Sameiginlegt forræði

kona80 | 19. maí '16, kl: 20:32:00 | 1517 | Svara | Er.is | 0

Sá sem ég er að fara að eignast barn með er harður á því að fá sameiginlegt forræði þegar barnið fæðist höfum aldrei búið saman. ég vill það ekki. Hefur eitthver reynslu á því hvernig svona mál fara ég er með kvíðahnùt í maganum hvernig svona fer. Er þá að tala um þegar þetta fer í gegnum dóm...

 

ÓRÍ73 | 19. maí '16, kl: 20:40:29 | Svara | Er.is | 7

af hverju viltu það ekki? og á hann ekki jafnan rétt á því og þú? 

T.M.O | 19. maí '16, kl: 20:46:45 | Svara | Er.is | 7

sameiginlegt forræði er ekki góð hugmynd nema fólk geti talað saman og sé samstíga í ákvörðunum. Vilt þú þurfa að biðja þennan mann um leyfi til að fara með barnið í ferðalag til útlanda?

Brindisi | 19. maí '16, kl: 21:46:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ok en ef fólk getur varla talað saman og er ekki samstíga í ákvörðunum, á þá annað foreldrið bara að bakka frá samskiptum við barnið? og það þarf held ég alltaf samþykki beggja foreldra þegar kemur að utanlandsferðum....en hún er varla að plana það, barnið er ekki fætt

T.M.O | 19. maí '16, kl: 21:48:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

þú þarft ekki að bakka þó að þú hafir ekki forræði. Þú getur líka verið með forræði, aldrei hitt barnið og ekki haft nokkurn áhuga á því en á sama tíma getur þú stjórnað sumarfríum og búsetu móðurinnar

Háesss | 21. maí '16, kl: 18:08:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eeee... og föðurins ef því er að skipta...

ert | 19. maí '16, kl: 21:49:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei það þarf ekki alltaf samþykki beggja foreldra. Ég er ein með forræði og ég þarf ekki samþykki.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 19. maí '16, kl: 21:53:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig er það samt, erum við maðurinn minn ekki pottþétt bæði með forsjá, þó hann sé ekki líffræðilegur faðir dóttur okkar, minnir að ég hafi lesið það

ert | 19. maí '16, kl: 21:54:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú er ég bara ekki viss.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 19. maí '16, kl: 21:56:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú var að gúggla sýslumanninn, allavega hvað varðar vegabréfaútgefningu......held ég hafi búið til nýtt orð :) 



ert | 19. maí '16, kl: 21:57:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég ætla að búa til orðið vegabréfaútfyrirgefning

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 19. maí '16, kl: 21:58:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já sendu þetta í nefnd, jafnvel mannanafnanefnd......hver veit?

ert | 19. maí '16, kl: 21:59:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


sussu svei þú kannt ekki nefndirnar þínar
það yrði íslensk málnefnd

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 19. maí '16, kl: 22:01:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ef ég eignast annað barn ætla ég að reyna að fá samþykkt nafnið.....Vegabréfasamþykktarútgefningur Jón

alboa | 19. maí '16, kl: 22:38:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fer eftir hvenær þið hófuð sambúð og giftust.

kv. alboa

Brindisi | 19. maí '16, kl: 22:41:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já það er orðinn svo langur tími

Gunnýkr | 21. maí '16, kl: 11:43:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei nei það þarf ekkert samþykki frá báðum foreldrum. Ég var ein með forræði yfir syni mínum og ferðaðist bara með staðfestingu um að ég væri ein með forræði.

gunnip76 | 20. maí '16, kl: 18:09:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Vill hún þurfa að biðja "þennann mann" um leyfi til þess að fara með barnið í ferðalag til útlanda..

Ertu að fíflast? Það er ekki hennar val að neita honum um að vera pabbi, ekkert frekar en það er ekki hans val að neita henni um að vera mamma.
Barnið er ekki getið af heilögum anda, þetta snýst ekki um hvað hún vill eða kann að finnast, þetta snýst um hvað er best fyrir barnið, ekki rétt?


Hver eru rökin?
Mér finnst, ég held, mig langar?

T.M.O | 20. maí '16, kl: 18:35:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

hún hefur fullan rétt á því að neita honum um sameiginlegt forræði, það er ekki það sama og að neita honum um að vera pabbi. Meira að segja þú hlýtur að skilja muninn á því. Hún þekkir til hvernig pabbi hann hefur verið fram að þessu, það er allt í lagi að hann sanni að það verði eitthvað öðruvísi áður en hann sem pabbi barnsins fer að hafa áhrif á mikilvæga þætti í hennar lífi.

gunnip76 | 20. maí '16, kl: 18:44:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þarna kom það. Hann er ekki að reyna að hafa áhrif á mikilvæga þætti í hennar lífi.


Hann er að reyna að hafa áhrif á mikilvæga þætti í sínu lífi.


Segjum sem svo að hann gleymi þessu, hætti að pressa á forræði og geri eins og þú stingur upp á, vinnur sér inn traust og þar fram eftir götunum. Eftir 5 ár, eða 10 ár kynnist hún kana og vill flytja til bandaríkjana með barnið þeirra, en lögum samvæmt getur hún farið, því hann hefur ekki forræði.


Hvernig áhrif helduru að þetta hefði á manninn? 
Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að með sameiginlegu forræði hafa þau bæði völd yfir lífi hvers annars.
Hafi hún forræðið hefur hún hellings völd yfir hans lífi.
hafi hann forræði hefur hann hellings völd yfir hennar lífi.


Hann er ekki að ætlast til að hún fórni neinu sem hann er ekki tilbúinn að fórna, t.d ferðafrelsi með barnið sitt.

T.M.O | 20. maí '16, kl: 18:56:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

vá, enginn munur á því að bíða með umræðuna fram yfir fæðinguna og að missa barnið til bandaríkjanna eftir 10 ár. Hans ferðafrelsi fórnast ekki af sameiginlegu forræði, hann getur flutt daginn eftir að pappírarnir eru undirritaðir, aldrei haft samband og samt haft áhrif á hvort móðirin fær vegabréf, getur farið með barnið í sumarfrí til útlanda og hvort hún getur farið í nám erlendis. Jafnvel þó að hún vildi flytja til landsins sem hann býr í.

alboa | 21. maí '16, kl: 11:01:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Móðirin getur alltaf fengið vegabréf, það er barnið sem getur ekki fengið vegabréf. Ferðafrelsi móðurinnar er ekkert skert. Hún getur áfram gert það sem henni sýnist. Barnið getur hins vegar ekki farið með nema með leyfi pabbans. Barnið og móðirin eru ekki sami einstaklingurinn.


kv. alboa

T.M.O | 21. maí '16, kl: 11:06:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sem 100% umönnunaraðili barnsins þá hangir það óhjákvæmilega saman, ekki skilur hún það eitt eftir. Þetta er ástæðan fyrir því að lögin reikna með forræði bara hjá móðurinni. Það er engin sambærileg skuldbinding í sameiginlegu forræði fyrir foreldrið sem er ekki með lögheimilið

alboa | 21. maí '16, kl: 11:14:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ekkert endilega. Hún getur alveg sett barnið í tímabundið fóstur, látið ættingja sinna barninu eða hvað sem er. Móðir og barn eru ekki sami einstaklingurinn og það er ekki hægt að tala um skert ferðafrelsi móður þegar um sameiginlega forsjá er að ræða því það er engin lagaleg tenging þar á milli. Móðirin hefur alveg sama ferðafrelsi og faðirinn, það þarf bara samþykki beggja fyrir ferðum barnsins.


Það er reyndar ýmislegt sem felst í sameiginlegri forsjá fyrir foreldrið sem er ekki með lögheimilið.


kv. alboa

T.M.O | 21. maí '16, kl: 11:42:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eins og hvað?

Háesss | 21. maí '16, kl: 18:14:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Eimen!!!

Afsakið fyrirfram, en þessar bitru einstæðu fórnarlambsmæður eru þær sem taka trukkið þegar svona er rætt, eru gjörsamlega rörsýnar á allt nema sýn föðursins.

Mögulega vill barnsfaðir OP virkilega taka þátt í uppeldi barns síns og gefa því allt sem hann getur þrátt fyrir að þau séu ekki saman.

Það er svo magnað, að þessar bitru keddlingar sem öskra hér hæst (og þessi umræða er rétt að byrja) eru einmitt þær sem fatta ekki að hugsa út í það, eða hafa lent í ömurlegum mönnum og gera sjálfkrafa ráð fyrir því að allir aðrir séu eins og no wonder að þær séu ennþá einstæðar.

Sorrí með mig.

Bitch já.

Innkaupakerran | 19. maí '16, kl: 20:49:12 | Svara | Er.is | 0

Það gerist ekkert um leið og barnið fæðist að hann fái sameiginlegt forræði með þér.

Þetta fer mikið eftir því hvernig hann stendur sig hvort hann fái það svo síðarmeir.
Er hann að heimsækja hann, þekkir barnið hann..tekur hann svo barnið þegar hann er orðinn nógu gamall o.s.f.v.

alboa | 19. maí '16, kl: 22:39:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er reyndar hægt að ganga frá því mjög snemma.

kv. alboa

Petrís | 19. maí '16, kl: 23:42:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Myndirðu gúddera svona svar til handa móður, hann þarf að sanna sig til að fá að vera með forræði yfir eigin barni?

Innkaupakerran | 19. maí '16, kl: 23:52:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Meinti þetta ekkert illa.
Málið er bara að þegar fólk er ekki í sambúð að þá fær móðirin sjálfkrafa forræðið.
Feður sem taka ekkert þátt í lífi barnsins síns hafa ekkert að gera með sameiginlegt forræði & það á svo sannarlega líka við mæðurnar.

Petrís | 20. maí '16, kl: 00:02:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Ég veit að það gerist sjálfkrafa en ekki af því að það sé siðferðilega rétt heldur af því við erum föst í fjötrum staðalímynda. Samkvæmt þessu er sjálfkrafa gert ráð fyrir að faðir sé drullusokkur fyrirfram því auðvitað eru allir karlar drullusokkar nema kannski einstaka undantekning og það er gert ráð fyrir að faðir, athugaðu ekki móðir, heldur faðir þurfi að sanna sig frá fyrstu stundu eins og hann sé í einhverju fokking Xfaktor

Innkaupakerran | 20. maí '16, kl: 00:46:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það þarf ýmislegt að laga vissulega!

Háesss | 21. maí '16, kl: 18:31:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

EIMEN!

Ég þoli ekki þetta fokkíng samfélag!

Ég er að sjálfsögðu femínisti, en þessir hlutir vilja gleymast, það myndi alveg örugglega lyfta femínistahreyfingunni og um leið útskýra afsakið mig, betur fyrir heimska fólkinu, ef femínistar myndu bæta þessu atriði við eitt af sínum hugðarefnum.

Þá væri hægt að prenta eitthvað út og láta þessa „Nei ég er sko jafnræðissinni" hálfvita éta ódýra A4 pappírinn sem maður notaði til að prenta þetta út á, tyggja vel og kyngja og ekkert vatn með.

kona80 | 19. maí '16, kl: 20:49:58 | Svara | Er.is | 0

Nei ekki gott samkamulag hann myndi aldrei samþykkja utanlandsferð. Honum er alveg sama um allt og á fleiri börn sem hann hugsar ekki um sjálfur en er samt með sameiginlegt forræði yfir þeim

T.M.O | 19. maí '16, kl: 20:51:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þið eruð ekki í sambúð að skilja, það snýst ekki um að ákveða um forræði á þeim forsendum. Vertu bara ákveðin.

kona80 | 19. maí '16, kl: 20:50:48 | Svara | Er.is | 0

Myndi ekki treysta honum fyrir hundi einu sinni

T.M.O | 19. maí '16, kl: 21:01:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Forsjá barns getur ýmist verið lögbundin, ákveðin með samningi eða með dómi.

Lögum samkvæmt fara foreldrar í hjúskap sameiginlega með forsjá barns síns.

Sama á við um foreldra sem skráð hafa sambúð sína í þjóðskrá, þeir fara sameiginlega með forsjá barns.

Móðir fer á hinn bóginn ein með forsjá barns síns ef hún er hvorki í
hjúskap né skráðri sambúð við fæðingu barnsins – nema annað sé ákveðið
með samningi eða dómi

stjarnaogmani | 25. maí '16, kl: 15:40:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afhverju ertu að eignast barn með manni sem er ekki treystandi fyrir hundi? Ég veit allavega að það þarf ekki að vera neitt vesen með það að þú fáir forræðið þegar þið eruð ekki í sambúð. Þú færð forræðið sjálfkrafa. Eina sem ég ráðlegg þér er að hugsa alltaf um hag barnsins sama hvað þið eruð ósammála

kona80 | 19. maí '16, kl: 20:52:27 | Svara | Er.is | 0

Barnið er ekki fætt en hann talar ekki um annað langar bara að vita hvernig svona mál fara fyrir dómi hvort eitthver sé með reynslu á því

T.M.O | 19. maí '16, kl: 21:13:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ekki láta hann rugla í þér. Ég hef ekki verið í þínum sporum, þetta var ekkert í myndinni þegar ég var ein með barn. Hann yrði að fara fyrir dóm með þessa kröfu og ég hef ekki séð að dómarar séu að dæma fólki sem hefur aldrei búið saman eða verið saman sameiginlegt forræði. Þetta er eðlilegri framvinda þegar fólk skilur og barnið er búið að búa með báðum foreldrum.

Athugaðu þetta, ættir að geta fengið ráðgjöf þarna.

http://www.fef.is

Brindisi | 19. maí '16, kl: 21:44:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

sýnir þetta ekki bara áhuga föðurs að vilja sameiginlegt forræði

T.M.O | 19. maí '16, kl: 21:46:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

þetta getur líka sýnt vilja til að stjórna öðrum. Ef það er eitthvað að marka það sem upphafsinnleggið segir og ég hef þann vana að taka mark á þeim sem ég tala við þá er það ekki barnið sem hann hefur áhuga á

Steina67 | 19. maí '16, kl: 21:47:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei ekki alltaf. Oft snýst þetta um stjórnun.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Brindisi | 19. maí '16, kl: 21:51:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

æi vá það hafa verið svo margar umræður hérna um skíta pabbana sem vilja taka þátt eftir að barnið er 2 ára eða bara alls ekki og núna á að gera einn að gerpi fyrir að vilja sameiginlegt forræði fyrirfram, það sýnir áhuga að mínu mati en ég viðurkenni að ég veit ekkert meira um þetta mál

T.M.O | 19. maí '16, kl: 21:55:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

mér finnst það skrítið að vera að tala um sameiginlegt forræði þegar það er spurning um samþykki eða dómsmál vegna ófædds barns. Kannski ætti hann að láta heilsu móðurinnar ganga fyrir og að sýna fram á að hann hugsi um barnið áður en hann fer í my way or I drag you to court way

Brindisi | 19. maí '16, kl: 21:57:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

mér finnst upphafsinnlegg bara vera mjög mjög einhliða frásögn, pínu bitur jafnvel

T.M.O | 19. maí '16, kl: 21:58:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

kannski pínu hrædd

Brindisi | 19. maí '16, kl: 22:00:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

já ábyggilega en hún á bara 50% í barninu og kannski er þarna bara gaur sem hún þolir ekki en vill sinna sínu barni og vill tryggja sér rétt sinn

T.M.O | 19. maí '16, kl: 22:01:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

hún ber alveg 100% ábyrgð á því og hún hættir því aldrei. Það er ekki hægt að segja um hann

Brindisi | 19. maí '16, kl: 22:06:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

afhverju ber hún 100% ábyrgð á barninu? hann ber 50% ábyrgð og vill greinilega taka þá ábyrgð

T.M.O | 19. maí '16, kl: 22:08:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei hann vill fá 50% forræði. það þarf ekki að vera neitt samhengi þar á milli. Mér finnst alveg eðlilegt að maðurinn sýni fram á hvernig hann ætlar sér að hugsa um þetta barn áður en hún samþykkir sameiginlegt forræði. Að pressa á það fyrirfram er ekki taktískt

Brindisi | 19. maí '16, kl: 22:12:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þau þurfa augljóslega að ræða þetta betur sín á milli en mér finnst þetta bara sína áhuga af hans hálfu

T.M.O | 19. maí '16, kl: 22:13:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég sé það ekki þannig. Ég sé mann sem er að hóta stjórnunartæki á manneskju sem hann ætti að hjálpa að hafa ekki áhyggjur.

Brindisi | 19. maí '16, kl: 22:20:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

ok hvað er rétt að gera hjá feðrum, það er of seint ef þeir vilja fara skipta sér af um 2 ára aldur, þá eru þeir bara að því til að losna við kúkableyjurnar en ef þeir vilja sinn rétt fyrir fæðingu er það stjórnunartæki........hvenær er rétti tíminn fyrir þá að vera PC

T.M.O | 19. maí '16, kl: 22:32:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

kannski koma í heimsókn með reglulegu millibili meðan barnið er lítið, fá það lánað í labbitúra þegar það er aðeins stærra, passa það á sínu eigin heimili og leyfa mömmunni að anda aðeins? leyfa því svo að gista eina nótt einstöku sinnum? Vinna sér traust mömmunnar sem greinilega treystir þér ekki (og myndi ekki treysta þér fyrir hundi miðað við núverandi framkomu) og sýna þannig fram á að þú hafir eitthvað að gera með sameiginlegt forræði með hagsmuni barnsins í huga. Það er alltaf hægt að semja um sameiginlegt forræði og alltaf hægt að fara fyrir dóm

alboa | 19. maí '16, kl: 22:45:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Passar þú börnin þín? Eða færð þau í pössun?

kv. alboa

T.M.O | 19. maí '16, kl: 22:45:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

blaaaaaaa

gunnip76 | 20. maí '16, kl: 18:34:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það þrengir rosalega að þér, þú bara hlýtur að vera tröll.


Ég trúi því ekki að heilbrigð móðir tali svona um samskipti foreldra og barna, að foreldri "passi" barnið sitt.

T.M.O | 20. maí '16, kl: 18:42:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ef pabbi barnanna minna myndi biðja mig að vera hjá okkar sameiginlegu börnum heima hjá honum þá myndi ég líta á það sem ég væri að passa. Um leið og hann kemur þá fer ég. Ef krakkarnir kæmu til mín af því að hann gæti ekki verið með þau þá væri ég ekki að passa. Þú getur skilið þetta öðruvísi, ég skil þetta svona.

Þú getur alveg spurt hvern sem er sem er hérna reglulega, þú getur elskað mig eða hatað mig en það vita það allir að ég er ekki tröll.

 
gunnip76 | 20. maí '16, kl: 18:59:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég svosem veit þú ert ekki tröll.


Rétt eins og að ég veit að þú ert fordómafullur feministi.

T.M.O | 20. maí '16, kl: 19:03:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hahaha á að taka upp ljótasta blótsyrðið. Finnst þér það hjálpa þínum málsstað að fara að draga mína persónu inn í þetta?

gunnip76 | 20. maí '16, kl: 19:10:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

feministi er ekki blótsyrði, 
Ekkert frekar en sjálfstæðismaður eða demokrati


Það segir til um hver þú ert og hvaða skoðanir þú hefur að geyma.


Fordómafull ertu frekar augljóslega, því þú ert ekki bara búinn að dæma þennann mann fyrirfram, heldur alla karlmenn

T.M.O | 20. maí '16, kl: 19:11:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

það er aldeilis, þú veist mínar skoðanir á öllum karlmönnum

fálkaorðan | 20. maí '16, kl: 19:30:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég hef séð þið skera síðuna úr karlmanni, reykja hana, skera í þunnar sneiðar og snæða með spældu eggi í morgunmat.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

T.M.O | 21. maí '16, kl: 22:58:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vá ég var rétt að sjá þetta frá þér núna... hvenær sástu það?? ha? hvar varst þú eiginlega? ertu að njósna um mig?

T.M.O | 21. maí '16, kl: 22:58:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta eru allt saman svín.......

Háesss | 21. maí '16, kl: 18:42:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Abbabbabb!!!

Nei, hún er ekki fordómafullur femínisti og það er ljótt að reyna að tengja femínista við fordóma og reyna að gera það að uppnefni.

Þessi aumingja kona er bara afskaplega bitur og á örugglega einhverjar beinagrindur í skápnum hjá sér, það hefur sést í öllum umræðum af þessum toga, ef hún sér þær, fer hún gjörsamlega hamförum.

T.M.O | 21. maí '16, kl: 19:42:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

fer hamförum... *fliss*

Toothwipes | 21. maí '16, kl: 19:44:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það eru komin 26 svör frá þér í þessari umræðu á einhverjum 2 klukkutímum. Fyrir mér er ljóst hver fer hamförum hér.

Háesss | 21. maí '16, kl: 19:53:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gvöð sorrí marrrr, ég var bara vant viðlátin í gær og náði ekki byrjuninni.

alboa | 21. maí '16, kl: 11:03:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Pabbi dóttur minnar hefur reglulega verið hér heima hjá okkur yfir dóttur okkar á meðan ég hef þurft að skjótast eitthvað á fund eða annað að kvöldi til. Hann passar samt ekki barnið sitt, hann er bara með hana heima hjá mér á meðan.


Sérðu ekki hvað þú ert að gera lítið úr pabbanum og honum sem foreldri með því að segja hann vera passa barnið sitt?


kv. alboa

T.M.O | 21. maí '16, kl: 11:07:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

TheMadOne
| 20. maí '16, kl: 18:42:49
| Svara | Fyrri færsla
| Er.is
| 1


ef pabbi barnanna minna myndi biðja mig að vera hjá okkar
sameiginlegu börnum heima hjá honum þá myndi ég líta á það sem ég væri
að passa. Um leið og hann kemur þá fer ég. Ef krakkarnir kæmu til mín af
því að hann gæti ekki verið með þau þá væri ég ekki að passa. Þú getur
skilið þetta öðruvísi, ég skil þetta svona.

Þú getur alveg spurt
hvern sem er sem er hérna reglulega, þú getur elskað mig eða hatað mig
en það vita það allir að ég er ekki tröll.

------------------------------------

alboa | 21. maí '16, kl: 11:15:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hvernig svarar þetta spurningunni:  Sérðu ekki hvað þú ert að gera lítið úr pabbanum og honum sem foreldri með því að segja hann vera passa barnið sitt?


kv. alboa

T.M.O | 21. maí '16, kl: 11:42:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekki eins og ég upplifi hugtakið að passa barnið sitt.

Petrís | 19. maí '16, kl: 23:46:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Fá þau lánuð????? Eigin börn, ertu í alvöru?

T.M.O | 19. maí '16, kl: 23:53:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

á aldri talið í mánuðum og býr ekki með móðurinni? já fá lánuð.

Petrís | 20. maí '16, kl: 00:03:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er munurinn á feminista og jafnréttissinna ladys and gentleman

Þönderkats | 20. maí '16, kl: 00:28:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Uhh nei

T.M.O | 20. maí '16, kl: 00:48:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

veistu já... munurinn er orðhengilsháttur það er nákvæmlega grundvallar munurinn á feminista og jafnréttissinna

Háesss | 21. maí '16, kl: 18:47:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, munurinn er enginn orðhengilsháttur í augum langflestra, ætti að vera það, en til þess að svo megi verða þarf að skerpa á upplýsingaflæði, fræðslu o.fl.

Kíktu bara yfir á kommentakerfin, opnaðu bara einhverja frétt er varðar konu eða femínista, megnið af fólki veit ekki að jafnréttissinni og femínisti er það sama - já eða ætti að vera það.

Háesss | 21. maí '16, kl: 18:44:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

www.TheMadOne/bitur.is

gunnip76 | 20. maí '16, kl: 18:33:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Gæti verið að upphafsinnleggið sé skilt þér blóðböndum?
Þú ert svo fáránlega hlutdræg að þetta er eins og að lesa helgarmoggann.


Hvaða staðfestingu hefur hann eða þú á því að hann muni fá að koma í heimsókn?
Hvaða staðfestingu hefur þú á því að mamman muni leyfa barninu þeirra að gista heima hjá honum?


Þú virðist þekkja konuna og manninn persónulega, því hann er illskan uppmáluð en hún góðmennskan uppmáluð, samt er ekkert í þessari umræðu sem bendir til hvorugs. 



T.M.O | 20. maí '16, kl: 18:45:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

enga tengingu, ég er bara að lesa það sem hún skrifar, ég hef enga aðra hlið til nema ég fari að verða hlutdræg í því að vera á móti og skáldi það upp mér til sönnunar. Á sama tíma þá sting ég upp á hvernig væri hægt að leysa þetta til að gefa manninum tækifæri til að vinna það traust sem hann augljósleg hefur ekki.

gunnip76 | 20. maí '16, kl: 18:59:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þú ert að skálda, fylla í eyður og ímynda þér fyrir allann peningin hérna.



Louise Brooks | 20. maí '16, kl: 22:20:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og þú ert ekki að því?

,,That which is ideal does not exist"

Háesss | 21. maí '16, kl: 18:48:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann einfaldlega sagði það sem margir voru að hugsa, þ.á. m. ég.

Háesss | 21. maí '16, kl: 18:47:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún gerir það í öllum svona umræðum.

gunnip76 | 20. maí '16, kl: 18:29:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Og er hann þá að hóta stjórnunartæki? afþví að þú sérð það þannig? Þarna ert þú komin 6 köflum framar í skáldsögunni þinni en allir aðrir.


Þú sérð mann sem sækist eftir forræði.
Restin er skáldskapur og ímyndun, líklega tilkomin vegna þess að þú ert brennd.

Háesss | 21. maí '16, kl: 18:48:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Amen brothah!

Háesss | 21. maí '16, kl: 18:39:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ert þú ekki líka frekar mikið lituð af þinni eigin upplifun?

Sorrí, ég hef aldrei hreinlega þorað að segja þetta við þig, en geri það núna, þú ert rosalega bitur og það kemur alveg ofsalega vel og sterkt fram í svona umræðum.

T.M.O | 21. maí '16, kl: 19:43:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

var gunnip76 að kenna þér nýtt orð?

Háesss | 21. maí '16, kl: 19:54:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eee... nei?

Ertu hrokkin í vörn?

T.M.O | 21. maí '16, kl: 19:55:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég bara spyr, ertu full?

Háesss | 21. maí '16, kl: 19:57:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Uuu nei? En þú?

Ert þú dópuð, full eða bæði?

T.M.O | 21. maí '16, kl: 20:00:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

nei reyndar ekki, ég er líka ekki gargandi á hástöfunum og barnalegum styttingum, gæti kannski gert það einmitt ef ég væri full

Háesss | 21. maí '16, kl: 20:03:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu að segja að ég sé gargandi á hástöfunum og með barnalegar styttingar?

Endilega show me.

Myndi nú þó ekki einu sinni gera það þó svo ég væri á rassgatinu.

T.M.O | 21. maí '16, kl: 20:14:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

EIMEN!

Ég þoli ekki þetta fokkíng samfélag!

Gvöð sorrí marrrr

Bíddöhhh, börnin eru á lífi right?

Mímímí... „lestu löggjöfina,"

Ertu aaaaalveg?

AAaaaaaaakkkúrat!

Thank you fellow bitch! <3


Héddna, hvernig geturðu vitað að það sé rétt?

ef þú ert að reyna að þykjast vera 15 þá gengur það bara nokkuð vel



fálkaorðan | 21. maí '16, kl: 20:18:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ok ég ætlaði að halda mig fjarri. En.


LOL

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Háesss | 21. maí '16, kl: 20:19:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hahaha já ég lollaði líka þegar ég sá þetta svona. ;)

Háesss | 21. maí '16, kl: 20:20:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hahahaha þetta er nú bara nokkuð fyndið, færð meira að segja plús frá mér og alles. :)

En jæja, það mun ekki ganga hjá þér að pikka neitt fight, ég er hætt í þeim bisness.

Mér finnst bara gaman að skrifa svona og geri það ef mér þóknast, en aldrei í heilsteyptum texta þó.

T.M.O | 21. maí '16, kl: 20:23:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

einmitt, gargandi með hástafi og barnalegar styttingar.

er ég að pikka fight? í alvöru? ég hef bara svarað þér, ekki byrjað nokkurn skapaðan hlut

Háesss | 21. maí '16, kl: 20:31:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er alveg rétt.

Ég rakst á þessa umræðu og tók að svara henni.

Var óþarflega leiðinleg við þig, afsakaðu það.

gunnip76 | 20. maí '16, kl: 18:26:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hver er það sem segir að það sé ekki taktískt?
Á hann að treysta henni fullkomnlega?
afhverju á hún ekki að treysta honum?
Er eitthvað sem segir að hann muni fá forræði eftir 2 ár?
Er eitthvað sem segir að hann fái að hitta barnið sitt?


Það er einmitt taktískt rétt að sækja forræði stíft, því þá sjá kassalöguðu ríkisstarfsmennirnir tvennt. 
Mann sem sækir forræði yfir barninu sínu síðan það fæddist
Móður sem vill ekki fyrir sitt litla líf leyfa pabbanum að hitta barnið sitt.


Ef hann bíður í tvö ár þá er hann algjörlega að treysta því að hún muni "umbuna" honum ef hann stendur sig vel, því við vitum það vel að kassalöguðu ríkisstarfsmennirnir sjá bara tvennt.
Mann sem allt í einu eftir tvö ár sækjist eftir forræði yfir barninu sínu.
Móður sem GÆTI sagt hvað sem er og því er trúað, því hann augljóslega er fífl sem ekkert hefur skipt sér af barninu í tvö ár.


Það á ekki að vera hennar að samþykkja forræði, hún hafði tækifæri til þess að afneita honum forræðinu, en í staðinn leyfði hún honum að sprauta erfðaefninu sínu inn í sig.

T.M.O | 20. maí '16, kl: 18:48:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

hann til dæmis getur ekki sótt um sameiginlegt forræði fyrr en barnið er fætt. Hvaða tilgangi þjónar að vera " harður á því að fá sameiginlegt forræði" við ófætt barn? hvað gerir hann með því annað en að vera með leiðindi við móðurina? Hann hefur ekki neinn rétt á því að skipta sér af hennar lífi eða vera henni til ama á meðan hún er ófrísk, hann getur ekki gert neitt fyrr en barnið kemur í heiminn.

gunnip76 | 20. maí '16, kl: 18:57:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það að vera harður á því að fá sameiginlegt forræði hljómar ekki fyrir mér eins og hann sé að senda sms 3x á dag.
Meira svona eins og hann hafi nefnt þetta sem sjálfsagðann hlut en fengið þau svör að hann væri ekki svo sjálfsagður, bent þá viðkomandi á að hann muni leita allra leiða til þess að hafa forsjá yfir barninu sínu.



við vitum ekki hvort hann sé að skipta sér að eða sé til ama yfir höfuð. Ólétt kona getur auðveldlega miklað svona hluti fyrir sér og hugsað um eitt ákveðið samtal í 3 vikur, jafnvel mánuði.


Er hann þá að halda henni í tilfinningafangelsi?


Punkturinn er sá að þú ert að ímynda þér manninn með horn og hala og hefur augljóslega ástæðu til.



T.M.O | 20. maí '16, kl: 19:00:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

á meðan þú sérð hann biðja hana voða kurteislega um sameiginlegt forræði af því að hann geti ekki beðið eftir að hugsa um barnið og vera því innan handar (öfugt við hin börnin, þau voru greinilega ekki nógu vel heppnuð) en hún er bara tík? let's agree to disagree

gunnip76
T.M.O | 20. maí '16, kl: 19:05:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nú ertu ekki að segja það sem þú meinar heldur segja eitthvað til að fá mig til að bregðast einhvernveginn við? skilgreiningin á trölli bara eins og hún leggur sig

gunnip76 | 20. maí '16, kl: 19:13:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

samkvæmt þér á hún að láta hann vinna inn traust, fá barnið lánað og þar fram eftir götunum, allt á hennar forsendum. 


Ef við snúum dæminu við þá er það ekkert svo sniðugt..


ertu búin að fyrirgefa honum ?

T.M.O | 20. maí '16, kl: 19:20:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

með mánaðargamalt barn? já á hennar forsendum. enginn myndi láta sér detta annað í hug. Fyrirgefa hverjum? Veistu karlmenn eru yfir meðaltalið mun þægilegri í samskiptum en konur í mínum heimi. Það er ekkert algengt að menn séu að bullya ófrískar konur sem eru hræddar um ófædd börn sín

ert | 19. maí '16, kl: 22:10:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Má ég spyrja þig - berð þú bara 50% ábyrgð á barni þínu. Geturðu einhvern tímann sagt: Mér kemur ekki við hvort hitt foreldrið sinnir sínu. Ég ber bara 50% ábyrgð og núna á faðir að koma í veg fyrir að barnið hlaupi fyrir bíl. Við sömdum um það í gær og ég hleyp ekki núna og bjarga barninu. Hann verður að gera það ef hann nennir og ef hann nennir ekki nú verður barnið bara fyrir bíl.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 19. maí '16, kl: 22:18:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já ef barnið brotnar á báðum löppum ber ég bara ábyrgð á vinstri löppinni, nei nei foreldrar bera báðir eða fleiri allir 100% ábyrgð á börnunum sínum, kom vitlaust út hjá mér, finnst pabbinn bara vera automatískt ákveðinn kúkur í þessari umræðu, skiljanlega svo sem útaf upphafsinnleggi

ert | 19. maí '16, kl: 22:20:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3


Sko ef þetta væri sonur minn að segja óléttri barnsmóður sinni að hann ætli í mál við hana ef hann fái ekki sameiginlegt forræði þá myndi ég líklega berja hann enda væri mér annt um barnabarnið alveg óháð því hvað mér þætti um barnsmóðurina.
En ég veit ekkert um þennan mann.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 19. maí '16, kl: 22:22:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

sko upphafsinnlegg segir ekki beint að hann ætli í mál, virðist vera vangavelta um ef þett skyldi fara fyrir dóm, þannig túlkaði ég það allavega

Brindisi | 19. maí '16, kl: 22:23:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

held að sé ekkert svona mál sem hefur farið fram fyrir fæðingu, neita allavega að trúa því

ert | 19. maí '16, kl: 22:25:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"fá sameiginlegt forræði þegar barnið fæðist" ekki áður

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 19. maí '16, kl: 22:28:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hann er væntanlega ekki að vilja forræði yfir bumbunni, hann er kannski bara skipulagður fram í tímann

ert | 19. maí '16, kl: 22:29:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei, hann ætlar að fá forræði þegar barnið fæðist

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 19. maí '16, kl: 22:37:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ætli hann klippi naflastrenginn og hlaupi í burtu

ert | 19. maí '16, kl: 22:38:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann þarf mikið að breytast ef hann ætlar að vera viðstaddur fæðinguna.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 19. maí '16, kl: 22:42:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

eða hún, kannski er hún ekki heldur hæf til að hugsa um hund

ert | 19. maí '16, kl: 22:44:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég sé ekki alveg hvernig hún ætlar að sleppa við að viðstödd fæðinguna.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 19. maí '16, kl: 22:45:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

með nútímavísindum er allt hægt

ert | 19. maí '16, kl: 22:46:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vildi óska að ég hefði ekki verið viðstödd fæðingu sonar míns - ég hefði svo sem getað skroppið að klippa á einhvern naflastreng.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 19. maí '16, kl: 22:49:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

úff já, hefði frekar verið að éta hambó og fengið bara sms....barnið er klárt......ok ég kem eftir franskarnar

ert | 19. maí '16, kl: 22:24:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


"Sá sem ég er að fara að eignast barn með er harður á því að fá sameiginlegt forræði þegar barnið fæðist höfum aldrei búið saman."
Tja, ef hún segir nei þá er amk skárra að fara í mál en að ætla að kúga hana með ofbeldi.
Þetta er spurning um hvernig þú túlkar "er harður". Ég túlka það sé að Nei sé ekki svar frá móður.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Háesss | 21. maí '16, kl: 18:55:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski er þessi stelpa/kona/manneskja með barn í legi bara þessi týpa sem fór á djammið, reið til þess að verða ólétt af því hana langaði í barn og pabbinn vill ekki taka þá í RBB-inu með henni alla leið, heldur taka fullan þátt?

Hann á börn segir hún hérna einhversstaðar, en samt myndi hún ekki treysta honum fyrir hundi? Bíddöhhh, börnin eru á lífi right?

Svo gott fyrir hana að dramatísera þetta allt með hormónana á fullu og fá full backup frá manneskjum á netinu, tala nú ekki um frá henni TMO, á meðan við vitum nákvæmlega núll um hana, hún gæti verið að drekka sig blindblekaða hérna as we type.

ert | 21. maí '16, kl: 18:56:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já og svo gæti hún verið feitur karl sem rúnkar sér yfir innleggjum þínum. Það er allt mögulegt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Háesss | 21. maí '16, kl: 18:57:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, þetta gæti meira að segja verið Tryggvi!

ert | 21. maí '16, kl: 18:58:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Háesss | 21. maí '16, kl: 18:51:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo gæti það verið að það sé eitthvað bitterness þarna í gangi og hún sé búin að hóta honum því að hann fái núll forræði yfir barni sínu, hvað vitum við?

T.M.O | 19. maí '16, kl: 22:26:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þú getur tekið það sem upphafsinnleggið segir og ákveðið að það sé allt lygi, þú getur líka tekið það sem upphafsinnleggið segir og ákveðið að spurningin sé þessi og hana vanti svar við henni. Í fyrra tilfellinu ertu bara að skálda og giska og ákveða að vera á móti, í seinna tilfellinu ertu að svara spurningu sem er lögð fyrir. þitt val.

Brindisi | 19. maí '16, kl: 22:35:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

æi ég viðurkenni að það vantar mikið í þessa frásögn og þetta er annar hlutinn og ég bara trúi ekki að maðurinn sé í alvöruinni að reyna að fá 50/50 frá fæðingu, það verður aldrei dæmt í hans hag, ég sé bara mann sem vill hafa sín réttindi á hreinu þegar kemur að hans barni, ég er búin að lesa svo margar umræður hérna um barnsfeður sem eru algjörir skíthælar, því þeir höfðu ekki samband í ár eða eitthvað álíka og svo kemur saga af einum sem vill samband strax, hann er kannski bara hræddur um sín réttindi sem föður ef hann gerir þetta ekki, en ráðlegging til upphafsinnleggs...sem týnins í þessu rugli,  tala við barnsförðurinn og reyna að finna góða niðurstöðu

T.M.O | 19. maí '16, kl: 22:42:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er bara önnur umræða.

Barnsfaðir minn hélt því fram að hann gæti tekið af mér meðlagið af því að barnið var kennt við mig, hafði fengið þessar upplýsingar beint frá sýslumanni (not) ég var alltaf með frumkvæðið að samskiptum á milli barnsins og hans en þegar ég gafst upp á því af því að hann kom illa fram við það þá hélt hann því fram við fjölskylduna sína að ég væri að tálma. bara með því að taka ekki upp símann og suða í honum að sinna barninu. Barnið lítur á sig sem eingetið í dag og er kurteist við hann af bara þeirri ástæðu að vera kurteist og er í góðu sambandi við hálfbróður sem þekkir pabba sinn álíka mikið.

Sagan er bara sagan, að trúa henni ekki af því að það geti ekki verið að hún sé svona hrædd og að hann sé svona mikill bjáni að koma svona fram við hana þá bara trúir þú ekki sögunni


Brindisi | 19. maí '16, kl: 22:48:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég veit ekkert hvernig þetta dæmi er nákvæmlega frekar en þú nema þú þekkir betur til, er bara búin að lesa svo mikið af sögum hérna þar sem barnsfaðirinn er rakkaður niður fyrir að bregðast of seint við og bla bla, ákvað bara að reyna að koma hans ósýnilegu hlið aðeins á framfæri

T.M.O | 19. maí '16, kl: 22:50:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú hefur enga ósýnilega hlið, þú hefur bara þínar eigin ágiskanir byggðar á einhverju sem kemur þessi máli ekkert við

ert | 19. maí '16, kl: 22:52:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Það sem er að þessari ósýnilegu hlið er að hún byggir á lagalegum og siðferðislegum rétti hans en það sem hann er að gleyma er samskiptalegi þátturinn.
Og þetta snýst ekki rétt ófædds barns. Hins vegar fær barnið rétt þegar það fæðist.
En oft er einfaldara að leysa vandamál með góðum samskiptum en með lögum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

JD | 20. maí '16, kl: 18:09:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nú himinn og haf á milli þess að hafa ekkert samband fyrsta árið og þess að krefjast sameiginlegrar forsjár frá fæðingu.

Brindisi | 20. maí '16, kl: 18:37:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já já en hvað er rangt við að vilja sameiginlega forsjá frá upphafi

JD | 20. maí '16, kl: 18:41:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það er ekkert rangt við það ef samband þeirra er þannig að þau geti farið með sameiginlega forsjá.

Zagara | 21. maí '16, kl: 11:33:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Smá spoiler. Það að hafa sameiginlega forsjá er ekkert rosalega erfitt. Löggjafinn gefur lögheimilisforeldrinu meira vald hvort sem er og þarna er nokkð ljóst að það verður mamman. Hún fær því að "stjórna" hvort sem forsjáin er sameiginleg eða ekki.

Steina67 | 19. maí '16, kl: 22:27:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst pabbinn ekki vera átomatískt kúkur neitt, en mér finnst hann ekki vera að hugsa um velferð barnsins ií þessu tilviki heldur bara eitthvað prinsipp sem hann er búinn að ákveða. Til að sameiginlegt forræði gangi upp þá þarf fólk að geta talað saman og það virðist ekki vera í þessu tilviki.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Háesss | 21. maí '16, kl: 19:00:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig geturðu gefið þér það m.v. það sem OP segir?

Steina67 | 21. maí '16, kl: 19:03:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það kom fram að hann á tvö önnur börn sem hann sinnir ekkert 

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Háesss | 21. maí '16, kl: 19:15:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvernig veistu að hann geri það ekki?

Steina67 | 21. maí '16, kl: 19:16:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég veit ekkert um það, ég bara las það og ég er ekkert alltaf að efast um allt sem fólk skrifar.  Og ég veit vel að það vantar eitthvað í söguna.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Háesss | 21. maí '16, kl: 19:19:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei, akkúrat.

Það gæti vel verið að manneskjan sé að segja rétt frá, en ef þú skimpar létt yfir það sem hún hefur skrifað og lest á milli línanna eins og ég gerði, þá sérðu mögulega það sem ég er að meina.

Plús að mér finnst ömurlegt að það sé alltaf sjálfkrafa gert ráð fyrir því að barnsfeður séu ömurlegir og algjörir skíthælar.

Steina67 | 21. maí '16, kl: 19:22:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég ætla ekkert að fara að  ímynda mér hvað stendur á milli línanna.


Það er ekkert alltaf sjálfkrafa sem þeir eru gerðir að skíthælum.  Oft eiga þeir það inni en ekkert alltaf.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Háesss | 21. maí '16, kl: 19:24:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Æi, jú, yfirleitt hallast nefnilega mjög á karlmennina í þessum þráðum, og mér finnst það bara alveg ömurlegt og gjörsamlega úr takti við vitundarvakninguna í þjóðfélaginu í dag og því sem við femínistar viljum ná fram.

Jafnrétti á að ná í báðar áttir, og með allt, ekki bara sumt.

Háesss | 21. maí '16, kl: 19:25:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

(að mínu mati, svo það komi nú fram).

Steina67 | 21. maí '16, kl: 19:29:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já en hvað er jafnrétti?  ER jafnrétti að eiga jafnan rétt á forræði?  ER jafnrétti að skipta um jafnmargar bleiur? Er jafnrétti að skiptast á að sofa út? Er jafnrétti að ala börnin upp til jafns?


Hvað er jafnrétti?  


Oft hallar á karlmennina já í þessum þráðum og það er vegna þess að það má ekki ræða hitt og ef það er gert að þá er farið að æpa og eipa í allar áttir.


Það er eins og umræðunni sé stýrt þannig að það er bara rætt um skíthælana en ekki hina sem standa sig.


En mér finnst það ekki góð taktík hjá manninum að HEIMTA sameiginlegt forræði, SAMA HVAÐ

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Háesss | 21. maí '16, kl: 19:37:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Góður og valid punktur Steina mín.

Ég veit svo sem ekki hvernig ég gæti svarað því hvað jafnrétti er í þessu máli frekar en í flestum öðrum svona málum.

En mér fannst ég lesa úr hennar skrifum og les enn, einhverskonar stjórnunartón, við vitum ekkert um það hvort maðurinn sé yfir höfuð að heimta eða vera „harður" á því að fá forræði, þetta eru hennar orð.

Maðurinn er ekki að verða pabbi í fyrsta sinn og ég les þetta einfaldlega þannig að það sé hún sem er „vondi kaddlinn" hérna en ekki hann.

Svo getur það líka verið bölvuð vitleysa.

Það er ómögulegt að dæma svona út frá nokkrum kommentum þar sem bara önnur hliðin kemur fram, en ógeðslegt að flestar hoppi fram og geri ráð fyrir því að maðurinn sé skíthæll.

Steina67 | 21. maí '16, kl: 19:45:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Málið er nefnilega líka að við lesum mismunandi úr skrifum fólks.  Ég les nefnilega allt annað og alls ekki stjórnunartilburði af hennar hálfu.


ÉG sjálf þekki svona menn sem heimta sameiginlegt forræði alveg sama hvað en það eru engar forsendur fyrir því.  Það er ekki það að þeir hafi einhvern áhuga á sameiginlegu forræði, þeir vilja bara hafa möguleikann á að stoppa konurnar af.   En þetta á við mjög fáa einstaklinga.


Þetta er eins og með þá einstaklinga sem að taka sér 2 veikindadaga í mánuði af því að þeir eiga rétt á því, þeir eru samt ekkert veikir heldur taka þá bar af því að það er réttur þeirra.


Sjálf lít ég á jafnrétti sem jöfn tækifæri kynjanna. En ekki skipta niður 50/50 kúkableium og útsofelsi og einhverju álíka. Mér finnst þetta jafnréttistal vera orðið svo útþynnt og ruglað af því að fólk er að rugla þessu saman.  Þegar ég tala um jöfn tækifæri að þá á það að vísu við um forræði líka, 


En ég gæti verið að tala út um rassgatið á mér þess vegna.  Þetta er bara mitt álit

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Háesss | 21. maí '16, kl: 19:56:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég skil þig, og ég er alveg sammála.

Kannski ég sé að lesa þetta svona núna af því það er búið að vera svo áberandi í kringum mig undanfarið að traðkað sé á feðrum.

Þetta er jú eftir allt huglægt mat hvers og eins hvernig maður les úr skrifum annars fólks.

Þú ert með marga flotta valid punkta, rétt eins og ég. :)

Steina67 | 19. maí '16, kl: 22:20:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég ber 100% ábyrgð á mínum börnum og maðurinn minn 100% líka. Við skiptum ekkert ábyrgðinni á milli okkar neitt.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Brindisi | 19. maí '16, kl: 22:35:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

eins og ég sagði við Ert, illa orðað, á ekki að vera 50/50 heldur 100/100

daggz | 20. maí '16, kl: 07:39:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Að taka 50% ábyrgð og vilja sameiginlega forsjá er svo langt frá því sama! Forsjáin segir ekkert til um það hvort pabbinn ætli sér að hugsa um barnið eða ekki, enda tengist það ekkert umgengni. Þetta snýst bara um einhver formleg lagaatriði. Og það er svo típískt að þetta sé notað til að reyna að stjórna.


Ekki það, mér finnst klárlega að feður eigi alveg jafn mikinn rétt á að hafa forsjá yfir börnum sínum sem þeir sinna. Ég er ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að feðrum sem gera það ekki og sérstaklega ekki þeim sem segjast út um allt gera það en gera það svo ekki í raun.

--------------------------------

Zagara | 21. maí '16, kl: 11:37:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Sammála þessu.


Mér finnst að það eigi bara að vera alveg beisik að foreldrar deili forsjá ef þeir eru báðir þáttakendur í lífi barna sinna. Skil ekki hvernig fólki tekst alltaf að hengja sig í þessu og ásaka feður sem vilja deila forsjá um að stjórna þegar það er alveg jafn mikil stjórnun að neita föður um að hafa forsjá yfir eigin barni. 

gunnip76 | 20. maí '16, kl: 18:21:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þannig að hún ber 100% ábyrgð á barninu sínu og hættir því aldrei en hann ber enga ábyrgð á barninu sínu, og þegar hann sækjist eftir henni þá er það illa séð og honum hótað lögsókn.


Ég hélt þú værir bara að reyna að vera partur af PC kórnum þarna um daginn, en núna sé ég að það vantar greinilega í þig fullt af skrúfum.

T.M.O | 20. maí '16, kl: 18:31:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

málið er að hann getur gengið í burtu algjörlega skuldbindingarlaust fyrir utan meðlagið. Móðureðlið er ekki einhver mýta heldur náttúruleg aðferð við að sjá til þess að móðirin hugsi um afkvæmið, það er engin svona líffræðileg tenging við föðurinn. Móðirin þyrfti að ganga í gegnum mikla skriffinnsku, tilfinningalegt álag og efa til að gefa barnið frá sér, pabbinn getur bara sleppt því að koma í heimsókn. Það gengur allt út frá því að móðirin taki 100% ábyrgð, pabbinn gerir bara það sem honum sýnist.

gunnip76 | 20. maí '16, kl: 18:52:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ertu að lesa viðbjóðinn sem þú ert að skrifa?
"faðir getur gengið burt algjörlega skuldbindingalaust," Vantar bara að þú skrifir "karlmenn eru ekki tilfinningaverur" 
"eitthvað fyrirbæri úr náttúrunni veldur því að móðir á miklu erfðara með að ganga í burtu frá barninu sínu, tilfinningarlegt álag og efi til að gefa barnið frá sér"


Hvaðan helduru að ættleidd börn komi?
Eru það ss allt gallar í náttúrinni?
Mæður sem fengu ekki móðureðli í vöggugjöf?




Með þínum rökum má líka sýna fram á hversvegna karlmenn halda framhjá. 
Það eru ekki þeir sem eru fávitar skooo.. neiiiii þetta er náttúruleg aðferð til þess að sjá til þess að erfðaefni þeirra komist áfram og kynstofnin styrkist. Hefur ekkert með neitt annað að gera en náttúruna.
Ég meira að segja efa það að þeir muni eftir því þegar náttúran tekur svona yfir.

T.M.O | 20. maí '16, kl: 19:00:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lestu löggjöfina,

gunnip76 | 20. maí '16, kl: 19:05:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er talað um móðureðli náttúrunnar, tillfinningarlegt álag móður við að gefa barn frá sér, og rétt föður til að vinka bless á meðan hann borgar meðlagið?


Veit Forlagið af þessu?

T.M.O | 20. maí '16, kl: 19:06:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er ekki talað um það, það er bara hreinlega reiknað með því

gunnip76 | 20. maí '16, kl: 19:18:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já er það?
Ertu viss um að það sért ekki þú sem viljir það?


Löggjöfin snýst ekki um ímyndað eðli, enda ekki hægt að segja fyrir víst að allir hafi sama eðli, þó þér séu af sama kyni

T.M.O | 20. maí '16, kl: 19:22:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

getur þú útskýrt fyrir mér af hverju umgengnissamningar eru bindandi fyrir lögheimilisforeldrið, oftast móðurina, en ekki fyrir hitt foreldrið?

alboa | 21. maí '16, kl: 11:10:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Af því að það er ekki talið að það séu hagsmunir barnsins að það sé inni á heimili þar sem það er ekki velkomið. Að það séu ekki hagsmunir barnsins að neyða það upp á aðila sem vill ekki sinna því. Það er allt í lagi að kynna sér t.d. frumvörpin, greinagerðirnar og aðra vinnu í kringum lögin í stað þess að koma með bull um móðureðli (sem samkvæmt rannsóknum er ekkert minna en "föðureðli" hjá pöbbum) og annað í löggjöfinni.


kv. alboa

T.M.O | 21. maí '16, kl: 11:47:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er semsagt bókstaflega gert ráð fyrir því í lögunum að faðirinn/lögheimilislausa foreldrið hafi ekki áhuga á að sinna barninu?

endilega sýndu mér link á svona rannsókn sem þú ert að vitna í, sérstaklega ef faðirinn býr ekki með barninu.

alboa | 21. maí '16, kl: 11:08:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Það er ekkert í löggjöfinni sem styður þetta rugl sem þú ert að skrifa um móðureðli og að faðir geti bara labbað í burtu skuldbinindalaust en móðir ekki.


kv. alboa

T.M.O | 21. maí '16, kl: 11:39:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ohhh þið miklu tilfinningverur. Mannskepnan dritar ekki börnunum sínum niður eins og hænur verpa eggjum. Allt kerfið gefur sér að móðirin vilji hugsa um barnið frá fyrstu stundu og allt kerfið gefur sér að ef það sé eitthvað vandamál með það þá sé hægt að hjálpa móðurinni við það. Frumættleiðingar eru nánast ekki til á íslenskum börnum og ættleidd börn frá öðrum löndum koma frá neyð móðurinnar. Feður mæta ekki á fæðingardeildina, ganga út með barnið og gerast einstæðir foreldrar nema í örfáum tilfellum þar sem móðirin hefur verið dæmd óhæf til að sjá um barn.

Háesss | 21. maí '16, kl: 19:06:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þín reynsla eða það að þú sért mögulega með karaktereinkenni sem hafa leitt þig í þessa átt og þá aðstöðu sem þú ert í, litar skoðanir þínar blóðrauðar, túrblóðrauðar.

Ef ég væri þú, þá myndi ég halda mig frá svona umræðum þegar þær poppa upp í ny og næ, því það sést úr margra metra fjarlægð í hverskonar vörn þú stekkur í og biturleikinn fær að njóta sín.

Það getur bara ekki verið að það hverfi bara um leið og þú stendur upp frá tölvunni.

Ég er btw ekki að segja þetta til að vera tík, heldur af því að ég virkilega held að þetta komi þér í uppnám og þú hafir bara alls ekki gott af því.

Háesss | 21. maí '16, kl: 19:30:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hverskonar svar er þetta?

Mímímí... „lestu löggjöfina,"

Ertu aaaaalveg?

Háesss | 21. maí '16, kl: 18:38:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

AAaaaaaaakkkúrat!

Thank you fellow bitch! <3

gunnip76 | 20. maí '16, kl: 18:13:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvar stendur það að hann sé að hóta því?


Hún gæti allt eins verið sú sem er að hóta því, bakki hann ekki með kröfuna um sameiginlegt forræði.

Petrís | 19. maí '16, kl: 23:45:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Er eitthvað skrýtið þó feður hætti að treysta sér til að umgangast börn sín í svona aðstæðum, þeir þurfa að sýna fram á á eitthvað, helst borga fyrir að umgangast eigin börn. það eru feður þarna úti sem einfaldlega hætta því þeir geta ekki lagt þetta á sig meira, sífelld vonbrigði, stjórnunaráráttu mæðranna. Þeir mega jafnvel ekki deita eins og þeir vilja auðvitað bara barnananna vegna. Þetta er alveg ótrúlegt misréttismál allt saman.

Svala Sjana | 20. maí '16, kl: 21:33:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

svolítið sammála þér núna. 
Ef engar skelfilegar aðvörunarbjöllur hringja um vilja og getu föðursins til að sinna barninu. Af hverju er þá eitthvað vandamál í þessu.

Kv Svala

Háesss | 21. maí '16, kl: 18:37:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það var gert strax í upphafi umræðunnar.

Við vitum ekkert um manninn, nákvæmlega ekki neitt, en nú er hann drullusokkur og vill bara stjórna henni og ófædda barninu þeirra.

Ok, bitch mode:

Hvað ef OP er bara ógeðslega frústreruð og fúl yfir því að hann vildi ekki vera með henni, eða hætti með henni á meðan ekki var vitað að barnið væri komið undir? Tja eða þegar barnið var komið undir en hann gat ekki hugsað sér að vera með henni eingöngu á þeim forsendum?

Hvað ef það er hún sem er að reyna að stjórna honum með því að krefjast fulls forræðis og geta þannig gert hvað sem hún vill án þess að hann hafi nokkurt að segja?

Hafið þið velt því fyrir ykkur?

Nóbbs, í þessari umræðu hingað til, þá gera flestir ráð fyrir því að OP sé María mey, með vængi og tár í augum og eigi hræðilegan barnsföður.

Bitch out...

gruffalo | 19. maí '16, kl: 22:32:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hann á fleiri börn sem hann er ekki að sinna, heldurðu að hann hafi eitthvað frekar áhuga á þessu barni? Finnst þér líklegt að hann hafi raunverulegan áhuga á þessu barni?

Steina67 | 19. maí '16, kl: 22:41:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bingó

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

T.M.O | 19. maí '16, kl: 22:43:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hún trúir því ekki af því að það er svo mikið af sögum þar sem konur eru að tálma umgengni með því að kalla þá drullusokka.

Steina67 | 20. maí '16, kl: 00:02:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við getum gefið okkur allskonar forsendur og fabúlerað hægri vinstri. Barnið er ekki einu sinni fætt

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

T.M.O | 20. maí '16, kl: 00:58:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þess vegna er sniðugast að halda sig bara við söguna eins og hún er sögð

Háesss | 21. maí '16, kl: 19:10:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eeee nei, sniðugast væri að manneskjan kæmi með heilsteypta sögu og segði satt um sig og sinn tilvonandi barnsföður.

Já, eða bara sleppa því að pósta á barnaland.

T.M.O | 21. maí '16, kl: 19:53:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hvaða sannanir hefur þú fyrir að þetta sé ekki satt?

Háesss | 21. maí '16, kl: 19:56:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef engar sannanir, einungis einhliða illa orðaða frásögn manneskju sem gæti þess vegna ekki einu sinni verið til.

T.M.O | 21. maí '16, kl: 19:58:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

hvers vegna ertu þá að búa til einhverja hina hlið? Hina hliðina á engu?

Háesss | 21. maí '16, kl: 20:01:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er það sem ég var að meina í skrifum til þín hérna að ofan einhversstaðar.

Ættirðu ekki (og ég er engan veginn að reyna að vera tík) að halda þig frá svona umræðum?

Þær koma þér í uppnám.

(Ekki það að ég beri neina sérstaka umhyggju fyrir þér eða sé ógurlega annt um þig eða ble ble ble, ætti ekki einu sinni að vera að skrifa þetta, það er bara svo greinilegt hvað þú tekur öllu svona nærri þér og inn á þig og mér finnst þú bara fín inni á milli.)

T.M.O | 21. maí '16, kl: 20:04:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

haha

sorrí en þetta kemur mér ekki í uppnám.

Háesss | 21. maí '16, kl: 20:04:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jæja góða, could have fooled me. :)

T.M.O | 21. maí '16, kl: 20:17:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

hvor okkar er að reyna að draga persónu hinnar inn í umræðuna? sú sem er ekki í jafnvægi kannski?

Háesss | 21. maí '16, kl: 20:22:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá, flott passive agressive setning hjá þér.

Þér að segja hef ég sennilega ekki verið í eins góðu jafnvægi síðasta áratuginn eða svo, svo nei, ef þú ert að ýja að einhverri geðveilu (sem eru fordómar, en efni í aðra umræðu) þá er skynjun þín röng.

T.M.O | 21. maí '16, kl: 20:25:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

er ég í alvöru að ýja að einhverju þegar þú ert búin að segja allt sem þú ert að segja um mig og ég spyr þig hvort það sé ekki frekar þú sem ert ekki í jafnvægi? fyrst þú náðir ekki að lesa það á milli línanna. Lestu yfir það sem þú hefur skrifað um mig hérna og haltu því svo fram að eitt orð hafi gert þig að fórnarlambi fordóma

Háesss | 21. maí '16, kl: 20:30:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æi æi, sorrí ef ég særði þig, það var ekki meint þannig.

T.M.O | 21. maí '16, kl: 20:35:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þú ert alveg met. þú særðir mig ekki, þú móðgaðist af því að ég spurði þig hvort það liti ekki frekar út að þú værir ekki í jafnvægi og fórst túlka það sem ásakanir um geðveilu og fórst að garga fordómar.

það sem þú skrifar um mig hérna skiptir mig nákvæmlega engu máli þar sem þú þekkir mig ekki baun og sama hvað þú reynir að skjóta þá finnur þú enga veika bletti á mér.

Háesss | 21. maí '16, kl: 20:36:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Allt í góðu, eigðu gott kvöld.

T.M.O | 21. maí '16, kl: 20:48:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

búið að vera fínt fram að þessu og ég á ekki von á neinum breytingum á því

Háesss | 21. maí '16, kl: 20:48:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Glæsilegt. :)

fálkaorðan | 21. maí '16, kl: 20:30:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Erm, þú hefur ekki alveg efni á þessu innleggi.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

fálkaorðan | 21. maí '16, kl: 20:31:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En hvað, er þetta fyrrverandi þíns sem gerði þráð í gær?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Háesss | 21. maí '16, kl: 20:31:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha?

fálkaorðan | 21. maí '16, kl: 20:32:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

 

Skilnaður og nýja konan að skipta sér að
 

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Háesss | 21. maí '16, kl: 20:35:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nóbb.

Háesss | 21. maí '16, kl: 19:09:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Héddna, hvernig geturðu vitað að það sé rétt?

Kannski er OP bara ógeðslega bitur yfir því að gaurinn vilji ekki vera í sambandi með henni og hún er að reyna að finna leið til þess að ná sér niður á honum?

Er allt heilagur sannleikur og á ekkert að efast um neitt það sem OP segir?

kona80 | 19. maí '16, kl: 21:07:56 | Svara | Er.is | 0

Er eitthver sem hefur lent í að það fari fyrir dómi langar að vita hvernig fór :)

Dalía 1979 | 19. maí '16, kl: 22:46:35 | Svara | Er.is | 0

Þú þarft nú ekkert að hafa ahyggjur af þessu núna held ad tú fáir sjálfkrafa fullt forrædi þegar barnið fæðist enn viltu ekki leyfa honumAð sanna sig sem faðir og leyfa honum að umgangast barnið ef hann hefur áhuga á að kynnast barninu sínu barnið á rétt á tví sama hvort þér líki við hann eða ekki

T.M.O | 19. maí '16, kl: 22:49:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það kemur hvergi fram að hún vilji það ekki, hún treystir honum greinilega ekki en hún greinilega reiknar ekki með því miðað við hin börnin hans.

akvosum | 19. maí '16, kl: 23:33:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar ég eignaðist mina dóttir fekk ég sjálfkarfa forræði yfir dóttir okkar, hann var aldrei inní myndinni og er það ekki í dag, hefur af og til hitt hana, mundi aldrei breyta því, hann hefur eiginlega engan áhuga á henni, sorlegt, allavega þegar hún fæddist var það þannig að eg fékk fult forræði

Háesss | 21. maí '16, kl: 19:13:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sem betur fer eru það undantekningarnar, flestir feður sinna börnum sínum.

Saga eins og þín espir upp og lyftir á kreik mýtuna um að allir karlmenn séu hræðilegir feður sem vilja ekkert með börnin sín hafa ef þeir eru ekki í sambandi með barnsmóður sinni.

Sem er ógeðslegt.

En ég samhryggist þér að hafa lent á svona eintaki, virkilega.

staðalfrávik | 20. maí '16, kl: 00:30:13 | Svara | Er.is | 2

Ég athugaði aðeins málið og get ekki í fljótu bragði séð að það hafi fallið dómur í sambærilegu máli.  Það sem gerist sjálfkrafa er að þú færð fulla forsjá barnsins við fæðingu. Þér verður gert að feðra það sem skapar meðlagsskyldu. Hann hefur umgengnisrétt sem þið annaðhvort semjið um eða látið úrskurða um hjá sýslumanni þar sem þú býrð. Hvort þú svo semur um sameiginlega forsjá eða ekki er í sjálfu sér þín ákvörðun.

.

daggz | 20. maí '16, kl: 07:59:12 | Svara | Er.is | 1

Ég skil svo vel að þetta sé erfitt. En leyfðu honum bara að hóta dómsmáli ef hann endilega vill. Þú færð sjálfkrafa forsjá þegar barnið fæðist. Ef hann vill forsjá þá getur hann sóst eftir því eftir að barnið er fætt en ekki hafa áhyggjur. Miðað við söguna þá þykir mér mjög svo ólíklegt að hann gangi svo langt. Og ef hann gerir það þá er það seinni tíma vandamál. Þú veist aldrei, kannski lagast samskiptin, kannski verður hann besti pabbi í heimi. Það er kannski ólíklegt en það gagnast þér ekki að hafa stórar áhyggjur af hlutum sem gerast kannski og kannski ekki.

--------------------------------

svartasunna | 20. maí '16, kl: 16:51:47 | Svara | Er.is | 1

Það er mjög ólíklegt að hann nái að fara í mál asap og fá úrskurðað sameiginlegt á næstunni. Þar sem þið bjugguð aldrei saman þarf mikið að gerast til að hann geti farið í mál og unnið.
Það væri frekar í framtíðinni ef samskipti ykkar eru góð og það væri hagur barnsins að þið mynduð semja um slíkt. 
En eitthvað mikið þarf að fara úrskeiðis hjá þér og í þínu uppeldi til að það yrði dæmt úr fullu forræði yfir í sameiginlegt þar sem ykkar saga er þannig. Ekki láta hann bulla í þér.


Vona að þið náið að vinna vel úr þessu, barnsins vegna, þau þjást alltaf mest ef ykkar framtíðarsamskipti eiga eftir að vera erfið. Kannski gæti þriðji aðili hjálpað ykkur að vinna úr þessu? T.d. fjölskylduráðgjafi?

______________________________________________________________________

Svala Sjana | 20. maí '16, kl: 21:31:24 | Svara | Er.is | 2

Ég myndi halda að það væri frábært ef tilvonandi faðir hefur áhuga og vilja á að sinna sínu barni. Sameiginlegt forræði er að mínu mati sjálfsagður hlutur ef báðir foreldrar eru tilbúnir að sinna barninu. 

Kv Svala

Bakasana | 20. maí '16, kl: 22:11:17 | Svara | Er.is | 5

Má ég gerast svo djörf að spyrja hvað nákvæmlega það er sem þér finnst þú hafa að bjóða sem forsjárforeldri fram yfir hann? Ég spyr í alvöru og alveg án leiðinda. 
Finnst fólki í alvöru möguleikinn á því að geta ekki flutt með barnið til útlanda einn daginn í alvörunni alveg valið rök fyrir því  að neita hinu foreldrinu um forræði yfir eigin barni? 

Þönderkats | 21. maí '16, kl: 01:21:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hún er búin að segja  að hann eigi fleiri börn sem hann sinni illa...

T.M.O | 21. maí '16, kl: 01:24:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

og að hún myndi ekki treysta honum fyrir hundi...

tóin | 21. maí '16, kl: 09:28:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

það getur verið gagnkvæmt - þau eiga samt von á barni, saman.

T.M.O | 21. maí '16, kl: 10:26:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

hún þarf ekkert annað en að fara eftir lögunum. Maður sem hefur sögu um að sinna ekki börnunum sínum er að pressa á að hún geri meira en lögin segja sem gefur honum ákveðin völd yfir hennar lífi. Þeir einu sem ætlast til þess að hún geri þetta er maðurinn og ákveðinn hópur af fólki á Blandinu. Þetta er ekkert vandamál.

Petrís | 21. maí '16, kl: 13:19:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hann fær ekkert vald yfir hennar lífi bara lífi barnsins síns, þetta er greinilega flókið að skilja, Barn og móðir eru ekki samfastir tvíburar. Móðir hefur líka vald yfir lífi forsjárlauss föður og það mikið en greinilega er það vald allt í lagi

Castiel | 21. maí '16, kl: 16:28:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Konan ræður það er bara þannig kallar eiga ekki að vera með forsjá eru nátturulega óhæfara foreldrið hafa ekki um það að segja ef þeir vilja láta taka sig úr sambandi og margt annað sem við kemur þeirra lífi :P

"Sometimes being a bitch is all a woman has to hold onto"

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 18.4.2024 | 16:32
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Síða 1 af 47590 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Bland.is, Hr Tölva, annarut123, paulobrien, Kristler, Guddie, Paul O'Brien