Skólamál í Grafarvogi

Júlí 78 | 22. okt. '19, kl: 05:22:02 | 198 | Svara | Er.is | 0

Nú hefur meirihluti borgarstjórnar í Reykjavík ákveðið að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi.  Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs segir að staðreyndin sé sú "að nemendum í Korpu hefur fækkað verulega undanfarinn áratug. Þar séu nú einungis 59 börn og þeim hafi farið fækkandi á síðustu sjö árum." 


Faðir barns í skólanum segir þetta vera óheiðarlega og ranga framsetningu þar sem ástæðuna fyrir fækkun barna í skólanum megi einfaldlega rekja til fyrri ákvarðana borgaryfirvalda um að sameina skóla og færa börn um skóla  milli hverfa.


Skúli segir svo:  „Börn í hverjum árgangi eru
allt niður í fjögur talsins og það
er ávísun á verri aðbúnað en við
viljum bjóða okkar nemendum
bæði náms- og félagslega.“ Þetta er bara eintómur fyrirsláttur í honum, hafa ekki verið starfandi sveitaskólar með fáum nemendum og börnum liðið bara vel þar? Mig minnir nú að hafa heyrt viðtal við barn í þannig skóla og því leið mjög vel í fámennum bekk, miklu betur en í fjölmennum bekk á höfuðborgarsvæðinu.


Nei, held að það sé bara verið að hugsa um að spara. En hvar var sparnaðarhugsjónin þegar öll gæluverkefnin hjá Reykjavíkurborg hafa verið í gangi? (t.d. braggamál, Hlemmur, flögg og keilur vestur í bæ, pálmatré og fl.) Og hefur verið eitthvað samráð við íbúana? A.m.k. örugglega ekki hlustað á þá. Hverjir koma svo til með að flytja í skólalaust hverfi? Verður svo ekki hrun á fasteignum þarna út af þessu? Ef þetta er leið til að ná sér í atkvæði fyrir kosningar þá er þetta vitlaus leið til þess. Jafnvel íbúar í öðrum hverfum borgarinnar finnst illa farið með fólk þarna og það gleymir því ekkert eða hvað haldið þið?
https://www.visir.is/g/2019191029795/foreldrar-reidir-vegna-akvordunar-um-lokun-kelduskola-korpu

 

Júlí 78 | 22. okt. '19, kl: 08:14:56 | Svara | Er.is | 0

Ég tek það fram að ég á engra hagsmuna að gæta með því að skrifa um þetta, bý ekki þarna og þekki engan í þessu hverfi en veit alveg hversu langt er á milli skóla þarna. Ég skil foreldrana þarna vel. 
Í frétt (RÚV) segir: 
"Skólanum í Korpu í Grafarvogi verður lokað, í það minnsta tímabundið, og aðrir skólar í norðanverðum Grafarvogi verða aldursskiptir. Þetta felst í tillögum meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Samkvæmt því sækja nemendur í fyrsta til sjöunda bekk nám í Borgaskóla og Engjaskóla en nemendur í unglingadeild fara í Víkurskóla. Íbúar í Staðahverfi hafa lagst gegn lokum Korpuskóla og telja dregið úr lögbundinni þjónustu í hverfinu."

Og: " Yngri börnin fara í Engjaskóla og verður þeim tryggður skólaakstur eða strætókort. Korpuskóli verður ekki opnaður aftur nema 150 börn á aldrinum sex til tólf ára verði í Staðahverfi, sem Korpuskóli hefur þjónað."
Einnig: 

"Lengra að fara

Breytingin þýðir að barn sem hefur kannski þurft að ganga nokkur hundruð metra þarf gæti þurft að fara um tveggja kílómetra leið í skólann. Sem fyrr segir yrði boðið upp á skólaakstur eða strætókort, samkvæmt kynningu á breytingunni. Bæta á almenningssamgöngur, göngu- og hjólaleiðir.

Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði rökstyður breytinguna með því að bregðast verði við fækkun barna í hverfinu. Jafnframt spari breytingin um 200 milljónir króna frá og með næsta skólaári."

Skúli og félagar tala um fækkun á börnum þarna en það kemur fram í fréttinni að eldri börn hafi verið send tímabundið í Víkurskóla vegna myglu en hafi aldrei snúið aftur í nám í Korpuskóla.

Hvað voru þá mörg eldri börn send í Víkurskóla sem var ekki leyft að fara aftur í þennan skóla? Mér sýnist þetta bara vera eitt stórt klúður hjá borgaryfirvöldum, verð að segja það. Svo segi ég, hvað ef börnin missa af strætó, verða þau þá ekki á gangi þarna á milli hverfa sem er löng leið sérstaklega fyrir yngri börn. Og hvað þá ef veðrið er brjálað, allt í lagi?

https://www.ruv.is/frett/loka-korpuskola-og-aldursskipta-odrum-skolum

Júlí 78 | 22. okt. '19, kl: 08:51:35 | Svara | Er.is | 0

Ég var annars að hlusta á þenna Skúla í Bítinu (útvarpinu). Það kom fram að það eru um1.700 metrar á milli Korpuskóla og Engjaskóla. En Skúli sagði það væri ekki mikil fjarlægð fyrir börnin að fara!  Það er nú ekki í lagi með manninn. Hann talar um að hafa valkosti fyrir börnin að ganga eða hjóla eða taka skólabílinn, þess vegna stendur til að hafa göngustíga á milli. Ok. En maðurinn ætti að vita hver er fjarlægðin þarna á milli en veruleikinn er kannski raunverulegri hjá honum þegar hann lítur yfir svæði 101? Það er kannski ekki voðalegt fyrir 14 ára að hjóla á milli í góðu veðri en þetta er töluverð löng leið, ég tala nú ekki um að vetri til og þá sérstaklega ef yngri börn.

Sodapop | 22. okt. '19, kl: 13:47:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú nefnir skólabíl, geta krakkarnir ekki tekið hann í vondum veðrum? Annars vorkenni ég þeim lítið, svipað langt í grunnskólann minn og enginn skólabíll í boði.

----------------------------------------------------------------------
Don't grow up. It's a trick!!

Júlí 78 | 23. okt. '19, kl: 08:31:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held nú að þeir hafi bara ætlað börnunum að taka strætó í upphafi en vegna mikillar óánægju foreldra yngstu barna þá sé stefnan á að þau yngstu geti tekið skólabíl. En ég segi aftur, hvað ef einhver þeirra missa af skólabílnum, eiga þau þá að labba á milli jafnvel í vondu veðri? Eða á að stóla á að foreldrar geti keyrt barnið/b örnin? 

Sodapop | 24. okt. '19, kl: 22:54:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki hægt að stóla á að foreldrar barnanna geti passað upp á að börnin þeirra mæti tímanlega til að taka skólabílinn? Nú eru fjölmörg börn í sveitum landsins sem taka skólabíl í skólann, ekki hefur það þótt mikið vandamál hingað til... er fólk í Grafarvoginum eitthvað verr gefið, svo að það á almennt í erfiðleikum með að mæta á réttum tíma?

----------------------------------------------------------------------
Don't grow up. It's a trick!!

ert | 24. okt. '19, kl: 22:59:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

VIð skulum ekki gleyma að það eru og hafa verið börn í Reykjavík sem hafa þurft að taka strætó í skólann frá því að ég man eftir mér og það er næstum því hálf öld. Ég átta mig illa á því af hverju öllum er sama um þau börn en finnst það hneyksli að börn í Korpuhverfinu þurfi þess.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 24. okt. '19, kl: 23:13:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sem ég hef séð í sjónvarpinu þegar barn tekur skólabíl út í sveit þá kemur bílstjórinn alveg heim að dyrum hjá viðkomandi til að sækja nemandann. Augljóst að þá er ekki hægt að missa af skólabílnum.

ert | 25. okt. '19, kl: 00:46:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já finnst þér að það eigi bjóða almennt þeim börnum í Reykjavík sem búa í hverfum þar sem er ekki skóli slíka þjónustu? 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Zagara | 22. okt. '19, kl: 11:58:24 | Svara | Er.is | 0

Stormur í vatnsglasi.


Það er búið að fikta í mörgum skólum og leikskólum síðustu ár og það er grenjað fyrst og svo þagnar fólk. Mér finnst ekkert óeðlilegt að borgaryfirvöld taki ákvörðun um að vilja ekki reka örskóla hér og þar. 
Hins vegar skil ég foreldra vel að vilja helst einkakennslu fyrir börnin sín. Ég væri sjálf alveg til í að borgin byði mínum krökkum upp á það, en ég skil alveg af hverju hún gerir það ekki.

Júlí 78 | 23. okt. '19, kl: 08:42:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er enginn að tala um að hafa einkakennslu fyrir börnin. Auk þess þá hefur enginn sagt okkur hvað voru mörg eldri börn flutt í annan skóla til bráðabrigða, ef þeim væri bætt við aftur þá væri fjöldinn meiri í skólanum. Stormur í vatnsglasi? Ef foreldrar geta sannað það að íbúðaverð hafi lækkað vegna þessa ákvörðunar (enginn skóli í hverfinu) þá geta þeir hugsanlega sótt skaðabætur til borgarinnar. Þetta kom fram í fréttum.

ert | 23. okt. '19, kl: 08:54:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Viltu samkennslu árganga?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78
ert | 23. okt. '19, kl: 15:08:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


OK þannig að þú ert sátt við samkennslu og líka við að það séu bara 4 börn í bekk.
Þér finnst í lagi að útsvar fólks fari í það útvega dýra kennslu í svona hverfi frekar en í félagslega aðstoð.--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 23. okt. '19, kl: 15:23:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, vil að borgin spari á ýmsan máta en sé ekki að spara í grunnþjónustu. Þeir mega alveg sleppa einhverjum gæluverkefnum sem kosta formúu. Hugsa ég gæti talið upp ansi mikið sem er spreðað í tóma vitleysu þarna hjá Reykjavíkurborg.

ert | 23. okt. '19, kl: 15:26:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Telurðu félagslega aðstoð vera gæluverkefni?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 23. okt. '19, kl: 15:27:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit ekkert hvað þú ert að tala um, skólamál félagsleg aðstoð?

ert | 23. okt. '19, kl: 15:32:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

" Þér finnst í lagi að útsvar fólks fari í það útvega dýra kennslu í svona hverfi frekar en í félagslega aðstoð. "

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 23. okt. '19, kl: 15:36:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert alltaf við sama heygarðshornið þetta EÐA hitt. Flokkast ekki bæði skólamál og félagsleg aðstoð sem grunnþjónusta?

ert | 23. okt. '19, kl: 15:37:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú fórst að tala um gæluverkefni út frá innleggi mínu. Mér dettur stundum í hug að þú svarair í samræmi við innlegg mín en ég geri mér alveg grein fyrir því að það krefst þess að þú lesir og skiljir,

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 23. okt. '19, kl: 15:39:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mjög skiljanlegt hjá mér. Gæluverkefni er eitthvað sem er óþarfi að gera og geta líka verið dýr. Enginn óþarfi við það að börn geti sótt skóla í sínu hverfi.

ert | 23. okt. '19, kl: 15:41:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og um hvaða gæluverkefni var ég að tala?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 23. okt. '19, kl: 15:45:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég minntist á gæluverkefni í því samhengi að gæluverkefni eru óþörf. Grunnþjónusta eins og skóli eru nauðsynlegir.

ert | 23. okt. '19, kl: 15:45:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er ég þú?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 23. okt. '19, kl: 15:34:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki búið að vera stanslausar fréttir af alls konar gæluverkefnum? Flögg og keilur vestur í bæ..braggamál..pálmatré..Hlemmur..Laugavegur gerður að göngugötu..(öruggleg akki ókeypis)...Óðinstorg (þar sem borgarstjóri býr), jú þurfti eitthvað að endurnýja lagnir en " Framkvæmdir á Óðinstorgi felast í endurnýjun yfirborðs á torgsvæði og hluta götu. Komið verður fyrir setpöllum, stökum sætum, leikhólum, pollum og hjólagrindum. Framkvæmdir í Týsgötu fela í sér endurnýjun yfirborðs götu og göngusvæða auk gróðursetningar." Á sama tíma er ekki gangbraut merkt hvítum röndum eins og á að vera og engin almennileg skilti þar sem 4 börn hafa slasast á göngugötu annars staðar.

ert | 23. okt. '19, kl: 15:36:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að úr því að núverandi borgarstjórn er með gæuverkefni þá eðlilegt að spreða meiru en í gæluverkefnin? Gæluverkefnin réttlæta sem sgat sme mesta eyðslu?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 23. okt. '19, kl: 15:37:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vonandi þarf ég ekki að segja þetta 10 sinnum eða oftar eins og annað í annarri umræðu við þig. Grunnþjónusta - skólamál. Deiluskipulag - skóli í hverfinu.

ert | 23. okt. '19, kl: 15:39:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að öll börn eiga að geta sótt skóla í sínu vherfi. Þannig að þú styður að það séu byggðir skólar í öllum hverfum þar sem er ekki skóli og að þeir séu fullmannaðir.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 23. okt. '19, kl: 15:43:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sums staðar hafa verið sett upp færanleg hús þegar nemendum fjölgar, ég hef ekki skoðað það en sjálfsagt fyrir sveitarstjórnarfólk að skoða svoleiðis. En hús er ekki sama og hús, skóli þarf að hafa almennilegan hita og gott rými samt sem áður.

ert | 23. okt. '19, kl: 15:45:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil ekki. Viltu bara að það séu bara settir upp skólar í skólalaus hverfi þegar nemendum fjölgar? en ef nemendafjöldi stendur í stað eða fækkar þá þurfi ekki skóla í skólalaus hverfi? 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 23. okt. '19, kl: 15:47:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

skólar í skólalaus hverfi? Ok. ;) 

ert | 23. okt. '19, kl: 15:55:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á ég að skilja þetta sem svo að þú sért sátt við að sum hverfi hafi ekki skóla?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 23. okt. '19, kl: 15:50:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú veist mína afstöðu í þessu, held ég þurfi ekkert að segja meira um þetta. En gott að vita þína skoðun að það sé allt í lagi fyrir 7-8 ára að labba á milli í hífandi roki eða vitlausu veðri þegar það missir af skólabílnum.

ert | 23. okt. '19, kl: 15:55:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, ég skil ekki afstöðu þína. Viltu byggja skóla í Skerjafirði eða ekki?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 23. okt. '19, kl: 15:24:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En jú allt í lagi að hafa 4 krakka í bekk. Bara fínt fyrir börnin.

Júlí 78 | 23. okt. '19, kl: 15:25:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En það þarf örugglega ekki að hafa alls staðar 4 krakka í bekk og ekki víst að þess þurfi, heldur frekar fleiri.

Zagara | 23. okt. '19, kl: 12:36:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Á Reykjavíkurborg þá að reka 4 manna bekki, sem er á par við marga sveitaskóla, þar sem nemendur kosta tvöfalt meira en aðrir nemendur af því að borgarfulltrúi D lista segir að ef einhverjum tækist mögulega að sanna eitthvað þá mögulega gæti hann fengið skaðabætur? Sorrý en það er aldrei að fara að gerast. Og þó að það myndi hugsanlega mögulega gerast, ætli bæturnar yrðu samt ekki ódýrari fyrir borgina en kostnaðurinn við að reka skólana svona fámenna?


Eða eigum við að koma niður á jörðina og átta okkur á þetta er í fjölmennasta sveitarfélagi landsins þar sem við verðum að hafa einhverja staðla um lágmarksfjölda nemenda í skólum til að það borgi sig að hafa þá opna?


En vandi Korpuhverfis er líka sá að það er gjörsamlega úti í rassgati og í raun talsvert langt frá stofnbrautum. Korpuhverfið er ein ástæðan fyrir því að ég styð þéttingu byggðar. Fólk kaupir þarna og ætti að vita með nokkuð mikilli vissu hvað það er að fara út í. 

Júlí 78 | 23. okt. '19, kl: 15:08:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekkert að sveitaskólum, eða ertu á móti þeim? Samkvæmt deiliskipulagi skilst mér að það sé gert ráð fyrir skóla í hverfinu.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Er verið að ryðja íslensku í burtu? Hvenær byrjaði þetta rugl? Megamix2000 26.1.2020 27.1.2020 | 01:18
Að niðurgreiða flugferðir fyrir ungt fólk Júlí 78 25.1.2020 27.1.2020 | 00:03
Er einhverstaðar hægt að fá stálhnífapör slípuð upp? ahri 25.1.2020 26.1.2020 | 22:10
Lánshæfimat eftir vanskilaskrá Torani 22.1.2020 26.1.2020 | 22:09
Varðandi BMI stuðulinn. Megamix2000 25.1.2020 26.1.2020 | 22:00
Háskólagrunnur upplýsingar? Dabbitjell 23.1.2020 26.1.2020 | 21:58
Friður sé með yður :) kaldbakur 24.1.2020 26.1.2020 | 21:49
Fögnum fóstrinu. Flactuz 8.1.2020 26.1.2020 | 20:48
Reykjanes mun gjósa ? Kingsgard 26.1.2020
Leiga og uppsagnarfrestur? Steinar Arason Ólafsson 26.1.2020 26.1.2020 | 20:20
matarsódi í þvottavél nefnilega 7.2.2015 25.1.2020 | 21:34
tenerife ( fjölskyldu hótel með öllu inniföldu) skríll 22.1.2020 25.1.2020 | 16:08
Framtíðin Hafgaula 25.1.2020
Er einhver hérna sem kaus VG í síðustu kosningum? spikkblue 21.1.2020 25.1.2020 | 08:56
Pharmacist wanted to cooperate jerzyp 25.1.2020
Óska eftir gomlum Lego settum sjonni82 24.1.2020
Er einhver banki á Íslandi skárri en aðrir? Burnirót 16.1.2020 24.1.2020 | 18:18
yaris hybrid/bensín Pasima 23.1.2020 23.1.2020 | 20:34
Rúmgott: Dýnur GGBLAND 23.1.2020
Sjúklingatrygging stelpan86 23.1.2020
Novis tryggingargjald Steinar Arason Ólafsson 22.1.2020 22.1.2020 | 22:39
Novis tryggingargjald Steinar Arason Ólafsson 22.1.2020
Aðeins um þetta betlarahyski (þjófahyski) sem er á landinu. spikkblue 21.1.2020 22.1.2020 | 16:16
Plata og skrúfur eftir beinbrot fanneyrut 17.1.2020 22.1.2020 | 12:31
fá leyfi fyrir garðhúsi eða gám begzi 21.1.2020 22.1.2020 | 02:31
uppskrift af lakkríssósu (með lambi) eins og á tapas karamellusósa 5.11.2014 22.1.2020 | 02:11
Varðandi leigutekjur af íbúð hjóna V J 21.1.2020 21.1.2020 | 08:41
Uppgefinn á sálinni get ekki meira Vestarinn 4.1.2020 20.1.2020 | 22:10
Að vinna í gegnum netið/síma JD 19.1.2020 20.1.2020 | 21:04
Handbolti markmaðurinn? Blómabeð 19.1.2020 20.1.2020 | 19:48
Smurning Kimura 16.1.2020 20.1.2020 | 19:17
skattskil notandi50 20.1.2020 20.1.2020 | 16:41
síberískur kettir á Íslandi olga1986 5.10.2014 20.1.2020 | 16:14
Hvernig þvæ ég þórsmörk úlpu Notandi1122 20.1.2020 20.1.2020 | 15:27
Hvar finn ég dýrasíðu til að kaupa hund Natalía Ósk 15.1.2006 20.1.2020 | 12:48
TAXI sankalpa 18.1.2020 20.1.2020 | 06:58
Vantar mann í lið? treiszi95 19.1.2020
Utlendinga stofnun. yo542 17.1.2020 19.1.2020 | 18:00
Aðstaða fyrir smáviðgerðir Buka 19.1.2020 19.1.2020 | 16:15
Öryrkjar og íþróttastyrkir alv 14.1.2020 19.1.2020 | 15:30
"vina"skuld patrekuris 12.1.2020 19.1.2020 | 14:50
Bachelor Peter Weber. Stella9 18.1.2020 19.1.2020 | 08:55
Sölumyndir á FB hdfatboy 18.1.2020
Myndband sent Alltaf40 18.1.2020 18.1.2020 | 22:28
Hraunvallarskóli vs. Skarðshlíðarskóli ardandk 16.1.2020 18.1.2020 | 22:07
Laugardagur Twitters 18.1.2020
bílaskipti kalli1999 15.1.2020 18.1.2020 | 21:08
Ég þarf einkalán upp á 650.000 vobis3 18.1.2020
Stutt skoðunarkönnun varðandi djúpslökun og hugleiðslu, aðeins 2 spurningar !!! Ljónsi 18.1.2020
Baráttukona á bak við tjöldin Júlí 78 18.1.2020 18.1.2020 | 13:55
Síða 1 af 19719 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, Gabríella S, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron