Skert starfshlutfall og laun

Riceroniee | 13. feb. '18, kl: 15:13:50 | 176 | Svara | Er.is | 0

Nú er það þannig að ég þurfti að minnka við mig vinnuna í haust niður í 50% útaf veikindum, síðan þá hef ég bara fengið borgað fyrir þessa litlu vinnu sem er náttúrulega bara klink verandi í láglaunastarfi.
Það hefur enginn getað sagt mér hvað ég þurfi að gera til að fá meiri laun til að fylla upp í þessi 50%
Ég safna skuldum og er bara að drukkna. Ég er nýkomin inn hjá VIRK en það er bara byrjunarreitur og þegar ég skoða endurhæfingalífeyri blabla þá kemur alltaf upp að þegar maður er búinn að vera óvinnufær í einhvern tíma og er búinn að fá frá stéttarfélaginu sínu og eitthvað að þá eigi maður rétt á endurhæfingalífeyri. Ég hef bara aldrei sóst eftir því að fá neitt frá stéttarfélaginu mínu því ég veit ekki hvort ég eigi rétt á því..er ekki óvinnufær en jú í lítilli prósentu.


Er einhver hérna sem veit eitthvað um eitthvað og getur frætt mig á mannamáli?

 

ofsa | 13. feb. '18, kl: 15:25:03 | Svara | Er.is | 0

Úff, þetta er flókið. Ég legg til að þú talir við stéttarfélagið strax í dag til að fá ráðleggingar. Það er nefnilega þannig að kerfið hefur tilhneigingu til að refsa manni fyrir að minnka starfshlutfall eins og þú gerir, og axla þannig tekjuskerðinguna af veikindunum sjálf, frekar en að fara í veikindaleyfi að hluta. Ef þú hefðir farið í 50% veikindaleyfi frekar en að segja upp 50% starfshlutfalli hefðir þú haldið réttindum gagnvart stéttarfélaginu þínu og hinu opinbera.
Ég veit að það hjálpar þér ekkert að segja þér hvernig hefði verið heppilegast að haga sér í fortíðinni (og þegar maður er lasinn er maður að auki ekki í frábærri stöðu til að taka útreiknaðar ákvarðanir) en ég er að segja þér þetta svo þú vitir aðeins hverju þú átt von á þegar þú talar við stéttarfélagið.
Svo getur VIRK mögulega ráðlagt þér eitthvað líka.
Gangi þér súper vel - þetta eru ömurlegar aðstæður til að vera í og ég vona að það finnist lausn á þeim.

Riceroniee | 13. feb. '18, kl: 15:29:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir svarið. 
Sko það var í rauninnni ekki ég sjálf sem minnkaði hlutfallið heldur vinnuveitandi minn. Ég var komin í svo mikinn mínus útaf veikindadögum að hún minnkaði þetta og svo þegar ég bað um hærra hlutfall þá treysti hún mér ekki til þess útaf veikindum. Ég athuga hvað þau segja og VIRK getur örugglega aðstoðað mig með þetta. Mér finnst upplýsingarnar á tr.is og virk.is svo óljosar með svona dæmi og yfirleitt bara talað um fólk sem er óvinnufært.. það er glatað að vera bara í 50% og ná ekki endum saman. Manni finndist sanngjarnt að allir ættu að vera með 100% útborguð laun til að borga húsnæði og allt hitt en hvernig það á að ganga upp veit ég ekki..

ofsa | 13. feb. '18, kl: 20:25:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

... Ég er orðlaus! Já, klagaðu þennan yfirmann í stéttarfélagið ekki seinna en strax. Ekki treysta algjörlega á VIRK í þessu máli - ráðgjafinn minn hjá VIRK var t.d. ekki félagsráðgjafi og þar af leiðandi ekki góð í svona praktískum málum sem sneru að kerfinu, heldur sérfræðingur í endurhæfingu.

En í eðlilegu ferli þegar maður er óvinnufær að hluta ætti maður að byrja á því að fara í veikindaleyfi eftir þörfum. Þegar veikindadagarnir eru búnir ættu sjúkradagpeningar frá stéttarfélagi að taka við og þegar þeir eru að klárast ætti heimilislæknir að vísa manni áfram til TR þar sem endurhæfingar- eða örorkulífeyrir tæki við. (Allt sagt með fyrirvörum um að ég er ekki sérfræðingur í neinu af þessu)

En það er ömurlegt þegar vinnuveitandinn stendur ekki við bakið á manni í svona erfiðum aðstæðum.

eira | 14. feb. '18, kl: 19:45:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef yfirmaður þinn minnkar starfshlutfallið þitt þá er  hann að segja upp hluta af stöðu þinni.  Ef hann sagði upp 50% áttu hugsanlega rétt á atvinnuleysisbótum á móti.  

kaldbakur | 13. feb. '18, kl: 15:29:03 | Svara | Er.is | 0

Já ef þú ert duglegur að safna skuldum þá ráðlegg ég þér að kaupa Banka.
Það var allavegana þannig að bankarnir fjármögnuðu sig með stórum lántökum og ráðlögðu öðru fólki að gera það líka.
Allavegana þá færðu lítið útúr kerfinu hér ... kannski að banka uppa hja TR ?

Riceroniee | 13. feb. '18, kl: 15:31:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kaupa banka?
já tékka á TR

kaldbakur | 13. feb. '18, kl: 15:32:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já væri sterkt að tala við TR ef þú átt banka.
En ok þeir hugsa afturábak þar á bæ þannig að það virka illa.

Riceroniee | 13. feb. '18, kl: 15:34:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég verð að fara að safna mér fyrir banka.. hvort ætli landsbankinn eða íslandsbanki sé betri í eign? ..kannski opna minn eigin banka bara

kaldbakur | 13. feb. '18, kl: 15:53:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þú ættir að stofna félag erlendis sem gæti náð sambandi við aðila eins og þig sem langar að eignast banka.
Þessi erlendi aðili gæti keypt hlutafé í einhverjum litlum banka með stuðningi ytra og sagst vera með stuðning frá þér en þú hefðir á stofnað einkahlutafélag um áform þin um bakakaup.
Þetta myndi styrkja áform þín um bankakaup og gefa þér sterkari bakgrundvöll þegar þú leggur kautilboð í einhvern af þessum íslensku bönkum sem verða til sölu.

Þetta eru auðvitað ódýr uppskrift til að verða milljónamæringur.
En því miður þá gengur þetta sjalan upp án þess að ég þurfi að fínpússa strefnuna.
Þessvegna græði ´ég á þessu sem ráðgefandi aðili þegar fyrirtækið er að byrja sín fyrstu spor.

TheMadOne | 14. feb. '18, kl: 02:11:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þetta hjálpar alveg gríðarlega

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

neutralist | 14. feb. '18, kl: 19:01:09 | Svara | Er.is | 0

Þú ættir að skoða rétt þinn á sjúkradagpeningum frá stéttarfélagi og frá sjúkratryggingum.

Lampi1 | 26. feb. '18, kl: 05:00:17 | Svara | Er.is | 0

Tala við stéttarfélagið ASAP

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Goasthunters Dehli 23.1.2019 23.1.2019 | 21:52
Hvar sæki ég um húsmæðraorlof? fotilsolu 23.1.2019
Bilalán eða leiga Janefonda 20.1.2019 23.1.2019 | 21:08
Barn í sama herbergi og einstætt foreldri bjorn788 20.1.2019 23.1.2019 | 20:05
Keto fyrir byrjendur? Aldey 23.1.2019
Verður til ásættanleg niðurstaða í kjarasamingunum ' kaldbakur 21.1.2019 23.1.2019 | 15:06
Hvaða bókhaldskerfi er best fyrir lítil fyrirtæki? madonna9 23.1.2019 23.1.2019 | 12:02
Vape ? Yfirhamsturinn 22.1.2019 23.1.2019 | 10:38
hvar fær maður góðan lækni til prófa ífillingar í varir, þessi kona er ný flutt til landsins o looo 23.1.2019
Barnabætur kona1 23.1.2019 23.1.2019 | 01:24
hvað er að gerast í hausnum á polyester 23.1.2019 23.1.2019 | 00:56
Enn heldur viðrinið áfram að benda á aðra (SDG) spikkblue 22.1.2019 22.1.2019 | 22:42
Alda Karen Scam? sollap87 16.1.2019 22.1.2019 | 21:51
hvenær á að skila skatt 2019 terrorist 22.1.2019 22.1.2019 | 21:46
Arinn og heitur pottur jonniah 22.1.2019 22.1.2019 | 18:52
Upphandleggir cambel 18.12.2018 22.1.2019 | 18:26
Konu og bóndadagur SantanaSmythe 19.1.2019 22.1.2019 | 17:23
vatnslás notandi50 22.1.2019 22.1.2019 | 17:17
#metoo - komið út í rugl og öfgar spikkblue 21.1.2019 22.1.2019 | 15:02
Elskurnar munum eftir smáfuglunum, isbjarnamamma 19.1.2019 21.1.2019 | 21:36
Eru hommar kannski menn? helleluv 18.1.2019 21.1.2019 | 20:29
Eru hommar kannski menn? helleluv 12.1.2019 21.1.2019 | 20:17
Ungbarnabílstólar og breydd monica 21.1.2019
Athyglissýkin í svona liði er alveg mögnuð - getur ekki verið í sambandi án bdsm spikkblue 19.1.2019 21.1.2019 | 19:06
Prósentureikningur dvergur93 19.1.2019 21.1.2019 | 16:22
Innanhússhönnuður? blandari101 19.1.2019 21.1.2019 | 16:15
Rúm T100 21.1.2019 21.1.2019 | 14:57
Gullkort vs Classic kort (kreditkort) ingvibs 21.1.2019
Gjaldþrot og bílasamningur Nonnispes 16.1.2019 21.1.2019 | 12:17
Besta Þvottavélin? bakkynjur 21.1.2019 21.1.2019 | 02:57
Reynerí og letrozole oskin10 13.1.2019 20.1.2019 | 22:40
Vandræði með rúðuþurkur í Renault Clio Skogaralfurinn 18.1.2019 20.1.2019 | 20:39
ÓÉ bústað ti leigu E1 20.1.2019 20.1.2019 | 13:34
Eplatré - ræktun epla í Reykjavík kaldbakur 18.1.2019 20.1.2019 | 11:01
Er Bjarni Ben góður maður? BjarnarFen 12.1.2019 20.1.2019 | 03:28
Húsaskipti, síður? túss 19.1.2019 19.1.2019 | 21:31
Sálfræðingur bergma 14.1.2019 19.1.2019 | 20:45
Stundvís tannlæknir á höfuðborgarsv.? sbgk 15.1.2019 19.1.2019 | 20:31
Staðreynd - sósíalistar eru viðbjóðslegir pervertar spikkblue 18.1.2019 19.1.2019 | 00:35
ég skil ekki hvað er að gerast Twitters 15.1.2019 18.1.2019 | 23:30
Endurhæfingalífeyrir og stéttarfélag! Babygirl 15.1.2019 18.1.2019 | 23:22
Ég er að koma útúr skápnum sem reverse trans gender uyaeo 20.6.2015 18.1.2019 | 23:14
Einhver sem mælir með sálfræðingum Höfðabakka eða góðum sálfræðingi? uppsala123 18.1.2019
Er einhver á Hvammstanga hérna? Nonnispes 18.1.2019
Þið sem eruð með bakflæði---plís hjálp KUSIKUSI 26.3.2012 18.1.2019 | 14:04
Hótel á Tenerife teings 17.1.2019 18.1.2019 | 12:35
Ketó mataræði vs.engin gallblaðra kvk68 29.8.2018 18.1.2019 | 12:08
er að spa i að fara a tenirife Hovima Jardin Caleta hefur einhver farið a þetta hotel kolmar 18.1.2019
Rofi fyrir loftpúða?? Sigurður Páll1 14.1.2019 18.1.2019 | 09:05
Brexit - skiftir útganga Breta úr ESB nokkru fyrir okkur ? kaldbakur 15.1.2019 18.1.2019 | 00:36
Síða 1 af 19686 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron