seinkaður hreyfiþroski - af hverju?

Trunki | 2. mar. '15, kl: 10:59:46 | 663 | Svara | Er.is | 0

Yngsta barnið mitt er eftir á í hreyfiþroska, hún er tæplega 11 mánaða en er með hreyfiþroska á við 6-7 mánaða sé miðað við gátlistann inn á 6h.is. Ég hef engar áhyggjur af því að hún eigi ekki eftir að ná þessu en það angrar mig mjög mikið að vita ekki hvað veldur þessari seinkunn. Ég hef svo sterkt á tilfinningunni að það sé eitthvað annað að valda þessu heldur en bara að hún sé svona róleg týpa. Einhver af ykkur verið í þessum sporum og komist svo að því að það var einhver ástæða fyrir seinkuðum hreyfiþroska? Ef svo hver var ástæðan? Vil taka það líka fram að ég hef ekki nokkra einustu áhyggjur af andlega þroskanum, þar er hún alveg á við jafnaldra ef ekki á undan.

 

___________________________________________

LadyGaGa | 2. mar. '15, kl: 11:38:59 | Svara | Er.is | 0

Mín var svona og ég vil meina að hún sé með slaka vöðvaspennu.  Þá er ég að miða við 2 eldri systkini hennar.  Þessi litla er núna 4ja ára og er úber virk og með fínan hreyfiþroska en er mjög aum.  Á mjög langt í land t.d. með að geta opnað hurðir með pumpu og svona.   Hún var sein í öllu vil ég meina.

Degustelpa | 2. mar. '15, kl: 11:42:00 | Svara | Er.is | 1

er ungbarnaverndin ekkert að pæla í þessu? Ég hefði haldið að ykkur hefði verið boðið sjúkraþjálfun ef hún er svona langt á eftir. En ég held að lág vöðvaspenna sé frekar algeng ástæða fyrir svona.

Trunki | 2. mar. '15, kl: 12:11:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún er komin með beiðni í sjúkraþjálfun en er á biðlista þar. Miðjustelpan mín er með lága vöðvaspennu en hún var öll miklu linari, þessi yngsta er frekar stinn.

___________________________________________

Trunki | 2. mar. '15, kl: 12:16:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef líka margoft spurt hvort yngsta sé með lága vöðvaspennu sérstaklega af því að systir hennar er svoleiðis en læknar hafa ekkert viljað gefa út á það. Ég hef nefnt þetta í nánast hverri skoðun undanfarið en mér er alltaf sagt að vera róleg og bíða bara og sjá til sem fer hrikalega í mig, ef þeir gætu bara sagt við mig td hún er svona af því að hún er með lága vöðvaspennu að þá yrði mér hrikalega létt.

___________________________________________

Degustelpa | 2. mar. '15, kl: 12:46:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

æhh það er svo mikið vesen þegar heilbrigðisstarfsfólkið vill ekki hlusta eða setur áhyggjur manns bara til hliðar. Ég þekki það alveg. En vonandi komist þið að hjá sjúkraþjálfara fyrr en seinna og skýring kemur í ljós.

nóvemberpons | 2. mar. '15, kl: 14:30:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvar eruði á biðlista?

4 gullmola mamma :)

alboa | 2. mar. '15, kl: 11:44:45 | Svara | Er.is | 0

Mín var svona og er með lága vöðvaspennu. Hún er að verða 10 ára og þetta háir henni. Höfum rætt við sjúkraþjálfara en á meðan hún er jafn virk í íþróttum og hún er þá er ekki viðbætandi að fara í sjúkraþjálfun.


kv. alboa

miramis | 2. mar. '15, kl: 11:48:45 | Svara | Er.is | 1

Minn var með seinkaðan hreyfiþroska, mjög rólegur og var seinna greindur með asperger. 

Máni | 2. mar. '15, kl: 12:55:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minn asperger skreið fyrir sex mánaða.

miramis | 2. mar. '15, kl: 18:01:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda eru asperger-börn alls ekki öll eins, en ef ég man rétt er þetta samt eitt af greiningarviðmiðunum því þetta er mjög algengt. 

Trunki | 2. mar. '15, kl: 12:23:43 | Svara | Er.is | 0

Það sem gerir mig líka ahyggjufyllri yfir yngstu stelpunni minni er að henni er alltaf kalt á fótunum, hún sefur mjög oft illa, hún hefur aldrei sett neitt í munninn og týnir td ekki mat upp í sig og hún hefur aldrei "bánsað" þegar hún stendur, fæturnir eru alltaf pinnstifir þegar hún stendur í þá (hún stendur bara ef maður heldur í hana undir hendurnar)

___________________________________________

Degustelpa | 2. mar. '15, kl: 12:47:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég myndi fá tíma hjá barnalækni sem getur skoðað hana frá toppi til táar til að finna út úr þessi. Þetta hljómar ekki eins og lág vöðvaspenna

fálkaorðan | 2. mar. '15, kl: 14:21:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fáðu tíma hjá einhverjum góðum á Domus. Td Geir eða Tryggva. Ég mindi gera það til að róa mig.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

piscine | 2. mar. '15, kl: 14:40:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er gott ráð - það gekk hvorki né rak í málum stelpunnar minnar fyrr en Tryggvi kom inn í það mál. Það munar að leita til barnalæknis.

hanastél | 2. mar. '15, kl: 15:37:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Tryggvi er bara stórkostlegur læknir!

--------------------------
Let them eat cake.

nóvemberpons | 2. mar. '15, kl: 14:33:34 | Svara | Er.is | 0

mín öll 3 eru með lága vöðvaspennu. strákarnir mínir eru með vöðvarýrnunarsjúkdóm en lága vöðvaspennan er ótengt því þannig séð. en stelpan mín er bara með lága vöðvaspennu, bara eins og ég er :)

sá snemma að eithvað var mikið skrítið með hreyfiþroskann með elsta strákinn minn, en svo var stelpan líka sein. 10 mánaða var hún 6 mánaða í hreyfiþroska sirka.

4 gullmola mamma :)

Trunki | 23. apr. '15, kl: 08:15:16 | Svara | Er.is | 0

Langar að heyra frá fleirum.

___________________________________________

isora | 23. apr. '15, kl: 09:09:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Myndi drífa mig til barnalæknis. Tryggva eða Valtýr á Domus eða Gest Pálsson á Læknamiðstöð Austurbæjar. Allt frábærir læknar

Trunki | 23. apr. '15, kl: 12:30:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hún er hjá frábærum barnalækni og sjúkraþjaálfara og þetta er allt í ferli en enginn grunur um hvað gæti verið að valda þessu og þess vegna spyr ég hér, til að sjá hvort einhver kannast við lýsingarnar og gæti kannski komið með einhverjar hugmyndir um hvað gæti verið að valda þessu sem ég mundi síðan bera undir læknana hennar.

___________________________________________

isora | 23. apr. '15, kl: 13:14:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skil þig. Get því miður ekkert aðstoðað þig en gangi ykkur vel :)

strákamamma | 23. apr. '15, kl: 21:31:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

minn seini gaur er á einhverfurófi.

strákamamman;)

Trunki | 24. apr. '15, kl: 22:43:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var hann bara seinn líkamlega til að byrja með? Þ.e. Áður en það fóru að koma fram einhverfueinkenni? Það er allavega ekkert ennþá sem bendir til einhverfu hjá minni.

___________________________________________

strákamamma | 25. apr. '15, kl: 10:42:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já...  það fyrsta var að hann var seinn að snúa sér við..., sat ekki sjálfur fyrr en á milli 9 og 10 mánaða


Þegar maður horfir svona til baka er hægt að sjá einhverfueinkenni...  td að hann var bara sáttur að liggja og glápa útí loftið voða voða lengi...  lá kekert á að komast af stað og skoða heiminn.   Svo gat hann tekið gráttarnir þar sem ekki var hægt að hugga hann með neinu...hann gerði það alveg fram til 2 ára.   Ekki sérstaklega oft en algerlega óhuggandi og engin ástæða fyrir því þegar það gerðist.


Svona lítil atriði eins og hvernig hann skoðaði dót þegar honum var rétt það voru öðruvísi.   Hann var td rúmlega 1 árs og keyrði ekki bíla td, heldur hélt þeim uppi og rúllaði dekkjunum alveg hugfangin lengi lengi. 


Hann hefur aldrei átt erfitt með augnsamband en fer í öfgana hinum megin þar sem hann glápir á fólk...það er ekki skrítið hjá ungum börnum þar sem þau gera það auðvitað flest, en munurinn er bara að hann óx ekki uppúr því. 




Það sáust í rauninni engin einhverfueinkenni fyrr en hann var á milli 3 og 4 ára....og þá fer fólk að líta til baka og fatta að margt af hans hegðun voru í rauninni einhverfueinkenni ef  maður hefði vitað hverju maður átti að leita að.




Hann td hefur altlaf verið spes í kringum mat...   hrundi niður um tvær kúrfur þegar hann hætti á brjósti. 

strákamamman;)

fedmule | 25. apr. '15, kl: 00:30:24 | Svara | Er.is | 0

Frænka mín er eftir á í hreyfiþroska vegna þess að hún er með svo slæma sjón.  Var 4 ára þegar fattaðist að sjónin var +4 og þess vegna þroskaðist hún ekki eins hratt og jafnaldrar hennar. 

-----------------------------------------------------------------
If it can go wrong, it will. - Murphy´s law

Trunki | 25. apr. '15, kl: 08:21:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ok það er einmitt búið að ofnæmisprofa mína og sjonmæla.

___________________________________________

Dreifbýlistúttan | 25. apr. '15, kl: 15:31:46 | Svara | Er.is | 1

Já mitt næstyngsta var svona. Hann var svakalega rólegur og algjör moðpoki, þungur á sér og gerði sig lítið líklegan fyrir að ætla að standa upp og læra að labba. Einnig var hann lengi að læra að sitja. Ég reyndi að vera róleg en þegar hann var ekki farinn að labba 15 mánaða né reyna neitt þá fann ég að ungbarnaeftirlitið vildi fara að skoða þetta eitthvað.
 Þess þurfti svo ekki því kauði litli fór að baksa við að labba og var orðinn fínn í því milli 16-17 mánaða. 
Í leikskólanum var líka fylgst vel með honum því fínhreyfingar voru ekki góðar og hann var lengi að læra að kubba litlum kubbum og perla. Svo var bara unnið markvisst með það og hann varð fljótlega mjög flinkur í því.
Í dag er þetta 6 ára skólastrákur sem byggir tæknilegó fyrir 12 ára eins og að drekka vatn og gengur vel í öllu.


Þessir gátlistar geta verið gott viðmið en þeir geta líka  valdið foreldrum áhyggjum. Myndi bara ekki stressa mig of mikið yfir þessu strax :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Síða 2 af 47963 síðum
 

Umræðustjórar: Guddie, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Bland.is