Stjúpbarn, veikindafrísréttur?

rosalif88 | 27. feb. '15, kl: 10:35:48 | 1040 | Svara | Er.is | 0

Hæhæ. Á ég sem stjúpmóðir ekki rétt á að vera heima með veikt stjúpbarnið mitt? S.s. fæ ég ekki veikindafrí því ég er ekki blóðmóðir barnsins? Pabbinn (kærasti minn) fer alltaf mjög snemma út á morgnanna og ég sé um að vekja og koma barninu í leikskóla, þannig hann getur ekki metið ástandið og hringt sig inn veikann ef barnið er að byrja vera veikt því þá er hann farinn í vinnunna.
Getur einhver frætt mig um þetta?

 

Grjona | 27. feb. '15, kl: 10:37:22 | Svara | Er.is | 2

Mér þætti ákaflega undarlegt ef þú ættir ekki rétt á veikindadögum með barni sem býr hjá þér. En ég þekki ekki reglurnar.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

dekkið | 27. feb. '15, kl: 10:54:33 | Svara | Er.is | 0

Myndi vera fáranlegt ef svo væri ekki. Minn maður tók alveg veikindafrí með strákunum mínum þegar þeir veiktust. Engin sem setti út á það. Enda búa börnin hjá okkur. Held að vinnan geti ekkert sett út á það ef þú hringir þig inn með veikt barn.

rosalif88 | 27. feb. '15, kl: 10:58:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Yfirmaður minn tjáði mér allavega í morgun að ég ætti ekki rétt á veikindaleyfi því ég er ekki móðir barnsins, en hvað á maður að gera? Pabbinn vinnur í Keflavík og tekur rútuna þangað. Ekki fer maður að hringja í mömmuna í hvert skipti sem barnið verður veikt, hún er sjálf í vinnu og skóla. Getur stéttafélagið gefið mér einhverjar upplýsingar varðandi svona mál?

fortunecup | 27. feb. '15, kl: 10:59:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hringdu í stéttarfélagið - þetta þykir mér undarlegt.  

dekkið | 27. feb. '15, kl: 11:03:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vó ég hringdi í VR og fékk þau svör að það er bara blóðforeldrar! Ég er eiginlega orðlaus. Fyrrum stjúpa strákanna minna tók út veikindarétt barna með strákinn minn þegar hann bjó með þeim. Maðurinn minn tekur út fyrir strákana ef þess þarf. Minn fyrrverandi býr hinum megin á landinu og getur ekkert hoppað til að taka út veikindafrí. Mér finnst þetta bara svo rangt. Ef barnið býr hjá ykkur, þó það sé að hluta til þá gangið þið bæði í verkin varðandi barnið.

Máni | 27. feb. '15, kl: 11:05:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Virkilega. Það fara ekki allir atvinnurekendur eftir því.

dekkið | 27. feb. '15, kl: 11:07:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg bara gerði ráð fyrir að svona væri þetta. Meina á maðurinn minn sem er búin að ala yngri strákinn minn upp síðan hann var 8mánaða og er að verða 9 ára í dag semsagt ekki rétt á því að taka veikindafrí ef hann er veikur. Samt er hann framfærsluskyldur með hann og allur póstur sem stílaður er á barnið fer á manninn minn og reikningar frá skóla og þegar hann var í leikskóla fór á hann sjálfkrafa....

Felis | 27. feb. '15, kl: 11:13:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er ekki lengur automatískt að stjúpforeldrar séu framfærsluskyldir (og í raun töluverð vinna að koma því í gegn ef maður vill það)


en já þó að minn maki sé ekki framfærsluskyldur gagnvart barninu mínu þá fær hann allan póst fyrir barnið. Stórfurðulegt kerfi. Það er einsog ég og barnið mitt höfum hætt að vera sjálfstæðar verur þegar ég skráði mig í sambúð (já það er fullt af pósti til mín sem sendist á hann, sem betur fer reyndar ekkert alvarlegt - mest einhverjar betlbeiðnir)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

dekkið | 27. feb. '15, kl: 11:16:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ok, svo langt síðan við skráðum okkur í sambúð. En ég man hvað þetta fór pínu í mig fyrst eftir sambúða skrá að allt í einu hætti ég að fá póst varðandi börnin mín því það var allt sent á sambýlismanninn. Fer ekkert í mig í dag en það var pínu skrítið svona í byrjun sambúðar að vegna þess að hann var eldri þá fór sjálfkrafa allt á hann. En það er svo margt sem þarf að laga varðandi fjölskyldur í dag og þá aðalega blandaðar fjölskyldur.

Felis | 27. feb. '15, kl: 11:10:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þeir þurfa ekki að veita veikindarétt til stjúpforeldra en þeir geta það. Sama og þegar maður fer fram yfir veikindaréttinn þá geta atvinnurekendur alveg haldið áfram að gefa manni veikindadaga v. barna. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

dekkið | 27. feb. '15, kl: 11:12:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Finnst það bara sýna hve fjölskylduvænt fyrirtæki er ef það horfir framhjá þessu blóð eða ekki blóðforeldrar. Líka ef maður á barn sem hefur veikst mikið að horfa framhjá dögunum og leyfa jafnvel foreldrum í einstaka tilfellum nota sína daga svo það missir ekki laun.

Felis | 27. feb. '15, kl: 11:16:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég er alveg sammála
sonur minn var veikur í 5-6 vikur í haust, ég tók hann aðeins með mér í vinnuna (til að byrja með - vinn þannig að hann gat alveg kúrt hérna hjá mér - en svo fór þetta að taka of mikið á til að ég gæti unnið) en annars fékk ég þetta allt borgað. Yfirmaðurinn sagði að hann ætti nú ekki annað eftir en að valda mér aukaáhyggjum með því að ætla að halda aftur laununum mínum, ég gerði bara það sem ég gæti og kæmi þegar ég gæti. 


Vinnan hjá kærastanum mínum var ekki til í að gefa honum veikindadaga barna, hann ætti nú ekkert í þessu barni. Barnið vildi ekki vera hjá pabba sínum og mér fannst ekki koma til greina að ætla að auka eymd barnsins með því að ýta því þangað. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

dekkið | 27. feb. '15, kl: 11:19:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Vá pældu í þessu. Hann á ekkert í barninu. Nei nei en hann býr með ykkur, tekur þátt í ykkar daglega lífi og er stjúppabbi. Ég held að það sé rosalega ruglingslegt að vera stjúpforeldri í dag. Misvísandi skilaboð til þeirra úr samfélaginu öllu. 

Felis | 27. feb. '15, kl: 11:25:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

aha og barnið velur hann fram yfir pabba sinn any time, saknar hans þegar hann er ekki til staðar og fagnar honum þegar hann kemur heim. 


En hann á víst ekkert í barninu, hefur engar skyldur gagnvart því og ekkert. Well engar skyldur nema hann þarf að borga reikninga sem tengjast barninu - td. fengum við 1x sendan heim reikning frá spítalanum og það fór bara beint í heimabanka stjúpans. 
Stórfurðulegt kerfi. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

dekkið | 27. feb. '15, kl: 11:37:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þetta er svo steikt kerfi hérna. Virkilega steikt. Blóð er ekki allt. Hefur engin réttindi varðandi börnin jú nema að borga skuldir tengd þeim.

mars | 28. feb. '15, kl: 13:10:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta er fáránlegt. Sambýlismaður minn hefur t.d. tekið þátt í uppeldi dóttur minnar frá því hún var 5 ára eða í tæp 11 ár.
Pabbi hennar býr í öðrum landshluta þannig að hann gæti ekki einu sinni tekið veikindafrí á móti mér þótt við vildum það bæði, það erum bara ég og stjúppabbi hennar hér.

tóin | 28. feb. '15, kl: 20:18:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef að barnið er 16 ára þá eruð þið jafnsett varðandi fjarveru vegna veikinda barns - hvorugt ykkur getur, samkvæmt kjarasamningum, verið heima nema taka orlof :)

mars | 28. feb. '15, kl: 20:34:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sem er t.d. galli ef maður á hreyfihamlað barn.

tóin | 28. feb. '15, kl: 20:37:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er galli hvort sem um er að ræða maka, foreldri eða barn/stjúpbarn - að geta ekki sinnt viðkomandi (skv. kjarasamningi).  Mér finnst að þessir dagar eigi að nýtast í fleira en börn yngri en 13 ára - það sé í raun val starfsmannsins (hægt að takmarka það við nákomna ef vill).

alboa | 27. feb. '15, kl: 14:07:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég gjörsamlega næ ekki þessu "fjölskyldunúmera" kerfi. Hversu fáránlega asnalegt er það. Ef ég voga mér að eignast karl sem er eldri en ég, þá bara hætti ég að eiga barnið mitt eða? Ég hnakkreifst við einhverja konu í þjóðskrá á sínum tíma um þetta rugl. Enda verð ég að viðurkenna það að ef ég finn mér eldri karl þá mun ég seint skrá mig í sambúð aftur. Ég ætla ekki að láta allan póst um barnið mitt fara til hans.


kv. alboa

dekkið | 27. feb. '15, kl: 15:12:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

I dag fer þetta ekkert í mig. En það sem fór í mig að samkvæmt þjóðskrá á eg ekkert í elsta syni mínum sem er með lögheimili hjá pabba sínum. Ég ætlaði að fá fjölskyldukort hjá húsdýragarðinum go að sjálfsögðu skráði elsta barnið líka. Fékk símhringingu frá þeim að þau hafa flétt okkur upp í þjóðskrá og þar væri hann sko ekki skráður sonur minn heldur sonur pabba síns og stjúpmóður. Þá var hann nýfluttur og ég grét mikið eftir þetta símtal.


 Einnig má ég ekki lengur ráðstafa hans sparnaðareikningi sem ég opnaði og hef séð um. Nei ef ég vil núna t.d. breyta reikningnum eða taka út af honum þá þarf ég leyfi frá pabbanum sem hefur aldrei komið nálægt. Fáránlegt.

ComputerSaysNo | 28. feb. '15, kl: 15:06:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sem betur fer eru margir atvinnurekendur liðlegir í þessum málum.

rosalif88 | 27. feb. '15, kl: 11:06:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vá hvað ég er hissa á þessu! Stjúpforeldra eiga greinilega engan rétt!

Gunnýkr | 27. feb. '15, kl: 11:57:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Samkvæmt kjarasamningum hjá stéttarfélaginu sem ég vinn hjá stendur
,,Með vísan til reglna um greiðslur vegna veikinda barna er það sameiginlegur skilningur aðila að með foreldri sé einnig átt við fósturforeldri eða forráðamann sem er framfærandi barns". Þannig að samkvæmt þeim samningi eiga stjúpforeldrar þennan rétt líka.

Felis | 27. feb. '15, kl: 11:59:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða stéttarfélag er þetta? Ég og kærastinn erum hjá VR

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Gunnýkr | 27. feb. '15, kl: 12:04:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hjá Flóanum. 
Ég hélt bara að það væri alltaf miðað við hvort barnið byggi á heimili hjá stjúpforeldri. Ef það býr hjá stjúpforeldri er það framfærsluaðili. 
Mér finnst þetta stórkostlega undarlegt... segi ekki annað.

Felis | 27. feb. '15, kl: 12:05:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei stjúpforeldri er ekki framfærsluskylt þó að barnið búi hjá því

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Gunnýkr | 27. feb. '15, kl: 12:10:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ekki framfærsluskylt en ef barnið býr heima hjá stjúpforeldri er það væntanlega framfærsluaðili.

alboa | 27. feb. '15, kl: 14:10:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, ekki ef það fer ekki með forsjá barnsins.


kv. alboa

Gunnýkr | 27. feb. '15, kl: 14:17:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei það er kannski rétt hjá þér. 
Fannst bara eins og stjúpforeldrið gæti verið framfærsluaðili þó það væri ekki með forsjá eða framfærsluskylt. 

Felis | 27. feb. '15, kl: 14:21:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er það örugglega oftast í praxis þó að það sé ekki skylda

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 27. feb. '15, kl: 12:06:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þaes ekki nema sjúpforeldrið sé líka með forsjá yfir barninu



Stjúpforeldri og sambúðarforeldri ber einnig skylda til að framfæra barn maka síns en sú framfærsluskylda er einungis virk meðan hjúskapur eða sambúð við foreldri barns varir og einungis ef viðkomandi fer með forsjá barnsins ásamt foreldri þess.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

alboa | 27. feb. '15, kl: 14:09:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, stjúpforeldri er ekki framfærsluskylt nema vera forsjáraðili og það gerist ekki sjálfkrafa.


kv. alboa

1122334455 | 27. feb. '15, kl: 21:09:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig gerist stjúpforeldri forsjáraðili? Geta þrír eða fjórir deilt forsjá?

alboa | 27. feb. '15, kl: 21:11:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, bara tveir geta verið forsjáraðilar. Til að stjúpforeldri verði forsjáraðili þarf foreldrið sem það býr með að fara eitt með forsjá og gera samning við stjúpforeldrið um forsjá. Ef foreldrar fara sameiginlega með forsjá verður stjúpforeldri ekki forsjáraðili.


kv. alboa

1122334455 | 27. feb. '15, kl: 21:13:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bara bull. Ef foreldrar fara saman með forsjá þá finnst mér persónulega að stjúp-foreldrið eigi bara að vera  hluti af þeim samning, oftast er nú fólk í sameiningu að koma þessum börnum á legg.

1122334455 | 27. feb. '15, kl: 21:13:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bull í lögunum, ekki í þér alboa :)

alboa | 27. feb. '15, kl: 21:15:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju ætti barn að þurfa 3-4 forsjáraðila? Það verður bara ótrúlega flækja og óþarfi. 


Stjúpforeldrið er alveg hluti af þessu og er ekkert minna foreldri barnsins þó það sé ekki með forsjá.


kv. alboa

1122334455 | 27. feb. '15, kl: 21:17:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Barn þarf ekki 3-4 forsjáraðila, en þegar veikindaréttur er tengdur við forsjá þá má alveg skoða það. Því ef foreldrar eru skilin þá er oft 3. og 4. aðilinn að sinna barninu. Eða breyta þessu með veikindarétt barna og hafa hann fastan lögheimilinu óháð því hver kom þessu barni í heiminn.

alboa | 27. feb. '15, kl: 21:19:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta með veikindaréttinn er náttúrulega bara bull og líklega leifar frá því að stjúpforeldrar fóru nánast sjálfkrafa með forsjá. Þetta ætti náttúrulega bara að vera tengt barni sem býr á heimilinu, sama hver á það á pappírum.


kv. alboa

1122334455 | 27. feb. '15, kl: 21:22:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var eina ástæðan fyrir því að ég kom með þessa tillögu að hafa fleiri forsjáraðila, börn þurfa auðvitað ekki heilan her af fólki í kringum sig og það var ekki hugsunin :)

tóin | 27. feb. '15, kl: 12:26:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta ákvæði er einnig í kjarasamningi VR og SA - grein 8.5.

Hvort það eigi við sambýlisfólk er spurning - en ég myndi hringja aftur í stéttarfélagið og óska eftir þeirra túlkun, skriflega, á þessu ákvæði greinarinnar.

Felis | 27. feb. '15, kl: 13:09:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nú ok - þegar ég spurði vr þá var mér sagt að það væri vinnuveitandans að ákveða hvort þeir leyfðu þetta eða ekki. Það passar við svörin sem Dekkið fékk frá VR. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

alboa | 27. feb. '15, kl: 14:11:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stjúpforeldri er hins vegar hvorki sjálfkrafa forsjáraðili né er það fósturforeldri.


kv. alboa

Gunnýkr | 27. feb. '15, kl: 14:20:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gerði mér grein fyrir að stjúpforeldri væri ekki fósturforeldri.
ég gerði hélt bara að fólk gæti verið með framfærslu þó það væri ekki framfærsluskylt.Stjúpdóttir mín bjó hjá mer og ég var ekki með forræði yfir henni en taldi hana minu framfæri því ég sá vissulega fyrir henni líka. 
Þessi hugtök framfærsla og framfærsluskylda eru eitthvað að renna saman hjá mér.

tóin | 27. feb. '15, kl: 16:47:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sammála því :)

alboa | 27. feb. '15, kl: 14:08:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stjúpforeldri er ekki sjálfkrafa forráðamaður. Það er heldur ekki fósturforeldri.


kv. alboa

Grjona | 27. feb. '15, kl: 14:12:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fóstur er ekki stjúp.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Felis | 27. feb. '15, kl: 14:20:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vá hvað ég sá ekki þetta orðalag


það er mjög skiljanlegt að þetta nái til fósturforeldra þó að þetta nái ekki til stjúpforeldra
það myndi reyndar henta mér ef stjúpforeldrar gætu líka tekið veikindadaga en ég "skil" alveg af hverju það er ekki

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Gunnýkr | 27. feb. '15, kl: 14:23:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei nei áttaði mig á því. 
Var að vísa í forráðamann....

Arrtó | 28. feb. '15, kl: 00:45:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fósturforeldri er ekki það sama og stjúpforeldri

Gunnýkr | 28. feb. '15, kl: 00:50:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ohh í alvöru. Vissi það ekki.

EvilKitty | 27. feb. '15, kl: 12:56:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vó. Þetta er bara.... kreisí!

Þetta hefur aldrei nookurn tímann verið vandamál hjá mér varðandi mína vinnuveitendur, enda allir sem sína því skilning að ég er foreldri barnsins ekki síður en blóðforeldrarnir og það að við séum ekki blóðskyld gerir mína fjölskylduábyrgð, og ábyrgð á uppeldi og velferð ekkert minni!

Chaos | 27. feb. '15, kl: 14:26:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sorrý en hver í ósköpunum gaf þér þetta svar?!? Ég er búin að skoða báða kjarasamningana sem VR er aðili að og í þeim báður sem segir eftirfarandi: 


"Það er sameiginlegur skilningur aðila, að með foreldri sé einnig átt við fósturforeldri eða forráðamann, sem
er framfærandi barns og komi þá í stað foreldris." 


Bæði  í Kjarasamning VR og SA og VR og FA kemur þetta fram í kafla 8.5. Ath. þeir jafngilda í raun lögum, svo það má ekki brjóta í bága við þá. 

Chaos | 27. feb. '15, kl: 14:32:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sem sagt, stjúpforeldri getur bara víst átt rétt á veikindadögum, sé það framfærandi barnsins. 

Felis | 27. feb. '15, kl: 15:21:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

stjúpforeldri er hvorki fósturforeldri né forráðamaður (almennt séð)
stjúpforeldri hefur heldur ekki framfærsluskyldu gagnvart barninu

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

dekkið | 27. feb. '15, kl: 15:15:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hringdi áðan upp í VR og spurði að þessu. Þetta var svarið sem ég fékk.

Anímóna | 28. feb. '15, kl: 14:33:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í alvöru? Skv. einhvreju sem VR sagði við minn mann á hann veikindarétt út á stjúpdóttur sína því hún er með lögheimili hjá honum (og fjölskyldunúmer hans í þjóðskrá)

dekkið | 28. feb. '15, kl: 14:59:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta var mér sagt þegar ég bjallaði. 

músalingur | 28. feb. '15, kl: 14:37:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er fáranlegt en svo eins og barnsfaðir minn býr úti á landi og ég er því alein með strákinn minn og ég fæ ekki auka veikindadaga. 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Söluráðgjafi Volare www.volare.is

Grjona | 27. feb. '15, kl: 11:10:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tala við verkalýðsfélagið þitt.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

hillapilla | 28. feb. '15, kl: 10:27:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég myndi nú bara ekkert spyrja, bara tilkynna veikindi barns.

Felis | 27. feb. '15, kl: 11:04:22 | Svara | Er.is | 0

nei, þegar ég kannaði þetta í vetur þá komst ég að því að kærastinn minn á ekki veikindarétt vegna sonar míns - það er hinsvegar til í dæminu að yfirmenn séu liðlegir (hans eru það ekki, ekki í svona málum).


Það er kannski spurning ef þið byrjuðuð saman fyrir nógu löngu til að þú sért framfærsluskyld gagnvart börnunum, ég er svosem ekki viss. Semsagt kannski fylgir veikindaréttur framfærsluskyldu.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Steina67 | 27. feb. '15, kl: 11:40:48 | Svara | Er.is | 0

Þú átt ekki rétt á veikindaleyfi vegna stjúpbarns.  Þeir dagar eru ætlaði foreldrunum sjálfum.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

raudmagi | 27. feb. '15, kl: 12:01:54 | Svara | Er.is | 0

Held að þú eigir ekki rétt á veikindadögum fyrir stjúpbarn en flest fyrirtæki veita samt veikindadaga.

BlerWitch | 27. feb. '15, kl: 12:05:23 | Svara | Er.is | 0

Strangt til tekið áttu ekki rétt á veikindadögum vegna stjúpbarns. En ég myndi nú bara hringja mig inn veika "vegna barns" og ekkert vera að fara nánar út í það.

dekkið | 27. feb. '15, kl: 12:09:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski á hún ekki önnur börn og vinnuveitandi veit að þetta er stjúpbarn.

BlerWitch | 27. feb. '15, kl: 12:27:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski.

mugg | 27. feb. '15, kl: 12:25:59 | Svara | Er.is | 0

Þú átt ekki rétt samkvæmt kjarasamning, barnið á bæði móðir og faðir sem iega rétt á veikindadögum

strákamamma | 27. feb. '15, kl: 19:09:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

alveg meingallað kerfi...  hvað ef annað blóðforeldri barnsins er í engu sambandi við barnið....eða býr á Ísafirði og barnið í rvk....eða lifir sínu lifi algerlega barnlæaust þegar það eru ekki þess vikur/dagar...


þetta er algerlega meingallað

strákamamman;)

rosalif88 | 27. feb. '15, kl: 13:11:55 | Svara | Er.is | 0

Ég s.s. hringdi í verkalýðsfélagið Hlíf og útskýrði mitt mál, að þegar ég vek barnið þá er það veikt og pabbinn kominn í vinnu í Keflavík (tók rútuna) og kemst ekki til baka. Þá hringi ég í vinnuna og tilkynni að ég komist ekki út af veikindum hjá barninu, þá er mér tjáð að ég eigi engan rétt því ég er ekki blóðmóðir þess. Sem er auðvitað fáránlegt því maður annast stjúpbarn sitt eins og manns eigins!
Þær sögðu þetta vera góðan punkt og þessu þyrfti að breyta, stjúpforeldrar þurfa meiri rétt, en flest fyrirtæki lýta framhjá svona veikindadögum nema um sparnað sé að ræða, sem er greinilega í mínu tilfelli.

Steina67 | 27. feb. '15, kl: 14:19:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það gengur reyndar strætó frá Keflavík í bæinn svo hann ætti nú alveg að komast til baka

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

strákamamma | 27. feb. '15, kl: 19:10:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

og þá er sjúpmamman nú þegar búin að missa af mikum tíma í sinni vinnu vegna þess að það tekur tíma að fara á milli

strákamamman;)

Gunnýkr | 27. feb. '15, kl: 14:28:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ertu með forræði yfir barninu?

daggz | 27. feb. '15, kl: 15:22:18 | Svara | Er.is | 0

Þetta virðist miðast við framfærsluskyldu. Í kjarasamningum hjá manninum mínum er tekið fram að ,,með börnum er einnig átt við fósturbörn og börn á framfæri skipverja" þannig hann gæti tekið veikindadag vegna stráksins míns þar sem hann er á hans framfæri (hann er með forræði og þ.a.l. framfærsluskyldur). Annars ætti hann engan rétt.

--------------------------------

Arrtó | 28. feb. '15, kl: 00:50:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En fóstur er ekki það sama og stjúp

daggz | 28. feb. '15, kl: 12:46:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahhh? Í ALVÖRU!?

Ég veit það fullvel! Hvar tek ég það fram að stjúpforeldri sé fósturforeldri? Lastu ekki allt? ,,OG börn á framfæri skipverja". Minn maður fær veikindarétt vegna barnsins sem hann er ekki blóðtengdur vegna þess að hann er með forsjá og þ.a.l. framfærsluskyldur. Ég er ekki að rugla honum saman við fósturforeldri.

--------------------------------

Medister | 27. feb. '15, kl: 18:50:19 | Svara | Er.is | 1

Mér myndi bara ekki detta í hug að vera heima með veikan krakka sem ég ætti ekkert í.

GuardianAngel | 27. feb. '15, kl: 19:31:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað myndiru þá gera við barnið?

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

Medister | 27. feb. '15, kl: 20:18:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Láta foreldri þess sjá um það.

dekkið | 27. feb. '15, kl: 19:45:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

ohh hvað ég yrði hrikalega sár ef þetta er sú hugsun sem stjúpi minn hefði haft um mig og bróður minn. Því hann á alveg helling í okkur þó svo að við séum ekki blóðtengd. 

alboa | 27. feb. '15, kl: 20:21:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ég yrði líka ótrúlega sár ef stjúpa barnsins mín myndi hugsa svona. Efast stórlega að þær.myndu tengjast mikið ef þetta væri viðmótið.

kv. alboa

Medister | 27. feb. '15, kl: 20:45:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er vonlaus stjúpa, mér leiðast börn og sérstaklega ef ég á þau ekki sjálf. En ég er búin með þennan pakka, aldrei aftur.

1122334455 | 27. feb. '15, kl: 21:11:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ömmubörnin eiga eftir að koma :)

alboa | 27. feb. '15, kl: 21:13:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Mér leiðast líka annarra manna börn alveg hrikalega. Ég hugsaði samt ekki svona um barnið sem fyrrverandi kærastinn minn átti. Eitthvað sem kallast að vera fullorðinn og haga sér eins og slíkur.


kv. alboa

Medister | 28. feb. '15, kl: 10:38:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Maður getur alveg verið almennilegur við börn þau manni leiðist þau, ég var aldrei vond stjúpa þó mér leiddist hlutverkið. En ég hefði alfarið látið pabbann sjá um vekindadagana, enda hans barn. Svo skilur fólk oft og þá hittir jafnvel stjúpforeldrið barnið aldrei aftur, barnið sem var sko alveg "eins og mitt eigið".

En fólk hefur þetta eins og það vill, mér er sama.

dekkið | 28. feb. '15, kl: 12:56:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sem betur fer eru ekki allir sem skilja við barnið í leiðinni. Frændi minn var stjúppabbi í mörg ár. Sambandið gekk ekki upp og hann tók barnið aðra hvora helgi og sinnti því. Blóðfaðir ekki mikið inn í myndinni. Nú er hann fluttur erlendis og er með nýja konu og stjúpbarnið eyddi t.d. jólunum hjá honum og fer reglulega í ferðir til hans. 
En eins og þú segir stjúpforeldra hlutverkið er alls ekki fyrir alla og ekkert að því.

svartasunna | 28. feb. '15, kl: 20:50:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Èg skil þinn punkt bara mjög vel.

______________________________________________________________________

dekkið | 27. feb. '15, kl: 21:05:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og ef þetta væri viðhorfið hjá minum manni yfir strákunum mínum frá fyrra sambandi þá væri hann löngu farin. Við eigum eitt barn saman og þegar ég spurði hann hvort hann vildi fleiri þá sagði hann nei afhverju, við eigum jú þrjú..

1122334455 | 27. feb. '15, kl: 21:11:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sem betur fer er fólk misjafnt :)

svartasunna | 27. feb. '15, kl: 21:14:31 | Svara | Er.is | 0

Svipað og að fyrirtæki horfa oft framhjã því ef einstætt foreldri með engan stuðning fer yfir sína 2 vveikindabarnadaga í mànuði, þau þurfa það ekki lagalega en flest sýna stuðning.

______________________________________________________________________

tóin | 27. feb. '15, kl: 21:30:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

launamaður ávinnur sér ekki rétt til tveggja "fjarvistadagur vegna veikinda barns"  í mánuði.

Hann á max 12 daga á hverju 12 mánaða tímabili og þá eingöngu vegna barna undir 13 ára aldri.

svartasunna | 27. feb. '15, kl: 21:34:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Èg sagði fer yfir sína 2 daga s.s. daga starfsmannsins.

______________________________________________________________________

tóin | 27. feb. '15, kl: 21:39:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ok, þú meinar að hann noti áunninn veikindarétt sinn til að vera heima með barni sem er veikt? - ég las þetta þá vitlaust :)

við skulum vona að starfsmaðurinn verði þá ekki veikur sjálfur.

svartasunna | 27. feb. '15, kl: 21:44:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Èg meina að einstætt foreldri með engan stuðning + ung börn er ekki að fara að vera bara 2 daga í burtu í mánuði vegna veikinda yfir veturinn. Enda á maður náttúrlega bara að hætta þessu rugli og fara á bætur.

______________________________________________________________________

Grjona | 28. feb. '15, kl: 06:32:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú sagðir veikindabarnadaga, eðlilegt að fólk álykti að þú sért að tala um veikindi barna, ekki satt?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

svartasunna | 28. feb. '15, kl: 09:05:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ah mikið rètt. My bad.

______________________________________________________________________

Grjona | 27. feb. '15, kl: 21:33:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Tvo daga á mánuði í veikindi barna? Hvar fyrirfinnst slíkur lúxus?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

svartasunna | 27. feb. '15, kl: 21:35:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það væri gaman að vita.

______________________________________________________________________

tennisolnbogi | 27. feb. '15, kl: 23:19:16 | Svara | Er.is | 0

Ég er greinilega heppin með yfirmann, var einhvern tímann að velta þessu fyrir mér og fékk þá að vita að sama hvað stéttarfélagið segði þá fengi ég þessa daga ef þess þyrfti. Barnið er samt ekki einu sinni með lögheimili hjá okkur.

saedis88 | 28. feb. '15, kl: 09:11:27 | Svara | Er.is | 0

kærasti minn á veikindarétt með börnunum mínum, við erum skráð í sambúð og börnin búa hjá okkur.

Felis | 28. feb. '15, kl: 10:23:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það bara gefur honum engan rétt því miður

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

saedis88 | 28. feb. '15, kl: 10:25:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hann var að kanna þetta um daginn og fékk þær upplýsingar að hann ætti x marga daga og tók veikindadag og það kom fram á launaseðli er ég nokkuð viss umþ 

tóin | 28. feb. '15, kl: 20:23:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er ekki þar með sagt að hann hafi rétt á því samkvæmt kjarasamningi (þeir eru reyndar ekki allir nákvæmlega eins) - vinnuveitendur geta hins vegar veitt þessi frí á launum ef þeim sýnist svo, kjarasamningar eru lágmarksréttindi og vinnuveitendur geta í raun bætt eða aukið við þau að vild.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Síða 1 af 47880 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, annarut123, paulobrien, Paul O'Brien, tinnzy123, Bland.is, Guddie