Snjallsímar - hver eru bestu kaupin?

SBjörk | 14. júl. '15, kl: 13:19:11 | 563 | Svara | Er.is | 0

Er að fara að fa mér nýjan síma og er með smá valkvíða og var að spá hvort það væru ekki einhverjir hér inni sem gætu aðstoðað mig við að taka ákvörðun. Ég er að spá í síma sem kostar ekki meira en 80.000 kr. - var að spá í kannski LG g3, Sony Xperia eða einhver Samsung síma. Tek það fram að ég vil fá síma sem endist í allavega 2 ár því ég er ekkert sérstakt tæknitröll ;) Einhver sem hefur reynslu af þessu símum og getur ráðlagt mér?

 

lyklaborð | 14. júl. '15, kl: 13:50:18 | Svara | Er.is | 1

Ég myndi taka lg g3. Færð mest fyrir peninginn þar að mínu mati. Kostar 67 þús nýr hjá emobi.is. Gætir líka farið í Samsung galaxy s5 hann kostar 77 þús nýr. En í þessum verðflokki myndi ég taka annaðhvort lg g3 eða samsung galaxy s5. Er búin að eiga þá báða finnst lg g3 þægilegri í notkun en Samsung s5 er sterkari sími sem þolir meira.

SBjörk | 14. júl. '15, kl: 14:30:54 | Svara | Er.is | 0

Hallast einmitt mikið að LG símanum en veit ekki um neinn sem á svoleiðis og hefur reynslu. Takk fyrir þetta :)

Felis | 14. júl. '15, kl: 14:38:51 | Svara | Er.is | 1

ég á lgg3 og myndi velja svoleiðis aftur, amk í þessum verðflokki. Ef ég vildi dýrari þá tæki ég lgg4

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Ígibú | 14. júl. '15, kl: 14:48:49 | Svara | Er.is | 1

Ég á samsung s5 sem ég er bara nokkuð ánægð með.

fluflu | 14. júl. '15, kl: 15:28:29 | Svara | Er.is | 0

Ég á Samsung s5 og er mjög ánægð með hann og það sem mér finnst best í honum er að hann er ip67 vatnsvarinn þannig að maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því þótt hann lendi í vatni og hann má fara á kaf í vatn þess vegna. Ég keypti mér bara gott hulstur utan um hann svona gúmmí og það hefur bjargað mér þegar ég hef misst hann.

ingbó | 14. júl. '15, kl: 15:52:01 | Svara | Er.is | 0

Er með Samsung mundi kaupa LG í dag - mun betri myndavél t.d.

Mainstream | 14. júl. '15, kl: 17:52:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessir eru á öðru máli.  

LG G4 vs. Samsung Galaxy S6: Next door rivals
 

Mainstream | 14. júl. '15, kl: 17:58:25 | Svara | Er.is | 0

Hvort viltu frekar fá merkjasíma og borga fyrir það eða fá góðan síma fyrir minni pening?

SBjörk | 14. júl. '15, kl: 20:04:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eiginlega alveg sama hvaða merki það er. Er með iphone 4 í dag og hef verið ánægð með hann en er hægt að geta uppfært hann, vill aðeins stærri skjá og betri myndavél - og kominn tími á að endurnýja. Finnst iphone 6 allt of dýr svo það er ekki inní myndinni.

Mainstream | 14. júl. '15, kl: 20:20:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Hér er ein hugmynd:

  Review er hérna:   

SBjörk | 14. júl. '15, kl: 20:27:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru þessir seldir á Íslandi?

Mainstream | 14. júl. '15, kl: 20:34:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ignoraðu þetta. Ég sá þennan síma á ítalskri síðu og gaf mér það að hann væri CE merktur (þar sem hann var á Ítalíu) en ég sé það hvergi. My bad. Það er samt til hellingur af flottum símum með CE merkingu. Ég er ekki að panta síma núna þannig að ég hef ekki almennilega sett mig inn í þetta upp á síðkastið. 

allskonar83 | 14. júl. '15, kl: 23:18:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég og minn vinahópur höfum keypt slatta af símum online. Allir þeir símar sem komar original ekki CE merktir verða CE merktir ef þú biður um það. Litlir CE miðar sem settir eru á kassana. Virkar alltaf!

Mainstream | 14. júl. '15, kl: 23:30:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frábært! Ég vissi þetta ekki. Þetta CE dæmi er svo mikið rugl. Framleiðendur nota þetta til að markaðstýra símunum. Lenovo t.d. selur rosalega flotta síma í Kína fyrir lítið en passar sig á því að hafa þá ekki CE merkta svo það sé ekki hægt að selja þá í Evrópu. Þannig að þessi neytendavernd hefur aldeilis backfire-að. 


Android símar í dag eru eins og PC tölvurnar voru....mismunandi íhlutir sem púslað var saman. Framleiðandinn skiptir máli því hægt er að klúðra samsetningunni á símanum og hugbúnaðinum en það vandamál er alltaf að minnka. 


Það sem mér finnst áhugaverðast er markaðsetningin á símum. Við höfum heimsþekkt merki sem fá fyrirtæki X til að framleiða símana sína. Síðan er X líka með sína eigin vörulínu og notar jafnvel betri íhluti en fyrir merkjaframleiðandann frá S-Kóreu og selur tonn af sínum símum í Kína. Þá hafa margir Vesturlandabúar engan áhuga á þessu vörumerki X sem kostar brot af verri síma sem merkjaframleiðandinn er með....jafnvel þótt símarnir koma af nákvæmlega sama færibandinu.

lyklaborð | 15. júl. '15, kl: 00:19:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var einhvern tímann að pæla í því að fá mér svona síma frá kína. Þeir líta mjög vel út vélbúnaðarlega séð en fæ alltaf einhverja ehh tilfinningu. Þeir fá kannski ekki uppfærslur og lélegur stuðningur fyrir third party apps. En hef heyrt að margir séu að kaupa spjaldtölvur frá kína sem reynast mjög vel á góðu verði. Það er áhugavert að fylgjast með þessu.

Mainstream | 15. júl. '15, kl: 00:25:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Prófaðu þetta bara. Mig langar að endurnýja Kínasímann minn en er að bíða því það er svo mikil framþróun í myndavélunum í þeim akkúrat núna og ég nota myndavélina mikið. Ég keypti ódýran síma í fyrra og hann hefur reynst mér mjög vel en símarnir í dag eru svo miklu betri en kosta samt ekki mikið þannig að ég á alveg eins von á að endurnýja á þessu ári.

Hedwig | 18. júl. '15, kl: 01:30:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nokkrir sem ég veit um sem hafa keypt Kínasíma hafa testað vélbúnaðinn og er hann mun lélegri oft en er sagt að hann eigi að vera. Þannig að margir þessara síma hljóma rosalega vel en síðan er kannski bara allt annað innihald og maður er ekki að fá þá vöru sem maður vonaðist eftir.

SBjörk | 15. júl. '15, kl: 00:21:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sé að það er t.d. hægt að fá LG g3 síma á ebay á um 35.000 kr. með sendingarkostnaði en einhvernvegin er maður svo ragur að panta síma að utan - ætli það sé óhætt?

SBjörk | 14. júl. '15, kl: 20:08:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

LG G4 og Galaxy S6 eru of því miður of dýrir - þótt ég myndi gjarnan vilja svoleiðis síma :( EN ég vil góða myndavél og mátulega stóran skjá (þarf að passa vel í hendi og í vasa ;)

saedis88 | 14. júl. '15, kl: 18:13:18 | Svara | Er.is | 0

eg var að kaupa mér samsung galaxy s5 mini og hann kostar 59 í nova, er MJÖG sátt :)

Mainstream | 14. júl. '15, kl: 18:21:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sjæse! 59 þús fyrir síma með 4,5" skjá með 1280*720 pixela upplausn og quad core og 8 megapixela myndavél?

saedis88 | 14. júl. '15, kl: 18:21:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jámm og bara mjög sátt þakka þér fyrir ;)

Mainstream | 14. júl. '15, kl: 18:24:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er einmitt mesti ókostur við svona spjall hvað sé sniðugast að kaupa; fólk mælir gjarnan með því sem það hefur keypt, alveg óháð því hversu skynsamleg kaupin eru.

saedis88 | 14. júl. '15, kl: 18:26:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég var bara að deila minni reynslu útfrá mínum kaupum, það kom mjög vel fram að mínu mati. ég keypti þennan síma og ég er sátt. hann uppfyllir mínar kröfur. þér má alveg finnast þetta fásinna og peningasóun og pottþétt einhver noname sími betri að þínu mati. Ég valdi þennan síma því ÉG vildi þennan síma, því ég er auðvitað að nota símann en ekki einhver útí bæ. 

Mainstream | 14. júl. '15, kl: 18:32:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Risaframleiðendur út í heimi með gott orðspor eru ekki noname þótt fólk á Íslandi hafi ekki heyrt um þá getið áður.

Alpha❤ | 18. júl. '15, kl: 22:29:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

af hverju eru þetta ekki skynsamleg kaup? ég hef enga þekkingu á símum annað en að ég vel eftir stýrikerfi

Mainstream | 18. júl. '15, kl: 22:35:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vel eftir stýrikerfi er mesta klisjan sem Appletrúar nota því það er enginn marktækur munur á stýrikerfum árið 2015.

Alpha❤ | 18. júl. '15, kl: 22:38:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

víst er marktækur munur á þeim. Android er ógeð bara sorry. Ef ég get fengið ódýran síma með apple stýrikerfi skal ég með glöðu taka það boð frekar. 

Mainstream | 18. júl. '15, kl: 23:15:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

LOL!


Þú veist greinilega ekkert um þetta. Keyptu bara Apple.

Alpha❤ | 18. júl. '15, kl: 23:29:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég geri það. Og ef þú veist svona mikið máttu segja frá því.. 

Mainstream | 18. júl. '15, kl: 23:37:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei þú vilt bara Apple. Kemur með alveg órökstudda skoðun að útbreiddasta farsímastýrikerfi veraldar sé "ógeð". Nuff said.

Alpha❤ | 19. júl. '15, kl: 00:04:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

rökin eru þau að mér finnst það ógeð og þó að android sé algengt þýðir ekki að það sé best. Það fer eftir hverjum og einum notanda hvað honum finnst. Enn og aftur geturu ekki komið með nein rök... 

Mainstream | 19. júl. '15, kl: 00:17:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þér má alveg finnast vera Android vera ógeð en ég var bara að forvitnast af hverju þér finnst það. Mér finnst mjög spes að finnast útbreitt stýrikerfi árið 2015 vera ógeð því þau eru flest öll vel þróuð og fín.

Alpha❤ | 19. júl. '15, kl: 00:21:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég bara er ekki hrifin á skipulaginu þar. Mér leiðist að nota það. 

Alpha❤ | 19. júl. '15, kl: 00:21:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég bara er ekki hrifin á skipulaginu þar. Mér leiðist að nota það. 

farfugl | 14. júl. '15, kl: 22:39:13 | Svara | Er.is | 0

ég er með samsung galaxy xcover2 og búinn að eiga hann í 1 og hálft ár. sterkur og á eftir að endast nema hvað að eini gallinn í honum er hvað innra minni er ogeðslega lítið eða 4 gb og stór hluti fer í forrit og styrikerfi. þannig að mig langar að fá mér samsung galaxy xcover 3 og hann er með 8 gb innra minni sem er sennilega að angra mig smá en hann kostar minna en 40 þúsund hja elko.
Gæti keyft þér 2 :)

Grjona | 18. júl. '15, kl: 11:56:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki hægt að setja kort í hann?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

farfugl | 18. júl. '15, kl: 12:16:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú jú getur sett myndir tónlist osfrv á það en ekki instala forritinn, td er ég með þessi helsta, banka app einn lítinn leik snapchat chrome, messenger vodafone apppið og svo setti ég facebokk appið en endaði að að uninstalla þvi. þessi forrit þarf maður að uppfæra með tímanum og síminn er bara orðinn fullur, sem veldur því að hann verður hægvirkur.
Búinn að slökkva á eða gera ovirkt, fullt af öppum sem fylgja símum sem ég er ekkert að nota einsog td hangout, talkback, öll svona frettaveitur einsog frá yahoo, samsung appið , S voice, og google viðbætur einsog game hup osfrv, chaton, cario trainer .......
Er með slokkt á uppfærslur í stillingum á play store.
Svo hef ég sett upp síman 2, svona set hann upp einsog að fá hann í fyrsta sinn. Mæli reyndar að gera það bara við alla síma sem eru ornir gamlir og vel notaðir

Grjona | 18. júl. '15, kl: 22:09:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki hægt að senda app-download á sd-kortið? Á mínu heimili eru þrír mismunandi Android símar og það er hægt á þeim öllum.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

bababu | 18. júl. '15, kl: 23:09:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki hægt a þeim xcover2 sem er til her a heimilinu.. Hann er sjalfsagt 2-3 ara gamall og mikið reynt.. En eftir sma google komust við að þvi að það væri omogulegt

Grjona | 18. júl. '15, kl: 23:33:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lélegt.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Loft88 | 15. júl. '15, kl: 00:16:07 | Svara | Er.is | 0

Fyrir 80 þús væru lang lang bestu kaupin Galaxy S6. Annaðhvort að kaupa hann úti eða kaupa notaðan hér heima. Hef séð þá fara á 80 þús (og fara lækkandi ef þú bíður nokkrar vikur) muna bara að kaupa alls ekki notuð tæki nema með ábyrgðarskírteini.

LG G4 er ekkert síðri sími. Er sjálfur búinn að eiga G2 og G3 og hef verið mjög sáttur.

Nánast sambærileg tæki en Samsung með betri skjá en G4 getur skipt um rafhlöðu og minniskort sem er must have fyrir suma.

sophie | 15. júl. '15, kl: 00:25:10 | Svara | Er.is | 1

Ég á iphone5 og átti áður iphone4. Keypti Samsung á milli nr 4 og 5 og bara náði aldrei að tengjast þeim síma. Fékk mér þá aftur Iphone og ætla að uppfæra í Iphone6 í haust. Vonlaust að eiga við þetta android dót eftir að hafa verið með iphone. Ekkert að það sé neitt síðra en bara það sem maður venst og kann við - ég er bara svo 100% sáttari við Iphone.

Mainstream | 15. júl. '15, kl: 00:35:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er engin furða að hluthafar Apple græði á tá og fingri þegar þeir hafa svona góða viðskiptavini :)

sophie | 17. júl. '15, kl: 20:39:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

... og svona góða vöru! ;)

Alpha❤ | 18. júl. '15, kl: 22:38:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

myndu ekki græða svona nema af því að vörurnar eru svo góðar:)

Alpha❤ | 18. júl. '15, kl: 22:38:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

myndu ekki selja svona vel nema af því að vörurnar eru góðar

Sunshine | 18. júl. '15, kl: 00:05:17 | Svara | Er.is | 1

One plus one síminn hefur fengið úrvals dóma, er reyndar að koma út nr 2 bráðlega http://www.techradar.com/reviews/phones/mobile-phones/oneplus-one-1244307/review

daffyduck | 18. júl. '15, kl: 05:45:58 | Svara | Er.is | 0

Ég valdi Lg g2 fram yfir g3 vegna þess að batterý endingin skipti mig meira máli en örlítið meiri hraði og aðeins betri myndavél.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Ísland úr Nató herinn burt ! _Svartbakur 2.6.2023 3.6.2023 | 01:12
Sorphirða og flokkun - og svo er öllu blandað saman !! jaðraka 2.6.2023 2.6.2023 | 23:45
Heimilistekjur - Fátækt _Svartbakur 2.6.2023
Lífskorn, 5 kjarna rúgbrauð frá Kristjáns uppskrift. Milly76 2.6.2023
Síða 10 af 47643 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Kristler, tinnzy123, Guddie