Slímtappi og samdrættir

Annie88 | 11. des. '10, kl: 16:14:06 | 2557 | Svara | Meðganga | 0

Sælar mömmur :) Jæja, nú fór slímtappinn hjá mér í gær og við tóku miklir túrverkir þar sem ég gat lítið sem ekkert sofið í alla nótt.. Var vel vöknuð kl 7.30 og fann þá fyrir reglulegum samdráttum með verkjum sem versnuðu eftir því sem leið á. Ég var alveg sallaróleg og hélt að ég væri í byrjun fæðingu og ætlaði að bíða með að hringja niðra deild þangað til þetta var orðið verra.. EN þetta stoppaði kl 10.30!! :( Ég náði sem betur fer að sofna og vaknaði svo áðan um 14 með svaka túrverki og er núna farin að finna fyrir óreglulegum vondum samdráttum en túrverkirnir fara samt ekkert. þeir eru stöðugir. Er ég að fara af stað eða? Hafið þið lennt í því að vera með reglulega vonda samdrætti sem hætta svo bara??

Er komin 36 vikur og 4 daga.

 

opinions are like ***holes. Everyone´s got one ! :)

Annie88 | 11. des. '10, kl: 16:20:13 | Svara | Meðganga | 0

geta hríðar hætt í nokkra klukkutíma og byrjað svo aftur?

opinions are like ***holes. Everyone´s got one ! :)

muffinskaka | 11. des. '10, kl: 16:24:08 | Svara | Meðganga | 0

já ég var svona í 3 daga áður en ég átti strákinn minn og ég fór upp á deild og var alltaf send heim með svefntöflur og verkjalyf. á endanum var ég sett af stað með drippi og fékk svo mænudeyfingu því útvíkkunin var engin og ekkert að gerast þannig að ég mallaði hægt og rólega af stað.

vonandi er eitthvað að gersat hjá þér eða þá að þetta gerist þegar tappinn fer, veit ekki.
hringdu uppá deild ef þú ert ekki viss þá líka færðu frið og ráð .

gangi þér vel :)

Annie88 | 11. des. '10, kl: 16:26:46 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

já okei.. :/ 3 daga :/ Takk fyrir svarið :))

opinions are like ***holes. Everyone´s got one ! :)

Umslag | 11. des. '10, kl: 17:26:13 | Svara | Meðganga | 0

Úff ég ætla að vera pínu leiðinleg og segja að vonandi ertu nú ekki að fara alveg strax af stað. Ég persónulega myndi hringja og ráðfæra mig við fagfólk þar sem þú ert ekki einu sinni komin 37 vikur.

Gangi þér voða vel!!

Liljaa | 11. des. '10, kl: 17:51:51 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Hún er fullgengin alveg núna ..
Mér var sagt við mig í síðustu skoðun komin 35 vikur að eg yrði ekki stoppuð ef ég færi af stað ..

__________________________________________________________

ღღ Ég á 4 yndislega Gullmola ღღ

muffinskaka | 11. des. '10, kl: 18:40:48 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

já sama hér , það var sagt að það er ekki stoppað eftir 35 vikurnar. en auðvitað er betra að vera komin lengra. vinkoma mín átti 6 vikum fyirir tímann og barnið var í ágætri stærð miðavið það. en hún þurfti líka að vera á fyriburadeild í mánuð. það er þumalputtaregla að ef þú átt fyrir tímann þá ertu þann tíma sem vantar uppá á deild.(fer eftir líka hvernig gengur) en sleppir við fyrirburadeild eftir 37, þá ertu bara á fæðingardeild.

Liljaa | 11. des. '10, kl: 20:50:21 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 2

Afhverju mínus þegar ég er að segja satt ?
Kjánalegt þetta mínuskerfi ;)

__________________________________________________________

ღღ Ég á 4 yndislega Gullmola ღღ

Annie88 | 12. des. '10, kl: 13:31:49 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

ha? ég skil ekki? hvaða mínus?

opinions are like ***holes. Everyone´s got one ! :)

Liljaa | 12. des. '10, kl: 20:21:45 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Það var búið að mínus fyrra innleggið mitt en einhverjir hafa plúsað það svo það er á núlli núna ;)

__________________________________________________________

ღღ Ég á 4 yndislega Gullmola ღღ

Annie88 | 12. des. '10, kl: 20:27:41 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

hmm.. skiliggi :p

opinions are like ***holes. Everyone´s got one ! :)

Umslag | 12. des. '10, kl: 10:49:14 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

Ég veit nú alveg að hún yrði ekki stoppuð, en langaði bara að benda á að það væri betra FYRIR BARNIÐ að hún gengi aðeins lengur með. En auðvitað er þetta þreytandi fyrir móðirina að vera með stöðuga verki:O/

irisol | 28. mar. '16, kl: 21:58:32 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Stelpan mín fæddist eftir 35 vikur og 4 daga og er fullkomin og sumir vilja meina að eftir 35 vikur eigi ekki að flokka börn sem fyrirbura þar sem allt er tilbúið svo ég mundi ekki hafa neinar áhyggjur ??

hkal | 11. des. '10, kl: 19:41:06 | Svara | Meðganga | 0

Æjj ekki svarið kannski sem þú vilt vita, en ég var svona í 3 vikur, var komin með 3 í útvíkkun og allt reddí, slímtappinn farinn og átti ekki að fá að fara heim af deildinni( þegar ég fór að láta tékka á mér). En fékk sem betur fer að fara heim, því ég var þar í 3 vikur!

Liljaa | 11. des. '10, kl: 20:09:52 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Já ég var líka svona í tæpar 4 vikur en slímtappinn fór þegar ég var gengin 36 vikur með eldra barnið.

En tappinn endurnýjar sig mjög oft þegar hann fer þetta snemma á meðgöngunni, bara passa hreinlætið og þrífa kallinn vel fyrir kynlíf ;)

__________________________________________________________

ღღ Ég á 4 yndislega Gullmola ღღ

Annie88 | 11. des. '10, kl: 20:46:25 | Svara | Meðganga | 0

jahá.. Takk fyrir svörin :) Ég fór uppá deild í rit og var með samdrætti með 5-7 mín millibili EN leghálsinn afturstæður og lokaður.. Sem er kannski bara gott, því ég er ekki alveg gengin 37 vikurnar. En ljósan sagði að þetta væru fyrirvaraverkir... :( já frá HELVÍTI hugsa ég bara. Lét mig fá 2 verkjatöflur en ég bara græt :'( Mig langar ekki að vera svona í langann tíma ! þetta er vont og ég er orðin þreytt í kroppnum, vill bara fá strákinn minn í hendurnar ! Ég er kannski óttalegur aumingi, er ekki með bjúg, ekki með gyllinæð, ekki með háþrýsting, ekki rassgat að mér. fyrir utan þessa samdráttarverki, túrverki og verki í mjóbakinu, niður í nára og allt ! Ég varð bara ógeðslega sár þegar hún sagði að leghálsinn er óbreyttur og það er ekkert að gerast ! ég er búin að vera með verki í alltof langann tíma EN það er ekki til NEINS ! :( Ég ligg bara heima í verkjalyfjavímu, SAMT með verki og græt ! :'( Mig langar bara að vera komin 37 vikur og fara að fæða !

opinions are like ***holes. Everyone´s got one ! :)

lanleynd | 11. des. '10, kl: 22:35:54 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég er eins og þú, byrjaði að fá geðveika verki á 36viku og fór einmitt í skoðun og ekkert að gerast, er núna komin 38vikur og er enþá með þessa verki. Er einmitt að vera soldið þreytt á þessum verkum sem verða að engu.

181820 | 11. des. '10, kl: 23:22:13 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Þetta getur tekið sinn tíma:(, ég var á minni fyrri meðgöngu í allavega 2 daga og útvíkkunin gekk hrikalega seint, voru bara endalausir verkir.
Ég hef heyrt reyndar að það sé jákvætt fyrir fæðinguna að vera með þessa fyrirvaraverki, góður undirbúningur, veit ekki hvað er til í því.
En núna er ég gengin 33 vikur og er búin að vera með fyrirvaraverki frá ca 23 viku, sem er að gera mig vitlausa:), en kannski hjálpa þeir til..
Vona að þú fáir bara hvíld og getir notið jólanna, ertu að vinna ennþá??
Gangi þér vel.

Annie88 | 12. des. '10, kl: 13:27:21 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Nei, ég er hætt að vinna :) En það er einmitt það, ég get ekki sofið fyrir þessu og er hrædd um að vera ALGJÖRLEGA búin á því loksins þegar ég fer af stað vegna svefnleysis og verkja :(

opinions are like ***holes. Everyone´s got one ! :)

Annie88 | 12. des. '10, kl: 13:23:24 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

úff.. já mér finnst það einmitt verst að þessir verkir verða að engu :(

opinions are like ***holes. Everyone´s got one ! :)

MUX | 11. des. '10, kl: 23:33:56 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Æi það er ömurlegt að lenda í þessu, ég var svona í 6 vikur með barn númer 2, og var svo gersamlega búin á því þegar barnið loksins fæddist eftir rúmar 41 vikur :S
Vonandi lagast þetta samt hjá þér, en endilega reyndu að slaka vel á og hafa það gott yfir jólin.

because I'm worth it

Annie88
MUX | 12. des. '10, kl: 15:37:17 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 6

Reyndu frekar að bíta á jaxlinn, það er barninu fyrir bestu að vera þarna inni sem lengst, ekki viltu eyða jólunum á vökudeildinni? Það er nefnilega ýmislegt sem getur komið upp þótt þú sért ekki lengur með fyrirbura, gula og óþroskuð lungu og allur andskotinn, svo ekki reka á eftir því.
Um að gera að leyfa því að kúra þarna eins lengi og hægt er, ógeðslega vont og allt það en hvað gerum við ekki fyrir þessi blessuðu börn okkar? :)

because I'm worth it

Umslag | 12. des. '10, kl: 17:12:32 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 2

Nákvæmlega MUX!

Kaninan | 12. des. '10, kl: 18:11:45 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 2

Vinkona mín átti barn eftir sléttar 37 vikur, var sett af stað vegna gallstasa, og barnið lenti í töluverðum vandræðum fyrstu dagana því lungun voru ekki fullþroskuð. Þurfti að vera í hitakassa, með öndunarhjálp og allar græjur. Var örugglega á vökudeild í viku. Þannig að það eru ekkert öll börn tilbúin við 37 vikur.

Ég persónulega myndi aldrei gera neitt í því "að koma mér af stað" fyrr en í fyrsta lagi við 39 vikur, maður er ekkert að taka svoleiðis óþarfa áhættu bara til að eiga nokkrum dögum fyrr.

Þú ættir að geta fengið svefntöflur og verkjatöflur hjá lækni. Þá ættirðu að geta hvílt þig. Líðanin ætti að lagast mjög mikið ef þú nærð að sofa. Það er í lagi að nota bæði Imovane og Stilnoct svona í blárestina (svefntöflur) og svo er Parkódín líka í lagi.

Get samt veeeel ímyndað mér að þú sért orðin þreytt, þessir síðustu dagar eru oft strembnir og lengi að líða.

Annie88 | 12. des. '10, kl: 18:35:42 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

já okei :/ þá ætla ég bara að vona að þessir verkir hætti ! ég fékk verkjalyf á fæðingardeildinni í gær en þau gerðu mig bara sljóa en slóu ekkert á verkina :( ég vill helst ekki vera að taka svefnlyf þegar ég er ólétt ! finnst það ekki passa !

opinions are like ***holes. Everyone´s got one ! :)

Annie88 | 12. des. '10, kl: 18:38:31 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

já okei :/ ég reyni þá bara að bíta á jaxlinn og leyfa dúllunni minni að kúra eins lengi og hann vill. Hann kemur þegar hann er tilbúinn. Vona bara að verkirnir hætta.. En útferðin mín er ennþá bleik.. er þá leghálsinn ekki að bardúsa eitthvað??

opinions are like ***holes. Everyone´s got one ! :)

lapplisa | 14. des. '10, kl: 01:15:24 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Allt þetta sem þú ert búin að lýsa gerðist hjá mér á síðustu vikunni.. Var búin að vera með þvílíka túrverki en óreglulega samdrætti í örugglega tvær vikur, svo fóru þeir að verða reglulegir og voru svoleiðis í örugglega viku, svo fór slímtappinn og morgunin eftir var ég með svona bleika útferð og þvílíka túrverki og stelpan mín kom í heiminn sama dag..
Ég var þá komin 40v1d..
kvöldið áður ákvað ég að fara upp á deild í monitor, veit ekki alveg afhverju, fannst bara eins og það væri eitthvað, en þær sendu mig bara heim með verkjalyf og sögðu að það liti ekki út fyrir að ég væri að fara af stað strax.. En svo gerðist það daginn eftir. :)

klaufaleg | 14. des. '10, kl: 09:43:19 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 2

mjöööööööög ólíklegt að þú getir "sett þig af stað sjálf" með göngutúrum og rúmleikfimi... believe me... ég reyndi... á 37 viku byrjuðu hríðarnar (eftir kynlíf) ég fór uppá deild með þvílíka verki... BARA 2 í útvíkkun og ég send heim.. nokkrum dögum seinna reyndum við þetta aftur... fór uppá deild að drepast úr verkjum... BARA 2 í útvíkkun....
svona hélt þetta áfram dag eftir dag eftir dag..... aldrei breyttist útvíkkunin þó ég væri alltaf að fá þessar svakalegu hríðar (svo klukkutímunum skipti) eftir kynlíf....

loksins var ég komin 40 vikur og 5 daga og orðin DAUÐÞREYTT enda búin að vera með verki í 4 vikur (sem nota bene ég bjó til sjálf með stanslausu kynlífi og löngum göngutúrum og hlaupum upp og niður stiga til að koma mér af stað)... þarna fékk ég tíma í gangsetningu og ákvað að slaka bara á.....
ég skellti mér í heita pottinn, fór í nudd og hafði það rosalega gott.....
hey, ég fór af stað daginn eftir....



Núna, 2 árum seinna, skil ég ekki hvað ég var að spá... ef ég hefði átt á 37 viku hefði verið mjög líklegt að barnið hefði fengið gulu eða eitthvað annað... hann hefði verið 12 merkur (c.a.) en ekki flottar 16 merkur eins og hann var... ég fór með hann heim nokkrum klukkutímum seinna af því allt gekk svo vel... en það hefði ég líklega ekki gert ef hann hefði fæðst á 37 viku...

eftir allt sem ég gekk í gegnum þarna... mun ég ALDREI gera þetta aftur... ALDREI... barnið var einfaldlega ekki tilbúið til þess að koma og ég var eitthvað að ýta á eftir því.. það er ömurlegt....
en svo um leið og hann varð tilbúinn ákvað hann að koma og þá skildi ég ekkert í sjálfri mér að hafa látið svona...

afþví að ég ákvað að hann ætti að koma á 37 viku eyðilagði ég síðustu 4 vikurnar af meðgöngunni.. enda var ég ónýt, gjörsamlega ónýt af þreytu og pirringi.... ef ég hefði bara slakað á hefði ég verið úthvíld og fersk þegar barnið fæddist....

þannig að "to sum it up" don't do it!!!!

klaufaleg | 14. des. '10, kl: 09:45:18 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

þetta átti nú ekki að koma tvisvar.. ég er ekki alveg svona æst ;)

klaufaleg | 14. des. '10, kl: 11:41:09 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

vá ég greinilega þarf gleraugu.. þetta kom ekkert tvisvar.. hahaha jesús

bodanova | 14. des. '10, kl: 09:56:15 | Svara | Meðganga | 0

Ég er búin að vera með fyrirvaraverki síðan á 25 viku og var alveg búin á því af svefnleysi og verkjum í kringum 32 vikurnar sá fram á að tapa geðheilsunni ef þetta héldi svona áfram svo ég talaði við lækninn minn og hann lét mig hafa töflur sem heita Phenerghan ( veit ekki hvort þetta er rétta skrifað borið fram "fenegan") þetta er ekki svefnlyf heldur svona slakandi oft notað við sjóveiki o.þ.h. og er alveg fullkomlega öruggt á meðgöngu. Mæli alveg með þessu frekar en að reyna að koma sér af stað þetta bjargaði mér alveg, náði að sofa svo vel og þ.a.l. urðu verkirnir minni þar sem þreytan hjálpaði ekki til.

Gangi þér vel :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ólétt eða hvað Butterfly109 5.8.2016 5.8.2016 | 21:21
sveppasýking-lyf eb84 5.8.2016
Janúar hópur fyrir meðgöngu? :D Napoli 2.8.2016 4.8.2016 | 15:28
Bið í glasameðferð everything is doable 27.7.2016 2.8.2016 | 00:18
Mars 2016 hópur? skotuhju 9.7.2016 1.8.2016 | 23:14
Brjóstamjólkurlykt astaana 1.8.2016
Ofnæmislyf á meðgöngu?? meeme 17.7.2016 1.8.2016 | 19:17
Óþolandi togverkir bris09 29.7.2016 30.7.2016 | 08:35
Snemmsónar bris09 25.7.2016 25.7.2016 | 21:33
Ofvirk þvagblaðra og lyf á meðgöngu AFER 24.7.2016
Óska eftir Doppler tæki ledom 20.7.2016
Tómur sekkur Grænahetjan 20.6.2016 17.7.2016 | 22:04
Snemmsónar Cambria 13.7.2016 15.7.2016 | 14:23
ólétt aftur astaana 12.7.2016 13.7.2016 | 22:07
Að finna engin einkenni LaddaPadda 4.6.2016 13.7.2016 | 21:53
12 vikna sónar LaddaPadda 8.7.2016 13.7.2016 | 18:10
Föt og sólarvörn?? bumba3 4.7.2016 10.7.2016 | 19:12
Einkenni? secret101 26.6.2016 7.7.2016 | 20:47
Of lítið legvatn flicker25 10.7.2013 7.7.2016 | 15:27
Möguleiki á þungun? sigga85 28.6.2016 1.7.2016 | 22:50
að seigja eldri börnum frá MotherOffTwo 9.6.2016 29.6.2016 | 14:09
Lýsi? bumba3 23.5.2016 29.6.2016 | 06:23
ólétt með ,,túrverki''' starrdustt 26.6.2016 27.6.2016 | 09:51
Óléttu app. Húllahúbb 26.6.2016 26.6.2016 | 23:48
Nóvember bumbur á facebook? Napoli 26.3.2016 26.6.2016 | 22:41
Októberbumbur bumbulína2016 3.2.2016 26.6.2016 | 09:20
egglosapróf eb84 26.6.2016
Snemmsónar bris09 20.6.2016 24.6.2016 | 19:27
Stingir vinstra megin í kvið bris09 24.6.2016 24.6.2016 | 12:25
Janúarbumbur 2016 daðlan 30.4.2015 21.6.2016 | 13:47
Hvar fæ ég doppler? símadama 10.6.2016 21.6.2016 | 11:09
Tveir sekkir en.. coup 4.5.2016 19.6.2016 | 22:41
Ofnæmislyf og meðganga secret101 15.6.2016 16.6.2016 | 07:15
12 vikna sónar á Íslandi - lögheimili erlendis mylsna 14.6.2016 15.6.2016 | 09:04
Nóvember 2016 bumbur ? :) kristin59 14.3.2016 10.6.2016 | 23:25
Blettablæðingar komin 9 vikur lukkuleg82 5.6.2016 9.6.2016 | 12:03
Er samansemmerki ad dóttir gangi fram yfir ef móðirin hefur gert þad? Santa Maria 18.5.2016 7.6.2016 | 14:26
Hvernig kemst ég í snemmsónar? LaddaPadda 6.6.2016 7.6.2016 | 00:31
Ógleði og vanlíðan. bumba3 3.6.2016 6.6.2016 | 23:07
Svartfuglsegg? ingih 27.5.2008 6.6.2016 | 17:51
Pilsner á meðgöngu baunamóðir 1.6.2016 5.6.2016 | 13:50
Jakkar/ úlpur fyrir óléttusumarið?? Hjálp? Curly27 30.4.2016 30.5.2016 | 16:13
Blaðra á eggjastokk? bumba3 13.5.2016 30.5.2016 | 13:53
Janúarhópur kkee 26.5.2016 30.5.2016 | 10:00
nóvemberbumbur younglady 22.3.2015 30.5.2016 | 03:40
FB - janúarhópur ledom 29.5.2016 29.5.2016 | 21:22
Desemberbumbu hopur?? 2016 rbp88 26.5.2016 27.5.2016 | 13:52
tússól eða evening primrose oil? Lavender2011 10.3.2016 27.5.2016 | 13:10
Happy-calm-focus ThelmaKristin 14.4.2016 22.5.2016 | 16:43
Kallinn langar ekki í annað barn kjanakolla 20.5.2016 21.5.2016 | 22:46
Síða 8 af 8088 síðum
 

Umræðustjórar: paulobrien, Hr Tölva, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, tinnzy123, annarut123