Skulda skatta?

Kalli-i-takinu | 1. mar. '11, kl: 16:03:56 | 2109 | Svara | Er.is | 0

Hefur einhver hérna lent í því að skulda milljónir í skatta og fá sekt ofaná skuldin?

Hvað er hægt að gera?

 

Askepot | 1. mar. '11, kl: 16:18:09 | Svara | Er.is | 0

Það er hægt að semja.

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

Kalli-i-takinu | 1. mar. '11, kl: 16:20:46 | Svara | Er.is | 0

ég veit að svona skuldir detta út, og var að spá hvað það tekur langan tima, hefur einhver lent í þessu hérna?

kátur | 1. mar. '11, kl: 16:23:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Detta út? Ert þú að tala um fyrningu skulda? Þessum skuldum er haldið við og séð til þess að þær fyrnist ekki.

Life is a bitch....get used to it !

lionsdale | 1. mar. '11, kl: 16:23:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hef aldrei heyrt um að sona skuldir detti ut frændi minn er buinn að skulæda svona i 13 ar hefur lyst sig gjaldþrota en rikið helduri þessu alltaf lifandi

Baddim | 1. mar. '11, kl: 16:38:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er tvennt öruggt í lífinu dauðinn og skattar. Engin sem kemst upp með að skulda skatta. Ef þetta "dettur út" eins og þú segir þá er það örugglega vegna þess að viðkomadi er búinn að vera gjaldþrota í 4 ár. Semdu um þetta strax því vextir ofan á þetta gerir bara illt verra. Ef þetta er virðisaukaskattur þá er málið að gera eitthvað NÚNA, það er enn verra en tekjuskattur.

Kalli-i-takinu | 1. mar. '11, kl: 16:28:30 | Svara | Er.is | 0

ég spjallaði við þá hjá skattinum þar sem ég skulda 300 þús og mér var sagt að þetta dytti út 4 ár frá skuld

sem fyrst | 1. mar. '11, kl: 16:30:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki rétt.

Almennar kröfur (skttaskuld) fyrnast á 4 árum, nema þeim sé haldið við með innheimtu.

Skatturinn lætur ekki skuldirnar fyrnast.

Jólasveinninn minn | 1. mar. '11, kl: 16:31:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrningarfrestur skattakrafna er vissulega fjögur ár frá gjalddaga, en þetta gufar samt ekkert upp sjálfkrafa eftir þann tíma.

Kalli-i-takinu | 1. mar. '11, kl: 16:35:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

til hver er þá fyrningarfresturinn 4 ár ef þetta gufar svo ekkert upp?

Steina67 | 1. mar. '11, kl: 16:44:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Svo að fólk eins og þú taki ekki upp á því að borga ekki skattana sína.

Skuldir hverfa ekkert þó maður borgi ekki.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

dotri80 | 1. mar. '11, kl: 16:57:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

aldrei heyrt annað eins rugl! skattar detta aldrei út ! veit um einn sem borgaði ekki meðlag í 18 ár og í dag eru yfir 20 ár síðan og enn inni!!!

kátur | 1. mar. '11, kl: 16:32:15 | Svara | Er.is | 1

Hér áður fyrr máttu sýslumenn ekki fella niður skatta skuldir, heldur var bara hægt að semja um endurgreiðslur á þeim.

Núna er búið að breyta lögunum til þess að auðvelda fólki að komast á réttan kjöl í lífinu og fá það til þess að gefa upp sínar tekjur til skatts. Þeir sem hafa skuldað miklar upphæðir í skatta eða önnur opinbergjöld hafa verið hundeltir hingað til og hafa flestir neyðst til þess að vinna svart, þar sem skatturinn getur tekið allt að 70% af launum þeirra.

Það er spurning hvort hægt sé að semja um einhverja niðurfellingu á þessari skuld núna?

Life is a bitch....get used to it !

ingbó | 1. mar. '11, kl: 18:25:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta þykir mér furðulegt viðhorf - neyðst til að vinna svart - Menn eiga bara að borga skattana sína og á réttum tíma.

Kalli-i-takinu | 1. mar. '11, kl: 16:33:10 | Svara | Er.is | 0

og hvað þýðir það?

Kalli-i-takinu | 1. mar. '11, kl: 16:34:02 | Svara | Er.is | 0

afhverju sagði þessi kona mér það á skrifstofunni hjá skattinum að skatturinn myndi detta út eftir 4 ár?

hvusslaxmann | 1. mar. '11, kl: 16:36:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ekki án þess að gera þig gjaldþrota fyrst.

Steina67 | 1. mar. '11, kl: 16:45:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún hefur sennilega sagt bara það sem þú vildir heyra, eða þú vildir bara heyra þetta af öllu því sem þú sagðir.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Rocker | 1. mar. '11, kl: 18:00:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvernig væri bara að borga það sem þér ber að borga, Ekki svíkja undan skatti og bíða svo þangað til það fyrnist. Eigum við hin bara að borga þetta?

Svakakrutt | 1. mar. '11, kl: 18:22:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það ekki íslenska leiðin?
Þú ert t.d. að fara að borga IceSave með samþykki meirihluta þjóðarinnar svo Bjöggi geti haldið áfram að hafa það gott.

Þetta er það sem fólk vill.

Kalli-i-takinu | 1. mar. '11, kl: 16:37:49 | Svara | Er.is | 0

ef einhver skuldar milljónir i skatta með vöxtum dráttavöxtun og sekt ofaná það þá er ekki fræðilegur að venjulegur láglaunamaður geti komist á réttan kjöl nema kanski eftir mörg ár þegar viðkomandi er orðið það fullorðinn að það tekur ekki fyrir hann að eignast neitt.

Askepot | 1. mar. '11, kl: 16:55:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hvernig fer venjulegur láglaunamaður að því að koma sér í þessi spor?
Hefurðu ekki alltaf skilað inn skattframtali?

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

Grjona | 1. mar. '11, kl: 18:07:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég segi það nú!

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Kalli-i-takinu | 1. mar. '11, kl: 16:41:04 | Svara | Er.is | 0

ég spurði hana reyndar að því og hún sagði það að þetta væri ekki nógu há skuld til þess að hægt væri að gera gjaldþrot, þetta þyrfti að vera tugi milljóna til þess

dotri80 | 1. mar. '11, kl: 16:59:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta margfaldast á nokkrum mánuðum og árum í nógu háa skuld.. svakalegir vextir ef ekki er borgað!

Kalli-i-takinu | 1. mar. '11, kl: 16:42:05 | Svara | Er.is | 0

ég er bara búinn að vera hugsa þetta þar sem margir í dag eru í slæmri stöðu með skuldir hjá ymsum stofnunum

Kalli-i-takinu | 1. mar. '11, kl: 16:46:09 | Svara | Er.is | 0

og þegar þessi fyrningarfrestur er liðinn, hvað þá?

Kalli-i-takinu | 1. mar. '11, kl: 16:56:41 | Svara | Er.is | 0

reyndar skulda ég þetta ekki, svo ég veit það ekki, ekki nema hann var með sjoppu sem fór á hausinn

hvusslaxmann | 1. mar. '11, kl: 16:59:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er þetta hann sjálfur sem skuldar eða ehf félag?

Kalli-i-takinu | 1. mar. '11, kl: 17:01:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hann sjálfur skildist mer

Kalli-i-takinu | 1. mar. '11, kl: 17:04:56 | Svara | Er.is | 0

hvað með umboðsmann skuldara, nú hef ég heyrt að ef þú semur við hann þá borgarðu bara í 3 ár og svo dettur restin út

Kalli-i-takinu | 1. mar. '11, kl: 18:42:42 | Svara | Er.is | 0

ég myndi ekki borga þetta

klemmarinn133 | 22. apr. '15, kl: 13:42:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kalli ég held að það þurfi að gera árangurslaust fjárnám ef viðkomandi getur ekki borgað, þá geturu ekki eignast neitt á meðan eða fengið lán því þú ert á svörtum lista. Svo eftir 4 ár þá fyrnist þetta, allavega ef um ríkissjóðsinnheimtur er að ræða. Mér var allavega sagt þetta þegar ég hringdi í sýslumann til að fá upplýsingar um þetta.

Ef einhver hér hefur frekari upplýsingar um þetta og hvernig þetta allt virkar með árangurslausa fjárnámið og það þá væri það vel þegið. Og líka, er einhver sem veit hvernig það er með ríkissjóðsinnheimtur í formi krafna sem eru þá uppsöfnuð útsvör og þinggjöld etc sem ekki hefur verið borgað? Mér skildist á starfsmanni sýslumanns að það ætti að fyrnast eftir 4 ár?

klemmarinn133 | 22. apr. '15, kl: 13:45:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Oh btw sé núna að þetta er 4 ára gamalt topic hérna hjá þér hehe. Hvernig er staðan núna? Fyrntist þessi skuld? :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Putin eins og rotta króuuð útí horn. _Svartbakur 11.10.2022 8.1.2024 | 13:09
Vantar smá hjálp... krili76 29.10.2008 8.1.2024 | 07:56
Er góður Rolfer hér á Íslandi? atv2000 5.1.2024
Kostnaður við dagforeldri eftir bæjarfélögum? 15marlei 5.1.2024
Hvað eru þið að borga i bifreiðagjald a husbil kolmar 4.1.2024
Ukraine alex21321 27.11.2023 3.1.2024 | 21:46
OCD aleidheim 28.10.2011 3.1.2024 | 08:40
draumur lólómó 17.10.2005 3.1.2024 | 01:27
Vegna jólagjafir akvosum 3.12.2023 2.1.2024 | 11:40
Einkaskólar Púkalú 1.9.2009 1.1.2024 | 08:44
Saumlausar(seamless) sokkabuxur unadis99 30.12.2023
Aldursbil í samböndum Throwaway2920 25.11.2023 30.12.2023 | 09:55
Hælisleitendur ofl reyna að taka Alþingi í gíslingu ? Hver leyfir að tjalda á Austurvelli ? jaðraka 29.12.2023 30.12.2023 | 00:24
er megastore hætt eða flutt? ny1 11.10.2016 29.12.2023 | 03:02
Dachshund KuTTer 20.7.2009 28.12.2023 | 12:40
UMRÆÐA ???? sælll1 1.6.2007 28.12.2023 | 10:56
Lyf notað í heilbrigðisgeiranum sem hefur áhrif á skammtímaminnið Kalishi 2.7.2014 28.12.2023 | 09:43
Bílasölur agustab 25.4.2004 28.12.2023 | 00:11
Búa á Selfossi Lovlyrose75 27.11.2023 27.12.2023 | 23:57
Plaströr sem verður til úr sjó-laxeldunum hér á landi KolbeinnUngi 27.12.2023
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 27.12.2023 | 22:35
Aumingjavæðingin heldur áfram _Svartbakur 27.12.2023
Endajaxlar Sardína 25.3.2011 27.12.2023 | 13:34
Lögreglan að mæla black_star 26.12.2023 27.12.2023 | 01:29
Death at a funeral.... icyspicy 24.1.2008 25.12.2023 | 12:39
aroma therapy maur 27.1.2005 25.12.2023 | 12:37
Íslensku vigtarráðgjafarnir maíbumba 4.6.2012 25.12.2023 | 07:51
Málarar mugg 19.11.2023 25.12.2023 | 03:06
Dagatöl bankarnir henrysson 23.12.2023 23.12.2023 | 21:33
Eldgos á Reykjanesskaga og vara flugvöllur í Reykjavík. jaðraka 23.12.2023
Staðgöngumóðir PolyCatzz 23.12.2023
Reykjavík Sterling silfur armband Dagnybirg 21.12.2023
Hár og litun heimaþjónusta Madurinn00 19.12.2023
Hangikjöt hdfatboy 10.12.2023 17.12.2023 | 23:32
húðsjúkdómalæknir Aura Pain 16.12.2023 17.12.2023 | 23:30
Herbergi til leigu DB.art 16.12.2023
INNA sboh 13.11.2012 13.12.2023 | 18:54
Rafhleðslustöðvar Dísar 11.12.2023 12.12.2023 | 10:22
Heimta að lífeyrissjóðir breyti stefnu og styrki ýmislegt sem reglur sjóðsins leyfa ekki jaðraka 11.12.2023
Skólp skessa60 18.5.2018 11.12.2023 | 09:22
Perluprjón í staðinn fyrir stroff í hálsmál ! brussann 7.5.2010 9.12.2023 | 09:22
Perluprjón fram og tilbaka fancy pants 10.11.2012 9.12.2023 | 09:20
Katrín Jakobsdóttir væri frábær formaður Sjálfstæðisflokksins jaðraka 8.12.2023 8.12.2023 | 13:49
fallegt ljóð/texti í fermingarkort... hvellur 27.3.2010 7.12.2023 | 22:20
Er einhver að flosa. Lydía 24.2.2009 7.12.2023 | 22:19
Vöðvakippir Kakóland 27.11.2013 7.12.2023 | 14:32
Vmst dvdrom 21.1.2012 7.12.2023 | 13:36
FEÐRADAGURINN blómsturbarn 12.11.2006 6.12.2023 | 02:50
Silfurskottur milky way 18.2.2015 5.12.2023 | 04:40
Skyldmenni Krystal Carey 20.7.2006 5.12.2023 | 04:39
Síða 5 af 47850 síðum
 

Umræðustjórar: Guddie, Hr Tölva, Kristler, Paul O'Brien, Bland.is, annarut123, paulobrien, tinnzy123