Staðgöngumóðirin í Kastljósinu

noneofyourbusiness | 23. sep. '15, kl: 20:01:39 | 5165 | Svara | Er.is | 0

Það var verið að kynna dagskrá morgundagsins í Kastljósinu áðan og þá var kynnt saga íslenskrar staðgöngumóður, sem fær ekki að umgangast barnið. Ég kannaðist svo mikið við konuna, en varð ekki vör við að nafn hennar væri nefnt.


Er þetta einhver þekkt kona úr fjölmiðlum eða sjónvarpinu? Kannski leikkona? Mér finnst ég endilega hafa séð hana í einhverju svoleiðis samhengi. 

 

neutralist | 23. sep. '15, kl: 20:05:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alla vega einhver lík henni.

noneofyourbusiness | 23. sep. '15, kl: 20:10:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, gæti verið. 

Petrís | 23. sep. '15, kl: 20:18:46 | Svara | Er.is | 0

Ég hélt að staðgöngumæðrun á Íslandi væri bönnuð

ert | 23. sep. '15, kl: 20:19:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Þjófnaðir og morð eru líka bönnuð.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 23. sep. '15, kl: 20:52:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég veit, en ég held þó að erfitt sé að bera þetta saman. Kona ber barn í kviðnum í 9 mánuði, sækir læknishjálp og það hlýtur að vera afskaplega erfitt að fela slíkt

ert | 23. sep. '15, kl: 20:56:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Já en af hverju ætti einhver að gruna staðgöngumæðrun við að sjá ólétta konu?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 23. sep. '15, kl: 20:59:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Það sagði ég ekki, þú þarft alltaf að rífast yfir öllu. Ekkert skrítið að fólk enni ekki að svara þér

ert | 23. sep. '15, kl: 21:04:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Ég skil bara ekki af hverju kerfið ætti að gruna einstæðar mæður.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

noneofyourbusiness | 23. sep. '15, kl: 21:07:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Skrítið samt hvernig hún gat misst alveg allan rétt yfir barninu, vegna þess að íslensk lög tryggja það að kona sem fæðir barn sé alltaf móðir þess. 

ert | 23. sep. '15, kl: 21:10:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já en hún ætlaði aldrei að hafa forsjá yfir barninu eða búa með því. Þannig er amk gerður forsjársamningur þar sem faðir fær forræði og líklega ættleiðing líka og þar með er hún réttlaus. Kerffið gerir ekki ráð fyrir þremur foreldrum og til að það gangi upp (ég þekki slík dæmi) þarf gott samkomulag allra.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 23. sep. '15, kl: 21:15:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að staðgöngumæðrun ætti að halda áfram að vera ólögleg, barnið er alltaf sá sem tapar

Myken | 24. sep. '15, kl: 12:36:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

hvernig tapar barnið? 

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Petrís | 24. sep. '15, kl: 13:36:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Það tapar á því t.d. í þessu tilfelli að kynnast ekki móður sinni. Vegna einhverra aðstæðna telja feður þess að það sé ekki rými fyrir móður þess í lífi þess og það er tap barnsins

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 13:41:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 16

sama hlýtur þá að gilda um allar ættleiðingar. Foreldrar sem ættleiða ættu þá að búa til pláss fyrir líffræðilega foreldra barnins og kynna þá til leiks sem móður og föður barnsins? 

T.M.O | 24. sep. '15, kl: 13:48:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Það má ekki gleyma ömmum og öfum, margir halda því fram að börn beri óbætanlegan skaða af því að fá ekki að umgangast ömmur og afa og þarna eru komin 4 sett.

noneofyourbusiness | 24. sep. '15, kl: 18:42:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Almennt þegar börn eru ættleidd er það vegna þess að líffræðilegir foreldrar barnsins treysta sér ekki til þess að hugsa um barnið. Þannig að það er ekki alveg sambærilegt. 

Kassý | 25. sep. '15, kl: 00:39:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jú þetta er sambærilegt því hún tók það fram að hún vildi ekki eiga barn ein á sínu heimili. Hún vildi að þeir yrðu foreldrar stúlkunnar. Það væri ekki mikið réttaröryggi fyrir kjörforeldra ef líffræðileg móðir gæti bara einn daginn hætt við og sagt ég vil barnið núna og bara tekið það af þeim. Þeir voru búnir að ala upp barnið sem sína í tvö ár og búið að ganga frá ættleiðingaferli þegar hún vill hætta við. Á þá bara að taka barnið af þeim? Afþví að mamman hætti við tveimur árum seinna?

Nói22 | 25. sep. '15, kl: 00:45:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Mér finnst það skipta máli þar hvernig samskiptin hafa verið áður en mamman fer fram á að fá barnið aftur. Ef mamman hefur haft samskipti og haldið að hún fengi að hafa þau áfram en svo bara lokað að þá finnst mér ekkert að því að það sé rætt hvort það megi draga ættleiðinguna til baka. Mér finnst ekki í lagi að taka barn svona frá móður.


Og hvað með pabbann? Barnið hans er ættleitt án hans aðkomu eða leyfis og svo fær hann ekki að umgangast það eða hafa það hjá sér. hvernig er það réttlætanlegt? Maðurinn býðst til að gefa dna til að sanna að hann sé pabbinn og að barnið sé rangfeðrað en það er bara "neibb barnið er núna þeirra". Mér finnst það bara súrrealískt að það sé í lagi.

Gunnýkr | 25. sep. '15, kl: 08:34:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eg skil það ekki. 
Hvað ef pabbinn hefði t.d. bara aldrei vitað af þessu og síðan frétt nokkrum árum seinna. 
Af hverju á hann þa ekki rétt? Finnst það undarlegt.

tennisolnbogi | 25. sep. '15, kl: 09:52:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Íslensk lög eru bara þannig að það er bara skráður faðir eða barnið sjálft (eða forráðamaður þess) sem getur farið í faðernismál. Þannig að karlmenn sem telja sig feður barna sem eru þegar feðruð, geta ekki farið í faðernismál og reynt þar með að sanna að þeir eigi barnið. 


Þetta er rökstutt einhvern veginn þannig að það megi ekki raska fjölskylduró með slíkum valmöguleikum, það færu þá bara alls kyns óþarfa faðernismál í gang, þar sem hvaða gæji sem er út í bæ getur sagst vera pabbinn og hafið mál. Ég man að Bjarna Ben fannst það alla vega mjög líkleg þróun og vildi ekki láta breyta þessu ákvæði.

Brindisi | 25. sep. '15, kl: 10:31:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

já úff pínu pirrandi þegar Jón Jóns og Gunni Gunn sem ég hef aldrei hitt ákveða að fara í faðernismál við mig og þá fer kallinn að halda að ég hafi haldið framhjá......vissulega röskun á fjölskylduró

tennisolnbogi | 25. sep. '15, kl: 10:52:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég var meira að segja að fara með rangt mál, skráður faðir getur ekki farið í faðernismál ef búið er að feðra barnið á annað borð. Bara barnið sjálft (eða móðir þess ef barnið er yngra en 18 ára).
http://www.foreldrajafnretti.is/fedur-geta-ekki-hofdad-mal/

josepha | 25. sep. '15, kl: 12:47:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það finnst mér ósanngjarnt. Faðir sem er blekktur hefur s.s. engan rétt, bara alls engan. 

 
bjútíbollan | 25. sep. '15, kl: 15:22:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er mjög ósanngjarnt. En í þessu tilfelli er alls ekkert víst að faðirinn hafi verið blekktur. Hann vissi af fyrirætluninni strax á meðgöngu en virðist ekki hafa gert neina athugasemd við hana, að minnsta kosti ekki opinberlega. Kannski fannst honum fyrirætlunin eins og hún var sett upp fyrir honum bara alls ekki svo slæm hugmynd. En hann skipti greinilega um skoðun þegar kjörfeðurnir slitu samskiptum við móðurina.

presto | 27. sep. '15, kl: 20:55:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann færi væntanlega í véfengingarmál, ekki satt:)

ert | 27. sep. '15, kl: 20:58:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver? Sá sem er ranglega skráður faðir barnsins íkerfinu? Ekki ef það hentar ekki hagsmunum hans

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tennisolnbogi | 28. sep. '15, kl: 08:14:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, auðvitað. Ég er í ruglingu og kom með leiðröngingu á mig sjálfa.

Gunnýkr | 25. sep. '15, kl: 12:52:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

pirrandi þegar það gerist...

alboa | 25. sep. '15, kl: 10:33:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hvað með barnið? Hvað með að barnið fái að lifa í því öryggi sem það hefur búið við síðustu árin? Að foreldrar þess séu foreldrar þess. Að það fái að búa áfram á því heimili sem það hefur búið á og þekkir. 


Blóðfaðirinn hefði í raun getað mótmælt feðruninni þegar barnið var feðrað í upphafi. En að gera það tveimur árum seinna því blóðmóðirin er farin í fýlu (sorry, þetta er kalt að segja en í raun sannleikurinn) gerir í raun ekkert annað en að rugla í barninu.


kv. alboa

Brindisi | 25. sep. '15, kl: 10:39:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

hvernig átti hann að geta mótmælt feðruninni í upphafi þegar hann vissi ekki af henni? sá reyndar ekki þáttinn, er bara að miða út frá öllu sem hefur verið sagt hér

alboa | 25. sep. '15, kl: 11:06:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Miðað við hvernig ég skildi þetta þá var honum sagt þetta í upphafi. Hann vissi sem sagt af meðgöngunni strax en fékk ekkert val um að taka þátt eða um ákvörðunina að rangfeðra barnið. 


kv. alboa

Yxna belja | 25. sep. '15, kl: 11:06:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Reyndar skil ég á þættinum að hann hafi vitað af þessu allan tímann (sjá mínútu 03.15 í Kastljósþætti)

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Nói22 | 25. sep. '15, kl: 12:05:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er enginn að tala um að taka barnið af heimili sínu. Guðlaug vildi fá umgengni og ég get ekki séð að það sé neitt að því. 


Og mér finnst ró engin afsökun fyrir því að neita blóðforeldrum um að fá að umgangast þeirra eigið barn.

She is | 25. sep. '15, kl: 12:11:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

við vitum í raun ekkert um þau samskipti sem áttu sér stað, við vitum aðeins um þá hlið sem Guðlaug kýs að segja okkur. Etv liggur meira þarna að baki, ég er nokkuð viss um að feður þessa barns hafa aðra sögu að segja.

Það er svo auðvelt að hafa skoðun á einhverju sem við vitum í raun ekki allt um.

ert | 25. sep. '15, kl: 12:13:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Það er 100% öruggt að þeir hafa allt aðra sögu að segja. En í rauninni skiptir það ekki máli. Það skiptir nefnilega ekki máli hvað er 100% rétt í þessari sögu. Það sem skiptir máli er að þarna hefur fólk særst og mig grunar það séu 4 aðilar amk og sá fimmti eigi eftir að bætast við.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

She is | 25. sep. '15, kl: 12:16:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef ekki frá fyrstu hendi neinar upplýsingar um þeirra sögu eða þeirra ástæður fyrir þeirra ákvörðunum. En ég bara veit það mikið um mannlegt eðli að við segjum söguna oft eins og hún kemur sér best fyrir okkur og eins og við sjáum hana með okkur gleraugum.

Mér finnst þetta ákveðin harmleikur, dæmi um hve illa mannleg samskipti geta farið.

ert | 25. sep. '15, kl: 12:18:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei en maður þarf ekkert að vita um þá til að vita að þeir hafa aðra sögu að segja. þetta er harmleikur sem mun vinda upp á sig áfram. Engin lög geta bjargað svona harmleik, aðeins þátttakendurnir.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

josepha | 25. sep. '15, kl: 12:48:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann vissi ekki af feðruninni FYRR EN blóðmóðirin var farin í fýlu. 

Yxna belja | 25. sep. '15, kl: 13:11:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það held ég að sé ekki rétt. Það kom alveg skýrt fram í Kastljósi að hann hafi vitað af barninu frá upphafi.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

josepha | 25. sep. '15, kl: 13:13:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú. Mér fannst alveg skýrt að þau hefðu ekki sagt honum neitt. Bara rangfeðrað barnið.

Yxna belja | 25. sep. '15, kl: 13:17:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sjá mínútu 03.15 í Kastljósþætti

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Yxna belja | 25. sep. '15, kl: 13:20:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"líffræðilegum föður var sagt frá þessum plönum"

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

josepha | 25. sep. '15, kl: 15:45:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok. Guðlaug segir "Honum var alveg haldið utan við þetta" "honum var ekki veittur neinn aðgangur að þessu". En jú, það er rétt sem þú segir að á 3:15 þá segir þulurinn að líffræðilegum föður hafi verið sagt frá plönunum. 

Yxna belja | 25. sep. '15, kl: 16:12:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er rétt. Hann var ekki með í þessu en vissi samt af þessu. Þó svo þau hafi ekki gefið honum kost á að mótmæla er ekki þar með sagt að hann hafi ekki haft hann. Hann virðist hafa ákveðið sjálfur að mótmæla ekki á meðan hann hafði glugga til þess en svo skipt um skoðun þegar "staðgöngumóðirin" fékk ekki lengur að hafa afskipti.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

josepha | 25. sep. '15, kl: 16:15:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt. 

Nói22 | 25. sep. '15, kl: 22:53:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En það breytir því ekki á pappírunum, opinberlega, er verið að hafa barn af föður. hann skrifaði ekki undir pappíra, barnið hans var rangfeðrað.


Í þessu tilfelli vissi pabbinn af þessu en hvað með ef hann hefði ekki vitað af þessu? hvað þá? Því að þetta mál sýnir að þetta er hægt. Það er hægt að ranfeðra barn viljandi, ættleiða það svo og þá er pabbanum eftir það bannað að hafa neitt með barnið að gera. Og ég skil bara ekki hvernig í ósköpunum það er löglegt. Að þegar raunverulegur faðir kemur fram og "hey þetta er mitt barn" að þá bara só sórrí, ekki lengur. Mér finnst það hræðilegt að þetta sé hægt.

musingur | 25. sep. '15, kl: 13:02:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún er ekkert að gera þetta tveimur árum seinna ...ferlið hefur verið í gangi síðan barnið fæddist..en hún hefur ekki fengið að sjá barnið í 2 ár

Gunnýkr | 25. sep. '15, kl: 08:32:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér fannst hún ekki tala um að hún vildi taka af þeim barnið.
Hún talaði um að ættleiðing væri endanleg og eðlilega. 
Mér fannst hún tala um að hún vildi umgengni og samskipti.

josepha | 25. sep. '15, kl: 12:50:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hún segist hafa viljað umgengni við barnið. Aðra hvora helgi. 

Nói22 | 25. sep. '15, kl: 12:56:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

En hvernig er það að taka af þeim barnið. þeir væru með barnið mikinn meirihluta tímans. Og hún talaði um að þetta væri bara á meðan hún væri að venjast því að gefa frá sér barnið, þ.e að þetta myndi bara vera svona eins og aðlögun.

josepha | 25. sep. '15, kl: 13:05:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún ætlaði sér aldrei að taka barnið af þeim alveg, enda ekki í neinni stöðu til þess eftir ættleiðingu. Ég held bara að hún hafi ekki meikað að láta barnið frá sér þegar til átti að taka. Hún hefur örugglega verið að hringja grátandi og bankandi uppá í tíma og ótíma plús það að bija um umgengni aðra hvora helgi.  Þeir hafa ekki séð annan kost í stöðunni en að loka alveg á móðurina ef þeir ættu að eiga séns á því að þetta yrði "þeirra" barn. En nú er ég bara að skálda atburðarásina í hausnum á mér, kannski var þetta ekkert svona. 

Nói22 | 25. sep. '15, kl: 13:09:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Nei það er ekkert víst að þetta hafi verið svona. Það sem er vitað er að þeir nota það sem afsökun fyrir því að loka á hana að hún sé geðveik og því ekki hæf til að vera ein með barnið (þá þessa aðra hvora helgi). Konan er eftir því sem ég best veit ekki geðveik og hefur þar að auki alið upp eitt barn fyrir og ætti því að vita hvað hún er að gera. 


Þess vegna hef ég litla samúð með þessum mönnum því að þeir ljúga greinilega upp á hana til að geta tekið barnið. Og mér finnst það bara alveg rosalega ljótt. Sérstaklega þar sem þetta eru menn sem eru nánir henni og að hún er beisíkallí að gefa þeim barnið sitt. Þeir áttu ekkert í barninu. Þetta er algjörlega hennar barn (og annars manns). 


En þeir vildu greinilega hafa barnið út af fyrir sig og lokuðu því á hana. Sem eins og ég segi, mér finnst alveg rosalega ljótt.

tóin | 25. sep. '15, kl: 13:49:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þú ert nú sjálf að skálda eitthvað - hún gefur barnið frá sér til ættleiðngar, barnið er því barn þessara manna, ekki annarra.  Hún segir að þeir hafi sagt - þeir hafa hvergi sagt sína sögu og það er því "ekkert vitað" um samskipti þeirra. Barasta ekki neitt.

Nói22 | 25. sep. '15, kl: 22:53:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei hún segir ástæðuna fyrir því að þeir loka á hana. Horfðu á viðtalið.

tóin | 26. sep. '15, kl: 00:58:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búin að horfa á viðtalið - þar kemur önnur hliðin á þessu máli fram.

Eplasamloka | 27. sep. '15, kl: 13:27:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þar sem það höfðu alltaf verið mikil samskipti þeirra á milli hélt hún að svo yrði líka eftir fæðinguna þrátt fyrir að þeir yrðu löglegir foreldrar barnsins. Eðlilega sá hún fyrir sér að hún yrði alltaf að einhverju leiti í lífi barnsins. Það að barnið hafi verið gefið til ættleiðingar þýðir ekki að hún hafi mátt búast við að sjá það aldrei framar. Þau voru vinir og skild svo að eðlilegt var að búast við áframhaldandi samskiptum. Það er rosalega kalt að loka á hana þó að þeir hafi lagalegan rétt til þess.

tóin | 27. sep. '15, kl: 18:36:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Hún fór fram á að hafa barnið aðra hverja helgi - það er meira en að vera að einhverju leiti í lífi barnsins - það er nær því að vera á par við umgengnisforeldri sem hefur umgengni aðra hverja helgi.  Þeir hafa hugsanlega talið þetta vera óeðlilega mikla kröfu - áttu hátíðir að skiptast líka? Ef þeir skilja - á hversu mörg heimili á barnið að dreifast?

Þeir eru nýbakaðir foreldrar og örugglega óöruggir með sína stöðu - kannski hefur þeim fundist hún ganga heldur langt, kannski hafði hún skoðanir á fleiru en bara aukinni umgengni.

Ég held ekki að þetta hafi verið eitthvað einfalt mál fyrir neinn sem á aðild að því.

Nói22 | 27. sep. '15, kl: 18:39:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hún sagði að hún hefði sett þetta fram sem beiðni til að minnka höggið af því að láta þá fá barnið. Þetta hefði svo kannski bara minnkað með tímanum og hætt alveg ef þeir hefðu ekki farið í baklás við þetta.

tóin | 27. sep. '15, kl: 18:46:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

og kannski hefði það bara ekkert minnkað og tengsl hennar við barnið haft í för með sér auknar kröfur?

ég skil vel að þeir hafi farið í baklás og sá lás hefur örugglega ekki minnkað þegar farið er í mál - snérist ekki málið um riftun ættleiðingarinnar? (ég man ekki hvort það hafi komið fram)

Nói22 | 27. sep. '15, kl: 18:48:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já kannski kannski kannski. Af hverju að gera ráð fyrir því að þetta hefði ekkert minnkað? Af hverju ekki að horfast í augu við að hún var að gefa þeim barnið sitt, barn sem þeir áttu ekkert í, og þeir hefðu getað reynt að gera henni það eins auðvelt og mögulegt var, t.d með að hafa barnið aðra hverja helgi.


Af hverju að búast við hinu versta?

tóin | 27. sep. '15, kl: 18:59:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ættleiðingin var engin skyndiákvörðun hjá þeim, þau voru bún að reyna í einhvern tíma áður en hún verður ólétt, það líða 9 mánuðir þar í viðbót áður en barnið fæðist - svo þetta er undirbúningur sem tekur a.m.k. ca. ár fram að fæðingu barnsins.  Hún segir sjálf að hún hafi ekki rætt þessa umgengnisósk fyrr en eftir að barnið fæðist og í raun ekki fyrr en eftir að ættleiðing gengur í gegn og það ferli tekur einhvern tíma.

Við vitum í raun ekkert hvað þeim fór á milli, umfram það sem hún segir að þeim hafi farið á milli.

Nói22 | 27. sep. '15, kl: 19:18:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hún segir að hún hafi sett þetta fram af því að henni hafi reynst erfiðara að láta frá sér barnið en hún hélt fyrirfram. Þess vegna hafi hún viljað fá umgengni, allavega til að byrja með. Ég get ekki séð að það sé neitt að því. Hún var að gefa þeim barnið sitt. Mér finnst bara algjört lágmark að þeir geri henni það eins auðvelt og hægt er.

Skreamer | 27. sep. '15, kl: 20:48:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta barn var ekki afurð þeirra tilrauna, barnið er barn annars manns sem fékk hvergi að koma nærri, ættleiðingin var byggð á lygi um að annar þessara manna væri blóðfaðir barnsins.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

tóin | 27. sep. '15, kl: 22:39:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er hárrétt að barnið var vísvitandi rangfeðrað

presto | 27. sep. '15, kl: 21:08:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Þetta er akkúrat mannlegi þátturinn í að "framleiða börn" fyrir aðra (sem líkl. Hafa nùll skilning à hormónasveiflum og tilfinningum nýbakaðrar móður) Þeir sem panta barnið vilja hrein og bein viðskipti en sú staðreynd að ekki er hægt að nota vélmenni eða heiladauða kvenlíkama í verkið flækir málin og alls kyns vesen getur komið upp- eftir á.
Ég skil óskhyggjuna að fá barn fætt fyrir sig án frekari tengsla við barnsberann eða vesens, en fyrir mér er sú óskhyggja enganvegin raunhæf.

Gunnýkr | 25. sep. '15, kl: 17:09:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já....

Yxna belja | 25. sep. '15, kl: 08:41:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Hún vildi hætta við þegar hún áttaði sig á því að hún fengi ekki að vera í lífi barnsins og fengi ekki einu sinni að sjá það sem var ekki það sem hún lagði upp með. Og já þeir voru búnir að ala hana upp á þessum tíma sem dóttur sína í 1-2 ár en hún var búin að vera stór hluti af hennar lífi líka þennan tíma. Var meðal annars með hana á brjósti  í marga, marga mánuði.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Yxna belja | 25. sep. '15, kl: 08:43:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég meina það er ekki eins og hún hafi bara hætt við upp úr þurru, fengið smá bakþanka eða eitthvað þannig. 

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

presto | 25. sep. '15, kl: 09:21:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Annar var löglegur faðir frá upphafi, ekki satt? (Þó að um rangfeðrun væri að ræða)

Castiel | 25. sep. '15, kl: 13:41:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Samt nýttu þeir hana til að gefa barninu brjóst og búa heima hjá þeim í 3 mánuði´og koma eftir það til að gefa barniun brjóst á daginn. Oftast þegar ættleiðing fer fram þá eru öll tengsl við lífræðilega móðurina rofin strax eftir fæðingu og hún ekki hluti af lífi barnsins. bara sú staðreind að hún var svona mikið með barnið fyrst lætur mann trúa því að hvernig hún skynjaði þetta að þau væru öll að eignast barn saman sé  rétt. hún bara gerði mistök með því að leifa ættleiðingu í staðin fyrir að gefa bara eftir lögheimilið

"Sometimes being a bitch is all a woman has to hold onto"

Skreamer | 25. sep. '15, kl: 13:47:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Nkl þetta segir mér að hún er að segja satt um hvernig lagt var upp í þessa vegferð.  Þeir töldu henni án efa í trú um að hún yrði órjúfanlegur hluti af lífi barnsins.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Abbagirl | 27. sep. '15, kl: 20:43:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig getur það verið án efa? Við vitum ekkert um hvað fór fram þeirra á milli.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Abbagirl | 27. sep. '15, kl: 20:42:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Var þÐ þeirra ósk eða hennar að hún væri með barnið á brjósti? Mér finnst þetta hljóma frekar einkennilega að þeir hafi nýtt hana til að gefa barninu brjóst, hafði hún þá ekkert um það að segja?

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

randomnafn | 26. sep. '15, kl: 02:09:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sumt fólk lætur barnið kynnast blóðmóður sinni og ef það er strangt kerfi í kringum þetta þá á misnotkun hæglega að geta átt sér stað.

T.M.O | 26. sep. '15, kl: 02:22:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig misnotkun?

randomnafn | 26. sep. '15, kl: 02:26:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Misnotkun á trausti.
Staðgöngumóðurinn ber barnið og svo "uppeldisforeldrarnir" já nei við erum hætt við.
Eða staðgöngumóðirin tengist barninu við fæðinguna og segjir "heyrðu nei ég ætla að halda því" og þá eru núverandi lög henni í hag.

Þetta getur alveg gerst og ég ímynda mér að það þetta gæti jafnvel orðið algengt (allavega of algegnt) ef það yrði ekk riétt staðið að þessu.

Held að það þyrfti að vera einhverskonar kerfi til staðar þyrfti ekki að vera flókið.

randomnafn | 26. sep. '15, kl: 02:27:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

svo segja*

randomnafn | 26. sep. '15, kl: 02:28:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er reyndar að svara hérna 2 mismunandi kommentum.

Einhver sagði barnið tapar alltaf fær ekki að kynnast mömmu sinni.
- Sumir gera það nú.

Og líka er talað um að hægt sé að misnota þetta þannig staðgöngumóðirin situr uppi með barnið eða tekur það að sér í óþökk væntanlegra uppeldisforeldra.

T.M.O | 26. sep. '15, kl: 02:48:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég reyndar er algjörlega ósammála að það sé einhver eðlislæg þörf að þekkja foreldra sína. Það er auðvitað mjög snúið að halda jafnvægi með samskipti við blóðmóður og kannski enn erfiðara ef móðirin hefur tengst barninu og fer að bregðast við með móðureðlinu sem er nærri óhjákvæmilegt ef hún er með barnið á brjósti. Móðir í þeim aðstæðum er eðlilega ekki í 100% jafnvægi ef það á að meina henni að hitta barnið.


Ég hef vitað um ættleiðingu innan fjölskyldu þar sem samskipti voru mjög góð og barnið fékk að vita að það hefði verið í maganum á frænku sinni áður en það fæddist, ég hef líka vitað um þar sem það var samkomulag um að blóðmóðirin héldi sér til hlés en fékk að fylgjast með og heimsótti stöku sinnum, þá var ættleiðingin að beiðni móður vegna erfiðra aðstæðna og tók mikið á móðurina. Í bæði skiptin veit ég ekki betur en börnin hafi verið sátt við aðstæðurnar þegar allt kom til alls.

Skreamer | 26. sep. '15, kl: 21:43:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég verð að segja að eftir minni reynslu og míns fólks þá er þessi þörf mjög rík að þekkja blóðforeldra og blóðsystkini.  Eins og einn mér mjög nákominn sagði "ég finn enga samsvörun í fjölskyldunni þótt ég líti á hana sem mína fjölskyldu, mér finnst ég ekki sjá neitt líkt með mér og öðrum og finnst ég ekki vera gerður úr því sama og þið hin".  Þetta hafði mjög rík áhrif á sjálfsálit og sjálfstraust viðkomandi.  Búið að þurfa að vinna úr miklum sálarflækjum einfaldlega vegna þess að það var ekki í boði að eiga þessi samskipti sem viðkomandi þráði svo svakalega.  Þetta geta verið virkilega erfiðar tilfinningar og ef einhver óheiðarleiki eða svik liggja að baki því að þessi tengsl rofna er enn erfiðara að vinna úr þeim.

Dæmið sem þú nefnir er til fyrirmyndar að því leiti að allt er uppi á borðinu.  Ég veit ekki hvort barnið er orðið stálpað í því dæmi en í dæminu sem ég rek hér að ofan er viðkomandi orðinn fullorðinn einstaklingur og tilfinningarnar byrjuðu að blossa upp um 16 ára aldur, þá var þagað yfir þeim í mörg ár en þetta hefur bara undið upp á sig.

Annað dæmi þekki ég þar sem barni var sett í fóstur þegar móðir veiktist, svo lést hún.   Þetta barn átti sannarlega föður erlendis sem fékk aldrei að vita af örlögum þess og barninu var sagt að hann væri látinn.  Eitthvað hræðilegt hefur hent þetta barn því að það beitti svo maka og barn andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi...mjög greinilegt að um illa brotinn einstakling var að ræða.  Ég er þeirrar trúar að enginn fæðist slæmur.  En slæm meðferð og óheiðarlegt uppeldi getur svo sannarlega mélað sjálfið.

Óheiðarleiki  í svona málum finnst mér vera stórt hættumerki, það þarf allt að vera uppi á borðum og fólk þarf að efna það sem lagt er upp með gagnvart þeim aðila sem mun eiga um sárt að binda.  Því það er allaf einver sem á um sárt að binda í svona málum.  Þú lætur ekkert frá þér barnið þitt sem þú hefur gengið með og brjóstfætt og bara allt í lagi.

Bara svo ég leggi áherslu á þessa ríku þörf ættleiddra barna að þekkja sinn bakgrunn þá er það víða komið í lög að börn eigi skýran rétt á því að leita uppruna síns.  Það er ekki út af engu.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

randomnafn | 26. sep. '15, kl: 02:30:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þyrfti að vera kerfi til að tryggja að enginn geti breytt eða hætt við á neinn hátt nema sé mjög vel rökstutt (annað foreldrið deyr og hitt veikist eða annað sem kemur i veg fyrir þau geti alið upp barn).

Og jafnvel eitthvað kerfi sem allavega hvetur á einhvern hátt til kynna við blóðmóður.

T.M.O | 24. sep. '15, kl: 00:07:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 17

ég spyr kannski eins og bjáni en reiknaði hún með því að hafa samskipti við barnið eftir fæðingu ef hún var staðgöngumóðir af fúsum og frjálsum vilja?

ert | 24. sep. '15, kl: 00:10:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Svo virðist vera af þeim bút sem sýndur var. Það eru alveg dæmi um 3 foreldra hér á landi og slíkt hefur þá verið samkomulag.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 24. sep. '15, kl: 00:35:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er fáránlega flókið og einhvernveginn ekki hægt að sjá hvernig væri hægt að semja fyrirfram þannig að það sé hægt að treysta því.

ert | 24. sep. '15, kl: 09:03:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég sé það heldur ekki en það er nú það sem staðgöngumæðrun gengur út á

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 24. sep. '15, kl: 09:17:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

ég hélt að hún gengi út á að maður léti barnið skuldbindingarlaust til þeirra sem maður gekk með barnið fyrir, ekki að maður yrði einhver aukamamma. Mér finnst flækjustigið nógu mikið ef meðgöngumóðirin allt í einu hættir við. Þá skiptir ekki máli gagnvart íslenskum lögum að hún er móðir barnsins jafnvel þó að hún leggi ekki til eggið.

ert | 24. sep. '15, kl: 09:45:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þannig að slíkt er ekki samningur fyrir fram?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Amande | 24. sep. '15, kl: 20:40:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Væntanlega eru búin að sjá núna að þessi bútur sagði manni ekkert um þetta mál fyrr en allt viðtalið var sýnt?

ert | 24. sep. '15, kl: 20:42:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Ég sá ekki annað en að hún hafi búist við því að samskiptin við frændan yrðu eins. varla hefur hún talið að það yrði að setja barnið í pössun ef hún kæmi í heimsókn eða þeir til hennar.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

alboa | 25. sep. '15, kl: 10:35:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún sagði að hún hefði búist við að barnið ælist upp hjá foreldrum sínum en ætti svo mömmu út í bæ. Hún gerði því í raun fyrir að vera í lífi barnsins sem móðir þess, ekki frænka. Það er bara stór munur þar á. Samskiptin við frændann verða aldrei eins undir þeim formerkjum.


kv. alboa

ert | 25. sep. '15, kl: 10:38:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Já en frænkur búa ekki inn á heimili frænda og mannsins hans í margar vikur. Það gera hins vegar mæður.

Þetta mál er klúður frá upphafi til enda - það eina sem ég hef áhyggjur af er að endirinn er ekki kominn.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Yxna belja | 25. sep. '15, kl: 11:02:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega. Mér finnst það einn af allra stærstu þáttunum í þessu máli og skrítið hvað það fékk lítið vægi í þættinum og eins í umræðunum hérna inni.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

alboa | 25. sep. '15, kl: 11:09:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Ég veit. Mér finnst þetta svo sorglegt og ég verð að viðurkenna að eina manneskjan í þessu öllu sem ég finn virkilega til með er barnið. Það á eftir að þurfa eiga við stórfjölskylduna sína sem fullorðin manneskja seinna meir og með þessa sögu í farteskinu. Það á eftir að þurfa eiga við fólk með skoðanir á hvort foreldrar þess gerðu rétt, hvort blóðmóðir þess gerði rétt og svo framvegis.


Þetta mun ekki enda næstu áratugina fyrir þetta barn.



kv. alboa

ert | 25. sep. '15, kl: 11:13:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Við erum svo gersamlega sammála um þennan punkt. Mér finnst eins og allir hafi gleymt raunverulegum hagsmunum barnsins.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Regndropi | 25. sep. '15, kl: 18:18:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þeir hafa enn möguleika á að bæta málin, vonandi að þeir nýti sér þann möguleika. Auðvitað græðir barnið mest á því að eiga sem flesta að og fá að kynnast öllu því fólki sem að því stendur, þó feðurnir væru enn foreldrarnir.

Kabumm | 25. sep. '15, kl: 18:48:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Ég fékk á tilfinninguna að Guðlaug væri einmitt að reyna síðasta hálmstráið, hún virðist vera ótrúlega hjartahlý og góð manneskja, hún dró ekkert undan og viðurkenndi á sig lögbrot.

Hún er greinilega mjög brotin yfir þessu öllu, en hún er ekki bara að hugsa um sjálfa sig hérna, það er greinilegt.

Ég vona að feðurnir hugsi sinn gang og taki á móti þessu "boði" hennar.

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 08:28:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég spyr líka eins og bjáni, en var þetta ekki eitthvað heimaföndur frekar en alvöru staðgöngumæðrun ef þetta var gert hér á landi? Og snýst málið þá ekki frekar um að hún hafi látið frá sér barn til ættleiðingar en sjái eftir því? 

T.M.O | 24. sep. '15, kl: 09:18:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

getur hafa verið gert annarsstaðar en ef hún hefur lagt til eggið þá er það sjálfsagt eins og þú segir

bogi | 24. sep. '15, kl: 09:59:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Mér finnst þessar hugmyndir um að það verði að nota annað egg en staðgöngumóðurinnar alveg stór furðulegar. En við skulum endilega hafa eins mörg inngrip og hægt er og fikta í líkamanum eins mikið og hægt er.

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 10:16:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það þarf ekkert. Þessi týpa af staðgöngumæðrun þekkist alveg. Sérstaklega í svona tilfellum þar sem foreldrarnir eru báðir KK. 
En ef fólk ákveður að gera þetta bara heima í stofu og fara svo gegnum ættleiðingarferli þegar barnið er komið í heiminn er það ekki staðgöngumæðrun, heldur bara þungun og ættleiðing. 

Felis | 24. sep. '15, kl: 10:21:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þegar fólk ákveður að gera þetta heima í stofu með turkey baster þá er það flokkað sem traditional surrogacy


basically traditional surrogacy er þegar egg staðgöngumóðurinnar er notað, sama hvernig sæðinu er komið þangað eða hvaðan sæðið kemur. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 10:24:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki hægt að flokka getnað sem surrogacy nema það komi einhver lagalegur samningur við sögu. 

Felis | 24. sep. '15, kl: 10:32:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

 "Surrogate parentage contract" means a contract, agreement, or arrangement in which a female agrees to conceive a child through natural or artificial insemination, or in which a female agrees to surrogate gestation, and to voluntarily relinquish her parental or custodial rights to the child. It is presumed that a contract, agreement, or arrangement in which a female agrees to conceive a child through natural or artificial insemination by a person other than her husband, or in which a female agrees to surrogate gestation, includes a provision, whether or not express, that the female will relinquish her parental or custodial rights to the child.

skv. heimild sem wikipedia notar fyrir sínar skilgreiningar:   
Surrogacy - Wikipedia, the free encyclopedia
 Þannig að samkomulag þar sem kona samþykir að láta sæða sig, ganga með barn og svo gefa það til ættleiðingar þeirra sem fengu hana til þess að gera þetta allt - er staðgöngumæðrun. 





___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 13:38:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok. Eða bara ættleiðing. 

Felis | 24. sep. '15, kl: 13:39:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

í svona tilfelli þá er ættleiðing bara tól í staðgöngumæðrunarferlinu

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 13:46:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það er ættleiðingin sem er eini gjörningurinn sem skiptir máli varðandi réttindi móðurinnar. Það hver taldi hvern á að verða óléttur með sæði frá hverjum skiptir engu máli lagalega séð. Hún getur ekki bæði sleppt og haldið. Ekki bæði gefið barnið frá sér til ættleiðingar og ætlast til þess að hafa foreldrastatus. 

ert | 24. sep. '15, kl: 13:55:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 15

Það er nú málið ef maður gengur með barn fyrir ættingja að maður getur ranglega talið að maður hafi ættingjastatus óháð ættleiðingu en það þarf greinilega að útskýra fyrir fólki að staðganga í velgjörðaskyni fyrir ættingja getur þýtt það þeir sem ættleiða barnið geti ákveðið að loka á þig. Þannig að móður sem gengur með barn fyrir dóttur sín verður að skilja að dóttirin geti hafnað móður sinni eftir ættleiðingu. Móðir verður þannig að skilja að til þess geti komið að hún tapi ekki bara barninu sem hún gengur með, heldur líka dóttur sinni og fjölskyldu hennar (maka og öðrum börnum). Auðvitað á fólk að skilja þetta og gera ráð fyrir þessu í staðgöngumæðrun en svo virðist sem fólk átti ekki sig á þessu. Ef fólk er reiðubúið að ganga með börn fyrir ættingja og horfast svo í augu við að missa öll tengsl  við ættingjana eftir það hefur lokið notagildi sínu þá er þetta lítið mál.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 24. sep. '15, kl: 13:58:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

svo er málið að þó að fólk sé frætt um þennan möguleika áður þá er hugsunin pottþétt, nei hún Jóna myndi sko aldrei útiloka mig, hún er sko ekki ein af þeim, svona eins og þegar venjulegar fjölskyldur breytast öll í skrímsli við útgreiðslu arðs

ert | 24. sep. '15, kl: 13:59:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 24. sep. '15, kl: 14:00:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

arfs átti þetta að vera en hitt gerist ábyggilega líka :)

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 14:55:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já það þarf að útskýra allskonar fyrir fólki sem ákveður að eignast börn, hver svo sem ætlunin er með þessi börn. Þess vegna væri ákaflega skynsamlegt þegar fólk fer að pæla í því að gefa frá sér börn, að það leiti sér upplýsinga. 
Það kemur mér vægast sagt á óvart ef ættleiðingarferli á Íslandi er þannig að fólk fái engar upplýsingar um réttindi sin eða stöðu og geti ekki fengið aðstoð félagsráðgjafa. Eða ef það er orðið þannig að konur geta gefið frá sér börn við getnað. Ef ferlið hefur farið fram á Íslandi er alveg ljóst að konan er móðir barnsins við fæðingu þess og fram að ættleiðingu. Skiptir engu máli hvort barnsfaðir hennar sé giftur frænda hennar eða þeim hafi prívat samist um að frændinn myndi ættleiða ef úr verði barn. Lagalega séð er hún í nákvæmlega sömu stöðu og kona sem verður ólétt eftir að hafa stundað kynlíf með giftum karli án þess að ætla sér að verða ólétt og ættleiða barnið. 

ert | 24. sep. '15, kl: 15:00:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Já ég er bara ekki viss um að félagsgjafara útskýri almennt fyrir fólki að í ættleiðingu geti falist ekki aðeins að missa barn heldur stóran hluta fjölskyldu sinnar.

Já ég veit að lagalega hliðin er sú skiptir mestu máli. Auðvitað á að lagabinda tilfinningar. Pældu í því hvað samfélagið gæti sparað mikið með því að banna ákveðnar tilfinningar eins og t.d. þunglyndi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 24. sep. '15, kl: 15:03:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já svona eins og ef allir myndu skrifa undir fegurðarsamkeppnissamninginn þar sem stóð að maður afsalaði sér réttinum til andlegra veikinda í 3 ár eftir keppni, þetta ætti að vera staðalkontrakt í hverjum bæ, myndi spara heilbrigðiskerfinu slatta

ert | 24. sep. '15, kl: 15:05:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já og ef fólk verður svo veikt þá getum við alltaf sagt: Þú skrifaðir undir samning! Gerirðu þér ekki grein fyrir því hvað þú varst að gera?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 24. sep. '15, kl: 15:04:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Ég sé félagsráðgjafa fyrir mér að útskýra fyrir móður: "Nú þegar þú hefur gengið með þetta barn fyrir dóttur þína og ætlar að gefa það þá verðurðu að gera þér grein fyrir því að mögulega hefur dóttir þín bara verið að nota þig og vill bara losna við þig þegar þú lætur ættleiða barnið. Þú hefur val um að halda þessu barni eftir og svíkja dóttur þína eða taka sénsin á því að dóttir þín vilji ekki tala við þig. Hvað kvörðun viltu taka? Báðar geta leitt til þess að dóttir þín tali aldrei við þig aftur"

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Brindisi | 24. sep. '15, kl: 15:07:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

já og að viðkomandi myndi sitja yfirvegaður að meta stöðuna hlutlaust......hm skyldi dóttir mín afneita mér....á ég að taka sénsinn

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 15:05:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er þessi kona sem sagt að missa samband við stóran hluta fjölskyldu sinnar? Þú greinilega þekkir betur til þarna en ég. Hélt að þetta snerist um að hún sæi eftir að hafa gefið barnið frá sér. 

ert | 24. sep. '15, kl: 15:08:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég þekki ekki til en ég þekki mannlegt eðli. Það kom fram að þessa hefði olli sundrungu í fjölskylduni og það er sjálfu sér mjög eðlilegt.

Það er munur á því að gefa barn til ættleiðingar til ættingja sem þú umgengst og að gefa barn til fólks sem þú munt aldrei sá aftur. Eins og ég skil mál málið þá hélt hún að hún væri gera hið fyrrnenfda en var að gera það síðarnefnda. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 15:12:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ok. Ég held ég bíði bara róleg eftir þættinum. Sýnist þú ekki vita neitt meira um þetta en ég. Aldrei að vita nema þú vitir jafnvel ekkert meira um mannlegt eðli en næsti maður. 

ert | 24. sep. '15, kl: 15:14:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

ég veit að fólk getur notað annað fólk og að fólk getur skipt um skoðun.

Það þýðir það að staðgöngumæðrun í velgjörðaskyni fyrir ættingja er engin trygging á því að þú fá að sjá barnið sama hverju er lofað.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 15:23:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sorrý þetta var bara svo fyndið svar hjá þér. Eg held við vitum öll að krosstré geta brugðist. Staðgöngumæðrun á Íslandi er ekki trygging fyrir einu né neinu vegna þess að hún er ekki til sem raunverulegt fyrirbæri. Ættleiðing er það hins vegar og það er þar sem kona sem ekki vill láta frá sér barn ætti að hafa stuðningsnet og ráðgjöf. Óháð því hvort barnið kom undir viljandi eða óviljandi og óháð því hvort ættleiðing var rædd fyrir getnað, við getnað eða eftir getnað.
Félagsráðgjafar geta ekki verið ráðgefandi varðandi staðgöngumeðgöngu eða þeir eiga að vera ráðgefandi varðandi ættleiðingar og ættu alveg að hafa það á hreinu að ættleiðingar til ættingja eru ekki trygging á því að þú fáir að sjá eða umgangast barnið sama hverju er lofað.

ert | 24. sep. '15, kl: 15:30:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en ég held að það sé ekki almenn ráðgjöf varðandi ættleiðingu til ættingja enda eru þær ættleiðingar sjaldnast ekki vegna þess að ættingjana vantar börn og þrái börn. Þær ættleiðingar eru oftast barnanna vegna en vegna þess að foreldrarnir sem fá barnið þurfi að fá sér barn.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 15:45:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

 það er kannski ekki sérlega algengt. skemmtileg tilviljun samt að það er akkúrat þannig dæmi í minni fjölskyldu. Barnið kom að vísu undir alveg óvart, en var ættleitt af nánum ættingja sem "þurfti" (eða vildi eins og við köllum það í minni fjsk) að "fá sér" (við köllum það eignast)  barn. 

ert | 24. sep. '15, kl: 15:51:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

OK. Þannig viðkomandi móðir hafði alveg tök á því að ala barnið upp en ákvað að gefa ættingjunum það sem gjöf.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 15:53:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skilgreindu "tök". Hún hafði ekki áhuga og gat ekki farið í fóstureyðingu. Barnið var ættleitt. Ekki til ókunnugra heldur til náskyldra hjóna. 

ert | 24. sep. '15, kl: 15:57:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Var þetta þá ekki ættleiðing barnsins vegna? Eða ákvað hún verða ólétt fyrir þetta fólk?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 16:05:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er það ekki alltaf barnsins vegna þegar móðir ákveður að gefa frá sér barn? ættleiðing fær ekki "stimpil" nema hagsmunir barnsins séu tryggðir. Það á við um bæði þessi dæmi. 

ert | 24. sep. '15, kl: 16:19:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei ekki í staðgöngumæðrun. Þar verður barn til vegna þess að það er eftirspurn eftir því og ættleiðingin er ekki út frá hag barnsins - það eru ekki aðrir mögulegir foreldrar skoðaðir. Í hefðbundnum ættleiðingum verður barn til og svo þarf að tryggja hag þess og þá þarf að fá til þess hæfa foreldra.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 16:35:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu að segja mér að ættleiðing gangi hraðar og betur fyrir sig ef barn verður til út frá samningi um staðgöngumæðrun? Að það þurfi ekki að tryggja réttindi móður og barns og hæfni ættleiðingarforeldra ef það er til eitthvað plagg eða munnlegt samkomulag frá því fyrir getnað um að Jón og Kalli megi eiga barn Dísu. Ertu að segja að svona mál fari ekki gegnum sama ferli og aðrar ættleiðingar? 

ert | 24. sep. '15, kl: 16:47:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já. það er munur á stjúipættleiðingu og frumættleiðingu. Þarna er faðir barns sem fær forræði yfir barni og svo sækir maki hans um að ættleiða og móðir samþykkir - þetta er stjúpæætleiðing. Það er allt annað ferli en ef stúlka vil gefa barn sitt til ættleiðingar - frumættleiðing.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 16:59:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já staða föðurins skiptir máli. Staðgöngusamkomulagið hefur ekkert að segja. 

ert | 24. sep. '15, kl: 17:03:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En sko það eru tengsl á milli staðgöngusamkomulagsins og stöðu föður. Hommar í samböndu barna nefnilega sjaldnast konur fyrir slysni. Faðirinn varð eingöngu faðir vegna þessa samkomulags við móðurina.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

 
Bakasana | 24. sep. '15, kl: 17:15:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég þekki alveg nokkra homma sem hafa eignast börn með konum án þess að nefna meðgönguna staðgöngu eða fara fram á ættleiðingu. Þau börn eiga einfaldlega tvö foreldrasett (rétt eins og einn sonur minn).
Allir hafa sinn rétt og sínar skyldur. Gengur auðvitað upp og niður eins og í öllum samsettum fjsk. En bara frekar hefðbundið fyrirkomulag hjá íslenskum fjölskyldum. 
Í þessu tilviki dugir það fólkinu ekki og það er þar sem málin fara að flækjast. 

ert | 24. sep. '15, kl: 17:19:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Lagaleg er málið einfalt. Tilfinningalega gífurlega flókið. Vandinn er sá enginn lög geta leyst svona vanda.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 17:26:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda engin rétt lausn til við svona vanda. nema fólk vilji ganga alla leið og banna ættleiðingar. 

ert | 24. sep. '15, kl: 17:36:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Það sem er rétt lausn er að ræða opinskátt um ókosti og kosti staðgöngumæðrunar og sérstaklega staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni. Báðar hliðar verða koma fram.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 18:18:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

sú umræða leysir auðvitað ekki þetta mál. Það er líka erfitt að ræða kosti og galla staðgöngumæðrunar út frá tilviki eins og þessu þar einstaklingar úti í bæ telja sig hafa allt á hreinu og geta bara gengið í málið og græjað þetta sjálft fram hjá öllu kerfi og ráðgjöf og aðstoð. Svo kemur í ljós að allir misskildu alla, væntingarnar voru allar á skjön og allir upplifa svik og pretti. Það er eins og að ræða kosti og galla fóstureyðinga út frá ölöglegum aðgerðum í heimahúsum. En sammála þér um að þetta sé eitthvað sem eigi að ræða, væntingar og kröfur og nýjar fjölskyldugerðir, hverjir eru hagsmunir barna, foreldra, samfélags. Hvar a að setja lög, hvaða fagaðilar eiga að vinna með svona mál o.s.frv. 



ert | 24. sep. '15, kl: 18:21:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það leysir enginn þetta mál nema þeir sem koma að því.

Hins vegar þarf vitiborna umræðu til að fólk átti sig á áhættunni. Það leysist ekkert með aðstoð. Enginn stuðningsaðili getur tryggt að fólk fái ekki óæskilegar tilfinningar. Ef svo væri væri þá ekki meira vit í því að tryggja að fólk verði aldrei þunglynt en að tryggja að örfáir einstaklingar klúðri ekki svona málum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 18:35:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er oft hægt að hjálpa fólki sem dílar við erfiðar tilfinningar, líður eins og það hafi tekið rangar ákvarðanir og brennt brýr eða hefur óraunhæfar væntingar til einhvers gjörnings sem það er að íhuga. Þarna er t.d. kona sem ættleiðir frá sér barn og er að díla við eftirköst af því. Það er gott að hún tali um það og vonandi fær hún einhvern frekari stuðning. Svo sé ég að umræðan er núna farin að það sé bara tímaspursmál um hvenær barnið fari á stúfana að leita upprunans, eins og það sé gefið mál að allir geri það eða geri það með jákvæðum formerkjum. Fullt fullt af hlutum sem ætti að ræða þarna. 

ert | 24. sep. '15, kl: 18:37:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég veit að það er hægt að díla við eftirköst og það er alveg hægt í þessu í máli þótt ekki hafi verið um löglega ættleiðinga að ræða. Formlegt ferli breytir engu um það

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

presto | 27. sep. '15, kl: 21:15:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir voru örugglega ekki efstir á biðlistanum eftir ættleiðingu.

Myken | 24. sep. '15, kl: 20:31:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

held að í málinu sem var talað um upprunalega sé ekki nein ættartengsl á milli feðrana og móðurinnar. Kannski höfðu verið vinartengsl áður sem er ekki til staðar í dag..Kannski er ástæðan að hún vildi of mikið blanda sér í uppeldi á barni sem hún gaf frá sér til ætleiðingar.

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Nói22 | 24. sep. '15, kl: 20:35:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Annar mannanna er frændi hennar.

Myken | 24. sep. '15, kl: 20:43:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

búin að sjá hérn neðar

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Mangan | 24. sep. '15, kl: 20:40:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 19

Það voru mjög náin tengsl á milli þeirra, mjög kalt að loka bara á frænku þína sem gefur þér svona stóra gjöf mér er alveg sama þó þeim hafi fundist hún hafi ætlað sér að blanda sér of mikið í uppeldið það hefði verið hægt að setja henni frekar mörk og gefa þessu smá tíma eðlilega er tilfinningarót mikið fyrst eftir fæðinguna en bara til að huga að sálarheilsu hennar sem og barnsins finnst mér þetta rangt á allan hátt að loka á hana með þessum hætti.

bogi | 24. sep. '15, kl: 20:45:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mér finnst ég svo oft sjá þetta í umræðunni um staðgöngumæðrun, algjör vanvirðing fyrir því hvað það felur í sér að ganga með barn. Eins og konur séu vélar sem hægt sé að stjórna með "viðhaldi" (ráðgjöf, meðferð).

Gunnýkr | 25. sep. '15, kl: 08:38:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

spurning hvort konurnar eru að gera sér grein fyrir hversu erfitt það er að láta barnið síðan frá sér :)
Ef þær gera sér ekki grein fyrir gera foreldrarnir það örugglega ekki.
Þeir verða náttúrulega að sýna skilning. Það er ekki eins og hún sé að gefa kettling. 
Konan gekk með barnið... pff.. þetta er rosalegt mál.

bogi | 25. sep. '15, kl: 09:13:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Og auðvitað vitum við ekkert hvað hefur gengið á - en fjölmargar konur upplifa þunglyndi og hormónasveiflur eftir barnsburð. Það er bara eðlilegt og tölum nú ekki um þegar konan er að gefa frá sér barnið en samt að koma á hverjum degi til að gefa brjóst ... já það er svakalegur tilfinningarússíbani get ég ímyndað mér.

 

Ef mennirnir voru ekki tilbúnir til að takast á við það þá voru þeir ekki tilbúnir í þetta verkefni.

T.M.O | 25. sep. '15, kl: 09:24:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

mér finnst þetta með brjóstagjöfina mjög skrítið einmitt út af hormónunum. Ef þeir hefðu hugsað það strax að hún myndi ekki vera í lífi barnsins þá er það bara hrein mannvonska að láta/leyfa henni að vera með barnið á brjósti.

bogi | 25. sep. '15, kl: 09:26:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Líklega hefur þetta nú ekki verið hugsað þannig að hún yrði útskúfuð, en hún hefur greinilega ekki brugðist "rétt" við og þeir haldið að þetta væri það besta fyrir barnið.

 

T.M.O | 25. sep. '15, kl: 09:33:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

hún hefur kannski sýnt miklu meiri þörf til að hafa barnið en þeir reiknuðu með og þeir orðið hræddir við að hún myndi jafnvel reyna að taka barnið aftur.

bogi | 25. sep. '15, kl: 09:38:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Já og það sem hún var í raun að benda á í þessu viðtali var að fólk getur brugðist við á þann hátt sem engum óraði fyrir. Hún var ekki að mála sig sem eitthvað svakalegt fórnarlamb sem hefði gert allt rétt.

Hins vegar getur það verið tilfinningarússibani að eiga fjölskyldu og það er bara eitthvað sem þarf að takast á við. Að loka á fólk í sífellu getur ekki verið góð leið -

T.M.O | 25. sep. '15, kl: 09:43:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

já mér fannst hún mjög einlæg

noneofyourbusiness | 24. sep. '15, kl: 20:40:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í málinu sem talað var um upphaflega er hún frænka annars föðursins. 

presto | 25. sep. '15, kl: 09:23:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Akkúrat, velgjörðin virkar ekki endilega þannig að þiggjandinn verði þakklátur alla ævi.

sigmabeta | 24. sep. '15, kl: 15:51:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það kemur ekki fram að hún hafi ætlað sér foreldrastatus heldur að hún hafi óskað eftir umgengni.

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 15:55:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þekkir þú marga sem eru ekki með foreldrastatus en óska eftir að hafa barn hjá sér aðra hverja helgi? 

veg | 24. sep. '15, kl: 15:56:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hefur það komið fram einhverstaðar?

ert | 24. sep. '15, kl: 15:58:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

hér segir hún að hún hafi beðið um að fá að hafa barnið aðra hverja viku til að minnka höggið

 

„Þá fór eiginlega allt á hliðina“
 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

veg | 24. sep. '15, kl: 15:59:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok, það er soldið sérstakt.

Myken | 24. sep. '15, kl: 20:37:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok var ekki búin að sjá þetta að það var skildleiki á milli..Ef hún hefði ekki farið fram á reglulega umgengni þá væri kannski en samband á milli þeirra og hún fengi að sjá barnið..jafnvel umgangast það þó að hun væri ekki með reglulega umgengni..hell kanski væri hún notuðp sem "barnapía" örðu hverju jafnvel yfir nótt eða helgi.

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

ert | 24. sep. '15, kl: 20:38:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Já, já ef þetta og ef hitt. en kannski hefði það engu breytt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Nói22 | 24. sep. '15, kl: 20:41:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Hún bað um að fá barnið aðra hverja helgi til þess að minnka skellinn enda reyndist henni erfiðara að láta frá sér barnið en hún hélt. Hún var þar að auki með barnið á brjósti. En við þessa beiðni hennar að þá fóru mennirnir einhvernveginn í baklás og allt fór einhvern veginn í rugl. Þeir neituðu henni svo á einhverjum fáránlegum forsendum eins og að hún væri veik á geði og að þeir treystu henni ekki (vegna þess að hún væri veik á geði) til að vera ein með barnið. Sem er þvílíkt rugl því að hún er ekki veik á geði og hefur þar að auki alið upp eitt barn. 


Þetta var held ég bara afsökun hjá þeim til að frysta hana úti því að þeir vildu hafa barnið út af fyrir sig. Allavega þannig les ég í þetta. 

JD | 24. sep. '15, kl: 20:45:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Mér fannst nú frekar að hún hefði átt að vera frænka barnsins en ekki móðirin. Veit ekki til þess að frænkur hafi börnin almennt aðra hverja helgi.

Gunnýkr | 25. sep. '15, kl: 08:39:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hún er móðir barnins.

tóin | 25. sep. '15, kl: 12:15:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún er kynmóðir barnsins

Rova1 | 25. sep. '15, kl: 12:42:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Aðra hvora helgi reyndar. Stór munur :)

sigmabeta | 24. sep. '15, kl: 15:59:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hvað kemur það málinu við hverja ég þekki?

Ég skil hana þannig að hún hafi samþykkt að ganga með barnið fyrir þá gegn því að fá umgengni aðra hverja helgi og staðið í þeirri meiningu að um það hafi verið samið. Nú veit ég ekki hver hafði rétt fyrir sér, en að hún setji slík skilyrði fyrir sinni aðkomu finnst mér bara ekkert óeðlilegt.

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 16:08:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst það óeðlilegt. Ef eggjagjafi, einhver sem passaði barnið mitt í 9 mánuði eða líffræðileg móðir barns sem ég hefði ættleitt færi fram á reglulega helgarumgengni aðra hverja viku myndi ég ekki bara kinka kolli og samþykkja. 

sigmabeta | 24. sep. '15, kl: 16:11:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

En ef staðgöngumóðir sem gengi með barn fyrir þig gerði það með því skilyrði að hún fengi umgengni aðra hverja helgi? Myndirðu samþykkja það bara til að svíkja það og saka hana eftirá um að vera með óeðlilegar kröfur?

Ég skil hana þannig að svoleiðis hafi þetta mál verið. Og ég skil hennar kröfur um umgengni fullkomlega.

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 16:15:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Aldrei. Ég myndi aldrei samþykkja neinn díl sem fæli í sér skilyrði um helgarumgengni við börnin mín um ókomna tíð. en ég fer ekki ofan af því að mér finnst þetta mjög óeðlilegar kröfur. Og algerlega óboðlegar barninu sem um ræðir. 

sigmabeta | 24. sep. '15, kl: 16:18:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þetta eru ekkert óeðlilegar kröfur, en þeim sem finnst þær vera það eru vonandi ekki að lofa staðgöngumæðrum slíku bara til að svíkja það.

Og ég sé ekki neitt óeðlilegt við að annað líffræðilegt foreldrið umgangist barnið aðra hverja helgi þótt það búi hjá hinu og maka þess. Það er mjög algengt, og ég myndi líka setja slík skilyrði áður en ég gerðist staðgöngumóðir.

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 16:31:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er algengt ef fólk ætlar að skilgreina sig sem foreldra. Ekki ef það ætlar að skilgreina sjálft sig sem staðgöngumóður eða líffræðilega móður barns sem er ættleitt. 
Ef ætlunin var að ala þetta barn upp í sameiningu hefði það verið ákaflega auðvelt. Hún hefði haldið áfram að vera mamma barnsins, pabbinn hefði haldið áfram að vera pabbinn og barnið hefði búið á heimili pabbana og farið í helgarumgengni til mömmu sinnar. 
Af einhverjum ástæðum ákveða þau frekar að fara gegnum ættleiðingarferli og þess vegna er staðan svona. 








sigmabeta | 24. sep. '15, kl: 16:35:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þau ákveða að fara í gegnum ættleiðingarferli af því að parið er tveir karlmenn og þar af leiðandi vantaði þá aðkomu konu og ættleiðingu til að geta orðið foreldrar. Þú getur ekkert sett þig í dómarasæti um hvernig eigi að skilgreina konuna eða hvernig hún líti á sig.

Og þess má geta að það er ekkert bara í parasamböndum sem fólk velur að eignast barn saman. Um hitt eru líka dæmi að vinir taki sig til og eignist börn og skipti umgengni, svona fyi.

Bakasana
sigmabeta | 24. sep. '15, kl: 16:49:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég geri ráð fyrir að um það hafi verið samið að hún gengi með barnið, þeir ættleiddu það og að fyrir því hefði hún sett skilyrði. En vegna ættleiðingarinnar hafi þeir komist upp með að svíkja sinn part.
Það gerir kröfur hennar ekkert óeðlilegar, né heldur "skilgreiningar" á einum eða neinum. En auðvitað veit ég ekki nákvæmlega hvað þeim fór á milli. Kannski er þetta rangt en eftir stendur að hennar skilyrði eru ekkert óeðlilegar.

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 16:59:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála. 

SpjAllarA | 24. sep. '15, kl: 21:18:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvorugir þeirra var pabbinn.

Brindisi | 25. sep. '15, kl: 08:31:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

missti af þessu, hver er pabbinn?

Felis | 25. sep. '15, kl: 08:37:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

einhver vinur hennar sem hún átti smá "einnar nætur gaman" með

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

noneofyourbusiness | 2. okt. '15, kl: 01:56:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Annar karlanna er EKKI faðirinn. Faðir barnsins var einhver þriðji maður sem móðirin átti skyndikynni við. 


Þeir áttu því ENGIN réttindi fyrir ættleiðinguna, og ættleiðingin byggist á lygi. 

Currer Bell | 24. sep. '15, kl: 17:59:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er það komið fram að þetta fór í ættleiðingarferli?

Heyrði af þessu máli fyrir nokkrum árum (áður en allt fór greinilega svona ílla) og þá kom fram að meiningin hafi alltaf verið að hún væri í lífi barnsins og með umgengngi/samskipti

ert | 24. sep. '15, kl: 16:21:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

En sko ef kröfurnar eru gerðar áður en sæðið hittir eggfrumuna þá er ekkert barn og þá eru kröfurnar ekkert óboðlegar barninu því það er ekkert barn til.

Ef það eru óboðlegar kröfur að barn eigi 3 foreldra þá þarf bara að setja það í lög og fara í mál við það fólk sem hefur komið börnum sínum í óboðlegar aðstæður sem hafa stórskaðað þau!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Amande | 24. sep. '15, kl: 20:46:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála þó ég vorkenni henni rosalega.

MadKiwi | 24. sep. '15, kl: 19:02:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Ég skil ekki afhverju er verið að kalla hana staðgöngu móðir þegar hún er líffræðileg móðir barnsins lika. Venjulega er staðgongimoðir að nota fóstur vísir annarra, þ.e. sæði og egg úr annarri.

Mér finst villa að kalla hana "bara" staðgongimoðir

noneofyourbusiness | 24. sep. '15, kl: 19:03:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Hún er auðvitað móðir barnsins. Barnið á ekki aðra móður. 

VanillaA | 24. sep. '15, kl: 16:37:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég held að hún hafi komið með þetta, að fá barnið aðrahvora helgi, eftir fæðingu barnsins. Eins og hún segir sjálf, til að minnka höggið (aðskilnaðinn þá). Og þá fyrst hafi allt farið í loft upp.
Er nánast viss um að þetta var ekki ákvörðun tekin fyrir fæðingu og ekki staðið við, heldur kom hún með þessa ósk eftirá.

sigmabeta | 24. sep. '15, kl: 16:57:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Af hverju ertu viss?

Hún talar um að skilningur þeirra hafi verið ólíkur.
Þegar barnið fæddist var hún foreldri þess svo að það er ljóst að þessi krafa hennar hefur tæpast komið fram við fæðingu. Ef það hefði verið hefði hún getað hætt við ættleiðinguna ef hún hefði vitað í hvað stefndi. Það er ljóst að hún gerði ráð fyrir öðru.

VanillaA | 24. sep. '15, kl: 17:34:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, ég sagði "nánast" viss. Við verðum bara að horfa á Kastljós í kvöld.

tjúa | 24. sep. '15, kl: 17:58:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Það stakk mig samt að hún sagði aðra hverja helgi "til að byrja með". Ég veit ekki hvað gerðist - hvort hún taldi sig vera að eignast barn MEÐ einhverjum, en ef svo er þá var ættleiðingarferlið ekki á neinum rökum reist. Það er ekki hægt að bæði halda og sleppa, og mér sýnist þetta vera nokkuð gott dæmi um af hverju staðgöngumæðrun er bönnuð. Ég sem taldi mig fylgjandi henni!

Amande | 24. sep. '15, kl: 20:44:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú verður að hlusta aftur á viðtalið. Þessi bón kom ekki fyrr en eftir að barnið var fætt, búin að vera með barnið á brjósi, og það hætt að vera háð henni vegna brjóstagjafar þó hún virðist hafa hitt það á hverjum degi. 

Nói22 | 24. sep. '15, kl: 20:46:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Það kom nú reyndar ekki fram að barnið væri hætt að vera á brjósti þegar bónin kom fram. En jafnvel þótt það væri þannig að þá bara skil ég ekki af hverju það var ekki hægt að vera við þessari beiðni allavega svona fyrst um sinn. Konan var að gefa þeim barnið sitt. Barn sem þeir áttu ekkert í. Mér finnst nú lágmark að það sé hægt að koma til móts við hana á þennan hátt.

tóin | 24. sep. '15, kl: 20:58:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

átti ekki annar þeirra jafn mikið í barninu og hún?

Nói22 | 24. sep. '15, kl: 21:00:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Nei. Þeir áttu ekkert í barninu. Þetta var barn sem Guðlaug eignaðist með einhverju one night standi.

tóin | 24. sep. '15, kl: 21:04:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ef barn er rangfeðrað - þá er sá faðirinn þar til annar hefur gert athugasemd við það og fengið faðerni viðurkennt með tilheyrandi málarekstri

Nói22 | 24. sep. '15, kl: 21:05:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Horfðu á þáttinn. Þetta er allt útskýrt þar.

Currer Bell | 24. sep. '15, kl: 23:04:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

líffræðilegi faðirinn hofðaði mál en tapaði

Currer Bell | 24. sep. '15, kl: 23:05:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eða þau hofðuðu saman eftir á

tóin | 25. sep. '15, kl: 00:16:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

af því að barnið var feðrað fyrir, hún lýsir annan mann sem föður barnsins og hann gengst við því - þeir einu sem geta vefengt feðrun er barnið sjálft, móðir eða sá sem hefur viðurkennt faðerni þess.

alboa | 25. sep. '15, kl: 10:39:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hún er ekki lengur foreldri barnsins samkvæmt lögum og því getur hún ekki lengur gert neitt í þessu. 


kv. alboa

tóin | 25. sep. '15, kl: 12:14:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

akkúrat

presto | 27. sep. '15, kl: 21:10:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Þetta er klárlega staðgöngumæðrun, þeir pöntuðu barn og fengu. Út á hvað telur þú staðgöngumæðrun ganga?

Myken | 24. sep. '15, kl: 12:38:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar móðir og faðir hafa það sem til þarf nema hæft leg þá er ekkert að því ..eigin lega held ég það sé öruggara fyrir foreldrana sem eru að nota þessa þjónustu að nota EKKI ekki staðgöngumóður

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

T.M.O | 24. sep. '15, kl: 09:29:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok ég var að sjá að hún hefði gengið með fyrir kk samkynhneigt par, þá hljómar þetta eins og "turkey baster" barn og hún þá lagt til eggið. Það verður áhugavert að horfa á þetta.

josepha | 25. sep. '15, kl: 12:57:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, það er nákvæmlega málið. Þetta er ekki staðgöngumæðrun í þeim skilningi. Hún varð ólétt eftir skynikynni eftir mann a útí bæ. Menn b og c ákveða að ættleiða barnið. 

sigmabeta | 24. sep. '15, kl: 15:46:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það kemur fram að skilningur hennar hafi verið annar og að hún hafi óskað eftir umgengni við barnið. Er það eitthvað fáránleg krafa eða asnalegt fyrirkomulag að þínu mati?

Felis | 24. sep. '15, kl: 15:50:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

ef ég yrði staðgöngumóðir fyrir vini, frændfólk eða systkini þá myndi ég klárlega gera ráð fyrir að eiga samskipti við barnið eftir fæðingu, sérstaklega ef um það var rætt fyrirfram. 


(ég myndi samt aldrei vera staðgöngumóðir - er algerlega og 100% á móti þessu)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Petrís | 24. sep. '15, kl: 17:25:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Sammála, þarna er verið að setja hag barns til hliðar til að fullnægja þörf einhverra til að eignast barn. Börn eru ekki hlutur eða tæki og þaðan af síður leg konu, það að þetta skuli yfirleitt vera til umræðu finnst mér alveg hryllilegt

Myken | 24. sep. '15, kl: 20:38:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

samskifti eða reglulega umgengni ..mér finnst þetta vera sitthvor hluturinn

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

JD | 24. sep. '15, kl: 20:46:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mikið er ég sammála þér.

Innkaupakerran | 25. sep. '15, kl: 12:04:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já enda var hún rosalega náin frænda sínum sem hún ættleiddi barnið til.
Það voru rosalega mikil samskipti þeirra á milli áður en það kom til tals að hún myndi ganga með barn fyrir þá.
Þetta voru ekki ókunnugir menn.

josepha | 25. sep. '15, kl: 12:52:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þetta virðist flóknara en það. Hún var tilbúin að leyfa þessum frænda sínum og manni hans að fá barnið sem sitt barn, en hún yrði alltaf mamma þess og með umgengisrétt. Sem er galin hugmynd og dæmd til að mistakast að mínum dómi. 

Nördinn | 25. sep. '15, kl: 19:25:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Væntanlega. Tessi madur er frændi hennar og midad vid tad sem kom fra, ta voru mikil samskipti milli teirra.  Auditad hefur hun haldid tad ad hun myndi hafa mikil samskipti vid barnid afram!

T.M.O | 25. sep. '15, kl: 20:42:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

ég var ekki búin að sjá viðtalið þegar ég skrifaði þetta svo að ég skil betur hvernig þetta gerðist, það sem mér finnst eiginlega verst er að hún skildi vera með barnið á brjósti sem kemur hormónunum af stað sem tengja móðurina við barnið og síðan virðist sem það sé notað gegn henni að hún sé kannski ekki í fullkomnu jafnvægi þegar það er verið að ákveða hvað hún megi hitta það mikið. Ég held að brjóstagjöfin hafi verið áhrifavaldurinn sem kom þessari atburðarrás af stað.

Ziha | 27. sep. '15, kl: 10:28:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Er sammála þessu, brjóstagjöfin er mikill hormónarússibani alveg eins og meðgangan..... og ég held að fæstar mæður séu í fullkomnu jafnvægi með barn á brjósti.... sérstaklega ekki fyrstu mánuðina.  Hver kannast ekki við brjóstaþoku?  



-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Skreamer | 26. sep. '15, kl: 21:45:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta barn var ekki getið í staðgönguferli, þetta barn var afurð einnar nætur gamans að mér skilst.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

T.M.O | 27. sep. '15, kl: 02:51:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta innlegg er sett inn fyrir þáttinn og ansi margt komið í ljós síðan þá

þreytta | 24. sep. '15, kl: 22:07:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hún missti ekki allan réttinn heldur gaf hún hann eftir þegar hún samþykkti ættleiðingu

Petrís | 23. sep. '15, kl: 21:12:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sagði það ekki, ég velti bara fyrir mér hvernig þetta er hægt á Íslandi þar sem meðgöngueftirlit er virkt og erfitt að ganga með barn í níu mánuði án þess að það sé skráð, móðir á Íslandi missir ekki umgengisrétt við barn sem hún fæðir, satt að segja þarf hún að brjóta af sér alvarlega til þess. Það gerir þetta mál allt saman skrítið.

Máni | 23. sep. '15, kl: 21:18:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Barnið var ættleitt og við það missti hún lagaleg tengsl.

alboa | 23. sep. '15, kl: 21:18:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ef það fer fram ættleiðing þá er hún ekki lengur foreldri barnsins í skilningi laganna. Hún hefur þá engan umgengnisrètt.

kv. alboa

hillapilla | 23. sep. '15, kl: 21:44:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ættleiðing er hins vegar leyfð. Sama niðurstaða.

Dalía 1979 | 23. sep. '15, kl: 21:17:15 | Svara | Er.is | 0

Þetta var þekkt leikakona á islandi 

noneofyourbusiness | 23. sep. '15, kl: 22:16:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, ég hélt það en var ekki viss. Það verður áhugavert að horfa á þetta á morgun. 


Get ekki ímyndað mér sorgina við það að missa af eigin barni, jafnvel þó að hún hafi ekki viljað ala það upp ein. 

Petrís | 23. sep. '15, kl: 22:47:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er líka svo sorglegt fyrir barnið, það missir af óbætanlegum tengslum

Myken | 24. sep. '15, kl: 12:39:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

barnið á foreldra hver er missirin..þegar það er nógu gamalt getur það ákveðið að hafa samband

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

noneofyourbusiness | 24. sep. '15, kl: 18:48:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Barnið missir af kynnum við móður sína fyrstu átján árin í það minnsta. Það er heilmikið. 

T.M.O | 24. sep. '15, kl: 19:23:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

barnið á foreldra. Móðirin er búin að afsala sér öllum rétti til þess. Það er engin "nauðsyn" að kynnast einum eða neinum ef það er hugsað vel um mann tilfinningalega og líkamlega.

Petrís | 24. sep. '15, kl: 19:47:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Það er ekki rétt, það er hægt að sakna rosalega mikið einhvers sem maður þekkir ekki og hefur ekki fengið að kynnast

Kung Fu Candy | 24. sep. '15, kl: 22:26:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þannig að börn einstæðra mæðra eru öll óhamingjusöm?

Petrís | 24. sep. '15, kl: 23:15:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 14

Auðvitað ekki, en ef þú heldur að börn einstæðra mæðra sakni þess ekki að eiga föður og umgangast föður þá hefuðru hrapallega rangt fyir þér

julimamma | 24. sep. '15, kl: 23:39:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er nú nokkuð viss um að flest börn einstæðra mæðra eigi feður sem þau umgangast. 

T.M.O | 25. sep. '15, kl: 01:27:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sakni þess að eiga föður eða sakni ímyndarinnar að eiga föður af því að umhverfið segir að það eigi að vera svoleiðis? Eða sakni föður sem er stundum fyrir hendi en lætur eins og þau séu ekki til langtímum saman inn á milli? Ég get séð að börn sakni þess.


Fyrir utan öll börnin einstæðra mæðra sem þurfa ekki að sakna neins og hringja bara í pabba ef þau vilja tala við hann.

Nói22 | 25. sep. '15, kl: 07:00:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ekki samfélagið sem segir að faðirinn eigi að vera. Það er líffræðilegt að börnin urðu til vegna föðursins og að þau vilji kynnast honum.  

T.M.O | 25. sep. '15, kl: 08:35:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig getur það verið líffræðilegt að einhver vilji kynnast foreldri sem er ekki til staðar? Þetta er spurning um sjálfsmynd í samfélagi, ekki líkamlega þörf. Ég var ekki líffræðilegt barn foreldra minna og man ágætlega hvernig ég upplifði þetta.

Nói22 | 25. sep. '15, kl: 08:46:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei þetta er ekki sjálfsmynd í samfélagi heldur líffræðilegt. Barn fattar að til þess að barn verði til að þá þarf konu og mann, þ.e mömmu og pabba og að pabbarnir tveir sem eru að ala það upp geti því ekki verið foreldrar þess. Og þá eðlilega vakna upp spurningar um hvar mamman sé og af hverju hún vilji ekki barnið (enda sér það börn í leikskólanum/skólanum eiga mömmur sem halda utan um börnin sín og elska þau). Það vill augljóslega fá það sama.


Þetta er ekki bara spurning um samfélagsgerð heldur um þá líffræðilegu þörf að vera elskaður af foreldrum sínum.

Nói22 | 25. sep. '15, kl: 07:06:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fólk vill eiga tengsl við þau sem bjuggu þau til. Ég velti t.d fyrir mér hvað muni gerast þegar þetta barn umrædda fattar að það hljóti að eiga móður og fer að spyrja um hana. Hvað ætla þessir menn þá að segja? Ætla þeir að ljúga einhverju?

T.M.O | 25. sep. '15, kl: 08:41:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvenær verður þessi "vilji" til og af hverju er hann sprottinn? Það getur verið talað um þetta við barnið í dag á einhvern máta sem 4ra ára barn skilur og fólk lýgur að börnum algjörlega ósjálfrátt með fullt af hlutum sem eru einfaldega ofar þeirra skilningi til að gera þau ekki hrædd eða óörugg.

Tipzy | 25. sep. '15, kl: 08:44:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sonur minn vil nkl engin tengsl við sinn blóðföður, hann frekar sat út í bíl en að hitta manninn þegar ég þurfti eitt sinn að fara þangað til að láta hann skrifa undir pappíra. Og þekki persónulega fleira fólk sem hefur nkl enga löngun til að kynnast sínum blóðforeldrum eða eiga nein tengsl við þá.

...................................................................

ert | 25. sep. '15, kl: 08:49:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að hann veit ekki hver blóðfaðir sinn er og hefur aldrei séð hann?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Tipzy | 25. sep. '15, kl: 08:57:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú og jú

...................................................................

ert | 25. sep. '15, kl: 09:00:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Já er þá ekki frekar ástæðan fyrir því að hann vill ekki hitta að hann þekkir hann frekar en að hann vilji ekki þekkja föður sem hann þekkir ekki.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Nói22 | 25. sep. '15, kl: 09:01:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Akkúrat. Hann hefur séð hann og veit hver hann. Líkar greinilega ekki við hann en hann hefur samt fengið tækifæri til að mynda tengsl við hann. Það er bara allt annað en barn sem hefur ekki fengið það tækifæri. 

Tipzy | 25. sep. '15, kl: 09:05:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann hefur reyndar ekki fengið að mynda tengsl við hann þó hann viti hver hann og hefur séð/hitt hann, á kannski eina óljósa minningu eða svo um hann. Og svo þekki ég til þarsem barnið sem er í dag fullorðið fékk aldrei að hitta blóðföður sinn og hefur aldrei haft löngun til að kynnast manninum. Það er ekkert ALLTAF þannig að fólk sé með einhverja óstjórnlega löngun til að kynnast líffræðilegum foreldrum sínum.

...................................................................

Nói22 | 25. sep. '15, kl: 09:13:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Af hverju er hann þá svona á móti því að kynnast pabba sínum ef hann hefur aldrei fengið að kynnast honum?

ert | 25. sep. '15, kl: 09:33:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki alltaf en oft.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 25. sep. '15, kl: 01:15:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig skýrir þú það? ef þú hefur alltaf búið með tveimur pöbbum sem sjá ekki sólina fyrir þér og veita þér allt sem þú þarft að þú sért með gat í sálinni af því að þú átt ekki mömmu? ég átti ekki ömmu og afa og fannst ég vera snuðuð þegar ég sá ömmur og afa hjá öðrum og las um það í bókum en ég grét reglulega ár eftir ár af því að ég mátti ekki eiga hund. Er það eins?

ert | 25. sep. '15, kl: 08:51:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég átti ekki ömmu og afa og ég hefði haft upp á þeim ef ég hefði komist að því eftir 18 ára að ég ætti ömmu og afa á lífi. Mér þætti ansi hart ef foredrar mínir hefðu logið slíku að mér.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 25. sep. '15, kl: 08:55:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er ekkert sjálfgefið að hlutunum sé haldið leyndum, það er hægt að gefa upplýsingar á mismunandi hátt.

ert | 25. sep. '15, kl: 08:59:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Á auðvitað er alveg séns að þessir feður gefi barninu strax upp hverjir foreldrar þess eru og sýni því jafnvel myndir af foreldrum þessu en ég myndi aldrei veðja á það.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 25. sep. '15, kl: 09:05:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er engin leið að veðja á eitt eða neitt. Hvað foreldrarnir velja að segja barninu kemur því ekkert við hvernig þeir koma fram við móðurina. 

ert | 25. sep. '15, kl: 09:34:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú það eru tengsl á milli. Þau eru 100% en þau eru samt til staðar.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 25. sep. '15, kl: 09:35:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eru ekki 100%

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

þreytta | 24. sep. '15, kl: 22:32:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

feðurnir geta verið hinir fullkomnu feður en samt getur barnið á einhverjum tímapunkti saknað þess að eiga ekki mömmu eins og lang flest börn í kringum það

Dreifbýlistúttan | 26. sep. '15, kl: 22:27:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvernig er hægt að sakna einhvers sem maður hefur aldrei kynnst?


Finnst þetta svo röng orðnotkun. Að þrá eitthvað er betri lýsing.

Petrís | 26. sep. '15, kl: 22:28:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú saknar kynnanna, það er málið. Þú saknar þess sem hefði getað verið ef þú hefðir fengið tækifæri og trúðu mér sú tilfinning er sterk

Dreifbýlistúttan | 26. sep. '15, kl: 22:31:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég hef aldrei skilið orðatiltækið ,,að sakna" á annan hátt en þann að langa í eitthvað/vilja fá eitthvað sem ég hafði einu sinni. 


Ég myndi frekar þrá/óska/vilja fá það sem ég þekkti aldrei.

Petrís | 26. sep. '15, kl: 22:32:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já en tilfinningin er söknuður, hún virkar á sama hátt

Dreifbýlistúttan | 26. sep. '15, kl: 22:40:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún virkar á svipaðan hátt já, en ég veit bara ekki hvernig hægt er að sakna einhvers sem maður hefur aldrei kynnst. Maður getur þráð að kynnast því og umgangast samt sem áður. Merkingin er ekki ósvipuð og kannski túlkunaratriði en verðug pæling.

Petrís | 26. sep. '15, kl: 22:47:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já það er svo erfitt að útskýra tilfinningu

Dreifbýlistúttan | 26. sep. '15, kl: 22:32:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig gæti ég saknað tímans með mömmu þegar ég var lítil, en ég gæti ekki saknað tímans með frænku minni ef ég eyddi aldrei tíma með henni.

þreytta | 27. sep. '15, kl: 10:23:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

jú það ég er sammála þér. Þrá væri ef til vill betra orð

svarta kisa | 23. sep. '15, kl: 23:53:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Hún var ekki þekkt, hún er þekkt. Þetta er Guðlaug Elísabet leikkona. Hún lék í Stelpunum og leikur í auglýsingunum fyrir Vínbúðirnar og fullt fullt annað.

Kabumm | 23. sep. '15, kl: 22:39:16 | Svara | Er.is | 0

Áttu link á þetta nokkuð?

Curvy | 23. sep. '15, kl: 23:11:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

verður í Kastljósi á morgun

Kabumm | 23. sep. '15, kl: 23:12:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, mig langar bara að sjá klippuna núna.

assange | 23. sep. '15, kl: 22:48:50 | Svara | Er.is | 1

Úff hvad tetta er orugglega erfitt mal

siolafs | 23. sep. '15, kl: 22:52:23 | Svara | Er.is | 15

Staðgöngumæðrun felur það í sér að ganga með barnið og láta það svo frá sér til foreldranna.
Í því felst staðgangan.Þú ert með keypt, leigt eða lánað leg til meðgöngunnar.

Þú átt þetta barn ekki að nokkru leyti og hefur enga kröfu á það.l

Óttalega eru margir tregir að fatta það.

Petrís | 23. sep. '15, kl: 22:59:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6


Eru útungunarvélarnar eru tilfinningalausar vélar til notkunar?

noneofyourbusiness | 23. sep. '15, kl: 23:16:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Staðgöngumæðrun er bönnuð á Íslandi.  Það má hvorki kaupa, lána né leigja leg. 


Konan er þar fyrir utan meira en leg. Hún er manneskja og líffræðileg móðir þessa barns. 

fólin | 23. sep. '15, kl: 23:34:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Er öruggt að hún sé líffræðileg móðir barnsins? Er það ekki yfirleitt þannig að konan sé ekki líffræðilega tengd barninu?

bogi | 24. sep. '15, kl: 08:17:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þú lætur það hljóma eins og að eggið eitt og sé það eina sem kemur frá móðurinni við meðgöngu.

Annars stór efa ég það að konan hafi farið í glasafrjóvgun þegar verið er að gera þetta ólöglega framhjá kerfinu.

Felis | 24. sep. '15, kl: 08:23:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég er ólétt
ég ætla að fullyrða það að ég væri líffræðileg móðir barnsins þó að gjafaegg hefði verið notað. Ef konan er ekkert nema hylki meðan fóstrið þroskast þá væri löngu búið að græja bara einhver staðgönguhylki svo að (ríkar) konur þyrftu ekki að ganga sjálfar með börnin

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

alboa | 24. sep. '15, kl: 09:49:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er verið að þróa þá tækni.

kv. alboa

bogi | 24. sep. '15, kl: 09:58:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úff :/

Felis | 24. sep. '15, kl: 10:09:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

eiginlega finnst mér sú tækni betri en staðgöngumæðrun - en ég bara get samt ekki ímyndað mér að þessi þróun muni ganga vel eða skila góðum afrakstri


ég meina meðganga er þvílíkur rússíbani - það bara getur ekki verið að óþörfu

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

alboa | 24. sep. '15, kl: 15:55:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hafa fæðst hákarlar úr svona gervilegi. Þetta verður raunhæfur möguleiki innan fárra àra.

kv. albo

Felis | 24. sep. '15, kl: 15:58:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það að hákarlar hafi fæðst úr gervilegi segir ekkert til um það að þeir hafi verið "í lagi"

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

alboa | 24. sep. '15, kl: 18:22:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þeir voru það reyndar. Urðu fullorðnir og uxu eðlilega.

kv. alboa

noneofyourbusiness | 24. sep. '15, kl: 18:47:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

En andlega?


Nú hefur staðgöngumóðirin mikil áhrif á barnið, líffræðilega. Hormónaástand hennar, andlegt ástand og næring hefur áhrif á það hvaða gen verða virk og hver ekki. Barnið tengist líka móðurinni, heyrir hjartslátt hennar og rödd hennar, þannig að hún er barninu kunnug þegar það fæðist. 


Get vel ímyndað mér að barn sem missir af þessu gæti þjáðst af tengslaröskun, fyrir utan ýmislegt annað. 

Felis | 24. sep. '15, kl: 20:21:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nákvæmlega
Það er líka mjög erfitt að bera saman hákarlameðgöngur og mannameðgöngur.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

alboa | 25. sep. '15, kl: 10:43:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda var ég ekki að segja að þetta væri eins. Var nú bara að benda á að þessi tækni væri komin nokkuð langt á veg og væri verið að þróa áfram.


kv. alboa

alboa | 25. sep. '15, kl: 10:44:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það mun væntanlega koma í ljós þegar fyrsta barnið fæðist úr svona gervilegi. 


Annars eru börn sem eru ættleidd og alast því upp hjá öðrum en konunni sem gekk með það oft ágætlega sett ef þau eru á góðu heimili.


kv. alboa

Felis | 25. sep. '15, kl: 11:02:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

börn sem eru ættleidd hafa samt þroskast í leginu á einhverri konu, beintengd við hennar efnaskipti, hormóna og annað. 


Ég er mjög meðfylgjandi ættleiðingum og ég þekki fólk sem hefur ættleitt börn og elskar þau ekkert minna en ég elska barnið mitt sem ég gékk með, fæddi sjálf osfr. Ég á líka sammæðra systur sem að pabbi okkar elskar alveg jafn mikið og mig þó að hann hafi kynnst henni þegar hún var smákrakki en sjálfur tekið þátt í að föndra mig. Ég er enganvegin á því að fólk þurfi að búa sjálft til börnin sín.


En staðgöngumæðrun er röng út af allskonar öðrum hlutum. Vandamálið er ekki hver á erfðaefnin heldur það að nota líkama annarra til að fróa eigin löngunum. 


Og gervileg sem eru ótengd manneskjum.... Meðganga er svo miklu flóknara ferli en bara að móðir sé hýsill fyrir fóstrið. Einsog ég segi efniskipti, hormónar og annað hjá móðurinni hafa áhrif á það hvernig fóstrið þroskast. Tækninni hefur líka ekki beint gengið vel að búa til gervihormóna, ég meina sjáðu getnaðarvarnarpillur. Þarna eru gervihormónar sem vissulega virka til að koma í veg fyrir þungun (oftast) en þeir hafa allt önnur áhrif á líkamann, oft mjög neikvæð áhrif, en hormónarnir sem þeir þykjast vera. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

bogi | 25. sep. '15, kl: 11:39:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég ætla nú rétt að vona að við sem samfélag förum ekki út í svona tilraunir - "kemur í ljós þegar barnið fæðist". Þetta gjörsamlega sturlað.

alboa | 25. sep. '15, kl: 11:41:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Miðað við markmið þeirra vísindamanna sem eru að vinna í þessu þá verður þetta raunveruleiki. En svo kemur í ljós hvað gerist.


kv. alboa

bogi | 25. sep. '15, kl: 11:42:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það verður nú seint raunveruleikinn - nema breyti eigi öllum siðferðiskröfum sem gerðar eru í vísindum og læknavísindum.

Felis | 25. sep. '15, kl: 11:51:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það má ekki einu sinni gera tilraunir á venjulegum óléttum konum (og þá ekki kvennanna vegna) - þetta verður varla leyft. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

bogi | 25. sep. '15, kl: 11:54:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég á amk. eftir að sjá það.
"Hey megum við ekki prófa að búa til barn í hylki og athuga hvort það verði ekki bara allt í lagi?"

Kung Fu Candy | 24. sep. '15, kl: 21:06:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er verið að prófa þetta með geitur núna (eða fyrir einhverju síðan, las frétt um það).

Brindisi | 24. sep. '15, kl: 10:24:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég gæti frekar gengið með barn annarrar konu og látið hana hafa það án þess að blikka, ekki það að ég myndi aldrei nenna þessu, hef ekki nógu mikla góðmennsku í mér en svo gæti ég aldrei gefið einhverjum egg án þess að vera alltaf að hugsa um það sem mitt barn

noneofyourbusiness | 24. sep. '15, kl: 18:48:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Hún er líffræðileg móðir barnsins. Hefðbundin staðgöngumæðrun er þannig að staðgöngumóðirin er jafnframt líffræðileg móðir. Enda fengju þau ekki gjafaegg til þess að búa til barn fyrir þriðja aðila, því það er ekki löglegt á Íslandi. 

"Guðlaug er líffræðileg móðir barnsins og óskaði eftir því að fá það til sín aðra hverja helgi „til að milda höggið“, eins og hún orðar það sjálf. Þá varð allt vitlaust og nú eru liðin tvö ár frá því að hún fékk að hitta barnið síðast."

presto | 25. sep. '15, kl: 09:28:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Staðgöngumæðrun er (blessunarlega) ólögleg.

Kabumm | 23. sep. '15, kl: 23:34:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gæti hún ekki mögulega farið í forræðismál?

Spyr sú sem ekki veit.

alboa | 24. sep. '15, kl: 00:12:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki ef það hefur farið fram ættleiðing.

kv. alboa

Kabumm | 24. sep. '15, kl: 00:39:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Æ, mikið hlýtur þetta að vera erfitt fyrir hana.

presto | 24. sep. '15, kl: 08:15:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Tregir að fatta sölu á fólki?

Ranímosk | 24. sep. '15, kl: 01:47:45 | Svara | Er.is | 1

Þetta er Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona. Hún var í "Stelpunum" meðal annars.

Hlakka til að sjá Kastljós á morgun.

presto | 24. sep. '15, kl: 08:17:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var hún staðgöngumóðir?

Máni | 24. sep. '15, kl: 08:32:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

við verðum bara að sjá viðtalið í kvöld en í kynningunni segist hún hafa gengið með barn fyrr frænda sinn og eiginmann hans og þeir hafi ættleitt barnið og nú fái hún ekki að vera í samskiptum við barnið.

siolafs | 24. sep. '15, kl: 10:08:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

"fyrr frænda sinn og eiginmann hans "

það er kjarni málsins - ekki hennar barn !!!

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 10:22:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Auðvitað er þetta hennar barn á meðan hún gengur með það. Það er ekki hægt að ættleiða frá sér ófædd börn.  Ef hún hins vegar fer síðan gegnum ættleiðingarferli telst hún ekki lengur móðir þess í lagalegum skilningi og hefur væntanlega ekkert tilkall til þess að umgangast barnið

ert | 24. sep. '15, kl: 10:32:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þannig að hún gerði rangt í því að hafa tilfinningar? Á þá ekki að refsa henni fyrir tilfinningar sínar úr því að þær eru svona rangar?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bogi | 24. sep. '15, kl: 10:52:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ógeðslega ömurleg ...

ert | 24. sep. '15, kl: 10:58:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Vandinn við staðgöngumæðrun, hvort sem hún er lögleg eða ólögleg er ekki lagaleg eðlis. Lög um hver fer með forræði barns eru mjög skýr á Íslandi. Það er alltaf ljóst hver á hvaða rétt hvenær. Vandinn er að það er ekki binda tilfinningar fólks í lög. það er hægt að segja að staðgöngumæður eigi ekki að hafa ákveðnar tilfinningar og að þeir aðilar sem fara fram á staðgöngumæðrun eigi ekki að hafa ákveðnar tilfinningar. En það bara breytir engu um hvaða tilfinningar fólk hefur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bogi | 24. sep. '15, kl: 11:04:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Einmitt og engin lög taka á siðferðislegum vandamálum sem fylgja staðgöngumæðrun né hafa úrræði til að takast á við vandamál eins og þessu sem verður í Kastljósinu í kvöld.

Einhverjir vilja senda konur sem ætla að gerast staðgöngumæður í alsherjar sálfræðimeðferð áður. Ég bara spyr - á hvaða vegferð erum við? Ef manneskja þarf sálfræðimeðferð er þá ekki eitthvað að því sem verið er að gera?

ert | 24. sep. '15, kl: 11:09:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er líka vafasamt að sálfræðimeðferð komi í veg fyrir tilfinningar. Hún kennir fólk að eiga við tilfinningar sínar.

Svo getur parið líka upplifað ósamningsbundar tilfinningar - eins og að finna ekki til væntumþykju um barn með Downs.

Það er ákaflega óvinsælt að vera ekki stuðningsmaður staðgöngumæðrunar


--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bogi | 24. sep. '15, kl: 11:15:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Einmitt - ég hef stundum velt því fyrir mér hvort að fólk sem vill nota staðgöngumæðrun hafi velt fyrir sér hvað það er í raun að ganga með barn. Að það sé kannski bara ekkert eins auðvelt og fólk vill láta, jafnvel þó þú eigir "góða" meðgöngu. Er þetta í alvörunni eitthvað sem fólk er tilbúið að leggja á aðra manneskju?

Ég er amk. alfarið á móti þessu - og fer ekki leynt með það.

Felis | 24. sep. '15, kl: 11:27:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það er einmitt "rétt" að tala alltaf um meðgöngu sem eitthvað auðvelt ferli, einsog allar konur séu hressar og glóandi í gegnum þetta allt. 
Ef maður kvartar þá fær maður alltaf einhver Pollýönnu svör (en þetta verður nú allt þess virði þegar krílið er komið) eða sögur af einhverjum sem hefur gengið í gegnum ennþá erfiðari meðgöngu. 


Sannleikurinn virðist samt vera sá, amk miðað við bumbugrúppuna mína, að við erum flestar þreyttar og að berjast við allskonar kvilla. Þetta er grínlaust ferli sem maður ætti aldrei að gera fyrir neinn annan en sig sjálfan (maðurinn manns included - ef honum langar í barn en maður er sjálfur ekki tilbúinn í erfiða meðgöngu þá verður bara að redda þessu barni öðruvísi).


Það eru svo margir sem segja að það sé hægt að komast hjá erfiðum staðgöngumeðgöngum með því að velja staðgöngumæður sem hafa gengið í gegnum auðvelda meðgöngu. Fyrri meðgöngur segja bara ekki jackshit um það hvernig næsta meðganga verður. Þegar ég gékk með strákinn minn þá var það bara venjuleg meðganga, ég var þreytt og fékk grindargliðnun en ekkert merkilegt annað. Núna er grindargliðnunin minniháttar vandamál (samt jafn slæm og seinast) í samanburði við allt annað. Samt er ég ekki búin að berjast við neitt alvarlegt, heldur bara allskonar eðlilega kvilla. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

bogi | 24. sep. '15, kl: 11:33:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég hef einmitt gengið með þrjú börn og allt hefur verið svokölluð góð meðganga, hef verið heppin. Hins vegar var ég með mikinn járnskort á einni sem olli ógleði og mikilli þreytu, ég var með stanslausan brjóstsviða. Á einni meðgöngu var mér sífellt mál að pissa og var alltaf á klósettinu, en svo kom ekkert. Svona svipað og að vera með blöðrubólgu - hrikalega óþægilegt.

Ég fékk eyrnabólgu á þriðju meðgöngu (las einhvers staðar að það væru auknar líkur á því við meðgöngu, hef aldrei fengið eyrnabólgu annars fyrir utan þegar ég var 2 ára). Það var ógeðslega sárt og ekki mátti ég taka almennilegar verkjatöflur. Síðan var ég með upp og niður stanslaust í þrjár vikur (síðustu þrjár, getur rétt ímyndað þér). Var byrjuð að finna fyrir grindargliðnun í lokin á þriðju (aldrei fundið áður) og var með rosalega háan púls alla meðgönguna. Ef ég labbaði upp stiga fékk ég samdrætti, það hafði ekki verið vandamál áður.

 

Síðan þetta týpíska - má ekki borða hvað sem er, hefur áhrif á kynlífið og svo auðvitað áhrif á vinnuna og fjölskylduna. Síðan eru líkur á þunglyndi og öllu sem því fylgir.

Felis | 24. sep. '15, kl: 11:46:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég er einmitt búin að vera með massíva morgunógleði (sem hefur svo þróast í þolanlega morgunógleði - hún hefur ekki farið), fæ stundum brjóstsviða, hef ekki lyst á neinu (en þarf samt að borða), fékk ennisholubólgu og svo sveppasýkingu með sýklalyfjunum, grindargliðnun síðan á 14-15v, fæ samdrætti við að standa upp (hvað þá ef ég labba eitthvað) og forðast stiga einsog ég get, sef illa út af pissustandi og grindarverkjum, fékk óútskýranlegan meðgönguofsakláða, hef fengið allar pestar sem hafa gengið á árinu (sem er vegna óléttunnar, hún veikir ónæmiskerfið). Svo er ég að fá bjúg í fyrsta skiptið á ævinni, fæ einmitt líka geðveikan púls og líður einsog ég sé að kafna (krílinu finnst gott að nota bora sér upp), yfirliðstilfinning, sjóriða og stjörnur fyrir augum hafa líka verið óvelkomnir gestir. 


Btw. blóðþrýstingurinn er fínn, blóðsykurinn er fínn, járnið er fínt. Það er ekkert að mér - ég er bara ólétt. Sennilega fara hormónarnir í þessari meðgöngu eitthvað verr í mig en þeir gerðu seinast. Það eina sem ég get gert er að taka því rólega - og ég er þegar komin í að gera ekki neitt (ok ég fer í vinnuna 4x í viku ennþá, þar tek ég því samt líka rólega) þá er pínu erfitt að eiga að taka það ennþá rólegra. 


Ég er bara hrikalega fegin að ég er hamingjusöm og ánægð með lífið svona heilt yfir. Ég er andlega á góðum stað - en þetta er samt hrikalega erfitt. Ég er ekki góð kærasta, góð móðir, góð vinkona eða góður starfskraftur. Ég er ólétt. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

bogi | 24. sep. '15, kl: 11:49:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst einmitt fyndið þegar fólk er með frasa eins og "ólétta er ekki sjúkdómur".

Ef viðkomandi væri með alla þessa kvilla er ég hrædd um að hann/hún upplifði sig sem veika/veikann. Eins bendi ég alltaf fólki á að þar sem heilbrigðisþjónusta er ekki viðunandi deyja fjöldi kvenna á ári hverju á meðgöngu eða af barnsburði.

Þetta er auðvitað "eðlilegur" hluti af lífinu, en það er ekki þar með sagt að hann sé auðveldur. Alveg eins og dauðinn er eðlilegur hluti af okkar lífi, hugsa samt að flestir upplifi sorg og erfiða tíma þegar þeir missa nákomna.

Brindisi | 24. sep. '15, kl: 11:56:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

finnst samt vanta eitthvað jákvætt orð yfir að vera ólétt annað en að vera með barni

vanfær, ólétt, ófrísk, tvílifra, þunguð?

Grjona | 24. sep. '15, kl: 15:33:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Barnshafandi.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Brindisi | 25. sep. '15, kl: 08:41:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já en því miður er það nánast aldrei notað

Felis | 24. sep. '15, kl: 13:04:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mér amk líður einsog ég hafi verið veik síðan feb/mars, ég hefði aldrei sætt mig við þetta ástand ef ég væri ekki ólétt heldur væri ég búin að flakka á milli lækna og heimta rannsóknir og allskonar. 
En á sama tíma og mér líður einsog ég sé veik þá er ég víst ekki veik, bara ólétt, og á að geta allt sem ég gat í fyrra. 


En btw. ég á að geta allt - en á sama tíma á ég að vera róleg




það má líka segja að ég sé mun frekar ófrísk en ólétt - ég er nefnilega ekkert búin að þyngjast (sem er enn ein helvítis pollýannan sem ég hef fengið að heyra "jiii er þér enn óglatt? þú ert þá örugglega ekki búin að þyngjast mikið - konur eru svo heppnar þegar þær þyngjast ekki á meðgöngu")

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

bogi | 24. sep. '15, kl: 15:20:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er einmitt svo "heppin" að þyngjast lítið á meðgöngum. Ástæðan er hins vegar sú að ég get lítið borðað, það er bara ekki pláss.

Síðan þegar ég fékk magakveisuna í þrjár vikur og léttist um 2 kg eftir að hafa þyngst um einhver 8-10 allt í allt þá sagði ljósan rosalega ánægð við mig "þú ert bara búin að þyngjast um 8 kg". Ég hreytti í hana að ég væri líka búin að æla og skíta í þrjár vikur :P Ótrúlega heppin ...

svarta kisa | 24. sep. '15, kl: 15:48:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er kláðinn hættur og hvenær byrjaði hann? Ég fékk nefnilega svona þegar ég var ólétt seint á meðgöngunni og þá kom í ljós ástand sem kallast Gallstasi. Gallstasi er ekki saklaus og MJÖG mikilvægt að hann sé meðhöndlaður. Þegar minn uppgötvaðist var ég komin ca. 37 vikur og fékk strax tíma í gangsetningu (sem ég þurfti svo ekki á að halda því guttinn ákvað að koma 2 dögum fyrir áætlaða gangsetningu, 18 dögum fyrir tímann. Ég vil meina að hann hafi bara fattað að honum var ekki óhætt lengur...).
Ég er ekki að reyna að hræða þig en mér var sagt að þetta gæti valdið bráða-fósturdauða.

Felis | 24. sep. '15, kl: 15:56:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta var ekki gallstasi, en eftir að nokkrar ljósur gerðu lítið úr kláðanum og fannst þetta ekki þess virði að trufla verkfall þá fór ég til læknis sem heimtaði að þetta yrði athugað. 


ég var með kláðan í ca. mánuð ca. á 4-5 mánuði minnir mig. Amk þá var þetta óvenju snemma á meðgöngu miðað við gallstasa, en samt ekki óþekkt (gallstasi hefur greinst mun fyrr þó að hann sé óvanalegur svona snemma). 


Þegar búið var að útiloka gallstasa þá tók ég lóritín 2 daga í röð (eina töflu hvorn dag) og kláðinn hætti. Ég er svoooooo fegin að hafa farið til læknis því að ljósurnar gerðu bara lítið úr þessu ástandi og sögðu að það væri ekkert hægt að gera (btw. svo ég taki það fram þá voru þetta ekki ljósan mín heldur einhverjar vaktljósur sem ég hitti aldrei heldur talaði bara við í síma)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

presto | 29. sep. '15, kl: 02:02:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það vill klárlega ekki gera mikið úr því og enginn vilji til að greiða fyrir alla "vinnuna". En það er sossum ekki nýtt- konur eru svo umhyggjusamar og góðar og vinnanæstum frítt við að hjúkra fólki, þrífa hýbýli, gæta ungviðis, kenna börnum osfrv....

bogi | 29. sep. '15, kl: 08:33:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Einmitt -svo er látið eins og það sé stóra málið í þessu, að það sé siðferðislega rangt að selja börn ... eða sko selja vinnuna við að ganga með börn.
Í mínum huga er það langt því frá að vera stóra siðferðislega málið hér  - ef okkur finnst þetta í lagi og rökin eru þau að konur eigi að fá að ráða yfir sínum líkama sjálfar þá hljóta þær að mega rukka fyrir vinnuna.

presto | 29. sep. '15, kl: 20:52:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Algjörlega sammála.

gruffalo | 24. sep. '15, kl: 16:42:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og þau þrjú voru búin að gera samning um að hún fengi helgarumgengni. Það eru svik, það er ósanngjarnt og það má alveg tala um það.

VanillaA | 24. sep. '15, kl: 16:44:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ertu viss? Mér skilst að þessi ósk hennar um helgarumgengni hafi komið eftir að barnið fæddist. Ekki áður.

Currer Bell | 24. sep. '15, kl: 18:08:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég var líka búin að heyra það að samningur um umgengi hafi verið gerður áður

og einhvern vegin rámar mér í viðtal við hana þegar hún var ólétt eða stuttlega eftir og þar kom fram að planið væri að hún væri með umgengni (ekki þaðan sem ég heyrði þetta samt fyrst) minnir að þetta viðtal hafi eitthvað verið tengt nýrri vinnu sem hún var í

gruffalo | 24. sep. '15, kl: 18:43:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stóð ekki í fréttinni að annað hafi komið á daginn eftir að barnið fæddist?

noneofyourbusiness | 24. sep. '15, kl: 18:44:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þetta er lífræðilega hennar barn samt sem áður!

T.M.O | 24. sep. '15, kl: 19:11:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

hún er búin að gefa það til ættleiðingar. Hún er lagalega búin að afsala sér öllum rétti til barnsins. Sambandi við að barnið sé að missa af svo miklu, barnið á tvo foreldra sem hugsa um það, það er meira en mörg börn.

Nói22 | 24. sep. '15, kl: 20:16:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Það að barnið eigi tvo foreldra þýðir ekki að það sé ekki að missa af. Það fattar auðvitað þegar það eldist að það hljóti að eiga mömmu. Þá fer barnið kannski að velta fyrir sér hvar hún sé, af hverju hún hafi ekki viljað það etc. Það er ástæða fyrir því að svona mörg börn sem hafa verið ættleidd leita uppruna síns. Vilja vita hvaðan þau koma.

fálkaorðan | 24. sep. '15, kl: 21:01:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Pældu í því svo að kannski er þetta ekki dysfúnksjonal fjölskylda og málin eru bara rædd á eðlilegan hátt við börnin eftir þeirra þroska og þau fara út í lífið á þeim forsendum.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

T.M.O | 25. sep. '15, kl: 08:48:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það sprettur til dæmis upp af því að það er stanslaust verið að tala við og um börn að þau séu eins og mamman í þessu og með augun hans pabba og þar fram eftir götunum. Þessi samanburður er á útliti, hegðun, hæfileikum og greind og byrjar daginn sem þau fæðast. 

Myken
ert | 24. sep. '15, kl: 12:40:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Vandinn snýst ekki um lagalegan rétt. Vandinn snýst um tilfinningar.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Myken | 24. sep. '15, kl: 12:44:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er eitthvað sem hún gat séð fyrir í ferlinu..en þar sem hún er búin að fara í gegnum ferlið þá hefur hún engan rétt til barnsins lengur og getur ekki krafist þess. Skilst að þetta hefur verið samkynhneigt par þar sem eggið er hennar en samt sem áður ætleiðingin er farin farm og þar af leiðandi hefur hún engan rétt lengur hver sem hennar tilfingingar eru..


Já ég veitt þetta er Kalt en svona er þetta..

Ég gat hugsað mér að vera staðgöngumóðir fyrir systir mína með hennar eggi en aftur á móti er ég ekki viss um að ég hefði getað látið afskifti af barninu vera og alltaf fundist ég eiga í því..en það breytir því ekki að það yrði hennar barn..Jafnvel þó eggið væri frá mér.

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

ert | 24. sep. '15, kl: 12:47:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Þannig ef þú gerðist staðgöngumóðir fyrir systur þína þá gætirðu séð fyrir að hún vildi alls enginn samskipti við þig eftir að hún fengi barnið? Why?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 24. sep. '15, kl: 12:49:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og ef þú sæir það fyrir að það yrðu aldrei samskipti milli þín og systur þinnar eftir þetta af hverju myndirðu þá vilja ganga með barn fyrir hana? Viltu losna við samskipti við hana? Er hún svona leiðinleg?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Myken | 24. sep. '15, kl: 12:58:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei ég sé það ekki fyrir mér að það yrði engin samskifti en hinsvegnar gæti ég séð fyrir mér að ég yrði einum of afskiftasöm um barnið...hluti sem kæmi mér ekki við í raun hvort sem það væri mitt egg eða ekki.*


hinsvegnar ef ég gerði þetta fyrir einhvern út í bæ þá get ég alveg séð það yrði ekki nein samskifti eftir "viðskiftin"

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

ert | 24. sep. '15, kl: 12:59:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Einmitt - ætli það sé ekki vandinn í þessu dæmi. Fólk áttar sig kannski ekki á því að svona geti splundrað fjölskyldum og ég sé ekki alveg fyrir mér að það sé eitthvað sem fólk á að sjá fyrir.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Ígibú | 24. sep. '15, kl: 19:19:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég sé alveg fyrir mér jólaboð með systrum þar sem önnur er ólétt fyrir hina. Drama og rifrildi yfir hvort að það sé nú í lagi fyrir barnið að hún borði súkkulaði, jólaísinn eða graflaxinn. . .

Ég á samt í alvörunni erfitt með að sjá hvernig staðgöngumæðrun getur farið fram og allt verið í lagi og eins og áður í fjölskyldunni.


bogi | 24. sep. '15, kl: 15:24:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Er það? Hún virðist hafa haft annan skilning á þessu - er það henni að kenna eða þeim sem hún gerði þetta fyrir?

Og bara sorry - þetta hlýtur að vera hámark eigingirninnar.

Petrís | 24. sep. '15, kl: 17:27:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Finnst þér eftir að hafa lánað heilsu sína og líkama til að gefa þessu fólki barn að það sé of mikið að leyfa henni að umgangast það, hversu sjálfhverfur og tilætluarsamur getur einhver verið?

VanillaA | 24. sep. '15, kl: 17:41:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff, þetta er erfitt mál. Held ég hafi aldrei hugsað eins mikið um staðgöngumæðrun eins og í dag.

gretadogg | 24. sep. '15, kl: 16:47:14 | Svara | Er.is | 2

Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona og var staðarhaldari í Viðey.

noneofyourbusiness | 24. sep. '15, kl: 18:51:30 | Svara | Er.is | 4

Ég hef verið frekar hlynnt staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni, en þetta fær mig til þess að efast um þá afstöðu. 


Ég hef oft hugsað að ef t.d. systir mín hefði átt erfitt með að eignast börn, þá hefði ég alveg viljað ganga með börnin fyrir hana. En þá auðvitað með þeim formerkjum að ég fengi að umgangast þau, ekki sem mamma þeirra heldur sem frænka. 


En að ganga með barn fyrir ættingja, gera ráð fyrir því að fá að umgangast það, og fá svo aldrei að sjá barnið. Það finnst mér eiginlega hámark illskunnar í þessum efnum. 

MadKiwi | 24. sep. '15, kl: 19:02:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún gaf eggið í þessu tilfelli, er líffræðileg móðir barnsins.

noneofyourbusiness | 24. sep. '15, kl: 19:04:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já, mér finnst það ennþá verra, að meina líffræðilegri móður barnsins að umgangast það. 

MadKiwi | 24. sep. '15, kl: 19:06:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ja.

Mér finst skrýtið að kalla hana staðgöngu móðir þegar hún er moðirin. Þetta er ekki gott fyrir baráttuna fyrir staðgöngu mæður þessi misskilningur í fjölmiðlum. Það er munur á.

noneofyourbusiness | 24. sep. '15, kl: 19:14:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Stundum er staðgöngumóðirin líffræðileg móðir barnsins. Það er kallað klassísk staðganga. 


http://www.palmbeachfertility.com/donor-services/donor-treatment-options/gestational-carriers-surrogates.php

Sikana | 24. sep. '15, kl: 19:51:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hún er líffræðileg móðir. Ef hún hefði gengið með barnið fyrir gagnkynhneigt par þá væri sú kona móðir barnsins, svo það er ekki öðruvísi þó þeir séu tveir pabbar.

__________________________________________
The government you elect is the government you deserve.
-Thomas Jefferson

noneofyourbusiness | 24. sep. '15, kl: 20:28:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hún er eina móðir barnsins. Punktur. 

Sikana | 24. sep. '15, kl: 20:33:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

...nei? Ekki punktur. Þar sem staðgöngumeðgöngur eru löglegar telst staðgöngumóðir vera staðgöngumóðir hvort sem eggið er hennar eður ei, meðan konan fyrir hverrar tilstilli barnið verður til er móðir þess þó hún hvorki gangi með það né leggi til eggið. Ég er ekki að segja að það sé rétt, ég er á móti staðgöngumæðrun einmitt út af þeim aragrúa af tilfinninga- og réttindaflækjum sem henni fylgja, en mér finnst hallærislegt að telja tilkallið meira vegna þess að hún er eina hugsanlega XX foreldri barnsins. 

__________________________________________
The government you elect is the government you deserve.
-Thomas Jefferson

JD | 24. sep. '15, kl: 20:48:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ertu þá að segja að líffræðilegir foreldrar séu einu foreldarnir?

Zagara | 24. sep. '15, kl: 19:30:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þarf þá ekki að banna ættleiðingar yfir höfuð?

tóin | 25. sep. '15, kl: 08:20:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Miðað við umræðurnar eftir þáttinn þá myndi frumvarpið sem er í smíðum ekki heimila staðgöngumæðrun fyrir systur sína

Currer Bell | 24. sep. '15, kl: 19:46:17 | Svara | Er.is | 3

WOW þetta varð enn súrara! hún ólétt eftir skyndikynni og þau rangfeðra barnið

tjúa | 24. sep. '15, kl: 19:48:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

whut?

Currer Bell | 24. sep. '15, kl: 19:51:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

jebb hún viðurkenndi það

voru búinn að reyna tækni og alles og ekkert gengið
svo verður hún ólétt eftir skyndikynni og ákveða að segja að tækni hafi takist og rangfeðra barnið

segja meira segja líffræðilega föðurnum frá þessu og gefa honum ekkert val

hún sagði að þetta hefði verið fyrsta brotið þeirra á barninu

fólin | 24. sep. '15, kl: 19:52:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Æjjj þetta er allt svo ótrúlega sorglegt

tjúa | 24. sep. '15, kl: 19:55:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Miðað við þetta þá er búið að standa ótrulega illa að þessu. 

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 20:02:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er eitt klúðrið á eftir öðru. Ekkert undarlegt þótt hún sé ósátt við þetta. 

Currer Bell | 24. sep. '15, kl: 20:08:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

algjörlega! er þetta ekki ólöglegt
að vísvitandi að blekkja svona og rangfeðra

verða bara engir lagalegir eftirmálar af því

æi finnst allir siðferðilega gjaldþrota sem komu að þessu, ie þau þrjú

Mangan | 24. sep. '15, kl: 20:12:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Burtséð frá hversu klúðurslegt þetta er hjá þeim þá þykir mér ótrúlega súrt af þeim að loka svona alveg á hana með þessum hætti

Currer Bell | 24. sep. '15, kl: 20:18:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

allt súrt við þetta

auðvitað verða allt flóknara með barn í spilinu og tilfinningar miklar, en þetta er öllum sem kom að til skammar

well einum veitingastað færra á mínum lista núna

noneofyourbusiness | 24. sep. '15, kl: 20:29:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Hvaða veitingastað tengist þessu? Ég var að svæfa. 

assange | 25. sep. '15, kl: 00:34:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

?? Hvada stadur er tad

Mangan | 24. sep. '15, kl: 19:59:09 | Svara | Er.is | 2

Er alveg á móti staðgöngumæðrun hvort sem er í velgjörðarskyni eða ekki.  

ert | 24. sep. '15, kl: 20:16:07 | Svara | Er.is | 13

Eitt sem ég vil benda í kjölfar þessa Kastljósþáttar er að frumvarpið fyrir Alþingi mun ekki leysa vanda hommapara nema að litlu leyti. Þeir þurfa að redda sér gjafaeggi og staðgöngumóður og það er nógu erfitt að redda sér öðru. Íslenskur heimilisiðnaður mun því blómstra áfram með svona skemmtilegum afleiðingum

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

She is | 24. sep. '15, kl: 20:26:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

er það einhver "vandi" sem á að "leysa"? það eru ekki mannréttindi að eignast barn. Það eru ekki mannréttindi að fá með einhverjum leiðum afnot af líkama annara manneskju.

ert | 24. sep. '15, kl: 20:30:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Ansi margir virðast sjá þetta sem vanda sem þarf að leysa og það er tilgangur frumvarpsins að leysa vanda fólks. Það er alveg ljóst að þótt við gefum okkur að þetta sé vandi sem þarf að leysa þá nær frumvarpið ekki því nema að mjög litlu leyti.

Það er svo mjög skemmtileg umræða hvernig það er verða réttur fólks að eignast börn í vestrænum samfélögum og á hverjum það bitnar.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

noneofyourbusiness | 24. sep. '15, kl: 20:30:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er samt ein sterkasta löngun margra að eignast barn. Fyrir marga er barneign það sem hefur gefið lífi þeirra gildi. Getum við neitað ákveðnum hópum um það sem flestum finnst hvað eftirsóttast í lífinu?

ert | 24. sep. '15, kl: 20:32:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 16

Við erum ekki að neita ákveðnum hópum - við erum að neita ákveðnum leiðum til að eignast börn.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

JD | 24. sep. '15, kl: 20:33:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Já við getum það. Það eru ekki mannréttindi að eignast barn.

She is | 24. sep. '15, kl: 20:33:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

ég á ekki barn, það er samt margt sem gefur lífi mínu gildi. Já við getum neitað ákveðnum hópi um eitthvað vegna þess að það brýtur á réttindum annara að hópurinn nái sínu fram. Það þarf að gera ættliðingar á munaðarlausum börnum auðveldari fyrir alla.

Nói22 | 24. sep. '15, kl: 20:34:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

já ef það hefur neikvæð áhrif á aðra. Staðgöngumæðrun er umdeild for a reason. Það að kona gangi með og fæði barn bara til að gefa það frá sér hlýtur að vera mjög sár reynsla og hvað þá innan fjölskyldna eða vinahópa eins og ætlunin er að hafa þetta hér á landi. Kona gengur með barn fyrir systur sína eða bróður og lætur svo ættingjann fá barnið en þarf samt að halda áfram að sjá það í heimsóknum eða fjölskylduboðum en er samt ekki foreldrið. Það hlýtur að vera alveg hrikalega sárt.

JD | 24. sep. '15, kl: 20:53:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér persónulega finnst það að ganga með barn fyrir systur mína, hennar egg og allt það, allt annað en að gefa systur minni barn sem var getið af mér (mitt egg) og einhverjum gæja alveg óvart.

Nói22 | 24. sep. '15, kl: 20:57:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Af hverju er það allt annað? Þetta er sama upplifunin, þ.e barnið að vaxa í maganum, maður finnur barnið sparka, maður finnur það hreyfa sig, maður þarf að fæða barnið, svo fær maður barnið í fangið. 


Ég held að það að eggið sé úr annari konu sé ekki úrslitaatriði um hvort maður myndi tilfinningar til barnsins.

JD | 24. sep. '15, kl: 21:08:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er alveg sammála þér með það að það sé ekki úrslitaatriði úr hverjum eggið er. En ég held að ef þetta er svona innan fjölskyldunnar þá skipti það máli. Mér finnst t.a.m. tvennt ólíkt hvort systir mín biður mig að ganga með barn (egg frá henni) eða hvort ég verði ófrísk alveg óvart og gefi systur minni barnið. Ég held að það síðarnefnda sé bara miklu flóknara! Í báðum tilfellum finnst mér að ég eigi að haga mér eins og móðursystir en ekki móðir. Hversu erfitt sem það gæti nú verið :/

Nói22 | 24. sep. '15, kl: 21:13:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

ég held að það sé ekki hægt að ætlast til þess af neinni konu að hún gefi frá sér barn, hvort sem barnið er undan hennar eggi eða ekki. Þetta er bara svo svakaleg stórt dæmi að ég álasa engri konu fyrir að geta þetta ekki þegar barnið er fætt.

Nói22 | 24. sep. '15, kl: 21:15:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En ég er alveg sammála þér með að það er bara allt annað í raun þegar fólki er einfaldlega gefið barn. Barn sem það á ekkert í. Þetta er barn Guðlaugar og þessa one night stands en þau eiga samt ekki rétt á umgengni eða að vera í kringum barnið. Finnst þessir menn vera að haga sér eins og algjör fífl.

Currer Bell | 24. sep. '15, kl: 23:09:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sammála

svo flókið mál en þetta breytir ollu finnst mér hvernig barnið var getið

ekki það að þeir séu ekki foreldrar heldur er þetta bara flóknara en það

Myken | 24. sep. '15, kl: 21:18:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég reynar held að tilfiningalega er það allt annað ..þú ert fullmeðvituð að þetta er mannvera sem er að vaxa inn í þér sem er lífræðilega séð ekki tengd þér á nein hátt og er í megöngunni með þær forsendur ef það er þitt egg þá er þetta hluti af þér sem þú ert að fara að láta frá þér

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Nói22 | 24. sep. '15, kl: 21:19:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég er ekki sammála því að þetta sé tilfinningalega allt annað. 'Eg held að það sé uppleggið já, að þetta verði allt annað. En svo maður fer að finna barnið hreyfa sig, það sparkar að þá bara breytist hlutirnir. Það myndast tengsl.

JD | 24. sep. '15, kl: 21:46:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held samt að það hljóti að vera öðruvísi ef þú ert meðvituð um það frá upphafi að þetta sé ekki "þitt" barn. Ég held líka að konur upplifi meðgöngur á afar ólíkan hátt. Mínar voru t.d. kvöl og pína og voða lítil tenging við börnin fyrr en þau voru fædd.

Nói22 | 24. sep. '15, kl: 21:50:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

af hverju ætti það að vera öðruvísi? Fólk myndar tengsl við aðra en þá sem eru tengdir þeim erfðafræðilega. Fólk myndar tengsl við börn sem eru ekkert tengd þeim erfðafræðilega, þetta eru samt tengsl. Þetta er samt ást. 


Ég get ekki séð af hverju það að ganga með barn í 9 mánuði og sjá bumbuna stækka, finna barnið hreyfa sig, finna það sparka, fæða það og fá barnið í fangið, að tilfinning af því sé önnur ef barnið kom undan eggi annarar manneskju. Þetta barn var samt inni í manni í 8-9 mánuði, maður fann það hreyfast og sá það stækka. Maður fæddi það, maður fékk það í fangið eftir barnsburð. 

Petrís | 24. sep. '15, kl: 21:53:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er ekki hægt að setja reglugerðir um tilfinningar og allra síst barneignir

alboa | 25. sep. '15, kl: 10:50:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það myndast tengsl en rannsóknir sýna fram á að konur iega auðveldara með ferlið þegar eggið er ekki þeirra. Sama hverju þú ert sammála.


kv. alboa

Myken | 26. sep. '15, kl: 19:54:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef gegnið með 4 börn sem voru mín jú veistu miða við hvernig ég var á meðgöngunnum held ég að ég get sett það upp þannig að það er öðruvísi..maður getur tekið meðvitaða ákvöðun út frá aðstæðunum  ef maður vill..auðvitiað geta þær alltaf breyst aðeins en ef maður leyfir sér ekki að gleyma að þetta er ekki þitt barn 

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

ert | 24. sep. '15, kl: 21:22:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Mér finnst svolítið vafasamt að segja að barn sem maður gengur með sé ekki líffæðilega tengt manni. Það er erfðafræðilega ekki tengt manni en mig grunar að það sé líffræðileg tenging til staðar og móðirin hefur áhrif á barnið og barnið hefur áhrif á móðurina.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Felis | 25. sep. '15, kl: 09:38:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

svo ef maður vill taka þessu bókstaflega þá er ekki hægt að vera mikið meira líffræðilega tengdur einhverjum en í gegnum fylgju og naflastreng. Á meðan meðgöngu stendur og þar til að barnið fæðist er það bókstaflega hluti af líkama móðurinnar. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

ert | 25. sep. '15, kl: 09:39:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

einmitt!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

alboa | 25. sep. '15, kl: 10:48:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já því það eru ekki réttindi þess að eignast barn. Alveg eins og við getum neitað fólki um bílpróf, sama hversu mikið því langar í það, því það á enginn rétt á því.


Það að langa í eitthvað, jafnvel þó það sé það eftirsóttasta í lífinu, gefur fólki ekki sjálfkrafa réttinn á því.


kv. alboa

presto | 27. sep. '15, kl: 21:26:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þegar það snýst um óeðlilega kröfu á annan einstakling- konuna sem á að skaffa þeim barnið tilfinningalaus.
Eða eigum við etv. Að finna börnin annars staðar- taka börnin af ungum foreldrum, einstæðum fátækum mæðrum og gefa þeim til ættleiðingar sem þrá börn og hafa meira að bjóða?
Selja hæstbjóðanda? Banna fóstureyðingar ef einhver býður í barnið/óskar eftir að fá það við fæðingu og setur fram góðan rökstuðning?

Amande | 24. sep. '15, kl: 20:53:19 | Svara | Er.is | 2

Mæli með að Kastljósþættinum verði skellt hérna inn þegar hann kemur á netið og að ný umræða væri búin til án þess að vera með getgátur.


Vá...hvernig er hægt að byrja að ræða um viðtalið áður en þátturinn, staðreyndir, og hennar upplifun komst í loftið?

Mangan | 24. sep. '15, kl: 21:00:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er ekkert sem kom fram í þættinum sem veldur þvi að skoðanir manna breytist, þetta er illa gert af þeim alveg sama hvað þetta er frændi hennar og augljóst að hún hafði aðrar væntingar og þeir hafa gefið allt annað í skyn og láta eins og hún hafi átt við geðræn vanda að stríða manneskja sem er nýbúin að ganga með og eignast barn þegar hún er að gefa barnið frá ser sýnir skilningsleysið sem þeir hafa haft á hennar tilfinningum og aðstæðum.

Kolbrámjöll | 24. sep. '15, kl: 21:14:59 | Svara | Er.is | 2

Allir sem koma að þessu máli eru mjög eigingjarnir og jafnvel siðblindir. Ljótt hvernig þau öll gera þetta.
Ég veit lítið um staðgöngumæður og held að ég sé ekki endilega á móti því í mörgum tilvikum
Það er eins og þetta fólk hafi verið að fá sér gæludýr, dúkku eða fylgihlut.
Skammist ykkar fyrir að rangfeðra barnið.
Frekjur.

Skreamer | 24. sep. '15, kl: 21:41:57 | Svara | Er.is | 15

Mín upplifun er að þarna hafi átt sér stað barnsrán í skjóli þess lagaumhverfis sem við búum við....greinilega fullkomlega löglegt og gúdderað af kerfinu og þá á ég við að barnið er svipt rétti sínum til að þekkja sína blóðforeldra, barnsfaðirinn er greinilega algjörlega réttlaus.  Þetta er atburður sem mun marka barnið seinna meir ævilangt, skilja eftir sig djúp sár og eyðileggja öll fjölskyldutengsl barnsins.  Ég hef séð of mikið sjálf í sambandi við svona mál til að loka augunum fyrir afleiðingunum.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

JD | 24. sep. '15, kl: 21:47:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En öll hin börnin sem hafa verið ættleidd nýfædd?

Skreamer | 24. sep. '15, kl: 21:51:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Ef þú sérð ekki rangindin sem þarna eiga sér stað þá er eitthvað mikið að hjá þér.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

alboa | 25. sep. '15, kl: 10:52:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það var margt rangt gert i þessu en að láta eins og barnið sé stórskaðað fyrir lífstíð er nú fulldramatískt.


kv. alboa

ts | 24. sep. '15, kl: 22:03:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það situr einmitt í mér eftir viðtalið að líffræðilegur faðir hefur engan rétt !!  barnið er viljandi rangfeðrað og honum haldið utan við þetta allann tímann að hennar sögn..


hann reynir síðan að aðstoða hana í þessu máli eftir að hún upplýsir hann um að hann eigi þetta barn og hann fer fram á að DNA próf verði gert til að staðfesta að hann sé faðir barnsins, væntanlega til að véfengja ættleiðinguna ef ég skildi þetta rétt ?? hann þarf væntanlega sem faðir að samþykkja hana ??


Geta konur í alvöru bara rangfeðrað börn viljandi ef þeim sýnist svo og barnsfaðirinn algjörlega réttlaus ? ég hélt að viðkomandi gæti farið fram á DNA rannsókn ef grunur er um að hann eigi barnið.. er það vitleysa í mér ?



Skreamer | 24. sep. '15, kl: 22:12:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Það er eitthvað svo verulega rangt við þetta allt saman að mér flökrar við.  Það er nefnilega hægara sagt en gert fyrir karlmann að feðra barn sem hann grunar að hann eigi ef annar er þegar búinn að feðra það.  Nú þurfa stjórnvöld að taka þessi lög öll til endurskoðunar til að fyrirbyggja að önnur eins hörmung hendi annað varnarlaust barn.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Nói22 | 24. sep. '15, kl: 22:20:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Það er nefnilega það sem ég skil ekki. Þegar Guðlaug og raunverulegi faðirinn sögðu frá því að þarna hefði verið svindlað (þ.e barnið væri raunverulega þeirra) og maðurinn bauðst til að gefa dna að þá er alveg stórundarlegt að það sé bara "eh nei þessir menn eru raunverulegu foreldrarnar núna". Hvernig getur þetta eiginlega gerst að faðir hafi svona lítið völd? Að það sé í raun hægt að ættleiða barnið hans án hans leyfis og það sé bara endanlegt og hann hafi þar með engan rétt á umgengni eða að barnið sé réttfeðrað? hversu ruglað er eiginlega þetta kerfi?

Petrís | 24. sep. '15, kl: 23:17:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Feður eru hræðilega réttlausir það er alveg ljóst af þessu máli og mörgum öðrum

staðalfrávik | 24. sep. '15, kl: 23:21:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já. Þegar verið var að semja lögin 2003 var talað um að gera feðrum feðrarða barna mögulegt að höfða faðernismál en það þótti of mikil innrás í einkalíf fjölskyldunnar. Eins og holskefla tilefnislausra  faðernismála væri yfirvofandi.

.

alboa | 25. sep. '15, kl: 10:59:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Þetta snýst fyrst og frems um barnið. Að barnið fái að alast upp við öryggi.


Hvort sem þetta sé rétta leiðin til þess eða ekki. 


Í þessu tilfelli má þó spyrja sig hvort barninu hefði verið greiði gerður að láta þetta faðernismál ganga áfram. Barnið var búið að búa hjá foreldrum sínum í 2 ár. Búið að alast upp og mynda sterkustu tengslin við foreldra sína og allur grunnur að góðri og öruggri tengslamyndum farið fram hjá þeim. Svo verður blóðmóðirin, sem var búin að afsala sér öllum rétti gagnvart barninu, ósátt og vill rifta samkomulaginu. Hún vill láta feðra barnið rétt, þar með ógilda ættleiðinguna og inn í líf barnsins birtist bláókunnugur maður sem á allt í einu að verða pabbi þess. 
Barnið fer þá úr öruggum tengslum, heimili og frá foreldrum þess til fólks sem það hefur minni tengsl við, þekki ekki (blóðfaðir þess) og þarf að búa til ný tengsl. Ef þið viljið búa til tengslaröskun, þarna er uppskriftin.


Ég get alveg ímyndað mér að þessi upplifun hafi verið hreint helvíti fyrir blóðmóðurina og líklega er hún ekki auðveld fyrir blóðfaðirinn heldur. Hún er það án efa ekki heldur fyrir foreldra barnsins. En barnið á rétt á að alast upp í öruggu umhverfi. Barnið var ættleitt og við þeirri tilhögun má ekki raska, barnsins vegna.


kv. alboa

Nói22
Helgenberg | 25. sep. '15, kl: 12:23:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

barnið er 4 ára

Nói22 | 25. sep. '15, kl: 12:26:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki þegar málið hófst fyrir dómstólum.

alboa | 25. sep. '15, kl: 13:57:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Þetta innlegg segir ýmislegt um hversu mikið þú veist um þroska barna.


kv. alboa

Nói22 | 25. sep. '15, kl: 22:56:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nú? ertu að segja að tveggja ára barn sé á þvílíkum stað að það sé á engan hátt hægt að raska neinu? Give me a break.

Mammzzl | 26. sep. '15, kl: 11:40:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ekki hægt að raska neinu þýðir ekki að það sé skynsamlegt að gera það, eða að barn geti ekki átt við erfiðleika vegna þessara raskana.

2 ára börn hafa myndað hellings tengsl við það fólk sem sinnir þeim. Sem dæmi þá er foreldrum ættleiddra barna stundum ráðlagt að hafa barn heima tvöfaldan þann tíma sem það var á "stofnun" til að það geti myndað góð tengsl. Svo ef þau eru 2 ára þegar þau koma til kjörforeldra þá gæti það tekið þau 4 ár að læra að treysta vel og mynda góð tengsl.

Þetta er vissulega ekki algilt, en kona sem ég þekki sem hefur ættleitt 2 börn sagði að þeim hefði verið ráðlagt þetta. Og þó börnin hefðu verið fljót að aðlagast mörgu, tók það þau langan tíma að treysta að fullu og vera örugg í sínu umhverfi.

noneofyourbusiness | 26. sep. '15, kl: 20:08:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Barnið skaðast ekki af því að umgangast blóðforelda sína, nema það sé eitthvað að þeim. 

Mammzzl | 27. sep. '15, kl: 10:11:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég sagði það líka aldrei. Það felst ekki endilega röskun í því að kynnast nýju fólki.

Það felst hinsvegar röskun í því að ætla að ógilda ættleiðingu og "skipta um" foreldra.

Nói22 | 27. sep. '15, kl: 10:38:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Af hverju? Fyrir utan að Guðlaug var mikið í kringum barnið áður en það var lokað á hana. Þannig að það þekkti hana mjög vel. Hún var ekki ókunnug. Einhver nýr sem barnið þyrfti að kynnast.

Mammzzl | 27. sep. '15, kl: 11:49:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Af hverju hvað? Af hverju er röskun að skipta um foreldra? Eða hverju ertu að spyrja að?

Nói22 | 27. sep. '15, kl: 16:41:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já af hverju er það röskun? já auðvitað verður það eitthvað erfitt fyrir barnið en ef barnið er óviti (2ja ára eins og í þessu tilfelli) að þá get ég ekki ímyndað mér að það verði eitthvað gasalega hræðilegt. Við erum ekki að tala um 7 ára barn.

Mammzzl | 27. sep. '15, kl: 18:46:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Sko - nú veit ég hvernig það er að lenda í rökræðum við þig. Þú kýst yfirleitt að lesa bara það sem þér hentar og snýrð útúr ummælum á alla mögulega vegu, ég ætla samt að reyna að henda í eitt svar.


Þessi ummæli þín sýna - að mínu mati - að þú þekkir lítið til þroska, og þá sértaklega tilfinningaþroska ungra barna. Börn hafa myndað tengsl, eiga heimili sem er þeirra öryggisstaður og fasti punkturinn í þeirra tilveru. Þau eiga fólk (foreldra og jafnvel ættingja) sem þau treysta, þekkja og líður vel hjá. 
Allt rót á þessu veldur röskun á högum barnsins (og taktu eftir, ég er ekki að tala um röskun eins og í hegðunarfrávikum - heldur röskun á því sem barn þekkir). 
Það er ekki þar með sagt að það sé ógerlegt, en það GETUR (taktu eftir, það er ekki algilt, en gæti gerst) haft verulegar afleiðingar, gert það að verkum að barn eigi erfitt með að mynda tengsl þegar það er búið að kippa frá því öllum sem það þekkir. Það getur átt erfitt með að treysta og á ekki lengur sinn öryggisstað og sinn fasta punkt. 


Þetta eru allt atriði sem þarf að hafa í huga áður en ákveðið er að rífa barn úr einum aðstæðum og henda því í aðrar - alveg sama þó um sé að ræða ung börn. 


Í þessu samhengi er ég ekki bara að tala um þetta tiltekna barn (sem er reyndar ekki lengur bara 2 ára) heldur bara heilt yfir í þeirri pælingu að ógilda ættleiðingu. Það þarf að velta fyrir sér hverjir hagsmunir barnsins eru og hvaða afleiðingar slíkt ferli getur haft á barnið. 

Nói22 | 27. sep. '15, kl: 18:52:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já börn mynda tengsl en miðað við þetta ætti aldrei að ættleiða börn sem eru eldri en nokkurra mánaða. Sem við vitum alveg að er gert og gengur yfirleitt vel. Þetta er ekki þetta drama sem sumir hérna eru að tala um. Barnið þekkti Guðlaugu, hún hafði umgengist það mikið þannig að það vissi alveg hver hún var og þekkti hana. Það var ekki eins og það hefði verið að henda barni í aðstæður til algjörlega ókunnugs fólks.


Sem by the way er verið að gera sífellt þegar börn eru ættleidd. Og sem gengur vel.

Mammzzl | 27. sep. '15, kl: 18:57:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Eins og ég sagði í einhverju fyrra kommenti mínu - þá er fólki sem ættleiðir oft ráðlagt að vera heima með börnin (s.s. ekki setja þau í vistun) í töluvert langan tíma eftir að þau fá börnin, einmitt til að gefa þeim tíma til að mynda tengsl og traust. 


Og ég var ekki að tala bara um þetta tiltekna mál - heldur upphaflega bara að svara því að það sé ekki endilega skynsamlegt að breyta svona rosalega högum barns. 

Nói22 | 27. sep. '15, kl: 19:00:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og kannski hefði Guðlaug einmitt verið heima með barnið. Einmitt séð til að það myndi venjast henni og hennar heimili.


Fullt af fólki ættleiðir börn sem eru orðin eldri en nokkurra mánaða og það gengur yfirleitt vel. 

Mammzzl | 27. sep. '15, kl: 19:11:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég veit að fullt af fólki ættleiðir börnin. Það er það yfirleitt talið vera barninu í hag og kostirnir fleiri en gallarnir, enda algengt að þau búi jafnvel á stofnunum og séu foreldralaus - sem þetta tiltekna barn var ekki. 


Eeeeen eins og ég sagði áður - ég er ekki að ræða um þetta tiltekna mál og ætla ekki að gefa mér eitthvað í þeim efnum!

tennisolnbogi | 28. sep. '15, kl: 09:35:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Það gengur ekki alltaf eins og ekkert hafi í skorist. Þekki mjög gott dæmi um barn sem var t.d. ættleitt frá Kína um eins og hálfs árs, það gengur mjög erfiðlega með andlegu hliðina hjá því barni núna næstum ári seinna. Það vill bara vera heima helst og þá bara með foreldrum sínum, vill ekki sjá annað fólk. Svo þekki ég dæmi mjög nálægt mér þar sem foreldrar skildu þegar barnið var eins og hálfs til tveggja ára, það tók laaangan tíma að vinna niður mikinn aðskilnaðarkvíða sem barnið fékk í kjölfar þessarar röskunar á högum þess. Just sayin'. Það er miðað við að raska högum barns sem minnst í öllu íslensku réttarfari, nema nauðsyn beri til (sem gerist auðvitað). Það er alveg ástæða fyrir því. Ég er alveg sammála því að hlutirnir gætu alveg gengið vel, en mér finnst samt óþarfi að slá það út af borðinu að röskunin geti haft áhrif, að það sé meira að segja svo ólíklegt að það taki því ekki að minnast á það. Ég er ósammála því.

Nói22 | 27. sep. '15, kl: 18:52:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fólk ætti aðeins að minnka dramað.

Skreamer | 27. sep. '15, kl: 20:52:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Það getur líka haft mjög eyðleggjandi áhrif á ungan einstakling að komast að því á viðkvæmum aldri að pabbar þess séu það bara vegna lyga og svika og að hann hafi verið sviptur móður sinni með klækjum.  Þá er kannski betra að pabbarnir mæti móðurinni hálfa leið, viðurkenni sinn þátt í vandanum og komi heiðarlega fram....með velferð unga einstaklingsins í huga.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

askvaður | 29. sep. '15, kl: 11:00:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú átt eflaust ekki barn sjálf/ur fyrst þú segir þetta því 2 ára börn eru alls ekki það miklir óvitar að það væri ekki svakalega erfitt að skipta allt í einu um foreldra, það er hræðileg tilhugsun að rífa það svona gamalt frá foreldrum sínum og myndi án efa leggjast hart á sálarlíf barnsins. Nákvæmlega enginn munur ef það væri gert við 2 eða 7 ára barn.

Lilith | 29. sep. '15, kl: 11:46:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Reyndar væri nú örugglega ansi stór munur, þar sem 2ja ára barn myndi líklega ekki muna mikið eftir sínu lífi fyrir þennan aldur, en 7 ára barn myndi hins vegar eiga allt aðrar og fleiri minningar.

Blah!

askvaður | 29. sep. '15, kl: 11:00:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú átt eflaust ekki barn sjálf/ur fyrst þú segir þetta því 2 ára börn eru alls ekki það miklir óvitar að það væri ekki svakalega erfitt að skipta allt í einu um foreldra, það er hræðileg tilhugsun að rífa það svona gamalt frá foreldrum sínum og myndi án efa leggjast hart á sálarlíf barnsins. Nákvæmlega enginn munur ef það væri gert við 2 eða 7 ára barn.

Jules Cobb | 29. sep. '15, kl: 09:55:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda galið að gefa fordæmi fyrir duttlungum, fólk sem ættleiðir börn á ekki að þurfa að hafa hangandi yfir sér
óvissu um að kanski skipti kynforeldri (ar) um skoðun.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------
,, My level of sarcasm is to a point where I don't even know if I'm kidding
or not"

Currer Bell | 24. sep. '15, kl: 23:21:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

jebb nákvæmlega mín upplifun en fannst það pínu dramatískt en finnst þetta bara horfa allt oðruvísi við heldur en ef þetta hafi verið tæknifjrógvun, sem þau voru að reyna en vá þetta barn var ekki getið með þeirri leið/þeirra sæði og því allt aðrar forsendur

noneofyourbusiness | 26. sep. '15, kl: 20:07:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst það skrýtið að ættleiðingin teljist lögleg án aðkomu blóðföður. Það er eitthvað mikið að, er það er löglegt. 

Dorfl | 24. sep. '15, kl: 22:23:07 | Svara | Er.is | 9

Veit bara að ef þetta er rétt sem kemur fram í viðtalinu þá eru frændinn og kallinn hans þvílíkir skíthælar, hegðun þeirra er ekkert að hjálpa öðrum í þeirra sporum að fá hjálp við að stofna fjölskyldu, en kannski skiptir annað fólk þá engu máli, þeir hafa fengið sitt svo "fuck" the rest.

---------------------------------------------------------------------------------------------
Fantasy is a nice vacation but reality is where you live your life.

" ég hef hvergi talið þér trú um annað í þessari umræðu en það að mér þyki þú alveg meiga missa þín í henni og annarstaðar. " -fálkaorðan.

"Do unto others before others do unto you." -Om.

"Mér finnst allt í lagi að gagnrýna skoðanir sem mér finnst galnar og fólkið sem hefur þ

ComputerSaysNo | 24. sep. '15, kl: 23:39:44 | Svara | Er.is | 7

Guðlaug segir í viðtalinu að eftir á að hyggja hafi þeir (frændinn og maður hans) ætlað sér staðgöngumæðrun en hún sjálf hafi lítið á þetta sem að hún væri að eignast barn MEÐ þeim.
Þetta finnst mér rót vandans.

Nói22 | 24. sep. '15, kl: 23:43:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En þá hefði frændinn og maðurinn hans átt að setjast niður með henni áður en farið var af stað og útskýrt fyrir henni hvað þeir ætluðu sér. Það hefði verið það rétta í stöðunni.

ComputerSaysNo | 24. sep. '15, kl: 23:47:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já enda var bent á það i umræðuþættinum a eftir að ráðgjöf væri mikilvæg til að tryggja að allir væru á sömu blaðsíðunni.

Bakasana | 24. sep. '15, kl: 23:55:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Eða hún fyrir þeim. Eða þau öll fyrir hvort öðru. Getum við plís hætt að tala um konur eins og þær séu börn eða viljalaus verkfæri sem seu ekki gerendur í eigin lífi. 
Bottomlænið er líklega að fólk ætti ekki að rangfeðra börn, semja um ættleiðingar eða staðgöngumeðgöngu án þess að vita hvað felst í þeim aðgerðum og fá það staðfest að allir hafi sama skilning a hugtökunum. 

Nói22 | 24. sep. '15, kl: 23:57:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei þeir eru að biðja hana um greiða. Það er þeirra að útskýra fyrir henni hvað þeir ætla sér eftir að greiðinn hefur verið gefinn. Hver er þeirra tilgangur. Er tilgangurinn að þau eignist öll þarna barn saman eða ætla þeir sér að vera foreldrarnir og hafa barnið út af fyrir sig. 

Það var þeirra að útskýra þetta fyrir henni. 

Bakasana | 25. sep. '15, kl: 00:07:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

og hennar að kynna fyrir sér hvað það þýðir að ættleiða frá sér barn. 
Ég virkilega finn til með henni, en þetta er fullorðins ákvörðun sem hún tekur sjálf. 

Nói22 | 25. sep. '15, kl: 00:09:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei það var þeirra að útskýra fyrir henni hvað þeir ætluðu sér. Ef manneskja biður einhvern um greiða að þá er það manneskjunnar sem biður um greiðan að útskýra fyrir hinni manneskjunni hver tilgangurinn er.

Bakasana | 25. sep. '15, kl: 00:14:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Það er ekki "greiði" að biðja einhvern um að afsala sér foreldraréttindum. 
Ef fyrrverandi maðurinn minn bankar upp á hérna á morgun og biður mig um að ættleiða frá mér son okkar af því konan hans, sem er rosalega fín stelpa og góð mamma, vill svo gjarnan vera mamma hans þá er það ekki greiði sem ég bara samþykki því ég er svo liðleg týpa. 
tilgangurinn með ættleiðingu er nokkuð ljós hefði ég haldið. 

Nói22 | 25. sep. '15, kl: 00:25:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Auðvitað er það greiði. Hvað er þetta annað en greiði? Þegar þau byrjuðu á þessu að þá var ætlunin að gera þetta með glasafrjóvgun en það tókst ekki (fór tvisvar held ég). Í gegnum það ferli hélt Guðlaug að þau ætluðu að eiga þetta barn öll saman. En nei mennirnir ætluðu sér annað. Það var þá þeirra að segja henni það áður en farið var af stað með þetta allt saman að þeir ætluðu sér að hafa barnið út af fyrir sig. Setjast niður með henni og útskýra þeirra tilfinningar og ætlanir.

Humdinger | 25. sep. '15, kl: 10:46:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvernig er það ekki hennar að útskýra hvaða skilyrði fylgja greiðanum? Vegna þess að þetta er ekki bara fullkomnlega ósjálfselskur greiði sem hún gerir þeim og býst ekki við neinu í staðinn. Í raun býst hún við heilmiklu í staðinn og það hefði líka mátt koma í ljós frá hennar hlið.

Nói22 | 25. sep. '15, kl: 12:12:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þegar fólk biður aðra um greiða að þá er lágmark að útskýra allt í kringum þann greiða. Það er ekki þess sem gerir greiðann að spyrja um allt og fá allar hliðar. Það er þess sem biður um greiðann að útskýra. Hvað þá þegar þetta snýst um eins stórt mál og barnseignir.

alboa | 25. sep. '15, kl: 11:01:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Hún hefði átt að gera það líka. Þau hefðu öll átt að setjast niður og átta sig á væntingum hvers annars.


kv. alboa

Currer Bell | 24. sep. '15, kl: 23:58:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já sammála

en svo fóru þau allt aðra leið þegar þau fölsuðu faðerni barnsins! og þegar þessi misskilingur var þarna til að byja með þá er þetta nú orðið ansi flóknara við hinar aðstæðurna

af hverju ætti hún að vera svona "desperate" til að eignast barn og vera til í að ljúga ef hún hefur ekki haldið frá byrjun að þau væru að fara gera þetta saman

tjúa | 25. sep. '15, kl: 00:34:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En a dv.is stendur: Guðlaug segir í viðtalinu:

“Ég gekk alltaf út frá því að hún yrði frímerkt þeirra barn og myndi eiga heima hjá þeim. Þeir yrðu hennar foreldrar. Ég gekk hins vegar líka út frá því og trúði því að svo yrði litið á að hún ætti líka mömmu sem bara byggi annars staðar. Ég var á góðum stað í lífinu, mér leið vel, var komin yfir fertugt og vissi að ég vildi ekki eiga barn sjálf, ég vildi ekki vera ein með lítið barn á heimilinu.“

Vildi hun barn en vildi samt ekki barn? Vissi hun ekkert hvað hun var að gera?

Skreamer | 25. sep. '15, kl: 00:48:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég held að hún hafi gengið út frá því að fá að verða umgengnisforeldri.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

tjúa | 25. sep. '15, kl: 01:08:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvernig svosem þetta mal er þa er vont að nota þetta sem dæmi um staðgöngumæðrun. Eg held að þetta eigi fatt skylt með þvi. Og þo.
Mer finnst mjog erfitt að mynda skyra skoðun.

Skreamer | 25. sep. '15, kl: 01:33:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Ef þetta mál snerist um staðgöngumæðrun, þá hefði móðirin aldrei veirð með barnið á brjósti í þrjá mánuði heima hjá þeim sem tækju við barninu.  Henni virðist hafa verið talið í trú um að hún fengi að vera þátttakandi í lífi barnsins og hún virðist hafa treyst því sem henni var sagt.

Væri um staðgöngumæðrun að ræða hefði verið formlegt ferli þar sem báðir aðilar geta bakkað út, þar sem báðir aðilar eru að fullu upplýstir um öll smáatriði.  Fjórði aðili hefði ekki komið að málinu gegn sínum vilja sbr barnsfaðirinn.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

fjolubla | 25. sep. '15, kl: 10:30:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En ef báðir aðilar bakka út, hvað verður þá um barnið? Eða ef fólkið sem vill ættleiða bakkar út, td af því eitthvað er að barninu, þarf móðirin þá að sjá um barnið? Það eru svo ótrúlega margir óvissuþættir í svona máli.

Skreamer | 25. sep. '15, kl: 13:27:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvað verður um börn sem foreldrar vilja ekki?  Þau eru gefin til ættleiðingar.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

fjolubla | 25. sep. '15, kl: 10:33:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mér finnst hún aðallega vera að benda á að staðgöngumæðrun er flókin. Þú getur fengið tilfinningar sem þú bjóst ekki við að finna. Það var búið að tala um eitthvað fyrirkomulag og það jafnvel til skriflegt en svo er það ljóst þegar barnið fæðist að það hentar ekki.

Gunnýkr | 25. sep. '15, kl: 17:06:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hún vildi ekki ala upp barn.
Hún vill samt eiga samskipti við barnið.

Skreamer | 25. sep. '15, kl: 00:46:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég held nefnilega að þeir hafi tekið vel í það að eiga barnið með henni, eftir allt saman var þetta jú hennar líffræðilega barn en ekki þeirra svo þetta er frekar mikið ljótur leikur hjá þeim ef þeir létu hana halda að hún fengi að eiga sinn sess í lífi barnsins en sviku það svo.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Máni | 25. sep. '15, kl: 07:22:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Ég hef grun um að fyrirkomulagið hafi ekkert verið rætt.

Skreamer | 25. sep. '15, kl: 09:05:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er mikil einfeldni að halda það.  Auðvitað ræðir fólk svona hluti, svo þegar ekkert formlegt samkomulag er til staðar skiptir fólk um skoðun...nema það hafi alltaf ætlað sér eitthvað annað en um var rætt.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

svartasunna | 25. sep. '15, kl: 10:24:49 | Svara | Er.is | 0

Ef barn er rangfeðrað og svo ættleidd af eins og í þessu dæmi, tveim sem eru ekki blóðskyldir, hefur þá blóðfaðir engan rétt? Vitið þið það?

______________________________________________________________________

alboa | 25. sep. '15, kl: 11:04:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei. Ekki eftir að barnið er feðrað, eins og dómsmálið sannaði. Barnið var ættleitt af maka mannsins sem feðraði það og því var um stjúpættleiðingu að ræða. Samkvæmt öllum opinberum gögnum býr barnið með blóðföður sínum og var ættleitt af maka hans.


kv. alboa

ert | 25. sep. '15, kl: 11:09:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Barnið býr með föður sínum og var ættleitt af maka hans. Ég get ekki samþykkt að blóðfaðir geti verið alls óskyldur barni sínu. En faðirinn er vissulega faðir barnsins þar sem hann var gerður slíkur í feðrun.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

alboa | 25. sep. '15, kl: 11:12:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sagði aldrei að blóðfarið barnsins væri alls óskyldur barninu sínu. ??


kv. alboa

ert | 25. sep. '15, kl: 11:14:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

"Samkvæmt öllum opinberum gögnum býr barnið með blóðföður sínum"

Barnið býr ekki hjá líffræðilegum föður sínum ergo ef barnið býr hjá blóðföður sínum þá er sá óskyldur barninu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

alboa | 25. sep. '15, kl: 11:20:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

"Samkvæmt opinberum gögnum" er frekar mikið lykilatriði þarna. Maðurinn sem barnið býr hjá er skráður sem blóðfaðir barnsins og býr því barnið hjá blóðföður sínum samkvæmt þeim. Raunverulegi blóðfaðir barnsins er samkvæmt opinberum gögnum algjörlega óskyldur barninu. Í raun er hann það náttúrulega ekki og maðurinn sem er skráður líffræðilegi/blóðfaðir þess er í raun frændi þess.


Þú ert í þessu tilfelli annað hvort viljandi að misskilja eða snúa út úr.



kv. alboa

ert | 25. sep. '15, kl: 11:26:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég myndi ekki telja að slík skráning væri skráning á blóðföður. Ef það væri vilji til að skrá blóðfeður frekar þá menn sem teljast feður barna þá væri DNA gert í öllum tilfellum. Þetta er bara faðernisskráning. Ef þetta væri blóðföðurs skráning þá yrði að leiðrétta hana um leið og í ljós kæmi að hún væri röng. En það er hins vegar alls ekki leyfilegt nema að uppfyllstum mjög nákvæmum skilyrðum - skiptir engu hvað er hægt að sýna fram á varðandi DNA ef þeim skilyrðum er ekki fullnægt.

Þannig tel ég ekki að umskráningu á blóðföður sé að ræða.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

alboa | 25. sep. '15, kl: 11:33:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er gert ráð fyrir að fólk ljúgi ekki í þessari skráningu og í vissum tilfellum er það sjálfkrafa. Það er gert ráð fyrir að maki þinn sé faðir barnsins. Þá, til að nota lagalegu orðin, kynforeldrið.


kv. alboa

ert | 25. sep. '15, kl: 11:36:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú getur sagt faðir barnsins er Jón en ég vil að Gunnar maðurinn minn sé skráður faðir barnsins og enginn getur annað

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

alboa | 25. sep. '15, kl: 11:39:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef Gunnar er maki minn samkvæmt lögum (við í skráðri sambúð eða gift) þá yrði hann sjálfkrafa skráður faðir barnsins.


kv. alboa

ert | 25. sep. '15, kl: 11:41:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já sem þýðir að þú getur sagt satt um málið og það breytir engu. Þannig er ekki verið að skrá erfðafræðilegan föður.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

alboa | 25. sep. '15, kl: 11:43:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki alltaf. Hann er samt skráður kynforeldri barnsins samkvæmt opinberum gögnum. 


kv. alboa

ert | 25. sep. '15, kl: 11:45:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, þess vegna er skráning á kynforeldri ekki skráning á erfðafræðilegum tengslum.

Ef aðalmarkmið skráningarinnar væri að halda utan um erfðafræðileg tengsl þá þyrfti að skrá gjafaegg og sæðisgjafir sérstaklega.

Markmið um skráningu kynforeldra er að hafa á hreinu hver á hvaða rétt, en eru ekki mannerfðafræðilegar.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

alboa | 25. sep. '15, kl: 11:50:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þú getur ekki hætt að snúa út úr er það?


Guð hvað ég nenni þér ekki núna.


Kynforeldri, samkvæmt skilgreiningunni á því orði þegar kemur að ættleiðingu, er foreldrið sem er líffræðilega tengt barninu. Kjörforeldri er foreldrið sem ættleiddi það. Þegar barnið leitar uppruna síns ættu kynforeldrar þess þá að vera þeir foreldrar sem lögðu til erfðaefnið þegar það var búið til.

ert | 25. sep. '15, kl: 11:52:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þannig að sæðisgjafar og egggjarfar eru kynforeldri barna. OK.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bogi | 25. sep. '15, kl: 11:57:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi umræða er komin í hring :)
 Ýmist eru konurnar sem ganga með barnið kynmæður þess eða ekki - en það virðist fara eftir hentisemi. Þegar talað er um konur sem fá gjafaegg og ganga með barnið sjálfar þá eru þær líffræðilegar kynmæður barnsins. Hins vegar ef um er að ræða staðgöngumóður sem notar ekki sitt egg, þá er hún ekki kynmóðir barnsins.

Síðan flækjast málin enn meira ef móðirin hvorki gengur með barnið né leggur til eggið - er það von að maður verði ruglaður :)

ert | 25. sep. '15, kl: 12:01:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er nefnilega svakalega flókið. Nú verandi skráning miðar við réttindi, ekki við neina líffræði.

Hins vegar væri hægt að hafa skráningu svona:

Aðili 1 með réttindi foreldris

Aðili 2 með réttindi foreldris

Aðili sem lagði til sæði:

Aðili sem lagði til egg:

Aðili sem tók að sér meðgöngu.

Takið eftir því að ekkert af þessu kynbundið til að tryggja réttindi transfólks og annarra hópa hinsegin fólks

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Skreamer | 25. sep. '15, kl: 13:40:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Aðili 5 barnið sem er rangfeðrað og stjúpættleitt væntanlega með skjalafalsi.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

ert | 25. sep. '15, kl: 11:16:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Áttirðu að við að það sé opinber skilgreining að faðirinn sé blóðfaðir þess?

Ég efa að það sé hægt að túlka lögin þannig. Mér vitanlega er engin skilgreining á blóðföður í lögum, aðeins á föður.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

alboa | 25. sep. '15, kl: 11:30:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er reyndar talað um kynforeldra og kjörforeldra. Í þessu tilfelli býr barnið þá með einu kynforeldri sínu og einu kjörforeldri, samkvæmt opinberum gögnum/skilningi.


kv. alboa

ert | 25. sep. '15, kl: 11:31:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég get samþykkt það þar sem ég legg ekki alveg sama skilning í kynforeldri og blóðforeldri. Kynforeldri er lagalegt hugtak fyrir mér. Blóðforeldri er líffræðilegt fyrirbæri fyrir mér.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

alboa | 25. sep. '15, kl: 11:34:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kynforeldri er foreldrið sem leggur til erfðaefnið. Hvaða annan skilning leggur þú í orðið?


kv. alboa

ert | 25. sep. '15, kl: 11:37:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Foreldri sem er réttilega eða ranglega skráð foreldri á fæðingarvottorð.

Ef kynforeldri er foreldri sem leggur til erfðaefnið þá þarf sú skráning að vera rétt og þá þarf að leiðrétta hana í samræmi við upplýsingar á hverjum tíma.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

alboa | 25. sep. '15, kl: 11:40:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það ætti að vera þannig en er ekki gert því lögin heimila ekki að hróflað sé við feðrun nema af ákveðnum aðilum. Utanaðkomandi (s.s. menn sem telja sig vera feður barna) geta ekki óskað eftir að staðfesta rétt faðerni.


kv. alboa

ert | 25. sep. '15, kl: 11:42:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit það. Þess vegna veit ég að skráning á foreldri er ekki skráning á því að foreldri sé erfðafræðilega tengt því. Ekki einu sinni ef um móður er að ræða.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

alboa | 25. sep. '15, kl: 11:45:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sagði að samkvæmt opinberum gögnum væri maðurinn kynforeldri/blóðfaðir þess. Samkvæmt skilgreiningi á því á hann að hafa lagt til erfðaefnið. En raunveruleikinn er ekkert altlaf þannig. 


kv. alboa

ert | 25. sep. '15, kl: 11:50:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ok. Þannig að faðir sem eignast barn með gajfasæði og gjafaeggi er skilgreindur sem að hann hafi lagt til erfðaefnið og út frá því er gengið í öllum opinberum ferlum og sér í lagi á spítölum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bogi | 25. sep. '15, kl: 11:58:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það sem ert er að segja er að það er ekki skráð út frá erfðafræðilegum forsendum heldur lagalegum. Opinber gögn taka ekki á því hvort um sé að ræða erfðafræðilega tengt foreldri eða ekki, einungis lagalegan rétt og skyldur.

Helgenberg | 25. sep. '15, kl: 11:40:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er ekki beðið um dna við feðrun

alboa | 25. sep. '15, kl: 11:42:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki alltaf en stundum. Sá sem er skráður faðir barns við feðrun er samt kynforeldri og því sá sem lagði til erfðaefnið, samkvæmt opinberum gögnum.


kv. alboa

ert | 25. sep. '15, kl: 11:48:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að það kæmi upp í einvhers konar dómsmáli. sSgjum að kynforeldri hefði erfðasjúkdóm, allir vissu að erfðafræðilegur faðir barnsins væri annar og það væru gögn til um það, þetta hefði verið tæknifróvgun með sæði frá DK. barnið vildi svo láta athuga hvort það bæri þennan erfðasjúkdóm (barnið væri fullorðið og kollruglað) en spítalinn neitaði af þvi að það væri enginn ástæða þá bæri spítalanum samt að framkvæma erfðafræðilega rannsókn af því að opinberlega er barnið með erfðaefni kynforeldris.

Merkilegt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Klingon | 25. sep. '15, kl: 23:14:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

If and how and where and when.

Helgenberg | 25. sep. '15, kl: 11:55:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hið opinbera skikkar ekki fólk í dna, pointið er að skráning á föður er ekki sjálfkrafa skráning á að hann eigi erfðaefnið í barninu, bara alls ekki

Miss Lucy | 25. sep. '15, kl: 11:45:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mér finnst svolítið skautað framhjá þeirri staðreynd að Guðlaug og þessir tveir menn voru ekki á sömu blaðsíðunni sem gerir það að verkum að þegar hún skrifar undir ættleiðingarpappírana í þeirri trú að það koma ekki upp vandamál hvað varðar umgengni, enda taldi hún "þau" vera eignast barnið saman þar sem ekki yrði bitist um hverjir væru raunverulegir foreldar barnsins eða hvar þar yrði alið upp.

Í þessu tilfelli er verið að brjóta á bæði rétt barnsins að þekkja sína blóðforeldra og það var verulega brotið á rétti blóðföðurs í þessu máli, það er eitthvað sem bæði móðirin og kjörforeldar mættu hafa á bakvið eyrað og velta því upp hvernig þau ætla að útskýra og réttlæta það fyrir barninu þegar það fer að spyrja spurninga.

Finnst þetta lame framkoma hjá kjörforeldrum. Allar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að börn séu í tengslum við foreldra sína á meðan það skapar þeim ekki andlega eða líkamlega hættu, ég sé ekki í þessu máli að kjörforeldarar hafi foreldrishæfnismat til að styðjast við þegar þeir sögðu konuna vanhæfa til að ungangast barnið.

alboa | 25. sep. '15, kl: 11:47:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Barnið er í tengslum við foreldra sína. Það býr hjá þeim.


kv. alboa

Nói22 | 25. sep. '15, kl: 12:15:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei mennirnir eru ekki líffræðilegir foreldrar þessa barns. Guðlaug og þessi maður eru það. 


Og af hverju ertu að verja þessa menn svona rosalega? Þekkirðu þá eitthvað?

Helgenberg | 25. sep. '15, kl: 12:24:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

miss lucy sagði "foreldra" ekki "líffræðilega foreldra"

Nói22 | 25. sep. '15, kl: 12:29:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei alboa sagði það. 

Helgenberg | 25. sep. '15, kl: 12:41:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já líka, og alboa hefur rétt fyrir sér, barnið býr hjá foreldrrum sínum, það var engin að tala um líffræðilega foreldra, það vita allir sem horfðu að þau eru ekki foreldrar barnsins þar sem það er ættleitt, og ekki einu sinni feðrað sínum líffræðilega föður

Nói22 | 25. sep. '15, kl: 12:58:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og mér finnst þá rosalega kalt vitandi hversu mikil sorg þetta er fyrir blóðmóðurina (veit ekki með blóðföðurinn) að vera bara "hey barnið býr hjá foreldrum sínum. Tough shit fyrir Guðlaugu" svona eins og alboa virðist líta á þetta.


Guðlaug er greinilega brotin yfir þessu og mér finnst bara allt í lagi að virða aðeins hennar tilfinningar en ekki fara bara í hörkuna.

Miss Lucy | 25. sep. '15, kl: 13:35:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sagði blóðforeldra :)

Miss Lucy | 25. sep. '15, kl: 13:34:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég er að vísa í kynforeldra sína og þá sérstaklega móður þess.

Skreamer | 25. sep. '15, kl: 13:46:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Rangt, barnið býr hjá manni sem vísvitandi rangfeðraði það til að maki hans gæti stjúpættleitt það og þeir þar með útilokað móður þess frá frekari samskiptum við það.   Í mínum augum hafa þeir þarna gert nákvæmlega það sem margir óttast að gerist með staðgöngumæðrun...misnotað sér aðstöðu sína gagnvart manneskju sem er að gera þeim greiða, brjóta á réttindum barnsins og föður þess sem aldrei afsalaði sér réttindum og skyldum þeim sem fylgja því að feðra barn.

Í mínum huga geta þessir menn aldrei talist foreldrar barnsins, þeir eru fyrir það fyrsta að mínu mati óhæfir til þess þar sem þeir sýna mikinn dómgreindarskort og fara á svig við lög.  Siðferðislega flokkast þetta í mínum huga undir barnsrán en þeir eru bara svo rosalega heppnir að þeir hafa einhver lög á bak við sig þótt þeir hafi vissulega brotið önnur.  Það er túlkað þeim í hag.

Barnið á eftir að komast að sannleikanum einn daginn og geturðu ímyndað þér hvers konar líðan það verður?

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

alboa | 25. sep. '15, kl: 14:01:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég hef aldrei sagt að mér finnist þetta rétt eða að ég styðji þessa aðferð. Barnið býr samt sem áður með foreldrum sínum sama hvað fólki finnst eða upplifir í því samhengi. 


kv. alboa

Skreamer | 25. sep. '15, kl: 15:06:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já það býr hjá "foreldrum sínum" því það þekkir ekki annað en hvernig fer fyrir þessu barni þegar það kemst að sannleikanum?

Kona spyr sig.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

siolafs | 25. sep. '15, kl: 12:19:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er skautað létt yfir þá staðreynd að allt upphafið er lygi.

Nói22 | 25. sep. '15, kl: 12:25:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já sem ég get bara ekki séð að sé löglegt. Þannig að það er í lagi að ljúga um hvernig barn verður til, rangfeðra viljandi barn og ættleiða það svo og allt án þess að hinn rétti faðir fái þarna neina aðkomu eða neinn rétt? Og þetta er bara allt allt í lagi og hinn rétti faðir á engan rétt og menn sem enga aðkomu eiga að getnaði þessa barns eru hinir réttu "foreldrar"? 


Mér finnst þetta alveg svakalega skrítið og ef þetta er í alvörunni löglegt að þá er eitthvað mjög mikið að þessu kerfi okkar.

Skreamer | 25. sep. '15, kl: 13:31:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Barnið býr með manni sem vísvitandi rangfeðraði það.  Blóðfaðir barnsins hefur ekki haft neitt val í málinu.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

svartasunna | 25. sep. '15, kl: 13:12:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úffff.....hryllilegt

______________________________________________________________________

Skreamer | 25. sep. '15, kl: 13:29:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Stjúpættleiðing er ekki lögleg nema blóðforeldri samþykki það.  Þarna var barnið rangfeðrað og má því segja að ættleiðingin hafi verið ólögleg.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Miss Lucy | 25. sep. '15, kl: 13:39:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu máli og hvort blóðfaðirinn muni gera eitthvað meira í þessu. væri forvitnilegt að vita hvaða lagalegi grundvöllur sé fyrir ættleiðingunni.

Skreamer | 25. sep. '15, kl: 13:49:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þetta hefur vafalaust verið stjúpættleiðing en ef stjúptengslin eru sannarlega ekki til staðar þá væntanlega er ættleiðingin orðin að ólöglegum gjörningi.  Hitt er annað hvort það eitt og sér dugi til að fá henni hnekkt.  Viðhorf eins og þau að barninu sé best borgið þar sem það hefur alist upp virðast vega þyngra en siðferðisbresturinn á bak við veru þess þar.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

alboa | 25. sep. '15, kl: 14:03:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er búið að reyna á það fyrir dómi. Sá dómur sagði að sá sem er skráður faðir barnsins núna verður það áfram og því heldur ættleiðingin.


kv. alboa

alboa | 25. sep. '15, kl: 14:02:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er búið að hafna því að leiðrétta feðrunina fyrir dómi. Ættleiðingin stendur því.


kv. alboa

Skreamer | 25. sep. '15, kl: 15:06:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég veit það og það þýðir að við búum við fucked up system

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Skreamer | 25. sep. '15, kl: 13:29:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Núll rétt skv. íslenskum lögum.  Því friðhelgi einkalífs forræðisforeldra vegur hærra en réttur barns til að vera réttfeðrað.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Loudmouth | 26. sep. '15, kl: 22:17:08 | Svara | Er.is | 0

Þeir reka núðlustað þessir menn.

VanillaA | 27. sep. '15, kl: 11:43:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Núðluskálin?

VanillaA | 27. sep. '15, kl: 11:46:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Breytir engu, búin að sjá.

Kabumm | 27. sep. '15, kl: 16:53:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

What? Segðu mér? Ég missti greinilega af!

VanillaA | 27. sep. '15, kl: 18:26:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir (pabbarnir) eiga greinilega Núðluskálina. Get ekki ímyndað mér að ég sé að kjafta frá einhverju svakalegu leyndarmáli.

Kabumm | 27. sep. '15, kl: 20:11:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ókei takk, ég mun aldrei versla við þá aftur, ever.

Skreamer | 27. sep. '15, kl: 20:53:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Pant ekki versla við þá!!

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

isora | 29. sep. '15, kl: 11:19:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Afhverju er verið að ljóstra upp hverjir pabbarnir eru? Hún gerir það ekki og vildi örugglega ekki að það væri gert. Við vitum bara aðra hlið sögunnar. Það þarf ansi mikið að ganga á til að maður segir við frænku sínu sem maður er búinn að vera í miklum og nánum tengslum við að hún sé með geðsjúkdóm.


Þekki þetta fólk ekki neitt en finnst bara glatað að það sé verið að ljóstra upp um þá. 

presto | 29. sep. '15, kl: 20:55:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hvaða skilning heldur þú að þeir hafi á hormónasveiflum konunnar? Eða þolinmæði fyrir sængurkvennagráti og álíka, hún varð óþörf þegarhún varbúin að unga út barninu og rústaði öllu með því að bera tilfinningar til barnsins. 

VanillaA | 29. sep. '15, kl: 21:18:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sorry isora, en ég bara vorkenni pöbbunum ekkert, og skammast mín ekkert fyrir að hafa sett þetta hingað inn.
Þetta kom nú bara upp við fyrsta einfalda gúggl. Og jájá, ég er þá bara klikkuð að hafa haft fyrir því að gúggla þetta.

isora | 30. sep. '15, kl: 09:26:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Var alls ekki að segja að þú værir klikkuð. Bara að mér þætti þetta glatað.


Held bara það hjálpi ekki Guðlaugu Maríu að nálgast barnið ef pabbarnir fara að lenda í mega böggi frá ókunnugu fólki út af því að hún fór í viðtal.

VanillaA | 30. sep. '15, kl: 12:00:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei, þetta svar mitt um Núðluskálina eyðileggur sennilega allt fyrir Gullu.  Enda á hún enga vini og/eða  kunningja sem vita allt um þetta mál, og hverjir pabbarnir eru og hvaða stað þeir reka.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.7.2023 | 09:40
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 22.6.2023 | 15:07
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
Síða 9 af 46331 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, tinnzy123, Kristler, Bland.is, Guddie, Hr Tölva