Sambandsslit og að slíta á öll tengsl

ox2 | 8. jan. '14, kl: 21:55:00 | 842 | Svara | Er.is | 0

Þið sem eruð sjóaðar í þessum sambandsslitum. Er algengt að annar aðilinn slíti á allt og hunsi ykkur algjörlega.

Við hættum saman í byrjun septembers og hann hunsaði mig algjörlega eða hafði samband eftir hans hentisemi sem var mjög sjaldan. Svo sleit hann allt svaraði mér ekki og var mjög kaldur. Núna 4 mánuðum síðar kemur allt í einu afsökunarbeiðni þar sem hann biður mig fyrirgefningar á þessu og skammist sín mjög fyrir allt sem hann gerði
Ég skil hvorki upp né niður í þessu. Því að hafa samband til að byðjast fyrirgefningar þegar við höfum ekki tala saman í næstum 2 mánuði.
Hafiði einhver svör ER- sálfræðingar ?

 

Alfa78 | 8. jan. '14, kl: 21:56:50 | Svara | Er.is | 6

Hefur þú einhverja ástæðu fyrir að vera í sambandi við fyrrverandi?
Persónulega sé ég ekki pointið ef það eru ekki börn í spilinu

ox2 | 8. jan. '14, kl: 21:57:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tjahhh við vorum góðir vinir og ætluðum að halda því áfram auk þess sem það var barn í spilinu.

ox2 | 8. jan. '14, kl: 21:58:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér fannst þetta alltaf svo sérstakt eftir 2 ára samband að geta slitið á allt eins og það væri ekkert mál miðað við hans ástarjátningar alltaf.

snsl | 8. jan. '14, kl: 22:00:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þurfti hann ekki tíma til að jafna sig?

ox2 | 8. jan. '14, kl: 22:02:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú gæti verið, enn samt verra að slíta á allt heldur enn að hafa þetta í góðu og ef það var ástæðan því þá að taka upp þráðinn aftur eingöngu til að segja fyrirgefðu. Því ekki að lát þetta kyrrt ligga? Ég á eflaust ekki að vera velta þessu fyrir mér

presto | 9. jan. '14, kl: 08:33:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að slíta á allt er bara mjög eðlilegt við þessar aðstæður og ég skil ekki hvers vegna það er ekki bara í góðu? Er það ekki frekar þú sem ert mögulega með einhver illindi í þessu? (Ef þú ætlar að hegna honum fyrir að haga sér ekki eins og þú vilt....)
Gerðuð þið umgengnissamning um barnið? Er planið að deila forræði með honum, að hann ættleiði barnið eða hvað?

T.M.O | 9. jan. '14, kl: 10:15:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

stundum er einmitt betra að slíta tímabundið en að hafa allt í góðu, fyrir suma er að vera að tala mikið saman og hittast jafnvel algjör pynting af því að rífur upp sárar tilfinningar. Fólk fer oft líka að rugla hvort í öðru á þessu tímabili, sofa saman og sjá eftir því, fyllast afbrýðsemi og vanlíðan. Hann virðist vera farinn að jafna sig, þá þurfið þig kannski að finna alveg nýtt samskiptamynstur sem þið getið bæði lifað með. Hann hefur jafnvel bara verið hreinlega í ástarsorg. Það er líka spurning hvort hann sé tilbúinn að hjálpa barninu í gegnum þessar breytingar, ekki loka alveg á það.

Myken | 9. jan. '14, kl: 09:28:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ef þið eigið barn saman þá er það ekki eðlilegt..

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

nærbuxur | 8. jan. '14, kl: 22:02:52 | Svara | Er.is | 3

Ég sleit öllu sambandi við minn fyrrverandi á sínum tíma.  Vildi einfaldlega allt eða ekkert.  Held maður komist miklu fyrr yfir sambandsslitin á þann hátt.  Hinsvegar finnst mér það ekki vera í boði ef fólk á barn saman !!

ox2 | 8. jan. '14, kl: 22:09:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við reyndar áttum ekki barnið saman. Blóðfaðir þess sinnir því mjög lítið og barnið kallar hann pabba og gerir enn og spyr enn um hann og því hann komið ekki eða hringi ekki sem gerir þetta allt smá erfiðara

Myken | 9. jan. '14, kl: 09:29:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hafið þið hugsað að hann verði í sambandi við barnið ef ekki þá þurfið þið ekki að hafa samband

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Máni | 8. jan. '14, kl: 22:45:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú það er alveg hægt, þá bara að ræða málefnni barnanna.

GoGoGirl | 8. jan. '14, kl: 22:12:04 | Svara | Er.is | 0

Ég var 3 ár með minum fyrrverandi og við slitum öllum samskiptum eftir sambandsslitin. Hef bara talað við hann tvisvar síðan þá og er mjög sátt við fyrirkomulagið.
Sé ekki tilganginn í því að halda sambandi við fyrrverandi ef það eru engin börn í spilinu.

Ef það er hinsvegar barn í spilinu finnst mér frekar lélegt að hann geti ekki tekið tillit til þess. Finnst samt alveg eðlilegt að samskiptin snúist bara um barnið og því tengt.

ox2 | 8. jan. '14, kl: 22:13:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já eflaust er þetta svona. Finnst bara eitthvað agalega erfitt að tala ekkert við hann finnst hann alltaf verið hluti af mér einhvern vegin.

GoGoGirl | 8. jan. '14, kl: 22:20:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann verður alltaf hluti af þínu lífi þar sem þið voruð saman. En besta leiðin til að komast yfir sambandið er að halda áfram þínu eigin lífi.
Ef ég skil þig rétt þá er barnið ekki ykkar heldur þitt. Það er ÖMURLEGT af honum að ganga út úr lífi barnsins líka en í rauninni hefur hann engar skyldur til þess.

presto | 9. jan. '14, kl: 08:29:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það gengur samt ekki að hanga í manninum ef þú vilt ekki halda sambandinu áfram? Einhver ástæða er fyrir því að þið skilduð, ekki satt? Var skilnaður meira ákvörðun hans?

Beebee82 | 8. jan. '14, kl: 22:34:43 | Svara | Er.is | 0

Ef ég hefði ekki átt börn með mínum fyrrverandi þá væri nákvæmlega ekkert samband á milli okkar, enda er það ekki mikið í dag, allt í sambandi við börnin fer í gegnum konuna hans.

Máni | 8. jan. '14, kl: 22:43:41 | Svara | Er.is | 0

mér finnst það eðlilegast, ég hef það þannig.

tavi | 8. jan. '14, kl: 22:46:13 | Svara | Er.is | 1

Er ekki bara fínt að hann sýni þann manndóm að biðjast afsökunnar á leiðinlegri hegðun? Kannski þurfti hann tíma til að komast yfir einhvern ákveðinn hjalla í þessum sambandsslitum og sér núna að hann var ekki að höndla hlutina vel. Persónulega held ég að mér þætti vænt um að fá afsökunarbeiðni ef ég væri í þinni stöðu -en það þýðir samt ekki að þið þurfið að fara að hanga saman aftur, ekkert frekar en þið viljið.

Og varðandi það að halda sambandi eða ekki eftir sambandsslit, þá held ég að það sé bara alveg ofsalega misjafnt hvað fólk vill og þarf. Ég var í ágætis sambandi við minn fyrrverandi í einhvern tíma eftir að við hættum saman. Við hittumst annað slagið og spjölluðum og svona en svo bara fjaraði það út enda eigum við lítið sameiginlegt í dag. Annar fyrrverandi hætti alfarið að tala við mig nokkrum mánuðum eftir að við hættum saman og ég vissi aldrei alveg af hverju, en ég leit svo á að mig varðaði ekkert sérstaklega um það og leyfði honum bara að hafa hlutina eins og hann vildi. Pínu sárt að vera hundsuð úti á götu en ég komst yfir það.

alboa | 8. jan. '14, kl: 22:48:59 | Svara | Er.is | 1

Þetta er erfitt og flókið þegar þetta eru stjúptengsl. Hefurðu talað við þau hjá stjuptengsl.is um hvernig þú eigir að tækla þetta varðandi barnið? Það er ekkert betra að hafa aðila sem flakkar inn og út úr lífi barnsins og það er ekkert víst að maðurinn sé tilbúinn til að vera til staðar næstu árin fyrir barn sem hann á ekki.


Ég hef slitið sambandi við mann sem dóttir mín leit orðið á sem annan pabba. Það var líka erfitt fyrir hana og það ruglaði hana meira að hafa hann inn í myndinni (vorum góðir vinir á eftir og hittumst reglulega, líka með barnið). Hún var mun fljótari að jafna sig eftir að hann hvarf endanlega. En við ræddum líka málin mikið og fórum yfir að þó hann væri hættur að koma þýddi það ekki að honum þætti ekki vænt um hana og fleira.


kv. alboa

Sikana | 8. jan. '14, kl: 22:55:23 | Svara | Er.is | 1

Ég sleit öll samskipti við minn fyrrverandi á sínum tíma og mæli reglulega með því hérna inni. Það getur hjálpað mjög mikið ef sambandsslitin eru erfið og aðilarnir ekki á sama stað tilfinningalega. Lélegt gagnvart sjúpbarninu, en ekki óeðlilegt gagnvart þér. 

__________________________________________
The government you elect is the government you deserve.
-Thomas Jefferson

Bevus | 25. jan. '22, kl: 22:09:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hvað telur þú það þurfi langan tíma burtu frá hvort öðru að jafna sig þegar ungtbarn er í spilinu ?

Skreamer | 9. jan. '14, kl: 01:04:01 | Svara | Er.is | 1

Það er langbest að taka sér frí frá hvoru öðru fyrst um sinn eftir sambandsslit, jafnvel þótt þið ætlið að vera vinir áfram.   Það er nauðsynlegt til þess að fólk geti jafnað sig og unnið úr tilfinningunum.  Ef það hefur svo áhuga á vináttu seinna meir þá er það væntanlega þegar báðir aðilar eru tilbúnir.  Það gengur ekki að vera vinir ef annar aðilinn er enn í sárum og ástfanginn.  Vináttan gengur upp ef þið gefið hvoru öðru andrými fyrst og ef framkoman er ekki slæm.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Lilith | 9. jan. '14, kl: 11:53:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega!

Blah!

Iwona Jumpalot | 9. jan. '14, kl: 11:02:02 | Svara | Er.is | 0

Hann er að friða sína eigin samvisku.
Honum hefur greinilega ekki liðið vel með þetta.

** I am a fucking genius **

Lilith | 9. jan. '14, kl: 11:53:01 | Svara | Er.is | 1

Þau sambönd sem voru alvarleg (þá ekki bara eitthvað fling) þá höfum við aldrei slitið alveg á öll samskipti. Finnst ekkert mál að vera í kunningjasambandi við mína fyrrverandi. Ég og barnsfaðir minn urðum bara góðir vinir eftir skilnaðinn. Svo var ég með manni eftir það í rúm þrjú ár, og hann hefur eftir sambúðarslit okkar alltaf haldið sambandi við krakkana (sem voru auðvitað stjúpbörn hans í þessi þrjú ár), tekur þau í heimsókn af og til eða grípur þau með sér í einhver skemmtilegheit þegar hann er í bænum.

En oft er þó gott svona fyrst eftir sambandsslit að halda ágætri fjarlægð, bara til að jafna sig og ná áttum.

Blah!

Bevus | 25. jan. '22, kl: 22:07:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hvað telur þú það þurfi langan tíma burtu frá hvort öðru að jafna sig þegar ungtbarn er í spilinu ?

tlaicegutti | 28. jan. '22, kl: 01:10:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svara gömlu þráð bara benda á !!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Kefir - fæst svoleiðis á Íslandi? goge70 24.2.2016 23.5.2022 | 01:01
VG að sjá ljósið ? _Svartbakur 16.5.2022 22.5.2022 | 08:43
Að giftast útlending utan EES hérna heima. Golden Skutla 10.5.2022 21.5.2022 | 20:14
Myndband um nýjustu plötuna mína, "Líf og fjör á Fróni" Pedro Ebeling de Carvalho 19.5.2022
Rukka fyrir notkun á þvottavél í sameign jalapeno 18.5.2012 19.5.2022 | 12:10
Hleðsla rafbíla bakkynjur 19.4.2022 19.5.2022 | 07:09
Hjálp HM000 17.5.2022 17.5.2022 | 22:21
Fólk sem hverfur MGTOW 6.5.2022 17.5.2022 | 18:52
Kratom Daviid 23.2.2022 17.5.2022 | 13:21
Salvage Yard Danivjel 16.5.2022
Langtímaleiga bakkynjur 16.5.2022
Fyrir börn á morgun sol82 16.5.2022
Meirihlutinn fallinn í Reykjavík _Svartbakur 15.5.2022 16.5.2022 | 18:03
Logi og loftslagsmálin Hauksen 15.5.2022 16.5.2022 | 17:04
Sjálfstæðisflokkurinn lang stærsti flokkurinn á landsvísu _Svartbakur 15.5.2022
Eigið þið uppskrift af píkurúllum Kimura 15.5.2022
Svuntuaðgerð Janef 11.5.2022 15.5.2022 | 13:54
Dyrasími með myndavél í fjölbýli th123 26.4.2022 15.5.2022 | 10:34
Sjálfstæðisflokkur skreppur saman í Reykjavík _Svartbakur 10.5.2022 15.5.2022 | 10:03
Pedro Hill - Áfram Ísland!: Skemmtileg lög frá 2021 til 2022 Pedro Ebeling de Carvalho 14.5.2022
Lítil mengun af rafknúnum einkabílum _Svartbakur 14.5.2022
Heimabrugg Inngangur 9.5.2022 13.5.2022 | 19:56
Gamalt bandarískt dægurlag "Little Brown Jug" í flutningi mínum Pedro Ebeling de Carvalho 13.5.2022
Hefur einhver farið til útlanda nýlega búinað fá covid með 2 covid sprautur nikký sæta 3.5.2022 13.5.2022 | 10:30
Gamall slagari bandarískrar rokktónlistar í flutningi mínum Pedro Ebeling de Carvalho 12.5.2022
Skilinn að borð og sæng og barn Chromecast84 10.5.2022 11.5.2022 | 21:17
Viðgerð á sílsum krunarsson 10.5.2022
Yfirgangur í borgarstjórnarmeirihluta Júlí 78 6.5.2022 10.5.2022 | 15:49
Lyfið Sertralin GLX56 10.5.2022
Skemmtun í hverjum stað! Pedro Ebeling de Carvalho 9.5.2022
Rusl dagsins, gærdagsins og morgundagsins er Hauksen 7.5.2022 8.5.2022 | 08:51
Rauðvínsblettur á vegg covid13 7.5.2022
Skòstærđir catsdogs 4.5.2022 7.5.2022 | 15:15
Hylja svalir mauri 1.5.2022 6.5.2022 | 19:29
Lifrarbólga c ingimars 6.5.2022
Flokkur fólksins bakkynjur 2.5.2022 6.5.2022 | 18:38
Sjaldgæf nöfn.... briey 21.6.2009 5.5.2022 | 16:08
Rússar eru að tapa stríðinu í Ukrainiu _Svartbakur 5.5.2022 5.5.2022 | 14:12
app fyrir Android listamaðurinn 2.4.2011 4.5.2022 | 22:29
Hef áhuga á sálfræði Jojodulla00 2.5.2022 3.5.2022 | 16:49
Kjaftasögur - Eitthvað satt þarna? janus34 30.4.2022 2.5.2022 | 09:53
Byrjunarlaun arkiteka og verkfræðinga sigga59 1.5.2022 1.5.2022 | 23:48
Búslóðarfluttningur D.Backman.art 25.4.2022 1.5.2022 | 08:55
Förðun kink 1.5.2022
Fyrsta íslenska platan mín Pedro Ebeling de Carvalho 30.4.2022 30.4.2022 | 17:44
Putin þarf að taka pillurnar sínar í kvöld. _Svartbakur 29.4.2022 30.4.2022 | 16:27
Hugmynd að afskekktri náttúrulaug covid13 29.4.2022
Auglýsing er hægt að taka blessuð Auglýsing tlaicegutti 29.4.2022 29.4.2022 | 00:50
Spurning um atvinnuleysisbætur renata00 27.4.2022 28.4.2022 | 11:15
Sumarhús á spáni Shakira 27.4.2022 28.4.2022 | 11:06
Síða 1 af 69912 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, tj7, karenfridriks, Gabríella S, mentonised, Óskar24, MagnaAron, barker19404, RakelGunnars, Anitarafns1, ingig, superman2, Bland.is, Atli Bergthor, joga80, krulla27, aronbj, rockybland