Stress eftir missi?

autumnbreeze | 22. jún. '15, kl: 14:43:37 | 147 | Svara | Meðganga | 0

Sælar,
Ég missti í nóvember sl. á 7. viku. Við erum búin að reyna síðan í janúar og var loks að fá jákvætt á laugardaginn og er skv. öllu komin 4v4d :)

Við erum auðvitað himinlifandi, en ég stend sjálfa mig stanslaust að því að hugsa "ekki vera of spennt, kannski endar þetta eins" og ég er hrædd um að ég nái ekki að njóta næstu vikna og mánaða fyrir stressi um að eitthvað komi upp á...

Er einhver sem hefur lent í svipuðu sem er með ráð eða eitthvað fyrir mig... :)

 

nycfan | 22. jún. '15, kl: 17:26:57 | Svara | Meðganga | 1

Ég er í sömu sporum. Ég missti á 6. viku í mars og er komin 4 vikur og 2 daga núna. Ég er reyndar mun bjartsýnari núna en ég var þegar þetta tókst í mars. Þá var ég eins og ég leyfði mér ekki að fagna eða verða of spennt. Það var eitthvað sem hélt aftur af því. Það var reyndar þannig hjá mér að ég fékk einhverja tilfinningu á mánudegi og bað um blóðprufu og svo um kvöldið fór að koma spá brúnt og svo smá bleikt og fór svo að blæða á þriðjudagsmorgni. Fékk svo staðfestan fósturmissi á miðvikudegi.
Núna þori ég alveg að hugsa fram í tímann og sjá þetta enda með barni. Ég var mun stressaðari með fyrsta barn enda vissi ég ekkert þá. En svo er líka eitt, hversu mikið sem þú stressar þig og hefur áhyggjur þá geturu ekki breytt neinu sem gæti gerst, því miður. Og stressið gerir litlu bauninni og þér alls ekki gott. Ég myndi reyna að finna eitthvað sem hentar þér til þess að þú náir slökun og náir á einhvern hátt að losa þig soldið við stressið.

Gangi þér rosalega vel, vonandi verðum við samferða næstu 9 mánuðina :)

sellofan | 22. jún. '15, kl: 18:03:26 | Svara | Meðganga | 1

Ég missti tvisvar sinnum, í október og janúar sl. við 5. og 6. viku. Núna er ég komin 12+2 og er samt mjög stressuð. 12v sónarinn kom samt mjög vel út en það er alltaf bakvið eyrað þetta litla "hvað ef". Reyni að segja við mig að það verður bara sem verður og maður getur ekki stjórnað þessu, því miður. Reyna að taka bara einn dag í einu og njóta hans. Grunar að þetta verði samt svona þar til ég fer að finna hreyfingar en það gætu alveg verið 2 mánuðir í það þess vegna... En já, bara að reyna að anda inn og út, hugsa um eitthvað annað, taka einn dag í einu en samt reyna að njóta og hugga sig við það að maður getur ekki stjórnað neinu. Gangi þér rosalega vel! 

nycfan | 23. jún. '15, kl: 09:14:57 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég var rosa stressuð á minni fyrstu meðgöngu þó ég hafi aldrei misst fyrir þá en ég keypti mér svona doppler tæki og náði fyrst að heyra hjartslátt á 11 viku minnir mig og það var rosa gott að geta gripið í tækið og heyrt hjartsláttinn hjá krílinu. Mæli með því þar til hreyfingarnar fara að koma.

sellofan | 23. jún. '15, kl: 10:50:24 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég má mæta eins oft og ég vil upp á heilsugæslu til að hlusta á hjartsláttinn :) Yndisleg ljósa :) 

autumnbreeze | 22. jún. '15, kl: 19:11:10 | Svara | Meðganga | 0

Takk kærlega fyrir svörin :) hjálpar að heyra þetta

Davis | 22. jún. '15, kl: 20:07:30 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég er búin að missa 3 sinnum ! 2x árið 2011 bæði skiptin komin 8+ vikur og svo á ég strák fæddan 2013 svo missti ég núna í mars komin 6 vikur og ófrísk núna komin 7 vikur ! Ég hugsa alltaf að þetta er ekki í mínum höndum ég get ekkert gert til að koma í veg fyrir þetta :D það hjálpar mér að hugsa þannig en ég er aldrei spennt fyrr en ég er komin yfir 12 vikurnar :D

josepha | 23. jún. '15, kl: 18:55:20 | Svara | Meðganga | 0

Ég er bara að hugsa sem minnst um að ég sé ólétt. Við kallinn tölum lítið sem ekkert um þetta (hljómar undarlega, en okkur finnst það fínt) Ég missti í jan. Var komin um 4 v þegar ég vissi að ég væri ólétt aftur. Síðan tökum við bara eitt skref í einu. Snemmsónarinn er búinn og hann kom vel út og þá er það 12 v sónarinn næst. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
kvennsi flokid 10.10.2006 28.3.2024 | 07:57
Meðgönguhópar? asadrottning4 15.2.2024
Búa inni á foreldrum með nýfætt barn Kosy Kisan 29.8.2023 15.2.2024 | 04:03
magaspeglun á meðgöngu? jallo 24.11.2008 26.1.2024 | 10:33
JANÚAR 2023 bumbuhópur❤️ Kitt Kat 25.5.2022 2.10.2023 | 18:32
Rifbeinsbrot á meðgöngu Flöffy 6.1.2005 29.9.2023 | 07:06
Hópar fyrir ófrjósemi/Erfiðleika að geta barn lemonsherbert 16.7.2020 20.9.2023 | 02:52
Desember 2022? Villa3 19.4.2022 25.8.2023 | 04:42
Nafnalisti?? momsí 17.8.2011 18.8.2023 | 20:32
Hreiðurblæðing ímyndun 4.2.2008 17.7.2023 | 03:43
Desemberbumbur 2023??? bull123bull 2.4.2023 4.7.2023 | 02:10
Maíbumbur 2022 Erla89 5.10.2021 22.6.2023 | 04:27
Eggjarauður sumarást 28.11.2012 22.6.2023 | 03:26
Maíbumbur 2021 eplii 23.9.2020 5.4.2023 | 09:04
Maibumbur????? NalaMax 24.9.2005 5.4.2023 | 09:02
Maíbumbur!! MissWorld75 10.3.2005 29.3.2023 | 18:37
Ágústbumbur 2023 runa20 21.12.2022 29.3.2023 | 18:33
google helsenki 22.2.2023
ótillitssamur yfirmaður happytime 26.2.2009 8.2.2023 | 17:48
Júní bumbur 2023 Birth 18.10.2022 20.12.2022 | 07:29
Maíbumbur !! centrino 15.5.2006 11.10.2022 | 01:59
Maíbumbur 2023 frettir 3.10.2022 9.10.2022 | 16:51
Nóvemberbumur 2022 birgittafjola 22.3.2022 7.10.2022 | 02:28
Magaspeglun á meðgöngu? obbossí 11.1.2008 12.9.2022 | 07:29
tvíburar, hvenar uppgötvaðist? Myslalitla 21.2.2012 13.8.2022 | 09:47
Hvenær er hægt að greina tvíbura tomasina3 27.5.2009 13.8.2022 | 09:44
Fylgjupæling Rust 2.5.2022 7.7.2022 | 10:03
Sorbitol seint á meðgöngu Ofurkindin 8.10.2008 28.6.2022 | 18:14
Sjúkraþjálfari vegna hnémeiðsla seo 16.11.2020 18.5.2022 | 07:39
Septembermömmur 2022 Mimimosa 24.1.2022 19.4.2022 | 13:20
Snemmsónar allian 17.11.2021
Júníbumbur 2022 Vilborg8 2.10.2021
Apríl 2021 Apríl21 9.8.2020 7.9.2021 | 05:40
Marsbumbur 2022 mussla 13.7.2021 5.8.2021 | 18:28
Janúarbumbur 2022 appelsínatalandi 24.5.2021 3.6.2021 | 19:54
Desember bumbur 2021 Bumba2021 25.4.2021 28.4.2021 | 18:23
Nóvemberbumbur 2021 gauja123 5.4.2021
Októberbumbur 2021 sukkuladiast 7.2.2021 16.3.2021 | 21:31
langaði að deila þessu fallega myndbandi:-) mjasa13 17.10.2012 26.1.2021 | 11:38
Desember 2020 Cs1914 5.4.2020 10.12.2020 | 08:47
Júníbumbur 2021 Mjaaaalm 3.10.2020 9.12.2020 | 14:55
Ágústbumbur?????? gitarstelpa 26.11.2020 29.11.2020 | 11:37
Meðgöngu eitrun !!ATH!! bananananana 27.8.2020 11.10.2020 | 18:01
Maxi cosi lila XP Hanna95 29.9.2020
Aprílbumbur 2021 facebook hópur Apríl21 10.8.2020 1.9.2020 | 09:03
FebrúarBumbur 2021 viktoriaa95 5.6.2020 13.8.2020 | 15:48
Janúarbumbur 2021 beeeebe 26.5.2020 23.7.2020 | 12:15
Marsbumbur 2021 Vilborg8 8.7.2020 9.7.2020 | 14:43
Viltu selja nýru þína? Elviswhyte 13.8.2019 20.6.2020 | 08:57
fyrir ykkur sem eigið svipaðan barnsföður.... *BlueLight* 15.6.2020 15.6.2020 | 13:11
Síða 1 af 8011 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Kristler, paulobrien, Guddie