stofna kennitölu

sept08 | 3. sep. '15, kl: 21:11:03 | 503 | Svara | Er.is | 0

Núna hef ég verið að velta fyrir mér hvert maður snýr sér til að stofna kennitölu. Og hvað kostar það? Er með ódýra voru sem mig langar að koma í veslanir.

 

thobar | 3. sep. '15, kl: 21:35:40 | Svara | Er.is | 0

Spurning hvort það borgi sig.
Hvað áætlar þú að veltan verði pr. mánuð.

Norðurbui | 3. sep. '15, kl: 22:48:41 | Svara | Er.is | 0

Þú sækir um kennitölu hjá skattinum.

Steina67 | 4. sep. '15, kl: 08:03:43 | Svara | Er.is | 0

Kennitala kostar að mig minnir 130.500 en þarft að stofna félag fyrir kennitöluna.


Það er ágæt regla að stofna ehf þegar þú ert farinn að fá innkomu.


Fyrirtækjaskrá sér um þetta og þú sérð allt um þetta á rsk.is. Svo er gott að hafa endurskoðanda til að ráðfæra sig við.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Alli Nuke | 4. sep. '15, kl: 12:28:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og enn betra að vita að þegar þú stofnar ehf. þá þarftu að fara á launaskrá og greiða þér einhver lágmarkslaun skv. viðmiði rsk, líklega kemstu ekki upp með minna en 350.000 sem uppgefin laun. Og laun kosta því þú þarft að greiða tryggingagjald og í þessa helvítis glæpastarfsemi sem lífeyrissjóður er, það kostar þig 20% ofan á uppgefin laun.

Þannig að þú þarft að vera tilbúin til að þurfa standa skil á ca. 55.0000 kr. til hins opinbera og einhvers lífeyrissjóðs í hverjum einasta mánuði, alveg óháð því hvort þú sért með tekjur til þess eða ekki.

Trolololol :)

Alli Nuke | 4. sep. '15, kl: 16:53:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvaða froðuheili gaf mínus fyrir þetta svar? Er eitthvað í því sem er ekki rétt?

Trolololol :)

Steina67 | 4. sep. '15, kl: 16:58:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er það sem fylgir því að stofna félag og reka.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Alli Nuke | 4. sep. '15, kl: 17:27:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jamm, það er gott að vita að það er ekki nóg að fá sér kennitölu, það kostar meira en bara startgjaldið.

Trolololol :)

Bannað bannað Helvítis | 4. sep. '15, kl: 18:54:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Aha, þessvegna á fólk að fá sér frekar sf. þegar um svo séð engan eiginlegan rekstur er að ræða.

Mig grunar að þetta sé enn einn Aliexpress græðarinn.

Chaos | 4. sep. '15, kl: 17:04:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mjög margir sem ég þekki eru að komast upp með 250 á mánuði. Sennilega mismikið eftirlit eftir stéttum.

Triangle | 4. sep. '15, kl: 19:18:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Yep. Þetta með 350 lágmark er kjaftæði.

Steina67 | 5. sep. '15, kl: 08:41:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki menn sem komast upp með mikið minna en þetta, allt að helmingi minna.


T.d þarf pabbi sem bóndi ekki ad vera með meira en 135.000 í reiknað endurgjald.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Chaos | 4. sep. '15, kl: 17:03:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ehf er fínt ef þú ert annað hvort að fá það mikinn pening að þú vilt halda honum inni í félaginu eða ef þú ert að taka fjárhagslega áhættu og getur látið félagið gera það. Annars myndi ég sennilega frekar stofna slf, minna umstang og kostnaður.

Steina67 | 4. sep. '15, kl: 17:04:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er reyndar rétt.  En alger óþarfi að stofna félag fyrr en þú ert farin að fá það miklar tekjur.  Stofnaði sjálf slf í vor en það er svosem ekkert mikið minna umstang en ehf.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Chaos | 4. sep. '15, kl: 17:10:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það kostar aðeins meira að stofna ehf auk þess sem þú þarft að eiga hlutafé, þú þarft að skila ársreikning ef þú ert með ehf (sem kostar um tugi þúsunda) en ekki ef þú ert með slf. Formsreglur ehf eru meiri en slf. Á móti kemur að með ehf getur þú fært eign milli ára án þess að greiða skatt, greiðir hann bara þegar þú borgar þér arð. Hjá slf er það þannig að þú borgar skatt af öllu eigin fé, hvortr sem það er tekið út eða ekki. Allavega síðast þegar ég tjekkaði.

Chaos | 4. sep. '15, kl: 17:12:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og þú ert bókhaldsskyld ef þú ert með ehf en ekki slf. 

Steina67 | 4. sep. '15, kl: 17:13:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú þarft að eiga stofnfé í slf svo það verði ekki álitið sem skattagjörningur að stofna þannig.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Chaos | 4. sep. '15, kl: 17:14:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú þarft ekki stofnfé þegar kemur að slf. Hvernig skattagjörnin er hægt að framleiða með slf? Ekki spurt agressívt :)

Steina67 | 4. sep. '15, kl: 19:23:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er 36% skattur í slf og ef þú ert ekki með stofnfé að þá geta þeir skattlagt slf sem einstakling. semsagt skattagjörningurinn er að þú ert að reyna að komast upp með að greiða lægri skatta

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Chaos | 4. sep. '15, kl: 19:47:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú þarft að skýra þetta aðeins betur út, ég veit að fiff með persónulega ábyrgð í tengslum við eignahluta getur orðið til þess að skatturinn telji að um málamyndagjörning sé að ræða. En hvernig skortur á stofnfé (sem er ekki er mælt fyirr um í lögum) getur orðið til þess að skatturinn áliti þetta skattagjörning fatta ég ekki alveg. 


Þú ert með reglur um reiknað endurgjald og svo greiðir þú 36% af öllum tekjum (að frádreiddum kostnaði auðvitað). Eina leiðin sem mér dettur í hug í þessari stöðu, ætlir þú að komast hjá greiðslu hluta skattanna, er að vera með mjög lágt reiknað endurgjald. Ef skatturinn sér svo að þú varst að brjóta reglurnar þá borgar þú skatt aftur í tímann af því gjaldi sem þú réttilega áttir að greiða. Þar get ég ekki sé að stofnfé breyti miklu. 


En kannski er mér að yfirsjást. Allavega veit ég að þetta kemur út nokkurn veginn á sama stað hvort sem þú ert með ehf eða slf hvað skattinn varðar - nema þú ætlir að halda pening inni í félaginu. 

Chaos | 4. sep. '15, kl: 17:11:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekkert mál að vera bara með vsk númer á eigin kennitölu en oft skemmtilegra og meira pró að vera með fyrirtækiskennitölu. En ef fólk er með lítinn rekstur er vsk númer alveg nóg. :)

Bannað bannað Helvítis | 4. sep. '15, kl: 18:54:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sf. heitir það. :)

Ég á þannig.

Chaos | 4. sep. '15, kl: 19:02:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

slf er samlagsfélag - sf er sameignarfélag. Í sf bera allir félagsmenn persónulega ábyrgð á skuldunum. Í slf ertu með aðalmann, sem ber ábyrgð, og svo aukamann/samlagsmann, sem ber ekki ábyrgð. Oftast skipt 99% eignahluti og 1% eignalhluti. Ef eigandinn er í raun einn þá myndi ég segja að slf sé málið því það vill enginn vera aukamaður en samt bera fulla ábyrgð. 

Bannað bannað Helvítis | 4. sep. '15, kl: 19:05:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ó sorrí, ég var að rugla þessu saman. :)

En það er mun sniðugra samt að stofna sf. í svona sporum.

Chaos | 4. sep. '15, kl: 19:08:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá þarf þessi einstaklingur að finna e-n sem vill taka á sig persónlega ábyrgð á öllum skuldum félagsins. Ef hann stofnar slf þá þarf hann þess ekki. 


Ef ég væri þessi einstklingur þá myndi ég byrja á því að stofna vsk númer á eigin kennitölu og sjá hvernig rekstrinum vegnar. 

Steina67 | 4. sep. '15, kl: 19:19:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar þú stofnar slf þá eru t.d tveir aðilar sem sem bera ábyrgð bara á sínum hluta t.d 90/10 eða 70/30.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Chaos | 4. sep. '15, kl: 19:24:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eða 99% og 1% :) Ef þú ert með sf bera tveir aðilar eða fleiri 100% ábyrgð á öllu. 

Steina67 | 4. sep. '15, kl: 19:30:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

99/1 % er bara ekki trúverðugt . Var að stofna slf bara núna í vor ig var með endurskoðanda með mér í þessu.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Chaos | 4. sep. '15, kl: 19:48:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Trúverðugt í hvaða samhengi? Síðast þegar ég vissi var ekki nein krafa um vinnuframlag félagsmanna í lögum. 

ID10T | 4. sep. '15, kl: 18:50:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur líka stofnað slf, það er eitthvað ódýrara.

siolafs | 4. sep. '15, kl: 14:45:57 | Svara | Er.is | 0

hvar ætlar þú að finna veslanir

Bannað bannað Helvítis | 4. sep. '15, kl: 18:52:37 | Svara | Er.is | 0

Langsniðugast að stofna sf.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Síða 1 af 47415 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Paul O'Brien, Guddie, annarut123, Bland.is, paulobrien, Hr Tölva, Kristler