Silfurskottur - hvað er til ráða ?

leo7 | 9. jún. '11, kl: 19:09:50 | 1802 | Svara | Er.is | 0

Hæhæ er einhver hérna sem hefur lent í silfurskottum og hvernig losnuði þið við þær ?

 

ert | 9. jún. '11, kl: 19:10:29 | Svara | Er.is | 2

þær eru vinir mínir og ég myndi aldrei losa mig við vini mína

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kinanda | 11. jún. '11, kl: 09:56:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sama hér

------------
Ég er hætt í þessum leik!

Silaqui | 9. jún. '11, kl: 19:23:52 | Svara | Er.is | 5

Finnur rakann og þurrkar upp.
Svo er hægt að eyða pening í meindýraeyði ef þú vilt.
Annars gera þær þér ekkert og fjölga sér hægt.
Ert líklega í meiri hættu af eitrinu sem væri notað til að losna við þær en af þeim.

EvaMist | 9. jún. '11, kl: 19:28:17 | Svara | Er.is | 1

Oh ég þoli ekki þessi ógeðslegu kvikindi og get bara ekki búið með þessum hryllingi. En ég sat uppi með þetta í tvö ár inni á baði og tókst ekkert að losna við þau. En kannski með meindýraeyði eftir að þú ert búin að komast í veg fyrir rakann.

Lúri | 9. jún. '11, kl: 19:33:19 | Svara | Er.is | 3

Ég hef lengi barist við silfurskottur á mínu heimili en ákvað fyrir rest að ég nennti bara ekki að pirra mig á þessu. Er búin að nefna þær og spjalla við þær á meðan ég sit á dollunni :)

leo7 | 9. jún. '11, kl: 20:23:24 | Svara | Er.is | 3

ég er ný flutt inn í íbúðina og er bara búin að sjá eina silfurskottu og það kemur meindýraeyðir á morgun.

Feelow | 9. jún. '11, kl: 20:40:12 | Svara | Er.is | 0

Keyptu þér kött... Það virkaði þegar ég var yngri,haha...

leo7 | 9. jún. '11, kl: 21:27:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er með einn litinn hund

Feelow | 9. jún. '11, kl: 21:57:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

jájá,láttu hann bara elta þær. man að kötturinn minn réðst á þær, og át þær sko, og eftir nokkra daga voru þær bara farnar!

----- | 11. jún. '11, kl: 05:41:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá einföld einföld..

Silfurskottum er skítsama um ketti eða hunda..

Þær þrífast á rökum stöðum og það eina sem hægt er að gera er að eitra tja já eða leggja lagnir uppá nýtt..

Köttur smöttur.. eins og köttur nái silfurskottum nokkurntímann *fliss*

musamamma | 11. jún. '11, kl: 12:18:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kisan mín er hefðarkisa, lætur ekki bjóða sér lifandi óþveginn mat.


musamamma

peppykornelius | 28. jún. '20, kl: 15:24:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, kettir geta náð þeim, hef horft á minn veiða þær og éta með góðri lyst ??

Norðurpóll | 9. jún. '11, kl: 21:09:51 | Svara | Er.is | 0

Bjuggum í fjölbýlishúsi, eitruðum bara okkar íbúð eftir að allir hinir íbúarnir höfðu neitað (allt gamalt fólk sem var örugglega orðið það sjóndapurt það það sá þær ekki;)). Við sáum ekki eina skottu eftir það - aðvitað voru þær að deyja í nokkra daga og maður fann þær kannski dauðar en svo sáum við þær ekki framar og þær virðast ekki hafa fylgt búslóðinni þar sem ég hef ekki séð neina síðan heldur og við erum búin að flytja þrisvar sinnum síðan. Okkur var sagt að það þýddi ekkert að eitra bara eina íbúð - það þyrfti nauðsynlega að eitra allt húsið - en það virkaði amk hjá okkur. Við boruðum reyndar göt í sökklana til að getað eitrað innundir eldhús- og baðinnréttingarnar og svo skúraði ég ekki nálægt gólflistunum í langan tíma eftir að það var eitrað til þess að þrífa það seint í burtu af þeim stöðum þar sem þær eru.

leo7 | 9. jún. '11, kl: 21:28:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já okei, ég er bara buin að sjá eina og buin að bua herna i 3 vikur

SwissMocca | 9. jún. '11, kl: 22:00:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Meindýraeyðirinn sem kom og eitraði hérna hjá mér sagði að það væri þumalputtaregla að ef þú sérð eina þá eru hundrað í viðbót inni í veggjunum !! :-/ Algjör viðbjóður þessi "kríli". En já það er bara að eitra, finna rakaskemmdirnar eða rakann sem veldur því að þær vilji vera.

________________________________

brian may | 9. jún. '11, kl: 21:30:44 | Svara | Er.is | 1

Já sjitt maður, einu sinni! Hún át næstum af mér hausinn!

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Ég hata lyklaborðið mitt ;(

| 9. jún. '11, kl: 22:44:17 | Svara | Er.is | 0

Það voru silfurskottur þar sem ég bjó og á einu ári var tvisvar eitrað fyrir þeim en þær komu aftur og voru enn þegar ég flutti, var reyndar ekki meint af þeim en þær láta sig hverfa í birtu, sá þær stundum þegar ég kveikti ljósið þar sem hafði verið mikill myrkur...þá skjótast þær hingað og þangað ;) En kannski virkar að eitra bara einu sinni hjá þér...vonandi ;) Vísindavefurinn > http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=6839

SwissMocca | 12. jún. '11, kl: 21:36:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá, ég hefði verið til í þínar silfurskottur... mínar voru orðnar það stórar og feitar (ca 1-1,5 sm) að þær voru hættar að vera ljósfælnar. Töltu bara hérna fram og tilbaka eftir gólfum alveg sama þó það væri kveikt eða slökkt, náði svo einni á miðjum vegg í ljósgeisla - pakkaði mér saman og flutti þangað til eitrarinn komst til að díla við þær :-/

________________________________

| 13. jún. '11, kl: 15:30:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ojjjjbara (".)

órasteinn | 9. jún. '11, kl: 22:52:33 | Svara | Er.is | 0

það fæst spey úðabrúsar kannski í garðyrkjubúðum eða byggingavöru, held það standi klaufhalar á þeim þ e listinn yfir tegundir minn amk merktur íslensku, kostar miklu minna en meindýraeyðir líklega. hægt að úða með gólflistum og inn í sökkla er líklega gott, önnur aðferð er að loka gluggum , betra í logni, minni trekkur, úða upp í loftið í hálfa eina mínútu giska ég á, og fara út og loka og vera úti í nokkra tíma og lofta svo vel út, með þessu eru skottunar að anda þessu að sér, en á gólf þá stíga þær í það og sleikja það af sér. úða líka þar sem ofnrör fara inn í veggi ef sprunga þar. það er engin raki hjá mér held ég en þær lifðu góðu lífi samt. nema kannski baðherbergisgólf, en sjást ekki þar.

cave | 9. jún. '11, kl: 23:38:15 | Svara | Er.is | 0

ég eitraði bara duglega undir baðkarið, mínar komu pottþétt þaðan. Og svo hef ég alltaf salthrúgu við opið undir karið, þeim er meinilla við það. Þær hafa haft hægt um sig síðan.

haudursæta | 11. jún. '11, kl: 04:55:18 | Svara | Er.is | 0

þú getur prufað að spreyja saltvatni yfir gólfið þar sem silfurskotturnar eru.......
Þetta er gamallt húsráð frá ömmu. :)

Fiat | 11. jún. '11, kl: 09:53:10 | Svara | Er.is | 1

Það er raki einhversstaðar hjá þér sem þarf að finna. Þýðir ekkert að eitra sjálf, fáðu viðurkenndan meindýraeyði með réttindi, hann eitrar alla íbúðina, dugar í nokkra mánuði, þeas ef rakinn er ekki lagfærður, ótrúlegt hvað það finnst mikið af dauðum kvikindum á gólfinu eftir það og um ALLA íbúð ekki bara þar sem rakinn er. Og svo er bara að fá karlinn aftur á staðinn þegar næsta lifandi kvikindi sést. Ath það verður að eitra allt húsið ef þú er í fjölbýli.

N i k i t a | 11. jún. '11, kl: 09:58:15 | Svara | Er.is | 1

Flytja!
Er þetta ekki innan í veggjum og svol.?
Bjó einu sinni í gömlu húsi þar sem þetta var innan í veggjum og svol. viðurstyggilegt alveg hreint :/

______________________________________
Síðastur úr landi læsir og slekkur í Leifsstöð...

nónó | 11. jún. '11, kl: 13:43:18 | Svara | Er.is | 0

Það voru silfurskottur í ruslageymslunni hérna í blokkinni minni og það var fenginn meindýraeyðir til að eitra í öllum íbúðum og þær hafa ekki sést síðan þá, margir mánuðir síðan

Aetna | 11. jún. '11, kl: 16:11:13 | Svara | Er.is | 0

thad eru silfurskottur á mínu heimiliog er ég er löngu hætt ad láta thær pirra mig!! nema thegar ad ég finn thær í eldhússkápunum :S thetta er í allri byggingunni og thad er eitthvad rakavandamál hérna! en thad sem ad ég hef lesid mér til um .. thá er best ad vera dugleg ad lofta út og passa ad hafa ekki mikinn raka í íbúdinni.. og passa thad einnig ad thurrka ekki af med of rökum klútum!

dreamcathcer | 11. jún. '11, kl: 16:15:58 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi bara að degi til fara með silikon kit meðfram öllu herberginu sem þær eru í , ss rífa allt frá veggjum og kítta í , fyrir ofan og meðfram körmum ef þú ert með svoleiðis , svo kannski kaupa vægt skordýraeitur og spreyja meðfram , skilja eftir í 1 nótt og þurrka svo af ( spreyjið þá ) .

I may have alzheimer's but at least I dont have alzheimer's

.dreamcathcer

leo7 | 12. jún. '11, kl: 12:08:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eg veit ekki hvar rakinn gæti verið, fann þessar 2 sem ég fann undir eldhúsborðinu og meinadýraeyðirinn kom í fyrradag og hef ekki séð neina síðan. bý í kjallaraíbúð.

Dörtígörlí | 13. jún. '11, kl: 15:32:39 | Svara | Er.is | 0

Það þarf að komast fyrir allan raka, þær þrífast á raka og sterkju sem er t.d. í dúka- og teppalími. Svo þarf að eitra vel.

Leifislaus
Sá sem síðast hlær er seinn að fatta.

Maggarena | 13. jún. '11, kl: 15:43:16 | Svara | Er.is | 0

ég fann meindýraeyði svart. Hann eitraði alla íbúðina og ég bað hann um að sprauta í gluggana í leiðinni, sá ekki eina flugu inni hjá mér allt sumarið og enga silfurskottu en þá og það eru 2 ár síðan.. kostaði mig 3000 kr.

helgisteinn | 21. jún. '20, kl: 01:30:08 | Svara | Er.is | 0

Koma oftast upp um sturubotna. Kalt vatn látið buna í 30 mín í sturtunni... Salta síðan niðurfallið, (borðsalt) Endurtaka vikulega..

*BlueLight* | 21. jún. '20, kl: 08:40:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er 9 ára gamall þráður! ;-)

Afhverju varstu að grafa hann upp núna???

karlg79 | 27. jún. '20, kl: 16:07:34 | Svara | Er.is | 0

Var ad vinna med meindýraeydir... Egginn af teym berdu inn á skónum. Af einum dropa af vatni man ég ekki hvad lengi taer lifa. Ég lét gasa húsid. Ekki séd eina eftir tad.

ert | 28. jún. '20, kl: 15:27:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þær geta orðið 4 ára.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Andlegt | 3. júl. '20, kl: 19:33:17 | Svara | Er.is | 0

Verður að eitra það er ekki hægt að uppræta þetta öðruvísi

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Bubbi leikur sér að eldinum. Flactuz 31.7.2021 1.8.2021 | 23:46
Laseraðgerð á augum Ardiles 29.7.2021 1.8.2021 | 23:09
Lést úr hjartastopp VValsd 1.8.2021 1.8.2021 | 22:51
SU Danmörk? Blandpía 1.8.2021
SU og danskar þjóðernishreinsanir strákamamma 19.11.2010 1.8.2021 | 16:14
Covid faraldurinn - staða Íslands og staðan á heimsvísu. _Svartbakur 24.7.2021 1.8.2021 | 11:48
Ísland stendur vel að vígi ef heimurinn hrynur _Svartbakur 31.7.2021 31.7.2021 | 19:54
Má ekki ? Flactuz 29.7.2021 31.7.2021 | 15:11
Greiðslukort Hypnotizehut0813 28.7.2021 31.7.2021 | 08:44
Eru til einhverjir fundir fyrir klam fikla a hofuborga svœdinu? Throwaway87774 26.7.2021 30.7.2021 | 22:26
Hundagæsla fyrir Sheffer tík í 2-3 vikur. Mjallhvít og dvergarnir 5 30.7.2021
Símastaurar Hjalti Gudmundsson 29.7.2021 30.7.2021 | 16:26
Lativia Riga kdm 30.7.2021
Skòstærđ catsdogs 27.7.2021 29.7.2021 | 00:02
Ferðasr til DK smbmtm 28.7.2021 28.7.2021 | 22:22
Skòstærđ catsdogs 27.7.2021
Brúðkaupsleikur bkbhg 18.7.2014 27.7.2021 | 19:41
góð ljósmóðir bambi27 26.7.2021 27.7.2021 | 13:20
Sósíalistar - við viljum gleðigöngur druslugöngur og lokun fyrirtækja _Svartbakur 25.7.2021 27.7.2021 | 00:11
Delta talin meir smitandi VValsd 23.7.2021 26.7.2021 | 14:37
USB-C Herra Lampi 25.7.2021 26.7.2021 | 08:23
Bland-appið? sjommli 21.7.2021 25.7.2021 | 22:51
Vantar smá hjálp á sölusíðunni. adrenalín 23.7.2021 25.7.2021 | 22:48
hvar i grafaholti er féló með húsnæði? *Sverige* 8.10.2013 25.7.2021 | 19:28
No7 snyrtivörurnar - hvar fást þær? Fridlynd 25.7.2021
Hvað ef.. Flactuz 23.7.2021 25.7.2021 | 12:17
Er nauðgunarmenning á Íslandi? AriHex 20.7.2021 25.7.2021 | 01:51
Bólusetningarvottorðið? Hr85 24.7.2021 25.7.2021 | 00:25
Covid Sóttvarnar teymið - Kára vantar í hópinn. _Svartbakur 21.7.2021 24.7.2021 | 18:50
Atvinnuleysisbætur fyrir fyrirtækjaeigendur dreamspy 21.7.2021 24.7.2021 | 12:02
Flugferðirnar nauðsynlegar? VValsd 23.7.2021 24.7.2021 | 10:00
Meðal laun smiða Soluadili 1.7.2021 23.7.2021 | 17:27
Covid Hundar VValsd 22.7.2021 23.7.2021 | 14:54
Framhjáhald Gúnda 14.6.2021 23.7.2021 | 02:02
Húfa með pífu- plís einhver!!! Bdur 24.1.2010 23.7.2021 | 00:43
Ray cup VValsd 22.7.2021
Hjálp , flug til Alicante um helgina Helga31 22.7.2021
Laun hjúkrunarfræðinga lime16 15.7.2021 22.7.2021 | 16:37
Laun fyrir vélamaður Uillas 21.7.2021 22.7.2021 | 06:28
Gott að sjá. Flactuz 21.7.2021
Starcraft fellihýsi reynsla? mercury 17.5.2010 21.7.2021 | 14:03
Reynslan kennir okkur VValsd 19.7.2021 21.7.2021 | 13:59
Hundaganga melmel096 6.10.2020 21.7.2021 | 09:57
Eliza Reid forsetafrú vá góð VValsd 20.7.2021 21.7.2021 | 00:56
Minna fólk á Ferðagjöfin VValsd 21.7.2021
Hvar kaupi ég leður. jondahl 28.4.2010 20.7.2021 | 23:59
Þórarinn sóttvarnarlæknir að hugsa sitt ráð. _Svartbakur 14.7.2021 20.7.2021 | 16:38
Kosningar, fátækt útrýmt strax á næsta ári? Júlí 78 14.7.2021 20.7.2021 | 08:38
Þriðja sprautan við Covid. _Svartbakur 16.7.2021 19.7.2021 | 12:20
Fiskveiðiauðlindin - Laxeldi í sjókvíum í eigu Norðmanna ? _Svartbakur 19.7.2021 19.7.2021 | 11:45
Síða 1 af 51791 síðum
 

Umræðustjórar: joga80, rockybland, MagnaAron, vkg, superman2, flippkisi, anon, Coco LaDiva, tinnzy123, krulla27, Bland.is, Gabríella S, mentonised, Krani8, Atli Bergthor, ingig, aronbj, karenfridriks, barker19404