Sertral lyfið

Ladydrive | 10. jan. '14, kl: 10:28:08 | 1103 | Svara | Er.is | 0

Hæ, ég er búin að heyra svo mikið af slæmum sögum um það lyf (frá umræðum héðan) og langaði vita hvaða aukaverkanir þið hafið fengið.

Ég myndi ekki þola að fá kvíðaköst, eða hræðslu eða eitthvað þannig. Kyndeyfð skiptir mig engu þar sem ég hef sleppt að sofa hjá í 6 ár.

Er rosalega hrædd að taka inn lyf og þori varla að taka þau. Heyri að það sé erfitt að hætta svo á því og megi ekki hætta 1..2.. og 3. Ég skammast mín rosalega fyrir þetta og langar eiginlega bara hætta við að taka lyf. Samt er ég bara búin að prufa hálfa töflu, í einn dag.

 

fálkaorðan | 10. jan. '14, kl: 10:43:42 | Svara | Er.is | 0

Ég var með aukaverkanir í ca viku. Þú finnur ekki fulla virkni lyfsins fyrr en eftir ca 8 vikur.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Ladydrive | 10. jan. '14, kl: 10:47:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já okei æðislegt, þá verður það ekki farið að virka á námskeiðinu :&

Helvíts snjóflóðið
fálkaorðan | 11. jan. '14, kl: 09:36:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú ert svo miklu klárari en geðlæknar.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Helvíts snjóflóðið | 11. jan. '14, kl: 12:56:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Googlaðu bara og kannaðu málið, þetta er bara staðreynd.

fálkaorðan | 11. jan. '14, kl: 12:57:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Geðlæknar læra ekki með því að googla.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Helvíts snjóflóðið | 11. jan. '14, kl: 12:59:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessar upplýsingar er m.a. að finna í Læknablaðinu sem er ritrýnt tímarit fyrir lækna og heilbrigðisstarfsfólk.
Nú, svo geturðu bara lesið fylgiseðilinn með lyfinu ef þú átt svona erfitt með að trúa því sem ég segi.

fálkaorðan | 11. jan. '14, kl: 13:01:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég veit vel að þú ert útlærð í því að hitta geðlækna en ég fer seint að taka mark á þér umfram lært fólk.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Helvíts snjóflóðið | 11. jan. '14, kl: 13:04:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er reyndar heldur ekki rétt hjá þér. Spurning um að fara að taka lyfin sín í dag og jafnvel auka skammtinn.

Gjörðu svo vel ungfrú besservisser; http://www.lyfjabokin.is/Lyf/Sertral/

fálkaorðan | 11. jan. '14, kl: 13:10:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú getur reynt út í hið óendanlega en þú ert að flaska á einu mikilvægu smáatirði. Svona eins og yfirleitt.


Ég talaði um fulla verkun lyfsins.


Ég hefði kannski átt að benda þér strax á hvaða fífl þú ert að gera þig að frekar en bara að hlægja að þér.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Helvíts snjóflóðið | 11. jan. '14, kl: 13:14:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Full verkun lyfsins er einstaklingsbundið, og tekur sannarlega ekki heilar átta vikur í öllum tilfellum, heldur þú virkilega að ég hafi ekki lesið það sem þú skrifaðir?

Ég ákvað einfaldlega að benda þér á að það væri rangt án þess að vera með dónaskap og drullu eins og þú ert alltaf með við mig. Fyrir það fyrsta er ekki hægt að mæla hvenær, ef og hvort fullri verkun lyfsins er náð, get it?

Þetta lyf virkar ekki á alla og því er þess hvergi getið, alveg sama hvern þú spyrð, hvenær full verkun hefur náðst.

Sorrí að ég skuli vera betur að mér í svona hlutum en þú, ungfrú alvitur.

fálkaorðan | 11. jan. '14, kl: 13:23:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ekki með dónaskap? Ég held að þú sért eina manneskjan í veröldinni sem túlkar þig þannig.


En eins og ég sagði, þú getur reynt út í hið óendanlega.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Helvíts snjóflóðið | 11. jan. '14, kl: 13:25:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Góða finndu þér eitthvað uppbyggilegra að gera.

Ladydrive | 11. jan. '14, kl: 13:28:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mikið hlýtur þú að eiga erfitt í lífinu, hef fylgst með þér gegnum árin og aldrei séð neitt notandarnafn eins og þú. Ég vona að þú sért ekki svona við vini og ættingja í lífi þínu.

fálkaorðan | 11. jan. '14, kl: 13:55:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er rosa erfitt að vera með svona þráhyggjur. Biddu læknin um pillur við þeim.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Helvíts snjóflóðið | 11. jan. '14, kl: 14:20:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Talandi um þráhyggjur, hvaða pillur færð þú við þeim?

fálkaorðan | 11. jan. '14, kl: 14:21:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Sertral.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Helvíts snjóflóðið | 11. jan. '14, kl: 14:23:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú þyrftir að biðja hann um eitthvað annað - það er augljóslega ekki að gera sig.

fálkaorðan | 11. jan. '14, kl: 14:24:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég læt lærða segja til um það.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Helvíts snjóflóðið
fálkaorðan | 11. jan. '14, kl: 14:30:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Bottome line, ég hlusta frekar á hvað fólk sem hefur lært geðlækningar eða lyfjafræði segir en eitthvað idíót af internetinu.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Helvíts snjóflóðið
 
fálkaorðan | 11. jan. '14, kl: 14:32:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér sýnist þú hafa ekkert nema tíma. Enda varla við öðru að búast.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Helvíts snjóflóðið | 11. jan. '14, kl: 13:25:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og see, proved my point.

Harlequin | 11. jan. '14, kl: 11:43:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er ekki ein rétt staðhæfing í þessu hjá þér.

Helvíts snjóflóðið
Harlequin | 11. jan. '14, kl: 16:38:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hér er ég með pakkann fyrir framan mig, á honum stendur að lyfið tekur 6-8 vikur að ná fullri virkni. Verandi geðlyf, þá segir það okkur að staðhæfingin þín er ekki byggð á neinu.

Steina67 | 10. jan. '14, kl: 11:24:07 | Svara | Er.is | 0

Ertu viss um að þú sért ekki að rugla saman Sertral og Venlafaxín?


Ekki skammast þín fyrir að taka lyf eða reyna að gera eitthvað í þínum málum.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Ladydrive | 10. jan. '14, kl: 11:26:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það stendur sertral á pakkanum mínum og allar umræður sem ég skoðaði stóð Sertral :)

Steina67 | 10. jan. '14, kl: 11:29:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, þetta er semsagt samheitalyf Zoloft?  sýnist það á gúggli.  Ég tók Zoloft fyrir mörgum árum og það virkað ágætlega á mig.  Fann ekki miklar aukaverkanir nema þá að ég svitnaði á nóttunni, annað fann ég ekki.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Ladydrive | 10. jan. '14, kl: 11:30:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha? ef lyfið heitir Sertral, hvernig getur það þá verið Zoloft? er það sama lyfið ? kann ekkert á þetta, aldrei tekið inn svona lyf.

Steina67 | 10. jan. '14, kl: 11:33:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Innihaldsefni Zoloft heitir  Sertralinum  og innihaldsefni Sertral heitir  Sertralinum.


Þetta er sama lyfið og Sertral er ódýrari týpa af Zoloft og því niðurgreiða sjúkratryggingar það.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Harlequin | 11. jan. '14, kl: 11:44:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jamm Sertral og Zoloft eru samheiti :)

Dalía 1979 | 10. jan. '14, kl: 11:32:45 | Svara | Er.is | 0

það fá sumir aukaverkanir af öllu lyfi enn þarf ekki að vera að þú fáir það ég að vísu þjáist af lyfja fóbíu þannig að ég skil þig að vera hrædd að fá þessar aukaverkanir sem aðrir eru að tala um hérna

Ladydrive | 10. jan. '14, kl: 11:33:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég tek alveg inn sýklalyf, verkjatöflur (nema skíthrædd við íbúfen eftir að ég ældi um daginn afþví), en svona lyf við andlegu er ég mjög illa við og ekki viljað prufa það hingað til. Mér langar hinsvegar ekki að vera fröken skapill við alla kringum mig hehe.. ok ekki alla, en mömmu allavega.

Dalía 1979 | 10. jan. '14, kl: 11:47:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu mjög hrædd við lyf

Ladydrive | 10. jan. '14, kl: 11:48:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svona lyf já

Askepot | 10. jan. '14, kl: 12:54:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju svona lyf? 
Ertu ekki bara með fordóma? 

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

Ladydrive | 10. jan. '14, kl: 13:01:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fordóma? uuu varla. Ég hef verið með þunglyndi og annað í mörg ár. Frekar að ég upplifi fordóma.

ÓRÍ73 | 10. jan. '14, kl: 13:13:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þú getur verið með fordóma fyrir þessum lyfjum fyrir því. 

Ladydrive | 10. jan. '14, kl: 13:13:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já okei, ég er allavega ekkert á móti að fólk taki svona lyf.

ÓRÍ73 | 10. jan. '14, kl: 13:15:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei en vilt það ekki sjálf. 

ILovewhoiam | 10. jan. '14, kl: 14:19:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

og er það ekki bara llt í lagi, það heitir ekki allt fordómar, þó fólk vilji ekki eitt og annað.

torat | 10. jan. '14, kl: 11:34:08 | Svara | Er.is | 0

Ég fékk engar aukaverkanir, hefði alveg eins geta tekið c vítamín.

-------------
Ég fíla ekki kaldhæðni.

Ladydrive | 10. jan. '14, kl: 11:35:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já okei, en virkuðu lyfin á þig á jákvæðan hátt ?

torat | 10. jan. '14, kl: 11:41:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki neitt fyrr en búið var að hækka skammtinn, er reyndar á öðru núna því það hentar betur. Ekki vera að hafa áhyggjur af þessu, aukaverkanir eru svo rosalega einstaklingsbundnar. Þú byrjar bara væntanlega mjög smátt og svo er aukið við hægt og rólega. Sá líka að þú varst að hafa einhverjar áhyggjur af því að lyfið væri ekki búið að ná fullri virkni áður en þú ferð á námskeið, en það getur alveg verið komin einhver virkni samt. Reyndu bara að taka smá kæruleysi á þetta, þetta reddast hjá þér og gengur ábyggilega allt vel. Það er fullt af fólki sem þarf að taka geðlyf og örugglega miklu fleiri en þú heldur, ekkert að því að fá hjálpa ef maður þarf þess. Gangi þér vel.

-------------
Ég fíla ekki kaldhæðni.

Dreifbýlistúttan | 10. jan. '14, kl: 13:07:36 | Svara | Er.is | 0

Gætirðu verið að rugla saman Sertral og Seroxat...?


Sertral er besta lyf sem ég hef notað, engar aukaverkanir og líður æðislega á því.
Þetta er þó alltaf persónubundið

Ladydrive | 10. jan. '14, kl: 13:12:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei er ekki að rugla saman haha.

Dreifbýlistúttan | 10. jan. '14, kl: 13:15:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok

Moogy | 4. sep. '19, kl: 15:22:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig gekk þér á þessu ? er sjálfur að prufa þetta

Moogy | 4. sep. '19, kl: 15:22:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sertral er það ekki Zoloft líka og semsagt þunglyndislyf ? Eða er það bara kvíðalyf ?
Er sjálfur byrjaður á þessu vegna stress, en er og hef aldrei verið þunglyndur :/

_Valkyrja_ | 10. jan. '14, kl: 14:32:02 | Svara | Er.is | 0

Fékk engar aukaverkarnir af Sertral og ekki heldur af samheitalyfinu Zoloft. Fékk líka sambærilegt lyf í Noregi sem heitir Sertraline og fékk eins engar aukaverkanir af því.

mtmk | 10. jan. '14, kl: 14:43:34 | Svara | Er.is | 0

Var einu sinni à zoloft og fannst ekki erfitt að hætta töku lyfsins og virkaði vel fyrst þegar èg var à því en svo virkaði það ekki:S
Venlafaxin hins vegar tók viku að losna við rafstraum í haus og kvíða vanlíðans svitabað og fl.

láv | 10. jan. '14, kl: 20:53:09 | Svara | Er.is | 0

Varð ekkert vör við aukaverkanir og fann ekkert fyrir því þegar ég hætti að taka þær. (hætti bara)

Anímóna | 10. jan. '14, kl: 21:01:13 | Svara | Er.is | 0

Ég tók þetta við kvíða svo kvíðinn jókst nú ekkert við það. Helst fannst mér stöku sinnum dálítið flöt á köflum. Er nýlega hætt á lyfinu og það var ekkert erfitt.

Apis | 10. jan. '14, kl: 22:59:44 | Svara | Er.is | 0

Fann engar aukaverkanir, þetta lyf hefur bara gert mér gott og hjálpað mér þvílíkt. Engin kyndeyfð eða neitt. 

T.M.O | 10. jan. '14, kl: 23:02:58 | Svara | Er.is | 0

ég var í nokkur ár á sertral og gekk mjög vel, svo fór ég að svitna svo mikið við minniháttar áreynslu að það var ákveðið að skipta. að öðru leiti bara mjög góð reynsla

Emp10 | 10. jan. '14, kl: 23:14:24 | Svara | Er.is | 0

Ég er á Sertral og hef verið á því í eitt og hálft ár. Ég byrjaði á 50 mg en hækkaði upp í 100 mg eftir nokkrar vikur. Einu aukaverkanirnar sem ég fann þá voru kyndeyfð og nánast ómögulegt fyrir mig að fá fullnægingu, sem var mjög truflandi.. Eftir að hafa tekið 100 mg í tæpt ár ákvað ég að lækka aftur niður í 50 mg og þá breyttist þetta um leið, meiri kynhvöt og jafn auðvelt að fá það og áður en ég byrjaði á lyfinu. Ég hef ekki fundið fyrir neinu öðru slæmu, bara smá svimi í nokkra daga þegar ég er að breyta skammtinum í 50 eða 100 mg, en það líður hjá fljótt.

Finn annars mikinn (góðan) mun á sjálfri mér á þessum lyfjum, sérstaklega þegar ég var á 100 mg, þess vegna lét ég mig hafa það að taka þann skammt í næstum því ár þrátt fyrir þessa aukaverkun :)

Kate123 | 11. jan. '14, kl: 01:19:26 | Svara | Er.is | 0

Ég er að taka Setral, búin að vera á þessu í fimm vikur. Fann strax mun á mér eftir ca 10 daga. Hef ekki fundið fyrir neinum aukaverkunum enþá nema kanski kyndeifð, er bara að fatta það núna hehe. En annars lýður mér svo ótrúlega mikið betur að það er bara magnað. Mjög ánægð enn sem komið er ;)

Kate123 | 11. jan. '14, kl: 01:47:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú það er reyndar eitt sem ég man eftir núna. Ég er að taka strattera við athyglisbrest. Mér finst eins og virknin hafi minnkað af því lyfi eftir að ég byrjaði að taka Setral. Þarf að ræða þetta við læknirinn, getur varla verið tilviljun!

Harlequin | 11. jan. '14, kl: 11:56:28 | Svara | Er.is | 0

Ég var á sertral alla menntaskólagöngu mína. Helstu aukaverkar sem ég fann fyrir var líklega þegar ég asnaðist til að drekka áfengi með lyfinu (sem á faktískt ekki að gera, en ég var víst unglingur í menntaskóla og pældi lítið í afleiðingum). Þá var eins og skerðing á hreyfiskynjun og ég var þvoglumæltur og fann fyrir almennum doða í líkamanum. Ég held að þegar ég var sem harðast á lyfinu þá hafi ég tekið 2 töflur á dag og það var yfir prófatímabil og þrepaði mig svo hægt og rólega niður eftir prófin. En skaplega séð (sem þú ert eflaust að leita eftir) þá, í staðinn fyrir að skapsveiflur væru miklar, var bylgjulend skapsins bara svona bæld saman, ég hrundi aldrei niður en ég kom mér heldur ekki almennilega upp. Það var s.s svona hálfgerður sloði yfir tilverunni. En eins og með önnur lyf þá er þetta ekkert baneytrað og ávanabindandi ef þú ferð bara rétt að s.s þrepa þig upp og þrepa þig niður hægt og rólega. Aukaverkanir geta líka verið mismunandi eftir einstaklingum. Ég kannski fann ekkert sérstaklega fyrir aukaverkunum sem félagi minn úr bekknum mínum sem var á sama lyfi fann mjög glögglega. En lyfið sló mjög vel á prófkvíðann minn og almennt stress sem fylgdi skólanum á meðan inntökunni stóð (en stress var sennilega ástæðan afhverju ég ákvað að taka inn lyf). Ég er alls ekkert bitur út í þetta lyf og er bara nokkuð sáttur eftiráhyggja. En eins og ég segi, ef þú ákveður að taka það, taktu það þá rétt.

joakiz | 11. jan. '14, kl: 13:25:45 | Svara | Er.is | 0

ég er búin að vera á þessu lyfi nokkuð lengi og eina aukaverkunin er smá munnþurrkur, en þetta lyf hjálpar mér óendanlega mikið :) annars er aldrei gott að hlusta á reynslu annarra af lyfjum og aukaverkunum þar sem þetta er aldrei eins á milli manna

Fjolskylda | 11. jan. '14, kl: 13:29:37 | Svara | Er.is | 0

Mér leið rosalega illa á Sertral, það magnaði upp allan kvíða og vanlíðan hjá mér, læknirinn minn skildi ekkert í þessu því yfirleitt virkar þetta mjög vel á fólk, svo fékk ég lyfið Esopram sem bjargaði lífi mínu, mér líður bara "eðlilega og rétt" á því og er laus við kvíða og depurð :)

hjartabursti | 11. jan. '14, kl: 14:50:46 | Svara | Er.is | 0

Ég var með hausverk í viku, svo bara í lagi :) Þetta lyf gerir mikið fyrir mig! En ef ég gleymi að taka það þá fæ ég höfuðverk og get sokkið aðeins niður, en þá er bara að byrja aftur að taka töflurnar.

mileys | 11. jan. '14, kl: 20:41:09 | Svara | Er.is | 0

Taktu hálfa töli í 1-2 vikur og auktu svo upp í 3/4 úr töflu í 1-2 vikur og svo heila ;)

smárisáklári | 12. jan. '14, kl: 02:56:55 | Svara | Er.is | 0

uhm, sertral er gefið við veseni með boðefnið seretonin, vesenið veldur þunglyndi og kvíða og öðru svoleiðis.

fyrst þú ert hrædd við að taka lyf ættiru að skoða aðrar leiðir að bata. sumir læknar eru ekkert að spá í hvað er þér fyrir bestu heldur bara að klára vinnudaginn.

það er fullt sem þú getur gert til að auka seretonin framleiðsluna í þér.
þú verður að borða hollt og gott og reglulega, skiptir mjög mikklu máli að það sé reglulega. morgunmat (hádegismat getur gert gæfumuninn) og kvöldmat. þess á milli skaltu fá þér ávexti í öllum litum og stærðum og gerðum til að fá sem flest vítamín. taktu lýsi.
svo er það hreyfing, þá er ég ekki að tala um að þú eigir að fara í ræktina á fullu og keyra þig allveg út heldur bara hreyfa þig.. dansaðu í stofunni eða farðu á trampolín eða bara það sem þér dettur í hug, það sem skiptir máli er að þú fáir þokkalega hreyfingu á hverjum degi.
reyndu að fá eins mikkla sól og þú getur á þig.
sofðu reglulega það er MJÖG mikilvægt. sofðu á nóttinni vegna þess að seretonin verður aðeins til þegar þú sefur í myrkri.

bonus ráð sem hefur ekkert með seretonin að gera:
stundaðu hugleiðslu, það er ekki flókið. þú gefur þér 30-60mínútur á hverjum degi fyrir sjálfa þig.. það er ekki hægt alla daga ég veit það en bara þegar þú getur :)
og á þessum tíma geturu hugleitt. það er gott að byrja bara á mjög stuttum tíma og fara svo í lengri tíma ef þetta er að gera eitthvað fyrir þig, bara 5 mínútur geta verið svakalega góðar. þú þarft ekki að sitja í einhverri jógastellingu og segja hmmmmm eða neitt svoleiðis heldur bara koma þér vel fyrir, liggjandi eða sitjandi þannig að þú getir slakað almenninlega á, andaðu svo rólega, inn og út um nefið og finndu hvernig líkaminn slakar á og verður þyngri (það má allveg taka sínar 10-15 mínútur í það) þá finna sumir (t.d. ég) hversu rosalega mikkla hreyfiþörf og óróleika þeir geyma í líkamanum sem er algjör óþarfi þegar upp er staðið og þetta er mjög góð æfing til að læra að slaka raunverulega á.
svo þegar þú ert búin að koma þér fyrir og koma þér í gott slökunarástand þá er tími til hugleiðslu.
mér finnst best að taka mína hugleiðslu rétt áður en ég fer að sofa en þú getur gert það hvenær sem er yfir daginn, aðalatriðið er að slaka vel á og vera þar sem þú verður fyrir minstri truflun v. utanaðkomandi hluta.
það sem þú skalt gera er að reyna að tæma hugann. ekki ýta hugsunum þínum frá heldur gefa hverju sem kemur í kollinn á þér smá tíma til að lifa og gefðu því gaum hvaðan hver hugsun kemur og hver ástæðan sé og hvað þú getir gert við hugsunina í framhaldinu, reyndu að hafa sem minnst áhrif á það hvað þú ert að hugsa og svo leyfa svo hugsununum að fara þegar næstu koma og fara þannig í gegnum allt sem er í huga þínum þangað til að þú ert ein með sjálfri þér og .. ert... það er allveg magnaður árangur sem þú getur hlotið af þessu. það er ekkert algengt að ná að tæma hugann sinn alveg fyrst um sinn svo ekki gefast upp ef þér tekst það ekki strax,

síðan geturu reynt að hugsa um það hvernig þú sérð lífið, hvert þitt viðhorf er alment og hvernig þú bregst við hinum og þessum hlutum, gætiru gert það þannig að það væri betra fyrir aðra og þig ? ef svo er reyndu þá að bregðast við eins og þér finnst þú líða best með.

hér er góð síða sem hefur hjálpað mér á minni leið að hamingju

www.purewhitelight.com

ég er enginn lyfjafræðingur eða læknir en ég er á sjálfskipaðri námsbraut í andlegri heilsu.

svo bara ef þú hefur einhverjar spurningar þá geturu spurt mig hér, ég læri af því að svara þér.

teenzla | 12. jan. '14, kl: 03:27:10 | Svara | Er.is | 0

Ég var á Sertal en ég var líka á mörgum lyfjum á sama tíma og var á mjög litlum skammti en þetta fór mjög vel í mig.


Þar sem ég er frekar ímyndunarveik þá bíð ég með að lesa aukaverkunnakaflann þangað til svona mánuði seinna (4 vikur) svo ég geri mér ekki upp einhverjar aukaverkunnir sem hefðu ekki komið ef ég hefði ekki vitað af þeim.


Mér persónulega fannst þetta mjög fínt lyf, þetta og wellbutrin retard henntuðu mér best af öllum þeim geðlyfjum sem ég hef verið á.

dalía80 | 12. jan. '14, kl: 03:41:45 | Svara | Er.is | 0

ég var sett á sertal fyrst fékk mikin kviðaköst áþeim leið illa allan daginn svo var ég sett á esobram líður miklu betra núna

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Síða 1 af 47915 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, tinnzy123, Bland.is, Hr Tölva, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie