Skilnaður, hversu lengi að ná sér

stelpa79 | 4. júl. '16, kl: 23:57:24 | 754 | Svara | Er.is | 0

Góða kvöldið,

Þið sem hafið reynslu af skilnaði, hvað voru þið lengi að ná ykkur í gott jafnvægi ? Mér finnst ég stundum eiga fína daga en svo koma aðrir þar sem ég dett niður í sorgina aftur. Ég hef nóg að vinum og yndislega fjölskyldu, hef nóg að gera og reyni eftir bestu getu að láta mér líða vel. En það gengur ekki alltaf upp samt sem áður. Einhver ráð þarna úti ?

 

adla | 5. júl. '16, kl: 00:02:42 | Svara | Er.is | 0

Knús og gangi þér vel í sorgarferlinu. Ég á því miður ekki ráð...Nema að hugsa vel um sjálfa þig, hugsa líka fallegar hugsanir um sjálfa þig og ekki loka þig af með sorgina.

Alfa78 | 5. júl. '16, kl: 00:23:31 | Svara | Er.is | 1

það fer allt eftir hvoru megins borðsins þú ert. 
Þú ert greinilega ekki aðilinn sem vildi skilnaðinn.
Ég get rétt ímyndað mér sjokkið og hvað þetta er sárt.
Vertu góð við þig. Það er mitt besta ráð

Lilith | 6. júl. '16, kl: 13:36:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Það tekur alveg tíma að jafna sig þó maður hafi verið aðilinn sem vildi skilnaðinn. Maður syrgir líka sambandið sem ÁTTI að vera, ekki endilega sambandið sem var.

Blah!

Felis | 6. júl. '16, kl: 15:00:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Algerlega.

Ég syrgði mjög framtíðina sem ég var búin að plana með manninum þó að ég væri fljót að átta mig á því að ég syrgði hann ekki neitt (ég var reyndar ekki beint manneskjan sem vildi sambandsslitin). Allt í einu vissi ég ekkert hvert ég væri að fara eða hvað ég vildi gera. Áttaði mig líka á því að framtíðardraumarnir okkar höfðu að miklu leyti verið framtíðardraumarnir hans svo að ég þurfti að kynnast sjálfri mér upp á nýtt. Þetta var heilmikil vinna þó ég væri mjög sátt við að vera laus við sambandið.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Nói22 | 7. júl. '16, kl: 20:58:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekkert endilega. Það fer eftir því hver ástæða skilnaðarins er. Ef annar aðilinn er farinn að vera með annari manneskju og slítur hjónabandinu þess vegna að þá er ekkert víst að hann/hún finni til neins söknuðar vegna skilnaðarins.

Lilith | 7. júl. '16, kl: 22:34:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mögulega. En ég held þó að flestir sem skilji þurfi einhvern tíma til að syrgja og jafna sig, sama hver ástæðan er. Hefur þú gengið í gegnum skilnað?

Blah!

Petrís | 5. júl. '16, kl: 00:31:00 | Svara | Er.is | 0

Skilnaður er oft á sama leveli og annar ástvinamissir. Það getur tekið 2-5 ár að komast á góðan stað eftir slíkt en þetta er mjög persónubundið og fer líka eftir ástæðum skilnaðar

Pappakassi dauðans | 5. júl. '16, kl: 00:44:47 | Svara | Er.is | 0

Fer allt eftir því hversu náin þú telur þig hafa verið honum.
Reynsla mín/foreldrar
Foreldrar mínir skildu fyrir næstum 10 árum, mamma grætur stundum ennþá þegar við systkinin minnumst á hann yfir hversu pabbi var slæmur við sig og allt það en hún var líka mjög náin honum (hann var reyndar slæmur við hana hélt framhjá og svona þannig það er kannski ekki beint að marka).
Pabbi hins vegar var og er mikið fyrir konur og hugsar ekki mikið út í náin sambönd, hugsar bara með typpinu myndu sumir segja. Hann varð ekki fyrir mikilli sorg og ef svo var þá jafnaði hann sig mjög fljótt. Enda var hann ekki svo náinn mömmu.
En ef þú telur þig hafa verið þig hafa verið náin honum þá getur þetta tekið dágóðan tíma, þá segi ég ekki að það muni gera það heldur geti tekið tíma.
Gangi þér sem best.

stelpa79 | 5. júl. '16, kl: 08:23:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já akkúrat, ég var greinilega mjög náin honum en hann náin mér á endanum. Langar bara að fara að líða betur en mér líður. Er orðin svo þreytt á að vera sár og svekkt.

Pappakassi dauðans | 5. júl. '16, kl: 11:43:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já skil það, svona er alltaf erfitt. Þarft bara að finna einhvern til að tala við undir fjögur augu og fá að gráta og létta æ tilfinningunum (það hljómar skrítið og þú hefur örugglega prófað það en það virkar og þarf nokkur skipti stundum). En eins og ég segi gangi þér vel :)

daffyduck | 5. júl. '16, kl: 01:23:22 | Svara | Er.is | 1

Um leið og ég steig aftur á bak hestsins. Ef þú skilur hvað ég meina.

stelpa79 | 5. júl. '16, kl: 08:25:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég held ég átti mig á hvað þú meinar. Er bara ekki viss að það sé fyrir mig. Mér líkar alltaf of vel við hestana mína þegar ég fer að brúka þá.

hvaða | 5. júl. '16, kl: 20:13:59 | Svara | Er.is | 0

ég var í góðu jafnvægi um leið og skilnaðurinn var yfirstaðinn enda var það ég sem vildi skilja og hef aldrei séð eftir því

agustkrili2016 | 7. júl. '16, kl: 18:01:37 | Svara | Er.is | 0

Las einhversstaðar að það er eðlilegt að það taki allt að 3 ár en best er að leita sér aðstoðar ef það tekur lengri tíma en það, og einnig ef þú verður mjög langt niðri (þunglynd o.fl.).

Snobbhænan | 8. júl. '16, kl: 09:44:00 | Svara | Er.is | 0

Þetta er auðvitað einstaklingsbundið. Mjög margir tala um 1-3 ár. Það er núna 1,5 ár síðan ég skildi og mér líður vel. Það er ekkert allt frábært, og enn e-r issue sem maður vinnur bara með.  En yfir það heila er ég á góðum stað í dag. Maður finnur alveg muninn þegar maður getur sofið aftur eðlilega, laus við kvíðahnút og sorgina. Og finnst bara lífið skemmtilegt og spennandi.  Nú skil ég bara ekkert í því af hverju maður var bara ekki löngu farin ;)


Maður verður að gefa sér tíma til að syrgja sambandið og það sem átti að verða en verður ekki. Ekki síst það sem maður sá fyrir sér tengt börnunum.  Eftir ótrúlega stuttan tíma fann ég að mér leið miklu betur án hans en með honum. Þó´eg væri enn í sorg yfir skilnaðinum þá saknaði ég hans alls ekki.


Góðir vinir og fjölskylda er fjársjóður á svona tímum. Útivist og hreyfing líka. Ég fór á meðvirknisnámskeið og sjálfsvinnu og það hjálpaði mjög mikið. Gangi þér vel. Þetta er erfitt en það er sannarlega líf eftir skilnað. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Hjàlp! HM000 23.7.2023 31.7.2023 | 17:55
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
Síða 9 af 47851 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, annarut123, tinnzy123, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie