Safna

geislabaugur22 | 24. ágú. '15, kl: 02:49:29 | 739 | Svara | Er.is | 0

Er með c.a 172þ a manuði, borga ekki leigu en borga helming i mat og reyki eg á samt aldrei pening út mánuðinn þar sem ég kann ekki að spara.. er einhver herna goður i að leggja fyrir sem getur komið með hugmyndir, mig vantar sparnaðartips??

 

skarpan | 24. ágú. '15, kl: 03:15:02 | Svara | Er.is | 7

Ætla að koma með the obvious fyrst... hætta að reykja og leggja þann pening fyrir sem hefði farið í sígarettur yfir mánuðinn!
En hvað fer annars hinn 85 þús kallinn í? Verslaru þér mikið föt, ferð í bíó og svoleiðis?

Maríalára | 24. ágú. '15, kl: 15:23:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kostar 87 þúsund að reykja á mánuði?

Maríalára | 24. ágú. '15, kl: 15:25:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrirgefðu, ég misskildi upphafsinnleggið þegar hún sagðist borga helming í mat. 

Ruðrugis | 25. ágú. '15, kl: 01:25:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

2 pakkar á dag fara nálægt því.

Maríalára | 27. ágú. '15, kl: 15:40:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er reykingarfólk almennt að reykja tvo pakka á dag? Einu sinni reykti ég, þá reykti ég 1-2 pakka á viku. 

GuardianAngel | 27. ágú. '15, kl: 22:21:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar kemur fram að þetta sé pakki? Margir rúlla.

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

geislabaugur22 | 24. ágú. '15, kl: 03:17:04 | Svara | Er.is | 0

Bara leyfi mer alltof mikið já þetta sem þú nefnir og margt fleira :/
En að hætta að reykja er ekki í boði sökum kvíða eins og er... læknirinn minn meir að segja ráðlagði mér að bíða með það því ég varð verri þegar ég sleppti sígarettum en ella..

staðalfrávik | 24. ágú. '15, kl: 11:31:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef þú ert ekki tilbúin/n í að hætta að reykja hvernig væri þá að vefja sér?

.

donaldduck | 24. ágú. '15, kl: 06:12:49 | Svara | Er.is | 6

lata bankan millifæra af reikningnum þínum inná lokaðan sparnaðarreiking í hverjum mánuði, fasta upphæð

Splæs | 24. ágú. '15, kl: 10:55:03 | Svara | Er.is | 8

Þú ert í raun að tala um tvennt: sparnað og hagnýti.
Sparnaður er peningur sem þú leggur til hliðar, geymir og notar ekki heldur leyfir upphæðinni að hækka þegar þú bætir við hana.
Hagsýni er að eyða ekki um efni fram, kaupa aðeins það sem er nauðsynlegt, gera það skipulega og hafa þak á því sem eytt er í munað.
Ég legg til að þú byrjir hvern mánuð á að leggja 10.000 krónur inn á annan bankareikning. Af honum máttu ekki nota nema til að lána sjálfri sér fyrir óvæntum útgjöldum á borð við tannlæknaþjónustu, brotnum gleraugum, dýrri læknismeðferð og þess háttar. Nýr Iphone fellur ekki undir þetta, þú þarft að safna sér fyrir honum.
Þú setur þak á munað, t.d. 15.000 krónur á mánuði. Þar undir fellur t.d. bíóferð, sjoppuferð, snakk og skyndibitar, kaffihúsaferðir, Spotify áskrift, óþarfa fatnaður, skrautmunir, ásettar neglur, hárstrípur/litun...... Fólk þarf ekki að kaupa sér flík í hverjum mánuði. Maður kaupir ekki nýja flík þegar maður verður leiður á fötunum sínum eða af því vinkonurnar ætla saman í búðarferð.
Nauðsynjar eru í forgangi. Hjá þér er það heimilismatur og sígarettur, farmiðar/bensín/bíll, skynsamleg símnotkun, nærföt/sokkar, læknisþjónusta og lyf.
Sparnaðarráð: Ekki kaupa neitt sem ekki eru nauðsynjar nema sofa á því til næsta dags eða lengur. Maður kemst af með mjög fáar flíkur. Líklega þurfa vinkonurnar að losa sig við fullt af fötum reglulega, fáðu notað af þeim. Notaðu ódýra og ókeypis afþreyingu, t.d. bókasöfn, opnir viðburðir án aðgangseyris, útivarpið, útivist, kaffibolli í heimahúsi. Lærðu að elda frá grunni, mesta hagsýni sem hægt er að hugsa sér.

rósanda | 24. ágú. '15, kl: 11:11:02 | Svara | Er.is | 0

Taktu saman það sem þú eyðir mest í og skerðu af því. Það er t.d. mjög got ráð að spara símanotkun með að hafa frelsi ef maður hringir ekki mikið. Svo er gott að hafa sparidaga, eyða sem minnstu í eina viku og sjá hvað þú sparar mikið. Leyfa sér sem minnst t.d sælgæti og óþarfa þann tíma.

Brindisi | 24. ágú. '15, kl: 12:33:44 | Svara | Er.is | 2

hætta að gera allt skemmtilegt :( ekki skyndibiti, ekki reykja, ekki bíó, ekki kaffihús, ekki tónleikar, ekki út að borða, segja upp áskriftum

henda öllu klinki í óopnanlegt box

Splæs | 24. ágú. '15, kl: 12:36:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er hægt að gera margt skemmtilegt sem er ekki dýrt.

Brindisi | 24. ágú. '15, kl: 12:38:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já ég ligg mikið uppí sófa og horfi á sjónvarpið, það kostar 6000 kr. á mánuði, tími ekki að sleppa því

Maríalára | 24. ágú. '15, kl: 15:24:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Netflix kostar miklu minna. Segja upp öllum áskriftum og fá sér netflix, ef maður vill spara. 

Brindisi | 25. ágú. '15, kl: 08:44:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

það er á stefnuskránni...síðar meir.....þarf minn Dr. Phil kl 17.45

snsl | 25. ágú. '15, kl: 22:22:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég nota frístundastyrk stéttafélags í sundkort og tjilla á bókasöfnum með mín börn. Það er heví næs.

mamita | 24. ágú. '15, kl: 12:44:13 | Svara | Er.is | 0

Um mánaðarmót skipta peningnum úr 4 umslög og skammta þér fyrir hverja viku eða jafnvel biðja einhvern sem þú treystir að gera það.

nennskiggi | 24. ágú. '15, kl: 12:50:28 | Svara | Er.is | 0

Hvað fer mikill peningur í mat á mánuði?
Hvað fer mikið í sígarettur?
Ferðakostnað (bensín, rekstur á bíl?/strætó?)

Taktu þennann pening + eitthvað lágmarks eyðslufé, kannski 10þ kall og leggðu restina inn á bundinn reikning.
Svo geturðu farið að skoða að skera enn frekar niður, t.d. reykja minna eða skipta yfir í ódýrari níkótínlausnir (rafrettan er sniðug), reyna að spara í matarinnkaupum, etc.

Tryggvi3 | 24. ágú. '15, kl: 13:13:59 | Svara | Er.is | 0

Einn pakki af sígó á dag gera 1.400 krónur. Á mánuði 42.000 krónur.

Þú ert þá að borga 86.000 krónur í mat, 42.000 í tóbak (gefið að þú reykir einn pakka á dag) Þetta eru 128.000 krónur. Þá áttu 44.000 kr eftir. Í hvað er sá peningur að fara?

Viltu mitt ráð? Hættu að reykja. Þú veist ekki hvað það er að gera þér vont. Að reykja útaf kvíða er engin afsökun. Það má tækla kvíða með öðrum leiðum en reykingum.

Kaffinörd | 24. ágú. '15, kl: 13:40:51 | Svara | Er.is | 0

Sumir hérna myndu segja þér jafnvel að þeir eyddu ekki einu sinni 86 þúsund í mat á mánuði með 3 í heimili hvernig sem þeir í ósköpunum fara að því. En mér þætti sjálfum gott að vita hvernig fólk fer að þessu því ég kemst ekki af með minna en 50 þúsund í mat á mánuði bara fyrir mig einan. Oftast er það nú um og yfir 60 þúsund.

Tryggvi3 | 24. ágú. '15, kl: 14:00:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er spurning hvað þú ert góður kúnni á KFC, Metro og Dominos. Ef þú borðar úti öll kvöld þá er það ansi fljótt að tikka.

Ég hef aðeins einu sinni á ævinni búið einn. Það var 2010, þá var ég að fara með 30 þús max í mat fyrir mig en ég var í mat heima öll kvöld.

Ætli þetta sé ekki c.a 30-50 þús ef þú býrð einn ef þú ert ekki að spara við þig.

Ef ég drykki kaffi t.d myndi ég frekar kaupa dýra pakkann frá Kaffitári eða Te og Kaffi frekar en ódýra sullið frá Merrild eða Euro shopper.

Trunki | 24. ágú. '15, kl: 13:56:17 | Svara | Er.is | 0

Gerðu fjarhagsaætlun sem miðar út frá þinum tekjum og gjöldum og farðu eftir henni, getur pottþétt fundið einhver form fyrir fjarhagsaætlunina á netinu en svo er meninga bara lika fint.

___________________________________________

Ruðrugis | 25. ágú. '15, kl: 01:33:22 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst 85 þús í mat fyrir einn mann vera rosalega mikið á mánuði. Þú getur keypt pizzu á hverjum degi fyrir það og gott betur.
Það er vel hægt að fara niður í 50-55 þús þar.

geislabaugur22 | 25. ágú. '15, kl: 04:19:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg sagðist aldrei borga 85 þusund i mat ?

lýta | 25. ágú. '15, kl: 06:26:19 | Svara | Er.is | 1

Þú borgar ekki leigu og bara helming í mat, ættir þess vegna að geta sparað heilan helling. Safnaðu saman kvittunum og skráðu niður hvað þú eyðir í mat og sígarettur í einn mánuð. Ákveddu síðan einhverja upphæð til að nota í "ýmislegt", kannski 3-5.000 á viku eða eitthvað, það plús hin upphæðin er þá upphæðin sem þú þarft til að lifa út mánuðinn. Þegar þú færð launin þín byrjar þú á að millifæra allt umfram þessa upphæð inn á lokaðan sparnaðarreikning. Það er mikilvægt fyrir fólk eins og þig að gera það strax og þú færð launin, áður en þú eyðir í annað.

Svo geturðu reynt að finna leiðir til að minnka eyðsluna og hækka þar með þessa millifærslu (t.d. hætta að henda mat, minnka skyndibitakaup, borða og reykja minna og sjaldnar). Það getur verið hin skemmtilegasta áskorun að reyna að halda eyðslunni í lágmarki, sem gerir það bærilegra að skera niður aðra afþreyingu.

tíðahringurinn | 25. ágú. '15, kl: 21:21:37 | Svara | Er.is | 0

Ég veit um eitt gott ráð, hættu að eyða pening.

saedis88 | 25. ágú. '15, kl: 22:04:40 | Svara | Er.is | 1

halda heimilisbókhald og finna hvert peningurinn er að fara. það er mjög gott form inná www.skuldlaus.is og ég hef fundið hellings peninga með að vera samsviskusöm að setja inn

bfsig | 27. ágú. '15, kl: 21:09:56 | Svara | Er.is | 0

Taktu peningin eftir alla reikninga til hliðar.

Ákveddu hve mikið af þeim pening þú ætlar að spara. Settu sparnaðar peninginn inn á bankabók sem þú hefur ekki aðgang að með debetkorti.


Taktu peninginn sem þú hugsaðir sem neyslu pening út úr banka í seðlum og deildu honum niður í 4 umslög. Eitt umslag í viku.

Um leið og þú keyrir yfir eitt umslag og í umslagið fyrir næstu viku þá geriru þér grein fyrir því að þú ert að ganga yfir línuna og vonandi trappar þig af.


Ef þú lendir í ófyrirséðum (nauðsynlegum) kostnaði þá hefuru alltaf möguleika á að mæta í banka og taka út af bankabókinni.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
Síða 1 af 47955 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, paulobrien, Kristler, Paul O'Brien, Hr Tölva, Bland.is, tinnzy123, Guddie