sanngjörn skipting af kostnaði?

choccoholic | 18. júl. '16, kl: 19:33:21 | 1335 | Svara | Er.is | 0

Hæ. Ef 4 manna fjölskylda er að fara erlendis (2 fullorðnir og 2 börn) og ein frænka kemur með (fullorðin), hvernig finndist ykkur sanngjarnt að skipta hótelkostnaðinum ef allir eru í tvöföldu herbergi (íbúð með 2 svefnherbergjum)?



 

Venja | 18. júl. '16, kl: 19:36:37 | Svara | Er.is | 0

Hvernig er íbúðinni skipt? Er frænkan ein í herbergi og fjölskyldan öll saman í einu?

choccoholic | 18. júl. '16, kl: 19:37:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frænkan fær herbergi út af fyrir sig og fjölskyldan í hinu herberginu. 

Yrpa | 18. júl. '16, kl: 19:39:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hún greiðir 1/5.

Venja | 18. júl. '16, kl: 19:46:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það finnst mér svakalega ósanngjarnt gagnvart fjölskyldunni sem er með eitt herbergi. Ég mundi deila kostnaði á herbergi en ekki á manneskju. Mögulega 60-40 þar sem frænkan mun líklega taka einhvern þátt í að passa upp á börnin eða leika við þau eða álíka.

Kaffinörd | 18. júl. '16, kl: 23:23:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Sko ein manneskja sér í herbergi í skipulagðri ferð með ferðaskrifstofu finnst mér skiljanlegt að greiði meira en þarna myndi ég segja að það ætti að skipta kostnaði per haus. En a.m.k. myndi ég ekki nenna í ferð með einhverjum sem ættu að kallast "ættingjar" ef það ætti að skipta kostnaði 50/50 eða 40/60 

safapressa | 21. júl. '16, kl: 22:36:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

ok, s.s. frænkan á að borga hlutfallslega meira og hjálpa til við að passa börnin og svona... hvernig er það sanngjarnt?

Venja | 22. júl. '16, kl: 07:31:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún "á" ekkert að hjálpa til með börnin en það er líklegt að hún taki þátt ef þau eru öll saman í íbúð. Hún mundi þá borga fyrir sitt herbergi og þau fyrir sitt og svo borgar hún minna fyrir sameiginlega rýmið. Mér finnst það ekki ósanngjarnt.


Annars kom choccoholic með nánari upplýsingar um kostnað og ég held að þetta mál sé leyst

Venja | 18. júl. '16, kl: 19:40:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þá mundi ég segja 50-50, eða allavega nálægt því. Kannski að frænkan borgi aðeins minna

Medister | 18. júl. '16, kl: 19:53:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er bara rugl. Ef íbúðin kostar 200þ á þá frænkan að borga 100þ og hinir 4 100þ? Það kostar x krónur á mann gistingin ef keypt í gegnum ferðaskrifstofu, ekkert óeðlilegt að miða bara við það.
Sanngjarnast að deila á haus.

Venja | 18. júl. '16, kl: 19:55:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þar er ég algerlega ósammála. 

Brindisi | 19. júl. '16, kl: 09:53:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

og shit hvað ég er ósammála þér

Venja | 22. júl. '16, kl: 07:32:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er reyndar ekkert alltaf rukkað á mann, en ef það er rukkað á mann þá er nú ekki erfitt að skipta kostnaði. Íbúðir eru mjög oft leigðar út fyrir bara X verð og það skiptir ekki máli hvort það séu 4 eða 8 að gista þar. Mér þykir ekki sanngjarnt að þau borga 80% af kostnaðinum en fá 50% af rýminu.

choccoholic | 18. júl. '16, kl: 19:48:57 | Svara | Er.is | 10

Hefði kanski átt að taka það fram að ef við bókum bara fyrir okkur 4 og þá minna herbergi þá er kostnaðurinn sirka 100 evrur nóttin, en með tvöföldu herbergi þá er kostnaðurinn 160 evrur. Ef hún bókar bara herbergi fyrir sig þá er það á 85 evrur nóttin. 


Væri ekki alveg sanngjarnt að hún borgaði þá 60 evrur og við 100? Þeir eiga samt ekki 2 herbergi eftir svo það er ekki í boði að bóka í sitthvoru lagi. Bara 1 fjölskylduherbergi eftir á þessu hóteli.

Venja | 18. júl. '16, kl: 19:54:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

jú mér finnst það alveg mjög sanngjarnt. Mikilvægt er auðvitað að bæði þið og hún séðu sátt annars verður ekkert gaman í fríinu.

Petrís | 18. júl. '16, kl: 20:03:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það er bara sanngjarnt að borga raunverulegan kostnað og ef frænkan kostar 60 evrur borgar hún auðvitað 60 evrur

Medister | 18. júl. '16, kl: 20:42:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er amk mun sanngjarnara en 50/50

Felis | 18. júl. '16, kl: 23:10:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Jú það hljómar sanngjarnt. Annars hefði ég miðað við að hún borgaði 1/3. Semsagt miða við hversu margir fullorðnir eru.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Kaffinörd | 18. júl. '16, kl: 23:27:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En ef þetta væri nú barnlaust frænka þá væri hún búin að niðurgreiða fyrir þessi börn með sköttunum sínum í gegnum árin,.

Felis | 18. júl. '16, kl: 23:50:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Svona er þetta. Ég tel ekki börn með þegar er verið að skipta niður kostnaði. Hvort sem það er milli vina eða ættingja.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Kaffinörd | 18. júl. '16, kl: 23:54:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Börn er kostnaður. Það er ekkert ókeypis að vera með börn

bogi | 23. júl. '16, kl: 17:00:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

tjah ég hef nú farið í sólarlandaferð þar sem ég borgaði ekkert fyrir börnin (þ.e. það var ókeypis fyrir börn). 

Petrís | 19. júl. '16, kl: 01:27:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Börn eru auðvitað kostnaður og ekkert réttlæti í því að barnlaust fólk sé að borga fyrir börn samferðamanna sinna. 

Felis | 19. júl. '16, kl: 07:31:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Well er ef ég deili kostnaði með fólki þá teljast börnin ekki með.
Hinn möguleikinn er að sleppa því að deila kostnaði.

Ég hef btw. aldrei verið í hóp þar sem fólki hefur þótt eðlilegt að telja börn með svo að þetta hefur aldrei skapað vandamál.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Medister | 19. júl. '16, kl: 07:56:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ef þú færir í ferð með vinkonu og hún væri með 3 börn og þið þyrftuð stærri og dýrari hótelíbúð vegna þess.
Ert þú þá alveg geim í 50/50 kostnað? Ég myndi ekki vera til í það.

Felis | 19. júl. '16, kl: 08:47:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já ef ég færi í þannig ferð.
Það eða ég myndi leigja mér herbergi fyrir mig og hún myndi leigja sér herbergi/íbúð fyrir sig.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Bakasana | 19. júl. '16, kl: 09:48:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ég á fjögur börn og aldrei í lífinu dytti mér í hug að við 6 manna hópurinn kæmumst upp með sama ferðakostnað og barnlausu hjónin í næsta húsi. Við myndum taka 6/8 af plássi, vatni, WiFi o.s.frv. á móti þeirra 2/8. 
kannski maður myndi reikna þetta dæmi öðruvísi ef helmingurinn af börnunum mínum væri ekki orðinn stærri og fyrirferðarmeiri en ég.

Felis | 19. júl. '16, kl: 09:59:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Hún er ein í herbergi sem er einsog herbergi sem að þau eru 4 í. Er sanngjarnt að hún borgi bara 1/5? Það er út í hött. Mér finnst sanngjarnt að hún borgi í þessu dæmi 1/3 en ef henni þætti það ekki sanngjarnt þá væri það ekkert mál við myndum bara sleppa þessu fyrirkomulagi.

Ég myndi frekar þá bara borga allt sjálf og hafa bæði herbergin fyrir mig og börnin mín.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Bakasana | 19. júl. '16, kl: 10:41:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


50/50 er alla vega út í hött. Þegar maður bókar gistingu er það gert eftir hausatalningu. Börn borga minna en fullorðnir upp að ákveðnum aldri, þannig að 1/5 er líka ósanngjarnt. Svo bara spurning um hvernig fólk vill raða sér niður í herbergi eða svefnsófa í íbúðinni. Af hverju þau velja að vera fjögur í einu svefnherbergi (kannski með tvö kornabörn?) og nýta ekki rúm í frænkuherberginu skil ég ekki. kannski vill frænkan hafa það svona, kannski væri hún alveg til í að sofa í sófanum. Hver veit. 

bogi | 23. júl. '16, kl: 17:02:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef oft borgað hótelherbergi og það kostaði ekkert aukalega að hafa börnin með - 
ég myndi líklega ekki deila þessu 50/50, en mér finnst samt ósanngjarnt að deila þessu á haus. Þarna er ein manneskja með sér herbergi út af fyrir sig og hinir fjórir troða sér í eitt. 

Kaffinörd
Gunnýkr | 24. júl. '16, kl: 22:26:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hvað hafa skattar með þessa blessuðu utanlandsferð að gera?
hvað veist þu um það hvort þessi frænka borgar skatta? 
þú ert alveg.....

Kaffinörd | 26. júl. '16, kl: 23:40:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Frænkan á ekki að niðurgreiða fyrir annara manna börn.

heklak | 27. júl. '16, kl: 01:17:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvers minni íbúð ef vinkonan gistir í öðru herbergi:)

***

Torani | 23. júl. '16, kl: 21:47:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

60 evrur af 160 er svo gott sem 1/3. Frænkan borgar 60, hin fullorðnu 50 sitthvort.

Kaffinörd | 26. júl. '16, kl: 23:42:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei hin fullorðnu eru ekki 2 að ferðast heldur 4. Og það kemur heldur ekkert fram hvað börnin eru gömul.

Torani | 26. júl. '16, kl: 23:53:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var að svara þessu innleggi: " Jú það hljómar sanngjarnt. Annars hefði ég miðað við að hún borgaði 1/3. Semsagt miða við hversu margir fullorðnir eru."

Miðað við fullorðna fólkið í ferðinni, þá er frænkan að borga 1/3 af verðinu.

Kaffinörd | 26. júl. '16, kl: 23:57:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei engan veginn það eru 5 að ferðast. En bara að þessi þráður sé uppi er glatað

Ziha | 27. júl. '16, kl: 00:01:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Haha... en þessir 4 fá eitt herbergi og ef þau hefðu farið ein saman hefðu þau fengið herbergið á 100 ..... en núna kostar það 160, eiga þau þá að borga fyrir frænkuna?  Á meðan frænkan hefði þurft að borga 80... og er að spara með því að taka það með fjölskyldunni á 60.  Einfalt reiknisdæmi er það ekki?

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Torani | 27. júl. '16, kl: 00:02:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, fimm í heildina. En bara þrjú fullorðin.


Kaffinörd | 18. júl. '16, kl: 23:26:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei 32 evrur á haus. En ef ég væri þessi frænka og væri að lesa þennan þráð þá væri ég farinn í fýlu.

Mainstream | 18. júl. '16, kl: 23:31:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 18

Ertu ekki alltaf í fýlu?

Petrís | 18. júl. '16, kl: 23:51:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hvernig færðu það út að þau eigi að borga helminginn af herberginu hennar sem þau þyrftu ekki að borga neitt með ef hún væri ekki með?

tóin | 19. júl. '16, kl: 07:46:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

kannski af því að hún þarf að deila klósettinu og restinni af plássinu með fjórum viðbótarmanneskjum?

bogi | 23. júl. '16, kl: 17:02:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Miðað við þín viðhorf til barna þá myndi maður ekkert bjóða þér með - :)

heklak | 27. júl. '16, kl: 01:20:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og deila þá börnunum jafnt á herbergin&rúmin.... Þú ert alveg í ruglinu.

***

Brindisi | 19. júl. '16, kl: 09:54:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

alveg sanngjarnt, þið 100 og hún 60, það er bara kostnaðurinn eins og hann er

Alpha❤ | 22. júl. '16, kl: 14:34:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þá er sanngjarnt að hún borgi 60 og fái þetta herbergi og þið fjögur í hinu

hillapilla | 23. júl. '16, kl: 17:52:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er svo sem ekki út í hött ósanngjarnt en ef ég væri frænkan þá myndi ég miklu
frekar borga 85 evrur fyrir eigið herbergi, þurfa ekki að deila klósetti
og sturtu með fjórum öðrum og geta fengið frið þegar ég vildi frið. Ef það væri ekki annað í boði en þetta fjölskylduherbergi þá myndi ég nú láta mig hafa það að borga þessar 60 evrur.

heklak | 27. júl. '16, kl: 01:15:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, mér finnst það- á að vera beggja hagur. Hún gæti líka borgað upphæð á milli 60 og 85€.

***

leonóra | 19. júl. '16, kl: 07:53:43 | Svara | Er.is | 6

Mér finnst spurningin furðuleg. Frænkan borgað auðvitað fyrir sitt herbergi eins og fyrir sitt sæti í fluginu og fyrir  sinn mat.  Ef frænkan á þess kost að fá ódýrara eins manns herbergi á hótelinu ætti hún að gera það.

tóin | 19. júl. '16, kl: 08:19:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

ef munurinn á milli þess að deila herbergi með heilli fjölskyldu eða vera einn í herbergi er bara 25 evrur - þá skil ég ekki afhverju þetta er umræðuefni til að byrja með :) bara biðröðin á klósettið og skorturinn á heitu vatni væri nóg til þess að ég myndi kjósa að vera ein.

Felis | 19. júl. '16, kl: 08:50:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sama hér.
Ég myndi líka vilja vera í minna rými bara fjölskyldan heldur en að fá aðeins meira pláss og þurfa að deila. Sama þó það væri elskaðasta frænka í heimi.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

tóin | 19. júl. '16, kl: 09:06:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

akkúrat

heklak | 27. júl. '16, kl: 01:22:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lesa upphafsinnleggið:)

***

Fuzknes | 19. júl. '16, kl: 11:33:15 | Svara | Er.is | 1

frænkan ætti að borga 28.7%

stjarnaogmani | 21. júl. '16, kl: 23:13:50 | Svara | Er.is | 4

Mér finnst að frænkan eigi að borga 1/3 vegna þess að börnin eiga ekki að þurfa að greiða fyrir gistingu þar sem þau eru saman í herbergi með foreldrum sínum. Hjónin hafa þá eitt herbergi og frænkan eitt. Mér finnst allt í allt í lagi að deila þessu á þessa fullorðnu

Alpha❤ | 22. júl. '16, kl: 14:47:23 | Svara | Er.is | 0

hvernig endiði með að skipta þessu? hvað mynduð þið vilja og hvað myndi frænkan vilja?

Kaffinörd | 26. júl. '16, kl: 23:44:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að frænkan sæi þennan þráð og sjái hið rétta innræti þeirra sem hún ætlar að ferðast með

heklak | 27. júl. '16, kl: 01:23:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sitja heima frekar en að troða sér með?

***

Venja | 27. júl. '16, kl: 07:33:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú ert að misskilja eitthvað, við erum sko ekki allar/öll að fara með.

Brindisi | 27. júl. '16, kl: 10:09:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þá er ég að misskilja, ég er búin að pakka og allt

Venja | 27. júl. '16, kl: 11:01:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það reddast, frænkan er með pláss fyrir þig í sínu herbergi ;)

Brindisi | 27. júl. '16, kl: 11:18:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en hvað þarf ég þá að borga

Venja | 27. júl. '16, kl: 11:24:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

amk 115%, plús mat fyrir 2,3.

Brindisi | 27. júl. '16, kl: 11:28:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er nú vel sloppið

Gunnýkr | 27. júl. '16, kl: 13:14:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég líka... god damn. 
Sá loksins fram a að vera að fara í utanlandsferð í sumar. 

Brindisi | 27. júl. '16, kl: 13:20:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég ætlaði samt meir að segja að hjálpa frænkunni við barnapössunina

Gunnýkr | 27. júl. '16, kl: 13:23:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já.. nei ég ætlaði nú ekki þangað sko. 
Flott samt að þú ætlaðir.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Síða 2 af 47942 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, paulobrien