snuð og born

Napoli | 30. jún. '15, kl: 22:30:34 | 552 | Svara | Er.is | 0

Þið sem eigið born sem eru a moti snuði... hvaða snuð endaði a að virka og hvað vildu þau ekki? Einhver prufað þetta? http://www.chicco.is/product/388.html

 

Bambaló
Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á ódýrar en góðar vörur fyrir þig og barnið! ♥
https://www.facebook.com/pages/Bambal%C3%B3/1382324582095907?fref=ts

niniel | 30. jún. '15, kl: 23:02:28 | Svara | Er.is | 0

Fyrir elstu virkaði gómlaga Nuk úr latex. Hún tók fyrst snuð 3 mánaða. Vorum búin að prófa ca. 10 tegundir, silicon fannst henni algert ógeð alltaf. En upp úr 18 mánaða sætti hún sig við mam og einhverjar aðrar týpur (alltaf latex).

Önnur þeirra yngri vill BARA bibi cherry shape úr siliconi, það var snuðið sem við buðum þeim í byrjun. Vill alls alls ekkert annað. Tvíburasystur hennar er alveg sama og tekur hvað sem er ;-) grunar að svona sérviskur séu mjög mismunandi milli barna.

FrozenInTime | 30. jún. '15, kl: 23:11:58 | Svara | Er.is | 0

Minn tók snuð fyrst 8 mánaða. Þá MAM. En vildi strax á eftir hvaða tegund sem er.

Nagga | 5. júl. '15, kl: 23:32:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

má ég spyrja, afhverju varstu enn að reyna venja 8 mánaða gamalt barn á snuð?

saedis88 | 6. júl. '15, kl: 11:57:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín tók snuð um svipað leiti,, í mínu tilfelli þá bar barnið mjög erfitt að sofna, var barátta endalaust og það varð skárra með snuðinu, var ið hefur átt erfitt með að komast í ró og sofna siðan hún fæddist.

FrozenInTime | 6. júl. '15, kl: 12:33:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Barnið sofnaði aldrei sjálft. Þurfti að ganga með hann í svefn alla daga. Svo var hann með svakalega sogþörf og saug þumalinn mjög mikið. Annars var ég eiginlega hætt að venja hann á snúð. Búin að gefast upp. Prufað bara við og við ef hann var eitthvað erfiður og einn daginn saug hann það í stað þess að naga það bara.

Húllahúbb | 30. jún. '15, kl: 23:16:23 | Svara | Er.is | 2

Á eina sem tók aldrei snuð og eina sem tók snuð á endanum og þá var það MAM.


En mæli með að velja eina tegund og halda sig við hana ... mér var sagt að ef maður væri að prufa nýtt og nýtt myndi það ekki hjálpa. Svo ég gerði það með barn númer 2 sem var ekki spennt fyrir snuddunni. Valdi bara mam snuð og á endanum gafst hún upp og tók það. Er reyndar algjört snuddubarn ennþá orðin 2ja ára en það er önnur saga og fórnarkostnaður sem ég er sátt við ;)

hanastél | 30. jún. '15, kl: 23:19:47 | Svara | Er.is | 0

Endaði á MAM, það var þriðja tegundin sem var prófuð eina skelfilega grátnótt. En mín börn fóru mjög snemma í Mam 6+ stærðina, löngu áður en þau náðu 6 mánaða aldri. Þau héldust betur uppi í þeim, það var eins og hin væru of lítil og voru alltaf að detta út úr þeim.

--------------------------
Let them eat cake.

Vettlingar | 1. júl. '15, kl: 08:54:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fyndið....veit um eina 18 mánaða sem vill BARA byrjanda mam snuðin 0-6 mánaða. :)

¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨
Sjálfstæður dreifingaraðili sjálfs míns
¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨

hanastél | 1. júl. '15, kl: 13:46:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þau fengu svo aldrei aðra stærð, ég var ekkert að eltast við þessar aldursmerkingar :)

--------------------------
Let them eat cake.

Degustelpa | 1. júl. '15, kl: 10:46:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

minn var örugglega 3 mánaða þegar hann fékk stærri snuðin

Felis | 1. júl. '15, kl: 08:58:45 | Svara | Er.is | 0

ég prófaði ca. milljón tegundir fyrir minn og hann tók ekkert. En ég svosem gafst upp þegar hann var 4-5 mánaða, þá komst hann yfir kveisuna og snuð voru ekki lengur "nauðsynleg", eða ég sá ekki tilgang í því að reyna lengur. Var svo rosalega fegin seinna að þurfa ekki að losa hann við snudduna.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

fálkaorðan | 1. júl. '15, kl: 09:20:16 | Svara | Er.is | 0

Miðið tók ekki snuð fyrr en 6 vikna og þá mam 0-2m sem ég byraði fyrst að reyna og hin börnin hafa tekið á fæðingardeildinni, prófaði held ég allat týpur í þessar 6 vikur (glatað hlutverk að vera snuð) og hann endaði á að taka það sem ég hélt mest að honum.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Mrsbrunette | 1. júl. '15, kl: 10:25:14 | Svara | Er.is | 0

Eldri stelpurnar vildu bara pussycat snuðin og litli minn fékk mam snuð.

þreytta | 1. júl. '15, kl: 10:28:43 | Svara | Er.is | 0

Ég hef alltaf bara boðið mínum börnum NUK þau hafa öll bara tekið því. 

grannmeti | 1. júl. '15, kl: 10:33:20 | Svara | Er.is | 1

Min vildi aldrei snud. Profadi allar tegundir sem hægt var ad komast í. Ég gafst svo upp. Tessi baratta var ekki tess virdi

------------------------------------------------------------------
Eignaðist dóttur 5 Júlí '08:D 13 merkur og 50 sentimetrar og sætust í heimi!
------------------------------------------------------------------

nefnilega | 1. júl. '15, kl: 10:39:36 | Svara | Er.is | 0

Eldra barnið tók aldrei snuð, þrátt fyrir miklar tilraunir. Yngra barnið hefur bara fengið MAM air og líkar það vel.

Degustelpa | 1. júl. '15, kl: 10:44:26 | Svara | Er.is | 0

eina sem virkaði hjá okkur var MAM

arnahe | 1. júl. '15, kl: 14:01:29 | Svara | Er.is | 0

Nuk silikon en einungis þegar hann er þreyttur

Napoli | 4. júl. '15, kl: 19:57:10 | Svara | Er.is | 0

takk :)

Bambaló
Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á ódýrar en góðar vörur fyrir þig og barnið! ♥
https://www.facebook.com/pages/Bambal%C3%B3/1382324582095907?fref=ts

Tipzy | 4. júl. '15, kl: 20:00:28 | Svara | Er.is | 0

Mín tók alveg snuð strax, var með svo mikla sogþörf að ég hefði getað skellt henni eins og sogskál á næstu rúðu. En vorum alltaf með MAM og líkaði vel, svo vel að hún fann eitt gamalt snuð fyrir nokkrum mánuðum og i kidd jú not 5 ára gömul stakk hún því upp í sig þrátt fyrir að vera löngu hætt og ranghvolfði augunum af ánægju og vellíðan. :)

...................................................................

Napoli | 4. júl. '15, kl: 20:01:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvenær gafstu henni fyrst snuð?

Bambaló
Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á ódýrar en góðar vörur fyrir þig og barnið! ♥
https://www.facebook.com/pages/Bambal%C3%B3/1382324582095907?fref=ts

Tipzy | 4. júl. '15, kl: 20:01:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á fæðingardeildinni. :)

...................................................................

Napoli | 4. júl. '15, kl: 20:02:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þær bönnuðu mér að gefa honum snuð fyrr en viku eftir fæðingu .. ætli það hafi haft áhrif?

samt tók hann brjóstið vel

Bambaló
Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á ódýrar en góðar vörur fyrir þig og barnið! ♥
https://www.facebook.com/pages/Bambal%C3%B3/1382324582095907?fref=ts

Tipzy | 4. júl. '15, kl: 20:11:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara ekki viss, gæti alveg verið en fyrir bara viku þá efa ég það.

...................................................................

piscine | 5. júl. '15, kl: 18:15:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Miðjan mín tók snuð á fæðingardeildinni. Ljósan sem kom heim bað mig að bíða með að gefa henni það þar til brjóstagjöfin væri komin á gott ról og ég fór eftir því - varð til þess að hún vildi aldrei snuð eftir það. 
Ég hunsaði þessi ráð með yngstu, enda treysti ég mér til að taka á brjóstagjöfinni ef einhver vandamál yrðu og hún gekk vel frá byrjun. Hún tók alltaf snuðið og var mjög hrifin af því (svo faldi ég það bara þegar heimaljósan kom). 

trilla77 | 6. júl. '15, kl: 10:01:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahah, fleiri en bara ég í þessum feluleikjum með snuðið gagnvart heimaljósunni.
Fyndið hvað manni finnst álit þeirra skipta ægilega miklu máli :)

piscine | 6. júl. '15, kl: 19:58:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ja, í mínu tilfelli þá bara nennti ég ekki að vera dauðþreytt og full af hormónum að þrasa yfir ákvörðun sem hafði verið tekin. Heimaljósan mín var algjör antipela, antisnuddu, antiallskonar "nasisti" og ég bara nennti ekki að þrasa við hana :) Var svo sem alveg sama hvað henni fannst, þannig - fékk nóg af fyrirlestrum frá henni þó ég væri að gera allt "rétt" að hennar mati. 

Tipzy | 6. júl. '15, kl: 20:50:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff :/

...................................................................

piscine | 6. júl. '15, kl: 21:00:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ljósan með miðjuna var ekkert af þessu - við áttum kurteislegar samræður og ákvörðunin var mín. Svona til þess að segja eitthvað jákvætt líka :)

Tipzy | 6. júl. '15, kl: 21:06:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamm ljósan sem ég hafði í ungbarnaeftirlitinu með stelpuna var ekkert nema osom varðandi allt svona. En þær með strákinn well....það er önnur saga hehe. Þurfti einmitt að ljúga að þeim fyrir rest eftir að vera skömmuð fyrir að gefa stráknum ekki AD dropa heldur Infant Care dropa. Og meira að segja kom með pakkninguna til að sýna þeim og sýna þeim innihaldslýsinguna, þær vildu ekki einu sinni skoða hvað þetta væri. Svo næst laug ég bara og sagði já þegar þær spurði hvort ég væri að gefa honum AD og hélt áfram að gefa honum Infant Care dropana. Komst svo að því um það leyti sem ég átti stelpuna, semagt 8 árum seinna að það væri farið að gefa börnum Infant Care dropana á vökudeild. Hefðu átt að skamma mig aðeins meir fyrir þetta, var bara aðeins á undan með þetta. En vá hvað ég hló og langaði að troða þessu öfugu ofan í þær fyrir skammirnar.

...................................................................

piscine | 6. júl. '15, kl: 21:09:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ljósan með yngstu var kapítuli útaf fyrir sig. Ég átti að fá þá sem ég var með í mæðraskoðun (sem var æði - ég heilsa henni enn ef ég hitti hana núna meira en sex árum seinna og hún fylgist spennt með "litla krúttinu") en svo var hún komin í frí af því að ég gekk heillangt framyfir og það var engin heimaljósa laus í hverfinu mínu - allar bókaðar. Þessi var svona "varaljósa" og boy oh boy - ég skil af hverju. 
Hún var mjög fær og gaf mér alveg góð ráð líka og svona, en þessi rosalega messíasarherferð hennar var EKKI það sem maður þurfti á þessum tíma í lífinu. Sem betur fer var ég á þriðja barni og nokkuð örugg með mig og mitt. Mig hryllir við að hugsa um þær sem lentu á henni með fyrsta. 

trilla77 | 6. júl. '15, kl: 10:00:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það hefur alltaf verið viðkvæðið á kvennadeildinni að byrja ekki fyrr en eftir viku eða þegar barnið hefur náð vel brjóstinu


ég hef bara alltaf troðið upp í þau á spítalanum og kippti snuðinu svo út þegar þær kíktu inn á stofuna

nóvemberpons | 6. júl. '15, kl: 12:07:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

með barn 2 og 3 setti ég bara snuð og enginn sagði neitt! :P

4 gullmola mamma :)

Lljóska | 6. júl. '15, kl: 12:35:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar ég átti eldri börnin (93 og 95)voru snuð á spítalanum og þessu troðið upp í þau strax, þau reyndar vildu aldrei snuð. En þegar ég átti yngsta 2006 voru ekki lengur snuð á spítalanum og við sváfum lítið fyrr en búið var að redda snuði.hann var með rosalega sogþörf og tók nánast öll snuð sem að honum var rétt.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

Tipzy | 6. júl. '15, kl: 17:57:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég sagði bara ákveðið síðast ég ÆTLA nota snuð og var ekkert að fela það og var ekkert sagt.

...................................................................

Lljóska | 6. júl. '15, kl: 12:41:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha þau eru eins frændsystkinin ég hafði bara aldrei séð aðra eins sogþörf. Hann er 9 ára og á það til að sjúga á sér tunguna þegar hann sefur,eða svona eins og hann sé með ýmindað snuð.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

Felis | 6. júl. '15, kl: 12:42:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sonur minn gerði það oft, saug á sér tunguna (eða svoleiðis), hann tók aldrei snuð

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Tipzy | 6. júl. '15, kl: 17:55:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamm sé þetta líka hjá stelpunni, ég sjálf var svona alveg snuddusjuk og geri það enn sem fullorðinn víst að sjúga tunguna og stundum tísti ég upp úr svefni fyrir vikið.

...................................................................

buin | 4. júl. '15, kl: 20:02:02 | Svara | Er.is | 0

Nam var eina sem virkaði. Held að ef börn taki ekki snuðin er oft útaf því að það er of litið. Ekki fara alveg eftir þvi sem stendur á pakkanum heldur taka næstu stærð fyrir ofan, hefur alltaf verið raunin hjá mér og þeim sem ég þekki ;)

Aquadaba | 4. júl. '15, kl: 21:01:32 | Svara | Er.is | 0

Þetta reyndar latex snuðið var það eina sem mín vildi

kblondal | 4. júl. '15, kl: 22:42:14 | Svara | Er.is | 0

Á tvær sem tóku snuð strax og það voru Pussycat snuð svo voru yngri tvær sem tóku aldrei snuð... önnur vildi bara þumalinn en sú yngsta þurfti/vildi ekkert "hugg"

mars | 4. júl. '15, kl: 22:52:14 | Svara | Er.is | 0

Mín vildu helst engin snuð og það var bara ágætt. Þau voru öll steinhætt með snuð um 7-9 mánaða aldur eftir að hafa haft lítinn áhuga.

Rjómalind | 5. júl. '15, kl: 08:53:57 | Svara | Er.is | 0

Minn tekur ekkert nema þessi kúlulaga úr latex. Reyndi öll önnur en þetta er það eina sem hann vill. Hann vill líka bara snuð sem eru 18 mán + hann er fimm mánaða.

en ég | 5. júl. '15, kl: 20:59:07 | Svara | Er.is | 0

Svona:

http://www.chicco.is/product/140.html

nema með hringlaga plötu og mig minnir meira kúlulaga túttu var það sem ég kom loksins upp í þann yngri, eftir að hafa prófað ótal tegundir. Þegar ég var svo búin að fá hann til að taka það, gat ég farið að skipta yfirr í einhverjar eðlilegri tegundir. Hann var orðin örugglega tveggja vikna þegar ég fór að reyna að gefa honum snuð fyrst, enda fæddur léttur og þyngdist illa og gekk hægt að koma honum á brjóst.

Þessi eldri fékk snuð fyrr þar sem hann tók brjóstið rétt frá byrjun, og hann tók bara við því sem sett var upp í hann, ekkert mál.

trilla77 | 6. júl. '15, kl: 10:02:09 | Svara | Er.is | 0

Ég tróð Avent upp í minnstann strax á fæðingardeildinni og hef bara haldið mig við það, hann er nú samt eiginlega alveg hættur með snuðið núna enda eins og hálfs árs en það var aldrei vesen með þessa týpu

fruin83 | 6. júl. '15, kl: 20:46:16 | Svara | Er.is | 0

Avent snuð frá fæðingu:)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 18.4.2024 | 16:32
New York Ròs 18.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
Síða 1 af 47585 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Guddie, tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, Bland.is, paulobrien