Skipt búseta barna

gruffalo | 12. nóv. '15, kl: 14:36:16 | 749 | Svara | Er.is | 0

Út frá þessari frétt: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/11/12/vilja_eyda_adstodumun_foreldra/

Hvað finnst ykkur um þetta? Kostir, gallar?

Hvað er átt við með að barnabótum yrðu skipt jafnt, hvernig myndu þær vera reiknaðar út til dæmis ef launamunur milli foreldra væri gífurlegur?

 

Lilith | 12. nóv. '15, kl: 14:53:44 | Svara | Er.is | 1

Mér sýnist í fljóti bragði á litið að þetta sé mjög jákvætt. Varðandi barnabætur þætti mér eðlilegt að hvort foreldri um sig fengi þá barnabætur reiknaðar út frá sínum eigin aðstæðum, en þá bara 50% af þeim. 

Blah!

gruffalo | 12. nóv. '15, kl: 14:55:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jám, mér datt í hug að það yrði svoleiðis þá. En mér finnst þetta líka jákvætt, svo lengi sem foreldrar eru samstíga og jarí jarí sem virðist einmitt vera skilyrðið.

Lilith | 12. nóv. '15, kl: 14:58:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eina sem ég gæti séð neikvætt er að mig grunar að skilyrðin fyrir þessu séu of ströng, eins og t.d. þetta með að foreldrar verði að búa í sama hverfi. Finnst bara að þurfi að meta svona. Ég hef 10 ára reynslu af viku og viku umgengni og við bjuggum ekki alltaf í sama hverfi, en létum þetta alltaf ganga upp. Á meðan krakkarnir voru yngri var mun minna mál að búa í sitt hvoru hverfinu, en síðan þegar þau urðu eldri og vinir og tómstundir farnar að skipta meira máli, þá fann ég mér íbúð í sama hverfi og hann.

Blah!

gruffalo | 12. nóv. '15, kl: 14:59:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála því líka.

alboa | 15. nóv. '15, kl: 15:20:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig verður svo hverfi skilgreint? Ég var með jafna umgengni með mínum barnsfaðir en við búum tæknilega séð ekki í sama hverfi (sitthvort póstnúmerið) en samt bara í 10-15 mín göngufjarlægð frá hvort öðru. Barnið kæmist auðveldlega í skólann, jafnvel sjálf, ásamt því að stunda sína tómstundir og félagsstarf. Að búa í sitthvoru hverfinu er ekki endilega merki um langar fjarlægðir.


kv. alboa

Lilith | 17. nóv. '15, kl: 09:47:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega!

Blah!

Bakasana | 12. nóv. '15, kl: 16:27:02 | Svara | Er.is | 6

Veit ekki. Jöfn búseta er fín byrjun á jöfnu uppihaldi. Það var ekki teljandi sparnaður fyrir mig eða kostnaður fyrir fyrrverandi meðan elsti var næstum í viku-viku fyrirkomulagi. En ef hlutum eins og skólamat og dagvistun og skipulögðum tómstundum (plús íþróttamót og fatnaður og svoleiðis) er skipt bróðurlega á milli foreldra er þetta kannski orðið sanngjarnt. 


En mér þætti ekkert sérstaklega sanngjarnt t.d. að skerða barnabætur mömmu stjúpsonar míns um 50% (umtalsverð upphæð fyrir hana, sem rekur heimili á einum launatékka og er miklu lægra launuð en við) til þess að við gætum fengið auka hundraðkall fjórum sinnum á ári.

gruffalo | 12. nóv. '15, kl: 16:54:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, nákvæmlega. Þegar ég las þetta þá hugsaði ég "hvað ef annað foreldrið er samt ekkert að borga" en svo kom ég að því að það sýslumaður þarf að samþykkja þetta fyrirkomulag sérstaklega til að það sé on. Og báðir foreldrar væntanlega jafn áhugasamir um það

Gunnýkr | 12. nóv. '15, kl: 20:43:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

góð pæling...

Myken | 13. nóv. '15, kl: 08:23:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekki lesið greinina en geri ráð fyrir að það myndi ekki ganga upp ef foreldrar búa í sitthvoru bæjarfélaginu og eins ef þau búa í sama bæjarfélaginu í byrjun væri það ekki komið í einskonar átthagafjötra þar sem það getur ekki flutt í burt þar sem meiri líkur eru á vinnu eða betri vinnu?

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

tennisolnbogi | 13. nóv. '15, kl: 11:56:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég er sammála þessu með barnabæturnar, staðan hjá okkur er þannig í dag að hitt heimilið hefur lögheimilið og þar er einstætt foreldri með öllu því sem því fylgir, afslátt af leikskólagjöldum og svo koma barnabætur þangað, við erum hins vegar í sambúð og of tekjuhá til að fá nokkrar barnabætur að ráði. Þannig að í rauninni myndi heildarpakkinn hjá okkur verða dýrari ef þetta færi allt í 50%, hitt heimilið myndi missa helminginn af sínu og við fengjum ekkert "í staðinn". Við höfum engan sérstakan áhuga á því. Reyndar borgum við líka meðlag eins og er, en ekki helming af öllum reikningum endilega... ekkert sérstaklega klippt og skorið en allir sáttir.

staðalfrávik | 12. nóv. '15, kl: 16:35:15 | Svara | Er.is | 0

Gríðarlega jákvætt.

.

Zagara | 12. nóv. '15, kl: 21:21:27 | Svara | Er.is | 4

Ég á erfitt með að sjá af hverju lögheimilisforeldri ætti að vilja gefa eftir helming sinna bóta og meðlag því ég sé engan gífurlegan mun á þessu og núverandi tilhögun foreldra með sameiginlega forsjá sem semur það vel að þeir uppfylli skilyrðin. Svo eru þessi skilyrði ansi ströng til að byrja með.


Margt í skýrslunni er áhugavert en þetta stendur í mér að ég held að þessi tillaga þeirra muni ekki nýtast það mörgum. Það er í raun engin breyting í gangi því lögheimilisforeldrið í dag hefur flest völd en það mun líka alltaf hafa meiri völd í þessu fyrirkomulagi þar sem samkomulag sem er brostið þýðir meðlagsskylda og 100% barnabætur (man ekki hvort eitthvað annað átti líka að skiptast) fyrir lögheimilisforeldrið.



Hins vegar er löngu kominn tími til að fara að skrá það að meðlagsgreiðendur eigi börn og þeir hafi t.d. aðgang að húsaleigubótakerfinu sem slíkir. Mér finnst það jafnréttismál að það sé komið betur fram við þennan hóp sem þarf helst að geta boðið börnunum sínum upp á mannsæmandi vistarverur á meðan umgengni stendur.

Castiel | 12. nóv. '15, kl: 21:35:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Segðu bróðir minn er með viku og viku hann þarf alveg að borga jaft mikið fyrir barnið eins og hún , þrátt fyrir það borgar hann meðlag fær ekki barnabætur og á ekki rétt á allmennilegum húsaleigubætum.

"Sometimes being a bitch is all a woman has to hold onto"

tennisolnbogi | 13. nóv. '15, kl: 12:00:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Borgar hann líka helming af öllum reikningum, eins og t.d. leikskólagjald/frístund? Borga þau jafnt fyrir t.d. útiföt, eru tvö sett til af öllu? Ef hann er að borga meðlag með viku og viku, þá ætti lögheimilið að greiða þessa hluti að mínu mati. Oftast væri það betur sloppið fyrir meðlagsgreiðandann (auðvitað fyrir utan bætur og niðurgreiðslur frá ríkinu, sem hann á ekki rétt á í núverandi kerfi).

Myken | 13. nóv. '15, kl: 08:21:16 | Svara | Er.is | 2

hvernig væri að það væri tekið upp barnabótakerfið sem er hérna í noregi..sem er að það er ekki bent tekjutenkt..hérna er það 970 kr norskar á mánuði á barn...
Hinsvegar fá svo þeir sem hafa ákveðnar heimiliaðstæður auka t.d einstæðar mæður fá greitt fyrir 4 börn ef þær eiga 3....veit ekki hvort að innkoman komi þar inn líka...

En á móti er meðlagið tekjutengt..það er eitthvað lámarks meðlag en svo gæti það orðið meira ef aðilin sem greiðir er hátekju manneskja..ss það er fyrst hugsað um að aðilin sem er að greiða meðlag geti lifað af laununum sínum og bytjað nýtt líf en ekki helmingurinn af laununum fari í meðlag..eins og er á ísl..

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

evitadogg | 13. nóv. '15, kl: 10:51:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ha? Fer helmingurinn af launum í meðlag hjá meðlagsgreiðindum á íslandi? Eru margir með 50þúsund í mánaðarlaun? 

Myken | 13. nóv. '15, kl: 10:58:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

við erum að tala um ef það eru fleirri en 1 barn ..sumir eru að greiða með 3 börnum sem er þá tæpar 80 þús kr...80 þús af  kannski 300 þus útborgað er kannski ekki helmingur en það er heill hellingur..sérstaklega þegar manneskjan þar að borga leigu, mat og annað kostnað..Ég get ekki séð fyrir mér að aðili í þeirri stöðu eigi auðvelt að koma sér fyrir við þau skilirði..sérstaklega þegar húsnæði þarf að vera nógu stórt/gott til að aðilin geti verið með börnin sín minnst aðra hverja helgi hvað þá ef það er 50/50  umgengni ..Og svo eru sumir sem reyna að borga eitthvað extra með börninum útiföt/skóla/ frístundir...

Einhver sagði mér það líka að í NO væri t.d hærri meðlag á þá sem ekki væru með börnin lámark x tíma á ári eða álíka...hvort það er satt veit ég ekki

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

evitadogg | 13. nóv. '15, kl: 11:04:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Nei það er rétt rúmlega fjórðungur af laununum, semsagt ekki nálægt því að vera helmingur og það er bara EF viðkomandi er að borga með 3 og EF viðkomandi er á svo lágum launum. En hvað? Það kostar að eiga börn, ef meðlagsforeldrið borgar minna þá þarf hitt foreldrið bara að borga meira. Það kostar að eiga börn. Heldurðu að lögheimilisforeldrið þurfi ekki líka að borga leigu, mat og annað?

Myken | 13. nóv. '15, kl: 11:13:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef verið einstæða foreldrið með foræðið ...svo jú ég veit allt um það ....en það er bara þannig að þetta er mikið að borga og lítið að fá eins og er með margt annað...
Ef foreldrar geta talað saman á annað borð og barnabætur væru x upphæð ekki miða við laun..og umgegni væri 50/50 væri þetta ekki vanda mál..öllum kostnaði skift á milli og líka barnabótum (þar sem þær eru ekki launatengdar) ....

Það væri draumastaða..
Hefði ALDREI gegnið upp í mínu tilfelli.....

En meðlag væri launatengt þannig að ef sá sem á að greiða er launalár þá borgar hann minna og ef hann er launa hár borgar hann meira. En sá sem fær meðlagið fær aldrei minna en x upphæð..og eins ef sá sem barnið býr ekki hjá er ekki að standa sig i umgegni þá þarf hann að borga meira og eins hitt foreldrið fær meira greitt með barninu...

Eins og kerfið er á íslandi í dag þá er það ekki fer við nein alveg sama hver það er sá sem fær sá sem borgar eða börnin ef út í það er farið

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Myken | 13. nóv. '15, kl: 11:20:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og já ss tekjur BEGGJA foreldra er notað í útreikningin hérna í NO.. líka í hver borgar fyrir ferðir á milli og allt það ..lámarkstalan er reiknað út frá hvað kostar að eiga barn og svo deilt í 2 eins og er á ísl..en svo er tekið inn í allt eins og tekjur og allt það ..
Það var þannig fyrir 2001 að sá sem greyddi gat notað það sem frádrátt á skattin og eins þurfti hinn aðilin að greiðaskatt en mér sínist það hafa dottið út

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Myken | 13. nóv. '15, kl: 11:30:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef reyndar ekki þurft að nota þetta hérna í noregi bara á íslandi...

En mioða við það sem ég hef séð breyttist kerfið eitthvað eftir 2001...og foreldrið sem fær meðlag er víst að fá eitthvað minna en var áður...

En ég er samt föst á því að t.d barnabætur ættu að vera x upphæð ekki tekjuteinkt..jú ég skil að sumir sem ekki þurfa það eru þá að fá en það yrði mikið meiri öryggi í kringum það en að vita ekki frá ári til árs hversu mikið það er..og eins er það greitt í hverjum mánuði...og ég sem hef 3 börn (er gift föðurnum) fæ 2970 minir mig í hverjum mánuði með þeim.... sem er miða við gengið í dag 44550 kr ca...

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

evitadogg | 13. nóv. '15, kl: 11:31:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Meðlag þarf ekkert að fara í gegnum ríkið og í raun getur meðlagsgreiðandi borgað hvað sem er. 
Við erum aftur á móti með fasta upphæð kjósi foreldrar að fara með meðlagið í gegnum TR. Og ef meðlagsgreiðandi er með há laun þá er hægt að sækja um að hann greiði hærra meðlag (það má svo deila um útfærsluna á því), eins getur meðlagsforeldrið líka bara ákveðið að gera það... 


það er ekkert sem útilokar þetta sem þú ert að tala um hérna, við erum aftur á móti með ákveðna tryggingu til að tryggja framfærslu beggja foreldra, þegar þess þarf. 


Og svo annað, þú talar um að meðlagsgreiðendur með lág laun ættu að borga minna en þyggjandi fá það sama... hver á að borga mismuninn? Ríkið?

Myken | 13. nóv. '15, kl: 11:47:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

REyndar er það x lámarks upphæð sem er greidd..sem er hélmingurinn af því sem á að kosta að fæða og kæða barn..það það spilar inn í líka hvað báðir foreldrar hafa í laun..lægri upphæð er í raun "afsláttur" sem meðlagsforeldri fær vegna aðstæðna..er lágt launaðar, atvinnulaus, óvinnufær vegna veikinda...ég veit að það er eitthvað þannig á íslandi líka en þá bíður bara þessi "skuld" þar til aðilin er búin að rétta úr kútnum ...


Noen vil betale mindre i barnebidrag, mens andre vil betale mer. Etter de nye reglene vil størrelsen på bidraget ta utgangspunkt i hvor mye det koster å ha barn. Denne summen fordeler man mellom foreldrene på bakgrunn av deres inntekt (forholdsmessig). Hvor mye samvær barnet har, vil også få betydning. 

 I de nye reglene er utgangspunktet at begge foreldres inntekt skal tas med ved beregning av bidragets størrelse.

Reiseutgifter som oppstår ved samvær skal deles forholdsmessig mellom foreldrene etter deres inntekter. Dette betyr at lovens utgangspunkt er endret slik at begge foreldrene som hovedregel må være med på å dekke reiseutgiftene ved samvær. Reiseutgiftene er ikke en del av barnebidraget, men foreldrenes private ansvar.

Ingen skal måtte bruke mer enn 25 % av sin inntekt på å betale barnebidrag (medregnet bidrag til barn over 18 år)

og eins getur það haft áhrif á meðlagið á beggja vegu ef meðlagsgreiðandi ekki stendur við að ná í barnið og vera með það og líka á hin vegnur ef foreldrið hindrar meðlagsgreiðanda að vera með barninu getur það líka haft áhrif á meðlagið (sem er bara gott mál)


Eins og ég segju ég er ekki 100% inn í þessu. bara það sem ég hef lesið og heyrt...Hef bara reynslu af ísl kerfinu sem meðlagsþegi... sem betur fer búin í þeim pakka þar sem "barnið" er orðið 20 ára...en faðirinn og hans frú hættu að tala við hana þegar hún sótti um áframhaldandi meðlag vegna þess að hún var í skóla...

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Louise Brooks | 13. nóv. '15, kl: 15:04:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég þekki einmitt til þar sem maður er með með ca 250 þús útborgað eftir skatt en 75 þús af því fer í meðlög og hann lifir á 175 þús per mán. Þetta er bara algengara en marga grunar sko.

,,That which is ideal does not exist"

Felis | 13. nóv. '15, kl: 15:17:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef börnin byggju hjá honum þá færi örugglega amk þessi 75þús í framfærslu á þessum börnum (og oft meira)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

strákamamma | 13. nóv. '15, kl: 16:16:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ef þessi faðir er með börnin sín eitthvað að ráaði, þau eiga aðstöðu hjá honum og eyða þar tíma þa´e hann líklega að eyða áþekkum pening í uppihal barnanna sinna fyrir utan meðlögin...

strákamamman;)

Louise Brooks | 13. nóv. '15, kl: 21:02:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þessum ákveðna pabba finnst ömurlegt að geta aldrei eytt krónu í börnin sín fyrir utan meðlögin. Það er mjög slítandi að þurfa að segja nei við öllu sem börnin hans biðja um. Það getur líka verið slítandi að vera kallaður aumingi af barnsmóður sinni með reglulegu millibili því að hann getur ekki borgað meira en meðlögin. Það er líka frekar ömurlegt að vera að berjast við heilsubrest og geta þar af leiðandi ekki unnið meira til að geta veitt sjálfum sér og börnum sínum meira í lífinu. 


Það eru ekki bara einstæðar mæður sem hafa það skítt. Það eru bara ansi margir sem hafa það skítt þó svo að þeir tali ekki stöðugt um það. 

,,That which is ideal does not exist"

Máni | 13. nóv. '15, kl: 21:15:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nú fæ ég meðlög og barnabætur og sé um að borga allan kostnað vegna skóla, frístunda og útifatnaðar og þetta dugar ekki til.

Louise Brooks | 13. nóv. '15, kl: 21:25:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Enda er allt sem viðkemur börnum of dýrt miðað við laun fólks í landinu. Ég sjálf hefði betur bara sleppt því að eignast börn svona miðað við að ég er öryrki. Breytir samt ekki því að ég á barn sem ég get varla séð fyrir á sómasamlegan hátt. Við erum samt tvö að sjá fyrir honum. Maðurinn minn er meðlagsgreiðandi og hin börnin hans hafa það mun betra en barnið sem býr alltaf hjá okkur eins glatað og það er. Drengurinn er langveikur vegna astma og er með talsverð frávik þannig að við erum mjög bundin af honum. Við erum bæði ómenntuð btw.

,,That which is ideal does not exist"

Máni | 13. nóv. '15, kl: 21:43:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er með átta ára háskólanám en samt undir 400 þúsundum. Háskólanám gefur ekkert í launum.

Louise Brooks | 13. nóv. '15, kl: 23:32:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er í Heilbrigðisskólanum í FÁ svo að vonandi mun ég á einhverjum tímapunkti bæta okkar stöðu aðeins. 

,,That which is ideal does not exist"

josepha | 15. nóv. '15, kl: 14:56:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

í heildarlaun???

strákamamma | 13. nóv. '15, kl: 23:45:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Allar íslenskar rannsóknir um fjárhag fólks sýna frammá að sá hópur sem bágast stendur í þjóðfélaginu séu umgengnisforeldrar

strákamamman;)

Máni | 14. nóv. '15, kl: 08:01:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég veit, þetta er ömurlegt. Ég vildi bara benda á að lögheimilisforeldri er ekkert að græða því börn eru bara mjög dýr í rekstri.

Louise Brooks | 14. nóv. '15, kl: 14:36:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil alveg að þú hafir viljað benda á það. No hard feelings sko.


Ég þykist líka vita að þú hafir góðan skilning á hvernig það er að eiga barn með frávik og þær hindranir sem maður rekst á tengt því :)

,,That which is ideal does not exist"

bogi | 15. nóv. '15, kl: 11:10:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég get samt ímyndað mér margar ástæður fyrir því aðrar en meðlagsgreiðslur.

Felis | 15. nóv. '15, kl: 12:35:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sem er svo merkilegt þar sem þeir ættu oftast að hafa betra tækifæri til að taka að sér aukavinnu en lögheimilisforeldrarnir.

Meðlag amk stendur klárlega sjaldnast undir helmingsframfærslu barna svo að þeir sem borga meðlag og ekkert meir eru að borga minna en hitt foreldrið.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

strákamamma | 15. nóv. '15, kl: 13:45:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

afhvejru...meðlagsgreiðendur eiga oft líka fjölskyldu, fleiri börn og svoleiðis. 


Ég fæ meðlag með tveimur börnum, ég veig vel að það stendur ekki undir kostnaði, en að borga meðlag og sjá fyrir fjölskyuldu og fá ekki viðurkennt að maður sé foreldri þess barns sem maður borgar meðlag með er bara reikningsdæmi sem gengur ekki upp

strákamamman;)

pikkanikka | 15. nóv. '15, kl: 14:46:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

 Mjög margir eru komnir með viku og viku umgengni og ættu því að hafa jöfn tækifæri að taka að sér aukavinnu. Svo finnst mér reyndar að ef það er vika og vika eigi meðlög að falla niður.

josepha | 15. nóv. '15, kl: 14:54:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Enda eiga barnabætur að virka þannig, að foreldrar leggi þennan pening til barnanna, í þessu tilviki 2*75 þús á mánuði sem fara í að halda börnunum þremur uppi. Bara annað foreldrið fær hinsvegar bætur sem vega upp á móti þessum kostnaði, þ.e. lögheimilisforeldrið. 

josepha | 15. nóv. '15, kl: 19:41:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Meinti reyndar að meðlagið ætti að virka þannig, ekki barnabæturnar. 

daggz | 13. nóv. '15, kl: 16:32:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Að vísu færi 75 þús í framfærslu. En hann fengi þó 75 þús á móti og jafnvel hærri húsaleigubætur og barnabætur. Það er nú ekkert gefins að eiga börn en það er heldur ekkert gefins að borga meðlag, jafnvel kostnað við umgengni og kerfið viðurkennir þig ekki einu sinni sem foreldri.

--------------------------------

daggz | 13. nóv. '15, kl: 10:21:33 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst að það þurfi klárlega að breyta kerfinu á þann hátt að meðlagsgreiðendur (sama hvort það er vika/vika eða helgarumgengni) séu viðurkenndir sem foreldrar í kerfinu. Finnst alveg fáránlegt að þeir t.d. eiga ekki rétt á hærri húsaleigubótum o.þ.h.

Varðandi barnabæturnar þá flakka ég á milli þess hvort þetta sé sniðugt eða ekki.Það er jú ósanngjarnt í mögum viku/viku tilfellum að bara annað foreldrið eigi rétt á barnabótum en í mörgum tilfellum er samt lögheimilisforeldrið með meiri útgjöld heldur en hitt foreldrið.
Það er samt mjög jákvætt að þetta verði möguleiki í þeim tilfellum sem samkomulag er gott og útgjöld eru jöfn.

--------------------------------

staðalfrávik | 13. nóv. '15, kl: 12:06:51 | Svara | Er.is | 0

Ekki það að mér finnst líka réttlátt að foreldrar mið minni umgengni eigi líka að vera skráðir foreldrar hjá Þjóðskrá og fá ýmis önnur réttindi.

.

Mammzzl | 13. nóv. '15, kl: 17:51:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst einmitt eitthvað svo fáránlegt að barnsfeður mínir - sem ekki búa með börnunum sínum en sinna þeim að öllu leyti mjög vel og eru að öllu leyti foreldrar þeirra - séu bara skráðir barnlausir einstaklingar! 

astasola | 15. nóv. '15, kl: 01:06:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég segi nú bara húrra við þessu! Ég og maðurinn minn höfum alltaf verið með son hans til jafns við móður og hennar mann. Þau hafa alltaf fengið barnabætur og meðlag en samt höfum við alltaf greitt allt annað til helminga (og erum tekjulægri). Klárlega þyrfti að vera einhver stofnun sem reiknaði þetta út, eða eins og í Noregi þar sem fenginn er lögfræðingur til að setjast niður með foreldrum og reikna út hvert tilfelli fyrir sig.
Í mínum huga snýst þetta alltaf um réttindi barnsins og ef maður ætlar að hugsa um það þurfa allir aðilar að hugsa um að taka tillit till allrar fjölskyldunnar ,,hinum megint" en því miður eru of margir sem hugsa bara um sig.....

josepha | 15. nóv. '15, kl: 19:43:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég verð reyndar að viðurkenna að það kom sér vel þegar við vorum að fá greiðslumat vegna íbúðarláns  á sínum tíma að vera barnlaus í kerfinu, þrátt fyrir að eiga 2 börn. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Hjàlp! HM000 23.7.2023 31.7.2023 | 17:55
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
Síða 9 af 47834 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, paulobrien, tinnzy123, Bland.is, Hr Tölva, annarut123, Guddie, Paul O'Brien