Já það var verið að selja Mílu sem var dótturfélag Símans til Fransks hlutafjársjóðs. Um 60 - 70 milljjarðar var talað um. Þeir sem tala um erlenda fjárfestingu Íslenskum fyrirtækjum sem góðan kost telja þetta eflaust hið besta mál. Ég tel að erlend fjárfesting í nýjum fyrirtækjum á Íslandi sé langtum heppilegri. Þar höfum við risa fjárfestingar álevera Ísal, Norðuráls og Alcoa. Álfyrirtækin hafa nýst okkur afburða vel stuðlað að ódýrri orku til okkar þar sem risastór orkuver hafa nýst til að niðurgreiða orkuverð til almennings á Íslandi. Þessi raforkuver okkar Íslendinga hafa reynst hin besta sókn á móti mengun og óæskilgri kolefnalosun þar sem Álbræðslur á Íslandi eru eitt besta vopnið gegn mengun á heimsvísu . Við Íslendingar getum ekki gert betra gagn gegn gróðurhuslofttegundum en að auka virkjum okkar vistvænu og óafturkræfu orku.
_Svartbakur | Það er eins og enginn hafi það hlutverk að meta svona aðstæður og bregðast v...
Það er eins og enginn hafi það hlutverk að meta svona aðstæður og bregðast við. Manni sýnist að eini stjórnmálaforinginn sem hafi einhverja sýn inná svona atburði sé Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins.
Júlí 78 | Já stundum á að selja allt, jafnvel hitaveitu, er ekki búið að selja hlut Ha...
Já stundum á að selja allt, jafnvel hitaveitu, er ekki búið að selja hlut Hafnarfjarðar í HS veitum? "Meirihlutinn" í Hafnarfirði er Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Óháðir.
En Sigmundur Davíð er oft ágætur, ég las vegna Mílu:
"Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vill að ríkisstjórnin grípi inn í fyrirhugaða sölu Símans á Mílu.
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Sigmundar þar sem hann segir að ríkisstjórnin, sem hann nefnir starfstjórn, þurfi að koma í veg fyrir sölu á „grunn-fjarskiptaneti landsins á meðan þingið hefur ekki komið saman og getur ekki gripið inn í,“ líkt og hann orðar það.
Og: "Þegar ákveðið var að stjórnvöld myndu styðja við ljósleiðaravæðingu landsins gerðum við það ekki til að svo væri hægt að selja allt kerfið til útlanda.
Engin þróuð þjóð vill missa eigið fjarskiptakerfi og upplýsingarnar sem um það flæða út landi,“ skrifar Sigmundur Davíð."
Yfirtaka erlends fyrirtækis á fyrirtæki á Íslandi í góðum rekstri er ekkert endilega æskileg þróun jafnvel þvert á móti. Áhugi erlendra fjárfesta til að koma inní Íslenskt hagkerfi með nýjungar og stofnun fyrirtækja á því sviði er það sem er helst áhugavert við erlendar fjáestingar.
darkstar | Myndi giska á 50% hækkun á næstunni, mjólka þetta og enginn getur kvartað eð...