Hvar fæst almennilegt saumaborð? Ég sé ekkert um það á síðunni hjá Pfaff. Ég vil helst hafa saumavélina inní einhverju borði þar sem ég sé hana ekki en get svo trillað henni upp úr borðinu þegar ég þarf að nota hana og hafa allt sem þarf til sauma við hendina í þessu borði, já jafnvel þó ég saumi ekki mikið. Það fæst fullt af einhverjum svona borðum á Amazon en myndi vilja skoða á Íslandi.
Júlí 78 | Var reyndar að finna þessi en myndi vilja sjá fleiri gerðir.
https://www...
Hæ Júlí mín. Einu sinni kunni ég að sauma Öskupoka sem ég hengdi á fólk og alla nálæga. Hef týnt niður þessum hæfileika en ju saumavélin hennar mömmu var frábær :)
Júlí 78 | Ég vil nú helst vera með saumavél sem þræðir tvinnan í nálina. Sjónin er sam...
Ég vil nú helst vera með saumavél sem þræðir tvinnan í nálina. Sjónin er samt ágæt ;) Er með eina svona sem er með nálaþræðara en ætla að fá mér seinna ennþá betri saumavél. Aldrei of seint kaldbakur að fara aftur að sauma! Ég er með eitt mottó í lífinu, gera sem mest af því sem mér finnst skemmtilegt! :)
kaldbakur | Já frábært kannski ertu til í að kenna mér á svona flottar saumavélar ?
Já ég myndi vilja svoleiðis :) En ég er ekki viss um að þeir selji svoleiðis lengur fyrst ég sé það ekki á heimasíðu þeirra. Verð líklega að hringja og spyrja.