Sími f 7 ára.

Snobbhænan | 8. feb. '16, kl: 12:35:21 | 815 | Svara | Er.is | 0

Jæja, þetta er eiginlega ákveðið.


Ég er að hugsa um að gefa örverpinu síma í afmælisgjöf en hann verður 7 ára bráðum. Bæði vegna öryggissjónarmiða (við erum ekki með heimasíma) og eins til þess að barnið geti átt samskipti við föður sinn án minnar milligöngu.


Með þessu er ég alveg að éta ofan í mig ýmsar fyrri yfirlýsingar um börn og símanotkun. 


En hvernig síma á kona að gefa svona stubb?  Það virðist ekki hlaupið að því að kaupa bara einfaldan takkasíma? eru svona ung börn að fá ódýrustu snjallsímana?



 

pennyblossom | 8. feb. '16, kl: 12:49:46 | Svara | Er.is | 1

Ég gaf eldri syni mínum nokia síma úr Byko í fyrra. Kostaði 5995 og er bara alveg fínn byrjunarsími. Batteríið endist heillengi og það er þá allavega ekki tap upp á tugi þúsunda ef hann skemmist eða týnist.

-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-

Enginn sendingarkostnaður - sendi hvert á land sem er :)
https://www.facebook.com/VasaurOgSkart?ref=hl

saedis88 | 8. feb. '16, kl: 13:36:02 | Svara | Er.is | 2

held að allir staðir sem selja síma eru með takkasíma. mín er með einhvern ódýran takkasíma. það er alveg nóg, vil alls ekki snjallsíma fyrir hana.

GoGoYubari | 8. feb. '16, kl: 15:07:50 | Svara | Er.is | 1

Ég keypti svona einfaldan Nokia síma fyrir minn (man bara ekki hvað tegundin heitir, kostaði held ég 7þús hjá elko). Batteríið endist í viku (hleð á sunnudögum) og hann er notaður til þess að hringja (strákurinn sendir ekki sms ennþá amk). Hann vildi auðvitað fá snjallsíma en hann hefur bara ekkert með það að gera strax, ég veit að hann væri þá óður í að kaupa leiki og eitthvað, mér finnst nógur tími fyrir það seinna. Það er snake í þessum og það hefur alveg dugað :P

Ígibú | 8. feb. '16, kl: 16:36:05 | Svara | Er.is | 0

Mín stelpa fékk ódýran snjallsíma (fyrst sem pabbi hennar átti og var hættur að nota) og svo í fyrra þegar hann varð ónýtur fékk hún ódýrasta lg símann sem var til, kostaði einhvern 10 þúsund kall.
Hún er reyndar að verða 11 ára núna en fékk síma þegar hún fór að þvælast um ein að heimsækja krakka og þannig.

júbb | 8. feb. '16, kl: 16:40:39 | Svara | Er.is | 1

Það eru til nokkrar tegundir af ódýrari takkasímum í Elko, ódýrasti kostar tæpar 5 þús.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Kaffinörd
Fokk | 8. feb. '16, kl: 17:05:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 31

Segir mannesjan sem á engin börn. Látum foreldrana um að ákveða hvað er best fyrir börnin þeirra..

Kaffinörd
dong | 9. feb. '16, kl: 01:08:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Þökkum guði fyrir að þetta nikk á engin börn og vonum að svo verði áfram.

Fokk | 9. feb. '16, kl: 01:10:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Held það séu ekki miklar líkur á að hann fari að unga út börnum á næstunni.

ID10T | 8. feb. '16, kl: 19:28:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Það geta verið margar góðar ástæður til þess að láta börn hafa síma, rosalega hæpið að fullyrða svona.

Kaffinörd
ID10T | 8. feb. '16, kl: 19:58:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hún nefnir eina mjög góða í upphafsinnleggi semsagt svo barnið geti milliliðalaust haft samband við föður sinn, nú og svo er náttútulega eins og hún segir enginn heimasími á heimilinu.
Hjá öðrum getur þetta verið af því að það þarf að sækja barnið á æfingar

Petrís | 8. feb. '16, kl: 21:44:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það væri skynsamlegra að fá sér heimasíma þá, léleg afsökun. Þða er sífellt verið að vara við símanotkun barna en foreldrar í dag virðast gjörsamlega meðvitundarlausir.

Bakasana | 9. feb. '16, kl: 00:10:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

í hverju felst helsti munurinn á því að láta barnið tala í heimasíma frekar en farsíma? Alvöru spurning. Og af hverju er skynsamlegt að fá sér heimasíma frekar en farsíma? Hver er helsti kostur heimasíma fram yfir farsíma? 

Petrís | 9. feb. '16, kl: 18:28:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Börn hafa ekkert að gera með einkasíma, ef þau þurfa að hringja eða einhver þarf að hringja í þau á það að fara í gegnum foreldri

safapressa | 9. feb. '16, kl: 22:29:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef barnið er úti að leika og eitthvað kemur upp á og foreldrið þarf að finna barnið þá er þetta nú góður kostur. Eða ef barnið er orðið alltof seint að koma heim og foreldrið veit ekki hvar það er... 

Petrís | 9. feb. '16, kl: 22:31:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já svo er hægt að gefa börnum úr og setja þeim reglur, það er líka gagnleg uppeldisaðferð. Það eru mörg samtök og stofnanir sem vara við símanotkun barna en auðvitað er þetta voða þægilegt fyrir foreldra og krefst minna uppeldis. þarna er öryggi fórnað fyrir þægindi.

safapressa | 9. feb. '16, kl: 22:35:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er ekki hrifin af hangsi í snjallsímum og er á móti því að ung börn séu með aðgang að netinu í símanum, ef það er það sem þú ert að tala um. 


En að barnið hafi síma á sér svo hægt sé að ná í það ef eitthvað kemur upp á finnst mér mjög mikið öryggisatriði. Líka ef barnið lendir í einhverjum vandræðum getur það hringt strax í foreldrana. Mér finnst þetta meira öryggisatriði en þægindi. 

Petrís | 9. feb. '16, kl: 22:36:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hver sem er getur líka hringt í barnið, það er alveg þess virði að hugsa út í það

safapressa | 9. feb. '16, kl: 22:38:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já vissulega, þá er gott að vera búið að brýna fyrir barninu að svara ekki númerum sem það þekkir ekki og útskýra af hverju. 

Petrís | 9. feb. '16, kl: 22:39:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er það betra en að kenna barninu að fylgjast með tímanum og kenna því stundvísi? Fyrir hvern eru þessi þægindi?

safapressa | 9. feb. '16, kl: 22:43:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bæði mikilvægt auðvitað. 

safapressa | 9. feb. '16, kl: 22:36:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Átt þú börn? Hvað gömul?


Börn gleyma sér oft, ekki alltaf nóg að setja reglur. 

Petrís | 9. feb. '16, kl: 22:37:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Auðvitað gleyma börn sér, það er eðlilegt en þegar tekið er á því fækkkar þeim skiptum og þannig læra börn að fylgjast með tímanum og læra stundvísi

safapressa | 9. feb. '16, kl: 22:38:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú svaraðir ekki spurningunum, átt þú börn?

Petrís | 9. feb. '16, kl: 22:39:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það kemur þér ekki við

Skreamer | 9. feb. '16, kl: 22:55:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vá hvað kemur þér það við og hvað kemur það málinu við?

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

safapressa | 9. feb. '16, kl: 22:57:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Kemur mér auðvitað ekkert við, bara forvitin hvort manneskjan talar af reynslu. 

Skreamer | 9. feb. '16, kl: 23:12:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það eitt hvort einhver eigi börn eða ekki segir ekki allt um reynsluheim viðkomandi.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Lljóska | 9. feb. '16, kl: 12:41:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það eru ekki allir foreldrar "meðvitundarlausir" þegar kemur að símnotkun barnanna sinna.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

Dreifbýlistúttan | 9. feb. '16, kl: 21:26:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Og á að kaupa 2000 metra kapal með svo barnið geti dröslað heimasímanum með til vina og á æfingar o.fl?

Petrís
Dreifbýlistúttan | 9. feb. '16, kl: 21:30:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Eru ættingjar með börnunum á æfingum? Sum börn æfa langt frá heimilum og eru sótt. Stundum eru æfingar búnar fyrr og þá láta þau vita.


Börnin mín 7 og 10 ára eiga bæði síma. Við erum ekki með heimasíma og ef við foreldrarnir skjótumst út og þau eru ein heima þá finnst mér voða gott að vita af þeim með síma. Þetta er fyrst og fremst öryggistæki.

Ígibú | 9. feb. '16, kl: 21:53:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

VIð gætum líka sleppt því að leyfa þeim að fara á æfingar og til vina ef við ætluðum að hafa áhyggjur af því að "einhver" næði til þeirra.

Petrís | 9. feb. '16, kl: 22:02:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er engin ástæða til þess enda ekkert samasem merki þar á milli

Ígibú | 9. feb. '16, kl: 22:06:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

svona álíka mikið og að barn hafi síma = " einhver" reyni að ná til þeirra

saedis88 | 9. feb. '16, kl: 22:40:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

jú eiginelga meira áhyggjuefni að umgangast fólk sem það þekkir ef eitthvað er.

Kaffinörd | 8. feb. '16, kl: 22:38:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er ekki ástæða punktur

HvuttiLitli | 8. feb. '16, kl: 23:25:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Segir hver?

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Kaffinörd
Abba hin | 9. feb. '16, kl: 10:43:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Af hverju ekki?

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Katasigd | 8. feb. '16, kl: 22:30:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín fékk snjallsíma 6 ára og svo iPhone i 3 bekk notar hann ekki mikið i leikjum bara snapp og insta og svo til að hringja i okkur foreldrana og okkur liður öllum bara vel:) hún er í 4 bekk núna

__________________
Frábært veður allstaðar:)

alboa | 10. feb. '16, kl: 00:09:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

4. Bekk með snapp og insta?

kv. alboa

staðalfrávik | 10. feb. '16, kl: 00:17:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég leyfi það ekki fyrir mína 6. og 7. bekkinga en það orsakast sjálfsagt að nokkru leiti af því að ég er ekki með þetta og veit ekki hvað það er almennilega. Sá í 7. bekk má fá FB viku fyrir 13 ára afmælið til að geta fengið kveðjur.

.

alboa | 10. feb. '16, kl: 00:19:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mín fær þetta ekki og er í 5. bekk. Það eru nokkur komin með þetta í bekknum og það er víst strax komið upp eitthvað vesen og búið að boða alla foreldra á fund út af því. Sorry en við hverju bjuggust þessir foreldrar?

kv. alboa

staðalfrávik | 10. feb. '16, kl: 00:23:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er regulega góð spurning. Ég stakk upp á að ég fengi mér svo þeir geti snappað frændur og frænkur og stóra bróður en ég hef ekki komið mér í það, bara í mínum síma. Geri það kannski ef umræðuefnið kemur aftur upp. Samfélagsmiðlar og svona dót eru reglulega vandmeðfarnir. Eins og lífið sé ekki nógu erfitt þegar börn byrja að breytast/komast á forgelgju.

.

Grjona | 10. feb. '16, kl: 07:33:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég stofnaði sjálf snappaðgang fyrir 7. bekkinginn þegar ég var tvisvar sinnum, á jafnmörgum viku, búin að fá beiðni um meiri inneign. Þá hafði krakkinn eytt 1000 króna inneign á innan við viku við að senda vini sms. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Katasigd | 10. feb. '16, kl: 12:22:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er orðið algengt í dag og ég leyfi henni að vera með snapp og insta en ekki facebook og ég sé ekkert eftir því

__________________
Frábært veður allstaðar:)

gruffalo | 9. feb. '16, kl: 22:48:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hvað er svona hræðilegt við að láta 7 ára barn fá takkasíma? Mér finnst algjörlega off að láta unga krakka fá snjallsíma en ég sé ekkert off við einfalda síma sem krakkinn getur hringt úr og svarað í. Bara leiðinleg íhaldssemi í þér. Ert eins og gamall kall að röfla

Raw1 | 8. feb. '16, kl: 20:09:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég veit um einn sem gaf 3ja ára barninu sínu síma..  (sem mér finnst út í hööööööött!!)


mér finnst 7 ára fínn aldur, það er ekki verið að tala um nýjasta iphone, heldur öryggistæki.

HvuttiLitli | 8. feb. '16, kl: 22:22:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ó plís!

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Dreifbýlistúttan | 9. feb. '16, kl: 21:32:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er svo rangt hjá þér.


Hvernig 7 ára börn þekkir þú? 

hillapilla | 11. feb. '16, kl: 15:40:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvers vegna er það of ungt? Hvað er svona slæmt, hvað gæti gerst?

Mainstream | 8. feb. '16, kl: 17:08:05 | Svara | Er.is | 2

Mín fá Kínasíma. 

evitadogg | 8. feb. '16, kl: 19:14:17 | Svara | Er.is | 2

Mín fékk 5000 kr samsung takkasíma sem er bara mjög fínn. Batterýið endist vel og passlega einfaldur. Mér finnst þessir ódýru snjallsímar vera svo mikið drasl m.v. verð svo það kom aldrei til greina. Síminn hefur reyndar verið lagður til hliðar eftir að við fluttum enda lífið bara í öðrum rythma og við erum komin með heimasíma. Mér finnst ein ástæða ekkert betri/verri en önnur til að láta börn hafa síma en finnst ekki sanngjarnt að láta börn bera ábyrð á of dýru tæki.

krullukjúkklingurogsósa | 8. feb. '16, kl: 21:39:23 | Svara | Er.is | 0

mæli með að kaupa ódýrann snjallsíma. Það eru mörg börn sem fá svoleiðis í kringum 7-8 ára, allavega sem ég þekki, og ef þau fá takkasíma nennna þau ekki alltaf að taka símann með(getur verið vesen ef þú vilt geta hringt í hann þegar hann fer til vina sinna og eh). krökkunum finnst líka mikið sport að nota leikina í snjallsímum. :) veit að Samsung og LG símarnir hafa reynst ágætlega

saedis88 | 8. feb. '16, kl: 22:39:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

mín er með takkasíma og allar þær vinkonur hennar sem eiga síma líka. 

Kaffinörd | 8. feb. '16, kl: 23:28:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Og allar þær vinkonur sem eiga síma". Einmitt það eru sem sé  foreldrar þarna úti sem betur fer sem finnst símanotkun ungra barna óviðieigandi.

saedis88 | 8. feb. '16, kl: 23:29:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

dóttir mín hefur reyndar verið afar löt að fara me símann sinn út, en það er oft hvimleitt þegar hún er ekki með símann og skilar sér ekki í mat á réttum tíma og maður þarf að fara hringja á milli og leita af henni. Oft sem foreldrar eru ekkert að senda börn heim í mat og tekur oft langann tíma að hafa uppá henni þegar lausnin væri einföld og geta bara hringt í hana. 

staðalfrávik | 9. feb. '16, kl: 01:36:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Það þurfa ekkert öll 7 ára börn síma en það það eru alveg tilfelli þar sem sími gæti komið sér vel. Þú ert ekki sérfræðingur í uppeldi allra barna.

.

Abba hin | 9. feb. '16, kl: 10:44:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

UUU jú hann á sko systkinabörn og veit þess vegna allt um börn!!!

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

staðalfrávik | 9. feb. '16, kl: 11:13:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Vá þá hlýtur maðurinn að hafa óútskýrða yfirnáttúrulega hæfileika. Ég er uppeldisfræðingur og 4 barna móðir og tel mig aðeins sérfræðing í uppeldi minna eigin barna. Ég tel svona almennt að foreldrar séu sérfæðingar í uppeldi eigin barna.

.

Abba hin | 9. feb. '16, kl: 11:13:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hann er sko alvitur.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

staðalfrávik | 9. feb. '16, kl: 11:17:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Jahérna, lof sé gvuði í upphæðum!

.

HvuttiLitli | 9. feb. '16, kl: 14:05:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þó þú ættir 10 börn ættirðu samt ekki séns :(

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Kaffinörd | 9. feb. '16, kl: 13:09:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það þurfa ENGIN 7 ára börn farsíma

staðalfrávik | 9. feb. '16, kl: 13:12:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þú bara getur ekki fullyrt það. Hvorki þú né ég geta sett sig í spor allra foreldra.

.

Kaffinörd | 9. feb. '16, kl: 13:13:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

*Geisp* nenni ekki að eyða tímanum mínum í gaggandi réttrúnaðarkellingar á Bland. Lifið er of stutt fyrir svoleiðis innihaldslaus leiðindi

staðalfrávik | 9. feb. '16, kl: 13:18:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þér er frjálst að kalla mig eða hvern sem er hér inni hvaða nöfnum sem þú vilt, held það taki það engin/n nærri sér. Málið er að foreldrar og þá sér í lagi einstæðir foreldrar eru undir pressu að gæta öryggis barna sinna. Það getur svo rosalega margt komið upp sem er bara rosalega eðlilegt að þú hafir ekki skilning á.  Það mætti jafnvel segja að það lýsti svolitlum hroka og skilningsleysi að fullyrða í þínum sporum.

.

Kaffinörd | 9. feb. '16, kl: 16:47:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað gerði fólk hér fyrir 20-25 árum ?

ID10T | 9. feb. '16, kl: 18:02:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Hvað fólk gerði fyrir 25, 50 eða 100 árum kemur málinu ekkert við því við lifum í nútímanum.

Fólkið fyrir 100 árum hefði samt væntanlega gefið börnunum sínum hologram síma með bragðefnum ef það hefði verið í boði.

staðalfrávik | 9. feb. '16, kl: 21:29:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Naut ekki sömu tækni augljóslega, hún var einfaldlega ekki til staðar. Fyrir 30 árum var ég 8 ára og átti tvo útivinnandi foreldra. Afi og amma voru heima og voru til staðar, flestir afar og ömmur nú búa bara sér og vinna sjálf úti ef aldur og heilsa leyfir. Margar vinkonur mínar áttu heimavinnandi foreldri eða fóru heim eftir skóla eitthvert þar sem einhver fullorðinn var heima. Tómstundir voru mest í boði innan hverfa, ég var reyndar niðri í bæ og tók strætó til að komast í mínar. Það varð alveg skuggalegt fólk og hlutir á vegi mínum sem ég hefði alveg viljað komast hjá að sjá og upplifa. Eitt sinn varð ég alvarlega veik á ferðum mínum um miðbæinn og gat ekkert látið vita og í annað skipti brast á skyndilegt óveður og strætó henti öllum út í mjódd, ég bjó efst í Breiðholti og gat ekkert látið vita af mér. Samt var alveg allt í lagi passað upp á mig miðað við þess tíma barn.

.

Tipzy | 10. feb. '16, kl: 08:27:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já vá hvað ég hefði verið til í farsíma þegar ég missti af síðasta strætó föst á Hlemmi um miðnætti og bjó upp í Árbæ. Náði að stoppa konu á bíl og fékk að fara heim með henni og hringja, en hún átti heima þarna við hliðina bara.

...................................................................

Dreifbýlistúttan | 9. feb. '16, kl: 21:31:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Viltu fara þangað aftur?


Það allavega var ekki til farsími þá. Býst við að þeir hefðu verið notaðir ef þeir hefðu verið til.


Til hvers að kaupa litasjónvarp þegar þú gast horft á svarthvítt?

Kaffinörd | 9. feb. '16, kl: 16:49:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok fyrirgefðu ljótt af mér. Óafsakandi framkoma sem ég sé eftir.

staðalfrávik | 9. feb. '16, kl: 21:29:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Æ stundum pirrast fólk, nó biggí.

.

HvuttiLitli | 9. feb. '16, kl: 14:04:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þegiðu þá.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Bakasana | 9. feb. '16, kl: 17:13:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Haha. Gaggandi rétttrúnaðarkellingar. Væri það þá ekki helst sú sem fullyrðir um hvernig ala eigi öll börn upp á nákvæmlega sama bíllausa og símlausa háttinn og hafður var á í hennar/hans uppeldi. Týpan sem veit allt best og getur mest:) 

Dreifbýlistúttan | 9. feb. '16, kl: 21:33:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú virðist samt kjósa það fram yfir allt annað 

evitadogg | 9. feb. '16, kl: 23:45:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það þarf enginn farsíma. Samt grunar mig nú að þú eigir svoleiðis.

Felis | 8. feb. '16, kl: 23:24:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minn er með snjallsíma og gleymir honum miklu oftar en hann gleymdi takkasímanum sem hann var með áður

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

noneofyourbusiness | 8. feb. '16, kl: 22:25:41 | Svara | Er.is | 1

Þau sjö ára börn sem ég þekki eru öll með ódýra takkasíma nema eitt, sem er með dýran snjallsíma en það er líka margt spes í þeirri fjölskyldu. 


Ég myndi kaupa ódýrasta takkasímann fyrir barnið. Þeir fást ennþá í Elko, Byko og hja síimafyrirtækjunum. 

UngaDaman | 9. feb. '16, kl: 00:40:46 | Svara | Er.is | 2

Minn er að verða 7 ára, hann á mjög góðan snjallsíma en það er gamli síminn minn. Ástæðan var fyrst og fremst sú að hann geti hringt (video símtal) í pabba sinn þega honum langar til, ég hjálpa honum oft að læra í gegnum skype ofl. Erum heppin að honum finnst fátt leiðinlegra en að spila leiki, enn sem komið er allavega.

staðalfrávik | 9. feb. '16, kl: 01:34:11 | Svara | Er.is | 1

Myndi fara í einhverja góða símabúð og spyrja ráða. Ég held að ég myndi alveg gefa þetta ungu barni síma undir vissum kringumstæðum.

.

puki83 | 9. feb. '16, kl: 12:26:45 | Svara | Er.is | 2

nokia 3310 hjá grænir símar er á 4900 er að spá í hann handa mínum 7 ára

Mistress Barbara | 9. feb. '16, kl: 14:11:40 | Svara | Er.is | 0

Gaf mínum minn gamla iphone4

Nói22 | 9. feb. '16, kl: 22:00:29 | Svara | Er.is | 1

Ég myndi kaupa einhvern einfaldan takkasíma. Fást ódýrir í Elko. Keypti einn þar Nokia 105 sem ég elska út af lífinu en það er því miður hætt að framleiða hann. Ég gekk meira að segja svo langt að panta mér eitt eintak af amazon svo ég hef aukaeintak ef mitt bilar. 

Skreamer | 9. feb. '16, kl: 22:56:04 | Svara | Er.is | 0

Umfram allt ódýran síma því börn týna hlutum.  Svo þarf að setja umgengnisreglur með símann eins og annað.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

alboa | 10. feb. '16, kl: 00:14:35 | Svara | Er.is | 0

Ef ég ætti barna á þessum aldri núna þá myndi ég skoða úr sem ég get hringt í, og barnið í mig úr, og ég fylgst með hvar barnið er.

kv. alboa

Abba hin | 10. feb. '16, kl: 14:43:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Okei vantar eitthvað orð þarna, eða eru til símaúr?? :o

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Abba hin | 10. feb. '16, kl: 14:43:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það apple úr eða svoleiðis? Kann ekkert á þannig.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

alboa | 10. feb. '16, kl: 17:58:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það eru til svona úr og nei, ekki apple úr eða eitthvað slíkt.

kv. alboa

Abba hin | 10. feb. '16, kl: 18:00:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jahérna, ég sem hélt ég væri svo up to date! :)

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

alboa | 10. feb. '16, kl: 22:09:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tveir litlir frændur mínir eru með svona og þetta er rosalega sniðugt. Getur séð hvar þeir eru (heimilisfang), ef þeir fara út fyrir svæði sem þú hefur tilgreint, getur stjórnað hverjir geta hringt í þá, sent þeim skilaboð og færð að vita ef þeir taka af sér úrið.


kv. alboa

daffyduck | 10. feb. '16, kl: 02:11:39 | Svara | Er.is | 0

Oversea Warehouse DOOGEE VALENCIA 2 Y100 PRO 5.0 inch HD 4G FDD-LTE Smartphone Android 5.1 MTK6735P Quad Core
http://s.aliexpress.com/fMjABfYb
(from AliExpress Android)

presto | 10. feb. '16, kl: 08:30:23 | Svara | Er.is | 0

Takkasíma, hér voru gamlir takkasímar foreldranna notaðir fyrstu árin- minni skaði ef síminn týnist.

Frökeninn | 10. feb. '16, kl: 09:13:15 | Svara | Er.is | 0

Keyptu ódýran nokia takkasíma.

sigga super | 11. feb. '16, kl: 15:17:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vá 6-7 ára börn hafa ekkert með sima að gera.

gruffalo | 11. feb. '16, kl: 15:43:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú það er mjög gott öryggistæki sem foreldrar okkar fyrir 30 árum hefðu verið fegnar að eiga. 

gruffalo | 11. feb. '16, kl: 15:43:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fegnir*

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Síða 1 af 47843 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Paul O'Brien, Kristler, paulobrien, Bland.is, annarut123, Guddie