Safna

geislabaugur22 | 24. ágú. '15, kl: 02:49:29 | 739 | Svara | Er.is | 0

Er með c.a 172þ a manuði, borga ekki leigu en borga helming i mat og reyki eg á samt aldrei pening út mánuðinn þar sem ég kann ekki að spara.. er einhver herna goður i að leggja fyrir sem getur komið með hugmyndir, mig vantar sparnaðartips??

 

skarpan | 24. ágú. '15, kl: 03:15:02 | Svara | Er.is | 7

Ætla að koma með the obvious fyrst... hætta að reykja og leggja þann pening fyrir sem hefði farið í sígarettur yfir mánuðinn!
En hvað fer annars hinn 85 þús kallinn í? Verslaru þér mikið föt, ferð í bíó og svoleiðis?

Maríalára | 24. ágú. '15, kl: 15:23:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kostar 87 þúsund að reykja á mánuði?

Maríalára | 24. ágú. '15, kl: 15:25:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrirgefðu, ég misskildi upphafsinnleggið þegar hún sagðist borga helming í mat. 

Ruðrugis | 25. ágú. '15, kl: 01:25:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

2 pakkar á dag fara nálægt því.

Maríalára | 27. ágú. '15, kl: 15:40:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er reykingarfólk almennt að reykja tvo pakka á dag? Einu sinni reykti ég, þá reykti ég 1-2 pakka á viku. 

GuardianAngel | 27. ágú. '15, kl: 22:21:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar kemur fram að þetta sé pakki? Margir rúlla.

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

geislabaugur22 | 24. ágú. '15, kl: 03:17:04 | Svara | Er.is | 0

Bara leyfi mer alltof mikið já þetta sem þú nefnir og margt fleira :/
En að hætta að reykja er ekki í boði sökum kvíða eins og er... læknirinn minn meir að segja ráðlagði mér að bíða með það því ég varð verri þegar ég sleppti sígarettum en ella..

staðalfrávik | 24. ágú. '15, kl: 11:31:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef þú ert ekki tilbúin/n í að hætta að reykja hvernig væri þá að vefja sér?

.

donaldduck | 24. ágú. '15, kl: 06:12:49 | Svara | Er.is | 6

lata bankan millifæra af reikningnum þínum inná lokaðan sparnaðarreiking í hverjum mánuði, fasta upphæð

Splæs | 24. ágú. '15, kl: 10:55:03 | Svara | Er.is | 8

Þú ert í raun að tala um tvennt: sparnað og hagnýti.
Sparnaður er peningur sem þú leggur til hliðar, geymir og notar ekki heldur leyfir upphæðinni að hækka þegar þú bætir við hana.
Hagsýni er að eyða ekki um efni fram, kaupa aðeins það sem er nauðsynlegt, gera það skipulega og hafa þak á því sem eytt er í munað.
Ég legg til að þú byrjir hvern mánuð á að leggja 10.000 krónur inn á annan bankareikning. Af honum máttu ekki nota nema til að lána sjálfri sér fyrir óvæntum útgjöldum á borð við tannlæknaþjónustu, brotnum gleraugum, dýrri læknismeðferð og þess háttar. Nýr Iphone fellur ekki undir þetta, þú þarft að safna sér fyrir honum.
Þú setur þak á munað, t.d. 15.000 krónur á mánuði. Þar undir fellur t.d. bíóferð, sjoppuferð, snakk og skyndibitar, kaffihúsaferðir, Spotify áskrift, óþarfa fatnaður, skrautmunir, ásettar neglur, hárstrípur/litun...... Fólk þarf ekki að kaupa sér flík í hverjum mánuði. Maður kaupir ekki nýja flík þegar maður verður leiður á fötunum sínum eða af því vinkonurnar ætla saman í búðarferð.
Nauðsynjar eru í forgangi. Hjá þér er það heimilismatur og sígarettur, farmiðar/bensín/bíll, skynsamleg símnotkun, nærföt/sokkar, læknisþjónusta og lyf.
Sparnaðarráð: Ekki kaupa neitt sem ekki eru nauðsynjar nema sofa á því til næsta dags eða lengur. Maður kemst af með mjög fáar flíkur. Líklega þurfa vinkonurnar að losa sig við fullt af fötum reglulega, fáðu notað af þeim. Notaðu ódýra og ókeypis afþreyingu, t.d. bókasöfn, opnir viðburðir án aðgangseyris, útivarpið, útivist, kaffibolli í heimahúsi. Lærðu að elda frá grunni, mesta hagsýni sem hægt er að hugsa sér.

rósanda | 24. ágú. '15, kl: 11:11:02 | Svara | Er.is | 0

Taktu saman það sem þú eyðir mest í og skerðu af því. Það er t.d. mjög got ráð að spara símanotkun með að hafa frelsi ef maður hringir ekki mikið. Svo er gott að hafa sparidaga, eyða sem minnstu í eina viku og sjá hvað þú sparar mikið. Leyfa sér sem minnst t.d sælgæti og óþarfa þann tíma.

Brindisi | 24. ágú. '15, kl: 12:33:44 | Svara | Er.is | 2

hætta að gera allt skemmtilegt :( ekki skyndibiti, ekki reykja, ekki bíó, ekki kaffihús, ekki tónleikar, ekki út að borða, segja upp áskriftum

henda öllu klinki í óopnanlegt box

Splæs | 24. ágú. '15, kl: 12:36:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er hægt að gera margt skemmtilegt sem er ekki dýrt.

Brindisi | 24. ágú. '15, kl: 12:38:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já ég ligg mikið uppí sófa og horfi á sjónvarpið, það kostar 6000 kr. á mánuði, tími ekki að sleppa því

Maríalára | 24. ágú. '15, kl: 15:24:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Netflix kostar miklu minna. Segja upp öllum áskriftum og fá sér netflix, ef maður vill spara. 

Brindisi | 25. ágú. '15, kl: 08:44:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

það er á stefnuskránni...síðar meir.....þarf minn Dr. Phil kl 17.45

snsl | 25. ágú. '15, kl: 22:22:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég nota frístundastyrk stéttafélags í sundkort og tjilla á bókasöfnum með mín börn. Það er heví næs.

mamita | 24. ágú. '15, kl: 12:44:13 | Svara | Er.is | 0

Um mánaðarmót skipta peningnum úr 4 umslög og skammta þér fyrir hverja viku eða jafnvel biðja einhvern sem þú treystir að gera það.

nennskiggi | 24. ágú. '15, kl: 12:50:28 | Svara | Er.is | 0

Hvað fer mikill peningur í mat á mánuði?
Hvað fer mikið í sígarettur?
Ferðakostnað (bensín, rekstur á bíl?/strætó?)

Taktu þennann pening + eitthvað lágmarks eyðslufé, kannski 10þ kall og leggðu restina inn á bundinn reikning.
Svo geturðu farið að skoða að skera enn frekar niður, t.d. reykja minna eða skipta yfir í ódýrari níkótínlausnir (rafrettan er sniðug), reyna að spara í matarinnkaupum, etc.

Tryggvi3 | 24. ágú. '15, kl: 13:13:59 | Svara | Er.is | 0

Einn pakki af sígó á dag gera 1.400 krónur. Á mánuði 42.000 krónur.

Þú ert þá að borga 86.000 krónur í mat, 42.000 í tóbak (gefið að þú reykir einn pakka á dag) Þetta eru 128.000 krónur. Þá áttu 44.000 kr eftir. Í hvað er sá peningur að fara?

Viltu mitt ráð? Hættu að reykja. Þú veist ekki hvað það er að gera þér vont. Að reykja útaf kvíða er engin afsökun. Það má tækla kvíða með öðrum leiðum en reykingum.

Kaffinörd | 24. ágú. '15, kl: 13:40:51 | Svara | Er.is | 0

Sumir hérna myndu segja þér jafnvel að þeir eyddu ekki einu sinni 86 þúsund í mat á mánuði með 3 í heimili hvernig sem þeir í ósköpunum fara að því. En mér þætti sjálfum gott að vita hvernig fólk fer að þessu því ég kemst ekki af með minna en 50 þúsund í mat á mánuði bara fyrir mig einan. Oftast er það nú um og yfir 60 þúsund.

Tryggvi3 | 24. ágú. '15, kl: 14:00:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er spurning hvað þú ert góður kúnni á KFC, Metro og Dominos. Ef þú borðar úti öll kvöld þá er það ansi fljótt að tikka.

Ég hef aðeins einu sinni á ævinni búið einn. Það var 2010, þá var ég að fara með 30 þús max í mat fyrir mig en ég var í mat heima öll kvöld.

Ætli þetta sé ekki c.a 30-50 þús ef þú býrð einn ef þú ert ekki að spara við þig.

Ef ég drykki kaffi t.d myndi ég frekar kaupa dýra pakkann frá Kaffitári eða Te og Kaffi frekar en ódýra sullið frá Merrild eða Euro shopper.

Trunki | 24. ágú. '15, kl: 13:56:17 | Svara | Er.is | 0

Gerðu fjarhagsaætlun sem miðar út frá þinum tekjum og gjöldum og farðu eftir henni, getur pottþétt fundið einhver form fyrir fjarhagsaætlunina á netinu en svo er meninga bara lika fint.

___________________________________________

Ruðrugis | 25. ágú. '15, kl: 01:33:22 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst 85 þús í mat fyrir einn mann vera rosalega mikið á mánuði. Þú getur keypt pizzu á hverjum degi fyrir það og gott betur.
Það er vel hægt að fara niður í 50-55 þús þar.

geislabaugur22 | 25. ágú. '15, kl: 04:19:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg sagðist aldrei borga 85 þusund i mat ?

lýta | 25. ágú. '15, kl: 06:26:19 | Svara | Er.is | 1

Þú borgar ekki leigu og bara helming í mat, ættir þess vegna að geta sparað heilan helling. Safnaðu saman kvittunum og skráðu niður hvað þú eyðir í mat og sígarettur í einn mánuð. Ákveddu síðan einhverja upphæð til að nota í "ýmislegt", kannski 3-5.000 á viku eða eitthvað, það plús hin upphæðin er þá upphæðin sem þú þarft til að lifa út mánuðinn. Þegar þú færð launin þín byrjar þú á að millifæra allt umfram þessa upphæð inn á lokaðan sparnaðarreikning. Það er mikilvægt fyrir fólk eins og þig að gera það strax og þú færð launin, áður en þú eyðir í annað.

Svo geturðu reynt að finna leiðir til að minnka eyðsluna og hækka þar með þessa millifærslu (t.d. hætta að henda mat, minnka skyndibitakaup, borða og reykja minna og sjaldnar). Það getur verið hin skemmtilegasta áskorun að reyna að halda eyðslunni í lágmarki, sem gerir það bærilegra að skera niður aðra afþreyingu.

tíðahringurinn | 25. ágú. '15, kl: 21:21:37 | Svara | Er.is | 0

Ég veit um eitt gott ráð, hættu að eyða pening.

saedis88 | 25. ágú. '15, kl: 22:04:40 | Svara | Er.is | 1

halda heimilisbókhald og finna hvert peningurinn er að fara. það er mjög gott form inná www.skuldlaus.is og ég hef fundið hellings peninga með að vera samsviskusöm að setja inn

bfsig | 27. ágú. '15, kl: 21:09:56 | Svara | Er.is | 0

Taktu peningin eftir alla reikninga til hliðar.

Ákveddu hve mikið af þeim pening þú ætlar að spara. Settu sparnaðar peninginn inn á bankabók sem þú hefur ekki aðgang að með debetkorti.


Taktu peninginn sem þú hugsaðir sem neyslu pening út úr banka í seðlum og deildu honum niður í 4 umslög. Eitt umslag í viku.

Um leið og þú keyrir yfir eitt umslag og í umslagið fyrir næstu viku þá geriru þér grein fyrir því að þú ert að ganga yfir línuna og vonandi trappar þig af.


Ef þú lendir í ófyrirséðum (nauðsynlegum) kostnaði þá hefuru alltaf möguleika á að mæta í banka og taka út af bankabókinni.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Brunasár Catalyst 27.10.2011 27.2.2024 | 12:05
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Hvaða skemmtistaða saknið þið? (0-99 ára) Golda Meir 13.8.2006 22.2.2024 | 17:14
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 21.2.2024 | 03:28
Stofna rokkhljómsveit Lepre 13.2.2024 21.2.2024 | 03:26
Stuðlun og hljóðangreining austurland1 20.2.2024 21.2.2024 | 03:05
Dagvaktin og fangavaktin mikaelvidar 30.4.2023 20.2.2024 | 22:11
Kristrún Frostadóttir segir hælisleitendakerfi okkar og opin landamæri gangi ekki upp. jaðraka 18.2.2024 20.2.2024 | 16:57
Gefa sæði Danni95 18.2.2024 20.2.2024 | 14:15
Skattframtal DB.art 19.2.2024 20.2.2024 | 11:34
BERK þvottavél Flower 19.2.2024
Samfylkingin að bjóða Sjalfstæðisflokki uppí dans. jaðraka 19.2.2024 19.2.2024 | 14:51
Millinafn sem passar fyrir nafnið Gígja 200-kopavogur 18.1.2024 19.2.2024 | 13:40
Samfylkingin farin að sjá til Sólar ? jaðraka 15.2.2024 18.2.2024 | 18:27
Sniðganga vïfilfell panam 10.3.2011 18.2.2024 | 14:41
Does Bland Charge a fee to sell a car? natto3000 16.2.2024 17.2.2024 | 12:39
ókurteisi hjá afgreiðslufólki... rosa87 22.8.2008 15.2.2024 | 22:51
húfarew Thecandyman 15.2.2024
September bumbur og Október bumbur 2023 OlettStelpa11111 24.1.2023 15.2.2024 | 16:41
Leiga b82 13.2.2024 15.2.2024 | 14:09
Sala á bíl - skattur tur79 1.11.2014 15.2.2024 | 00:12
Finnska....Og Ruv.. kmarus21 13.2.2024
Getur einhver lagað parketið mitt TheMindPrisoner 13.2.2024
Bland.is - HAFIÐ SAMBAND! gullisnorra 26.11.2022 13.2.2024 | 00:40
Hverju er verið að mótmæla í Gaza og á Austurvelli ? jaðraka 4.2.2024 12.2.2024 | 14:09
Echo flower shawl lillakitty 27.9.2010 12.2.2024 | 11:37
Valentinusar kort - hjálp ekkibenda 12.2.2024 12.2.2024 | 10:42
Gallsteinar Belgingurinn 1.2.2024 12.2.2024 | 07:57
flytja ísskáp emina 15.9.2009 11.2.2024 | 22:46
Íslendingar virðast ekki skilja hvað er að spara og fresta kaupum á óþarfa. jaðraka 14.9.2023 11.2.2024 | 13:59
Sölutorg Bland.is Björn 7913 9.8.2023 11.2.2024 | 11:07
Barnaefni 1985-1990ish Pro kemon55 8.2.2024 10.2.2024 | 20:42
Innviðir - Innviða ráðherra hvað gerir hann fyrir okkur ? jaðraka 10.2.2024 10.2.2024 | 19:31
Adolf Hitler wannabe Hauksen 7.2.2024 9.2.2024 | 15:30
Nýr flugvöllur í Hvassahrauni - ? jaðraka 8.2.2024 8.2.2024 | 17:13
"Horfðu aftur" með Páli Óskari! Eeyore 22.4.2005 7.2.2024 | 23:54
Maður sem nauðgaði mér (Ég er KK) johnsg 29.1.2024 6.2.2024 | 22:18
Adhd sambönd Lady S 6.2.2024 6.2.2024 | 22:06
Eiga eignalausir að greiða í sjóð fyrir eignafólk t.d. vaxtabætur ? _Svartbakur 30.12.2023 6.2.2024 | 16:28
Mastersnám jak 3 5.2.2024
Perluprjón missmama 11.11.2009 5.2.2024 | 10:34
Járnsprey - verða tennurnar gular? Gunna stöng 4.2.2024 5.2.2024 | 04:18
Viðhorf fólks til kannabisneyslu - hvað finnst þér? Heiðlóan ♫♬♪ ♩ 18.9.2014 3.2.2024 | 16:46
Aumingjavæðingin heldur áfram. _Svartbakur 16.12.2023 3.2.2024 | 15:31
Síða 2 af 46368 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, Guddie, tinnzy123, paulobrien, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien