Slæm meðganga og hræðsla við aðra

holyoke | 27. feb. '15, kl: 20:27:27 | 137 | Svara | Þungun | 0

Það eru rosalegar pælingar í gangi hér á bæ um að koma með annað barn. Ég á eitt barn fyrir úr fyrra sambandi, að verða 4 ára.
Ég er að fara að fá vonandi fljótlega úr rannsóknum á vandamálum í sambandi við smá veikindi sem tengjast veikindum mínum sem ungabarn (er semsagt að fá fleiri og fleiri kvilla í dag orðin 26 ára vegna sjúkdóms sem ég fékk þar sem eg var ekki orðin nógu gömul fyrir bólusetningu gegn). En síðasta meðganga var hell, ég var með svima og hrikalega ógleði fyrstu 5 mánuðina, svo tók við grindargliðnun og svaka bjúgur, blóðleysi, bakflæði og rosalegir brjóstviðir ogaftur ógleði og svimi í lokin. Ekki hjálpaði að ég þyngdist um 30kg á meðgöngunni og fæðingin gekk hræðilega! Var í tæpa 20 tima og lenti svo í bráðakeisara.
Okkur langar rosalega í barn en þessi hræðsla mín um að ég höndli ekki meðgöngu eins og er kemur í veg fyrir að við tökum ákvörðun um að reyna. Er einhver sem er eða hefur verið í svipaðri stöðu sem getur kannski frætt mig um hvar ég geti nalgast upplysingar um svona meðgönguhræðslu eða jafnvel hvar ég geti fengið hjálp við að vinna úr þessari hræðslu og fá faglegt mat um hvernig ég eigi aðbera mig að í þessu? Læknirinn minn er ekkert voða hjálplegur með þetta svo kannski það séu einhverjir aðrir sérfræðingar sem geta hjálpað?

Svo var annað. Mér leið illa með mig alla meðgönguna. Fannst ég of stór (var alltaf svo lítil og nett), átti hræðileg föt og ekkert virtist fara mér. Kannski þetta sé sálfræðilegt mal... ? eða hvað!

 

chiccolino | 27. feb. '15, kl: 22:11:03 | Svara | Þungun | 0

Hringdu upp á kvennadeild og biddu um að fá að komast í samband við sálfræðing á þeirra vegum, þeir eru sérhæfðir í þessu og eiga að standa öllum konum með slæma fæðingareynslu til boða :) 

hbv123 | 28. feb. '15, kl: 07:55:48 | Svara | Þungun | 0

Sæl, ég er í alveg sömu pælingum og þú! Ég lenti í mjög erfiðri meðgöngu (var mjög ung í þokkabót). Lenti inná spítala í langann langann tíma fyrir fæðingu, var sett af stað og fór í bráðakeisara með 10 í útvíkkun eftir 22 tíma af hríðum því barnið var hætt að fá súrefni. Þetta tók mjög mikið á og ég átti rosalega erfitt, svo erfitt að ég þurfti að fara á geðdeyfðarlyf og sálfræðimeðferð í boði spítalans í 3 mánuði eftir fæðingu en þá hætti ég að minni eigin ákvörðun, sem ég sé smávegis eftir í dag.

Við erum núna næstum áratug síðar búin að reyna að eignast annað barn í tæplega ár. Fyrstu mánuðina í reyneríinu var ég alltaf smá smeik innst inni við viðbrögðin mín ef ég fengi jákvætt svona þegar sjokkið og gleðin væri búin að minnka.. En núna þegar við erum búin að reyna svona lengi og ekkert gerist þá er ég alveg "hætt" að spá í þessu, svona eins og hægt er. Ég er búin að ákveða að um leið og við fáum jákvætt (ef við fáum jákvætt þar að segja) þá ætla ég að hafa samband við sálfræðing og svo var mér bent á ljáðu mér eyra á landsspítalanum, eða ég held það sé þar, sem er hópmeðferð eða svoleiðis fyrir konur sem hafa átt erfiðar fæðingar.

Ef þig langar að spjalla um þetta endilega sendu mér skilaboð og gangi þér vel! :)

holyoke | 28. feb. '15, kl: 19:49:05 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ljaðu mer eyra hljomar vel. Skritið að mer hafi ekki verið bent a það fyrr! Var sjalf í salfræðimeðferð eitthvað eftir fæðinguna og hhætti allt of snemma :/ en takk æðislega fyrir það, mun eflaust senda a þig linu :) er að reyna að taka skrefið að þora að byrja að reyna... Fyrra barn kom óvænt undir nefnilega svo eg hef heldur ekki akveðið svona aður að reyna!

ÓRÍ73 | 28. feb. '15, kl: 12:05:05 | Svara | Þungun | 0

færð samtal í Ljáðu mér eyra, það er akkúrat fyrir svona. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Kaupa alvöru vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, vegabréfsáritanir, USA grænt kort, falsa penin rosabarreto 10.10.2017
Síða 2 af 4450 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, annarut123, tinnzy123, Kristler, paulobrien