Skólabörn og yngri systkini

Catalyst | 25. ágú. '15, kl: 13:05:34 | 309 | Svara | Er.is | 0

Nú er eldra barnið okkar byrja sína skólagöngu og allt í góðu með það en yngri bróðirinn er svoldið abbó. Hann vill fá eins, hann vill fá tösku, skrifborð, nestisbox og nesti á morgnanna.
Hvað getur maður gert í þessu? það hefur verið allt í lagi þar til í morgun þegar sá eldri fékk nestið, þá virkilega grét þessi yngri og grét.

Einhver góð ráð svo allt sé ekki í hers höndum og krakkinn fari grátandi á leikskólann?

 

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 25. ágú. '15, kl: 13:07:40 | Svara | Er.is | 2

Búa til pínu nesti og láta yngri krakkann éta það á leiðinni í leikskólann?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Felis | 25. ágú. '15, kl: 13:07:57 | Svara | Er.is | 8

Nú hef ég ekki persónulega reynslu en ég held að ég myndi tækla þetta með "þú færð svona þegar þú ferð í skóla" og hunsa grenjið annars að mestu. Þetta er bara frekja. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Catalyst | 25. ágú. '15, kl: 13:31:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta var samt ekki frekju grenj, ekki þetta skipti. Heldur meira svo sár grenj. En já ég hef tekið þetta þú færð svona þegar þú ferð í skóla en í þetta skipti dugði það ekki fyrir þennan 3,5 árs.

Felis | 25. ágú. '15, kl: 13:32:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

þetta líður örugglega hjá, bara ekki gefa þessu of mikla athygli. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 25. ágú. '15, kl: 13:33:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en svo væri líka mögulega hægt að endurnýja eitthvað sem viðkemur leikskólanum - kaupa nýja vettlinga eða eitthvað svoleiðis, leiða hugann að einhverju öðru semsagt (sem er samt hagnýtt)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Catalyst | 25. ágú. '15, kl: 13:36:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já var að spá hvort ég gæti einmitt nýtt einhver þannig kaup í að koma með "þú færð eitthvað líka" dæmi. Hann er að fá ný stígvél en hinn reyndar líka.

En ég verð bara að skipuleggja morgnana betur og ræða þetta betur við hann. En annars datt mér líka í hug að reyna að vakna ögn fyrr og gera nestið áður en sá litli fer á fætur, þá kannski er þetta ekki eins mikið í huga hans.

Trunki | 25. ágú. '15, kl: 13:08:39 | Svara | Er.is | 1

Bara minna krakkann endurtekið á að þegar hann byrjar í skóla að þá fær hann líka að taka með sér nesti. Liklegast verður hann orðinn sáttur við þá útskýringu eftir nokkur skipti í siðasta lagi.

___________________________________________

Ruðrugis | 25. ágú. '15, kl: 13:13:56 | Svara | Er.is | 4

Sorry en ef þú getur ekki höndlað svona smáræði í uppeldinu, þá gangi þér bara vel með framhaldið!

Brindisi | 25. ágú. '15, kl: 13:15:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahahahaha

Catalyst | 25. ágú. '15, kl: 13:33:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Æjj vá takk! Ræð alveg við þetta en hélt kannski að einhver væri með eitthvað sniðugt svo ég gæti gert þessa breytingu þægilegri fyrir hann. Hann er á nýjum leikskóla og svo er stóri bróðir ekki lengur á leikskólanum svo þeir eru báðir að ganga í gegnum miklar breytingar.

Degustelpa | 25. ágú. '15, kl: 13:18:37 | Svara | Er.is | 0

myndi bara útskýra að eldri fær ekki  mat i skóalnum eins og hann og þegar hann fer sjálfur í skólann að þá fær hann eins. Myndi ekki fara í einhverjar krókaleiðir með þetta. En myndi kannski bjóða smá nesti á leiðiinni í leikskólann eins og Heiðlóan bendir á. Annars þarf hann að læra að hann fær ekki allt það sama og sá eldri. 

Catalyst | 25. ágú. '15, kl: 13:33:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er ca það sem ég gerði í morgun. Held því þá bara áfram.

Degustelpa | 25. ágú. '15, kl: 13:35:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er örugglega erfitt fyrir hann og því mikilvægt að ræða við hann hvað er í gangi svo hann sé ekki í lausu lofti. Svo venst hann breytingunum. Bara vera þolinmóð og tala saman

GoGoYubari | 25. ágú. '15, kl: 13:32:33 | Svara | Er.is | 0

Það er búið að vera vandamál síðan í fyrra þegar sá eldri byrjaði í skóla að sá yngri hætti bara að vilja fara í leikskólann, hann vill líka fara í skóla. Sama hvað tautar og raular, ég er buin að þurfa að skilja við hann á leiðilegan hátt í heilan vetur og það er byrjað aftur.

Nú fékk sá eldri síma og þá vill sá yngri síma líka, en hann fær auðvitað ekkert síma strax. Afgreiði það bara þannig að hann fái svoleiðis þegar það komi að því. Hann fékk samt ný föt fyrir haustið og ég ætla að leyfa honum að velja sér vatnsbrúsa af því að honum fannst það svo mikið sport eitthvað.

Þetta fór meirasegja út í það af hverju stóri bróðir hann fæddist á undan en ekki hann, hann hélt að við hefðum bara valið það að eiga eldri bróðirinn fyrst og hann væri bara eitthvað svona second place.

Sem betur fer fer hann í skóla á næsta ári, ég var meirasegja að pæla í að senda hann á 5. ára deildina í grunnskólanum hérna. En hann þarf auka aðstoð varðandi málþroskann og annað og ég veit að hann fær miklu betri þjónustu á leikskólanum en hann myndi fá í skólanum, annars hefði ég örugglega sett hann í þessa deild.

Degustelpa | 25. ágú. '15, kl: 13:37:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úff, ekki auðvelt að útskýra afhverju bróðurinn kom á undan. En myndi reyna að vinna með þessa vanmáttatilfinnignu hjá honum, það er ekki gott fyrir börn að líða eins og þau séu "second place".

GoGoYubari | 25. ágú. '15, kl: 13:43:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það var náttúrulega tekin ræðan um það hvernig börn verða til og þannig og vandlega útskýrt að maður velur börnin ekki fyrirfram. En ég þakka þér fyrir svarið, sá eldri er einhverfur og það þarf að haga hlutum svolítið eftir hans höfði svo það getur líka verið að í dagsins amstri að sá yngri finnist hann gleymdur. Það bara svona kviknaði á peru hjá mér þegar ég las þetta svar! Hef oft leitt hugann að þessu en við þurfum kannski að vera ennþá markvissari og duglegri að passa upp á þetta.

Degustelpa | 25. ágú. '15, kl: 13:50:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég held það sérstaklega ef sá eldri fær sérstaka meðferð vegna fötlunarinnar. Systkyni eiga oft til með að "týnast" þegar svoleiðis er, enda fer mikil orka og tími í fötluð börn

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 25. ágú. '15, kl: 14:45:29 | Svara | Er.is | 0

Sé ekkert að því að hann eigi lítið nestisbox og fái að gæða sér á einhverju á leið á leikskólann... þetta deyr út væntanlega bráðlega. 

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

Brindisi | 25. ágú. '15, kl: 14:50:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

æi ég myndi ekki nenna að vera með étandi 3,5 árs í bíl á hverjum degi, það er bara ávísun á subbulegan bíl og subbulegt barn að mínu mati

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 25. ágú. '15, kl: 14:53:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Geri nú ráð fyrir að þetta yrðu ekki mörg skipti..en svo er það kannski að fá smá gjöf þar sem hinn fær svo margt nýtt fyrir skólann.  

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

Emmellí | 25. ágú. '15, kl: 15:42:18 | Svara | Er.is | 2

Við segjum bara hlutina eins og þeir eru. Þ.e. að þegar hún byrjar í skóla þá fær hún lika nesti, líka fara í sumarfrístund, líka skólatösku, líka að fara seinna af stað. Þegar hún segir mig langar líka þá svara ég "Já, þegar þú byrjar í skóla". Það mildar höggið að fá "já" á undan ekki bara nei.

Þetta eru bara raunveruleikinn og hún þarf bara að sætta sig við hann. Sem hún gerir. 

Þetta sama á við um frídaga - þegar bara annað er í fríi en ekki hitt. Virkar á báða bóga. Þau þurfa bara að læra að það sama gengur ekki yfir þau meðan þau eru á sitthvoru skólastiginu.

Held að þú þurfir bara að tala við krakkann um lífið (það sé ekki alltaf sanngjarnt). Gætir sett upp umbunakerfi til að koma honum út úr þessum vítahring. Þegar hann fer jákvæður í leikskólann fær hann límmiða. Lætur hann safna ákveðið mörgum og þegar þeir eru komnir þá getur hann fengið eitthvað annað. Held að það sé besta lausnin fyrir þig. Kenna honum að fara aftur jákvæður út í daginn.

Catalyst | 25. ágú. '15, kl: 18:36:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er fín hugmynd ef hann heldur áfram. Eins og ég segi þá höfum við sagt að hann fái tösku, skrifborð osfrv þegar hann fari í skóla (fékk eitt skiptið svarið en skóli er leikskóli) en þetta umbunardæmi hljómar vel ef hann eins og ég segi heldur þessu áfram.

saedis88 | 25. ágú. '15, kl: 16:08:08 | Svara | Er.is | 0

æji kannast dáldið við þetta að yngra barnið standi í skugganum á eldra og fær miklu minna. Er sem betur fer ekert gríðalegt issue hér á bæ en þessu mynd er ótrúlega lýsandi ástandinu hah


https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xta1/v/t1.0-9/11822551_10152838029486191_159220669476463061_n.jpg?oh=66de353dd507d31d518b2de0f3e2f354&oe=567F6A4F


GoGoYubari | 25. ágú. '15, kl: 16:22:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

professional photobomber! haha

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Hjàlp! HM000 23.7.2023 31.7.2023 | 17:55
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
Síða 9 af 47830 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, paulobrien, annarut123, tinnzy123, Kristler, Paul O'Brien, Guddie