Sjaldgæf nöfn....

briey | 21. jún. '09, kl: 20:54:36 | 14672 | Svara | Er.is | 2

Ég er orðin alveg gjörsamlega nafnasjúk... er búin að bíða og bíða eftir nafnaumræðu hérna inná en þar sem enginn virðist vera í þessum pælingum núna þá skelli ég bara einni inn sjálf :)

Mig langar svo að fá hugmyndir af sérstökum og fallegum nöfnum. Svona nöfnum sem maður heyrir ekki oft, en hljóma samt ekkert illa...æji ef þið fattið hvað ég meina... :)


Er að spá í bæði stelpu og strákanöfnum....

Mér finnst ég heyra svo mörg svona pínu "öðruvísi" nöfn í kringum mig, en svo ef ég skoða ungi.is og aðrar svipaðar síður, þá finn ég ekkert nema einhver alveg furðuleg nöfn eða bara þessi venjulegu sem svo margir heita..

 

hbarn | 21. jún. '09, kl: 21:00:33 | Svara | Er.is | 0

www.mannanofn.barnaland.is

Þarna eru nú ekki mörg sérstök nöfn.. þó eru einhver gömul og sjaldgæf inni á milli. Ekki mikið af "nýjum" öðruvísi nöfnum.

...

JÓLAKORT + DAGATAL Í JÓLAPAKKANN :) www.kortkort.barnaland.is

tampon | 30. jan. '10, kl: 04:41:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Úlfur breki
Hrafn flóki
Sóldís
Svanhvít

tampon | 30. jan. '10, kl: 04:43:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og Melkorka
Þorgils

briey | 21. jún. '09, kl: 21:04:27 | Svara | Er.is | 0

Já ég er einmitt búin að vera að skoða þarna... Ég þarf kannski bara að slaka aðeins á og gefa mér tíma í þetta hehe Það er ekki eins og ég hafi ekki nægann tíma til að spá í þessu :)

speggulerud | 24. des. '12, kl: 01:33:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

salka

bobbyMcGee | 21. jún. '09, kl: 21:07:13 | Svara | Er.is | 1

heyrði um daginn strákanafnið Esra finnst það mjög fallegt, aldrei heyrt það áður

bobbyMcGee | 21. jún. '09, kl: 21:14:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

svo líka

Alba
Amelía
Mekkín
Aþena
Tristan
Bastían
Edith

UserNameNotFound78 | 21. jún. '09, kl: 22:03:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minn heitir Ezra =)

Núna á ég 3 súkkulaðimola!!!
*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*

H.th | 21. jún. '09, kl: 21:12:56 | Svara | Er.is | 0

minn strákur heitir Rafnar og hann var sá 21. sem ber nafnið, mjög oft sem ég þarf að segja nei ekki Ragnar heldur Rafnar

Ágúst prins | 21. jún. '09, kl: 21:28:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég veit að nafnið mitt er mjög sjaldgæft, og ég elska það

Júlíanna

eru margar júlíönur og júlíur,
en eru og hafa verið mjög fáar júlíönnur

NalaMax | 21. jún. '09, kl: 21:32:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég heiti júlíanna líka og er mjög ánægð með það líka

Geller | 15. ágú. '11, kl: 23:57:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mamma ber seinna nafnið Júlína

Ladina | 17. ágú. '11, kl: 18:51:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Júníanna er sjalfgjaft og cool líka

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

snjókornið | 21. jún. '09, kl: 21:59:00 | Svara | Er.is | 1

minn heitir Adrían....ekki margir sem heita það :D

Anídras | 24. jún. '09, kl: 20:03:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

bróðir minn heitir það :)

--
fálkaorðan | 14. nóv. '13
Leiðin til helvítis er vörðuð af rómantískum uppástungum og hvítvínsglösum

Liljaa | 27. ágú. '11, kl: 11:05:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minn kútur líka :) seinna nafnnið hans er Bent ekki margir sem heita það.
Eins er neinna nafn stelpurnar minnar Þrá og ekki margar sem heita það og ekki mínu nafni heldur en það er Hrafndís :)
Reyndar heita ekki margir nafninu sem yngri dóttir mín heitir en það er Árdís

__________________________________________________________

ღღ Ég á 4 yndislega Gullmola ღღ

feb krili | 21. jún. '09, kl: 22:02:58 | Svara | Er.is | 0

Sólvin
Jósavin
Valsteinn
Eldar
Jósafat
Goði
Sólvin
eru mjög sjaldgæf samkvæmt skrá hagstofunnar, hvernig finnst þér þessi nöfn??

briey | 21. jún. '09, kl: 22:06:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hmm....sko ég gæti kannski hugsað mér að nota Eldar sem seinna nafn..

Ég er hrikalega erfið þegar kemur að nöfnum!

En geturðu komið með svona stelpunafnalista? :)

smusmu | 21. jún. '09, kl: 22:09:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eldar finnst mér rosa flott nafn, Ísar líka. Heyrði Maídís um daginn og það vennst mjög vel. Svo er ég rosa hrifin af seinna nafni litlunnar minnar, Vígdögg, en það er engan vegin allra

þriggja barna móðir | 22. jún. '09, kl: 15:25:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Finnst Vígdögg fallegt

targus | 23. jún. '09, kl: 12:17:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vígdögg er í minni fjölskyldu:o) erum nokkur með svolítið sérstök nöfn, Vordís, Frigg, Fregn:o)

DannyO | 23. jún. '09, kl: 19:36:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

og afhverju fáið þið mínus fyrir Vígdögg!!????

targus | 24. jún. '09, kl: 10:04:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

góð spurning, en hann er í það minnsta farinn núna:o)

DannyO | 24. jún. '09, kl: 17:53:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

haha já, ég plúsaði alla sem voru með mínus á sér :) skil ekki afhverju fólk fær mínus fyrir að segja hvaða sjaldgæfu nöfn þeim finnast flott þó svo að engum öðrum fynnist það..

krúsamús | 21. jún. '09, kl: 22:10:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

mín stelpa heitir Eirdís, þær eru bara 2 á landinu sem heita það

I love it

feb krili | 21. jún. '09, kl: 22:12:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

á hann ekki eins og er, en það er ein sem heitir
Ísadóra

Adantino | 22. jún. '09, kl: 11:43:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Mér finnst Eldar einmitt sem fyrra eða seinna nafn gefa tilefni í ódýra brandara. Finnst það ætti að standa eitt og sér.

Lynx | 1. júl. '09, kl: 22:33:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já alveg eins og Borgar og Barði.

Kv.

L.

Miss Lovely | 30. jan. '10, kl: 16:13:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

mér finnst td. nöfnin úr goðafræðinni rosa flott eins og Frigg, Fregn, Vár, Gefjun og fleiri nöfn, gömulog skemmtileg nöfn en mjög sjaldgæf í dag

julimamma | 3. jan. '13, kl: 01:47:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eldar er samt svoldið svona nafn sem alveg á að vera eitt og sér. Guðmundur Eldar, er eins og hann eigi að fara að elda. Algjört nono!

UserNameNotFound78 | 21. jún. '09, kl: 22:08:18 | Svara | Er.is | 0

Ég ætla að nota Renae (Reneé) eftir bestu vinkonu minni sem dó fyrir 2 árum vantar einmitt eitthvað alþjóðlegt sem passar við þetta....Nadía og Natalía eru bæði falleg og svo var ég að heyra Adríana er samt alveg að fara yfir um .... veit bara ekki hvar ég á að byrja. Fyrst mitt heitir Kristinn Ezra næsta Ísabella Florena (Florena er ættarnafn) svo langar mér að skíra næstu --- Renae eða Renae --- ......megið alveg koma með hugmyndir. Er líka hrifin af Carmen og Alba, enda er ég hálfur Kani haha!

Núna á ég 3 súkkulaðimola!!!
*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*

maikrili | 21. jún. '09, kl: 22:23:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fenrir
Adrían
Amos
Máney
Carmen

Adantino | 22. jún. '09, kl: 11:44:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fenrir er æði.

BrYnX | 28. jún. '09, kl: 23:56:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fenrir er alveg ágætt nafn en ímyndið ykkur ef barnið getur ekki sagt R lengi framm eftir eins og sum börn lenda í, þá væri nafnið eitthvað eins og Fenlilh

BrYnX
Take my advice, or I'll spank you without pants

litlahusid | 29. jún. '09, kl: 10:28:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Mér finnst nafnið fallegt en tengi það óhjákvæmilega við Fenrisúlfinn í goðfræði og hann var miður skemmtilegt kvikindi.

Arel | 18. ágú. '11, kl: 17:14:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æj, mér finnst að maður eigi ekki að hengja sig í slíkum pælingum. Minn strákur heitir nafni með 3 errum og pabbi hans 2, þannig að 5 í allt. Við hlógum fljótlega eftir nafngiftina og sögðum, eins gott að hann geti sagt err. Svo endaði hann í talkennslu 5 ára gamall til að læra að segja err.

mars | 3. jan. '13, kl: 03:01:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha yngri sonur minn heitir einmitt tveimur rammíslenskum goðafræðitengdum nöfnum og ég hef grínast með að það verði frekar slæmt ef hann getur ekki sagt r ;) Hann er bara tæplega 8 mánaða ennþá þannig að það er ekki farið að reyna á það ;)

Lynx | 1. júl. '09, kl: 22:33:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fenrir er æði.

Kv.

L.

kranastelpa | 21. jún. '09, kl: 22:24:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég á eina Heiðbrá :) skv. ungi.is eru þær 10 á landinu :)

~°~°~~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~

ermum | 16. ágú. '11, kl: 20:08:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

er Renae leyfilegt nafn?

Beatrix July | 21. jún. '09, kl: 22:26:58 | Svara | Er.is | 2

Fóla, Freyja, Jökulsós, Nóel, Tóbías

feb krili | 21. jún. '09, kl: 22:51:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jökulrós er það ekki??

Hundastelpan | 1. júl. '09, kl: 22:40:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki eina Sóleyju Jökulrós

artois | 1. júl. '09, kl: 22:46:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég líka :o)

Fannka | 16. ágú. '11, kl: 08:20:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég þekki hana líka

------------------------------------------------------------------
Allir eru góðir í einhverju, enginn er góður í öllu.

flurby | 17. ágú. '11, kl: 17:33:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og ég líka ;) hún er frænka mín

lífsstíll9898 | 22. des. '12, kl: 18:17:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki eina Jasmínu Jökulrós og Júliu Jökulrós

.........................
I N F I N I T Y

Hjördís A | 21. jún. '09, kl: 22:30:26 | Svara | Er.is | 0

Dóttir mín heitir Malen og sonur minn heitir Sævin :)

valad88 | 25. jún. '09, kl: 09:02:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hey mín heitir líka Malen :D veit um svo fáar malen-ar ....

Á fallegustu prinsessuna :*

*10.12 2008*

októbermúsin | 21. jún. '09, kl: 22:31:40 | Svara | Er.is | 0

það var ein að skíra í dag og hennar heitir tveimur nöfnum og seinna er Glói, hef ekki heyrt það fyrr, sérstakt en hljómar ekki illa finnst mér.

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 29. jan. '10, kl: 23:33:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe, skondið. Minn heitir það ekki en það var gælunafn á hann yngri, hann var jú eina ljóshærða og ´bláeyga barnið mitt og hárið svo hvítt;)
Nú er hann 21 árs og svarar Glói alveg eins og í denn..

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

eira | 21. jún. '09, kl: 22:36:01 | Svara | Er.is | 3

Eyja

ungalambid | 21. jún. '09, kl: 22:42:16 | Svara | Er.is | 0

Mín heitir Særós það eru ekki nema 17 með það nafn samkvæmt ungi.is

artois | 22. jún. '09, kl: 14:20:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Skrítið, ég þekki þá allaveganna 5 af þessum 17 Særósum

DannyO | 23. jún. '09, kl: 19:37:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Og þú færð mínus fyrir að þekkja Særós??!!
skrítið fólk hér á ferðinni sem er að mínusa þetta!

sulfi | 21. jún. '09, kl: 22:53:09 | Svara | Er.is | 0

Mín heitir Aris það eru ekki margar sem bera það nafn.

laufás | 21. jún. '09, kl: 22:56:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

askja
ynja
mist

Skjól | 17. ágú. '11, kl: 22:00:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Barnabarnið mitt heitir Ares:)
Önnur sjaldgæf nöfn í kringum mig eru Trostan, Eyvör, Pálrún, Hugljúf, Svanhvít. Finnst Rúrik, Fanndís og Fannhvít, Kaj og Kaja mjög góð, sjaldgæf nöfn líka.

Ábreiður á vagna:
http://www.facebook.com/skjolid

Hjartakongur | 21. jún. '09, kl: 23:07:35 | Svara | Er.is | 0

ég á eina Toby og einn Ísar

kolpa | 21. jún. '09, kl: 23:07:46 | Svara | Er.is | 1

Vattnar
Eldur
Angela
Andríus
Bergný
Ýmir
Adríana
Aðaldís
Agneta
Elka
Alexía
Alexíus
Alfa
Alrún
Amíra
Arey
Aríanna
Askur
Árelía
Æsa
Carmen
Barbára
Bergvin
Layla
Leon
Líam
Ljósbrá
Lydía
Myrkvi
Rósmarý
Rökkvi
Rómeó
Móeiður
Roxane
Mekkín
Salvör
Salvar


Ég gæti endalaust haldið áfram


En ég veit að það eru ekki margir sem heita eins og strákurinn minn og hann er sá eini sem heitir þessum nöfnum saman, þegar ég er spurð hvað hann heitir er oft sagt hvað segirru???
en hann heitir Randver Valbjörn

Josy | 21. jún. '09, kl: 23:31:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín litla heitir Santía :D

***************************
Brosum og gefum kærleika frá okkur, lífið er of stutt til að lifa ekki lífinu glaður.

AOO | 26. jún. '09, kl: 18:12:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Dóttir mín heitir Aríanna sóttu um það hjá mannanafnanefnd ég er mjög stolt af þessu nafni
kv AOO

h1985 | 30. jan. '10, kl: 10:22:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég þekki eina litla Aríönnu :) ..samt ekki þína :)

kranastelpa | 30. jan. '10, kl: 12:24:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég þekki eina Aríadne held ég að það sé skrifað :)

~°~°~~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~

KateWinslet75 | 21. jún. '09, kl: 23:35:55 | Svara | Er.is | 2

Sigurbirna er frekar sjaldgæft

punkturcom | 21. jún. '09, kl: 23:40:58 | Svara | Er.is | 1

Minn heitir Max að seinna nafni.

4rassálfar. | 21. jún. '09, kl: 23:46:03 | Svara | Er.is | 1

1 af mínum börnum heitir Máney hún var sú 5 sem var nefnd það sem aðalnafn..og þær eru 2 sem heita Máney Dögg mín er sú eldri...

svo heitir strákurinn 3 nöfnum en þau eru svo sem ekkert sjálfgæf nema kanski það seinasta sem er Nikolai..

en svo á nýja frænka mín að heita Ármey Hekla og mér finnst það bara æði

kolpa | 22. jún. '09, kl: 09:23:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ohh... Mig langaði svo í Nikolai nafnið á strákinn minn! Ætla reyna að fá það á næsta barn ef það verður strákur

4rassálfar. | 22. jún. '09, kl: 10:25:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var það str+ákur eða stelpa og afhverju notarðu það ekki ef það var strákur..og ER það eitthvað í fjölskyldunni þinni??

kolpa | 22. jún. '09, kl: 12:12:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það kom strákur hjá okkur.. og við skírðum hann í höfuðið á báðum öfunum ... Hann heitir Randver Valbjörn maðurinn minn vildi hafa nafnið á pabba sínum líka þannig að það var ekki pláss fyrir Nikolai og honum finnst það soldið útlenskt

4rassálfar. | 22. jún. '09, kl: 22:28:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok ..ég hef það frá afa mínum en hann er 1/2 eða 1/4 dani hehe..En sonur minn er sá fyrsti af rúmlega 100 afkomendum sem hafa notað þetta nafn..
Afi minn var aldrei sáttur við það ..En ég fékk hann til að skipta um skoðun..enda ekki óalgengt í dag..Og hannsagði mér rétt áður en hann lést að hann væri mjög ánægður að ég skuli haft þessu fram

utan | 21. jún. '09, kl: 23:57:03 | Svara | Er.is | 0

Nöfn sem ég man eftir að hafa heyrt og eru frekar sjaldgæf (held ég)
Eirný
Hlífar
Einir
Rafnar

man ekki meira í bili

snilldarborn | 22. jún. '09, kl: 00:31:30 | Svara | Er.is | 0

Mín börn heita Maríanna, Ísabella og Rafael. Ef ég myndi eignast aðra stelpu þá mun hún fá nafnið Amalía.

Veit svo sem ekki hversu sjaldgæf þessi nöfn eru en falleg eru þau :)

Með kveðju,
Snilldarbörn
Faxafeni 9
108 Reykjavík
www.snilldarborn.com

teaj | 22. jún. '09, kl: 00:38:09 | Svara | Er.is | 1

Lukka
Sæbjörg
Haflína
Þórný

Sigbjörn (oftast skírt Sigurbjörn)
Nóni
Fjalar
Tandri
Númi

svona svo eitthað sé nefnt :)

**Jóhann Einar 05.10.08**
**15 merkur og 50 cm**

teaj | 22. jún. '09, kl: 00:49:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

get bætt við,
Guðgeir
Annel

kristmann, það heita ekki nem 56 manns því nafni

**Jóhann Einar 05.10.08**
**15 merkur og 50 cm**

eddatoto | 22. jún. '09, kl: 00:55:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

systir mín á 3dætur með mjög sérstökum nöfnum
Ynja Blær
Kara Lind
Þula Gló
mjög sérstök nöfn :)

úps | 22. jún. '09, kl: 22:09:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá kannast ég við systur þína :-)
Engin leið að muna ekki eftir þessum nöfnum.

á núna tvo sæta stráka og eina bumburúsínu 36v+ :-)

Maggalena | 22. jún. '09, kl: 00:55:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Strákarnir hjá bróður mínum heita Galdur Máni og Vilji Dagur.
Báðir einu á landinu sem heita þetta. Mér finnst þetta flott nöfn

saedis88 | 15. ágú. '11, kl: 21:49:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

veit þetta er gömul umræða en systir mín heitir Sæbjörg sem annað nafn

Gleymérey | 22. jún. '09, kl: 08:38:48 | Svara | Er.is | 0

sonur minn heitir Huginn Aðils, skv ungi.is eru bara 25 sem heita Huginn að fyrra nafni og 7 að seinna nafni (veit samt ekki hversu oft vefurinn hjá þeim er uppfærður)

___________________________________________________

I am Darth Vader, I can kill catering with a thought

Liljaa | 22. jún. '09, kl: 09:20:11 | Svara | Er.is | 2

Yngri dóttir mín heitir Árdís, ég hafði aldrei heyrt það áður en þær eru 87 sem bara það að eiginnafni.
Svo er seinna nafn eldri dóttur minnar Þrá og það eru 5 sem bera það :)

__________________________________________________________

ღღ Ég á 4 yndislega Gullmola ღღ

latte | 22. jún. '09, kl: 10:43:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Engill
Ísbjörn

kristjanaa | 22. jún. '09, kl: 10:51:19 | Svara | Er.is | 1

Mín heitir Eva Natalie....

Eva svo sum ekki sjaldgæft eða öðruvísi.. en Natalie er sjaldgæft hér á landi.... 9 sem heita það að fyrranafni og 3 að seinna nafni

snilldarborn | 22. jún. '09, kl: 10:57:20 | Svara | Er.is | 1

Ég veit um eina stelpu sem heitir Hafey.

Með kveðju,
Snilldarbörn
Faxafeni 9
108 Reykjavík
www.snilldarborn.com

EAF | 22. jún. '09, kl: 10:59:18 | Svara | Er.is | 2

Minn yngri heitir Marel Óli. Það eru 13 sem heita Marel að fyrra nafni. Bara hann sem er með þessa samsetningu. Ég elska nafnið hans, hann er skírður eftir langalangafa sínum og eiginlega líka ömmu sinni(Marit)

sveppalingur | 22. jún. '09, kl: 11:48:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bergvin, Ísar, Dögun, Indiana, Sunna, Amelía

punkturcom | 22. jún. '09, kl: 15:51:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst Dögun æðislegt

amy sæta | 22. jún. '09, kl: 11:55:55 | Svara | Er.is | 0

Gaukur og Elberg.

sokkabuxur | 22. jún. '09, kl: 12:09:27 | Svara | Er.is | 1

Ef ég hefði ein ráðið nöfnum barna minna þá hefði ég skírt Myrkvi og Þula.

woonda | 22. jún. '09, kl: 13:00:50 | Svara | Er.is | 1

Esja
Marey

Mommsí | 22. jún. '09, kl: 13:08:03 | Svara | Er.is | 0

Hrafna
Hrói

-------------------------------------------------------------

"First they ignore you, then laugh at you, then they fight you, then you win."
Mahatma Gandhi

heima10 | 22. jún. '09, kl: 13:13:48 | Svara | Er.is | 0

Alexía Björk finnst það rosalega fallegt.

AnnaLóa | 22. jún. '09, kl: 13:24:08 | Svara | Er.is | 1

Nokkur falleg og sjaldgæf sem ég man eftir eru:
Eyvör
Hugljúf
Fannhvít
Svanhvít
Fanndís
Kaja
Rúrik
Trostan
Kaj
Kjaran
Kjarval
Kiljan

^__^
(oo)______
(__) )\/\
||----w |
|| ||

maryw | 22. jún. '09, kl: 14:14:03 | Svara | Er.is | 0

Friðmey - gamalt nafn
Ragúel - gamalt nafn
Betúel - gamalt nafn
Elíeser - gamalt nafn
Elenita - Veit ekki hvort að þetta sé leyfilegt
Ynja
Brandís - veit ekki hvort það sé leyfilegt, það er allvega leyfilegt skrifað með 2 D, semsagt Branddís, mér finnst það fallegra með einu.

Strákur fæddur í október 2006
Stelpa fædd í júní 2009

beijaflor | 22. jún. '09, kl: 14:27:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

veit um einn sem heitir Stígur og svo Lukka...

J.R. | 22. jún. '09, kl: 16:11:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég á einn strák aem heiti Elimar og það er bara eitthvað um 5 sem heita því nafni ég á líka eina stelpu sem heitir Eyja Dís og eina sem heitir Elma Líf hún var sá fyrsta með með þessum nöfnum

~~það eru forréttindi að eiga heilbrigð börn og ég á FIMM~~

the goose | 22. jún. '09, kl: 16:31:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég veit um eina konu sem heitir Æska

Málaga | 30. jan. '10, kl: 01:00:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í einu skiptin sem ég hef heyrt nafnið Elenita er á spáni þegar stelpa sem heitir Elena er kölluð þetta af fjölskyldu. Þetta er eins og elena litla.

maryw | 30. jan. '10, kl: 15:07:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég afgreiddi einu sinni konu sem hét þessu nafni en hún var samt ekki íslensk

Strákur fæddur í október 2006
Stelpa fædd í júní 2009

bobbyMcGee | 22. jún. '09, kl: 16:31:55 | Svara | Er.is | 0

Eyvör
Hervör
Friðsemd
Áróra
Urður
Ebeth

Emanúel
Esekíel
Ezra
Maríus

bionda | 22. jún. '09, kl: 16:33:09 | Svara | Er.is | 0

Ég var einu sinni að vinna með systrum sem heita Ariana og Maryam (eða Mariam, man ekki). Finnst þessi nöfn sjúklega falleg. Yngri dóttir mín heitir Teresa og að sjálfsögðu finnst mér það afar fallegt. ;)

--------------------------------------------------------
There is a crack in everything - that´s how the light gets in

gúrki | 22. jún. '09, kl: 16:39:21 | Svara | Er.is | 0

Mín heitir Kapítóla, það eru ekki margar sem heita það og flestar skyldar okkur.

katrinanna | 22. jún. '09, kl: 16:44:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

á eina Kristeyju....hún var sú 15. að fá það nafn sem fyrsta nafn þegar hún var skírð 2007

amy sæta | 22. jún. '09, kl: 20:54:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þekki þrjá sem heita Kapitóla :)

nanna2 | 22. jún. '09, kl: 21:03:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þrjá? stráka? er þetta ekki stelpunafn?
Ég veit amk um eina litla Kapitólu..líklega þá sem "gúrki" á :)

amy sæta | 22. jún. '09, kl: 21:06:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha úps gleymdist eitt R þarna :D ÞrjáR skal það vera :)

skrimslamamma | 22. jún. '09, kl: 16:43:26 | Svara | Er.is | 0

Eldri stelpan mín heitir Victoría, þær eru 18 sem heita því að fyrra nafni skv. ungi.is . Hef alltaf verið skotin í þessu nafni og það passaði svo vel við hana að það var ekki hægt að velja annað :þ
Yngri daman heitir Ástheiður , þær eru aðeins 2 á landinu sem heita það. Frænka pabba hennar heitir það og er alveg yndisleg svo við völdum það fyrir stelpuna :) Vorum komin með annað nafn en svo stakk hann uppá Ástheiður þar sem enginn annar í fjölskyldunni hans hefði notað nafnið, fannst það góð hugmynd svo þær eru bara 2 frænkurnar sem heita þetta :D

* ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥ * ♥*

flurby | 22. jún. '09, kl: 17:13:42 | Svara | Er.is | 0

Brimrún... mér fínnst það mjög fallegt

3synir | 22. jún. '09, kl: 20:46:19 | Svara | Er.is | 0

drengirnir mínir bera ferlega normal og þekkt nöfn, nema miðju drengurinn hann heitir Arnór Friðberg. Það er stutt síðan þeir leyfðu Friðberg aftur, það varð að skíra Friðbergur.

og hver ert þú að dæma mig???
Leistu í spegil í morgun??

nanna2 | 22. jún. '09, kl: 21:05:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Ég valdi mjög "venjulegt" og íslenskt nafn á guttann minn..finnst þessi gömlu alíslensku eiginlega bara sérstakari núna þar sem þessi sérstöku nöfn með útlenskum blæ hafa verið svo vinsæl síðustu árin.

ITJ | 22. jún. '09, kl: 21:08:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Systir mín heitir Rósella og mér finnst það ótrúlega flott nafn, en það er ekki á lista yfir samþykkt nöfn og eru þær bara 2 á landinu sem heita því.

ljósin3 | 22. jún. '09, kl: 21:07:08 | Svara | Er.is | 0

ég hef alltaf verið veik fyrir nöfnum sem enda á ey.

Fanney
Máney
Lárey
Eldey
Sóley

kolpa | 22. jún. '09, kl: 21:09:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Valey og ísey

2 guttar | 22. jún. '09, kl: 21:20:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég þekki eina sem skírði stelpuna sína Embla Náttsól það er mjög sjaldgæft og flott nafn :)

Mikla Snjóhorn | 22. jún. '09, kl: 22:05:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 26

Ég las yfir nöfnin hér fyrir ofan og vonandi þurfa engin börn að bera sum þeirra. Fólk ætti nú aðeins að hugsa áðuren það býr til eitthvað ,,sniðugt og flott,, nafn á barnið sitt. Það er nefnilega hætta á einelti útaf svo mörgu þó að undarlegt nafn bætist ekki við. Svo þarf líka að huga að beyingu nafnsins eða nafnanna saman. Dæmi, nafnið Fífill, hér er, um og frá Fífli... Það heitir fallegur drengur þessu nafni en foreldrum hans láðist að skoða hvernig nafnið beygist.

Mikla Snjóhorn

smusmu | 23. jún. '09, kl: 13:15:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Allt það fólk sem ég þekki sem heitir spes nöfnum hefur aldrei lent í einelti vegna nafnsins. Svo þekki ég fullt af fólki sem hefur orðið fyrir einelti og aldrei hefur það haft neitt með nafnið þeirra að gera

4rassálfar. | 23. jún. '09, kl: 16:43:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég læenti ífullt af einelti en ALDREI út af nafninu

Tipzy | 26. jún. '09, kl: 12:51:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það voru nokkri en þó aðalega ein manneskja sem tuðaði mikið yfir nafninu á stráknum mínum. Var svo viss um að han myndi lenda í einelti eða stríðni út af því. En honum hefur aldrei verið strítt á nafninu. Hún vildi meina að krakkarnir myndu kalla hann grímukall en hann heitir Grímur Karl. Og það merkilega er að þetta er manneskja komin yfir sextugt.

...................................................................

askvaður | 23. des. '12, kl: 03:16:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

common sumt fólk lendir í einelti og nafnið spilar held ég bara enga rullu í því hlutverki, persónuleikinn er aðalmálið held ég bara (sterkur/veikur) og ég veit gömul umræða...

arnborg | 22. jún. '09, kl: 22:13:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég heiti Daðey ;)

Josy | 22. jún. '09, kl: 22:18:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég þekki Daney og Daley :D flott nöfn og daðey :D

***************************
Brosum og gefum kærleika frá okkur, lífið er of stutt til að lifa ekki lífinu glaður.

Hundastelpan | 1. júl. '09, kl: 22:44:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit líka um eina Emblu Nótt.

Síðan þekki ég tvær sem heita Snæbrá. Þær eru að mér skilst bara tvær eða þrjár á landinu með þetta nafn. Þær heita báðar öðru nafni með.

ljósin3 | 23. jún. '09, kl: 12:49:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

akkúrat Ábyggilega fleirri eyjar nöfn sem ég gleymi. :O)

arnborg | 23. jún. '09, kl: 12:59:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þekki líka
Ástey
Blómey
Arney
Líney
Þórey

Þjóðarblómið | 28. jún. '09, kl: 17:51:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bjarkey og Bjargey :)

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

4rassálfar. | 22. jún. '09, kl: 22:30:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég á Máney og heiti Bjarney fæ oft að heyra frá fólki með mitt nafn að því finnst það sérstakt..Þó ég sé sú eins í mínum fjölskyldum þá finnst mér það samt ekki hahaha

maikrili | 22. jún. '09, kl: 22:35:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á líka eina Máney

4rassálfar. | 23. jún. '09, kl: 09:56:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

heitir hún nokkuð dögg líka??

diza24 | 23. jún. '09, kl: 11:41:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég á líka eina Máney ...mér finnst það rosalega fallegt nafn :)

evalinda | 23. jún. '09, kl: 17:55:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mín heitir líka Máney, miðnafnið þ.e. mér finnst það líka rosalega fallegt :)

þekki líka eina Daney, finnst það líka mjög fallegt :)

svara | 23. jún. '09, kl: 19:08:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mín litla heitir líka Máney.

CrazyCatLady | 30. jún. '09, kl: 15:06:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Móey er líka fallegt ey-jar nafn. Ekki algengt heldur

kranastelpa | 22. jún. '09, kl: 22:51:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég þekki eina bjarney að millinafni :) hef alltaf verið voðalega hrifin af því nafni :)

~°~°~~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~

LiGeGLaD | 16. ágú. '11, kl: 15:21:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Beygið þið sem eigið Máneyjar ekki nafnið þeirra?

xarax | 16. ágú. '11, kl: 17:18:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var að hugsa það.

Tveggja gullmola mamma:)
15.05.09-01.03.11

kranastelpa | 16. ágú. '11, kl: 18:41:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

wikipedia stendur fyrir sínu :) http://is.wikipedia.org/wiki/M%C3%A1ney

~°~°~~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~

LiGeGLaD | 17. ágú. '11, kl: 13:22:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég kann nú alveg að beygja það, bara hissa ef þær gera það ekki ;)

kranastelpa | 17. ágú. '11, kl: 16:16:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

haha já enda var þetta svar til þeirra sem ekki beygja ;)

~°~°~~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~

Ladina | 17. ágú. '11, kl: 19:05:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski vilja þær ekki beygja það :)

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

Dularfull | 23. jún. '09, kl: 18:06:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

bjartey :)

Geller | 16. ágú. '11, kl: 19:56:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég á eina Bjarteyju :)

Dularfull | 16. ágú. '11, kl: 20:56:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

rúmlega tvö ár frá þessu svari hehe
Á núna eina Arneyju Frigg líka svo þau eru mín uppáhalds núna líka :)

Geller | 17. ágú. '11, kl: 18:34:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ja ég sá að þessi umræða var gömul enda einhver sem hefur uppað hana.... en engu að síður skemmtileg umræða

elhara | 22. jún. '09, kl: 22:49:19 | Svara | Er.is | 0

minn heitir Vilmar 11 sem heita því að fyrra nafni.
Mér finnst Rúrik líka rosalega fallegt nafn.

soldiss | 23. jún. '09, kl: 02:30:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Svoldið fyndið með nafnasmekk..... hann getur breyst með aldrinum. Þegar ég var yngri heilluðu sjaldgæf nöfn mig mest. Núna, talsvert eldri er ég miklu hrifnari af þessum gömlu og fallegu íslensku nöfnum:)

okt05 | 23. jún. '09, kl: 10:22:30 | Svara | Er.is | 0

Eldri mín heitir Brynja Koldís...Brynja er svosem ekki sjaldgæft en engu að síður mjög flott finnst mér ;) En Koldís er sjaldgæft þær eru 2 minnir mig sem bera það. Svo á ég eina Heklu en það er ekki sjaldgæft en mér finnst þetta nafn líka algjört æði :)

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Er stelpumamma með meiru, dæturnar fæddar 2005, 2007 og 2010 !
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Skilríkin mín :)
http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061027141409_2.jpg

aglan | 23. jún. '09, kl: 10:46:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ungi.is er greinilega ekki alveg rétt því þar segir að það sé bara ein sem ber nafnið Koldís sem fyrra nafn og ein sem millinafn en ég veit um 2 sem bera það sem millinafn

okt05 | 23. jún. '09, kl: 10:51:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru 3 samkvæmt Hagstofu...ein sem það sem fyrra nafn og tvær sem millinafn...þekkiru þá mína ? Eða er ein af þessari sem þú þekkir kannski ný ?

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Er stelpumamma með meiru, dæturnar fæddar 2005, 2007 og 2010 !
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Skilríkin mín :)
http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061027141409_2.jpg

aglan | 23. jún. '09, kl: 11:27:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei þekki ekki þína:)
En ég var að kíkja í þjóðskrá og þar sá ég að önnur sem að ég vissi að bæri þetta nafn ber það sem fornafn en hin sem millinafn

okt05 | 24. jún. '09, kl: 21:48:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Oki :) Veit einmitt að það er ein Sara Koldís til því hún kvittaði í getsabókina hjá minni :) Fannst voða sniðugt að það væri önnur Koldís :) Voða krúttlegt :)

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Er stelpumamma með meiru, dæturnar fæddar 2005, 2007 og 2010 !
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Skilríkin mín :)
http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061027141409_2.jpg

didi76 | 23. jún. '09, kl: 10:31:14 | Svara | Er.is | 0

strákurinn minn heitir Valgarður Nói, þegar hann var skírður hét enginn undir fimmtugt Valgarður eða Nói, sjálf heitir ég Júdith og er eina á landinu, það má víst ekki vera ú ef það er th í nafninu.

kolpa | 23. jún. '09, kl: 10:41:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki einn Valgarð sem eru um 28 ára í dag ... veit um annan sem er að verða 25 ára

kranastelpa | 23. jún. '09, kl: 10:45:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þekki líka valgarð, en hún er að tala um valgarður :)

~°~°~~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~

bumbulina90 | 23. jún. '09, kl: 10:52:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki einn sem heitir Stormur ! finnst það ótrúlega töff nafn!

kolpa | 23. jún. '09, kl: 10:53:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já er það ekki beygt þannig

Hér er Valgarður um Valgarð frá Valgarði til Valgarðs

þannig að ég þekki einn Valgarð

En við getum þá haft þetta svona ég þekki tvo á aldrinum 25-30 ára sem bera nafnið Valgarður og samkvæmt þjóskrá eru þeir þónokkrir og líka nokkrir yngri

didi76 | 23. jún. '09, kl: 11:03:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég tjekkaði á þessu á sínum tíma, greinilega ekki nógu vel en það skiptir ekki, hann var skírður eftir langafa sínum.

kranastelpa | 23. jún. '09, kl: 11:05:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

var að kíkja inná mannanafnanefnd og þar er allavena í boði nafnið valgarð og hins vegar valgarður :)

~°~°~~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~

didi76 | 23. jún. '09, kl: 11:11:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

held að Valgarð sé sjalgæfara en Valgarður en hvað um það, held að það séu samt ekki mörg lítil börn sem heita þessum nöfnum.

power121 | 23. jún. '09, kl: 11:11:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jökull

kristjanaa | 23. jún. '09, kl: 13:29:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

maður segir ekki ég þekki einn Valgarður.... heldur einn Valgarð.....

ég veit um einn Valgarð (Valgarður) sem er 24 ára.....


svo sú sem skírði barnið sitt Valgarður og sagði að enginn héti því undir fimmtugt er svo langt í frá rétt :)

nanna2 | 23. jún. '09, kl: 16:22:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég þekki nokkra Valgarð en engan sem heitir Valgarður.

kranastelpa | 23. jún. '09, kl: 16:37:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

skil hvað þu meinar :) eeeen undir mannanafnaskrá þá geturu´skírt barnið þitt valgarð og hinsvegar valgarður þó svo maður segir í báðum tilfellum ég þekki valgarð :)

~°~°~~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~

Gleymérey | 24. jún. '09, kl: 08:17:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað er sonur þinn gamall? ég þekki einn sem verður 2ja í ár sem heitir Sebastían Nói

___________________________________________________

I am Darth Vader, I can kill catering with a thought

Abbagirl | 29. jún. '09, kl: 23:01:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki líka einn 2ja með því nafni :)

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Hrafndís | 30. jan. '10, kl: 11:00:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki einn 18 ára sem heitir Nói :)

Everything's fine and I dig everything

HBE12 | 23. jún. '09, kl: 12:29:46 | Svara | Er.is | 1

Dóttir mín heitir Kristey

svo finst mér þessi nöfn flott

Dögun
Hrafndís
Mikaela
Aþena
Valey

ZENSITIVE | 23. jún. '09, kl: 13:40:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Krakkarnir minir heita Hrafntinna Máney og Jökull Mar

Allt sjaldgæft, nema Jökull er að fjölga núna...

nibba | 23. jún. '09, kl: 14:08:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Seinna nafn sonar míns er Jarl, ekki mjög algengt.

Polly58 | 23. jún. '09, kl: 14:16:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stelpan mín heitir Sóldís Björt. Það voru alls ekki margar sem hétu þessu nafni þegar ég skráði mig inná BL fyrir 5 árum, í dag eru þær þónokkrar skráðar með síðu hér. Finnst þetta nafn algert æði :o)

Jebba | 23. jún. '09, kl: 15:49:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á líka Hrafntinnu, þær eru 13 sem heita því :)

bumbulina90 | 24. jún. '09, kl: 09:50:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hrafntinna er svo fallegt nafn!

GJÖFIN | 23. jún. '09, kl: 20:57:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég veit um eina sem heitir Mikkalína , kvennmyndin af Mikael

Adda padda | 23. jún. '09, kl: 16:59:33 | Svara | Er.is | 1

ég heiti ADDA og mér líst mjög vel á það

P.S ég heiti ADDA

stjarna70 | 23. jún. '09, kl: 17:07:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hæ ég á einn strák sem heitir Guðveigur og er 3 íslendingurinn sem ber þetta nafn.Mér finst þetta mjög fallegt.

Muzin | 23. jún. '09, kl: 17:19:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Máney :)
Systir mín heitir það, Draumey er líka flott, músin mín heitir það.

Ingósk | 23. jún. '09, kl: 17:51:01 | Svara | Er.is | 0

Maríel
Tóbías
Friðþór

Matthea

Sásta | 23. jún. '09, kl: 20:04:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alltaf finnst mér það jafn asnalegt þegar fólk er að mínusa skoðanir annara eins og í þessari umræðu. Einhver alveg misst sig í mínusnum.

Annars finnst mér t.d Daggrós fallegt, 3 sem heita því samkvæmt ungi.is. Kara finnst mér æði líka 55 sem heita því. Af strákanöfnum þá finnst mér Kormákur allt í einu orðið flott, 34 sem heita því og Ernir finnst mér líka flott, 38 sem heita því. Bara sem dæmi :)

StelpuRassgat! | 24. jún. '09, kl: 23:13:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hey! ég heiti Daggrós og er bara voðalega ánægð með það! Aldrei verið gert grín að nafninu en erlendis heyrist ekkert nema GRÓS

big | 1. júl. '09, kl: 14:14:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fallegt nafn..
..óheppileg stytting :D

miss jay | 23. jún. '09, kl: 21:31:48 | Svara | Er.is | 0

Börnin mín heita sjaldgæfum nöfnum og þau nöfn eru alls ekki allra :)

En þau heita:

Emilíana Bened

Amos Esra

Thea Lív

Nóel Bent

MUX | 23. jún. '09, kl: 21:38:58 | Svara | Er.is | 0

Ég þekki einn lítinn Úlfhéðinn :) Hann er algert krútt og að mér skilst sá annar sem ber þetta nafn.

because I'm worth it

marceline | 23. jún. '09, kl: 22:03:54 | Svara | Er.is | 1

strákrnir mínir heita Eldur Máni og Jökull Sverrir...(engilin nefndi ég Gabríel Leó).

zargbat | 23. jún. '09, kl: 22:07:23 | Svara | Er.is | 0

Ha ha
Skemmtilegur þráður, cool að vita að það sé kominn annar Úlfhéðinn. Ég er náskyld þeim fyrsta og dauðlangar að halda þessu nafni innan fjölskyldunnar... hefur alltaf fundist það svo flott og sérstakt.

afþví | 23. jún. '09, kl: 22:11:40 | Svara | Er.is | 0

Kolfinna
Álfrún
Nikulás
og man ekki meir...

miss Alvia | 23. jún. '09, kl: 22:29:32 | Svara | Er.is | 0

Burkni
Brimar

kv. Alvia

---

miss Alvia | 23. jún. '09, kl: 22:36:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ellisif
Sigurlín
Malena

kv. Alvia

---

bíba | 23. jún. '09, kl: 23:47:02 | Svara | Er.is | 1

Talía/Thalía finnst mér æði!

grasgrænka | 24. jún. '09, kl: 00:34:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég á eina Yrju og ég elska það nafn þær eru held ég 9 sem bera það

nibba | 25. jún. '09, kl: 14:12:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu hvað Talía er?

UserNameNotFound78 | 28. jún. '09, kl: 22:48:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað???

Núna á ég 3 súkkulaðimola!!!
*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*

nibba | 29. jún. '09, kl: 08:42:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Áhald til að hífa hluti upp með.

UserNameNotFound78 | 29. jún. '09, kl: 08:54:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

óh ok ....haha en samt mjööööög fallegt!

Núna á ég 3 súkkulaðimola!!!
*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*

nibba | 29. jún. '09, kl: 08:55:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já mjög, þetta er notað þegar til dæmis er verið að hífa upp á svalir í nýbyggingum. En þetta nafn er örugglega komið úr öðru máli þar sem það hefur ekki sömu merkingu og skrifað Thalía.

UserNameNotFound78 | 29. jún. '09, kl: 12:56:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það skrifað hér á landinu Talía eða Thalía?

Núna á ég 3 súkkulaðimola!!!
*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*

AnitaBlake | 30. jún. '09, kl: 13:40:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Thalia/Talia er líka gríska gyðja leiklistarinnar og á forngrísku þýddi nafnið að blómstra (to bloom). Ég held að það sé frekar verið að nota nafnið með gyðjuna í huga frekar en lyftibúnaðinn.

Patsy Pregg | 24. jún. '09, kl: 01:09:22 | Svara | Er.is | 1

Mín heitir Úlfhildur sem er frekar óalgengt..:)

nibba | 25. jún. '09, kl: 14:13:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég þekki tvær Úlfhildar á sama árinu og tvo Úlfa á sitthvoru árinu.

Maria Elena | 30. jún. '09, kl: 23:16:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fallegt nafn :)

arer | 24. jún. '09, kl: 07:13:11 | Svara | Er.is | 0

ég á stelpu sem heitir Arína, það eru bara 3 á landinu sem heita það.

Virðingarfyllst,
arer

krúttipútt | 24. jún. '09, kl: 08:47:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín heitir Esmeralda og það er samþykkt hjá mannanafnanefnd. Bara nokkrar á landinu.

Lubbinn | 24. jún. '09, kl: 10:08:50 | Svara | Er.is | 0

Ég veit um eina sem heitir Þeba

radiostar | 24. jún. '09, kl: 18:35:11 | Svara | Er.is | 0

Var alltaf einu sinni að spa í einu mjög sjaldgæfu en samt sem áður mjög gömlu íslensku nafni ef svo skildi vera ef ég fengi stelpu, en er kominn með dellu fyrir öðrum nöfnum sem ég myndi frekar skíra, en finnst þetta samt sem áður falleg, það er Ísrún og aðeins ein manneskja sem heitir það og er fædd um 1940 :)

85mamma | 24. jún. '09, kl: 23:27:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég veit um eina 5 ára sem heitir Ísrún að millinafni :o) Finnst það mjög fallegt :o)

álfaljós | 24. jún. '09, kl: 19:18:50 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst Elena rosalega flott :)

Rado | 24. jún. '09, kl: 21:33:05 | Svara | Er.is | 0

Vá hvað það er gaman að lesa þessa umræðu, ég er búin að lesa þetta staf fyrir staf, og engin komið upp með nafnið sem dóttir mín ber, sem er mjög sjaldgæft. En ég ætla ekki að uppljóstra því, því helst hefði ég viljað fá einkaleyfi fyrir nafninu, þar sem mér finnst það svo sjúklega flott :)

DannyO | 24. jún. '09, kl: 21:40:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

oh, nú verðuru að koma með það ;)
ég er ýkt forvitin haha elska svona sjaldgæf nöfn :)

kolpa | 24. jún. '09, kl: 22:04:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held þú verðir að koma með nafnið ......

Seastrand | 24. jún. '09, kl: 23:18:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

viltu gefa hint?? :)

er það íslenst?
gamalt?
eða nýtt?

briey | 25. jún. '09, kl: 09:34:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff ég gæti drepist úr forvitni.....

miss Alvia | 28. jún. '09, kl: 17:04:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er það kanski Gyðja?

kv. Alvia

---

TJ108 | 16. ágú. '11, kl: 20:04:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Haha, ég er líka svona... og greinilega alveg svakalega sjálfhverf þar sem ég hef aldrei sagt nafn dóttur minnar í umræðum hérna því ég er svo viss um að öllum öðrum þyki það jafn æðislegt og mér og "steli" því... en eins og er þá heita bara 15 stelpur/konur þessu nafni (með minni). Eeeen svo las ég í gegnum umræðuna og það er búið að nefna nafnið, svo ég lét flakka í fyrsta skipti :Þ Skil þig sem sagt mjög vel :)

katlan | 27. ágú. '11, kl: 19:52:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er svo sammála þér, dóttir mín ber mjög sjaldgæft nafn, það eru 5 sem bera þetta nafn fyrir utan dóttur mína (miðað við 1. jan 2010 í þjóðskrá).

________________________________________________________________________________________
I fart in your general direction. Your mother was a hamster and your father smelt of elderberries...!

Now go away or I shall taunt you a second time!

Rado | 24. jún. '09, kl: 22:56:58 | Svara | Er.is | 0

Ekki séns!!! hahahahahahah

DannyO | 26. jún. '09, kl: 21:45:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

oh :(

jæja þá hahaha :)

strawberry3 | 24. jún. '09, kl: 22:57:01 | Svara | Er.is | 0

Finnst mariam vera flott.En hún sem ég þekki sem heitir það er alltaf spurð hvort ´hun heiti María.
Svo er mitt nafn:)

Fraun | 24. jún. '09, kl: 23:55:54 | Svara | Er.is | 0

Það var einvher áðan sem nefndi Ísey, mér finnst það mjög flott.. Svo er eitt sem ég heyrði nýlega og það er Sóldís, mér finnst það æði!!

Kíra | 25. jún. '09, kl: 09:22:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef líka heyrt nafnið Ísól og svo Alvilda...

Ég Geri Ekki Neitt Fyrir Neinn Sem Gerir Ekki Neitt Fyrir Neinn!!

hafdisbr | 25. jún. '09, kl: 09:38:02 | Svara | Er.is | 0

bara svo að ég verði með þá á ég mömmu sem heitir Eðalrein Magdalena og mér finst það mjög fallegt langamma mín hét þetta líka og voru þær bara 2 á landinu. Hin langamma mín hét Hanna Amalía Lilja;)

*--Lítill Annel Hugi kom í heiminn 13 október 2011--*
https://bland.is/album/thumbnail/68905/2011082209191986.jpg?d=634496015471930000

*--Litli Alexander Ómar kom í heiminn 12.12.08--*
http://barnaland.is/album/img/68905/20090329202715_8.jpg

Kíra | 25. jún. '09, kl: 10:45:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eðalrein? Þetta hef ég ekki heyrt :)
Amma mín hét Elíngunn og finnst mörgum það þvílíkt spes en ég sé Ekkert að því hehe

Ég Geri Ekki Neitt Fyrir Neinn Sem Gerir Ekki Neitt Fyrir Neinn!!

huginnogmuninn | 25. jún. '09, kl: 10:49:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held þá að ég þekki til fjölskyldunnar þinnar :)
Var með móðursystur þinni í skóla og fannst þetta nafn alltaf svo fallegt :) En ég er einmitt líka sökker fyrir fallegum sjaldgæfum nöfnum.
Minn er sá eini sem heitir sínum 2 nöfnum á landinu og komandi kríli verður það líklega líka, en þetta eru samt gömul falleg norræn nöfn :)

Regardless of your past, your future is a clean slate.......

Kíra | 25. jún. '09, kl: 11:32:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já er það? :) ég er nefnilega skírð í höfuðið á ömmu minni ;) -lítill heimur!

Ég Geri Ekki Neitt Fyrir Neinn Sem Gerir Ekki Neitt Fyrir Neinn!!

desjun | 25. jún. '09, kl: 11:37:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá, mér finnst Eðalrein ekkert smá fallegt :o)

Dularfull | 25. jún. '09, kl: 10:44:25 | Svara | Er.is | 0

ég veit líka um einn strák sem heitir Ingimagn, vanalega er það Ingimar
en mér finst Ingimagn miklu fallegra

grussa | 25. jún. '09, kl: 11:29:43 | Svara | Er.is | 0

Irmý

Quin | 25. jún. '09, kl: 13:33:20 | Svara | Er.is | 0

Ég eignaðist tvíburadrengi og skírði annan tveimur íslenskum nöfnum, sem eru falleg en ekki óvenjuleg. Hinn heitir einu íslensku nafni og millinafnið hans er svo Heikir. Við köllum hann alltaf Heikir, en hann hefur þá möguleikann seinna meir að nota fyrra nafnið (það venjulega) ef hann vill ekki nota Heikis nafnið. Mér finnst það samt ógurlega fallegt, þó að það hafi verið maðurinn minn sem stakk upp á því ;) Það eru mjög margir (karlar og konur) í móðurfjölskyldunni minni sem eru kallaðir millinafninu að það var ekkert vandamál með það.

Við virðumst hafa gefið réttum strák réttu nöfnin (sem við vorum búin að velja fyrirfram), því að þessi með venjulegu nöfnin er mjög hlédrægur og alvarlegur (og svo líkur afa sínum sem hann er skírður í höfuðið á), en hinn er svo hress og skemmtilegur að hann ber óvenjulega nafnið mjög vel.

Annars á maðurinn minn hálf finnskann frænda sem heitir Armas, mér finnst það líka mjög fallegt.

StelpuRassgat! | 29. jún. '09, kl: 19:04:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hundurinn minn hét Heikir! :)

Mammsla08 | 25. jún. '09, kl: 14:08:18 | Svara | Er.is | 0

Ég á litla Ninju og samkvæmt ungi.is eru 6 með það sem fyrsta nafn en 3 með millinafn. Það er millinafn hjá minni en hún er samt alltaf kölluð það.

Á svo yndislega litla stelpurófu:)

nibba | 25. jún. '09, kl: 14:15:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rósfríður og Þeódóra eru líka til.

diza24 | 25. jún. '09, kl: 14:40:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég veit um eina sem heitir Gyðja...fannst þetta skrítið nafn fyrst þegar ég heyrði það, þurti að venjast því og núna finnst mér það bara mjög fallegt :)

Kíra | 26. jún. '09, kl: 08:01:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ahh mundi svo eftir einni sem var á elliheimilinu sem ég vann á og hún hét Einhildur!

Ég Geri Ekki Neitt Fyrir Neinn Sem Gerir Ekki Neitt Fyrir Neinn!!

bíba | 26. jún. '09, kl: 08:20:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var ein Einhildur á leikskólanum sem ég vann á fyrir nokkrum árum hún er líklegast um 8-9 ára í dag.

syr | 26. jún. '09, kl: 16:24:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég veit hver þú ert held ég :) þekkti Einhildi líka vel, hún var frænka mín.. ertu á Akureyri?

evalinda | 26. jún. '09, kl: 09:45:25 | Svara | Er.is | 0

Antonía og Nadía finnst mér líka falleg stelpunöfn.. :)

minsla | 26. jún. '09, kl: 10:08:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

okkar heitir Adrían

confused11 | 26. jún. '09, kl: 11:21:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

minn heitir Hrafntýr og er sá eini á landinu. Við þurftum að fara í gegnum mannanafnanefnd.

-----------------
"Science: it works...bitches" Richard Dawkins.

Elgur | 26. jún. '09, kl: 13:02:19 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst nafnið Ragnfríður mjög fallegt, það er engin sem ber þetta nafn og hefur ekki verið síðan á 18. öld.

vache | 26. jún. '09, kl: 14:49:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Furðuleg nöfn eru orðin svo "venjuleg" hjá börnum í dag að ég veit um litla telpu sem kom heim úr leikskólanum alveg steinhissa og sagði við mömmu sína: mamma veistu hvað einn strákur heitir á leikskólanum?? GUÐmundur.. mamma guuuuð mundur! Henni fannst þetta eitthvað það furðulegasta sem hún hafði heyrt!

múshildur | 28. jún. '09, kl: 14:30:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha ha ha ótrúlega fyndin.

Vantar rimlarúm, leikteppi og útileikföng (sandkassa, rennubraut og svoleiðis)

Zwandyz8 | 26. jún. '09, kl: 20:22:39 | Svara | Er.is | 0

Strákurinn minn heitir Mattheus, er sá eini sem heitir það, mér finnst það rosalega fallegt.

Svo finnst mér nafnið Jökulrós rosalega flott, held að það séu ekki margar með það nafn

nibba | 29. jún. '09, kl: 08:43:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit um eina Sóleyju Jökulrós ég held að hún sé ein um það nafn.

nanna2 | 26. jún. '09, kl: 20:37:07 | Svara | Er.is | 0

Ég þekki einn sem heitir Otri, held það séu bara 2 sem bera það nafn sem eiginnafn.

bobbyMcGee | 27. jún. '09, kl: 22:55:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég þekki einn otra um tvítugt

nanna2 | 28. jún. '09, kl: 23:02:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jebb eflaust sá sem ég þekki.. er 25 ára.

MUX | 26. jún. '09, kl: 21:11:41 | Svara | Er.is | 0

Það er líka hrikalega gaman að gramsa í íslendingabók og skoða hvað forfeður manns hétu, ég átti frænku fyrir 100 árum sem hét Rósída, önnur hét Emerentíana og fleiri sem ég man ekki í augnabliknu en ég var einmitt að leita að nafni á dóttur mína svo ég skoðaði bara kvenmannsnöfnin.

En annars rakst ég á nafnspjald í búð í dag, auglýsing og þar stóð: Á að fara að skíra? Veiti ráðgjöf við nafngiftir, og svo er símanúmer. Mér fannst þetta pínu skondið en er forvitin í hverju þessi ráðgjöf felst ?

because I'm worth it

Tipzy | 28. jún. '09, kl: 16:09:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála þessu með íslendingabók, ein langa langa lan...amma mín hét Úrsúley t.d.

...................................................................

nibba | 29. jún. '09, kl: 08:44:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rósída er flott, svipað og latneska nafnið Rosida

MUX | 29. jún. '09, kl: 10:30:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mér finnst það skelfilegt :S

because I'm worth it

kranastelpa | 1. júl. '09, kl: 13:09:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe já gama að fletta upp..
ég átti til dæmis langa eitthva oft afa sem hét Ananías :D finnst það mjög skondið nafn :)

~°~°~~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~

Miss Monroe | 26. jún. '09, kl: 22:23:58 | Svara | Er.is | 0

Veit um...

Dalbert 1 sem heitir það á íslandi

Einarína

Tvíburasystkini sem heita Gnýr og Gná

Vatnar

Funi

Rósar

Ísmey

Þjóðarblómið | 28. jún. '09, kl: 18:01:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

tvíburasystkinin Gnýr og Gná eiga svo eldri systkini sem heita Mist og Blær.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Slingmama | 27. jún. '09, kl: 22:40:17 | Svara | Er.is | 0

Strákurinn minn heitir Fróði sem er nokkuð sjaldgæft og stelpan mín Freyja en það er nú aðeins algengara.

Sjálf heiti ég Marsibil sem er nokkuð sjaldgæft líka, maðurinn minn heitir líka Styrmir og það finnst mér ofsalega fallegt nafn.

Þjóðarblómið | 28. jún. '09, kl: 18:02:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

seinna nafnið þitt er líka frekar óalgengt :)

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

HKSTKS | 27. jún. '09, kl: 23:02:17 | Svara | Er.is | 0

Ég þekki eina sem heitir Hörn

Brokenlove | 28. jún. '09, kl: 13:00:12 | Svara | Er.is | 0

systkina hópur...


Magdalena
Veróníka
Ágúst-ekki sjaldgæft samt
Viktoría
Gabríel
Ísabella

múshildur | 28. jún. '09, kl: 14:32:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo er til strákanafnið Skeggi, agalega karlmannlegt

Minn heitir reyndar ekki það en þegar ég skírði hann nafni sem þá hétu 3 á landinu hnussaði ein frænkan og sagði að hann gæti sko liðið fyrir þetta nafn, þetta væri sko ekki fallegt nafn og illa af mér gert að skíra hann því. Í dag eru þeir margir sem heita þessu og er að verða tískunafn.

Vantar rimlarúm, leikteppi og útileikföng (sandkassa, rennubraut og svoleiðis)

marja | 28. jún. '09, kl: 14:50:11 | Svara | Er.is | 0

Ríkey
Geirþrúður
Eyjalín
Hersir

Apotek | 28. jún. '09, kl: 19:01:05 | Svara | Er.is | 1

Dóttir mín heitir 3 stafa algengu nafni en hún heitir "bara" því nafni.

við lendum OFT í því að það er spurt hvað hún heiti MEIRA en bara þessu nafni. Fólk er óvant því að barn heiti einu stuttu nafni sem er yfirleitt alltaf eitt af tveim nöfnum :)

þannig að hún heitir ekki sjaldgæfu nafni en samt óalgengt :)

-------------------

the goose | 28. jún. '09, kl: 20:15:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Elínbet Mirra :D

desjun | 29. jún. '09, kl: 00:08:13 | Svara | Er.is | 0

Heyrðu um daginn nöfnin Sólbjartur og Amíra. Reyndar veit ég ekki hvort Amíra hafi verið notað, veit að foreldrar lítils barns voru í þeim hugleiðingum.. Finnst þau hvorutveggja mjög falleg :o)

totamags | 29. jún. '09, kl: 10:24:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit um eina sem heitir Friðsemd. Hef aldrei heyrt það áður, rosalega spes en samt fallegt og venst vel:)

OpalSky | 30. jún. '09, kl: 13:50:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú Amíra hefur verið notað :o) stelpan mín heitir Amíra Sól..... ég sótti um nafnið á sínum tíma til mannanafnanefndar :o) Það er arabískt og þýðir prinsessa!!

Þjóðarblómið | 30. jún. '09, kl: 22:13:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit um litla Amíru Þöll.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

OpalSky | 30. jún. '09, kl: 22:30:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frábært :o) hvað er hún gömul?? seinast þegar ég vissi voru þær sem heita Amíra að fyrra nafni 3.... Amíra Þöll er þá líklega sú fjórða :o)

DannyO | 30. jún. '09, kl: 23:00:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vá, mér finnst Amíra geggjað nafn!!

llahisa | 30. jún. '09, kl: 23:15:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég ELSKA nafnið Amíra. Sá það fyrst enskri bók (eða bandarískri)...allavega var hún á ensku... þá var það egypsk íslamstrúarkona sem hét þetta... fannst það alveg einstaklega fallegt :)

Quin | 29. jún. '09, kl: 11:28:23 | Svara | Er.is | 0

Ef ég eignast stelpu þá langar mig til að skýra hana nafninu Íshildur. Mér finnst það mjög fallegt.

fúfa | 29. jún. '09, kl: 13:02:58 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst nafnið Sigurbirna ofsalega fallegt. Held að það séu nú fáar sem bera það nafn.

bananamuffin | 29. jún. '09, kl: 19:19:26 | Svara | Er.is | 1

Mín heitir Mía. :)

Apríl baby | 29. jún. '09, kl: 21:31:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

langar að vera með líka ;) mín heitir frekar sjaldgæfu nafni en það er Embla Náttsól og hún var sú 4 sem að var skírð því nafni semsagt náttsólar nafninu :) finnst það nafn rosalega flott en það var ekki allra þegar að hún var skírð því!

Dularfull | 30. jún. '09, kl: 13:45:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún ber þetta nafn líka rosalega vel

Dularfull | 30. jún. '09, kl: 13:46:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

átti að fara til Mars stelpu :)

CrazyCatLady | 30. jún. '09, kl: 15:07:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mía finnst mér fallegt nafn .........til lukku með flott nafn á dóttur þinni ;)

skusku | 30. jún. '09, kl: 16:10:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 19

Mig langaði að koma á framfæri minni skoðun um nafngiftir. Ég veit að núna er í tísku að skýra kannski aðeins sjaldgæfari nöfnum og oft tveimur nöfnum og það er mikil gagnrýni alls staðar finnst mér (sko ALLS STAÐAR þar sem nafnamál koma upp að mér viðstaddri). Mörgum finnst þessi " nýju " nöfn svo of spes og of dúlluleg og "allir heita núna svona og hinsegin nöfnum" og "núna eru gömlu góðu nöfnin bara sérstakari".. o.s.frv. Ég vil segja: Já, núna er eitthvað í gangi sem var ekki fyrir 50 árum, já það eru öðruvísi nöfn vinsæl núna heldur en þá.
Get over it, það eru tískubylgjur í þessu sem öllu öðru og það er bara allt í lagi með það. Og þegar þesssi kynslóð vex upp verða þessi nöfn bara ekkert skrítin. (Fólk þreytist ekki að hneyklast á að sjómenn og forsetar geta ekki heitað Máni, eða eitthvað álíka).

Svo lengi sem barnið heitir ekki Dufgus, Kaktus eða Bambi (því mér finnst alveg vera einhver mörk) þá er þetta einfaldlega spurning um smekk. Og það munu alltaf vera einhverjir sem finnst nafn sem foreldrar velja ekki vera nógu gott einhverra hluta vegna. Og sem betur fer, því það væri ekki gott ef allir fengu sama nafnið. Síðan geta aðrir skýrt SITT barn það sem þeim finnst fallegast, í staðinn fyrir að hneyklast á annarra manna nafngiftum. Og að vera að hneyklast á hinum og þessum nöfnum finnst mér vera tímasóun og óvirðing við foreldra og barn. Þetta er ekki mál neins nema foreldra og auðvitað velja þau það sem þeim finnst fallegast. Lærum að virða það.

Langaði bara að koma þessu frá mér því ég er orðin svo þreytt á þessari sífelldu gagnrýni :)

nanna2 | 30. jún. '09, kl: 22:33:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er alveg sammála.. get alveg skilið það að fólki langi að skíra sjaldgæfu nafni, margir leggja upp með það áður en að nafn er fundið en mér persónulega leiðist alveg hrikalega svona tískunöfn sem fleiri tugir barna á sama aldri bera, en það er bara mitt álit..og annað finnst mér verra en það er hvað það er algengt að foreldrar kunni ekki að beygja þessi sjaldgæfu nöfn sem þau velja börnum sínum. Mamma vinkonu minnar er leikskólastjóri í reykjanesbæ og tók á það ráð að setja fallbeygingu nafna barnanna á fatabásinn því henni blöskraði þetta svo.
Gott dæmi um þetta er vinkona mín sem skírði dóttur sína Nótt að seinna nafni (var mjög sjaldgæft þá), hún var spurði í skírnarveislunni hvort að maður segði til Nóttar eða Nætur og hún gat ekki svarað því.

Quin | 1. júl. '09, kl: 08:17:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það voru fjórar Önnur með mér í árgangi og þrír Jónar. Það var í tísku þá.

nanna2 | 1. júl. '09, kl: 09:36:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og pointið er? mér leiðist það alveg jafn mikið hvort sem nafnið er mikael eða jón ;)

Quin | 1. júl. '09, kl: 09:54:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Just saying :) Það verða alltaf tískunöfn, það er eiginlega pointless að vera að pirra sig á því.

Ég ætlaði varla að þora að skíra barnið mitt Heikir af því að það er í Ísfólkinu og er alltaf fljót að segja við fólk að það hafi verið maðurinn minn sem ákvað það nafn (hann hefur aldrei lesið Ísfólkið). Hann valdi það jú, en ég var fljót að samþykkja af því að mér finnst það svo fallegt.

Áður en við ákváðum nöfnin á strákunum okkar þá hafði ég verið hérna á barnalandi og það voru svo margar þá sem voru að fussast yfir Ísfólksnöfnunum og ég tók það að sjálfsögðu til mín (eins og ég er gjörn á að gera, enda mjög áhrifagjörn). Það var líka verið að fussast yfir tískunöfnum sem mörgum þykja falleg í dag (eins og Máni, Embla og Tristan).
Fyrir 30 árum þóttu Jón, Anna, Sigríður og Guðmundur falleg og það er heil kynslóð sem heitir þeim nöfnum núna.

Mér finnst að fólk eigi ekkert að vera að setja út á nafnaval hjá fólki. Ef foreldrum finnast nöfnin falleg, þá á ekkert að segja við því.

En þetta er að sjálfsögðu bara mín skoðun, og ég er ekki að setja beint út á þig, Mrun, heldur frekar þá sem hugsanlega koma til með að setja út á þessi fallegu tískunöfn sem er búið að nefna hérna. Enda held ég að pointið í þínu innleggi hafi verið að fólk kunni ekki að beygja þessi nýju nöfn, sem er oft rétt. Foreldrar manns míns beygja hans nafn (sem er ekki algengt nafn) ekki ennþá rétt í þágufalli! Ég kann aftur á móti að beygja nafnið hans Heikis :)

nanna2 | 1. júl. '09, kl: 10:12:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já ég er sammála..ég pirra mig ekkert á nafnavali annarra og reyni að halda skoðunum mínum á þeim fyrir mig :) það er auðvitað tíska í þessu eins og öllu öðru og því kannski eðlilegt að fjöldinn allur af börnum á sama aldursbili beri sömu nöfnin..en mér leiðist það samt hehe.
Svo er smekkur manna bara svooo misjafn..skil t.d. aldrei þegar það er verið að biðja um álit á nöfnum hér inni, allt í lagi að biðja um hugmyndir en aldrei myndi ég fara eftir því sem álitsgjafar barnalands segja :)

concordia | 1. júl. '09, kl: 12:40:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju er það svona óskiljanlegt? Sumum finnst bara gaman að spá í nöfn. Það er ekki þar með sagt að nafnið ráðist af skoðunum barnalandskerlinga. Sumir vilja hjálp, aðrir ekki. Útfrá einu nafni gæti manni dottið annað í hug. Svo það eru eflaust margir sem geta nýtt sér hugmyndir annara þó svo að það sé ekki farið eftir hvað öðrum finnst.

nanna2 | 1. júl. '09, kl: 13:23:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég sagði það líka að ég skildi það að biðja um hugmyndir :) ég sagði hins vegar að ég skil ekki þegar fólk biður um álit á einhverju einu nafni sem það er að spá í að gefa barninu sínu, þar sem smekkur manna er svo misjafn..gætir alveg eins spurt hvort að fólki finnist pulsur góðar :)
pointið var að ef ég væri búin að velja nafn á barnið og það félli lesendum barnalands ekki í geð myndi ég ekki breyta því og því sé ég ekki ástæðuna til að biðja um álit. ..bara mín skoðun.

Dularfull | 10. júl. '09, kl: 23:56:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eiginlega öfugt hjá mér með beygingarnar á nöfnum dætra minna

þær á leikskólanum og flestir í kringum mig beygja nöfnin ekki rétt

eldri stelpan ber nafnið Nótt sem seinna nafn og á einn miðann sem ég fékk stóð xxxxx Nætur, en til Nóttar er rétt fyrir nafnið sjálft

eins þá er fyrra nafn hinnar dótturinnar Bjartey og það er alltaf beygt til Bjartey, en ekki Bjarteyjar

fer frekar mikið í mínar pirrur stundum þegar ég hef leiðrétt en enginn hlustar

Chuahua | 30. jan. '10, kl: 01:39:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei það á að vera til Bjarteyjar....þetta beygist alveg eins og nafnið Bjarney og önnur "ey" nöfn

kranastelpa | 30. jan. '10, kl: 10:13:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mín er reyndar ekki komin á leikskóla, en ég hef einmitt oft verið spurð hvernig nafnið hennar er beygt, en hún heitir Heiðbrá og flestir skrifa á pakka til Heiðbráar en það er rétt að skrifa til Heiðbrár ;)

~°~°~~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~

Mammsla08 | 1. júl. '09, kl: 12:16:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst Kaktus svo flott haha :P

Á svo yndislega litla stelpurófu:)

Lljóska | 1. júl. '09, kl: 15:42:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

málið er líka að þegar að þessi börn með" skrítnu" nöfnin verða fullorðnir sjómenn, forsetar, þingmenn eða hvað sem er,eru verðum við vön þessum nöfnum og finnumst þau kanski ekkert "skrítinn".
þegar að hinn 3 ára Mikael Máni verður hæstvirtu þingmaður Mikael Máni mun honum og hæstvirta þingmanni Gabríel Úlfi ekki finnast neitt athuga vert við nafn hvors annars.

ég verð samt að viðurkenna það að mér finst mörg nöfn sem hafa verið nefnd á þessum þræði hræðileg, en það er bara mitt. það eru líka mörg "gömull" nöfn sem að mér finst hræðileg.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

Lljóska | 28. ágú. '11, kl: 16:46:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

gaman að fá fullt af plúsum í eldgamalli umræðu!!

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

FloppHopp | 19. ágú. '11, kl: 22:45:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bíddu afhverju er Dufgus, Kaktus eða Bambi verra en Adríana, Aríel, Sumar og hvað þetta allt nú er að romsast upp hérna? Finnst ég vera að lesa Disney bók!

fks | 30. jún. '09, kl: 21:05:39 | Svara | Er.is | 0

Orka
Skær
Seimur
Viðja
Kristall
Hnikarr
Ninja Tíbrá
Skuggi Nóel
Kristólína
Frigg
Skuggi
Öxar
Safír Steinn
Ástbjört
Kristel

fks | 30. jún. '09, kl: 21:16:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gefjun Glóð
Lísandra Týra
Dreki
Gamalíel

kolpa | 10. júl. '09, kl: 13:17:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Mér líður eins og ég sé að lesa hestanöfn ... :S

GoldieLocks | 30. jún. '09, kl: 22:04:18 | Svara | Er.is | 0

Ég hélt að fyrra nafnið á mínum strák væri ekkert óalgengt en svo er það er víst ekkert mjög algengt.
Hann heitir Ófeigur Ingi.

--------------------------------------------------

Á flottasta strák í heimi :)

--------------------------------------------------

vatnsglas | 1. júl. '09, kl: 13:39:59 | Svara | Er.is | 0

Ég man eftir systkinum sem eru sennilega orðin "fullorðin" núna (eða um eða yfir tvítugt allavega...) og þau hétu Höður og Hörn ...ef ég man rétt.
Svo man ég eftir tvíburum sem ég heyrði af sem hétu Salka og Kolka. Fannst það mjög skrýtin nöfn en venjast ágætlega.

Hrafndís | 30. jan. '10, kl: 11:12:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit hver systkinin eru, Höður og Hörn :) Eina Hörnin sem ég hef nokkru sinni hitt.

Everything's fine and I dig everything

Bumbukusk | 1. júl. '09, kl: 15:44:29 | Svara | Er.is | 0

Blængur
Írena
Bæring
Ninna
Liljar
Nói
Daði
Móeiður
Móey

svo fullt af fleiri nöfnum sem ég elskaaa en bara man ekki eftir :)
Elska að spá í nöfnum sem ekkert voða margir heita :)

marto | 1. júl. '09, kl: 19:53:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég prófaði að rekja ættir mínar langt aftur og fann allskonar nöfn, td.

Emerentíana
Greipur
Snjólfur
Svartur
Geirlaug
Hafþóra
Arnóra
Ósvaldur
Sölmundur

Fyrir árið 1000:
Eilífur
Koðrán (kk)
Þorlaug
Þjóðóflur
Reginleif
Hróaldur
Gró
Friðgerður
Söxólfur
Knörr (kk)
Þorgríma
Jóreiður
Þiðrandur
Yngvildur
Skíði
Kolþerna
Oddleifur
Svertingur
Jóra
Véný
Hallkatla

og ég gæti eflaust fundið mörg önnur, mjög gaman að skoða þetta :)

utan | 1. júl. '09, kl: 19:39:34 | Svara | Er.is | 0

Þekki líka einn sem heitir Rútur Skæringur, hann er eitthvað yfir tvítugt.

marto | 1. júl. '09, kl: 21:36:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég þekki hann líka

nanna2 | 1. júl. '09, kl: 21:51:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

haha hann var með mér í fjölbraut..ég hélt heila önn að hann héti Hrútur Skæringu :)

artois | 1. júl. '09, kl: 21:52:44 | Svara | Er.is | 0

Það er spurning hvað telst sjaldgæft og hvað ekki... Nafnið mitt er sjaldgæft per se, við erum aðeins tvær sem erum alnöfnur en hinsvegar er nafnið sett saman út tveimur ekki svo sjaldgæfum nöfnum. Sama á við um bróður minn, hann er sá eini á landinu sem heitir þessu nafni en nafnið hans er sett saman úr tveimur langt í frá sjaldgæfum nöfnum. 26 bera sama nafn og dóttir mín og um 30 bera sama nafn og sonur minn. Bæði nöfnin eru sett saman úr mjög algengum nöfnum...

bobbyMcGee | 1. júl. '09, kl: 21:56:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

viltu koma með nöfnin:)

ein forvitin :o)

artois | 1. júl. '09, kl: 22:12:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stella Hrönn, Jóhann Oddgeir, Eva Rut, Jóhann Már

Lynx | 1. júl. '09, kl: 22:31:42 | Svara | Er.is | 0

Sá um daginn Elíeser og Ísidór. Finnst þau bæði mjög falleg drengjanöfn.

Kv.

L.

radiostar | 1. júl. '09, kl: 22:32:39 | Svara | Er.is | 0

jæja ég ætla að koma með eitt nafn, pabbi minn vildi rosalega að ég myndi heita þetta, mamma tók það ekki í málm henni fannst það svo ljótt. er mjög fegin allavega að hún neitaði nafninu :)
allavega þá er það Frumrósa.

bíba | 1. júl. '09, kl: 22:42:52 | Svara | Er.is | 1

Það er einn tæplega þrítugur sem heitir Kveldúlfur Fenrir...

Mammsla08 | 1. júl. '09, kl: 22:53:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vá það finnst mér flott!

Á svo yndislega litla stelpurófu:)

Lynx | 1. júl. '09, kl: 22:57:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér líka.

Kv.

L.

UserNameNotFound78 | 3. júl. '09, kl: 19:45:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha ég veit hver það er .....mjög sérstakt nafn en passar honum nokkuð vel!

Núna á ég 3 súkkulaðimola!!!
*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*

Pink | 3. júl. '09, kl: 19:03:55 | Svara | Er.is | 0

Ég veit um eina sem heitir Elley. Búið til úr nöfnunum á ömmunum Ella og Eyja.

nibba | 3. júl. '09, kl: 20:32:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég strák sem heitir seinna nafni Jarl ekki svo algengt en sterkt og flott og hentar honum fullkomlega enda þrekinn gutti.

babey21 | 4. júl. '09, kl: 02:27:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað segiði um Styrkár Vatnar? þekki einn lítinn þannig

kranastelpa | 30. jan. '10, kl: 09:52:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hann þekki ég líka :) finnst það voða sérstaktnafn og ætlaði aldrei að muna hvert nanfið væri eftir að heyrði það en eftir að maður hefur heyrt það og lesið nokkrum sinnum þá finnst mér það orðið fallegt :)

~°~°~~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~

lexy | 10. júl. '09, kl: 12:54:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

frænka mín á litla meri sem heiti Elley.. as in hestur sko..

Drea DuJour | 30. jan. '10, kl: 14:37:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki líka Elley :)

Samferða | 10. júl. '09, kl: 21:32:09 | Svara | Er.is | 1

Frændi mannsins míns á son sem heitir Hrappur, ég heldþað séu bara tveir á landinu sem bera þetta nafn. Fyrst fannst mér þetta ógeðslegt nafn en það venst ágætlega. Mér finnst það fínt í dag, hann er orðinn eins árs held ég.

maggaarna | 29. jan. '10, kl: 23:15:03 | Svara | Er.is | 1

Dóttir mín heitir Emilý Rós og mér þykir það afar fallegt :)

Verum bjartsýn þá verður allt léttara! ;)

trinity | 29. jan. '10, kl: 23:24:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég veit ekki til þess að fleiri en ég beri nafnið Malou,..er víst einhvað franskt ættað að ég held

alltikaos.blogcentral.is

minamus12 | 29. jan. '10, kl: 23:33:20 | Svara | Er.is | 0

Heikir :)

the muppets | 30. jan. '10, kl: 00:01:07 | Svara | Er.is | 0

Ætla gefa mér það bessaleyfi að bæta nafni hér inn sem er enn ekki komið hjá neinum enda AFAR sjaldgæft en afturámóti íslenskt, það er karlmannsnafnið Harri.

Musiq | 30. jan. '10, kl: 00:06:49 | Svara | Er.is | 1

Bergdis, Eyja, Nina.......
Bessi, Tumi, Hedinn, Heimir, Bergur.......

Ekkert sma flott sum nofnin herna :) Gaman ad thessari umraedu.

búbbulina | 30. jan. '10, kl: 00:19:39 | Svara | Er.is | 0

Ég á eina litla Matteu sem er frekar sjaldgæft. Nokkrar sem heita Matthea en bara örfáar sem heita Mattea. Svo hét amma mín Mjallhvít sem er bara gífurlega sjaldgæft.

Applemini | 30. jan. '10, kl: 00:56:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þurfti að sækja um leyfi fyrir nafni dóttur minnar og kom því þar með á mannanafnaskrá en amma hennar var sú fyrsta sem var skírð því nafni en það er þó algengt sem gælunafn en ekki sem eiginnafn eða millinafn en það er nafnið Silla svo heitir yngri skottan Árdís

Chuahua | 30. jan. '10, kl: 01:44:54 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst nafnið Hrafnar alveg rosalega fallegt og það er bara 1 sem heitir því skv. ungi.is

síðan eru nöfnin
Hafrós
Íshildur
Sólbrá
Katinka
Melrós

isora | 30. jan. '10, kl: 09:33:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://www.rettarheimild.is/mannanofn

knuf | 30. jan. '10, kl: 09:43:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

minn heitir Marías.

kelan | 30. jan. '10, kl: 11:15:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Líneyk
Sumarrós
Dalrós

Ísidór
Marvin

Chuahua | 30. jan. '10, kl: 17:15:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ok, það er ekki skrýtið að fleiri skulu heita þessu fallega nafni!

Drea DuJour | 30. jan. '10, kl: 14:39:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ungi.is er þá ekki réttur því sonur minn (nóv 2007) var sá fjórði til að bera það nafn :)

Drea DuJour | 30. jan. '10, kl: 14:40:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://www.hagstofa.is/Pages/21

flurby | 30. jan. '10, kl: 11:41:54 | Svara | Er.is | 0

mín stelpa heitir Þórhildur.. svo finnst mér Brimrún rosa fallegt

h1985 | 30. jan. '10, kl: 14:43:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst þér Þórhildur vera sjaldgæft og öðruvísi nafn? Ekki misskilja mig, mér finnst það MJÖG fallegt nafn en hvorki sjaldgæft né "öðruvísi" :)

flurby | 30. jan. '10, kl: 15:47:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei mér finnst það hvorki sjaldgæft né öðruvísi ;) en ég hef ekki heyrt um marga sem skíra þessu nafni núna... sjálfri fannst mér það ferlega kerlingalegt þangað til ég byrjaði að tauta það og fattaði hvað það er fallegt í raun :) en Brimrún finnst mér vera sjaldgæft og öðruvísi án þess þó að vera fáránlegt eða skrítið.. :)

h1985 | 30. jan. '10, kl: 21:55:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ok skil þig :) sonur minn heitir Þorsteinn og það er einmitt ekki algengt að drengir séu skírðir það í dag en nafnið er engu að síður algengt, svipað og með Þórhildar nafnið :)

Endla | 30. jan. '10, kl: 11:46:57 | Svara | Er.is | 1

dóttir mín er með millinafnið Ísis sem er ekki algengt :) og strákurinn með millinafnið Darri.
annars þekki ég nokkrar Alvildur og strák með millinafnið Dofri.

♥prinsinn minn 12.09.07♥
♥prinsessan mín 06.12.09♥

heidav95 | 30. jan. '10, kl: 12:30:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vinkonur mínar heita Urður,Áróra og Nadía svo veit ég um eina Margrún og ein Hildiþór finnst þessi nöfn frekar flott =) og eru frekar sjaldgjaft held ég

sporddrekastelpan | 30. jan. '10, kl: 12:42:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Uppáhaldsnöfnin mín núna eru Emilíana , Viðja , Heiðveig og Ísey .. Strákanöfn Ísak , Noel , Mikael og Alexander....

HBE12 | 30. jan. '10, kl: 13:36:09 | Svara | Er.is | 0

Hér eru nokkur óalgeng og falleg nöfn

Dóttir mín heitir Kristey ekki margar sem heita því

Valey
Dögun
Eyja
Sóldís
Mikaela
Hrafndís
Heiðdís
Aþena

Ares
Ismael
Sesar
Maron

_Valkyrja_ | 30. jan. '10, kl: 15:44:03 | Svara | Er.is | 1

Mín heitir Æsa sem er ekki mjög algengt.

Samkvæmt þjóðskrá eru:
11 sem bera nafnið Æsa sem 1. eiginnafn
6 sem bera nafnið Æsa sem 2. eiginnafn

Þegar hún fékk nafnið sitt árið 2007 hafði engin fengið nafnið í tvö og hálft ár, og 2 fengið nafnið þremur árum fyrir það. Núna eru aftur á móti 4 sem hafa fengið nafnið á eftir henni svo það virðist sem það sem farið að aukast í notkun.

_Valkyrja_ | 30. jan. '10, kl: 18:24:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Annars finnst mér þessi nöfn líka mjög flott:

Loki
Goði
Röskva
Þyrnir
Veturliði
Góa
Móey
Snjólfur
Þorri
Frosti
Hrafnheiður
Hrafnkatla
Snæbrá
Krista
Líneik
Stormur
Askur
Hrafntýr

...og gæti endalaust talið áfram. Sum þessarra nafna sem ég nefndi eru að sækja í sig veðrið og ef heldur svo áfram verða þau mun algengari en þau hafa verið hingað til.

Miss Lovely | 30. jan. '10, kl: 16:11:12 | Svara | Er.is | 0

inni á ungi.is þá getur séð sjaldgæfustu nöfnin

hakar bara í kvk og svo leita þá koma algengustu nöfnin og því aftar sem þú ferð því sjaldgæfari eru þau

sum nöfnin heitir enginn en þau eru samt leyfð

the muppets | 30. jan. '10, kl: 16:20:22 | Svara | Er.is | 0

Hvar sjáiði tilfelli nafna, eða hvað margir einstaklingar heita nafninu. Finn þetta hvergi? Hvorki á Dóms- og kirkju né Ungi.is

_Valkyrja_ | 30. jan. '10, kl: 16:22:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://hagstofa.is/Pages/21

Miss Lovely | 30. jan. '10, kl: 16:23:28 | Svara | Er.is | 0

á eina stelpu sem heitir Bjartey,samkvæmt ungi.is eru þær 21 með það sem fyrranafn og 5 sem seinnanafn

svo mun yngsta mín bera nöfn se bæði eru sjaldgæf
fyrranafnið bera 26 það sem fyrranafn en 7 sem seinnanafn

og seinnanafnið bera 3 það sem fyrranafn en 6 það sem seinnanafn

það er leyndó ennþá samt :)

Maibarn09 | 30. jan. '10, kl: 17:07:05 | Svara | Er.is | 0

Sóllilja, finnst það æði :D

Prinsinn kom í heiminn þann 24.04.2009

Carlsberg HIKK | 30. jan. '10, kl: 17:31:22 | Svara | Er.is | 0

Sæl
Var einmitt að skíra fyrir jólin
Heyrði nafnið Ísey síðastliðin vetur og greip það sem millinafn finnst það flott og pínu töff...........................
enduðum á að skír aokkar stúlku Ísey Rún fengið rosaelga góð viðbrögð viðþví það er ehlst eldra fólkið sem er rekur svona upp h a hvar fannstu það nafn en ekki oft..................við erum allavegna mjög ánægð en breyttum því 2 mín í skírn úr millinafni í aðalnafn.

KV Carlsberg HIKK

Maður lifandi.......

Carlsberg HIKK | 30. jan. '10, kl: 17:35:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einnig skírði ég fyrir 16 árum dreng og fann nanfið Svanberg Már og
valdi ég eftir sem mér fannst mjög fallegt og ekki algegnt............................

KV Carlsberg HIKK

Maður lifandi.......

alí | 30. jan. '10, kl: 18:29:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Millinafnið mitt er Fema. Það þýðir hús Guðs. Er svona nýbyrjuð að sætta mig við þetta en vá hvað ég hataði þetta nafn þegar ég var yngri:Þ

rh123 | 30. jan. '10, kl: 19:30:18 | Svara | Er.is | 0

Bjartey og Glódís

Toffý | 30. jan. '10, kl: 21:29:15 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst Indra rosalega fallegt og langar að skíra því svo er ég líka hrifin af nafninu Alís á stelpu en ég eignast bara stráka svo ég hef ekki getað notað þessi nöfn :)

Trunki | 30. jan. '10, kl: 22:44:21 | Svara | Er.is | 0

eldri mín heitir Amíra og íslenska útgáfan af nafni yngri stelpunnar væri Júdít

___________________________________________

ver | 30. jan. '10, kl: 22:58:24 | Svara | Er.is | 0

Strákurinn minn fékk nafnið Sófus Oddur eftir afa sínum. Ekki algengt nafn en er mjög ánægð með það. Mér finnst við samt alltaf þurfa að pæla soldið í því að hafa nöfnin ekki of "furðuleg" svo að krökkunum verði ekki strítt af þeim í framtíðinni... Vona bara að það verði ekki snúið út úr nafninu hans Sófusar og hann kallaður Sófi eða eitthvað slíkt...

Civil | 30. jan. '10, kl: 23:17:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín börn heita Vatnar og Alda... Þetta eru bæðí fjölskyldu nöfn, ég var alltaf ákveðin með Vatnars nafn enda skírður eftir frænda og föður/afaímynd. Hef ekki lent í neinu nöldri yfir nafngift en hló mikið þegar ég var með Vatnar í sundi og kallaði á hann í barnalauginni. Þá kom einn 6 ára til mín og spurðí af mikilli alvöru hvað hann héti. Ég svaraði að hann heitir Vatnar, næstum eins og vatn....
,,Skírðir þú hann sjálf?" kom þá frá litla einlæga dregnum og ég þurfti þvílíkt að passa mig að springa ekki úr hlátri.
Ég er líka mj hrifin af fallegum og sterkum nöfnum úr íslendingasögum og goðafræði :)

gagagu | 15. ágú. '11, kl: 20:57:10 | Svara | Er.is | 0

Bjargey, Bjarkey, Ísey , Rósborg , Finna, loki
veit ekki hvort þú skoðar þetta ennþá : -)

gagagu | 15. ágú. '11, kl: 20:58:58 | Svara | Er.is | 0

tíbrá, hnikar , ilmur : - )

ljósin3 | 15. ágú. '11, kl: 23:21:47 | Svara | Er.is | 0

Nokkur sem hafa heillað mig eru : Eldey, Lárey, Máney, Sóllilja, Alma, Sóldís
Víkingur, Flóki,

kisa2 | 15. ágú. '11, kl: 23:40:42 | Svara | Er.is | 0

Mín heitir Álfey Tara

Bumbubúi Væntanleg/ur í heiminn 9 sept

diza24 | 20. ágú. '11, kl: 19:30:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mín heitir Máney Tara :)

Álfey er mjög fallegt :)

Nomnomnom | 15. ágú. '11, kl: 23:53:20 | Svara | Er.is | 0

Unginn minn heitir Bogi Leo :) Bogi er ekki algengt en samt ekkert óvenjulegt eða skrýtið.. svo heitir föðurbróðir hans Bogi og langafi hans hét það :) Leo fannst mér fallegt og það er mjög sjaldgæft þó að Leó með kommunni sé rosa algengt :)

Frau | 16. ágú. '11, kl: 10:07:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Se engan mun a thessum nofnum, berdu thad ekki fram eins og Leó? Eda segiru Líó?

Nomnomnom | 16. ágú. '11, kl: 10:16:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki borið fram líó en það er munur á o vs ó í framburði. Við völdum samt Leo fram yfir Leó aðallega því okkur fannst það fallegra skrifað með Bogi, óið lokaði nafninu einhvernveginn... Svo er Leo aljþóðlegra

AHL90 | 16. ágú. '11, kl: 00:16:04 | Svara | Er.is | 0

Mér fannst alltaf nafnið mitt ljótt þegar ég var yngir afþví að enginn hét því sem ég þekkti og mér fannst það vera svo óvenjulegt, en svo var ég að gá og það eru alveg 357 manneskjur sem heita mínu nafni að fornanfni og 185 sem hafa eftirnafnið mitt að eftirnafni en ég held að ég sé sú eina sem heiti þessum 2 nöfnum saman. En ég heiti Arndís Heiða

xarax | 16. ágú. '11, kl: 00:25:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vá, mér finnst nafnið þitt rosalega fallegt:o)

Tveggja gullmola mamma:)
15.05.09-01.03.11

heimasalan | 27. ágú. '11, kl: 09:44:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þið eruð 3 semheitið báðum nöfnunum ;O) http://hagstofa.is/Pages/21

MUX | 5. jan. '13, kl: 16:26:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skondið, við vorum komin með 2 nöfn sem við ætluðum að nota á stelpuna okkar, annað hvort Arndís Heiða eða Arndís (annað nafn), enduðum á hinni samsetningunni :)

because I'm worth it

AHL90 | 16. ágú. '11, kl: 00:16:40 | Svara | Er.is | 0

Gleymdi að taka það fram að ég er mjög ánægð með nafnið mitt núna og skil ekki hvaða rugl var í mér þegar ég var yngri:D

fabulera | 16. ágú. '11, kl: 08:39:59 | Svara | Er.is | 0

Snærún... ég rakst á það nafn þegar ég var að leita að nafni á stelpuna okkar, skírði það reyndar ekki, en fannst mjög sérstakt að það eru bara 4 sem heita Snærún á Íslandi en 130 sem heita Særún og yfir 3000 sem heita Sigrún, finnst Snærún bara ekkert meira öðruvísi en t.d. Særún og Sigrún, og í raun flottast af þessum þremur nöfnum.

Karmen fannst mér líka soldið flott, en það er engin á Íslandi sem heitir það, bara Carmen og það eru 50 sem heita það.

Þóranna finnst mér æðislegt
Anney
Ísak
Baldur (veit að það er ekki sjaldgæft en finnst það eitt fallegasta strákanafn sem ég veit um, því miður var maðurinn minn ekki sammála :(

Veit um systkini sem heita:
Freyja, Edda, Sif og Þór.... finnst það ÆÐI!! Allt rosalega falleg nöfn og flott að hafa svona "þema", öll úr goðafræðinni
en dóttir mín heitir einmitt einu af þessum nöfnum ;)

Mér finnst best að skoða:
http://is.wikipedia.org
þar sér maður merkingu nafnsins, beygingu, hversu margir heita sem fyrsta eða annað nafn OG líka gaman að sjá trendið á nafninu í gegnum árin, getur séð hversu margir voru skírðir hvaða ár og hvort það sé orðið algengara eða sjaldgæfara með árunum.

fallegazta | 16. ágú. '11, kl: 08:45:41 | Svara | Er.is | 0

Yngri stelpan mín heitir Von að seinna nafni og þó að mörgum finnist það rosalega væmið þá finnst mér það mjög flott og sérstakt + að það hefur ofsalega fallega merkingu....;=)

saedis88 | 16. ágú. '11, kl: 09:21:20 | Svara | Er.is | 0

mínar dætur heita bara mjög venjulegum íslenskum nöfnum. En ég var með stelpu í skóla sem heitir Járnbrá, fannst það skrítið fyrst en finnst það mjög fallegt. Þegar ég var að leita af nafni fyrir yngri stelpuna mína þá rakst ég á nafnið Mjalldís og var dáldið skotin í því. En kalllinn tók það ekki í mál haha

kranastelpa | 16. ágú. '11, kl: 13:00:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Járnbrá hef ég aldrei heyrt.. bara kolbrá, ljósbrá, gullbrá, en svo ég ég eina Heiðbrá, en þær eru 13 semheita það að fyrra nafni en 4 sem seinna nafn :) og hún er sú eina sem ber tvínefnið sitt..

~°~°~~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~°~

Peppasín | 16. ágú. '11, kl: 09:43:57 | Svara | Er.is | 0

Ég er alveg sjúk í -ey nöfn
Blómey
Máney
Draumey
Bjarkey
Valey
Hjaltey
Líney
Ástey
Daðey
Bjartey
Bjargey
Laufey
Þórey
Líney
Ísey

Miriam - Rebekka - Áróra - Úrsúla - Ársól - Heiður...

Hreiðar - Hrannar - Eldar - Ísak - Haddur - Elí -

Dettur ekki meira í hug í fljótu bragði...

----------------
Strákur 2009
Stelpa 2011

thedude | 16. ágú. '11, kl: 10:32:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

var ekki alveg að nenna að lesa þetta allt.. en mér finnst
sædís
freydís
mjög fallegt og ekki algeng nöfn
frænkur mínar heita til dæmis
jakobína mjög gamlt nafn
saga dalrós
daney ísbjörg
rósalía jökla ( búa reyndar í danmörku)


ég heiti sigurrós ..var ekki algengt en held að það sé aðeins búið að breytast eftir að hljómsveitin kom á yfirborðið ha ha ha

Helgust | 16. ágú. '11, kl: 11:21:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sigurrós kom sterklega til greina þegar við vorum að leita að nafni :)

Helgust | 16. ágú. '11, kl: 11:20:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín heitir Hrafney
sýnist það eina nafnið með ey endingu sem er ekki á listanum þínum :)

artistic | 22. des. '12, kl: 01:47:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

svo er líka nafnið Bjarney

desemberprins | 16. ágú. '11, kl: 16:57:15 | Svara | Er.is | 0

skrítið að mörgum finnst stelpu nöfn sem enda á ey falleg en nefna ekki Bjartmey það er ein sem heitir því nafni
svo eru nöfnin

Atlas
Sebastían
Baltasar
Hafdís

falleg nöfn líka að mínu mati

************************************************************
I don´t care i you´re black, white, straight, bisexual, gay, lesbian, short, tall, fat, skinny, rich or poor.
IF YOU´RE NICE TO ME, I´LL BE NICE TO YOU.
Simple as that.


all the ups and downs is what life is all about...good or bad make the best of what u have :)
************************************************************

lofthæna | 19. ágú. '11, kl: 13:11:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bjartmey er líka allt annað en -ey því það endar á -mey. Fallegt nafn samt ;)

TJ108 | 16. ágú. '11, kl: 17:28:10 | Svara | Er.is | 0

Ég á eina Ársól, en þær eru 15 alls með henni. Ef hún hefði verið strákur þá hefði hún fengið nafnið Ísar, en sennilega sem seinna nafn... Ég held það sé frekar sjaldgæft, en hef samt ekki skoðað það sérstaklega.

EmmaZ | 16. ágú. '11, kl: 20:13:38 | Svara | Er.is | 0

Dóttir mín ber nafn sem hún og 2 aðrar bera samkvæmt þjóðskrá.
Hún heitir Daniella:)

larva | 16. ágú. '11, kl: 20:38:52 | Svara | Er.is | 0

Ég á eina Ídu Maren..
En annars finnst mér
Saga
Vaka
Eir
Vikar
Eldar
Sær
Bóel (kvk)
Burkni
Bóas
Birnir
Elís
Mía
Lísbeth
Myrra

Castiel | 17. ágú. '11, kl: 19:47:17 | Svara | Er.is | 0

Mín dama heitir Ástdís og á eftir að vera að leiðrétta fólk alla sína ævin en mér finnst það rosalega fallegt nafn :)

"Sometimes being a bitch is all a woman has to hold onto"

torat | 17. ágú. '11, kl: 20:12:52 | Svara | Er.is | 0

Ljósbrá og Dagbjartur finnast mér mjög falleg.

-------------
Ég fíla ekki kaldhæðni.

Regnbogastelpa | 17. ágú. '11, kl: 21:18:17 | Svara | Er.is | 0

Kristel
Karól
Karína

pjonadot | 17. ágú. '11, kl: 22:03:37 | Svara | Er.is | 0

Ilmur
Hugi

Isabel7575 | 18. ágú. '11, kl: 11:57:33 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst Aþena æðislegt.

chiwawa | 18. ágú. '11, kl: 17:47:55 | Svara | Er.is | 0

bróðir minn heitir Snjólfur, sem mér finnst mjög eðlilegt (enda er það í fjölskyldunni) en þeir eru víst bara 10 á landinu... :) Við systur vorum ekki sáttar þegar hann var lítill og flestir vildu meina að þetta væri kattanafn! :P

Það er samt eiginlega fyndnara að 2 bestu vinir hans þegar hann var minni voru Sebastían Andri og Snæringur Hersir... það var svolítið flott þegar krakkarnir á deildinni voru að reyna að bera þetta fram! :D

Systir mín heitir Dagmar að seinna nafni sem ég hélt að væri mun óalgengara en það er (samkvæmt ungi.is), þær sem ég þekki sem heita Dagmar eru allar í fjölskyldunni.

tiril | 27. ágú. '11, kl: 18:47:46 | Svara | Er.is | 0

Yrja
Yrma
Yrsa
Embla
Alexía
Aðalrós
Bergrós
Mist
Þetta eru nokkur nöfn sem eru í minni ætt.

kristján örn | 21. des. '12, kl: 21:31:18 | Svara | Er.is | 0

Eg a eina Carmen Lind og finnst það fallegasta nafnið a landinu :)

artistic | 22. des. '12, kl: 01:52:30 | Svara | Er.is | 0

Ég á eina sem heitir Heiðdís .. er ekki viss hvort það sé endilega sjaldgæft nafn en ég hafði reyndar aldrei hitt neina með því nafni fyrr og man ekki sérstaklega eftir að hafa heyrt það áður en við rákumst á þetta á nafnalista.
Svolítið fyndið þar sem við völdum nafnið snemma á meðgöngunni og höfðum hvorugt heyrt það fyrr þá var einmitt læknir uppá meðgöngudeild sem sinnti mér þar sem hét Heiðdís :)

HollyMolly | 24. des. '12, kl: 01:16:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frænka mín heitir Heiðdís sem og nágranni minn. Fallegt nafn :)

♥ 15.6.11 fríkkaði heimurinn um 100% ♥
♥ Enn meiri fegurð bætist við í júní 2016 - 35v+ ♥

lífsstíll9898 | 22. des. '12, kl: 18:15:18 | Svara | Er.is | 0

Dettur fyrst í hug Illugi, Indriði, Víkingur, Grímur og Fróði.

Finnst þessi nöfn ótrúlega töff! Þó er ég ekki viss um að ég myndi nokkurn tíman skíra þessum nöfnum.

.........................
I N F I N I T Y

california | 22. des. '12, kl: 22:23:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Brimdís finnst mér æðislegt

gaman88 | 22. des. '12, kl: 22:35:12 | Svara | Er.is | 0

Karítas

BetaOgIngó | 23. des. '12, kl: 10:58:44 | Svara | Er.is | 0

Ég er ástfangin af nafninu Hálfdán. Þetta nafn er þokkalega vinsælt í fjölskyldu kærastans míns og mér fannst það algjórt æði þegar ég heyrði það fyrst.

https://www.facebook.com/groups/117372741734147/ - Degu á Íslandi

lífsstíll9898 | 23. des. '12, kl: 23:05:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það minnir mig svo á ''Half down'' :(

.........................
I N F I N I T Y

hugsumilausnum | 3. jan. '13, kl: 01:23:19 | Svara | Er.is | 0

Krókur
Geysir
Sigló
Sandur
Mörður
Fribbi

danticat | 4. jan. '13, kl: 23:52:01 | Svara | Er.is | 0

Ava
Eva
Rós
Emma
Mía
Marey
Marín
Snæfríður

Tumi
Nökkvi
Rökkvi
Blær
Benjamín
Nikolai
Tómas

danticat | 5. jan. '13, kl: 00:31:31 | Svara | Er.is | 0

Daníel
Katrín
Isabel (veit ekki hvort megi á Íslandi)
Salka
Nathaníel
Gabríel

Krystal Carey | 6. jan. '13, kl: 04:17:43 | Svara | Er.is | 0

Talía
Jörgína
Irma
Elínbjörg
Gná
Magnhildur
Agla
Eik


Starri
Skorri
Þeyr
Þorri
Jarl

tiril | 6. jan. '13, kl: 09:54:58 | Svara | Er.is | 0

Ylfa
Yrja
Yrsa
Embla
Alexía
millinöfn t.d.
Mist
Mai
Brá
Lind
Rós

mrb04 | 29. apr. '22, kl: 13:43:01 | Svara | Er.is | 0

Ég heiti Mattý Rós og við erum bara 2 með Mattý sem fyrsta nafn, persónulega finnst mér Mattý ekkert spes eitt og sér en ég elska að heyra Mattý Rós saman.

PassionCheff | 5. maí '22, kl: 16:08:24 | Svara | Er.is | 0

Arelía, Lillyjurós og Ares hef ég ekki heyrt áður nema þegar ömmu dúllan mín var skírð, Lillyjurós og ömmu dúllinn minn var skírður að milli nafni, Ares.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ísland fær falleinkunn sem velferðarríki Júlí 78 1.7.2022 3.7.2022 | 08:44
nissan xtrail eða toyota rav4 stubban 24.6.2022 2.7.2022 | 12:00
NATO eflist með inngöngu Finna og Svía _Svartbakur 28.6.2022 2.7.2022 | 00:13
Tengjast þessir atburðir? Tryllingur 1.7.2022 1.7.2022 | 18:43
Barnalagið "Lífið í túni" Pedro Ebeling de Carvalho 28.6.2022
Fjallkonan, hvernig endar þetta? Júlí 78 17.6.2022 28.6.2022 | 16:59
Framsýni _Svartbakur 27.6.2022 28.6.2022 | 10:45
Tjaldsvæði bara fyrir tjöld? svartasunna 2.6.2022 28.6.2022 | 07:48
Teenage Mutant Ninja Turtles á íslensku? bman 9.11.2013 27.6.2022 | 22:42
Afsakanir Tryllingur 26.6.2022
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 26.6.2022 | 14:19
Reykjavíkurflugvöllur og flugöryggi _Svartbakur 25.6.2022
Nokkur lög Þursaflokksins í flutningi mínum Pedro Ebeling de Carvalho 24.6.2022
klausturbleikja toggaaa 24.6.2022
Land víkinga til sölu í pörtum Tryllingur 20.6.2022 24.6.2022 | 02:03
Bestellen Sie Ihre amtlichen Dokumente auf unserer Website (https://www.sprachexperte.com/) Rei jjk007 23.6.2022 23.6.2022 | 21:56
Bestellen Sie Ihre amtlichen Dokumente auf unserer Website (https://www.sprachexperte.com/) Rei jjk007 23.6.2022
Lítil þvittavél? prjonadyrið 18.6.2022 21.6.2022 | 22:35
Hvernig fer maður á heimabanka? Chromecast84 21.6.2022
Alltaf eru færri ferþegar í Strætó _Svartbakur 9.6.2022 21.6.2022 | 18:07
Fangelsin á Íslandi? Thorbjorgkj1985 21.6.2022 21.6.2022 | 16:55
Kalinigrad áður Köngsberg yfirgangur Rússa. jaðraka 21.6.2022 21.6.2022 | 16:52
Helvítis frekjuhundar Tryllingur 20.6.2022 20.6.2022 | 21:14
Góður sjúkraþjálfari vegna vefjagigt Selja2012 20.6.2022
Inneign á gjafakorti arion banka? Sarabía 28.12.2013 20.6.2022 | 07:11
Tekjulítill Tryllingur 19.6.2022 20.6.2022 | 02:43
Lag á táknmáli Myken 9.11.2015 19.6.2022 | 13:30
"Vegna Covid" tímabókanir Geiri85 16.6.2022 18.6.2022 | 11:13
Frumsýning: lag frá mér fyrir þjóðhátíðardag Íslendinga Pedro Ebeling de Carvalho 17.6.2022
Bílapartasölur - kaupa þær af manni bíl? chichirivichi 5.5.2007 16.6.2022 | 19:39
Platan "Áfram Ísland!" er gefin út Pedro Ebeling de Carvalho 16.6.2022
Rússar geta ekki unnið stríðið við Ukraínu ! _Svartbakur 15.6.2022 16.6.2022 | 09:04
Pósturinn - kæra abtmjolk 15.6.2022
Flytja eldra fólk 55 - 95 ára til Spánar ? _Svartbakur 14.6.2022 15.6.2022 | 16:49
Sjúkdómar Tryllingur 13.6.2022 15.6.2022 | 15:17
sjálfboði í sveit í vanda v þunglyndis á reddit orkustöng 7.4.2015 15.6.2022 | 01:51
Keflavíkurflugvöllur og Hvassahraun _Svartbakur 10.6.2022 14.6.2022 | 15:52
Samtal við mig um tónlistina mína á Twitter Pedro Ebeling de Carvalho 13.6.2022
Miklir verkir við samfarir Notandi1122 13.6.2022 13.6.2022 | 10:30
Falleg alþjóðleg stelpunöfn sem passa við millinafnið Sólveig Girlmama 11.6.2022 13.6.2022 | 00:25
Nudd! Fyrstir koma, fyrstir fá! Arnidm 11.6.2022
Frumsýning á YouTube-rásinni minni Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2022
Therabreath munnskol Bella2397 10.6.2022
Bráðamóttakan, hverjir bera ábyrgð á ástandinu? Júlí 78 4.6.2022 10.6.2022 | 10:56
Hvað ertu að gera í kvöld? Twitters 20.7.2018 9.6.2022 | 21:25
Hrátt hunang toggaaa 7.6.2022 9.6.2022 | 16:53
Viðhorf fólks til kannabisneyslu - hvað finnst þér? Heiðlóan ♫♬♪ ♩ 18.9.2014 9.6.2022 | 14:37
Góður Sálfræðingur fyrir 18 ára Janef 3.6.2022 8.6.2022 | 11:53
hvar er hægt að kaupa? Dreamdunker 7.6.2022
Afrit af sjúkraskrá Ilmati 7.6.2022
Síða 1 af 72379 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, superman2, Gabríella S, Atli Bergthor, aronbj, tj7, karenfridriks, RakelGunnars, joga80, rockybland, Bland.is, mentonised, Óskar24, MagnaAron, Anitarafns1, ingig, krulla27, barker19404