Samband - Hvað á að gera?

agustkrili2016 | 14. jan. '20, kl: 12:40:34 | 310 | Svara | Er.is | 0

Langloka. Ég hef verið með sama manninum í 6 ár og við eigum börn saman. Í þessi 6 ár hefur það nagað mig og dregið mig mikið niður að kærastinn minn sá mjög mikið eftir fyrrverandi kærustunni sinni. Þau hættu saman ári áður en við kynntumst. Ég var frekar ung þegar við byrjuðum saman og gekk of langt í að reyna að finna út afhverju hann sá eftir henni og skoðaði tölvupóst sem hann sendi henni eftir þau hættu saman (rangt i know it). Ég hefði átt að láta mig hverfa eftir að hafa lesið póstinn en taldi mig ekki verðskulda neitt betra en kærastann minn. Sem er auðvitað ekki rétt og ég veit það núna. Allavega þá vildi hann hana aftur, sagði hana vera sálufélaga sinn, að engin muni jafnast á við hana, aldrei og að hann muni alltaf elska hana. Hún sé besti vinur hans og já bara ímyndið ykkur þvilíka ástarjátningu. Í kjölfarið hafði hann alltaf samband annað slagið við hana og líka þegar hann og ég vorum nýbyrjuð saman. (ég vissi ekki staðreyndir máls þá). Ég skoðaði þennan tölvupóst þegar hann ákveður að hitta hana (án þess að ræða það við mig), en hann sagðist þurfa að biðja hana afsökunar á því sem hann gerði rangt í þeirra sambandi. Á þessum tímapunkti vorum við búin að reyna að eignast barn í nokkra mánuði og á þessum tíma var ég orðin ólétt en vissi það ekki. Hann vildi ekki segja mér hvað þau hefðu talað um eftir hann hitti hana. Næstu vikuna eftir fann ég að eitthvað var öðruvísi hjá honum og hann utan við sig. Ég kemst að því að ég sé ólétt og missi mig af ánægju. Hann var mjög þungur þegar ég sagði honum frá óléttunni og var heldur betur ekki glaður og sagði ekki orð heldur efaðist um að ég væri ólétt. (risa red flag en óörugga ég á þeim tíma sagði ekki neitt). Allavega að þá hefur hann aldrei nokkurn tímann sagt eftirfarandi hluti við mig sem hann sagði við hana og hefur sýnt mér litla nánd í sambandinu okkar og bara já talar lítið við mig og ég hef ekki þorað að ákveða að ég á betur skilið en að vera í öðru sæti og fara frá honum. Mér finnst nokkuð augljóst að hann sé bara með mér útaf því að við eigum 2 börn saman. Eftir mikla sjálfsvinnu hef ég komist að því að ég vil að sjálfsögðu vera nr 1 og að sambandið okkar hafi verið á röngum forsendum. Ég vil nánd og ég vil fá að heyra þessi orð sem hann sagði við hana. Mig langar mikið að fá annarra manna álit? Annað en að ég hafi gert rangt með að skoða þennan tölvupóst þar sem ég augljóslega veit það.

 

TheMadOne | 14. jan. '20, kl: 13:02:16 | Svara | Er.is | 0

Þetta hljómar eins og hann sé ekki ástfanginn af þér, því miður. Ákvörðunin er þín og enginn getur sagt þér hvað þú átt að gera. Fólk býr saman í ástlausum samböndum vegna barnanna, það er líka erfitt að vera einn með börn. Svo verður þú líka að hugsa um þig, þú átt kannski miklu betra skilið og að eiga maka sem þú finnur að elskar þig. Börnin læra líka af foreldrum sínum hvað er eðlileg framkoma milli fólks svo að þú ert fyrirmynd þeirra í þeim samböndum sem þau fara í, í framtíðinni. Ef maðurinn þinn er að fara á bak við þig, þó það sé bara tilfinningalegur óheiðarleiki þá er það skemmandi og á varla eftir að skána. Svo er spurning um að fara til sambandsráðgjafa, hann getur hjálpað ykkur að tala saman og jafnvel hjálpað ykkur að skilja á góðu nótunum ef það er það besta í stöðunni. Gangi þèr vel!

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Zagara | 14. jan. '20, kl: 13:18:57 | Svara | Er.is | 0

6 ár og tvö börn og þú ert á nálum út af tölvupósti sem hann sendi eftir sambandsslit? Getur verið að þarna sé óöryggi í þér að ofhugsa hluti sem eru löngu liðnir?


Hlutir sem fólk skrifar í tölvupósti eftir t.d. sambandsslit er alls ekki góður mælikvarði á hvernig þeirra samband raunverulega var. Sambandið gæti hafa veri ömurlegt en svo getur fólk skrifað brjálaðar ástarjátningar í uppnámi þegar sambandsslit gerast. Allavegana virðist þessi fyrrverandi ekki hafa þótt mikið till tölvupóstsins koma ef hún skipti ekki um skoðun og honum fannst hann síðar þurfa að biðjast afsökunar á einhverju sem gerðist í þeirra sambandi.


En þú talar svo um að hafa verið í sjálfsvinnu svo þú hefur kannski farið í gegnum þetta, en eitt sem getur gerst ef maður er mjög óöruggur er að þá getur maður sjálfur verið ástæðan fyrir skort á nánd í sambandi. Það er spurning hvort þú hleypir honum að þér ef þú ert enn ekki búin að komast yfir þennan tölvupóst. 

agustkrili2016 | 14. jan. '20, kl: 13:43:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Góður punktur. Þetta er mikið ég að bera saman- viðurkenni það. Miðað við það sem ég las á sínum tíma um þær tilfinningar sem hann bar til hennar o.fl. er okkar samband frekar “lélegt” í samanburði. En þeirra samband endaði eftir ca 5 ár og við ekki nálægt því að vera á þeim stað sem þau voru á. Ég veit alveg að hann elskar mig og hann er góður við mig. Svo hunsaði ég á sínum tíma marga svokallaða “red flags” til að verja mínar tilfinningar. Eins og þetta með þegar ég sagði honum að ég væri ólétt og hann varð orðlaus.. á neikvæðan hátt. Miðað við allar staðreyndir að þá þarf ég annað hvort að sætta mig að vera næstbest eða hætta í sambandinu, sem væri ömurlegt þar sem ég elska hann eins og hann elskaði hana :-)

Júlí 78 | 14. jan. '20, kl: 13:47:31 | Svara | Er.is | 0

Þú segir: "og ég hef ekki þorað að ákveða að ég á betur skilið en að vera í öðru sæti og fara frá honum." Þig vantar meiri sjálfstraust og meiri sjálfsvirðingu, sálfræðingur gæti hjálpað þér með það. Ég sé ekki að þetta samband ef samband skyldi kalla eigi sér framtíð nema að þú ætlir  að láta bjóða þér það að vera í nánast ástlausu sambandi. Held þú gætir þá alveg eins búið ein og átt einhvern vin úti í bæ sem vill eingöngu sofa hjá þér og búið! Fyrirgefðu ég sé ekki mikinn mun á því...Hann er búinn að segja við sína fyrrverandi EFTIR að hann fór að vera með þér að HÚN væri hans sálufélagi og að engin myndi jafnast á við HANA. Þetta getur ekki verið skýrara. Auðvitað geturðu verið með honum út af börnunum en ég held að seinna meir þegar börnin eldast þá muni þau finna óhamingju ykkar beggja og kannski farið þið svo að rífast fyrir framan börnin sem bara má ekki ef ykkur er umhugað um velferð barnanna. Ég segi ekki meir, þín ákvörðun hvað þú gerir.

Júlí 78 | 14. jan. '20, kl: 15:03:18 | Svara | Er.is | 0

Svo vil ég benda á að það er ekki endilega fjárhagslegt öryggi í því að vera í sambandi við einhvern jafnvel þó að börn séu komin í spilið. Eruð þið gift? Ef ekki þá ætla ég rétt að vona að þú vitir hver sé þín réttarstaða ef maðurinn fellur frá af einhverjum orsökum (t.d. slys eða annað) eða ef þið skiljið. Enginn lögfræðingur ráðleggur fólki sem býr saman að búa saman ógift t.d. ef sambúðarfólk leggur bæði til fé í að kaupa íbúð. Eða er hann einn skráður fyrir íbúðinni? En ef þið eruð gift þá velti ég því líka fyrir mér hvort hann hafi beðið þín? Og ef hann hefur ekki ennþá beðið þín segir það þér ekki ansi mikið? Mér finnst nú lágmark að maðurinn hugsi eitthvað út í þessi mál ef honum a.m.k. þykir eitthvað vænt um börnin sín. 

agustkrili2016 | 14. jan. '20, kl: 15:18:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við erum ekki gift.. eða trúlofuð. Við eigum bara íbúð saman. Hann hefur aldrei sagt við mig að ég sé sálufélaginn hans eða honum langi einhverntímann að giftast mér. Ég hef alltaf sýnt mikla nánd í samböndum en ég hef breyst mikið og orðið mjög ólík sjálfri mér svona síðastliðin ár afþví ég hef ekki fengið nánd tilbaka. Það var alls ekki meðvituð ákvörðun, meira bara uppgjöf held ég og ég að verja mínar tilfinningar afþví ég upplifði bara höfnun. Ég er samt mjög þakklát fyrir hann. Ég hef bara velt því fyrir mer afþví hann augljóslega var ekki komin yfir sína fyrrverandi þegar við byrjuðum saman að þá gat hann ekki verið 100% og hefur aldrei náð þangað. Mér finnst líka mjög erfitt að hugsa til þess að ég hafi verið næstbest haha.. Í mínum huga á það ekki að vera svoleiðis. Þetta væri allt öðruvísi væri hann búinn að segja að svo væri ekki. En þegar ég spurði hann úti þetta á sinum tíma er hún fullkomin og hann sá eftir henni og hann gerði mistök í sambandinu sem “eyðilagði” það. Vil ekki vera með einhverjum sem hugsar “hvað ef” og vildi að hann hefði ekki gert þessi mistök. Ég hef gert mistök í öðrum samböndum og ég lít á þau sem eitthvað sem ég læri af og að þau hafi gefið mér það sem ég á núna, þ.e. engin eftirsjá. En það er kannski bara ég..

TheMadOne | 14. jan. '20, kl: 16:02:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

í guðanna bænum. Það er ekkert skýrt merki um hvort einhver vilji vera með manni hvort hann biður mann að giftast sér. Sumir vilja bara einfaldlega ekki giftast.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 14. jan. '20, kl: 16:08:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú sumir eru þannig, maður verður víst að hugsa fyrir öllu ;) 

Júlí 78 | 14. jan. '20, kl: 16:12:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En fólk með 2 börn, ætli það sé gáfulegt að vera ógift ef það ætlar að búa saman? Þetta er ekki alveg ný grein en ég rálegg fólki samt að lesa..eftir Helgu Völu Helgadóttur lögfræðing..


https://kvennabladid.is/2014/01/28/sambud-eda-hjuskapur/ 

agustkrili2016 | 14. jan. '20, kl: 18:03:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er reyndar nokkuð viss að hann vilji gifta sig. Hvort hann vilji giftast mér er annað mál :-)

agustkrili2016 | 14. jan. '20, kl: 18:04:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og ég í raun ekkert æst i að gifta mig, hvað þá eins og staðan er núna.

Júlí 78 | 14. jan. '20, kl: 16:29:01 | Svara | Er.is | 0

 

Lærðu að kunna skil á lögum og rétti – um óvígða sambúð
 

leonóra | 14. jan. '20, kl: 17:36:02 | Svara | Er.is | 1

Bara það - að hann  sýnir þér litla nánd og talar lítið við þig væri næg ástæða fyrir mig að hlaupa hratt í burtu.  Hvernig sem svo þessi óhamingja ykkar er til komin skiptir engu máli.  Þið eigið bæði betra skilið.

BjarnarFen | 15. jan. '20, kl: 00:43:36 | Svara | Er.is | 0

Ef sambandið er þægilegt, then just roll with it. Ástin er hvort er eð bara lygi.

fólin | 15. jan. '20, kl: 10:31:29 | Svara | Er.is | 1

Það eru alveg sex ár síðan hann sá eftir henni og lét þessa hluti útur sér, ég mundi reyna að hætta lifa í fortíðinni og fókusera á lífið sem er núna og ef þér líður eins og hann elski þig ekki þá er alveg komin tími að endurskoða sambandið og setjast niður með sambýlismanninum þínum og mögulega fara í ráðgjöf til að reyna vinna úr hlutunum eða fá það á hreint hvort þið viljið vera saman. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Kjör almennings á krossgötum ? kaldbakur 22.2.2020 23.2.2020 | 01:26
karaoke Blómaa 22.2.2020 22.2.2020 | 21:43
Komin pàskaegg? túss 22.2.2020 22.2.2020 | 21:39
kynlífsmiðstöð hefur einhver prufað terrorist 21.2.2020 22.2.2020 | 19:53
Byltingin étur börnin sín. Solla í Eflingu jarðar Samfylkinguna í Reykjavik. kaldbakur 18.2.2020 22.2.2020 | 17:53
Breytt bragðskyn allt í einu DarKhaireDwomAn 31.1.2013 22.2.2020 | 16:59
Kulnun í starfi - varúð langt :( Ásta76 16.2.2020 22.2.2020 | 15:31
Klám og karlmenn, strákar Steinar Arason Ólafsson 17.2.2020 21.2.2020 | 23:47
Ben & Jerry's Honeycomb??? Hr85 21.2.2020
Eru allir sofnaðir hérna? Twitters 21.2.2020
Skrifstofulaun maximax 19.2.2020 21.2.2020 | 13:41
auglýsingar á bland terrorist 21.2.2020 21.2.2020 | 12:51
Flutnngskassar Frú1 21.2.2020 21.2.2020 | 11:14
Ferðaþættir Íslendinga Hr85 20.2.2020 20.2.2020 | 20:29
Algjör geðveiki ? Flactuz 20.2.2020 20.2.2020 | 19:38
Lífskjarasamningurinn að renna útí sandinn. kaldbakur 6.2.2020 20.2.2020 | 16:22
Online atvinna? KatAsta 17.2.2020 20.2.2020 | 16:02
gras notandi50 16.1.2019 20.2.2020 | 03:00
Mennta sig á eldri árum Svonaerthetta 19.2.2020 19.2.2020 | 23:43
Selja ný föt á netinu. kristmg 19.2.2020
Spilað á tilfinningar fólks í gegnum fjölmiðla Hr85 18.2.2020 19.2.2020 | 19:55
Hvar er best að selja frimerki sín og vita verð? kolmag 6.2.2020 19.2.2020 | 16:23
Pakkaferð innanlands fyrir 10.bekk kristmg 18.2.2020 18.2.2020 | 21:37
Ferming - Ráð vel þegin! Mjoggottnotendanafn 17.2.2020 18.2.2020 | 19:17
Gott hótel á Tenerife? amina5 7.2.2020 18.2.2020 | 15:44
úrslit 29 feb söngvakeppninn agga42 18.2.2020
Hvað er sanngjarnt verð? begzi 16.2.2020 18.2.2020 | 11:14
Húðlæknir fyrir ungling Logi1 18.2.2020
Fjárnám - ferlið? kannan 17.2.2020 18.2.2020 | 00:00
Axlarvesen tuni007 17.2.2020 17.2.2020 | 17:53
Eru Ríkisbankarnir óseljanlegir ? kaldbakur 12.2.2020 16.2.2020 | 21:18
Hvaleyrarskóli krissi200 15.2.2020 16.2.2020 | 16:51
Eigendur Land Rover Hjödda171 13.2.2020 16.2.2020 | 16:17
Hvernig skiptir maður um heimilislækni b82 15.2.2020 16.2.2020 | 08:32
Hvað var lögreglan í Borgarnesi að brenna? iceshera 12.2.2020 16.2.2020 | 05:43
grísakjöt í ofni? THE princess 26.4.2011 15.2.2020 | 23:50
Gleðilegan Laugardag Twitters 15.2.2020 15.2.2020 | 23:48
Hvernig skiptir maður um nef ? kaldbakur 15.2.2020 15.2.2020 | 23:42
Hvað kostar að berja einhvern til ábóta með kylfu? BjarnarFen 6.2.2020 15.2.2020 | 23:25
Andvaka..... kirivara 11.2.2020 15.2.2020 | 14:11
Skipt um h-lækni? b82 15.2.2020
Konur með dökka hringi í kringum augun Göslin 20.1.2007 15.2.2020 | 00:34
Reykingafordómar Hr85 6.2.2020 14.2.2020 | 23:42
Ráðleggingar með fasteignakaup boojaa 14.2.2020 14.2.2020 | 20:36
Hvað er Oat Fiber á íslensku? Emper 14.2.2020 14.2.2020 | 20:27
LÍOL dong 14.2.2020 14.2.2020 | 19:45
Engar áhyggjur, þetta reddast spikkblue 8.2.2020 14.2.2020 | 17:51
Feitir puttar 0911 9.2.2020 14.2.2020 | 13:48
Tinder bakkynjur 11.2.2020 14.2.2020 | 11:36
Skera gat á tvöfalt gler atv2000 8.2.2020 14.2.2020 | 11:29
Síða 1 af 20225 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, Gabríella S, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron