Skilnaður, hversu lengi að ná sér

stelpa79 | 4. júl. '16, kl: 23:57:24 | 754 | Svara | Er.is | 0

Góða kvöldið,

Þið sem hafið reynslu af skilnaði, hvað voru þið lengi að ná ykkur í gott jafnvægi ? Mér finnst ég stundum eiga fína daga en svo koma aðrir þar sem ég dett niður í sorgina aftur. Ég hef nóg að vinum og yndislega fjölskyldu, hef nóg að gera og reyni eftir bestu getu að láta mér líða vel. En það gengur ekki alltaf upp samt sem áður. Einhver ráð þarna úti ?

 

adla | 5. júl. '16, kl: 00:02:42 | Svara | Er.is | 0

Knús og gangi þér vel í sorgarferlinu. Ég á því miður ekki ráð...Nema að hugsa vel um sjálfa þig, hugsa líka fallegar hugsanir um sjálfa þig og ekki loka þig af með sorgina.

Alfa78 | 5. júl. '16, kl: 00:23:31 | Svara | Er.is | 1

það fer allt eftir hvoru megins borðsins þú ert. 
Þú ert greinilega ekki aðilinn sem vildi skilnaðinn.
Ég get rétt ímyndað mér sjokkið og hvað þetta er sárt.
Vertu góð við þig. Það er mitt besta ráð

Lilith | 6. júl. '16, kl: 13:36:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Það tekur alveg tíma að jafna sig þó maður hafi verið aðilinn sem vildi skilnaðinn. Maður syrgir líka sambandið sem ÁTTI að vera, ekki endilega sambandið sem var.

Blah!

Felis | 6. júl. '16, kl: 15:00:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Algerlega.

Ég syrgði mjög framtíðina sem ég var búin að plana með manninum þó að ég væri fljót að átta mig á því að ég syrgði hann ekki neitt (ég var reyndar ekki beint manneskjan sem vildi sambandsslitin). Allt í einu vissi ég ekkert hvert ég væri að fara eða hvað ég vildi gera. Áttaði mig líka á því að framtíðardraumarnir okkar höfðu að miklu leyti verið framtíðardraumarnir hans svo að ég þurfti að kynnast sjálfri mér upp á nýtt. Þetta var heilmikil vinna þó ég væri mjög sátt við að vera laus við sambandið.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Nói22 | 7. júl. '16, kl: 20:58:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekkert endilega. Það fer eftir því hver ástæða skilnaðarins er. Ef annar aðilinn er farinn að vera með annari manneskju og slítur hjónabandinu þess vegna að þá er ekkert víst að hann/hún finni til neins söknuðar vegna skilnaðarins.

Lilith | 7. júl. '16, kl: 22:34:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mögulega. En ég held þó að flestir sem skilji þurfi einhvern tíma til að syrgja og jafna sig, sama hver ástæðan er. Hefur þú gengið í gegnum skilnað?

Blah!

Petrís | 5. júl. '16, kl: 00:31:00 | Svara | Er.is | 0

Skilnaður er oft á sama leveli og annar ástvinamissir. Það getur tekið 2-5 ár að komast á góðan stað eftir slíkt en þetta er mjög persónubundið og fer líka eftir ástæðum skilnaðar

Pappakassi dauðans | 5. júl. '16, kl: 00:44:47 | Svara | Er.is | 0

Fer allt eftir því hversu náin þú telur þig hafa verið honum.
Reynsla mín/foreldrar
Foreldrar mínir skildu fyrir næstum 10 árum, mamma grætur stundum ennþá þegar við systkinin minnumst á hann yfir hversu pabbi var slæmur við sig og allt það en hún var líka mjög náin honum (hann var reyndar slæmur við hana hélt framhjá og svona þannig það er kannski ekki beint að marka).
Pabbi hins vegar var og er mikið fyrir konur og hugsar ekki mikið út í náin sambönd, hugsar bara með typpinu myndu sumir segja. Hann varð ekki fyrir mikilli sorg og ef svo var þá jafnaði hann sig mjög fljótt. Enda var hann ekki svo náinn mömmu.
En ef þú telur þig hafa verið þig hafa verið náin honum þá getur þetta tekið dágóðan tíma, þá segi ég ekki að það muni gera það heldur geti tekið tíma.
Gangi þér sem best.

stelpa79 | 5. júl. '16, kl: 08:23:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já akkúrat, ég var greinilega mjög náin honum en hann náin mér á endanum. Langar bara að fara að líða betur en mér líður. Er orðin svo þreytt á að vera sár og svekkt.

Pappakassi dauðans | 5. júl. '16, kl: 11:43:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já skil það, svona er alltaf erfitt. Þarft bara að finna einhvern til að tala við undir fjögur augu og fá að gráta og létta æ tilfinningunum (það hljómar skrítið og þú hefur örugglega prófað það en það virkar og þarf nokkur skipti stundum). En eins og ég segi gangi þér vel :)

daffyduck | 5. júl. '16, kl: 01:23:22 | Svara | Er.is | 1

Um leið og ég steig aftur á bak hestsins. Ef þú skilur hvað ég meina.

stelpa79 | 5. júl. '16, kl: 08:25:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég held ég átti mig á hvað þú meinar. Er bara ekki viss að það sé fyrir mig. Mér líkar alltaf of vel við hestana mína þegar ég fer að brúka þá.

hvaða | 5. júl. '16, kl: 20:13:59 | Svara | Er.is | 0

ég var í góðu jafnvægi um leið og skilnaðurinn var yfirstaðinn enda var það ég sem vildi skilja og hef aldrei séð eftir því

agustkrili2016 | 7. júl. '16, kl: 18:01:37 | Svara | Er.is | 0

Las einhversstaðar að það er eðlilegt að það taki allt að 3 ár en best er að leita sér aðstoðar ef það tekur lengri tíma en það, og einnig ef þú verður mjög langt niðri (þunglynd o.fl.).

Snobbhænan | 8. júl. '16, kl: 09:44:00 | Svara | Er.is | 0

Þetta er auðvitað einstaklingsbundið. Mjög margir tala um 1-3 ár. Það er núna 1,5 ár síðan ég skildi og mér líður vel. Það er ekkert allt frábært, og enn e-r issue sem maður vinnur bara með.  En yfir það heila er ég á góðum stað í dag. Maður finnur alveg muninn þegar maður getur sofið aftur eðlilega, laus við kvíðahnút og sorgina. Og finnst bara lífið skemmtilegt og spennandi.  Nú skil ég bara ekkert í því af hverju maður var bara ekki löngu farin ;)


Maður verður að gefa sér tíma til að syrgja sambandið og það sem átti að verða en verður ekki. Ekki síst það sem maður sá fyrir sér tengt börnunum.  Eftir ótrúlega stuttan tíma fann ég að mér leið miklu betur án hans en með honum. Þó´eg væri enn í sorg yfir skilnaðinum þá saknaði ég hans alls ekki.


Góðir vinir og fjölskylda er fjársjóður á svona tímum. Útivist og hreyfing líka. Ég fór á meðvirknisnámskeið og sjálfsvinnu og það hjálpaði mjög mikið. Gangi þér vel. Þetta er erfitt en það er sannarlega líf eftir skilnað. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Síða 8 af 47912 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Hr Tölva, Paul O'Brien, paulobrien, tinnzy123, Kristler, annarut123, Guddie