir það. Mig vantar vörn sem að virkar fyrir mig. Eins og er nota ég bara Neostrata bionic lotion því að ég þoli ekki þykkari krem. Finn að ég er að versna núna.

,,That which is ideal does not exist"

buin | 15. jún. '15, kl: 23:03:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég nota sólarvörnina frá vicky nr.50. fékk hana í einhverju apoteki. Skipti stundum yfir í venjulega niivea yfir veturinn.
Hefurðu prófað metronizadol? Fékk það í staðinn fyrir finacea síðast. Sveið stundum af finacea en fæ engan svipa af þessu og virknin er sú sama. Hef notað dag krem frá marbert, ligth comfort creme, sem er fyrir rósroða en erfitt að fá hér.

micro | 16. jún. '15, kl: 09:38:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hver er munurinn á finacea og metronizadol, finnst eins og ég hafi alltaf fengið metronizadol en er ekki viss. Er sama virka efni í þessu ?

buin | 16. jún. '15, kl: 17:35:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ömm já held að það sé það sama. Minnir að m, sé betra fyrir utandyra fólk ;) mér svíður minna af því

Louise Brooks | 16. jún. '15, kl: 09:46:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég notaði einmitt light comfort cream frá Marbert í einhver ár en svo hætti það að fást svo að ég hef verið í smá veseni með krem en var ráðlagt að prufa Neostrata og finnst það fínt. Ég prufa að fá heimilislækninn til þess að skrifa upp á metronizadol næst þegar ég kíki til hans.

,,That which is ideal does not exist"

micro | 15. jún. '15, kl: 22:34:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er Finacea ?

buin | 15. jún. '15, kl: 23:03:55 | Svara | Er.is | 0

Það er krem til að nota á bólusvæði þegar þú ert með rósroða

Krilovis | 16. jún. '15, kl: 00:04:57 | Svara | Er.is | 0

Takk fyrir svörin stelpur ! Hann ráðlagði mer ekki með nein krem né sólarvörn sagði að hann gæti skrifað uppá sýklalyf fyrir mig en rósroðinn myndi bara blossa upp aftur þegar kúrnum væri lokið, hann sagði að eina vitið væri lazer sem kostar 22 þus skiptið uffi!!

Kattarskott | 16. jún. '15, kl: 10:39:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá hvað lazer aðgerðirnar hafa hækkað kostaði 15þús óniðurgreitt þegar ég var í þessu, þetta er ekkert sem venjulegt fólk hefur efni á því það þarf að fara 10 - 15 sinnum eftir því hversu slæmt ástandið er :/

nefnilega | 16. jún. '15, kl: 11:41:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefurðu fengið álit annars læknis?

buin | 16. jún. '15, kl: 06:02:15 | Svara | Er.is | 0

Hann er greinilega að gera þetta sjálfur. Ég skipti um húðlækni og hún hefur enga trú á þessu og mælir ekki með fleiri skiptum á meðan sá gamli sem átti tækið vildi að ég færi amk tíu sinnum lágmark ;)

Louise Brooks | 16. jún. '15, kl: 09:47:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mamma mín fór í laser meðferð og hún virkaði mjög vel í hennar tilfelli. Hún var góð í nokkur ár eftir hana en hún var henni alveg svakalega dýr.

,,That which is ideal does not exist"

mandalas | 16. jún. '15, kl: 13:50:48 | Svara | Er.is | 1

Ég er með rósroða en fékk bara lyf og krem. Ég er mjög rjóð í kinnum og með margar rauðar bólur. Ef þú ert bara rjóð hugsa ég að lyf og krem dugi fyrir þig? Örugglega óþarfi að fara í lazer. Hélt að lazer væri eingöngu fyrir þá sem eru með mjög slæm tilfelli af rósroða.

Krilovis | 16. jún. '15, kl: 14:03:32 | Svara | Er.is | 0

Eg hef ekki fengið annað álit nei , eg held eg fari samt annað eg er reyndar líka með einmitt svona litlar rauðar bolur , mæliði með einhverjum góðum indælum lækni sem kostar ekki handlegg ? Þessi sem eg for til kostaði 9 þus fyrir 10 mínútur !

Ólíva | 27. júl. '15, kl: 01:10:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er með rósroða og fer til yndislegs grasalæknis Margrétar Sigurðardóttur sem að hefur hjálpað mér mikið bæði í gegnum matarræði og krem meðal annars krem sem að hún býr sjálf til. Get ekki hugsað mér sjálf að fara í leyser eða að nota fúkkalyf. Hef ekki trú á slíkum með ferðum til langs tíma. Gæti mjög að matarræðinu og nota mikið af hágæða blaðgrænu (klorophil)

buin | 16. jún. '15, kl: 17:34:35 | Svara | Er.is | 0

Ég er hjá Rannveigu Páls. Yndisleg og kemur með góð ráð. Hef heyrt að Bolli sé góður

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Síða 8 af 47935 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Guddie, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien