Rotta?! Erum að fríka út!

dudah84 | 28. jún. '20, kl: 06:31:35 | 206 | Svara | Er.is | 0

Kallinn var á klósettinu áðan að míga. Sér þá út frá sér kvikindi sem var lengra en hendin á sér (lófi + fingur). Maðurinn er hjartveikur og brá svo svakalega að hann fékk fyrir hjartað. Í ofanálag er hann með rosalegar fóbíur, þar á meðal fyrir svona kvikindum. Hann lokaði inn og núna má enginn opna inn á bað. Ekkert klósett fyrir okkur. Það kostar 40-90þ kall að kalla út meindýraeyði og við erum bæði öryrkjar. Lifum á aðstoð frá Fjölskylduhjálpinni þessa dagana. Maður hefur heyrt sögur af því að rottur komi upp um klósett, en svo hafa aðrir sagt að það sé bara myth. Hvernig ætli kvikindið hafi komist inn? Erum í Árbænum á 3ju hæð í 15 ára gömlu fjölbýlishúsi.

 

Splæs | 28. jún. '20, kl: 08:10:46 | Svara | Er.is | 0

Taktu nú af skarið, farðu inn á bað og gáðu hvort þar sé rotta. Kallinum gæti hafa missýnst. Ef það kom í rauninni rotta inn, þá er það ekki vandamál ykkar einna heldur húsfélagsins. Rottur komast ekki inn í lagnakerfið nema það sé gat á því einhvers staðar undir húsinu. Þá þarf að láta skoða og mynda lagnirnar. Það er húsfélagið sem greiðir það.
Ef þið sjáið ekki rottu þarna inni núna, þá bara notið þið baðherbegið, getið haft aðra dýr í íbúðinni lokaðar á meðan.

dudah84 | 28. jún. '20, kl: 09:46:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er pottþétt rotta. Kíkti inn um smá rifu og sá hana á hreyfingu. Heyrði svo í nágranna mínum sem býr beint fyrir neðan mig og það er ein inni í þvottahúsi hjá henni - lagnirnar eru í veggnum milli þvottahúss og baðherbergis, svo þær eru pottþétt að koma þar upp. Var víst vandamál í annarri íbúð fyrir 2 mánuðum síðan þar sem voru komnir ungar og allt, og svo sagði meindýraeyðirinn (náði loksins í leigusalann sem sendi meindýraeyði - á allt húsið) að það hefði verið mikill rottugangur í næstu blokk fyrir mánuði síðan.

isbjarnaamma | 28. jún. '20, kl: 10:54:25 | Svara | Er.is | 0

Meindýraeyðir Reykjavíkur sér um svona mál og ég veit ekki betur enn að það kosti ekkert

dudah84 | 28. jún. '20, kl: 11:54:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru bara við milli 8-20 á virkum dögum. Leigusalinn kallaði til meindýraeyði sem setti inn 2 gildrur og fór svo. Búin að kíkja inn en sé hana hvergi en það eru 2-3 staðir sem hún getur falið sig sem ég sé ekki frá dyrunum. Hún hefur t.d. greinilega farið á bakvið ofninn, því það er fullt af ryki búið að hrynja þaðan á gólfið.

isbjarnaamma | 28. jún. '20, kl: 16:38:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ömurlegt að lenda í svona

Gallía | 3. júl. '20, kl: 23:49:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það kostar ekkert. Mýs og rottur. Þeir koma strax og frítt.

BjarnarFen | 28. jún. '20, kl: 13:00:43 | Svara | Er.is | 0

Hvað með að fá lánaðann kött?

adrenalín | 29. jún. '20, kl: 22:51:50 | Svara | Er.is | 0

ég verð nú bara að fá að svara þessu. Bjó í efra Breiðholti einu sinni og sonur minn hringdi í mig í vinnuna og tilkynnti mér að hann hefði séð rottu koma upp úr klósettinu. Ég hringdi strax á meindýraeyði sem sagði mér að strákurinn minn hefði fjörugt ímyndunarafl því rottur hreinlega kæmust ekki svo langa leið frá sjónum. Þannig að þetta var pottþétt ekki rotta sem maðurinn þinn sá. Getur hringt og fengið þetta staðfest varðandi hvort rotta gæti komist upp í Árbæ og færð það svar að það sé ekki möguleiki.

kaldbakur | 4. júl. '20, kl: 10:29:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það mun vera fullt af músum í háu stóru blokkunum í Breiðholti.
Hef heyrt að mikill músagangur sé þar uppundir þaki á 8 hæð.
Kvikindin skríða eftir lagnastokkum og kíkja inní eldhússkapa og sjá hvað er í matinn á hverri hæð.
Held að rottur séu ekki þarna.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Stætó skrímslið að stækka - en heimilsbíllinn að minnka verða rafknúinn og jafnvel sem skutla. kaldbakur 3.7.2020 5.7.2020 | 09:36
Kristleysi í Kína. Kristland 23.6.2020 5.7.2020 | 01:24
Aum tunga ? :/ KuTTer 31.7.2011 5.7.2020 | 00:43
Ríkis Borgarlínu Stræó kaldbakur 4.7.2020 5.7.2020 | 00:31
Þjóðsöngur blands? ert 4.7.2020 4.7.2020 | 23:31
Hundahald í blokk Hjödda171 4.7.2020 4.7.2020 | 22:48
500 þús. milljóna skuldsetning Ríkisins - til að milda áhrifin af Covid19 kaldbakur 4.7.2020 4.7.2020 | 21:28
Geta einstaklingar haldið opið bingó? ny1 4.7.2020
Barnsfaðir SantanaSmythe 3.7.2020 4.7.2020 | 16:58
Rotta?! Erum að fríka út! dudah84 28.6.2020 4.7.2020 | 10:29
Réttur leigjanda geislabaugur22 4.7.2020 4.7.2020 | 09:20
Búið að útrýma MengunarVagnaStrætó af Laugavegi - Næst að hrekja Strætó_ Ósóman frá Miðbænum. kaldbakur 3.7.2020 4.7.2020 | 02:01
Laun miðað við aldur Bjarki45 26.6.2020 3.7.2020 | 21:29
Upp með efnahaginn ! Kristland 3.7.2020
Förðunarvörur fyrir börn/unglinga KollaCoco 28.6.2020 3.7.2020 | 19:40
Silfurskottur - hvað er til ráða ? leo7 9.6.2011 3.7.2020 | 19:33
Lopapeysur til sölu? Tootsie McBoob 5.5.2011 3.7.2020 | 19:31
Kjör forseta - embættistaka og embættisverk Guðna í hættu ? kaldbakur 2.7.2020 3.7.2020 | 11:51
Fasteignagjöld og annað mál: Kjörtímabil forseta Júlí 78 1.7.2020 2.7.2020 | 15:39
Hvar kaupir maður notaðar tölvur? Chaos 8.7.2009 2.7.2020 | 09:42
Halo top ís Davidlo 1.7.2020 2.7.2020 | 09:38
Strætó - Alltaf úti að aka - Já vantar innstig kaldbakur 1.7.2020 2.7.2020 | 07:00
Frelsum Fíkniefnin ! Kristland 30.6.2020 2.7.2020 | 06:08
Kínverji Kjaftar Frá ! Kristland 26.6.2020 1.7.2020 | 21:00
Byrjum að læra Kínversku ! Kristland 23.6.2020 1.7.2020 | 21:00
Vöðvabólga og kírópraktor baranikk 1.7.2020 1.7.2020 | 19:02
KSí - merki gamlar fréttir - hallærislegt sjomadurinn 1.7.2020
Veit einhver um ódýrt nudd? Steinar Arason Ólafsson 30.6.2020 1.7.2020 | 13:48
Kauptu raunveruleg skráð vegabréf, ökuskírteini, skilríki, (// www.realdocuments48hrs.com/) muellerr028 1.7.2020
BUY HIGH QUALITY REAL/FAKE PASSPORTS,DRIVERS LICENSE,ID CARDS,COUNTERFEIT BANK NOTES Etc muellerr028 1.7.2020
Eldsneytiseyðsla með fellhýsi/tjaldvagn/hjólhýsi í eftirdragi hjá ykkur Svonaerthetta 1.7.2020
Icelandair - er fyrirtækið að fara í þrot ? kaldbakur 30.6.2020 1.7.2020 | 09:36
Hyundai bílar eða Toyota Flower 29.6.2020 30.6.2020 | 22:35
Hvert á ég að leita út af flísafúgu? Selja2012 30.6.2020 30.6.2020 | 21:05
Íslenskur varaforseti - Tveir fyrir einn ? kaldbakur 28.6.2020 30.6.2020 | 18:33
Nefaðgerð/skakkt miðnes agustkrili2016 18.6.2020 30.6.2020 | 16:08
Hvenær byrja sumarútsölur? hamingjanuppmáluð 30.6.2020 30.6.2020 | 08:55
Hvar fær maður Usb kveikjari/plasma á íslandi? sabbi9 29.6.2020
1000 ár að rembast... BjarnarFen 24.6.2020 29.6.2020 | 16:57
Að flytja út með hund hlifstill 25.6.2020 29.6.2020 | 16:31
Jákvætt greiðslumat HannaLP83 24.6.2020 29.6.2020 | 14:50
Lánshæfismat bold 24.6.2020 28.6.2020 | 20:45
Að skipta um grunnskóla/ykkar reynsla sem barn bland20 25.6.2020 28.6.2020 | 16:58
Óhagnaður - nógu vitlaust til að allir tapi ? kaldbakur 24.6.2020 28.6.2020 | 14:33
Metan/bensín bílar sunna1 24.6.2020 28.6.2020 | 11:15
Eplatré - vantar kærustu (blóm af öðru tré) auglysingarnar 28.6.2020
Hungurtilfinning - einhver sem veit spunky 6.1.2015 28.6.2020 | 01:05
Fyrir þá sem búa einir.. sopi1 13.5.2020 27.6.2020 | 19:22
Að kjósa utan kjördæmis?? mammamamma 27.6.2020 27.6.2020 | 16:46
ON +27780171131 HIGH QUALITY S.S.D. CHEMICALS SOLUTION FOR CLEANING BLACK MONEY We are manufact maamazama 27.6.2020
Síða 1 af 26796 síðum
 

Umræðustjórar: TheMadOne, tinnzy123, flippkisi, Gabríella S, mentonised, MagnaAron, krulla27, superman2, anon, ingig, Coco LaDiva, joga80, Krani8, vkg, aronbj, rockybland, Bland.is