skrifborð handa krökkum

Catalyst | 22. feb. '15, kl: 14:06:48 | 370 | Svara | Er.is | 0

Nú er eldri strákurinn að byrja í skóla og við erum að spá í að kaupa skrifborð inn til hans. Er það ekki möst eins og maður segir? :) ehhehe við vorum allavega bæði með skrifborð inni hjá okkur á okkar skólagöngu.
Allavega, einu staðirnir sem mér dettur í hug að leita á er ikea og rúmfó en hvar annarsstaðar gæti ég mögulega fengið sniðugt skrifborð?

 

ansapansa | 22. feb. '15, kl: 14:11:07 | Svara | Er.is | 8

Nei það er ekki möst. Mín börn nota t.d ekki skrifborðin sín. Þau kjósa að læra inn í eldhúsi þó svo að mamman sé ekkert allt of glöð með það. Sú elsta (17) er aðeins farin að nota sitt borð....sem puntuborð :)

----------------------------------------------------
Ég á skilið Thule
....verst að ég drekk hann ekki :/

Catalyst | 22. feb. '15, kl: 14:12:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

haha nei þetta með möstið var nú djók sko :)
En það var ekki liðið að læra við matarborðið heima og öll systkinin vöndumst fljótt á að læra inn í herbergi. Sama með manninn minn.

en veistu hvar ég fæ sniðugt skrifborð? helst eitthvað sem er ekki mjög fyrirferðamikið.. :)

ansapansa | 22. feb. '15, kl: 14:20:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ó..hahaha hélt þú værir að spyrja :Þ
Við (börnin) erum búin að eiga nokkur skrifborð og mér fannst verst þessi hornborð, þau tóku of mikið pláss. Núna á sú elsta þetta frá MICKE og hægt er að fá svona viðbótareiningu ofan á, sem er ansi skemmtilegt fyrir börnin og tekur ekki auka pláss af gólfinu. Fyrir hin börnin skiptum við út þeirra borðum fyrir bara borðplötu og fætur. Kemur svakalega vel út og alveg nóg þar sem þau eiga hvort eð er ekki borðtölvur og þurfa þá ekki þannig skrifborð....sem við hentum út.

 
 
Var búin að skoða út um allt en fannst borðin vera oft of dýr og of stór. Sérstaklega þar sem þau eru ekkert mikið að nota þau. En þau hafa nóg pláss til að læra á borðunum þegar þau nenna ;)

----------------------------------------------------
Ég á skilið Thule
....verst að ég drekk hann ekki :/

Catalyst | 22. feb. '15, kl: 14:24:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég sá þetta hjá Ikea og lýst vel á. Og já mig vantar bara eitthvað nett borð ekki hlunnk og ekki til að hafa tölvu við.

ansapansa | 22. feb. '15, kl: 14:31:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá er einmitt spurning með svona borðplötur. Við keyptum svarta borðplötu og svartar fætur handa okkar strák, það kemur vel út og alveg hlægilega þægilegt að setja saman :P Og hvítt svoleiðis handa hinni stelpunni. Finnst það koma mun betur út en þessi skrifborð sem þau þurfa ekkert svo mikið á að halda vegna borðtölvuleysis. En plöturnar eru góðar fyrir fartölvur og Ipada :)
Svo settum við upp hillur í stíl fyrir ofan fyrir smádótið.

----------------------------------------------------
Ég á skilið Thule
....verst að ég drekk hann ekki :/

Catalyst | 22. feb. '15, kl: 14:38:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar fæ ég bara plötu og fætur? er það í Ikea?
Gæti alveg hugsað mér svoleiðis en finnst samt líka ágætt ef það væri ein skúffa eða tvær til að geyma dót sem hann þarf að eiga en ekki alltaf hafa upp á borði.
Hann er með hvíta hillu og hvítt svona skenk með gámum í fyrir dótið sitt. Myndi því vilja hvítt borð :)

ansapansa | 22. feb. '15, kl: 14:46:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við keyptum allt í Ikea. Það eru staflar af borðplötum hjá skrifborðunum og við keyptum minnstu plötuna. Hún er yfir meter á breydd og smá þykk. Kostaði fyrir jól 2490 minnir mig. Svo settum við hillu fyrir ofan alveg í stíl, bæði hvítt. Svo keyptum við svona fyrir smádótið  

 

----------------------------------------------------
Ég á skilið Thule
....verst að ég drekk hann ekki :/

Abbagirl | 22. feb. '15, kl: 14:52:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi ekki kaupa skrifborð nema hafa skúffur, svo fylgir þeim meira dót eftir því sem þau ekdast ;)

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

ilmbjörk | 22. feb. '15, kl: 14:51:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 14

what ekki liðið að læra við eldhúsborðið?? það er einmitt staðurinn þar sem ég vill að börnin mín sinni sínum lærdómi í framtíðinni, svo við getum fylgst með þeim og aðstoðað..

Catalyst | 22. feb. '15, kl: 14:54:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þannig var það hjá okkur. Þau fylgdust í staðinn með okkur inn í herberignu okkar og sáu til þess að við gerðum heimalærdóminn og aðstoðuðu okkur við það þegar þurfti. Sé ekki muninn, bara mismunandi herbergi.

ilmbjörk | 22. feb. '15, kl: 14:56:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

jájá, en eldhúsið/borðstofan er meira fjölskyldu rými í mínum huga, þar sem fjölskyldan er eftir skóla og vinnu.. meiri samverustaður :) 

Ziha | 22. feb. '15, kl: 15:00:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Líka hjá mér.... þar að auki eru flest svefnherbergin uppi á meðan ég er oftast niðri, sæi mig i anda hlaupandi upp og niður þennan stutta tíma... þeir lærðu reyndar oftast í stofunni á meðan þeir voru litlir.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Catalyst | 22. feb. '15, kl: 15:07:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

við erum með hol út frá herbergjunum þar sem ég er með skrifborð og tölvu fyrir minn lærdóm og þar sem kallinn er með tölvuborð. Erum mikið þar svo hann yrðiekkert einn uppi meðan við hin værum niðri. En mér finnst ekkert að því að hlaupa upp ef hann þarf aðstoð eða ef komið er að lestrinum, hann búinn og það þarf að kíkja yfir.
Ég er kannski með öðruvísi skilning á að hjálpa þeim að læra....

Ziha | 22. feb. '15, kl: 15:09:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru börnin þín ekki ennþá svo ung?  Börn þurfa mismikla aðstoð, þau eru jafnmisjöfn og þau eru mörg..... sum þurfa bara meiri aðstoð en önnur.  


Ég hef lent í að þurfa að hjálpa mikið og eins litið.....misjafnt eftir börnunum. 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Catalyst | 22. feb. '15, kl: 15:11:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og ég er alveg undir það búin að þurfa að sitja hjá honum allan tímann sem hann er að læra, ef hann þarf þess en eins og sumir tala hér þá sé það bara alltaf þannig. Ég vil að hann reyni að finna lausn sjálfur áður en ég kem og hjálpa, það er td eitt af því sem þau eiga að læra í skólanum og nýtist þeim síðan á fullorðinsárum. Veit hann er að fara bara í fyrsta bekk :) og ég býst við að ég muni það ár og næstu tvö líklega sitja mest megnis með honum en ég get gert það í hans herbergi, vil að hann venjist því að læra þar.

presto | 22. feb. '15, kl: 23:41:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Í okkar skóla er afar lítið heimanám fyrstu árin, skrift af og til og svo ein og ein saga. Mér hefur aldrei dottið í hug að hafa heimalesturinn við skrifborð.

Catalyst | 22. feb. '15, kl: 15:05:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En hvort er þetta samvera fjölskyldunnar eða foreldri að fylgjast með að barnið læri? Eins og ég segi hann á yngra systkini sem mun bara trufla, þannig er það bara. Hann fær meiri frið og við getum líka sömuleiðis einbeitt okkur betur með því að fylgjast með og aðstoða inn í herbergi.

ilmbjörk | 22. feb. '15, kl: 15:12:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Samvera fjölskyldunnar finnst mér.. er ekki hægt að koma yngra systkininu fyrir við borðið að gera eitthvað sem hentar aldri þess?

Catalyst | 22. feb. '15, kl: 15:13:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hann er óttalegt fiðrildi og sæti ekki kjurr nema kannski í 10 mín. En hann getur þá bara setið með okkur inn í herbergi. Annars er hann bara í því að trufla bróður sinn í því sem hann er að gera og æði oft sem þeir eru bara bestu vinir 1 mín og rífast svo eins og hundur og köttur. Sé ekki gæðin í heimalærdómi við þannig aðstæður. Því vil ég skapa þægilegt og stressfrítt umhverfi fyrir hann að læra á. Hann líka stressast mikið upp þegar hann er að læra eitthvað nýtt og tel ég að svona getum við frekar einbeitt okkur að þeim verkefnum sem hann á að leysa heima.

Grjona | 23. feb. '15, kl: 07:19:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Martröð fjölskyldunnar myndi ég nú frekar segja.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Felis | 23. feb. '15, kl: 08:18:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég geng ekki svo langt en þetta er sjaldan gæðastund á mínu heimili :-/


heimalesturinn er reyndar annað mál og mjög misjafnt eftir bókum hversu góð/slæm sú stund er. Heimalesturinn á mínu heimili fer reyndar nánast alltaf fram uppi í rúmi. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Grjona | 23. feb. '15, kl: 08:23:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það fer eftir því hvort grjónið við erum að tala um, með því eldra er þetta hell, allt í lagi með því yngra.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Ziha | 22. feb. '15, kl: 15:14:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var oft eða oftast ein með þá alla á þessum tíma dagsins, maðurinn minnn var að vinna mikið svo ég gat ekki bara "lokað" hvort sem er á yngri systkinin, svo annað hvort lærðu þeir hjá mér eða einir án aðstoðar.  Maður skilur ekkert mjög lítil börn eftir ein.....   Svo er nú ekkert um svo mikinn lærdóm að ræða svona í fyrstu... nema að barnið komi heim með allt ólært, líka það sem það átti að læra í skólanum... :-/   

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Catalyst | 22. feb. '15, kl: 15:20:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Af hverju geriru ráð fyrir að pabbinn sé ekkert þarna?

Maðurinn minn er yfirleitt kominn heim upp úr 16 líkt og ég svo að annað hvort verður ég eða hann að hjálpa honum meðan hitt sér um bróður hans og það sem þarf að gera heima á meðan.

Mamma var annars mikið ein með okkur þrjú (sjómannskona) og þetta virtist ekki vera neitt vandamál hjá henni, við systkinin lærðum heima, gerðum þau verkefnii sem voru sett fyrir og hún aðstoðaði okkur við það sem þurfti. Við lærðum alltaf inn í herbergi nema þegar það var lestur í 1 bekk þá var það frammi reyndar. En allt annað var inn í herbergi. Það var opið inn og maður bara kallaði á hana. Hún fór síðan yfir með okkur hvað átti að læra heima og ath hvort við værum búin. Eins og þú segir þá tók þetta ekki langan tíma og eftir það vorum við frammi og spjölluðum við hana eða eltum um húsið (hún er alltaf á þeytingi og ef maður ætlar að spjalla þá þarf maður oft að elta hana um allt hahaha veit ekki hversu mörg samtöl ég hef átt við hana meðan hún setur í þvottavél, uppþvottavél eða tekur úr, brýtur saman osfrv.) því hún var að sjá um húsverkin, þrífa og elda, lesa, prjóna.

presto | 22. feb. '15, kl: 23:38:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ha? Í alvöru? Hafði það góð áhrif á námið og námsagann? (Mín eiga skrifborð en þau eru yfirleitt full af öðrum viðfangsefnum en námsbókunum, ég er etv. Að klúðra uppeldinu big time?)
Flexa húsgögnin eru æði, fást ný og svo t.d. Hér notuð.

Catalyst | 22. feb. '15, kl: 23:57:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég var mjög samviskusöm, gekk mjög vel í skóla og hélt því áfram í framhalds og háskóla.
bróðir minn var nokkuð duglegur líka, eitthvað minna en ef hann hafði áhuga þá gekk það vel. Hann er að verða búinn með iðnnám núna. Sá yngri gekk líka mjög vel í skóla og er í námi núna.

presto | 23. feb. '15, kl: 00:47:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég þarf etv. Að endurskoða þetta:) við systkinin lærðum mest við eldhúsborðið í hjarta heimilisins, mér fannst ömurlegt að vera send ein inn í stofu að æfa mig á hljóðfæri. Við erum reyndar búin að læra góðan slatta í háskóla, en ég vil alltaf vera með mörg mismunandi verkefni í gangi (erfitt að fókusa á bara eitt)

alboa | 22. feb. '15, kl: 14:12:42 | Svara | Er.is | 1

Mín á skrifborð en lærir aldrei við það. Notar það fyrir ýmislegt annað samt. Við fengum það í Ikea.

kv. alboa

Abbagirl | 22. feb. '15, kl: 14:21:04 | Svara | Er.is | 1

Mínir hafa ekki notað sín skrifborð fyrr en á unglingsaldri. Flest börn sem ég þekki á yngsta stigi í grunnskóla læra með foreldri hjá sér og þá gjarnan við eldhúsborðið. Hins vegar er ágætt að hafa borð í herberginu til að geyma dót á og teikna eða föndra, kubba eða annað.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Catalyst | 22. feb. '15, kl: 14:26:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég mun vera inni hjá honum þegar hann þarf aðstoð við að læra. vil að hann venjist strax á að læra í herberginu sínu en ekki frammi. Þar fær hann líka meiri frið og við getum lokað að okkur í stað þess að litli bróðir hangi yfir okkur og trufli.
ég man enn eftir að hafa setið í mínu herbergi að læra, þá ekki orðin unglingur. Og man vel eftir þegar mamma og pabbi komu að hjálpa ef ég þurfti þess með :)
Hefur þetta ekki meira færst inn í eldhús því fólk hefur svo mikið að gera að þau læra meðan mamma er að elda og svo er hlaupið til og kíkt á og leiðrétt eða hjálpað ef þarf milli þess sem verið er að brytja niður og svona?

Abbagirl | 22. feb. '15, kl: 14:30:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú það er örugglega hluti af þessu, hjá mér er hluti af ástæðunni líka að oft var bara annað okkar foreldranna heima og hentugra að vera á þeirri hæð sem eldhúsið og miðja hússins er en þar sem herbergin eru vegna hinna barnanna.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Máni | 22. feb. '15, kl: 14:30:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Nei vegna þess að það er meira lagt upp úr samveru fjölskyldunnar en áður

Catalyst | 22. feb. '15, kl: 14:33:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit ekki hversu mikil samvera það er þegar að fólk er að brasast í eldhúsinu og vesenast meðan að barnið situr við borðið og lærir.. en það hefur mér fundist vera það sem gerist þegar börnin læra við eldhúsborðið. Hef líka sé þau oft sitja þar bara ein meðan að foreldrarnir eru frammi í stofu osfrv.

En þetta er örugglega samverutími fyrir suma.

Máni | 22. feb. '15, kl: 14:37:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rannsóknir hafa víst sýnt að það sé mukilvægast fyrir börn að vera nálægt foreldrum sínum í hversdaginum. Þetta með að gæðatími sé betri var víst bara mýta.

Þetta var í fjölmiðlum fyrir einhverjum árum og það spruttu upp fullt af umræðum.

Catalyst | 22. feb. '15, kl: 14:46:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já mér finnst líka bara allt annað að læra í ys og þys heimilisins eða í friði og það að vera nálægt foreldrum sínum yfir hversdaginn.
Tel hann líka myndu fá meiri frið til að læra frá bróður sínum ef hann væri í herberginu sínu. SVo er ekki eins og hann yrði þarna frá því hann kæmi heim og þar til að hann færi að sofa, bara rétt meðan hann er að læra og þess utan er hann annars alltaf í kringum okkur í hversddaginum.

Ziha | 22. feb. '15, kl: 15:02:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér hefur fundist best þegar börnin eru lítil að hafa þau hjá mér á meðan, svo þegar þeir stækka fara þeir að þurfa og vilja meira næði.  Í fyrstu þurfa þau svo mikla aðstoð að ég hef setið meira og minna yfir þeim á meðan eða allavega hjá þeim.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Catalyst | 22. feb. '15, kl: 15:08:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég býst fastlega við að fyrstu árin séu þannig og þá get ég alveg setið hjá honum uppi í hans herbergi alvegeins og við eldhúsborðið.

alboa | 22. feb. '15, kl: 14:39:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það getur reyndar heilmikið falist í því. Allavega töluvert meira en að vera í sitthvoru herberginu í húsinu :)


kv. alboa

alboa | 22. feb. '15, kl: 14:30:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín lærir frammi af því að við erum bara tvær og meira pláss við eldhúsborðið fyrir okkur að sitja saman á meðan hún les fyrir mig (ennþá lesið upphátt heima í 4. bekk). Svo erum við bara oft að læra saman við eldhúsborðið (gerum þetta helst strax eftir skóla en ekki í kvöldmatarundirbúningi).


kv. alboa

Catalyst | 22. feb. '15, kl: 14:35:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er með mitt lærdómsdót við skrifborð í holinu fyrir framan herbergið hans, og verð í námi fyrstu tvö árin hans í skóla, svo að við þannig séð munum læra saman :)
En vil að hann hafi sitt borð því sjálfri hefur mér alltaf þótt best að fá frið til að læra og hefði ekkert getað einbeitt mér frammi meðan bræður mínir voru að ólmast frammi. Fannst gott að geta lokað mig af ef ég þurfti, oftast opið fram samt. Og ég fékk þá aðstoð sem ég þurfti.
En já, mér finnst nauðsynlegta ð þetta sé ekki gert um leið og kvöldmaturinn er í undirbúning.

alboa | 22. feb. '15, kl: 14:38:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég læri líka venjulega inni á skrifstofunni minni. En þetta er okkar "lærdómsstund" saman. Bara eitthvað sem við mæðgur gerum saman. En að sama skapi erum við bara tvær svo engin yngri systkini að angra okkur. 


En eins og Máni benti á þá er heimanám skipulagt öðruvísi í dag og meira lagt upp úr að foreldrar séu að aðstoða börnin. Einnig er þetta hugsað sem stund sem foreldri og barn eiga saman, amk á yngstu stigi.


kv. alboa

Máni | 22. feb. '15, kl: 14:32:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Er þessi hugsun ekki svolítið gamaldags hjá þér? Hvert er hlutverk pabba?

Catalyst | 22. feb. '15, kl: 14:41:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að hjálpa til líka, en þar sem ég er að skrifa þá orða ég þetta bara út frá mér :)
En svo er ég að læra að verða kennari svo ég býst við að ég muni kannski frekar hjálpa þar sem ég mun vinna við þetta. En pabbinn mun samt taka þátt og hann vill hafa þetta inn í herbergi eins og ég. Við ræddum þetta um daginn og ákváðum að kaupa borð handa honum.
Og ég var ekki að spyrja hvort þetta væri möst, það var grín.. því ég veit að fólk hefur mismunandi háttinn á. Vildi fá ábendingar um hvar ég fengi borð :)

Máni | 22. feb. '15, kl: 14:43:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fékk eitt í góða hirðinum og eitt á bland.

Máni | 22. feb. '15, kl: 14:46:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mitt skrifborð er vegghengd sérsniðin borðplata, mæli mest með slíku

Catalyst | 22. feb. '15, kl: 14:49:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok skoða það :)

Máni | 22. feb. '15, kl: 14:41:31 | Svara | Er.is | 0

Ekkert af mínum börnum hefur notað skrifborðin sín og eina sem þau læra meðan eldað er er skrift. Mín börn hafa viljað vera í sama rými og ég til svona 12 ára aldurs.

Strákarnir mínir eiga skrifborð ekki stelpan.

ÓRÍ73 | 22. feb. '15, kl: 15:04:51 | Svara | Er.is | 2

Við höfum aldrei notað skrifborð,eg vil hafa bornin nalægt mer að læra

Allegro | 22. feb. '15, kl: 15:12:21 | Svara | Er.is | 1

Ikea er með fín borð. Ég hef keypt skrifborð fyrir yngri aldurinn þar.


Annars hafa mín börn ekki byrjað að nota skrifborðin sín neitt fyrr en þau eru komin upp í eldri bekkina. Þau hafa öll kosið að læra við borðstofu/eldhúsborðið frekar. Mér finnst það þægilegra og þeim líka. Eldri börnin kjósa líka oft að koma inn í borðstofu með skóladótið sitt og stundum sitjum við þar öll að læra og vinna. 


En auðvita er fólk misjafnt og um að gera að finna hvað hentar manni sjálfum. 





donaldduck | 22. feb. '15, kl: 15:19:05 | Svara | Er.is | 1

hérna hafa þau ekki verið notuð sem skrifborð, þegar þau voru yngri var lært í eldhúsinu eða í borðstofunni. lesið inní rúmi eða uppí sófa. mín 13 ára seldi svo skrifborðið og keypti sér snyrtiborð. 

fálkaorðan | 22. feb. '15, kl: 16:01:34 | Svara | Er.is | 0

Mín fá skrifborð en ekki til þess að æra við.


Eldhús, borðstofa og stofa er eitt rými sem við eiðum öllum stundum í saman.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Kammó | 22. feb. '15, kl: 23:44:42 | Svara | Er.is | 0

Mínir eru með skrifborð en nota það aldrei til að læra við, þeir læra við eldhúsborðið eða borðstofuborðið.

Svala Sjana | 22. feb. '15, kl: 23:54:29 | Svara | Er.is | 1

ÉG hélt líka að ég þyrfti að kaupa skrifborð handa ormunum mínum. En þegar á hólminn var komið hafa þau öll lært við eldhúsborðið eða borðstofuborðið.. alveg fram í háskóla!

Kv Svala

dogo | 22. feb. '15, kl: 23:58:00 | Svara | Er.is | 0

Það er "skrifborð" inni hjá dætrum mínum (aldrei notað fyrir heimalærdóm, hann fer allur fram við eldhúsborðið) sem er gamalt skólaborð fyrir 2 sem er búið að rista ABBA og Gasolin og alls konar nöfn í.

svartasunna | 23. feb. '15, kl: 06:56:20 | Svara | Er.is | 0

Minn er í 7 bekk, aldrei lært vid skrifbord heima, held èg kaupi samt á næsta ári, bara svona lítid og nett úr ikea.

______________________________________________________________________

Grjona | 23. feb. '15, kl: 07:11:34 | Svara | Er.is | 0

Mín börn læra aldrei inn í herbergjunum sínum. Þau eru í 4. og 6. bekk.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Yxna belja | 23. feb. '15, kl: 07:36:37 | Svara | Er.is | 0

Barnið mitt byrjaði að nota skrifborðið sitt, sem það fékk by the way sumarið eftir 1. bekk, aðeins í fyrra þegar það var í 10. bekk. Í dag er það notað flesta/alla daga og barnið er í 1.bekk í menntaskóla.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Felis | 23. feb. '15, kl: 08:16:18 | Svara | Er.is | 0

ég myndi skoða rúmfó og ikea og svo nytjatorgin á facebook


en skrifborð í herbergi sonarins væri sennilega eingöngu notað til að dunda sér við; perla, lita oþh. já og til að safna drasli.  

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Snobbhænan | 23. feb. '15, kl: 09:58:13 | Svara | Er.is | 0

Mínir hfa fengið skrifborð við upphaf skólagöngu en í raun voru þau ekki notuð til að læra við fyrr en ormarnir voru komnir á unglingsaldur. Annars fór heimalærdómur iðulega fram í eldhúsinu eða stofunni.


Örverpið er að byrja í skóla í haust og hann fær að sjálfsögðu skrifborð.  Þó ég viti að hann er ekki að fara að læra við það alveg strax.

Nagini | 23. feb. '15, kl: 10:43:39 | Svara | Er.is | 0

Það þyrfti að vera ansi rúmgott svo að þú kæmist að því líka því yfirleitt þurfa þau stanslausa hjálp fyrstu árin :) Mín börn nota bara eldhúsborðið, eins og margir hér sé ég :) samt eiga þau þessi fínu skrifborð inni í herbergi.





Óska eftir Nintendo NES tölvu og Tetris leiknum í hana!!!

Hugfangin | 23. feb. '15, kl: 16:06:23 | Svara | Er.is | 0

Rúmfó, IKEA og ILVA eru með flott borð :-)

Akur4 | 25. feb. '15, kl: 20:13:04 | Svara | Er.is | 0

IKEA eru með skrifborð á góðu verði svo getur þú líka látið gera fyrir þig borð í ehv sérstakri stærð

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Síða 8 af 47851 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, annarut123, tinnzy123, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie