Strætó og Kórónuveiran - Eiga strætisvagnar og Borgarlína einhverja framtíð ?

kaldbakur | 13. maí '20, kl: 05:24:55 | 579 | Svara | Er.is | 0

Strætó á höfuðborgarsvæðinu gengur tómur 99% ferða sinna um götur Reykjavíkur.
Þetta eina % ferða sinna sem Strætó er ekki nánast tómur er á vissum leiðum á áhveðnum tíma dags í úthverfum borgarinnar. Nú hefur auðvitað dregið enn meira úr notkun Strætó á Reykjavíkursvæðinu vegan smithættu af Kórónu veirunni. Við eum svo heppin að hafa árum saman nýtt einkabílinn til yfir 80% allra ferða á höfuðboirgarsvæðinu. Gangandi vegfarendur og hjólandi eru um 16 % ferða okkar og Strætó þessi fyrirferðarmikli hlúnkur sem mengar mikil ósköp og keyrir oftast tómur á forgangsakreinum er með um 4 % flutninganna og minnkar sú tala auðvitað núna og verður svo á næstu árum. Borgarlínu dæmið var dauðadæmt frá upphafi og hlýtur að verða jarðsett núna eftir að Covid19 veiran kom til sögunnar.

Það er augljóst að þessi samgöngumáti eins og lestir og sporvagnar í stórborgum hafa verið afkastamikil tæki til að dreifa þessari drepsótt sem Covin19 er.

New York og margar aðrar stórborgir í Ameríku, Evrópu og Kína munu því draga úr notkun öflugustu almenningssamgöngutækja sinna. Það sama á auðvitað við þettsetna strætisvagna sem eru oft mikið nýttir erlendis á sérstökum álagstímum þegar fólk fer til og frá vinnu.
Rafknúinn einkabíll, reiðhjól og minni farartæki munu því verða allsráðandi í stórborgum framtíðarinnar.
Þessi þróun mun að sjálfsögðu verða svipuð í þéttbýli á Íslandi.

 

Júlí 78 | 13. maí '20, kl: 08:34:29 | Svara | Er.is | 0

Ég var nú að tala við eina sem býr í Svíþjóð og hún sagði að allir tækju tillit til hvors annars í strætó þar og fólk passaði upp á halda fjarlægð á milli fólks. En ég veit líka að strætóinn þar sem hún býr kemur mjög oft, man ekki alveg en kannski á 10 mín fresti þannig að ekkert mál er að bíða eftir næsta strætó ef manni líst ekki á hversu margir eru í þeim sem kom. Mér finnst nú nauðsynlegt að hafa strætó, við erum heldur ekkert að fara að koma með einhverja sporvagna hér held ég og sumir hafa ekki efni á að reka bíl sem kostar heilmikið. Ég reyndar nenni ekkert að taka strætó yfirleitt nema einstaka sinnum ef ég þarf þess, finnst þægilegra og betra að nota einkabílinn ekki síst vegna veðursins sem er oft hundleiðinlegt hérna. Það er hálfgerð martröð að fara í strætó í kulda og trekki eða brjáluðu veðri og labba jafnvel langar leiðir til að koma sér í skýlið og ef maður þarf að skipta um vagn þá er jafnvel annar langur göngutúr að koma sér í skýlið sem er fyrir þann vagn! 


Það er sjálfsagt hægt að skipuleggja málin betur með þessa strætisvagna hér. Og vagnarnir þurfa að koma oft a.m.k. á álagstíma, að morgni og seinnipart dags líka vegna þess að þá eru minni líkur á því að vagnarnir séu yfirfullir og það sé einhver troðningur þar. Ég get ekki verið sammála því að strætó gangi tómur 99% ferða sinna um götur Reykjavíkur. Ég tók nú strætó á tímabili í og úr vinnu og það var oftast yfirfullur strætó. Og heimferðin gat alveg verið hrein martröð út af troðningi þar. Það eru a.m.k. nokkar leiðir sem eru vel nýttar hjá Strætó. Kannski minna á þessum svokölluðu hverfisleiðum. En til þess að fólk nenni að taka strætó þá þarf vagninn að vera ekki alltof langt frá heimilum fólks og að ef fólk þarf að skipta um vagn þá þarf sá vagn að koma helst á sama stað og hinn eða ekki langt í burtu. Mér finnst þetta oft gleymast hér og það ekki tekið með í dæmið að vetrarveðrin hér eru verri heldur en þar sem Strætó er að sækja sínar hugmyndir frá. Svo er nú eitt, það þarf að vera skýli alls staðar þar sem strætó stoppar. Það er alls ekki svo í dag. Best væri ef skýlin væru upphituð!


En gaman að þú segir kaldbakur að t.d. reiðhjól muni verða allsráðandi í stórborgum framtíðarinnar. Þú ert þá kannski bara ánægður eftir allt saman með hann Dag borgarstjóra sem vill helst koma hjólastígum alls staðar? ;) 

kaldbakur | 13. maí '20, kl: 09:28:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það má vel vera að Strætó sé vel nýttur á vissum tímum þegar fólk fer frá og til vinnu. Það held ég að sé tilfellið.
En ef maður rýnir tölur úr ársskýrslu Strætó og finnur út ekna kílómetra og fjölda farþega þá kemur í ljós að það eru eingöngu um 2 farþegar pr. ekinn kilometer. Ég hef líka á ferðum mínum um borgina undanfarin ár séð að það eru sárafá skipti þar sem farþegar eru fleiri en 2 oft vagninn galtómur.

Mér finnst þetta áhugaverðar upplýsingar sem ég þurfti nú að reikna út úr tölum Strætó sjálfur, en finnst að ættu að liggja fyrir og vera hluti af lykiltölum úr rekstrinum. Strætó er bara typiskt fyrirtæki sem lifir á fjárframlögum og sköttum sem eru lagðir á almenning. Flutningafyrirtæki sem lifa á vinsælum seldrar vöru og þjónustu eru á tánum við reksturinn til að gera hann hagkvæmari og þ´gilegri fyrir notendur. Þetta sjáum við berlega í flugrekstrinum. Flugfélög heimsins eru auðvitað gagnslaus og fara á hausinn ef engir eru farþegar eða léleg sætanýting.

Strætisvagnarnir okkar eru ekki vinsælir það sýna kannanir því notkunin stendur í 4 % þrátt fyrir fjáraustur. Það sem verra er að það er allt gert til að hefta heimilsbíla í umferðinni og taka Strætó framfyrir einkabílinn en ekkert gengur. Við sjáum líka hvernig ofstækið er gagnvart bílaumferð um Laugaveg. Þar eru hein skemmdarverk í gangi og víðar í bænum.

Ég er alls ekki á móti því að gerðir séu bæði göngu- og hjólastígar. Það hefur verið unnið vel að gerð þeirra í marga áratugi.
En núverandi stjórn borgarinnar gerir aðra akvegi t.d. fyrir bíla nánast óökufæra með allskonar hindrunum og er þetta gert til að flæma folk frá notkun einkabílsins. Almenningur virðist láta bjóða sér uppá svona vitleysu og situr fast í bílum sínum á hverjum degi jafnvel klukkustundum saman og allt er þetta skemmdarverkum bílahataranna að kenna.

En nú held ég að dagar Dags séu taldir. Honum verður sparkað og öllu þessu rugli hent á öskuhaugana sem núverandi meirhluti hefur verið að gera til að skemma umferðarflæði.

Júlí 78 | 13. maí '20, kl: 10:03:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þér líst vel á rafmagnsbílana, en þyrftu þeir ekki að kosta minna til þess að fólk tæki þá almennt alltaf framyfir bensínbíl? Reiðhjólin, þau eru örugglega ágæt en mér dytti nú ekki í hug að vera eitthvað hjólandi hér á veturna svo við skulum bara kalla það sumarfarartæki. Svo talarðu um einhver minni farartæki. Eiga þau þá að koma í stað strætó? Ég held að það gangi nú alls ekki til dæmis með strætisvagna niðrí bæ. Ég hef nú horft á vagnana sem stoppa til dæmis fyrir framan stjórnarráðið. Held að það gengi ekkert að hafa minni strætisvagna sem koma þar. Veit ekki með einhver úthverfi þar sem strætóinn fer ekki alveg niðrí bæ. A.m.k. held ég að það gengi ekki álagstíma. Held að þú losnir aldrei við alla stóru strætisvagnana. 

kaldbakur | 13. maí '20, kl: 11:34:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rafmagnsbílar eru góðir ég er búinn að eiga einn í um 6 ár. Frábært tæki - hefur aldrei bilað og í alla staði góður.
Ég á líka rafmagnshjól nota það reyndar ekki mikið en þegar ég fer á því þá eru það yfirleitt lengri ferðir bara til að hafa gaman kannski 20 km. Mæli líka með því ég held ég sé búin að eiga hjólið í nærri 7 ár. Ekkert þurft að gera við það annað en hlaða áður en ég legg af stað. Nú eru komin rafmagns hlaupahjól um allan bæinn og sennilega mjög auðvelt að nota þau á gang- og hjólastígum og líka gangstéttum. Ég sé fyrir mér að það komi ódýrari og opnari leigubílar sem væru rafknúnir. Þessi ökutæki gætu kannski tekið
10 -12 manns og komið í stað Strætó í mörgum tilfellum Kannski mættu svona sérhæfðir litlir rafknúnir "strætisvagnar" ekið um hjólastígana ? Nr 1 er að hætta þessum fáránlega rekstri með stóru strætisvagnana sem eru oftast tómir og aka hring eftir hring og gera ekkert gagn.

Júlí 78 | 13. maí '20, kl: 12:31:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held það sé ekkert hægt að gera bara ráð fyrir því að einhverjir bílar sem taka 10-12 manns að þeir dugi fyrir þá sem taka strætó jafnvel þó þeir væru settir í úthverfin T.d. hef ég séð hóp af krökkum af leikskóla fara í strætó í úthverfi með starfstúlkum, þá þurfti alveg stóran vagn þó það væru ekki margir aðrir farþegar í vagninum. 


Ég hef reyndar séð svona smárútur "strætisvagna" í Svíþjóð. En mér sýndist nú aðalega ellismellirnir nota hann því með honum var meira keyrt inn í hverfin. En henta líka sjálfsagt öllum þeim sem eiga erfitt með gang alveg sama á hvaða aldri fólk er. Örugglega góðir bílar og engar tröppur til að fara í hann. En þeir voru notaðir sem viðbót við stóru vagnana. Flestir fóru með stóru vögnunum enda fljótara að fara heim til sín með honum.


Sjálfsagt eru rafmagnsbílar ágætir en það þarf líka þá að hvetja landann til að kaupa þá með einhverjum aðgerðum. Ég les hérna frá því í jan. 2018 (rúv): " Bílar sem ekki losa mengandi lofttegundir, aðallega rafmagnsknúnir bílar og fáeinir vetnisknúnir, voru 20,9 prósent af öllum seldum bílum í Noregi 2017 og tvinnbílar 31,3 prósent. Þetta er mikil aukning frá árinu þar á undan. Árangurinn hefur náðst með markvissum aðgerðum stjórnvalda, með því að skattleggja umhverfisvæna bíla eins og rafbíla minna en þá sem brenna dísilolíu eða bensíni. Eigendur rafbíla njóta og ýmissa hlunninda eins og að þurfa ekki að greiða borgartolla, þurfa ekki að borga í ferjur eða bílastæði og þeir geta fengið rafmagn í almenningsgörðum og mega aka á akreinum sem ætlaðar eru fyrir strætó."
Einnig:
"Norðmenn hafa sett sér það markmið að hafa minnst tvær hraðhleðslustöðvar á fimmtíu kílómetra fresti. Það þykir háleitt markmið enda landið stórt en hleðslustöðvarnar eru forsenda þess að rafbílar verði litnir sömu augum og bílar sem brenna jarðefnaeldsneyti. Hér heima hefur þróunin verið mun hægari og líklegt að fjöldi hleðslustöðva hafi eitthvað með það að gera. Það stendur til að fjölga þeim til muna en gengur hægt."Nei, litlar rútur með kannski 12 manna fara enga hjólastíga....Svo talarðu um rafmagnshjól, ja ég hef nú helst séð einhverja unglinga á slíku en kannski er þetta orðið algengt þarna í miðbænum að allir noti slíkt eða þar sem hægt er að leigja svoleiðis. Núna sé ég þig alveg í anda kaldbakur, eldri maður í gulu eða rauðu buxunum á svona rafmagnshjóli þjótandi þarna um í miðbænum á þessu ;) Vonandi passarðu þig á að stíma ekki á einhvern ;) En þú ert nú varla á þessu að vetri til...Jæja þá hefurðu góða rafmangsbílinn þinn. 

kaldbakur | 13. maí '20, kl: 13:26:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er nokkuð mikið yngri (í anda ?) en þú heldur, allavegana hvað hjól og bíla snertir
Ég fer á hjólinu um allan bæinn miðbæinn með sjónum Nauthólsvík, Fossvog, Sæbraut og vestur á Seltjarnarnes, Ægissíðu, Þingholtin og útum allt. Hehe þarf engar rauðar buxur eða gular hehe .. já ég nota ekki hjálm og er ekki í gulu vesti bara grárri eða svartri úlpu með húfu og vettlinga ef kalt í veðri. Svo er jú bara svo gaman að fara húsagötur og sjá bæinn frá öðru sjónarhorni. Mitt hjól er venjulegt hjól bara með rafhlöðu sem hjálpar til þegar stigið og gott upp brekkur.
Svo eru þessi litlu hlaupahjól ég hef hef ekki prófað þau.

Við þurfum að hugsa hlutin svoldið uppá nýtt.
Manstu eftir filmunum sem við þurftum að kaupa í myndavélarnar ? Kodak og hvaða merki það var og voru rándýrar og svo þurfti að fara með í framköllun og sækja og það kostaði mikla peninga.
Ástþór Magnusson fv. forsetaframbjóðandi kom með nýjar lausnir gaf öllum sem vildu filmur sem voru framkallaðar hjá honum.
Hann ruddi þessu gamla ættarveldi Kodak úr sessi og var með Fuchi filmur ef ég man nafnið.
Síðan komu digital ljósmyndir og velar ég keypti mér eina þannig fyrir nærri 20 árum og reyndist hún nokkuð vel.
Þannig að það þarf að hugsa ýmislegt uppá nýtt - það á klárlega við Strætó.

Þú ert að tala um rafmagnsbíla. Eg keypti mér einn þannig nýjan fyrir um 6 árum. Átti fyrir jeppling sem eyddi nokkuð bensíni.
Mér reiknaðist til að ég hefði sparað mér ca 400 - 500 þús. árlega í bensín því ég hlóð rafbílinn frítt frá Orkuveitu.
Svo fór ég að hlaða heima ein samt kannski bara 1/10 af bensínverði. Svo þarf ekki að smyrja rafbíla og engine púströr eða vatnskassar. Það vantar bara heilmikið í rafbíla sem bilar í hinum bílunum :)

Júlí 78 | 14. maí '20, kl: 14:53:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held þú ættir að fá þér gult vesti með endurskinsröndum. Það er allt annað að sjá fólk á hjólum með svoleiðis heldur en fólk sem er í einhverjum dökkum fötum. (ég er nú samt ekkert með slæma sjón). 


Já veit að rafmagnsbílarnir koma betur út þegar upp er staðið ef tekið er með í dæmið rekstrarkostnað. En samt sem áður þegar kaupa á nýjan bíl þá líta margir á það sem hindrun ef að rafmagnsbíllinn er dýrari en bensínbíllinn.

kaldbakur | 14. maí '20, kl: 21:03:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú jú eflaust margt að skoða í þessu.
En þar sem ég fékk még gular buxur eins og þú sagðist sjá mig í anda í,
þá hélt ég að það nægði Júlí mín :)

Júlí 78 | 14. maí '20, kl: 22:24:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

haha ;) Já a.m.k. þá sést fólk betur í gulum litum hjólandi heldur en í svörtu og gráu eða þeim litum sem eru of lík umhverfinu. Svo veistu kaldbakur að ef þér er annt um öryggi þitt þarna hjólandi þá notarðu hjálm! Það mætti halda að þú takir hann Gísla Martein þér til fyrirmyndar. ;) Er hann ekki alltaf hjólandi hjálmlaus?

niniel | 14. maí '20, kl: 20:07:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú áttar þig örugglega á því hvernig þessi mantra þín um "tveir farþegar pr.ekinn kílómeter" virkar, er það ekki? Ef ég ek ein í bíl úr vesturbæ Reykjavíkur upp á Höfða, þá er nýtingin í þeirri ferð ca. 0,1 farþegi pr. km, eða um 20x verri en meðalnýting strætó.

kaldbakur | 17. maí '20, kl: 08:30:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Niniel
Það sem ég er að segja er að Strætó ekur mjög mikið (marga km. pr. ár) en hefur mjög fáa farþega miðað við
þennan akstur allan. Ég man ekki alveg tölurnar en fann þærr með nokkurrri fyrirhöfn úr ársskýrslu strætó fyrir 2018.
Hér er þessi ársskýrslu og finndu tölurnar https://straeto.is/uploads/files/791-cd52bc3f34.pdf
Þegar þú skoðar þetta þá sérðu að það eru að meðaltali eingöngu um tveir farþegar í strætó.
Þetta eru meðaltölur miðað við heildarakstur, fjölda vagna og farþegatölur sem þeir kalla innstig.

Ég fann út að það eru tæplega 2 farþegar í hverjum strætisvagni.
Þetta eru risastórir vagnar mjög þungir og menga mikið og skemma götur 100 falt á við fólksbíl
Í hverjum strætisvagni eru um 40 - 45 sæti fyrir farþega en vagnarnir eru hannaðir til að taka langtum fleiri ef farþegar standa einnig í vagninum.

Sem sagt 2 farþegar í strætó sem hefur 45 sæti.
Einn bílstjóri sem fer í vinnu ca 10 km í einkabíl sem tekur fimm farþega með bílstjóra.

Nýtingin er auðvitað langtum betri í einkabílnum. Einn í einkabíl gefur um 20% sætanýtingu.
2 farþegar í 45 sæta strætisvagni gefur rúmlega 4% nýtingu.

Og svo er það nú að sætanýting í einkabíl er auðvitað heldur hærri en 1 sennilega gætur verið nærri 1,5 farþegar að meðaltali í einkabíl og væri þá nýtingin þar um 30% í einkabíl en 4% sætanýting í Strætó.

Gamli ritstjórinn Jónas Kristjánsson skaut á að nýting strætisvagna væri um 5 farþegar eða minna að meðaltali, en
hann sagði að það væru bara engar tölur til um farþegafjölda að meðaltali.
Sjá grein Jónasar: http://www.jonas.is/straeto-mengar-og-skemmir/

kaldbakur | 17. maí '20, kl: 08:40:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Niniel

Að auki þegar ég segi að sætanýting í einkabíl sé um 40% miðað við 1,5 í einkabíla aðmeðaltali.
Og ég segi að miðað við ekna kílómetra í strætó sé um 4% sætanýting, þá er
sú sætanýting örugglega ofmetin. Því að í einkabíl þá fer einkabíllinn aldrei neitt án bílstjóra,
en farþegar í Strætó fara venjulega úr á leiðinni þannig að
sennilega er sætanýting í Strætó um 2%

Dæmi: Bílstjóri einkabíls fer til vinnu 10 km.
Strætisvagnafarþegi sem er á leið sem ekur 10 km. - það eru auðvitað sárafáir far.egar sem fara allan hringinn 10 km
nær væri að giska á að meðaltali færu far.egar 5 km.

kaldbakur | 13. maí '20, kl: 09:42:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Júlí
Ég hef verið að lesa að Svíar séu ekki mikið að hugsa um þessar umgengnisreglur.
Séu mjög frjálslegir enda er veiran að herja langtum meira á Svía en okkur.
Í Svíþjóð eru meira en tíu sinnum fleiri dauðsföll en hérlendis og álagið á sjúkrahúsin tíföld líka.

Júlí 78 | 13. maí '20, kl: 10:52:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru stjórnvöld þar sem setur reglurnar, fólkið fer bara eftir því. En ég les jú þetta hér í Kjarnanum 3. apríl: " Svíar hafa ekki gripið til sam­bæri­legra aðgerða í far­aldr­inum og flestar þjóðir Evr­ópu. Þeir hafa ekki lokað veit­inga­hús­um, börum eða öðrum stöðum þar sem fólk kemur sam­an­ á. Stjórn­völd hafa haft þá yfir­lýstu stefnu að leyfa veirunni að dreifast hægt um sam­fé­lagið án þess að drekkja heil­brigð­is­kerf­inu og án þess að grípa til­ rót­tækra aðgerða. Þau hafa hins vegar forð­ast það að nota orðið „hjarð­ó­næmi“ í þessu sam­bandi.

Nið­ur­stað­an er þessi: 282 hafa dáið úr COVID-19, fimm sinnum fleiri en í nágranna­rík­in­u Nor­egi. Í Sví­þjóð var ekki tekin stefna um að skima mikið fyrir veirunni, líkt og á Íslandi, þó að síð­ustu daga hafi fleiri sýni verið tek­in. Stað­fest smit eru nú tæp­lega 5.500. Yfir 360 manns liggja á gjör­gæslu með COVID-19."

Ég var annars bara að segja frá upplifun manneskju sem býr í þokkalegum stórum bæ í Svíþjóð, hún tekur strætó til og frá vinnu (enda alveg óþarfi að vera með bíl þar). Hún sagði mér mjög nýlega að fólkið sem tæki strætóinn sem hún fer í væri tillitsamt við hvort annað, passaði upp á fjarlægðina og ef einhver slysaðist til að setjast heldur nálægt henni (beint fyrir framan hana eða aftan hana) þá færði hún sig bara.

Mér finnst líka bull að vera með einhverja samkomu t.d. um verslunarmannahelgina í Vestmannaeyjum þar sem flestir eru í glasi, þá er fólk ekkert að hugsa mikið um þessi fjarlægðarmörk. 

kaldbakur | 13. maí '20, kl: 15:34:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já já þetta gengur vonandi vel þarna í Svíþjóð.

Júlí 78 | 13. maí '20, kl: 08:45:53 | Svara | Er.is | 0

En það er kannski of dýrt dæmi að hafa öll skýli upphituð en það er a.m.k. til bóta að þar sem þessar svokölluðu skiptistöðvar eru (þar sem fólk þarf að skipta um vagn) að skýli þar væru upphituð eða þá að þar væri hús upphitað þar sem fólk getur beðið eftir næsta vagni.

ert | 13. maí '20, kl: 09:00:26 | Svara | Er.is | 0

Þessi drepsótt tekur aldrei enda. Það hafa aldrei verið drepsóttir áður og engar þeirra hafa tekið enda.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 13. maí '20, kl: 09:48:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað getur dregið eitthvað úr þessari Covid19 veirusýkingu og mun eflaust gerast.
En hvort henni verður útrýmt að fullu er alveg óvíst.
Það er talið fullvíst að þessi faraldur muni hafa mikil áhrif á hegðun fólks til langframa.
Sóttvarnarlæknir telur líklegt að þessi nándarregla í einhverri mynd verði í hugum og hegðun fólks áfram þó sóttinni hafi rénað.
Sú hegðun hefur áhrif t.d. varðandi farþegaflutninga og flutningsleiðir sem folk velur sér.

ert | 13. maí '20, kl: 12:00:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Hvaða alvarlegu farsóttir eru aðrar í gangi sem valda miklum áhrifum á líf okkar?
Svarti dauði? Bólusótt?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 13. maí '20, kl: 12:39:02 | Svara | Er.is | 1

Í guðanna bænum farðu að róa þig með þetta strætó kjaftæði. "New York og margar aðrar stórborgir í Ameríku, Evrópu og Kína munu því draga úr notkun öflugustu almenningssamgöngutækja sinna." Þetta er bara bull. Almenningssamgöngur halda atvinnustarfsemi gangandi í stórborgum um allan heim og ég veit fyrir víst að tube-ið í London er stappað á hverjum einasta degi. Fólk þarf að mæta í vinnuna og ef það tekur þig klukkutíma hvora leið í hröðustu almenningssamgöngum þá röltir þú það ekkert eða hjólar. Þú værir kominn heim passlega til að leggja af stað aftur. Rafknúinn einkabíll? Hefur þú ekið borgarenda á milli í stórborg? Hvernig væri ef fólkið í strætó og lestarkerfum myndi bætast við? Þetta er steypa frá upphafi til enda og ég held að þú vitir það.

kaldbakur | 13. maí '20, kl: 13:53:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var nú ekkert endilega að hafa miklar áhyggjur af New York og London og umferðinni þar.
Þeir mega mín vegna stappa sér saman í þessi samgöngurör sem þú kallar "tube". Kórónu veiran kann vel að meta það held ég.
Við hér á okkar Íslandi og Reykjavík þurfum ekkert að apa eftir þessum þjóðum hvað samgöngur varðar. Þessvegna er Borgarlínukjaftæðið bara hreinasta bull. Strætó sem vill verða stór en er bara að flytja færri farþega en einkabíll er bara bull og tímaskekkja.
Ég hélt að þú "TheMadOne" motorhjóla og tattó typa væri ekki á þessari strætó línu ? Er motorhjólið bilað eða þú komin með rasssæri ?
En ok þú átt eftir að "uppfæra" þig það skiptir mig engu.

T.M.O | 13. maí '20, kl: 14:17:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú varst að tala um "New York og margar aðrar stórborgir" það myndi hjálpa hvort það er hægt að taka mark á þér að þú værir að tala um það sem þú ert að tala. Ekki blaðra út í loftið til þess eins að reyna vera sniðugur í ímynduðum lýsingum á öðrum sem koma málinu ekkert við. Hverjum er ekki sama hvernig þú ímyndar þér annað fólk?

kaldbakur | 13. maí '20, kl: 14:51:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú hefur miklar áhyggjur af mér heyri ég og þakka það.
Auðvitað höfum við samt öll áhyggjur af velferð allra hvar sem er í heiminum varðandi þessa pest.
En þær áhyggjur eru meira almenns eðlis, heilbrigðismál í víðum skilningi.
En hér erum við í þessu að sjá myndina í gegnum "rör" og rýna á okkar mál.
Strætó ræfillinn er jú nánast í ræsinu og oft erfitt að ræða mál þannig aðila.
Svo eru jú líka margir starfsmenn hjá Strætó og við skulum ekki gera starf þeirra erfiðara.
Þannig að ég er ekki að setja útá störf þeirra.
En segðu mér mín kæra TheMadOne ertu bílstjóri hjá Strætó ?

ert | 13. maí '20, kl: 15:11:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já við erum báðar að keyra hjá strætó. Erum bara á bland á meðan við keyrum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 13. maí '20, kl: 15:49:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er hvergi eins góður friður að spjalla á netinu eins og þegar maður keyrir strætó, þú getur líka fundið mig undir "virkur í athugasemdum" á öllum miðlum.

kaldbakur | 13. maí '20, kl: 15:09:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þarf svosem ekkert að ímynda mér einhverja mótorhjólakerlingu með öll tattóin sín á leiðinni frá Breiðholti eða Grafarvogi niðrí miðbæ til að hitta aðra sem svipað er ástatt um. Þetta liggur bara í loftinu.
Auðvitað hefur þetta folk margt hvert ekki neitt annað til viðveru.
Það má ekki vanmeta það.
En að tengja þetta endilega við Strætó er þá bara vegna mengunarinnar, olíulekans og mótorhljóðsins ?

T.M.O | 13. maí '20, kl: 15:54:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju ertu alltaf að gera lítið úr fólki sem þú ert að tala við? Þetta er svona 12 ára eineltistaktík sem flestir vaxa uppúr. Það hjálpar þér heldur ekki í andlega ofbeldinu að þú skýtur svo langt frá markinu að þú hefur greinilega ekki minnsta grun hvernig ég raunverulega er.

kaldbakur | 13. maí '20, kl: 18:13:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er alls ekki að gera neitt lítið úr þér … þú ert bara sífellt að skjóta föstum skotum og eina ráðið að skjóta á móti :)
Segðu mér hvernig kona þú ert .

T.M.O | 13. maí '20, kl: 19:34:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég tala um málefnið, þú talar um mig við aðra, ekki reyna að bera þetta saman. Það kemur ekkert við hvernig ég er og ekki þitt að vera með einhverjar opinberar pælingar um það.

kaldbakur | 13. maí '20, kl: 19:47:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ok … :)
Þú ert nú þrasgjörn … og það getur verið kostur líka.
Ert semsagt ekki alslæm :)

T.M.O | 13. maí '20, kl: 20:36:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æi bíttíðig

kaldbakur | 13. maí '20, kl: 20:48:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe :)

T.M.O | 13. maí '20, kl: 21:10:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert rosalega fyndinn og kúl að vera alltaf með persónulegann skít, minnir á átrúnaðargoðið þitt. Eins áttu rosalega erfitt með að eiga ekki síðasta orðið. Algjör hetja.

kaldbakur | 13. maí '20, kl: 21:30:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þú átt nú góða spretti.

BjarnarFen | 14. maí '20, kl: 14:13:48 | Svara | Er.is | 0

Kalbakur tómur 99% tilfella þegar hann mynnist á strætó, enn einusinni.

kaldbakur | 14. maí '20, kl: 14:27:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta er bara svo borðliggjandi.
Eins og fyrrverandi prófessor í Háskóla Íslands skrifar í Mbl í dag þá er strætó nánast bara í "skutlþjónustu" með kannski 2-5 farþega
út um allan bæ.
Þetta er svo brjálæðislega vitlaust.
Og að láta sig dreyma um einhverja Borgarlínu með enn meiri kosnaði við þessa "skutlþjónustu" er sprenghlægilegt :)

En hin vitleysan er enn hlægilegri að ætla sér að flytja Reykjavíkurflugvöll yfir í Hvassahraun. hehe

BjarnarFen | 14. maí '20, kl: 17:00:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Èg ferdast med strætó daglega. Èg kannast ekki vid þessa tómu vagna. Hvada leid ert þú ad ferdast med?

kaldbakur | 14. maí '20, kl: 21:20:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það voru um 2 farþegar á hvern ekinn km. með vögnunum þegar best lét 2018.
Þetta sýna tölur úr ársreikningum Strætó.
Það er aldrei minna en einn í einkabíl og einkabíllinn fer þangað sem bílstjórin er að fara.
Í strætó með 2 farþega eru um 60 ö 70 sæti auð. og Strætó fer bara þangað sem fyrirfram leið er en hlustar ekkert á hvert farþegi er að fara.
Stærsti hópurinn sem fór með vögnunum 2018 voru börn og svo ferðamenn.
Ferðamennirnir eru farnir.
En það er vitað að vagnarnir á vissum leiðum að morgni og kveldi eru með svoldið af farþegum
á morgnana kl 8 - 9 og svo seinnipartinn frá 4 - 5
En annars eru þessir vagnar 99% að hringsnúast galtómir á forgangsakreinum og hefur svo verið árum saman.
Nú fóru stjórnendur Strætó samt að kvarta um að enn færri væru með vögnunum og lokuðu framdyrum
og létu fólk ganga inn um afturdyr !
Furðulegt hreint ... engum hefur dottið svona vitleysa í hug öðrum en Strætó.
Búðir þar sem fjöldi fólks fer í gegn hleypir fólki inn um aðaldyr og afgreiðir við búðarkassa,
Strætó þar sem enginn fer inní vagna lokar öllum dyrum !
Og svo eru líka Strætó með nánast svartar rúður svo ekki sést inní tóma vagnana.

ert | 14. maí '20, kl: 21:52:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Geturðu útskýrt hvernig það eru 60-70 sæti auð í strætisvögnum þegar þeir eru með um 35-45 sæti?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 15. maí '20, kl: 08:07:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég hélt ERT mín að þú værir svo reikningsglögg.
Þú hlýtur að sjá að þegar ég er að tala um að 70 sæti séu auð í strætó
og þú búin að telja að þau eru bara 35 sætin í vagninum serm
þú taldir sætin í að þá er ég auðvitað að tala um tvo strætisvagna.
2 x 35 = 70

ert | 15. maí '20, kl: 08:58:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Hefurðu enga sjálfsvirðingu? 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 15. maí '20, kl: 11:15:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Meinarðu að ég hafi enga sjalfsvirðingu að vera að skrifast á við þig hér ?

ert | 15. maí '20, kl: 11:40:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Nei, þessi skýring þín á því að þegar þú segir " Í strætó með 2 farþega eru um 60 ö 70 sæti auð" er svolítið sértök. Núna lýgur því upp að þú hafir átt við tvo vagna. 
Finnst þér í alvörunni skrára að vera lygari og ómerkingur frekar en að viðurkenna mistök? 
Er allt skárra en að segja: ég gerði mistök? 
Þú ert ekkert annað maður sem lýgur þegar honum hentar. Við sjáum öll vitleysuna í þér.  En aðalatriðið hjá þér er ekki hversu lágt þú leggst heldur bara að viðurkenna ekki mistök Eru engin takmörk fyrir því hversu lágt þú leggst til að forðast að viðurkenna mistök?


P.S. Smá ingjarnlega ráðlegging: Ekki gefa upp svona miklar upplýsingar um búsetu þína hér á bland eins og þú ert búinn að gera. Það getur komið í bakið á þér.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 15. maí '20, kl: 12:27:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki að gera annað en að taka við upplýsingum frá þér.
Þú hefur farið inní strætó og talið sætin og segir þau vera 35 - 40 og ég veit bara að þú ert talnaglögg og held nokkuð heiðarleg. Þannig að sætafjöldi þinn 70 sæti passar við tvo strætisvagna. Annars kkiftir auðvitað engu máli þannig séð hvað mörg sæti eru í svona ferlíki eins og strætó er ekki frekar en ef ég færi að segja að það væru 12 hjól undir vagninum en þú myndir telja 8 hjól. Ég held samt að það séu 12 hjól undir og þú verður bara að leiðrétta mig.
Búseta mín einskorðast ekki við einn stað. Ég er með heimili eða bý á tveim til þrem stöðum. Það er þægilegt að geta nýtt tölvutækni og alla þessa möguleika sem eru í dag.

ert | 15. maí '20, kl: 12:57:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þannig þú ert að viðurkenna að þegar þú sagðir  " Í strætó með 2 farþega eru um 60 ö 70 sæti auð" vissur ekkert hvað þú varst að segja og varst bara að bulla eitthvað. Þú ert sáttur við að viðurkenna að þú sért bullari - en ósáttur við að viðurkenna mistök.
Bullarar gera mistök þess vegna eru þeir bularar.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 15. maí '20, kl: 19:57:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skal bara viðurkenna að ég veit ekki hvað mörg sæti eru í strætó.
Vona að þér líði betur að heyra það.
Ég hef bara farið nýlega í rútu (til Kef - kynnisferðir) ég veit ekki hvað eru mörg sæti í þannig rútum
en fannst líklegt að væru um 50 - 60 sæti og hélt að strætó t´ki jafn marga í sæti.
En ég veit að þér líður illa ef ekki er alveg hárnákvæmt og ég vona svo sannarlega að þér líði betur núna.

BjarnarFen | 15. maí '20, kl: 21:30:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vidurkenndu bara ad þù notar ekki strætó og þig svídur ad skatturinn þinn fari í eitthvad sem þù notar ekki. Ef èg væri jafn sjálfumgladur og þù væri èg kvartandi yfir örorkubòtum og ellilífeyri, vælandi yfir þvì ad þrjár manneskjur notudu ellilífeyri og því ætti bara ad loka TR. Tug þúsund manns nota strætò á hverjum degi. Stick that in your pipe and smoke it.

kaldbakur | 15. maí '20, kl: 22:05:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað finnst mér óþarfi að vera að borga undir einhverja aumingja sem geta ekki kostað sína flutninga sjálfir. Eins á folk bara að tryggja sig fyrir áföllum og líka elli. Fólk er að borga í lífeyrissjóði og kaupa sér tryggingar. Hversvegna ætti maður að vera að borga fyrir einhverja sem ekki hafa tímt að kaupa sér tryggingu eða borga í lífeyrissjóð. Eða hversvegna ætti ég að mera að borga fyrir einhverja ræfla sem ekki geta komið sér upp húsaskjóli.

BjarnarFen | 24. maí '20, kl: 03:43:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jebbs, þú hatar þá fátæku og ert bara eiginhagsmunaseggur sem villt ekkert gera fyrir neinn nema sjálfan þig. En vertu samt ekkert ad ljúga um strætó. Þótt þad brenni skinnid þitt ad horfa uppá samfèlagsþjónustu.

ert | 15. maí '20, kl: 21:36:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Flott - næst þegar þig langar til að segja eitthvað sem þú veist ekki slepptu því bara.
Þú hefðir ekkert þurft að fullyrða um sæta fjölda í strætó. Þú hefðir bara getað viðurkennt að þú vissir hann ekki. 


Þú hefðir líka getað viðurkennt það þegar þú hefur verið að tala um sætanýtingu í strætó
Ég hef vissulega margsagt þér að þú hefðir rangt fyrir og ítrekað gert grín að þér og tölum þínum um sætafjölda en ég skil alveg að maður getur ekki tekið mark á konum. By the way ég taldi 42 sæti í strætó í dag.
Ég skil líka að maður sem telur reglulega fjölda fólks í strætó telji strætisvagna vera innréttaða eins og flybus rútu. Það sér hver maður að innréttingar strætisvagna og flybus eru mjög svipaðar. Það sést nú bara í sjónvarpinu þegar þeir sýna myndir úr strætó - not.


Mér finnst hins vegar frábært að þú getir loksins viðurkennt að þú vitir ekkert um sætafjölda í strætó. Batnandi manni er best að lifa. Með sama áframhaldi gæti ég farið að taka mark á því sem þú segir og jafnvel treysta því.

 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 15. maí '20, kl: 21:57:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já gott að þú taldir sætin í strætó og þau voru 42.
En eru þau jafn mög í öllum strætisvögnunum ?
Þú getur ekki fullyrt að sætin séu 42 í strætó nema að þú skoðir hvern vagn fyrir sig. Þeir eru af ýmsum gerðum og innréttingarnar líka. Þannig að það er ekkert hægt að marka etta hjá þér.

ert | 15. maí '20, kl: 22:09:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Nei þau eru ekki jafnmörg í öllum vögnum þess vegna gaf ég upp 35-45 sæti.
Auvitað er ekki að marka það ef ég tel sæti í einum vagni og gef upp 42. sæit í honum. Það sér hver maður að það geta ekki hafa verið 42 sæti í þeim vagni. Ég hlýt að vera að ljúga um fjölda sæta í þeim vagni sama hvað tölu ég gef upp.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

niniel | 16. maí '20, kl: 20:39:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú áttar þig sem sagt ekki á því hvernig þessi farþegar pr km útreikningur virkar? Með strætisvagni sem ekur 10 km leið ferðast að meðaltali 20 farþegar (að meðaltali - s.s. fleiri á annatíma og færri á rólegasta tímanum). Farþegar deilt með km fjölda = 2. Bíll með einum farþega sem keyrir sömu 10 km leið er með 0.1 farþega pr km. Hugmyndin "það er að minnsta kosti alltaf einn í einkabíl" er ekki til framdráttar í þessu samhengi.

kaldbakur | 17. maí '20, kl: 01:28:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það ert þú sem ekki skilur þennan útreikning. Það er ég sjálfur sem reiknaði þetta út eftir farþegafjölda pr.mánuð sem ég gat fundið í ársskýrslu og svo fann ég líka ekna kílómetra pr. mán.. Strætó er að keyra útum allan bæ og eru nærri 100 vagnar í flotanum og ekur allur flotinn því heilmarga kílómetra í hverjum degi og mjög oft tómir vagnar, en þegar mest er að gera á vissum tíma að morgni og síðan á eftirmiðdegi þá eru um 2-3 leiðir með nokkuð marga farþega. Annars er allstaðar miklum færri farþegar á öllum öðrum leiðum. Það eru því að meðaltali 2 farþegar í hverjum vagni. Í venjulegum fólksbíl er alltaf bílstjórinn og er hann oft einn í bílnum.
Hér að neðan eru dæmi af einkabíl sem fer 10 km og 100 strætisvagnar sem fer hver 10 km - gæti verið eins og ein ferð í vinnu fyrir bílstjóra í einkabíl og ein hringferð (leið) hjá strætó.
Einkabíllinn ekur 10 km. og 1 í bínum (bílstjórinn) þá er aðmeðaltali 1 pr. ekinn km.

Strætisvagnarnir 100 talsins aka hver um sig 10 km. sem er einn hringur fyrir hvern um sig. Þetta er hringferð kl 11 að morgni
og það eru 200 manns sem nota sér þessa 100 vagna. Í sumum vögnum voru 10 farþegar en í öðrum 4 og í nokkrum enginn farþegi. En þetta voru allt í allt 200 farþegar í þessari hringferð í 100 strætisvögnum og akstursvegalengdin samtals 1000 km.
Það fóru því 2 farþegar að meðaltali með strætó pr. ekinn km.

En það voru samt í raun langtum færri farþegar pr. ekinn km. þó ég reikni dæmið ekki þannig. Því að þessir farþegar í strætó
fóru flestir bara hluta leiðarinnar ekki heilan hring 10 km. heldur flestir bara 5 km. Og hefði því átt að reikna helmingi færri farþega með strætó pr. ekinn km.

kaldbakur | 17. maí '20, kl: 01:50:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar ég tók saman úr skýrslu Strætó km. fjöldann sem 100 strætisvagnar óku pr. mánuð komu í ljós mjög há tala
en farþegar ótrúlega fair. Enda er Strætó alltaf að berjast við það að notkunin er óviðunandi. Fólk kýs ekki að ferðast með Stræt+o og velur sér annan ferðamáta því einungis um 4% ferða almennings um bæinn er með Strætó yfir 80% kjísa einkabílinn.

Niniel finndu ársskýrslu Strætó og reiknaðu þetta bara sjálfur og þá sérðu að það eru í raun rétt tæplega 2 farþegar pr. ekinn km. hjá Strætó. Og farþegar eru í raun langtum færri pr. ekinn km því það fara auðvitað margir bara milli stoppustöðva en reikningurinn hjá mér tekur ekki tillit til þess.

kaldbakur | 17. maí '20, kl: 09:57:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var ekki beint að reikna þetta eins og þú, en ég skil alveg hvað þú átt við.
Þetta er auðvitað rétt hjá þér, en ég var frekar að taka svona til orða.

Mig vantaði meðaltal í hverjum vagni Strætó virðist forðast það eins og heitan eldinn að reikna út
nýtingu vagna sinna, kannski er það bara eðlilegt hjæa þeim þar sem nýtingin er alveg hræðilega léleg.

Ég þurfti að fá upplýsingar um heildar ekna kílómetra fjölda vagn og svo fjölda farþega, sem þeir kalla innstig.
Og út úr þessu fékk é út að það væru að meðaltali rétt innan við 2 farþegar í hverri ferð.
Það eru svo jú líka mjög fair pr. ekinn kílómetra sem auðséð er.

Þessi innstig sem Strætó telur sem farþega er auðvutað líka villandi.

Ef við gefum okkur að strætó fari sína hringleið sem væri 10 km og það væru 10 innstig segir strætó þetta vera 10 farþega.
En ef einn farþegin stígur inn (1 innstig) og annar farþegi stígur út (1 útstig) þá eru farþegaflutningarnir ekki
2 pr. nýtingu vagna bara 1 farþegi. Kannski hægt að segja að báðir greiði fargjald en nýtingin er samt afleit.

Hér er grein Jónasar Kristjánssona frá 2018 um strætó:
http://www.jonas.is/straeto-mengar-og-skemmir/

Hér er ársskýrsla Strætó sem gefur engar upplýsingar um meðaltal eða nýtingu vagna.
https://straeto.is/uploads/files/791-cd52bc3f34.pdf

kaldbakur | 17. maí '20, kl: 10:00:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Niniel:
Mínar mælingar sýna að
nýting Strætó er um 2% (sætanýting) að meðaltali um 2 farþegar í vagni,
en einkabíllinn er með sætanýtingu um 30% að meðaltali um 1,5 í bíl

ert | 17. maí '20, kl: 10:58:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Geturðu birt hrágögnin?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 17. maí '20, kl: 11:26:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sæl Ert
Nei var að reyna að finna þau - en fann ekki.
Vann þetta úr skýrslu Strætó og þetta er ekkert mjög aðgengilegt þar fannst mér.
Strætó er eins og þú veist ekkert að birta tölur sem einhverju skipta hvað nýtingu og rekstur eða lykiltölur.
En væri gaman ef þú myndir skoða þetta - ert sennilega meiri reikningshaus en ég :)

ert | 17. maí '20, kl: 11:36:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok en manstu hvaða tölur þú notaðir til að finna 2%? Þú hefur haft fjölda f+olks sem þu hefur talið en hvernig taldirði sætin?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 17. maí '20, kl: 11:43:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já ég fékk A í stærðfræði í 10. bekk. Þannig ég get reiknað út að ef það einn aðili í bíl og bílinn fer 10 km þá er 0,1 farþegi á km. Dæmið er = 1 farþegi/10km = 0,1 farþegi per km.


Í strætó er nýting 2 farþegar per km


Til að einn aðili í einkabíl ná sömu nýtingu og strætó. 1 farþegi/x km = 2 farþegi per km => x km = 1 farþegi/2 farþegi per km = 0,5 km. 
Þannig að til að ná meiri nýtingu en strætó þarf einstaklingur í einbíl að keyra 0,5 km eða styttra.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 17. maí '20, kl: 15:58:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég veit að einhverjir skólar verðlaunuðu nemendur í stærðfræði fyrir að svara
því sem var fyrirfram vitað og borðleggjandi. Þetta var eins og að verðlauna nemendur fyrir að
kunna margföldunartöfluna.
Til hamingju með A fyrir svona kunnáttu.

ert | 17. maí '20, kl: 11:47:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig 2% sem þu kallar mælingar þínar eru ekki mælingar heldur það sem er unnið í skýrslu strætó. Ég misskildi þig. Þannig þá þarftu ekkert útskýra það sem þú kallar mælingar þínar. Það eru bara tölur unnar út úr skýrslu strætó.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 17. maí '20, kl: 15:46:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég vorkenni skólanum þínum.
Það er ekki þér að kenna að þú fékkst svona arfavitlausa kennslu.
Það hefði sennilega verið hægt að upplýsa þig betur.
Stærðfræðin þín kennir þér að farþegi með bíl
á 10 km vegalengd missir vigt við hvern kílómetra.
Fyrsta km er hann 100% heill og næsta 90% og svo 80% og þannig að eftir 10 km
er hann ekkerr 0% :)
Gaman að þessu :)

ert | 17. maí '20, kl: 16:14:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Skilurðu ekki hugtakið farþegi á km? Þá getur maður margfaldað þá tölu með keyrðum km og fengið út hversu margir farþegar voru í heildina.
Þetta er mjög svipað og kr á klst. Þá getur margfaldað þá tölu með klukkustundunum og fengið út heildarverð.
1 kr/klst í 10 klst = 10kr
1 farþegi/km í 10km = 10 farþegar.


Þú sérð sjálfur að ef einn aðili í einkabíl keyrir 10km þá verður hann ekki að 10 farþegum. --------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 17. maí '20, kl: 16:01:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vertu þér ekki til skmmar.
Farðu og lestu ársskýrslu Strætó frá 2018 og finndu út hver meðalfjöldi farþega í ferðum Strætó er.

kaldbakur | 17. maí '20, kl: 16:03:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ert ef þú getur ekki svarað þessu þá áttir þú ekki skilið að fá A í særðfræði,

ert | 17. maí '20, kl: 16:22:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Málið snýst ekki um hver meðalfjöldi farþega í ferðum Strætó er. Við erum sammála um það.


Málið snýst um það hvernig þú reiknar farþega/km í einkabíl. Þú segir að af því að það er einn farþegi í bílnum þá er talan 1 farþegi/km. Þegar við notuð þá tölu til að reikna fjölda farþega á 10 km-leið þá þá fáum við út 10 farþega (1*10). Það stenst ekki.
Ég segi að ef það er einn farþegi í bíl (má vera strætó eða einkabíll) og bíll fer 10 km þá sé 0,1 farþegi á km. Þegar við margföldum 0,1 með 10 km þá fáum við út 1 farþega.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 17. maí '20, kl: 20:17:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú nú þú ert búinn að finna út hver meðalfjöldi farþega er í ferðum Strætó ?
Hver er meðalfjöldinn ?

ert | 17. maí '20, kl: 20:40:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Fyrirgefðu ég átti við fjölda farþega per ekna km. Ég var ónákvæm. Við erum sammála um þá tölu.
Það sem við erum ósammála um er hvort hvernig maður reiknar út farþega per km ef það einn aðili í bílnum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 17. maí '20, kl: 20:33:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við erum í þessum pælingum ekki að spá í flutningsmagn. Við erum t.d. ekki að segja að einkabíll hafi flutt 2 menn 10 km þ.e. 2 x 10 = 20 Eða strætó 4 x 10 = 40
Þetta er ekki að segja okkur neitt nema flutningsmagnið.
Við getum sagt með einkabílin að flutningsgetan hafi verið 5 x 10 = 50 en nýttum bara 20
sem gera um 40 % nýtingu.
Það sama er með strætó flutningsgetan var 45 x 10 = 450, en við fluttum bara 40.
sem gera um 8% nýtingu.

ert | 17. maí '20, kl: 21:04:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já flutningsmagn - það er fjöldi. Ef það eru tveir í strætó þá er flutningsmagnið 2. Ef það er einn í einkabíl eða strætó þá er flutningsmagnið 1.
Viltu rekna út flutningsmagn per km. Þá er það 2 farþegar/km í strætó. Ef einn maður í einkabík fer 1 km þá er það 1 farþegi/km.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 17. maí '20, kl: 20:42:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef við erum að finna út meðalfjöldann í hverjum strætisvagni, þá má auðvitað
reikna t.d. fjölda farþega per einn dag og svo fj0lda ferða .
Deila með fj ferða í farþegafjöldann segir okkur hvert meðaltalið er.
Eins má gera með bílinn.
Þetta gæfi okkur jú meðaltalið.
Síðan má reikna út nýtingu út frá fjölda farþega miðað við flutningsgetu.

En verkefnið er að finna út meðafjölda farþega í strætó.
Ég held að meðalfjöldinn sé í kringum 2 farþgar.

ert | 17. maí '20, kl: 21:00:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Það er ekki vaninn að reika meðalfjölda per strætisvagn. Segjum að vagn sé í keyrslu í 10 ár þá þarf að mæla fjöldan í 10ár í þeim vagni.

Til að komast hjá svona vanda er mikið nota fjöldi per km.


VIð erum sammála um að það séu 2 farþegar per km í strætó.
Þú vil hins vegar meina að það sé 1 farþegi per km í einkabíl. Þannig að það bætist við einn farþegi við hvern ekinn km. Sem er vægast sagt sérstakt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 17. maí '20, kl: 20:51:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo má reikna þetta út frá eknum km og fjólda farþega og finna nýtingu vagna.
Þegar þú ert komin með nýtingu í prósentum geturðu auðvitað fundið meðaltalið
með því að taka prósentu af fjölda sæta í vagni.
Ef sætafjöldi er 45 og nýting 8% þá er meðalfjöldi farþega í vagni 3,6.

ert | 17. maí '20, kl: 21:17:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Fjöldi farþega per eknar km í strætó er 2 per km.
Í einkabíl sem fer 10 km er farþegafjöldinn 0,1 per km.
Ef við segjum að sætinn í strætó eru 45 þá fáum við að nýting per km er 2/45 eða 4%.
Í einkabíl segjum að það séu 5 sæti þá fáum við út nýtingu per km 0,1/5 eða 2%.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 17. maí '20, kl: 22:44:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei þettar er ekki réttur reikningur hjá þér.
Það er best að finna út nýtingu fyrst.

Dæmi:
Einkabíll ekur 10 km og það eru 2 í bílnum = 2 X10 = 20 km sem er flutningsmagn.
Bílinn tekur 5 farþega og væri því flutningsgeta = 5 x 10 = 50 km flutningsgeta

20 / 50 = 40% nýting sðnnun 40% af 5 manna flutningsgetu bíls er 2 farþegar sem er meðaltal


--------------------------------------------------------------------------------------
Ert:
Alveg eins reiknarðu út tölur úr rskýrslu Strætó.

Í skýrslu strætó eu tölur um heildarfarþegafjölda pr timabil og
svo heildarfjöldi ekinna km pr tímabil
Þar kemur líka fram heildarfjöldi strætisvagna.

Nú reiknar þú ERT út nýtingu hjá strætó og meðalfjölds farþega pr vagn.

ert | 17. maí '20, kl: 23:45:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ók þannig að við erum að bara að reikna sætanýtingu og keyrð vegalengd kemur málinu ekki við. Þú hefðir getað sagt það strax. Þá er aurgljóst að reiðhjól og traktorarnir eru hagkvæmasti flutningmátinn. Næst á eftir stórir fldutningbilar sem taka bara tvo í sæti. Ætlarðu i alvörunni að halda því fram að það væri best ef allir í umferðinni væru á traktor þvi að þá. Væri sætanytingin 100%?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 18. maí '20, kl: 00:38:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert ekkert að reikna þetta rétt.
Einkabílinn þarf ekki að keyra eins langt og strætó til að ná markmiði sínu.

Þessu strætó kerfi má líkja við að þú færir alltaf út í dyr á 10 mín fresti á heimili þínu til að sjá hvort einhver sé að koms. Dyrabjalla hefði sparað þér sporin. Þannig hrigsólar strætó til að athuga hvort einhver er á stoppustöðinni. Kerfið er meingallað og virkar alls ekki í fámenni eins og hjá okkur. Það er bara þannig að einkabíllinn er langtum hagkvæmari en strætó.
Einkabíllinn keyrir aldrei tómur. Þú fannst út að nýting strætó er einungis 4% og 2 far.egar að meðaltali. Í raun er nýtingin ennþá minni því ef nákvæmt væri reiknað þá fer enginn farþegi nema helming þeirrar vegalengdar sem akstursleiðin er. Það dettur engum í huga að sitja í Strætó heilan hring, ekki nema þá túrista sem væri í "sightseeing". Nýtingin er sennilega bara 2%.

ert | 18. maí '20, kl: 03:54:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er bara að reikna þetta eftir þínum aðferðum. Þú varst að benda á að það ætti að reikna þetta sem sætanýtingu farartækið. Ef sæti eru fullnýtt þá er 100% flutningsgeta og það er hagkvæmast óháð stærð faratækis. Núna segirðu að það sé rangt. Gott og vel, hvernig viltu þá reikna þetta?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 18. maí '20, kl: 07:11:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sýndu okkur forsendutölur og útreikniga.
Þú hlýtur að taka forsendutölur úr Ársskýrslu Strætó og reikna útfrá þeim.
Birtu þann útreikning.
Við höfum ekki neina árssk´rslu frá bíleigendum á einkabíl.
En við getum gefið okkur að það séu 1,5 faþegar (bílstjóri meðtalinn) í hverjum bíl.
Sýndu okkur útreikninga varðandi nýtingu einkabílsins.

ert | 18. maí '20, kl: 07:36:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Forsendutölur fyrir hverju? Þú varst að komast að því að sætanýting ef 2 eru í 5 mannabíl þá er hún 40%. Sætanýting í traktor er 100%. Sætanýting í olíuflutningabíl er 50%. Ef sætanýting er það sem skiptir máli þá er hagstætt að fólk færi sig úr einkabíl í traktora og olíuflutningabíla. Það er augljóst.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 18. maí '20, kl: 07:51:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Sætanýting
100% reiðhjól, traktorar skurðgröfur bifhjól - 1 sæti
50% stórir vörubílar - 2 sæti, annað sjaldnast notað
20-40% einkabílar - 5 sæti, oftast bara ökumaður í bílnum
Skiptir ekki mál hver sætanýting strætó er. Það er hagstæðast samkvæmt þessu að allir séu á traktor eða reiðhjóli.
Við þurfum því að fá fólk til að selja einkabílanna og kaupa farartæki með 100% nýtingu. Þeir sem vilja ekki blotna geta keypt sér gröfu. Þeir sem vilja vera grand á því geta keypt sér olíuflutningabíl sem er með 50% sætanýtingu og því er mun hagstæðari fyrir umferðina ef allir væru á risa olíuflutningabíl frekar en á einkabíl.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

 
kaldbakur | 18. maí '20, kl: 09:48:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hélt að strætó væri svo umhverfisvænn, hversvegna ekki að kaupa sér strætó til að fara í vinnu ?

Málið er að Strætó er að hringsóla tómur eða með 2 -3 farþega,
Strætó hálftómir og tómir vagnar keyra milljónir kílómetra og vantar alla
farþega.
Reynt hefur verið að fjölga ferðum og auka ferðatíðni en farþegum fjölgar ekkert .
4% nýting samkvæmt þínum útreikningum og því tveir farþegar að meðaltali í vögnunum og aka á forgangsakrein.
Síðan á að bæta enn í geggjunina og koma með enn stærri vagna með enn meiri forgangsakreinum og eyða enn meira af peningum í vitleysuna og kalla Borgarlínu.
hehehe ….

En Et mín hélt að þú myndir standast prófið og sýna útreikninga þína en í stað
þess kemurðu bara með skæting og bull.

ert | 18. maí '20, kl: 10:06:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já og við tökum öll sætin úr strætó og látum bílstjórann keyra einan þá er sætanýting 100% og þá er strætó hagkvæmari en einkabíll.
Það líka hagkvæmara fólk sé í fartæki þar sem er bara eitt sæti af því að þá er sætanýtingin 100%. Þannig væri haglkvæmara að fólk væri eitt í 20metra löngum bíl ef það er bara eitt sæti honum frekar en í einkabil. 
Þessi hugsun um sætanýtingu og það þurfi ekki taka tillit til annarra atriða gengur ekki upp.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 18. maí '20, kl: 10:08:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sætanýting er einfaldlega arfavitlaus mæling á hagkvæmni farartækja. það meikar ekki sens að það sé hagkvæmara að fólk sé  á olíuflutningabíl en einkabíl bara af því að sætanýtingin í olíubíl er betri.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 18. maí '20, kl: 10:12:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú er aðal málið fyrir Strætó að auka tíðni ferða og kaupa nýja og dýrari vagna.
Þá geta þeir aukið tapið enn meir. Væri gaman ef þeir sýndu hvað þeir tapa mikið á hverjum eknum kílómetra. Það liggur ljóst fyrir að þeir tapa um 1200 kr á hverjum farþega. Væri samt gaman ef þeir sýndu útreikninga á tap. pr. hvern kílómetra og svo hvað tapið eykst mikið þegar enn fleiri kílómetrar eru eknir.

ert | 18. maí '20, kl: 10:25:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þeir ætla að færa ferðirnar á mannfleiri leiðir.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 17. maí '20, kl: 23:09:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert ekki að reikna einkabílinn rétt það sjá víst allir.
Mér sýnist nýting einkabíls vera um 40% og 2 í bíl en sennilega er meðaltalið ca 1.5 í bíl og nýting því um 30%

Ég held að þú sért með réttar tölur varðandi sætanýtingu hjá Strætó sé um 4% af 45 sætum
því eins og ég hef sagt 2 að meðaltali í Strætó.

Annars er ársskýrsla Strætó ófullkomin. Vantar allt til að finna með einföldum hætti nýtingu tækjanna.

Draumadisin | 20. maí '20, kl: 17:31:36 | Svara | Er.is | 0

Það að strætó gangi tómur 99% af tímanum er kjaftæði. Tek fjóra strætóa á dag og alltaf eru þeir stapp fullir

Júlí 78 | 28. maí '20, kl: 10:41:16 | Svara | Er.is | 0

Eitthvað fyrir þig hérna kaldbakur, viðtal við þessa Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur og Ólaf Guðmundsson í Bítinu 26. maí um Borgarlínuna:
https://www.visir.is/k/278961a9-bb4e-4dee-a015-1ed22d92e78d-1590481968694

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Laufabrauðs steikingar hjálp skorogfatnadur 30.11.2020 30.11.2020 | 11:37
Á einhver skothelt ráð við blöðrubólgu ? hagamus 22.11.2020 30.11.2020 | 09:14
kvennsjúkdómalæknir nokia04 30.11.2020
Black Friday bylgjan ? _Svartbakur 27.11.2020 30.11.2020 | 00:47
Kári ekki sáttur við forgangsröðun við bóluseetningu við Covid. _Svartbakur 29.11.2020 29.11.2020 | 23:54
Grunnteikning 1 Viðskiptavinur 29.11.2020 29.11.2020 | 20:54
Kötturinn minn kom inn með fugl hannoghun1 29.11.2020 29.11.2020 | 20:31
Víðir með covid eftir gesti VValsd 29.11.2020 29.11.2020 | 13:55
Ágústbumbur 2021 gitarstelpa 29.11.2020
Júlíbumbur 2021 Tvisturinn2021 19.11.2020 29.11.2020 | 05:43
Júní 2021 bumbur OlettStelpa11111 17.10.2020 29.11.2020 | 05:42
PCOS/fjölblöðru eggjastokkar Auja123 29.11.2020
Ad missa barm. karlg79 28.11.2020 29.11.2020 | 02:29
ástandskoðun söluskoðun bíla rubiks 28.11.2020
Gamlir þræðir og comment NIB 29.10.2012 28.11.2020 | 19:12
Einhver að selja Hrukkustraujárn? elskum dýrin 28.11.2020
Einhver að selja Hrukkustraujárn? elskum dýrin 28.11.2020
Hvort skemmtileg i Berlin eða I Paris Frakkland ? Stella9 28.11.2020
Ísland að ná bestum árangri gegn Covid19 _Svartbakur 22.11.2020 28.11.2020 | 11:19
Söluhagnaður vegna íbúðar rokkari 19.11.2020 28.11.2020 | 10:45
Ýsa Ýsa henningj 28.11.2020
Tilboð í íbúð Teralee 27.11.2020 28.11.2020 | 09:03
Júlíbumbuhópur leyndarmál89 4.11.2020 26.11.2020 | 21:43
Passið ykkur á tilboðum "Svartur föstudagur" _Svartbakur 24.11.2020 26.11.2020 | 21:30
Þvo í Reykjavík Boxi 30.5.2011 26.11.2020 | 19:08
Mer langar að verða smiður Kisumamma97 11.11.2020 26.11.2020 | 16:41
Samningur í húsgagnasmíði bark 6.11.2020 26.11.2020 | 16:32
Dagur B þakkar sér góðan árangur í baráttu við Covid. _Svartbakur 25.11.2020 26.11.2020 | 15:16
70 mínútur Sigurjon01 18.11.2020 26.11.2020 | 01:53
Hvernig á að þrífa fitu af sturtugleri Gleðileg jól 2020 25.11.2020 25.11.2020 | 23:30
Utanlegsfóstur leyndarmál89 25.11.2020 25.11.2020 | 19:33
Ertu einmanna um jólin? KollaCoco 16.11.2020 25.11.2020 | 12:36
Uppruni táknmálsins :) Halakarta34 24.11.2020
Könnun fyrir Háskóla Íslands HaftorK 24.11.2020
Júní bumbur 2021 (bumbu hópur) OlettStelpa11111 13.10.2020 24.11.2020 | 10:20
Þrífa þurrkara? lovelove2 19.11.2020 23.11.2020 | 22:36
Sotware Of Life - mRNA - Gleðifregnir _Svartbakur 17.11.2020 23.11.2020 | 20:30
Hæ, ég var að fá skilaboð en get ekki svarað Andý 22.11.2020 23.11.2020 | 16:58
Kippir!! Hjálp glóbangsi 19.11.2020 23.11.2020 | 15:19
Ekkert grunsamlegt ? Kristland 15.11.2020 22.11.2020 | 21:04
Star Wars eða Star Trek? YulBrynner 18.9.2012 22.11.2020 | 20:21
Óska eftir stórum blendingshvolp helst tík Elskadýr99 21.11.2020 22.11.2020 | 18:26
Bjór Gudrun1971 22.11.2020 22.11.2020 | 16:36
Bjóða í notaðan bíl (á bílasölu) rokkari 7.11.2020 22.11.2020 | 15:33
Jólasveinar silkibudda 22.11.2020
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 22.11.2020 | 14:12
Einhver sem getur aðstoðað? Focus20112012 16.11.2020 22.11.2020 | 12:58
Konur segja satt ! Kristland 22.11.2020
ólöglegur hundur í blokk og stjórn bregst ekki við Hjödda171 10.11.2020 22.11.2020 | 10:55
Líður okkur vel ? Opin umræða. _Svartbakur 20.11.2020 22.11.2020 | 02:41
Síða 1 af 36323 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, aronbj, ingig, Coco LaDiva, krulla27, rockybland, anon, vkg, joga80, Bland.is, Gabríella S, MagnaAron, superman2, flippkisi, mentonised, Krani8