Skattur á nagladekkjanotkun

Júlí 78 | 3. des. '21, kl: 17:42:58 | 132 | Svara | Er.is | 0

Var að lesa í frétt þetta: " Sveit­ar­stjórn­ir fá heim­ild til að leggja á gjald, allt að 40 þúsund krón­ur, fyr­ir notk­un negldra hjól­b­arða á öku­tækj­um, nái frum­varp til breyt­inga á um­ferðarlög­um fram að ganga á Alþingi. Gjald­skylda væri merkt notk­un negldra dekka á til­tekn­um svæðum, á ákveðnum tíma­bil­um, en ann­ars óheim­il.

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, flyt­ur frum­varpið ásamt fjór­um sam­flokks­mönn­um sín­um."

Er ekki í lagi? 40 þús.!  Fyrir að reyna að halda í öryggið? Hef nú sjálf reynt það að bókstaflega renna afturábak í brekku þegar það var komin glæra hálka, var þá að heilsársdekkjum. Er komin á nagladekk á veturna og er alls ekki hrifin að breyta því eitthvað. Bíleigendur borga alls konar skatta. Þetta er bara enn ein skattheimtunin í viðbót við allt annað ef af verður.

Jú svifryksmengun er ekki góð en er það einöngu vegna nagladekkja? Ég les nú bara þetta í skýrslu sem Efla gerði fyrir Vegagerðina: "Stór hluti eða yfir 80% af svifrykinu stafar af bílaumferð. Í samanburði við mælingar sem gerðar voru árin
2003 og 2013 sést að eldfjallaaska er ekki lengur til staðar sem hafði mælst í töluverðu magni 2013. Hlutfall
jarðvegs fer minnkandi sem helst í hendur við lítil umsvif byggingarframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu á
þessum tíma. Hlutfall malbiks mældist 48,8% og er stærsti hluti svifryksins. Þetta er nokkur aukning frá
mælingunni sem gerð var 2013 og er lítillega minna en mældist 2003. Erfitt er að segja nákvæmlega hvað
veldur þessum mismun í niðurstöðum. Líklegasta skýringin er að veðuraðstæður spili þarna inn í, en gera
má ráð fyrir að blautviðri dragi mikið úr svifryksmyndun frá malbiki. Aðrir áhrifaþættir eins og
umferðarþungi, nagladekkjanotkun og malbiksgerðir hafa ekki breyst mikið frá 2013. Þrátt fyrir ýmsar
aðgerðir til að draga úr svifryksmengun frá malbiki eins og minni notkun nagladekkja og slitþolnara malbik,
þá er hlutfall þess að mælast nokkuð hátt. Full ástæða er til að leita áfram leiða til að takmarka malbiksslit
þar sem malbik inniheldur mörg heilsuspillandi efni. Einnig er áberandi hátt hlutfall sóts sem mældis svipað
og árið 2013 en mun lægra árið 2003. Niðurstöðurnar styðja eindregið þann grun að vægi sóts í svifryki hafi
vaxið mjög á síðustu árum sem má sennilega rekja til mikillar aukningar í bílaumferð og hækkandi hlutfalls
díselbíla. Vegna þess hversu hlutfall sóts er að mælast hátt og vegna neikvæðra heilsufarsáhrifa þess er
ástæða til að rannsaka þennan mengunarþátt nánar og skoða leiðir til að draga úr sótmengun t.d. með
takmörkun á umferð díselbíla sem uppfylla ekki ákveðin útblástursskilyrði." 

_Svartbakur | 3. des. '21, kl: 22:47:56 | Svara | Er.is | 0

Nagladekk eru í raun heilmikil öryggistæki.
Negldir hjólbarðar koma í veg fyrir dauðaslys í umfeðinni.

fossdalur | 4. des. '21, kl: 01:07:39 | Svara | Er.is | 1

Aukinn umferðarhraði veldur vaxandi svifriki, Einnig aukin þingd ökutækja. Strætó á nagladekkjum veldur ca. 10sinnum meiri skaða á malbiki og undirstöðum gatna heldur en fólksbíll. Sama á við um fiskflutningabíla. Nagladekk eru almennt mikið öruggari í borgarakstri en annar dekkjabæunaður. Þvottur á götum minnkar svifrik og einnig þvottur á dekkjum. Rvk. var með bakka með hreinsilegi sem hreynsaði tröru af dekkjum en borgin er hætt þessu.
Söltun gatna leysir upp/míkir yfirborð gatna og þannig kominn losar gúmmíið fína yfirborð malbiks og klæðningar sem svo blandast svifrikinu.
Samfylkingin er að gera mikil mistök með þessu frumvarpi sínu og mun fæla marga kjósendur frá flokknum.

Júlí 78 | 4. des. '21, kl: 07:50:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað segir svo Runólfur hjá FÍB um þetta? Fréttablaðið í dag :
Runólfur segir að FÍB hafi lagt
áherslu á forvarnir og upplýsingar
til almennings og neytenda hvað
varði nagladekk og svifryk. „Við
vitum að margir þurfa ekki nagla,
við vitum líka að það getur orðið
til falskt öryggi en stundum þarf að nota nagla. Það borgar sig ekki að
hafa rörsýn þegar svona ákvarðanir
eru teknar.“
Runólfur segist fremur styðja
að áhersla verði lögð á samþættar
aðgerðir. Á höfuðborgarsvæðinu
þurfi sem dæmi öflugri hreinsun
gatna samhliða átaki um að minnka
nagladekkjanotkun.
„Það eru ákveðnar aðstæður þegar
nagladekk skilja milli lífs og dauða,“
bætir Runólfur við."Já, ég les bara um eilífar kvartanir um að götur í Reykjavík séu varla hreinsaðar eða bara alltof seint. 


Hvað segja þau svo á Akureyri um málið : 
"Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, tekur mjög einarða
afstöðu gegn frumvarpinu.
„Ég held að þetta fyrirkomulag
yrði alveg ómögulegt, að sveitarfélögin væru með svona eftirlit, einhverja dekkjalöggu,“ segir Ásthildur.
Hún bendir á að aðstæður til vetraraksturs séu mjög misjafnar eftir
búsetu fólks.
„Fólk horfir á öryggið og þeir sem
þurfa mikið að ferðast og eru á langkeyrslu, þeir vilja vera á nöglum,“
segir Ásthildur.
Nær væri að lækka gjöld á
umhverfisvænni kosti en negld
dekk."

_Svartbakur | 4. des. '21, kl: 14:59:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Strætó á sínum dekkjum hvort sem er nagladekk og síakstur um borgina með tóma vagna er auðvita mesta vitleysan í þessu öllu.
Það á einfaldlega að banna akstur strætisvagna sem eru tomir, skylda þannig vagna til að stöðva þar til farþegar sýna sig.
trætó er sennilega mesti mengunarvaldurinn pr. flutning á farþegum.

darkstar | 5. des. '21, kl: 12:53:38 | Svara | Er.is | 0

Fer aldrei í gegn, svona eins og að rukka fólk fyrir að nota öryggisbelti, svifryk er í raun ekki vandamál þar sem hver einasti aðili á Grímu í dag

_Svartbakur | 6. des. '21, kl: 09:12:14 | Svara | Er.is | 2

Glerhált víða á höfuðborgarsvæðinu.
Saltbílar renna stjórnlaust á aðra bíla.
Fólk sem annast aðstoð við sjúklinga og eldra fólk í heimahúsum t.d. í efri byggðum Reykjavíkur treysta sér ekki að sinna starfi sínu á ónegldum bílum.

https://www.ruv.is/frett/2021/12/06/logregla-varar-vid-flughalku-a-hofudborgarsvaedinu

Júlí 78 | 6. des. '21, kl: 10:57:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég var að lesa þetta í nýjustu frétt: " Sjúkra­liði hjá Reykja­víkur­borg, í­hugar að segja upp störfum eftir að bílar heima­hjúkrunar á vegum borgarinnar voru teknir af nagla­dekkjum.   Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins í morgun.  Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á að óþarfi sé að nota nagladekk innan borgarmarkanna. Að mati borgarinnar auka nagladekk kostnað á viðhaldi gatna í Reykjavík með því að slíta malbikið margfalt hraðar en önnur dekk, þau auka eldsneytiskostnað bifreiða, þau valda óþarfa hávaða og draga úr loftgæðum með mengun."
Svo segir þarna: "Björg sinnir heima­hjúkrun meðal annars í efri byggðum borgarinnar og segist hún í sam­tali við Morgun­blaðið upp­lifa ó­öryggi í starfi eftir að á­kveðið var að bílarnir skyldu ekki vera á nöglum.

„Það er allt annað veður­far í efri byggðum. Ég myndi ekki fara út í ó­veðri á mínum bíl. En ég þarf að fara út í hvaða veðri sem er til að sinna vinnu minni. Ég er að fara til fólks sem er veikt. Ég þarf að koma því í rúmið, gefa því lyf,“ segir Björg við Morgun­blaðið og bætir við að starfs­menn heima­hjúkrunar séu oft snemma á ferðinni, jafn­vel áður en búið er að ryðja snjó í öllum hverfum.

Þá bendir Björg á að starfs­menn séu ekki á neinum jeppum heldur smá­bílum á borð við Nissan Micra, Toyota Yaris og Kia Rio. Björg segist hafa mætt litlum skilningi hjá borginni vegna málsins og í­hugar að segja upp störfum vegna þess."


Glætan að ég færi að keyra um á smábíl með enga nagla í glerhálku. Reyndar finnst mér nagladekkin alveg nauðsynleg við svona aðstæður, jafnvel þó um stærri bíla sé að ræða.


Mér finnst þetta líka gott komment þarna hjá einni konu: " Mér þætti fróðlegt að sjá hverjir gerðu þær rannsóknir að öryggi heilsársdekkja væri jafnt á við nagladekkin í öllum aðstæðum. Ég myndi einnig vilja vita hvar þær rannsóknir voru gerðar og við hvaða aðstæður? Því það er pottþétt að ég myndi segja upp ef ég væri í sömu aðstæðum og sjúkraliðinn sem fréttin fjallar um. Ég myndi álíta sem svo að borgin væri vísvitandi að setja mig í auka hættu á götum borgarinnar."

https://www.dv.is/frettir/2021/12/6/sjukralidi-hja-reykjavikurborg-ihugar-ad-segja-upp-storfum-thvi-nagladekkin-voru-tekin-af/


neutralist | 6. des. '21, kl: 12:36:30 | Svara | Er.is | 2

Heilsársdekk eru almennt séð drasl. Það er því út í hött að bera þau saman við vetrardekk.

Það er hægt að vera á vetrardekkjum án þess að vera á negldum. Ónegld vetrardekk (ekki heilsársdekk) eru mörg orðin svo góð að þau eru á pari við nagladekk. Prófaðu alvöru ónegld vetrardekk áður en þú byrjar að kvarta.

Júlí 78 | 6. des. '21, kl: 13:50:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað segir FÍB?, úr grein frá 2017: " Negld og ónegld vetrardekk hafi bæði sína kosti og sína galla. Höfuðkostur ónegldu dekkjanna er sá að setja má þau undir bílinn fyrr á haustin og taka þau seinna undan að vori heldur en nagladekkin.

Ónegld eru hljóðlátari og rífa ekki eins í slitlag þegar hiti er yfir frostmarki.  Óumdeilt er að negld dekk grípa betur í ís en þau ónegldu. Oft eru hálkublettir á og við vegamót, bæði ísing en líka harðtroðinn og háll snjór.  Ökumenn á „ónegldu“ eiga erfiðara með að bregðast við og í tæka tíð.

Fyrir þá sem aka á ónegldum vetrardekkjum er það öryggismál að visst lágmarkshlutfall umferðarinnar sé á negldum dekkjum þar sem það rífur í ísinn og eykur grip ónegldra dekkja. 

Tæplega tveggja ára finnsk slysarannsókn leiddi í ljós að mikill meirihluti þeirra bíla sem lenda í slysum að vetrarlagi þar sem fólk lætur lífið, eru á ónegldum vetrardekkjum. Skýrastur verður munurinn þegar vegur er ísilagður.

Við þær aðstæður hefðu dauðaslysin orðið 83 prósent færri hefðu slysabílarnir ekki verið á ónegldum vetrardekkjum heldur negldum. 

Rannsóknin var gerð hjá tæknirannsóknastofnuninni VTT í Finnlandi. Rannsökuð voru öll þau banaslys sem orðið hafa að vetrarlagi í landinu á árunum 1997-2012 þar sem við sögu komu fólksbílar og sendibílar.

Öll banaslys sem verða í umferðinni í Finnlandi eru rannsökuð mjög nákvæmlega og allt skráð sem skiptir máli, eins og ástand bílanna og einstakra hluta þeirra, svo sem hjólbarðanna.

Rannsóknin leiddi ennfremur í ljós að ef nagladekk yrðu bönnuð og allir ækju á ónegldum dekkjum að vetrarlagi, myndi dauðaslysum í umferðinni fjölga um 9 á ári að meðaltali. Sænska vegagerðin hefur á liðnum árum talið að notkun nagladekkja sé ekki lengur vandamál.

Samfara þróun sterkara slitlags slíta nýrri nagladekk stórlega minna en „gömlu” nagladekkin sem dregur stórlega úr sliti á vegyfirborði."

https://www.fib.is/is/um-fib/frettir/skattur-a-nagladekk-adfor-ad-oryggi

ffletchs | 8. des. '21, kl: 08:26:19 | Svara | Er.is | 0

ég þoli ekki nagladekk, en er samt á nagladekkjum af þeirri einföldu ástæðu að Reykjavíkurborg neitar að salta/sanda botnlangann sem ég er í. Hann er töluverðri brekku og engin leið að komast upp hana nema á nögglum þegar það er hálka.

Þetta er í Gravarvogi, salt/söndunarbíllinn kemur götuna en fer ekki hliðargötuna/botnlangan sem ég er í þar sem eru 10 raðhús (allir á nöglum útaf þess).
Ég hringdi í reykjvavíkurborg og kvartaði, þeir sögðust ekki geta farið hliðaranga í götum því þá þyrftu þeir að gera það í öllum götum ?!?! en þetta er bara kjaftæði, þarft bara að gera það þar sem er mikill halli

ef Reykjavíkurborg ætlar að fara þessa leið er lágmark þeir salti/sandi

_Svartbakur | 8. des. '21, kl: 16:22:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svona aðstæður glerhálka og ekki hægt að hreyfa sig hvorki fótgangandi eða á bíl er vía í borginni.
Stórhættulegt að vera á nagladekkja. Það sam á víða við t.d. í sumarhúsabyggðum Reykvíkinga í Grímsnesi eða nærri Reykjavík.
Stórhættulegt að aka án nagladekkja.
Já og svo víðar t.d .a Bikupstungnabraut við vissar aðstæður getur fólk drepið sig eða aðra ef ekki á nagladekkjum
Í efri byggðum Reykjavíkur koma alltaf upp aðstæður að ekki er hægt ð hreyfa sig án nagladekkja eða mannbordda.
Hversvegna erum við að láta kjánann Dag B Eggertsson sem hefur látið borgina setjaa í hita allt í kringum hann í miðborginni stjórna þessu ? Við þurfum aggertsson og hanns hyski sem fyrst.

Brannibull | 8. des. '21, kl: 09:43:35 | Svara | Er.is | 0

Enn og aftur sannast það hversu mikilir apaheilar eru við stjórnvölin hjá Reykjavíkurborg.

101 hangandi hálfvitar sem aldrei hafa unnið sómasamlega vinnu um ævina, hvað þá dýft hendi í kalt vatn.

Lattelepjandi aumingjar sem sitja á rándýrum gagnslausum fundum allan daginn og bíða eftir að fá sendan til sín hádegismat úr Múlakaffi á kostnað skattgreiðenda.

Svo má ekki gleyma einni afleiðingu ef þetta yrði að veruleika, margir myndu veigra sér við að nota nagladekk, árekstrum myndi fjölga og þar af leiðandi myndu tryggingafélögin hækka iðgjöld med det samme.

Júlí 78 | 8. des. '21, kl: 11:27:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og svo má ekki gleyma að hún fátæka Gunna sem á nú kannski bíldruslu en keyrir ekki mikið samt, hún þarf að borga jafn mikið og sá sem er alltaf út og suður alla daga á sínum nagladekkjum. Þessi Samfylkingarmaður talaði um að þar sem þetta væri ákvörðun hjá sveitarfélögum að koma með þetta 40 þús. kr. gjald þá yrði sjálfsagt þessu gjaldi ekki komið víða úti á landi. Skiljanlega myndi t.d. Akureyri aldrei samþykkja þessa vitleysu. Og þó, myndu ekki mörg sveitarfélög sjá þetta sem tækifæri til að fá aukakrónur í kassann?


En Gísli Marteinn sagði: "Ef nagladekk eru bönnuð í Rvk (eða höfuðborgarsvæðinu) þá er ekkert mál að þeir sem koma á nöglum annarsstaðar frá og þurfa t.d. að fara yfir heiðar á leið í bæinn, kaupi sér bara dags-passa á næstu bensínstöð og setja í gluggann. Leyfi fyrir 1 degi á nöglum. Fyrirmynd frá Noregi."  


Þetta er allt orðið svo ruglað, maður getur varla farið út á land nema að borga hér og þar einhver gjöld - t.d. fyrir að skoða Kerið - úr frétt frá 2017: " Kerfélagið, eigandi Kersins í Grímsnesi, hagnaðist um 30 milljónir króna í fyrra þegar það rukkaði inn 70 milljónir í aðgangseyri. Tekjur félagsins jukust þá um 42 milljónir milli ára en að sögn Óskars Magnússonar, stjórnarformanns Kerfélagsins, heimsóttu um 150 þúsund manns eldgíginn í fyrra. Gjaldtaka er hafin á fleiri ferðamannastöðum á náttúruminjaskrá og aðrir landeigendur með áform um slíkt."


Svo ef fjölskylda sem kemur frá Akureyri til höfuðborgarinnar að vetrarlagi þá verður hún að borga einhvern dagpassa fyrir að vera á nöglum! Já öryggið á sko að kosta! Hvar endar þessi eilífa skattheimta? 

Inngangur | 12. des. '21, kl: 20:20:47 | Svara | Er.is | 0

Fáránlegt, bara fáránlegt að ætla að setja auka skatt á nagladekk. Nægir eru skattarnir nú þegar!

_Svartbakur | 12. des. '21, kl: 20:43:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei Dagur B og Co í borgarstjórn hata bílinn útí eitt.
Allir eiga að fara með strætó og klöngrast yfir snjó og klaka og húka í biðskýlum í hvernig veðri sem er.
Hann sjálfur hefurlátið leggja hitaleiðslur í götuna hanns, bílastði og næstu götur og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur
nema kannki ef þið eruð ekki ánægð með hann og látið í ykkur heyra.
Borgarlínu Boggan gafst upp þegar fólk sagði henni til syndanna í verslunum eins og Bónus og hvar sem var.

Júlí 78 | 12. des. '21, kl: 21:36:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hlustaði nú á Silfrið í dag. Þar sagði Dóra pírati að "þú þarft ekki að eiga bíl" einmitt eins og það sé satt. Veit hún ekki að sums staðar er strætó hættur að fara inní hverfi og bara djók ef fólk ætlar þá að fara í strætó. Göngutúr mjög langur að næsta strætóskýli. Hver nennir því í hvaða veðri sem er? Alveg heillandi eða þannig. 


Já og svo sagði Eyþór að það væri verið að fækka biðskýlum í austurhluta borgarinnar t.d. í Grafarvogi. Alveg æðislegt að bíða eftir strætó þar sem er ekki biðskýli og kannski 20 vindstig úti eða hálf brjálað veður. Já eða mígandi rigning....Svo á einum stað á höfuðborgarsvæðinu (ekki Reykjavík) var í boði  að fara yfir 2 stórar umferðaræðar til að komast í næsta strætóskýli! (þegar slegið var inn frá og til á vef Strætó...Er þetta Borgarlínustefnan?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
húsbíll á þýsku? oskabaun85 24.10.2007 28.1.2022 | 13:29
Brandari, svar kemur innan skamms Brannibull 27.1.2022 28.1.2022 | 11:32
Omicron afbrigði Covid myndar mótefni gegn öðrum afbrigðum Covid _Svartbakur 25.1.2022 28.1.2022 | 10:37
Verktakalaun/stuðningsfjölskylda Totaogtomas 26.1.2022 28.1.2022 | 09:49
Mannauðsstjórnun NTV febrero 26.1.2022 28.1.2022 | 06:49
Stríð í Evrópu ? _Svartbakur 26.1.2022 28.1.2022 | 01:57
Sambandsslit og að slíta á öll tengsl ox2 8.1.2014 28.1.2022 | 01:10
Vændi Hampur 27.1.2022 27.1.2022 | 20:37
Lítið marktæk bók ? Kristland 27.1.2022
Covid útskrift??? Hr85 27.1.2022 27.1.2022 | 14:56
Laugarvatn kdm 26.1.2022 27.1.2022 | 11:49
Vesen með afsal á fasteign qetuo55 25.1.2022 27.1.2022 | 11:48
Bólusetningarpassar, líklega það heimskulegasta og tilgangslausasta í þessu Covid fári Brannibull 26.1.2022 26.1.2022 | 23:07
Ólafur Hraundal??? olth 25.1.2022 26.1.2022 | 18:41
IPTV Áskrift Mæli með iptvaskrift 20.12.2021 26.1.2022 | 16:11
Fóstur missir- útskrap Kitt Kat 25.1.2022 26.1.2022 | 09:13
Omíkron bjargvætturinn góði ? _Svartbakur 2.1.2022 25.1.2022 | 22:11
???? um þungun binasif 24.1.2022 25.1.2022 | 20:41
Hvernig er að vinna hjá Marel xflexx 25.1.2022
Nú þegar við snúum aftur til eðlilegs lífs Hr85 25.1.2022
Já ég sagði ykkur 2. jan 2022 að Omíkron væri bjargvættur okkar. _Svartbakur 25.1.2022
Fjölbreytileikafræðingur ??? cambel 16.11.2021 25.1.2022 | 11:26
Örvunarbólusetning ekki orðin virk, en voru þeir með Covid? Brannibull 25.1.2022
FDA og 55 ára leyndarhjúpurinn, lítið rætt mál Brannibull 24.1.2022 25.1.2022 | 10:26
Em handbolti VValsd 22.1.2022 25.1.2022 | 03:14
Aukakennsla í stærðfræði fyrir 9. bekk fisherprice 13.1.2022 24.1.2022 | 22:01
Grínast með fræðinga og forseta. Kristland 24.1.2022
Hvenær endar covid VValsd 22.1.2022 24.1.2022 | 15:55
Hver getur aðstoðað fátækan öryrkja? Fordfocustilsolu 24.1.2022
Em handboltinn VValsd 24.1.2022
Af hverju verða menn straigth eftir ,,gay life" ? Kristland 21.1.2022 24.1.2022 | 10:24
kórea Norður VValsd 23.1.2022 24.1.2022 | 06:18
hver er bragarháttur ljósins ást tölublað 23.1.2022
Óvitar dvd sunnaloa56 23.1.2022
Bændur redviper 23.1.2022
Stock trading app abtmjolk 22.1.2022 23.1.2022 | 14:16
Hversu vel treystið þið stórum lyfjafyrirtækjum? Brannibull 12.1.2022 23.1.2022 | 14:14
"Óvenjuleg" gæludýr? Zjuver 14.11.2014 23.1.2022 | 14:00
app fyrir Android listamaðurinn 2.4.2011 23.1.2022 | 12:39
Varasöm villutrú ? Kristland 23.1.2022 23.1.2022 | 09:45
Nágrannar Blandís 23.1.2022
Dreyma um að vera elt og svo stungin í magan Jojodulla00 21.1.2022 21.1.2022 | 23:20
Leiga í bílskúr - húsaleigubætur ghaf 16.1.2022 21.1.2022 | 20:08
Ósmekklegir og algjörlega politically incorrect brandarar, fílið þið þá? Brannibull 21.1.2022 21.1.2022 | 16:43
Kóngar - prinsessur og drottningar. Kristland 20.1.2022 21.1.2022 | 16:19
Er f.e.f læknanleg ? Kristland 17.1.2022 21.1.2022 | 16:17
16 og 23 ára Jojodulla00 16.1.2022 20.1.2022 | 18:55
Þið sem hafið fengið covid, fjórar léttar spurningar til ykkar. Brannibull 18.1.2022 20.1.2022 | 16:47
Vínveitingar til 21? VValsd 19.1.2022 19.1.2022 | 22:56
Tannlækningar í Búdapest Bella2397 12.1.2022 19.1.2022 | 06:56
Síða 1 af 62952 síðum
 

Umræðustjórar: joga80, flippkisi, Óskar24, MagnaAron, vkg, tinnzy123, Gabríella S, mentonised, barker19404, ingig, superman2, karenfridriks, Bland.is, Atli Bergthor, anon, Coco LaDiva, krulla27, aronbj, rockybland, Krani8