Sjúkradagpeningar

kiddat | 25. nóv. '15, kl: 15:35:14 | 146 | Svara | Er.is | 0

Er að vandræððast með umsók á sjúkradagpeningum. Vottorð frá vinnuveitanaa er frá 20. sept.Vottorð lækna eru frá 1.okt. Allt í einu eru komnir 48 veikindadaga á 12 mánuðum

Ef viðkomandi er búinn að taka út þessa veikindadaga á síðustu 12 mánuðum, á þá viðkomandi rétt á 1 mánuði með staðgengislaunum og 2 mánuðum á daglaunum. Viðkomandi hætti vegna veikinda og varð óvinnufær.

vIð erum alls ekki að skilja þetta. Héldum að um leið og hann varð óvinnufær að þá tæki sjúkrasjóður stéttarfélgasins við greiðslum. Ef starfsmaður þarf að fara í mál við vinnuveitandann til að leiðrétta þetta þó svo að í rauninni sé hann búinn að greiða munfleiri veikindadaga en 48 daga.

Veit ekki hvort það breyti einhverju að viðkomandi sé í Eflingu. Þegar ég fór með vottorðið þá slapp það inn fyrir 20. nóv en vottorðið frá vinnuveitanda er bara ekki tekið gilt þó svo að eftir okkar og vinnveitans séum við að skila öllum pappíum réttum. Núna er þetta orðið að einni flækju sem ekkert okka skilur.

Vonandi skilur einhver um hvað ég er að tala um og getur sagt okkur hvað best er að gera. Það er ekki í myndinni að fara í mál við vinnuveitandann því hann er búinn að langt um meira en honum ber.

 

niniel | 25. nóv. '15, kl: 16:14:18 | Svara | Er.is | 0

Það þarf að klára veikindarétt hjá vinnuveitanda áður en sjúkrasjóður stéttarfélagsins tekur við, en ég skil ekki alveg af textanum hjá þér hvernig ferlið hefur verið.


Hvenær veiktist hann? Hvað var hann búinn að vinna lengi hjá vinnuveitanda? Hvað var hann búinn að nota marga veikindadaga á síðustu 12 mánuðum áður en þessi veikindi komu upp? Hvað er það sem sjúkrasjóður Eflingar neitar að borga?

kiddat | 25. nóv. '15, kl: 16:37:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann er búinn að nýta alla veikindaga og rúmlega það á síðustu ca 3 árin, Vinnuveitandinn hefur borgað honum ansi marga veikindaga umfram það sem er í kjarasamningum. Efling segir að það séu 48 dagar á síðusta 12 mánaða tímabili. Hef alltaf staðið í þeirri meiningu að það séu 2 dagar á mánuði er ekki eins og virðist vera í þessu máli 48 dagar.

Varla á hann svo rétt á 3 mánuðum í viðbót á launum ef hann er búinn að taka út alla veikindadagana?

niniel | 25. nóv. '15, kl: 18:05:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tveir dagar á mánuði á bara við fyrsta árið hjá vinnuveitanda.
http://www.efling.is/wp-content/uploads/2014/04/Kjarasamningur-2014-SA-og-Floi-A5-vefutgafa.pdf
Skoðaðu kafla 8.1 í þessum kjarasamningi.

Ef hann er búinn að vinna þrjú ár á þessum stað, þá á hann að fá greidda þrjá mánuði í veikindum, einn á fullum launum ("staðgengilslaunum" þar sem tekið er tillit til vaktaálags o.þ.h.) og tvo á grunnlaunum. Veikindadagar á síðustu 12 mánuðum dragast frá því.

Segir Efling að hann sé búinn að nota 48 daga eða að heildar rétturinn hjá vinnuveitanda séu 48 dagar? Hvað teljið þið / vinnuveitandinn að hann sé búinn að fá marga veikindadaga greidda á árinu? (Þú segir að þeir séu fleiri en 48). Koma þeir dagar ekki allir fram á launaseðli?

kiddat | 25. nóv. '15, kl: 18:42:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei þeir gera það nefnilega ekki, hann hefur oft misst úr vinnu heilar vikur jafnvel 2 -3 í einu en fengið greidd laun þó svo að hann sé veikur.hann hefur fengið laun fyrir heilu og hálfa dagana líka. . Vinnuveitandinn hefur ekkert verið að telja þessa daga sem hann hefur verið veikur.

Þá er ómögulegt að segja til um hve marga daga hann hefur verið frá vinnu.

Strákurinn er með slæma sóragigt sem leggst aðallega á báðar hendur eða réttara sagt á fingurnar og það gengur illa að finna lyf handa honum sem virka.

Þessi breyting hefur alveg farið fram hjá okkur, ég bara trúði því ekki að hann gæti þurft að fara í mál við vinnuveitandann sem hefur verið svo skilningsríkur og borgað honum laun fyrir flesta veikindadagana.

Vinnuveitandinn skrifaði 32 daga á vottorðið, hann eins og við stóðum í þeirri meiningu að veikindadagarnir væru 2 í mánuði.

Það var nú þekkt að ansi margir töldu að þessir 2 veikindadagar væru frídagar sem fólk ætti rétt á. Ætli það séu margir sem taka þá 4 daga í mánuði sem frí

Samkvæmt þessu þá á vinnuveitandinn að borga honum laun í 3 mánuði þrátt fyrir að hafa borgað honum laun í öllum þessum veikindadögum sem hann hefur fengið borgað.

Stráksi á auðvitað erfitt með að fara fram á þetta við vinnuveitandan vegna þessa og ég efast um að hann geri það og skil hann mjög vel

fálkaorðan | 25. nóv. '15, kl: 19:15:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki mál Eflingar að vinnuveitandi hafi ekki haldið utan um veikindaskráningu. En það er alveg galið að ætla ekki að fara fram á það við vinnuveitanda að hann borgi umsaminn veikindarétt. Það er bara klikkun.


Hvað segir vinnuveitandi þegar honum er bent á þessar skyldur sínar?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Ziha | 25. nóv. '15, kl: 19:52:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er einfaldlega ekki val ef hann vill fá tekjur.... hann verður að klára réttinn fyrst. Og það er ansi langt síðan farið var að miða við 12 mánaða tímabil í sambandi við veikindi......  en það eru ennþá margir að tala um þessa blessuðu 2 daga þráttt fyrir að hafa kannski verið að vinna hjá sama vinnuveitanda í 10 + ár.....svo þið eruð ekki þau einu.


Stéttarfélagið hans á að ganga í málið ef það verður eitthvað vesen... veit að í svona málum sem ég hef vitað af hefur stéttarfélagið aðstoðað við að  fá þann rétt sem er í gildi.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Bella C | 25. nóv. '15, kl: 21:29:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta hafði ég ekki hugmynd um, hef alltaf staðið í góðri trú um að maður safnaði þessum 2 dögum á mánuði, las svo kjarasamninginn eftir að hafa séð þetta hér! Alltaf að læra eitthvað nýtt.

niniel | 26. nóv. '15, kl: 09:45:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er óheppilegt að vinnuveitandi hafi ekki skráð veikindadaga. Þá hefur hvorki hann né þið neina sönnun um það hversu marga daga er búið að borga. Það er kannski einhver möguleiki að ræða við þau hjá Eflingu og útskýra að þetta sé misskilningur og ath. hvort að þeir samþykkja að taka við nýju vottorði vinnuveitanda með leiðréttri skráningu. Ekki víst að það verði samþykkt, en má reyna.


Þessi kjarasamningsákvæði um veikindarétt (2 dagar pr. mánuð á fyrsta ári, mánuður eftir árið, 3 mánuðir eftir þrjú ár og 4 mánuðir eftir fimm ár) eru í samræmi við lög frá 1979 svo þetta er ekkert nýtt.


Þeir veikindadagar sem vinnuveitandinn er búinn að borga (32 samkvæmt skráningu hans) dragast frá - það eru s.s. ekki 3 mánuðir til viðbótar við þá. Ef hann á rétt á 48 veikindadögum skv. Eflingu er hann líklega ekki búin að vinna í full 3 ár (

niniel | 26. nóv. '15, kl: 09:51:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

(48 vinnudagar eru 2 mánuðir og 1 vika) en í öllu falli þá dragast alltaf allir greiddir veikindadagar á sl. 12 mánuðum frá þessum rétti. Þess vegna er svo mikilvægt að þeir séu skráðir á launaseðla.


Ef að Efling vill ekki taka við nýju/leiðréttu vottorði vinnuveitanda þá vantar 16 vinnudaga upp á (3 vikur) sem vinnuveitandi verður að greiða. (Ekki 3 mánuði). 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Brunasár Catalyst 27.10.2011 27.2.2024 | 12:05
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Hvaða skemmtistaða saknið þið? (0-99 ára) Golda Meir 13.8.2006 22.2.2024 | 17:14
Síða 2 af 47584 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Guddie, tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, Bland.is, paulobrien