Skatta skuld og árangurslaust fjárnám

Hammasimo | 31. jan. '16, kl: 20:03:13 | 554 | Svara | Er.is | 0

Er að posta þetta aftur, það var lás á hinum .þræðinum og ég fann engar stillingar til að breyta.

Dauðvantar svar við þessu. Ég er með skattaskuld sem var gert árangurslaust fjárnám á í júní 2013, það verða þá komin 3 ár í sumar. Hef lesið að þetta fyrnist á 4 árum eftir að árangurslaust fjárnám hefur verið gert, en svo eru sumir sem segja að svo sé ekki? Veit einhver eitthvað um þetta? Hvað tekur langan tíma fyrir skatta skuld í formi ríkissjóðsinnheimta að fyrnast og fyrir mig að detta út af vanskilaskrá creditinfo?

Svo er ég með aðra skuld frá sýslumanni blönduóss sem að er frá sumrinu 2010. Ég tók eftir því þegar ég skoðaði heimabankann minn í dag að sú krafa er nú horfin? Hún er þá komin á sjötta árið þýðir það að hún hafi fyrnst?

Öll hjálp vel þegin

 

tóin | 31. jan. '16, kl: 20:24:10 | Svara | Er.is | 0

Fyrnast skattar yfirleitt?

Varðstu gjaldþrota, formlega?

Hammasimo | 31. jan. '16, kl: 20:31:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ekki gjaldþrota en það var gert á mér árangurslaust fjárnám, og ég átti engar eignir þannig það var án árangurs. Það verða 3 ár núna í Júní síðan það var gert.

ert | 31. jan. '16, kl: 20:28:39 | Svara | Er.is | 0

Ég veit að skattaskuldir fyrnast en ég þekki ekki reglur um það.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Hammasimo | 31. jan. '16, kl: 20:32:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þakka svarið. Þekkiru eitthvað til fyrningu krafa sýslumanns?

Jarðaberið | 31. jan. '16, kl: 20:38:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


allar upplýsingar hér  https://www.tollur.is/einstaklingar/innheimtumal/vanskil/fyrning-skulda/

Steina67 | 31. jan. '16, kl: 23:46:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þær fyrnast á 4 árum, þ.e. ekki skattaskuldir heldur aðrar skuldir.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Hammasimo | 31. jan. '16, kl: 23:56:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og fyrnast þá aldrei þessi skattaskuld sem ég er að tala um? S.s. skuld í formi ríkissjóðsinnheimta á heimabanka sem innheimt er af Tollstjóra?

Hammasimo | 31. jan. '16, kl: 23:56:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fyrnist** átti þetta að vera

Hammasimo | 31. jan. '16, kl: 23:57:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er að fá svaðalega vexti á hana. Endar á því að vera 50-50 vextir og upprunaleg skuld. Finnst þetta óþolandi.

Steina67 | 1. feb. '16, kl: 00:09:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko hún ætti að fyrnast á 4 árum frá því að árangurslaust fjárnám er gert. Finn ekkert um breytinguna á lögunum. Ef þú hefur farið í gegnum gjaldþrot að þá ætti hún að fyrnast á 2 árum.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Hammasimo | 1. feb. '16, kl: 00:12:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir svarið Steina. Vel þegið :)

Steina67 | 1. feb. '16, kl: 00:19:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

 Ef hún á að fyrnast á 2 árum þá þarf skuldin að vera innan gjaldþrotsins og með í þeim kröfum.  Kröfur sem stofnast eftir gjaldþrot fyrnast ekki á 2 árum. 

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Hammasimo | 1. feb. '16, kl: 00:24:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég lenti ekki í gjaldþroti, það var bara gert árangurslaust fjárnám hjá mér og ætlaði að semja um skuldina og borga ákveðið á mánuði en hef bara ekki haft efni á að borga af henni þar sem ég er með lítið milli handanna. Þetta hlýtur að reddast .... annars sem ég um þetta þegar ég hef efni á :)

Takk takk!

Dalía 1979 | 2. feb. '16, kl: 07:53:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þær fyrnast ekki 

bananabongo | 2. feb. '16, kl: 12:55:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Til hvers er fólk þá að borga af skuldunum sínum. bara bíða nokkur ár og allt er horfið.
Getur LÍN ekki tekið upp þetta kerfi.

Steina67 | 2. feb. '16, kl: 17:38:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það gilda allt aðrar reglur um LÍN en almennar kröfur.


Hins vegar held ég að skatturinn viðhaldi kröfunum endalaust og því falla þær ekkert niður

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

ert | 2. feb. '16, kl: 19:29:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að skatturinn afskrifi en hvenær það veit ég ekki

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tóin | 31. jan. '16, kl: 20:39:02 | Svara | Er.is | 0

Hér er eitthvað fjallað um þetta:

 

 


Ice1986 | 31. jan. '16, kl: 20:39:51 | Svara | Er.is | 1

Það fer eftir því hvort kröfuhafi hefur viðhaldið kröfunni - allskonar leiðir til að slíta fyrningu. 

Hammasimo | 31. jan. '16, kl: 21:24:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar get ég séð það? Þessi krafa er inni á heimabankanum mínum (s.s. skattkrafan) en sú frá sýslumanni er horfin.

ert | 31. jan. '16, kl: 21:34:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Farðu inn á skattur.is sjáðu hver staða þín hjá Innheimtumanni ríkissjóðs er.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Hammasimo | 31. jan. '16, kl: 21:49:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það stendur bara það sama og í bréfunum frá þeim. Það sem ég vill fá að vita er hvort ég losni við þetta 4 árum eftir að árangurslaust fjárnám er gert, eða hvort þessi krafa hverfi bara aldrei.

ert | 31. jan. '16, kl: 22:10:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það fer eftir ákvörðun þeirra. Þeir geta ákveðið að viðhalda kröfunni eða ekki. Þú getur spurt þá um reglur varðandi þetta en þetta er ákvörðun sem innheimtuaðili tekur. Hún má að sjálfsögðu ekki mismuna gjaldendum þannig að það er örugglega til regla um þetta.

En er krafan frá sýsla á Blöndósi þá inni?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Hammasimo | 31. jan. '16, kl: 22:24:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Krafan frá sýslumanni á Blönduósi hvarf núna þegar 2016 datt inn. Dagsetning niðurfellingar var samt í Apríl 2016.

ert | 31. jan. '16, kl: 22:29:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá máttu eiga von á því að það sama gerist með hina kröfuna og að það taki hátt á sjötta ár að fella kröfuna niður.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Hammasimo | 31. jan. '16, kl: 21:49:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þakka svarið btw!

Hammasimo | 31. jan. '16, kl: 21:28:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta eru ríkissjóðsinnheimtur, fæ reglulega gluggapóst frá Tollstjóra.

saedis88 | 31. jan. '16, kl: 20:42:52 | Svara | Er.is | 1

sama hversu oft ég les þetta les ég alltaf skRatta skuld

fróna | 1. feb. '16, kl: 21:35:14 | Svara | Er.is | 0

Sæl. Ég skulda skattinum vegna ógreidds tekuskatts af verktakalaunum en ekki virðisaukaskatt. Er þetta tekjuskattur sem þú skuldar eða hvernig gjöld eru það ? Ég fékk að vita á sínum tíma að skattaskuld fyrndist aldrei en mögulega er það breytt. Ég gerði samning sem fólst í þvi að greiða niður vexti og svo smá inn á höfuðstól. Ætli ég hefði ekki verið alla ævina að greiða þessa smá upphæð ef kreppan hefði ekki komið og þá kom Jóhanna blessunin því á að við sem skulduðum skatt greiddum enga vexti heldur beint inn á höfuðstól. Svo gerði ég bara hinn fínasta  samning við skattinn og greiði eins og af skuldabréfi og klára það eftir eitt ár. Hefurðu prófað að gera samning þvi ef þú gerir það hreinsast nafnið þitt ef þú ert ekki í vanskilum annars staðar. Gangi þér vel 

Dalía 1979 | 2. feb. '16, kl: 07:51:48 | Svara | Er.is | 0

Skattaskuldir fyrnast ekki þannig þeir munu halda þér með áránguslaust fjárnám fram i rauðann dauðann ..

farfar | 2. feb. '16, kl: 18:07:16 | Svara | Er.is | 0

sorry, gleymdu því. þú ferð ekki af vanskilaskrá fyrr en þú ert búin að borga þetta uppí topp.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Síða 8 af 47596 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Bland.is, Guddie, tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien