Stytting vinnuviku verðbólga og vesen framundan

_Svartbakur | 1. maí '21, kl: 17:04:33 | 347 | Svara | Er.is | 1

Já nú er stytting vinnuviku hjá mörgum stéttum orðin staðreynd.
Hjúkrunarheimilin að loka vegna aukins kostnaðar vegna styttingar vinnuviku.
Spítalarnir þurfa að ráða hundruð manna til að brúa bilið við styttingu.
Borgarsjóður auðvitað með galtóma sjóði og ótrúlega skuldasöfnun og kostnaður við styttingu vinnuviku bætist þar við. Þar á bæ er skuldasöfnun uppá nokkrar milljónir á hverjum degi skuld Reykjavíkurborgar er um 400 milljarðar króna.

Já svo var bara sagt fyrir rúmu ári að stytting vinnuviku kosti ekkert fólk ynni einfaldlega bara betur og væri ánægðara. Þarf enginn að svara fyrir svona rugl ?

 

Júlí 78 | 2. maí '21, kl: 07:48:49 | Svara | Er.is | 1

Ætli að Covid hafi ekki einhver áhrif á skuldasöfnun hjá ríki og borg? reykjavik.is   27. ág. 2020  segir meðal annars:
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft þau áhrif að tekjur hafa dregist saman en útgjöld aukist.

Rekstrarniðurstaða A-hluta var því neikvæð um 3.111 mkr.  Rekstrarniðurstaðan skýrist einkum af lægri skatttekjum og lægri tekjum af sölu byggingarréttar en áætlanir gerðu ráð fyrir. 

„Reykjavíkurborg sér nú skýr merki um heimsfaraldurinn í fjárhagsuppgjöri fyrstu sex mánaða. Þyngst vegur tekjusamdráttur vegna atvinnuleysis og minni umsvifa í efnahagslífinu. Áberandi tekjufall er einnig hjá Strætó og Faxaflóahöfnum. Hins vegar hafa aukin útgjöld fylgt viðbrögðum við Covid-19."

Hjúkrunarheimilin. Það er mikl einföldun að tala þannig eins og að ef loka þurfi á "þyngri sjúklinga" þá sé það vegna styttingu vinnuviku og eingöngu vegna þess. Það er búið að koma fram að vantar fé í reksturinn hjá hjúkrunarheimilum og hefur verið um langt skeið, til margra ára skilst mér. Ríkið hefur hunsað að gera eitthvað í málunum. Hjúkrunarheililin hafa ekkert verið á einhverjum forgangslista, það sést líka á þeim biðlistum sem eru alltaf, margir á biðlista og það er þess valdandi að frekar teppist inn á sjúkrahúsum gamalt fólk sem annars gæti farið á hjúkrunarheimlili. Má ekki annars íslenskt launafólk hafa svipaða langa vinnuviku og gerist annars staðar á norðurlöndum?

Það hefur líka vantað hjúkrunarfræðinga inn á spítalana til margra ára. Launum haldið niðri miðað við menntun og ábyrgð. Ég ætla að leyfa mér að segja að margir hjúkrunarfræðingar vilja ekki vinna þetta starf á spítala vegna mikils álags í starfi og vegna þess að sumum býðst betri laun annars staðar. Ætli að margir kæmu ekki tilbaka til starfa ef launin væru betri? En hvað gerir ríkisstjórnin, ár eftir ár gerð meiri aðhaldskrafa á spítalann. Spítalinn á að spara endalaust jafnvel þó að ferðamönnum fjölgaði mjög (fyrir Covid) og slysum fjölgaði. Jafnvel ekki hægt að endurnýja tækjabúnað eins og þyrfti hef ég lesið. Það er þó einhver von til þess að sumir vilja vinna áfram á spítalanum eftir að vinnuvikan hefur styst aðeins. Það er ekki gott ef starfið er þannig að það er ekki nóg af starfsólki, það skapar aukaálag, starfsfólkið kallað út á aukavaktir þegar það kannski vildi heldur vera heima hjá sér og svo endar þetta með að starfsfólkið endar með "burn out" brennur út í starfi eins og sagt er.

Látum svo Drífu Snædal forseta ASÍ tala 1. maí:  "Misskipting gæða og auðlinda er einn helsti vandinn sem steðjar nú að íslensku samfélagi, að mati forseta ASÍ. „Það er alltaf einhver undirliggjandi krafa um sátt en til þess að svo megi verða þarf líka að ná sáttum um hvernig eigi að skipta þessum gæðum á milli okkar. Það er ekki sátt í samfélaginu um hvernig launasetning eigi að vera, við búum enn þá við vanmat á kvennastörfum til dæmis og við búum enn þá við það að sumir hafa alls ekki nóg. Og veikindi og í sumum tilvikum aldur er bara ávísun á fátækt og það er smánarblettur sem á ekki að viðgangast í okkar góða samfélagi,“ sagði Drífa." 

https://reykjavik.is/frettir/rekstur-reykjavikurborgar-lakari-vegna-covid-19 https://www.visir.is/g/20212103915d/ludra-sveit-og-verka-lyds-for-kolfar-blesu-i-ludra-a-o-venju-legum-bar-attu-degi-verka-lydsins

_Svartbakur | 2. maí '21, kl: 10:54:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vil varðandi skuldavesen borgarinnar sem allir sjá með eigin augum að er til komin vgna lélegrar stjórnar þar þarf nú ekki að nfna nema braggamálið en dæmin eru svo mörg eins og við vitum öll.
Hér er dæmi um afsakanir se ég sá í Mbl sem lýsir þessu nokkuð vel :

"Fyrir rúmu ári barmaði
meirihlutinn í borginni sér út af
ferðamönnum. Þá hafði starfshópur hjá borginni komist að
þeirri niðurstöðu að árið 2018
hefðu tekjur borgarinnar af erlendum ferðamönnum verið 10,5
milljarðar króna, en kostnaðurinn vegna þeirra 18,7 milljarðar
króna. Borgin hefði því orðið af
8,3 milljörðum vegna ferðamanna.
anna.
Ef eitthvað er að marka þessa
útreikninga hefði meirihlutinn
nú átt að geta varpað öndinni
léttar yfir því að komast hjá
kostnaði upp á tæpa 19 milljarða vegna ferðamannaleysisins. Samkvæmt því hefði veiran átt að færa borginni rúma
átta milljarða króna með því að
flæma burt ferðamennina.
Þegar ferðamönnum er kennt
um glundroðann í fjármálum
borgarinnar bæði þegar þeir
koma og þegar þeir halda sig
fjarri eru skýringarnar orðnar
ansi marklausar.
"

_Svartbakur | 2. maí '21, kl: 11:08:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Varðandi vitleysuna varðandi styttingu vinnuviku þá vitum við sem lesum blöð og horfum á sjónvarp að verkalýðsforyngjar voru að hamra á því að styttingin kostaði enga peninga því fólki lið svo miklu betur í vinnunni og skilaði betra verki.
Þá fannst mér augljóst svar að það ætti að stytta vinnuvikuna langtum meira því allir græddu og kostaði enga peningua.
Auðvitað kostar þetta tugi ef ekki hundrað milljarða á ári. Jú þetta hækkar klárlega kaupið og við fáum verðbólgu því það var engin innistæða fyrir þessari vitleysu.
Við munum að slagorðin hjá eflingu voru fyrir um 2 árum eða svo "Hótelin eru í okkar höndum". Það var þá strax vitað að
feerðaþjónustan var í miklum vandræðum og flugfélagið WOW átti í erfiðleikum. Jú það var farið í verkf-ll.
Nokkrum mánuðum síðan var allt þetta fólk atvinnulaust hafði misst vinnuna - jú hótelin voru í þeirra höndum og þau settu þau á hausinn og verða áfram á hausnum nema ef verðbólgan og gengisfelling leiðréttir þetta.
Við höfum verið að hækka launin í miðri kreppu það hefur ekki þekkst fyrr.
Fyrirtækin og atvinnulaust fólk er rekið með skuldasöfnun ríkissjóðs.
Júlí þú og afkomendur þínir verða látin borga þessa skuldasöfnun á næstu 10-15 árum.
Og þá verður ekki hægt að eyða þeim peningum í hjúkrunarheimili, Landspítala og hækkun launa fyrir hjúkrunarfólk.

Júlí 78 | 2. maí '21, kl: 11:39:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er sammála að miklum peningum hefur verið eytt í vitleysu hjá Reykjavíkurborg allt í boði núverandi borgarstjórnar, ég hef bara ekki tölu á vitleysunni. En mest tek ég nú eftir skipulagsmálum þess vegna hefur mér fundist þau ekki hæf sem hafa stjórnað þar. Væru örugglega miklu betri í öðrum störfum. 


Ef ég hef skilið málin rétt (eftir lestur á netinu) þá hefur arðsemin verið meiri hér en á hinum norðurlöndunum vegna þess að hér hefur verið lengri vinnutími hjá fólki en þar. Má vera að ég hafi misskilið þetta en held ekki, svo stutt síðan ég las eitthvað um þetta. Svo aftur spyr ég, er það eitthvað sjálfsagt að hér sé fólk með lengri vinnuviku en gerist annars staðar á norðurlöndum? Ég segi svo einnig, hér er hærra verðlag en á norðurlöndum, miklu manneskjulegra system á húsnæðismarkaði. Hvenær ætli við getum sagt, hér gerast hlutirnir eins og á hinum norðurlöndunum? Alveg örugglega aldrei, þessir stjórnmálamenn sjá til þess og alltof margir kjósa svo sömu flokkana aftur og aftur og aftur. 

_Svartbakur | 2. maí '21, kl: 16:32:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að hér séu miklu fleiri hátíðisdagar og frí í vinnu,
Við verðum að meta þetta yfir árið, unnar stundir yfir heilt ár.
Við erum ekkert með meiri vinnuskyldu hér held frekar minni.
Svo er bara stjórnunin og aginn hérlendis minni en víða erlendis.
Það er ekki hægt að vona að við getum verið að vinna styttri vinnutíma og hafa meira frí en aðrir.
Ef við styttum vinnutíman þá erum við bara að dragast afturúr öðrum duglegum þjóðum.

Júlí 78 | 2. maí '21, kl: 19:56:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Áður var 40 stunda vinnuvika, eftir vinnutímastyttingu síðast var það eitthvað minna. Með breytingunni erum við komin kannski svipað því sem gerist á hinum norðurlöndunum miðað við dagvinnuna, hef þó ekki skoðað það nákvæmlega. Ég er að segja að við hér eigum alveg eins skilið svipaða vinnuviku eins og gerist annars staðar á norðulöndum. Ég var ekkert að tala um að við ættum að hafa meira frí en aðrir eða þau á hinum norðurlöndunum.

ert | 3. maí '21, kl: 09:32:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú veist að við vinnum eins og brjálæðingar miðað við Skandinavía? 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 3. maí '21, kl: 13:17:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú hef alveg heyrt það og sjálfsagt svo hjá mörgum mikil yfirvinna en þekki svo sem ekki nákvæmlega hvernig hlutirnir gerast á hinum norðurlöndunum. Hef þó heyrt að hjúkkur sem hafa farið í ferðir erlendis í svokallaðar styttri "vinnuferðir" til dæmis til Noregs eða Svíþjóðar tala um allt aðrar og betri aðstæður þar (a.m.k. fyrir Covid). Meira frí hjá þeim en hér heima á spítalanum (kannski ekki aukavaktir þar) og betri vinnuskilyrði þar en hér. En tek það fram að þetta er bara eitthvað sem ég hef heyrt.

ert | 3. maí '21, kl: 13:40:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki einn Íslending sem vinnur þarna og honum finnst aldrei neinn vera í vinnunni og einnig hef ég heyrt af vinnustað mínum að þegar við erum í samvinnu við Skandinava þá sé erfitt að ná í þá - þeir fari snemma heim.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 3. maí '21, kl: 14:22:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Síðast þegar ég vissi þá erum við eða íslendingar líka skandinavíubúar. 

ert | 3. maí '21, kl: 14:30:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er ekki vön þeirri notkun þó ég viti af henni 
Til  Skandinavíu  teljast þau lönd sem eru á Skandinavíuskaga, þ.e. Svíþjóð og Noregur. Sumir telja einnig Danmörku með í þessu hugtaki. Það á þó alls ekki við Ísland, Færeyjar eða Finnland. Sérnöfnin  Norðurlönd  og  Skandinavía  eru því ekki samheiti.


og 
Skandinavía   nafnorð kvenkyn
landfræðilega skaginn sem Svíþjóð og Noregur eru áVissulega er til  þau lönd þar sem skandinavísk mál eru töluð; Norðurlönd


Ef maður les t.d. greinar um skandinavískar plöntur eða finno-skandinavískar plöntur þá eru íslenskar plöntur ekki meðtaldar
Málið.is (malid.is)


--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 3. maí '21, kl: 16:16:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Segðu mér Ert ertu með gervigreind ?

Júlí 78 | 3. maí '21, kl: 17:13:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við skulum bara reyna að hafa húmor fyrir þessu hjá ert. Hún er annars miklu greindari en hún þykist vera.

ert | 3. maí '21, kl: 17:50:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei vinn ekki við gervigreind, ekki frekar en ég hef unnið við rannsóknir á lífríki í Skandinavíu.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

abtmjolk | 3. maí '21, kl: 23:55:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei við erum ekki skandinavar og hæfum aldrei verið

_Svartbakur | 2. maí '21, kl: 16:48:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef bera skal samn þjóðir og afkomu.
Þá skiptir auðvitað máli hve snallir íbúarnir eru.
Það er erins með þjóðir eins og fyrirtæki, mannauðurinn er auðlindin fyrst og fremst.
Ef einhver þjóð væri að mestum hluta öryrkjar og óvinnufært fólk þá má
varla búast við góðum lífskjörum.
Kannski frekar fátækt og lélegum lífskjörum.
Þannig að lykillinn að bættum lífskjörum þeirra sem höllum fæti standa er að
þeir sem betur skaffa séeu sem öflugastir.

Júlí 78 | 2. maí '21, kl: 20:04:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef ekki sagt að hærri laun séu eitthvað slæmt mál...en Drífa Sædal sagði þó: " Misskipting gæða og auðlinda er einn helsti vandinn sem steðjar nú að íslensku samfélagi" Þar hefur hún rétt fyrir sér, það þarf að skipta kökunni á réttlátari hátt. Og fyrst þú nefnir öryrkja eða óvinnufært fólk þá er það meira en lítið skrýtið að hafa þessar skerðingar sem viðgengst hjá TR. Ef þetta fólk og aldraðir sem eru á ellilífeyrir hafa meira milli handanna þá fer alltaf hluti af því tilbaka til ríkisins í formi vsk. út af vörum og þjónustu.

Júlí 78 | 2. maí '21, kl: 11:41:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér er hærra verðlag en á hinum norðurlöndunum átti þetta að vera.

Júlí 78 | 2. maí '21, kl: 14:23:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndar þekki ég einna helst til Danmerkur og Svíþjóðar. Vil meina að fólk getur haft öruggt húsnæði þar gegnum leigufélag og er ekkert sagt upp leigunni nema kannski að fólk borgi ekki leiguna. T.d. sé ég leiguverð á netinu 3 herb. íbúð (87 ferm.) í Svíþjóð leigist á ca. 116 þús. ísl. í ekkert síðri bæ en Reykjavik, frekar betri bæ, öll möguleg þjónusta þar og þar er ekki hægt að láta sér leiðast. Eini gallinn að núna er mjög rautt svæði í Svíþjóð út af Covid. Mín skoðun er sú að það eigi að bjóðast nóg af "öruggu" leiguhúsnæði fyrir fólk á góðu verði hér á landi. Ekki allir sem vilja kaupa húsnæði á Íslandi.

_Svartbakur | 2. maí '21, kl: 16:58:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já kannski er nýlenduþjóð eins og Danmörk þess megnug að skaffa
ódýrara húsnæði fyrir fátækt fólk en við hér á Íslandi.
Nánast allar þjóðir Evrópu nýddust á Afríku og líka Asíu og rökuðu saman
auðæfum og byggðu upp stórborgir sínar.
Hluti af þessum lífskjörum sem þú dásamar er fenginn með þrælahaldi, mannsali og öðru ofbeldi.
Við Íslendingar bjuggum í torfbæjum og rituðum sögur á skinn þegar þetta skeið rann yfir.

_Svartbakur | 2. maí '21, kl: 17:20:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svíar eru mjög framarlega í vopnaframleiðslu og selja gífurlega mikið af vopnum útum allan heim, allskonar dráptól.
Þannig að Svíar eru að fóðra t.d. styrjaldir í Sýrlandi og mið austurlöndum.
Værir þú því fylgjandi að við Ísledingar færum í þann iðnað að framleiða vopn og selja til þjóða sem standa í stríði ?
Þetta eru víst mjög arðbær og áhugasöm viðskipti. Kannski eiga þeessi viðskipti þátt í að lækka leiguverð fyrir fátæka í Svíþjóð ?
En Svíþjóð er ekki áhugavert land í dag, mikil glæpaalda ríður yfir það land.
En já þú segir þetta eitthvað sem við ættum að skoða og líkja eftir ?

Júlí 78 | 2. maí '21, kl: 18:40:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Íslendingar svo heilagir fram að þessu? Var ekki talað um að flugvélar hefðu hér millilent með svona drápstól (vopn)? 9. mars 2020 skrifar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra: 
"Árið 2003 ákváðu þáverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra (mín tilv. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson) að Íslendingar gerðust aðilar að „bandalagi hinna viljugu þjóða“ sem studdu innrásina í Írak. Enn sér ekki fyrir endann á þeim hörmungum sem þessi innrás leiddi af sér. Nú hefur verið stofnað annarskonar „bandalag hinna viljugu þjóða“ og í þetta sinn til að skjóta skjólshúsi yfir þau börn sem geta enga björg sér veitt á landamærum Grikklands og Tyrklands. Við eigum að vera í þessu bandalagi og fyrsta verkefnið ætti að vera að hlúa að þeim börnum á flótta sem nú eru á Íslandi og stöðva fyrirhugaðan flutning þeirra til Grikklands."Það sem ég vísaði til (Svíþjóð) var leigufélag sem er í samstarfi við sveitarfélagið til að mæta húsnæðisþörf í sveitarfélaginu. Allir geta sótt um í þessu leigufélagi skilst mér, bara sýna fram á að geta greitt leigu. En ég minntist líka á Danmörk, góð leigufélög þar einnig.


En hér á landi á Íslandi heyrir maður bara að ýmsum verkefnum er velt yfir á sveitarfélög en ekki nægt fjármagn fylgir með sem sveitarfélaginu er ætlað að sinna. Sum sveitarfélög á hausnum virðist vera. Ekki von á góðu. 


Samt einhver leigufélög í gangi hér, veit til dæmis að leigufélaginu Bjarg, en það virðist ekki vera fyrir alla. Á þeirra heimasíðu segir að það sé fyrir fullgilda félagsmenn ASÍ eða Bsrb já og fyrir tekjulága og fjölskyldur á vinnumarkaði. En hef samt ekki kynnt mér leiguverð þar en veit af einum sem leigir þar, held að hann sé mest ánægður að vera í því öryggi sem er að leigja hjá svona íbúðafélagi. En maður heyrir alltof mikið um hér af fólki í húsnæði sem er jafnvel ekki skráð sem íbúðarhúsnæði og af fólki sem liggur inn á ættingjum og vinum vegna hárrar leigu. Unga fólkið fer jafnvel seint að heiman því það er svo dýrt að leigja sér húsnæði.  Já fólk sem leigir á almenna markaðnum borgar jafnvel okurleigu þó að launin séu ekkert há. Ekki skrýtið þó að það fólk þurfi jafnvel að leita til hjálparstofnana um mat. 


Svo er eitthvað sem heitir Alma íbúðafélag, mér sýnist nokkuð hátt leiguverð þar. En annars hef ég ekki kynnt mér almennilega með leigufélögin hér, veit bara að margir eru í vandræðum með húsnæði og standa í basli með að geta borgað leiguna.


En ég minntist líka á Danmörk, góð leigufélög þar einnig.
https://www.midjan.is/island-og-bandalag-hinna-viljugu-thjoda/

https://www.bjargibudafelag.is/

https://www.al.is/rent/apartments/

_Svartbakur | 2. maí '21, kl: 22:24:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að þú sért sammála mér að allir hlutir kosti eitthvað.
Matur t.d. kartöflur eða grænmeti kosta vinnu við ræktun og framleiðslu.
Þessu rignir ekki af himnum ofan.
Ef þú getur ekki aflað þér fjár til matar þá verður einhver annar að vera þinn matvinningur.
Það sama á við um húsnæði.

Þriggja herb. íbúð 70-80 fm kostar í byggingu um 50 millj.
50 millj er mikið fé sem þarf að vinna fyrir og safna. Það þarg að borga vexti af 50 millj. ef fengnar að láni og svo þarf líka að borga af láni. Lágmarks vextir ca 3% af 50 millj. er um 1500 þús á ári. Íbúðarhúsnæði krefst viðhalds og ca 2% af höfuðstól væri eðlilegt að reikna með þar er ca. 1 millj. Nú það eru gjöld eins og fasteignagjöld ofl. ca 500 þús.
Þarna eru komnar um 3 milljónir á ári sem er bara kostnaður fjárfesteignarinnar.
Leiga af svona húsnæði getur því vart verið lægri en 300 þús kr. á mánuði.
Ef leigan er lægri en 300 þús þá er einhver annar að borga fyrir þig.

Júlí 78 | 3. maí '21, kl: 00:36:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit til þess að það er verið að leigja íbúðir hjá þessu leigufélagi sem ég nefndi þarna í Svíþjóð ekkert bara til þeirra efnaminni heldur til ALLRA. Fólk fer í röð og úthlutað eftir því biðröðinni. Eina skilyrðið er geta sýnt fram á að geta borgað leiguna! Ferlega þreytandi að ef maður ræðir svona húsnæðismál þá sé gert ráð fyrir því að maður eingöngu að ræða um einhverja bótaþega eða fólk sem eigi varla fyrir mat eða slíkt. Manneskja sem ég þekki þarna í Svíþjóð leigir hjá þessu leigufélagi sem ég nefndi þar hefur nú verið að vinna fullan vinnudag og það ekki á lægstu launum, frekar á meðallaunum. Ekki ætla ég að fara að gera lítið úr henni bara fyrir það að hún leigir húsnæði á góðu verði hjá góðu íbúðafélagi þar. Ég þekki annars ekkert kerfið út í hörgul þarna í Svíþjóð en ef þetta er hægt þarna þá ætti að vera hægt hér. 


En hérna þarf alltaf að vera að flokka fólk. Ef það eru öryrkjar þá endilega setja þá í öryrkjaíbúðir, ef það eru gamalt fólk endilega setja það í gamalmennaíbúðir, en hvað ef manneskjan vill ekkert vera í einhverri blokk fyrir eintómt gamalt fólk heldur frekar vera innan um fólk á öllum aldri? Er þá eini kosturinn leiguíbúð á okurverði? Og öryrkjar eru líka misjafnir, ekki allir í hjólastólum sem þurfa extra breiðar hurðar til dæmis. A.m.k. þá finnst mér vera í gangi hér fordómar gagnvart öldruðum, öryrkjum og fólki á lágum launum. Svo segirðu: " Ef þú getur ekki aflað þér fjár til matar þá verður einhver annar að vera þinn matvinningur." E f þú ert að vísa til mín þá er ég hvorki í húsnæðishraki eða peningahraki og hef aldrei þurft að fara og fá mat hjá hjálparstofnun. En allt í lagi að ræða húsnæðismál. Fullt af fólki þarna úti sem er í fullri vinnu en þarf að leigja sér húsnæði á okurverði á almennum markaði þannig að erfitt er fyrir fólkið að sjá enda ná saman. Eitthvað þarf að gera, það er augljóst. Það ætti enginn að þurfa að leita til hjálparstofnana, hvorki aldraðir, öryrkjar eða fólk í fullri vinnu. Það ætti heldur enginn að þurfa að liggja inn á ættingjum/vinum af því að ekki sé hægt hér að fá leiguhúsnæði á þokkalegu verði. Það ætti heldur enginn að þurfa að leigja í einhverju húsnæði sem að er í raun hættulegt með tilliti til brunavarna (þá léleg eða engin) eða í einhverju húsnæði sem er ekki ætlað til íbúðar. Sérstaklega útlendingum er skóflað í svoleiðis húsnæði. Það er til skammar.

_Svartbakur | 3. maí '21, kl: 04:04:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er sama hvort í Svíþjóð eða öðrum Norðurlöndum og útum allan heim allir hlutir kosta sitt.
"Það er engin ókeypis máltíð."
Ég var bara að setja hlutina upp með einföldum hætti.
Það getur vel verið að einu leigufélagi gangi betur en öðru og geti leigt íbúðir ódýrar en aðrir.
En þeir verða að hafa meiri tekjur en gjöld, mjög einfalt mál.
Þannig er það líka hérlendis.
Leigufélag eins og Búseti er ekki að safna hagnaði allt rennur til leigjendanna.
Þú sérð hvað verðið eer þar.
Það er bara kostnaðarverð hjá Búseta.
Samt hefur Búseeti eins og ýmis félög t.d. aldraðra fengið góðar lóðir á hagstæðu verði.

Júlí 78 | 3. maí '21, kl: 08:45:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þú talar um að leiga á þriggja herb. íbúð geti aldrei verið minna en 300 þúsund. Segjum að einhver leigði svona íbúð fyrir þetta verð en væri svo að vinna t.d. á leikskóla allan daginn eða á hóteli allan daginn (bara dæmi), launin væru lágmarkslaunin umtöluðu, þau eru samkvæmt gúggli eru 351 þús. árið 2021. Þarna myndi ekki einu sinni launin duga fyrir leigunni (tekinn skattur af laununum). Síðast þegar ég vissi þá er ekki ráðlagt að húsnæðiskostnaður sé meira en 25% af launum. Þessi manneskja þyrfti bara að leigja sér herbergi úti í bæ og mætti þá þakka fyrir ef það væri eldhús og bað og þvotta aðstaða í því dæmi. Sú aðstaða gæti verið jafnvel með einhverju öðru ókunnugu fólki. Æðislegt eða þannig! (not).


Ég skoða hérna Búseturéttaríbúð, þar er til dæmis þriggja herb. íbúð 72,3 ferm. Verð búseturéttar 7.860.000 Leiga: 190.120. Er þetta ekki dýrt dæmi? Ætli hlutfall leigu þarna fyrir láglaunamanneskjuna sé ekki kringum 54% af heildarlaunum? (kannski hefur hún unnið í lottó og átt þá fyrir þessu búseturéttargjaldi en þarf samt að borga leiguna). Einhver kona skrifaði eitt sinn um Búseta hér, það væri ekkert eins og Búseti í Noregi, hún var ekki hrifin af þessu kerfi hér. Veit samt ekki alveg nákvæmlega hvað hún átti við.


Ég held að margir útlendingar hér séu bara á einhverjum lágum launum, (samt líka margir íslendingar) þeir tala margir hverjir ekki nógu góða íslensku og sumir enga. Eiga þeir bara að hírast í einhverjum herbergjum úti í bæ? Eða vera upp á vinnuveitandann sinn kominn með húsnæði? Jafnvel í einhverju ömurlegu húsnæði fyrir of hátt verð? Þeir sem tala ensku eru kannski í betri stöðu, að geta unnið sig frekar upp launastigann. En alls ekkert allir sem tala ensku.


Júlí 78 | 3. maí '21, kl: 09:27:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú segir svo: " Það getur vel verið að einu leigufélagi gangi betur en öðru og geti leigt íbúðir ódýrar en aðrir.
En þeir verða að hafa meiri tekjur en gjöld, mjög einfalt mál."


Hjá Bjarg íbúðafélagi segir: " Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norrænni fyrirmynd, "Almene boliger".

Leiðarljós félagsins er að veita leigutökum öruggt húsnæði til langs tíma."

Já þarna er þó a.m.k. reynt að útvega "einhverjum" tekjulágum fjölsk. á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði til langtímaleigu. En reyndar veit ég ekki leiguverðið þarna, vonandi ekki alltof hátt hlutfall launanna hjá fólkinu. Eins og ég sagði áður þá þyrfti það að vera ekki meira en 25% af launum. Ekki æskilegt að það sé meira, það hefur komið fram hjá sérfræðingum.

_Svartbakur | 3. maí '21, kl: 10:31:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já Bjarg segir á vef sínum að:
"Greiðslubyrði leigu skal að jafnaði ekki fara umfram fjórðung af heildartekjum leigutaka að teknu tilliti til húsnæðisbóta"

Svo eru nefndar hámarks tekjur og annað þarna.
Leigan miðast við að Bjarg eigandi íbúðanna greiði aaf íbúðum og lánum.
Ætli það sé ekki nærri kostnaðarverði:
"Leiguverð. Bjarg er leigufélag án hagnaðarsjónarmiða. Það þýðir að íbúðir eru leigðar á kostnaðarverði og leigufjárhæð því ákveðin þannig að rekstur íbúðanna sé sjálfbær, þ.e. að leigusali geti staðið í skilum á þeim greiðslum sem honum ber að greiða á samkvæmt lögum. Tekjur umsækjenda/leigutaka stýra því ekki leiguverði."
Hér er áætlað leiguverð 2018:
https://www.bjargibudafelag.is/frettir/almennar-frettir/aaetlanir-um-leiguverd-ibuda-bjargs/

_Svartbakur | 3. maí '21, kl: 10:56:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi byggingarfélög eins og Bjarg og fleiri eru með
víkjandi lán frá Starfsmannafélögum sem að þeim standa.
Þetta merkir að stéttarfélagið styrkir félagið með peningum úr sínum sjóðum.
Síðan virðast vra til s´rstök lög um þessi félög.
Þannig að þetta er ekki rekið eftir markaðslegum forsendum eða eftir hreeinu kostnaðarverði.
Félögin fá meðgjöf sem eeinhver annar borgar.

Júlí 78 | 3. maí '21, kl: 13:37:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er eiginlega alveg viss um að það er langur biðlisti þarna hjá Bjarg. A.m.k. er fullt af fólki í húsnæðisvandræðum og kannski margir sem falla ekki inn í einhvern "kassann" hjá svona félagi (skilyrði til að geta sótt um). Hvernig stendur á því að hægt sé að hafa svoleiðis húsnæðisfélag í Svíþjóð þar sem sveitarfélagið virðist koma eitthvað að málum en samt allir geta sótt um?


Þar segir eitthvað á þessa leið: Í samstarfi við sveitarfélagið (heiti sveitarfélagsins nefnt) munum við leggja okkar af mörkum til að mæta húsnæðisþörf í sveitarfélaginu. Verkefni okkar er að eignast, eiga, byggja og hafa umsjón með eignum eða lóðum með húsnæði... og svo framvegis...

_Svartbakur | 3. maí '21, kl: 16:31:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú jú Svíþjóð hefur verið lengi þekkt fyrir öflugt velferðarkerfi.
En nú er svo komið að það er nánast búið að drekkja landinu með innflytjendum sem falla illa að
þjóðfélagsmynstrinu. Innflytjendur sogast að velferðarkerfi Svía og vilja bara lifa á bótum.
Ég held að það muni fara að halla mjög á þetta velferðarkerfi Svía - það segja allar fréttir okkur.
Glæpir og ofbeldi er daglegt brauð. Morðum og nauðgunum fjölgar mjög og Svíar eru að ná "Top10".
Svíþjóð stendur á þröskuldi.

Júlí 78 | 3. maí '21, kl: 17:39:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta var nú líka svona gott áður en innflytjendur hópuðust í miklum mæli til Svíþjóðar. En jú Svíþjóð er greinilega í vandræðum a.m.k. í Malmö eins og komið hefur fram í fréttum og örugglega í fleiri borgum/bæjum, líklega eru margir innflytjendur ekki að aðlagast nógu landinu eða svíarnir ekki að ráða við allan fjöldann sem hefur verið leyft að koma til þeirra. Ég hélt að ástandið væri skárra í Danmörku en er ekkert svo mikið viss um það. Þetta las ég hér úr frétt frá apríl 2018:

"Afkomendur innflytjenda í Danmörku taka mikið pláss í tölum um afbrot í landinu. Afkomendurnir, gjarnan nefnd önnur kynslóð innflytjenda, er virkari í afbrotum en foreldrar þeirra sem aftur eru virkari í afbrotum en innfæddir Danir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Danmarks Statistik. Samkvæmt tölunum þá er afbrotatíðni afkomenda innflytjenda 220 prósentum yfir meðaltali afbrota sem framin eru af körlum. Þegar tillit er tekið til aldurs þá eru afkomendurnir 145 prósentum yfir meðaltalinu. Þetta þýðir að fyrir hverja 10 innfædda Dani sem hljóta dóm hljóta 24,5 afkomendur innflytjenda dóm.

Ekstra Bladet skýrir frá þessu. Fram kemur að það séu sérstaklega afkomendur innflytjenda frá ríkjum eins og Sómalíu, Marókkó, Sýrlandi og Líbanon sem taki mikið pláss í tölfræðinni.

Hann segir að margir þættir spili þarna inn í en almennt séð sé hér um unga menn að ræða sem hafa lítil tengsl við vinnumarkaðinn og séu lítt menntaðir. Þeir séu viðkvæmari fyrir að lenda á glæpabrautinni en innfæddir Danir. Þá segir hann að búseta þessarra ungu manna ráði einnig miklu í þessu, þeir búi oft í hverfum þar sem afbrot eru algengari en gengur og gerist. Staðan í þessum hverfum er erfið og verri en gengur og gerist í Danmörku. 22 af þessum hverfum eru á svokölluðum gettólista ríkisstjórnarinnar. Andersen segir að í þessum hverfum geti börn innflytjenda reiknað með að hljóta öðruvísi uppeldi en dönsk börn."

https://www.dv.is/frettir/2018/04/09/danmork-ny-skyrsla-synir-ad-innflytjendur-eru-mun-liklegri-til-ad-fremja-afbrot-en-innfaeddir-danir/

_Svartbakur | 3. maí '21, kl: 22:11:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hefur eitthvað farið ´úrskeiðis í þessum innflytjendamálum í Svíþjóð og Danmörku.
Ég var að lesa á netinu um þessi nýju bóluefni sem framleidd eru í Evrópu og Bandaríkjunum
Forsttjórar og helstu sérfræðingar Pfizer/BioNTech og Moderna eru innflytjendur.
Einn af stofnendum Modrna er frá Armeníu og Líbanon og fluttist með foreldrum til Kanada og lærði í USA og stofnaði mörg fyrirtæki tengd líftækni. Svipað með BioNTech stofnendur hjón koma frá Tyrklandi.
Þau settu á stofn fyrirtæki í Belgíu og eru doktorar og prófessorar. Hugsa mest um þessi líftæknimál og komu á sambandi við Pfizer til að dreifa og framleiða b+oluefnið sem þau höfðu fundið upp í sínum fyrirtækjum.
Þannig er auðvitað víða og eflaust líka í Danmörku og Svíþjóð
En það virðist vera mikið um annarskonar innflytjendur líka.

ert | 3. maí '21, kl: 22:21:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, pældu í því ekki allir innflytjendur af íslenskum uppruna í Svíþjóð og Danmörku hafa meikað það.  Sumir eru bara að skúra, eða vinna einföld störf þegar þeir ættu náttúrulega allir að vera eigendur stórfyrirtækja eða háskólaprófessorar. Ætli Íslendingar séu bara almennt aumingjar úr því að íslenskir infflytjendur hafa ekki allir meikað það erlendis?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 4. maí '21, kl: 01:26:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já svei svei ....

Júlí 78 | 4. maí '21, kl: 01:20:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessar upplýsingar hafa ekki áhrif á mig varðandi bóluefni. Ég er ennþá á því að vilja það frá Pfizer eða Moderna ;)  Þetta sýnir bara að það skiptir máli að innflytjendur sem aðrir fái sín tækifæri og sína menntun.


En eitt fannst mér merkilegt við fréttirnar í sjónvarpinu, talið var upp hvaða bóluefni yrði notað í vikunni og kom fram að það yrði líka notað þá bóluefnið frá Janssen. (hér á landi). Svo kom önnur frétt. Þar var sagt frá því að Danmörk ætla ekki að nota Janssen. Fréttin inn á mbl.is:

"Land­læknisembætti Dan­merk­ur hef­ur nú ákveðið að nota ekki Jans­sen-bólu­efnið gegn Covid-19 frá John­son & John­son. Bólu­efnið er komið í notk­un hér­lend­is og fá 6.000 manns bólu­setn­ingu með því á miðviku­dag í Laug­ar­dals­höll.  Ástæðan fyr­ir því að Dan­ir ætla ekki að nota efnið er sú að sjald­gæf til­felli blóðtappa hafa fund­ist hjá fólki sem hef­ur verið bólu­sett með því í Banda­ríkj­un­um."   Sem sagt Janssen nógu gott í íslendingana en ekki dani! Skyldi ríkisstjórnin núna falast eftir að fá Janssen bóluefnið "lánað" frá dönum, þær birgðir sem þeir vilja ekki? Eins og þau gerðu að fá lánað AstraZeneca frá norðmönnum þegar norðmenn vildu það ekki? 

_Svartbakur | 4. maí '21, kl: 11:24:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bara eðlilegt að það séu skiptar skoðanir þegar verið er að bólusetja heilu þjóðirnar á skömmum tíma. Drepsóttin gengur yfir heiminn og líkin hlaðast upp í mörgum löndum.
Það eru í raun tvær tegundir bóluefna þó að útfærslur sæeu mismunandi.
Gamla aðferðin að sprauta veikluðum veirum inní líkamann og mynda með því mótefni gegn veirunni.
Hin og nýja aðferðin er að forrita "boðbera" (mRNA) og sprauta inní líkamann og boðberinn fer inní frumur líkamans þar sem "boðskapurinn" er að líkaminn búi til eftirlíkingu af hættulegu veirunni, sem þó mun ekki hafa hæfileika til að fjölga sér í líkamanum en kennir mótstöðukerfi líkamans að þekkja hættulegu veiruna með "protein boddana" (protein spikes).
Sumir óttast mjög þessa nýju tækni og telja að þetta sé algjör hrákasmíði.
Aðrir dásama þessi sömu nýju bóluefni.
Svo eru hinir sem telja að gamla aðferðin sé best.
Staðreyndin er sú að nýju aðfeðirnar eru sennilega eina svarið við þessum nýju skæðu veirum þar sem það er komin öflug framleeoiðslulína sem er vélvædd og fljótvirk.
Gamla aðferðin virkar vel en er sennilega of seinvirk til að geta svarað breyttum veirum.
Sputnik 5 bóluefnið er algj

Chandler litli | 4. maí '21, kl: 11:25:42 | Svara | Er.is | 0

slakir. ekki blaðra um covid það er bored. fáið ykkur tikk tokk og farið á aktu taktu og fáið ykkur einn börger og kók!


slakir!!!!!!!

Júlí 78 | 13. maí '21, kl: 06:37:59 | Svara | Er.is | 0

Af því að það fór inn í þessa umræðu húsnæðismál þá vil ég endilega senda linkil á þessa frétt. Þar segir meðal annars:

„Við sáum fyrst auglýsta kaupleigu og fannst það alveg kjörið tækifæri, þar til að við sáum skilmálana. Þegar þú kaupir á kaupleigu á Íslandi, þá borgar þú ákveðna upphæð og þarft svo að leigja íbúðina. Þegar að þú selur færðu einungis upphæðina sem þú greiddir í upphafi til baka, en ekki leiguna.“

Jóhann segir að skilmálarnir séu því þannig að viðkomandi borgar leigu eins og af öðrum íbúðum en kaupir búseturéttinn. Ekki sé um að ræða kaupleigu eins og hún gerist í öðrum löndum í kringum okkur þar sem fólk borgar umsamda upphæð við samning og borgar síðan leigu þar til húsnæðið er að fullu greitt.

„Þá á fólkið íbúðina. Ég get alveg séð fyrir mér að lífeyrissjóðir og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun gætu vel fjármagnað slíkt kerfi."

https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/johann-keypti-sina-fyrstu-ibud-i-fyrra-tharf-nu-ad-flytja-ur-baenum-eda-i-minna-husnaedi/

_Svartbakur | 14. maí '21, kl: 09:25:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki ekki kaupleigusamninga og get ekki talað af reynslu.
En það segir sig sjálft að til að dæmið gangi upp þá þurfa
báðir aðilar að hafa hag af samningnum.

Ef við tökum dæmi. Þú leigir út íbúð í 10 ár með leigu sem dekkar kostnað og gjöld af íbúð ásamt því að greiða vexti af höfuðstól
íbúðar. Þetta er eins og leiguverð á markaði er í dag og mörgum finnst dýrt.
Eigandi íbúðar er bara að "halda sjó" hvorki græðir né tapar. Það verður að fylgja verulega há upphæð sem innborgun
í upphafi sem væri þá reiknuð sem vaxtalaus innborgun í upphafi og nýttist við uppgjör eftir 10 ár.

Nú ef að þessi útleiga í 10 ár hefði verið reiknuð sem "kaupleiga" leigan étur upp eignarhlut eiganda í íbúðinni þá
sjá allir að það myndi aldrei ganga án viðbótargreiðslu.

Ef leiga á að verða innborgun í kaupum þá þarf leigan að vera verulega hærri en að greiða kostnað, skatta og viðhald íbúðar.
Sennilega má nota einhverja prósentutölu á verðmati íbúðar, innborgun og leigutíma sem "model" af svona kaupleigusamningi.

Júlí 78 | 14. maí '21, kl: 16:56:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Fyrir nokkrum árum eða 2015 kom frétt þar sem segir: "Nýjar leiðir í húsnæðismálum í Kópavogi." Þar sagði til dæmis: " Tillögurnar eru raunhæfar og skynsamlegar, í þeim er leitast við að koma á móts við þarfir þeirra sem hafa átt erfitt með að kaupa eða leigja húsnæði, meðal annars vegna lítils framboðs,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Meðal þess sem starfshópurinn leggur til er að Kópavogsbær beiti sér fyrir byggingu á litlum og ódýrum íbúðum og stuðli að lausnum fyrir þá sem eru að kaupa sitt fyrsta húsnæði með 90% lánveitingu í samvinnu við byggingarverktaka og/eða fjármálafyrirtæki, Kópavogsbær bjóði upp á íbúðir til leigu með kauprétti, sem myndi vara í fimm ár og leigjendum í félagslega kerfinu standi til boða að kaupa húsnæði sem þeim hefur verið úthlutað.

Í skýrslu starfshópsins er farið yfir stöðuna á húsnæðismarkaði, bæði almennum markaði og félagslega kerfinu, lagðar til stefnumarkandi leiðir og kynnt útfærsla á þeim."

Endilega lestu alla fréttina þarna. (linkill). Ég hef svo sem ekki stúderað þetta sérstaklega og þá hver sé "leigan" veit ekki hvernig þau hafa þetta í dag hjá Kópavogsbæ. 

Þegar ég skoða Andelsbolig til dæmis í Kolding í Danmörku 87 ferm. byggt 2007 þá er talað um köbspris 225.000 (ca. 4.706.806) Leiga á mánuði ( Boligydelse pr. måned) : 4.897 dk. (ca. 102.441 ísl) og talað um teknisk pris (og útskýring hvað það þýðir): 552.360 dk.(ca. 11.554.896) En mér sýnist a.m.k. leigan ekki vera neitt há. En sjálfsagt hærri á Kaupmannahafnarsvæðinu. 

Ein sem hefur búið í Svíþjóð segir þarna í kommnenti við fréttina (seinni linkillinn).

"Skv sænskum staðli borga ég leigu (sem er ca. 50% af leigu í leiguhúsnæði). NEI, ég kem aldrei með að eignast þessa íbúð. Ég á bara RÉTTINN að búa hér! Hins vegar sér húsfélagið um margt og mikið. Mokar snjó á veturnar, plantar blómum og þrífur á sumrin...... Hverfið var byggt sem leiguhúsnæði 82-84. Það var slitið, þegar ég "keypti" Nú er búið að einangra háloftin (2ggja hæða raðhús), endurnýja loftræstinguna. Núna er verið að skipta um glugga, við fáum þrefallt einangrunargler osfrv, osfrv....... EN, ég á ekki íbúðina mína. Ég á barastabara réttinn á að búa hér! " 

Það getur verið fínt að þurfa ekki að hugsa um viðhaldið á eigninni, grassláttinn og ýmislegt annað sem fylgir því að eiga eign en mér finnst þetta Búsetu-dæmi hér á Íslandi ekki vera neitt aðlaðandi, þurfa að borga kannski 9 milljónir fyrst og svo há húsaleiga. 

Ég þekki svo fólk sem ætlar að kaupa sér íbúð í Danmörku, (eignaríbúið - engin leiga þar). Það er miklu hagstæðara fyrir þau að kaupa íbúðina þar heldur en hér. Held að fullt af ungu fólki sjái nú ekki neitt rosalega framtíð í því að kaupa sér húsnæði hér a.m.k. ekki ef að húsnæðið þarf að hafa á sér mikið af ákvílandi lánum. Fólk verður nokkurs konar þrælar lánanna og skuldabyrðin bara of mikil. 

https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/nyjar-leidir-i-husnaedismalum-i-kopavogi

https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/johann-keypti-sina-fyrstu-ibud-i-fyrra-tharf-nu-ad-flytja-ur-baenum-eda-i-minna-husnaedi/

_Svartbakur | 14. maí '21, kl: 20:14:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í Evrópu er lang ódýrast að búa í Búlgaríu og löndum þar í kring (Slóveníu, Ukraníu) og svo á Spáni.
Þarna er fasteignaverð lágt og matvæli líka á lágu verði. En svo eru launin líka mjög lág og víða erfitt að fá vinnu.
Aldraðir hafa léleg eftirlaun í þessum löndum.

Hér á Íslandi hafa laun hækkað á síðustu tveim árum og kaupmáttur aukist en samt er mikið atvinnuleysi og því eru kjörin misjöfn.
Fasteignaverð hefur hækkað undanfarið í Reykjavík og nú er yfirvofandi mikil hækkun byggingarefna eins og timburs sem hefur hækkað á heimsvísu. Vísitala byggingarkostnaðar og verð fasteigna mun því hækka enn frekar á næstunni á Íslandi.
Verð fasteigna er þó mjög misjafnt á Íslandi víða er fasteignaverð kannski 50% lægra úti á landi samanborið við Reykjavíkursvæði.

Þó að verðlag sé lágt á ýmsum stöðum eins og t.d. á Spáni þá eru lífskjörin frekar döpur mikið atvinnuleysi og litlar bætur.
ESB löndin í S-Evrópu (Ítalía, Grikkland, Spánn og Portúgal) eru mjög illa stödd og mikið deilt um hvernig skuli reynt að
bjarga efnahag þessara þjóða. Danmörk og fleiri lönd N-Evrópu sem eru í ESB vilja ekki koma þessum þjóðum til bjargar.

Allar kannanir og rannsóknir benda til að lífskjörin í Evrópu séu best á Norðurlöndum (þar með talið Ísland) og í Swiss.

Júlí 78 | 14. maí '21, kl: 21:16:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þó að einhverjar mælingar sýni að Ísland komi vel út varðandi lífskjör þá er það ekki þannig að láglaunafólk hér hafi það eitthvað gott og sérstaklega ekki ef það þarf að leigja sér húsnæði hér á höfuðborgarsvæðinu. Margir á lágum launum hafi það meira að segja slæmt og þurfa að leita til hjálparstofnana. Og fólkið sem ég minntist á og býr í Danmörku og ætlar að kaupa sér eignaríbúð er ekki einu sinni á einhverjum lágmarkslaunum. Frekar millitekjufólk, samt heyri ég á þeim að þeim finnist skynsamlegra að kaupa sér húsnæði í Danmörku frekar en á Íslandi. Lægri vextir þar og fl.

_Svartbakur | 14. maí '21, kl: 22:13:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er fínt ef fólk finnur sér stað sem það er ánægt með. Danmörk er flott land.
Ég veit að það er vonlaust að leigja hér ef maður væri með lágmarkslaun.

Það er líka ágætt ef ellilífeyrisþeegar og öryrkjar gta flutt til Spár og lifað þar ódýrar kannski hluta ársins.

_Svartbakur | 14. maí '21, kl: 20:46:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú vísar þarna í grein í Hringbraut.
Þar er verið að bölva þessu fyrirkomulagi eins og í Búseta.
Þar sem fólk leggur inn nokkrar milljónir ( 10 15 millj) og eignast
búseturétt. Þessi upphæð hækkar í takt við vísitölu þannig að fólk fær
sitt framlag til baka ef hættir við búsetu.
Leigan dugar svo bara fyrir afborgunum eftirstöðva höfuðstóls vegna byggingar hussins og kostnaði.
Leigan lækkar ef vel gengur að borga niður fasteignina.
Fólk vill að lífeyrissjóðir taka á sig borga af þessum kostnaði.
Það myndi bara lækka eftirlaun viðkomandi þegar á þann aldur er komið.
Það er sama hvrnig menn reikna það verður alltaf einhver að borga kostnaðinn.
Ef þú villt að sveitarfélagið borgi þá hækka bara skattarnir hjá fólki.
Félagslegar íbúðir eru niðurgreiddar af bæjarfélaginu eða ríkinu.
Það geta ekki allir verið á félagslegum bótum frá ríki eða bæ.

Í Danmörku er íbúðarverð mjög misjafnt.
Hæst er verðið næst Kaupmannahöfn og í stærstu borgum.
Það er hægt að fá ágætis húsnæði víða í Danmörku þar sem verð er bara brot af íbúðarverði á dýrustu stöðum.
Á J+otlandi nærri landamærum Þýskalands er verð víða mjög lágt.
Það hefur einhver tapað peeningum á að byggja á þessum stðum eða kaypt á of háu verði.
Það borgar alltaf einhver reikninginn.

Júlí 78 | 15. maí '21, kl: 01:05:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einhver sagði hér á Bland um Búsetaíbúðir: " Þetta er sniðugt fyrir fólk sem er að leita að langtímaleigu og hefur efni á útborguninni í búseturéttinn. Kostirnir eru að Búseti hefur sambærilegum skyldum að gegna og leigusali, félagið sér um viðhald á fasteigninni (ef það þarf að skipta um þak, glugga o.þ.h.). Þú borgar samt minna á mánuði en ef þú værir að leigja á almennum markaði. Gallinn er að það er engin eignamyndun í gangi og þú mátt ekki breyta neinu nema með samþykki félagsins."


Já fólk borgar minna á mánuði v/Búseturéttaríbúð á Íslandi en ef það væri að leigja á almennum markaði en mér hefur samt sýnst að það muni ekki miklu þar á, leigan er ansi há. Ég hef aldrei séð að "leigan" sé eitthvað lág hjá þeim.


Það er enginn að tala um að allir eigi að vera á "félagslegum bótum frá ríki eða bæ" eins og þú orðar það. Best væri að það væri ekki verið að flokka svona fólk og að lágmarkslaun og bætur væru þannig að hægt væri að lifa á þeim og engar skerðingar hér og þar. Með því að setja stimpilinn "félagslegt" við alla hluti er bara verið að skapa fordóma gagnvart fólki sem hefur jafvel unnið úti alla sína tíð á lágum launum og þó manneskjan hafi kannski unnið bara við skúringar þá er það vinna eins og hvað annað og það á að sýna fólki virðingu! En ekki vera að niðurlægja það endalaust með einhverju tali um félagslegt þetta og hitt. En hér á landi er ekkert skrýtið þó að fólk þurfi á alls konar hjálp og þá kannski "félagslega" íbúð eða aðstoð frá félagsþjónustu eða leita til hjálparstofnana. Ef fólk er á lágum launum þá ná ekkert endar saman, það er bara þannig og allir vita það. Núna í Covid-inu er eins og stjórnmálamenn vakni við vondan draum og tala um að það þurfi að hækka atvinnuleysisbætur (Samfylking). Já fullt af fólki atvinnulaust, og bara alls ekki af því að það nennir ekki að vinna. Það er jú Covid og fyrirtæki hafa ekki verið í normal gír. Fordómar minnka. En öryrkjabætur eru minni en  atvinnuleysisbætur, samt heyrir maður nú litið um það að það þurfi að hækka þær. Ekkert minnst á sanngirni, að öryrkjar þurfa að lifa alveg eins og atvinnulausir og hafa jafnvel meiri kostnað að bera (lyf og fleira) eða fór það kannski framhjá mér eitthvað tal um sanngirni? Og skerðingarnar hjá TR þær fá að viðgangast og ríkinu dettur ekkert í hug að leggja þær niður. Skammarlegt. 


Jú hægt að fá fínt húsnæði víða í Danmörku á betra verði en á Kaupmannarhafnarsvæðinu en þú þarft ekkert þá að fara í eitthvað krummaskuð þar sem er lítil sem engin þjónusta. Nei, getur valið fínan bæ þar sem er allt til alls og stokkið svo bara upp í lest (og þar með þarft ekki að spá í einhverja umferð og getur bara lesið bók) og til Kaupmannahafnar ef þig langar í Tívolíð, Strikið eða eitthvað annað skemmtilegt sem er í Kaupmannahöfn. Svo þar að auki, þar sem ég hef svo farið um í Danmörku  voru fínir vegir að keyra um ef maður vildi það , varla hægt að hafa það betra. 

_Svartbakur | 15. maí '21, kl: 18:23:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já Júlí ég er bara alveg sammála þér í þessu öllu.
En kannski hef ég meiri trú á að fólk geti verið kraftmeira og bjargað sér og öðrum.

Júlí 78 | 15. maí '21, kl: 01:26:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta held ég sé alveg rétt sem kemur fram í greininni á Hringbraut: 
„Fólk sér bara enga framtíð hér á landi og er að flýja ástandið. Það er fullt af nýbyggingum með íbúðum sem standa auðar vegna þess að almenningur getur ekki keypt þær. Yfirvöld vilja hámarka söluna á þessum eignum. Það vilja bankarnir líka, byggingafélögin og fasteignabraskararnir. Eiginlega virkar pólitík gömlu flokkanna í landinu sem þvingunarvald. Ef fólk er með gagnrýni á það sem betur mætti fara í þjóðfélaginu eða kýs ekki rétt. Þá munu flokkarnir reyna að draga fólk niður og skemma fyrir því. Það hefur lengi verið lenska. Meginþorri almennings er hræddur um að lenda í hakkavél flokkanna,“ segir Jóhann sem bendir fólki á að þessu sé hægt að breyta.

_Svartbakur | 15. maí '21, kl: 18:27:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei Júlí ég held að fólk sé yfirleitt bjartsýnt og til í að fást við framtíðina.
Þannig er bara heimurinn Það eru sífellt að koma nýir aðilar sem lyfta okkur upp og gera lífið léttara.
Jafnvel þssir ríkustu eins og Bill Gates er í okkar liði.
Þannig er þetta bara við erum öll í sama liði.

Júlí 78 | 17. maí '21, kl: 07:44:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er annað í dag fyrir ungt fólk að ætla að kaupa sér húsnæði heldur en einhvern tímann í den. Miklu erfiðara og sérstaklega ef launin eru ekki því hærri. Eins og ég talaði um þá finnst meira að segja millitekjufólki (ungt par) skynsamlegra að kaupa sér húsnæði í Danmörku. Þau eru bjartsýn og enginn bilbugur á þeim. Þau leita bara annarra leiða heldur en að setja sig í mikið skuldafen hér á landi. En þau hafa líka vinnu, það þarf jú líka þegar fólk kaupir sér húsnæði.

_Svartbakur | 17. maí '21, kl: 12:08:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já alveg rétt aldrei verið auðveldara fyrir ungt fólk að kaupa húsnæði en í dag.
Nú er líka kaupmátturinn um 50% meiri en fyrir ca 30 - 40 árum.
Svo eer það hitt að ef þú villt ekki bú hér á Íslandi þá er stutt að fara og húsnæði líka
á hagstæðu verði t.d. í Danmörku fyrir utan Kaupmannahöfn.
Ungt fólk á svo marga valkosti. Ef lítið um vinnu þá er bara farið í nám og námslánin langtum betri.
Eftir nám má finna sér þægilegri vinnu og fjárfesta í húsnæði. Stúdentagarðarnir brúa bilið.
Þannig að það er rétt möguleikarnir eru miklir og það er líka fínt.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Borgarlínuruglið _Svartbakur 19.6.2021 19.6.2021 | 14:58
Indverska afbrigði VValsd 19.6.2021
Hnífsstungan Flactuz 13.6.2021 18.6.2021 | 21:14
Lofa en svíkja Júlí 78 18.6.2021 18.6.2021 | 20:57
Framhjáhald Gúnda 14.6.2021 18.6.2021 | 12:23
Kemur bragðskyn aftur? animona 17.6.2021 18.6.2021 | 12:17
Hvað á ég að gera í sumar?? Lallitré 6.6.2021 18.6.2021 | 12:10
Erlent heilbrigðisstarfsfólk vill ekki bólefnið... Splattenburgers 3.1.2021 18.6.2021 | 09:18
Þvottavélar og gæði francis 4.6.2021 17.6.2021 | 13:18
Örmagna Móðir. Dufa6095 10.6.2021 17.6.2021 | 13:17
Miklabraut og Sæbraut í stokk Júlí 78 15.6.2021 17.6.2021 | 08:59
Efnagreining AnnaJaka 14.6.2021 15.6.2021 | 19:26
Flutningur og keypt þjónusta. Mjallhvít og dvergarnir 5 13.6.2021 15.6.2021 | 13:01
Kynlíf eldri manna? þaþað 10.5.2021 14.6.2021 | 23:35
Gefins egglos og þungunarpróf stjernen 14.6.2021
Febrúarbumbur 2022 Laubba 09 13.6.2021 14.6.2021 | 19:22
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 14.6.2021 | 17:06
Nám Sjúkraliði vs Hjúkrunarfræðingur koddinn 13.6.2021 14.6.2021 | 10:20
Losna við reykjarlykt Kimura 3.6.2021 13.6.2021 | 23:52
Brakar i nýju dýnunni Boli12345 12.6.2021 13.6.2021 | 22:55
Vegahandbók - Ferðakort robertdan 13.6.2021 13.6.2021 | 22:38
Kringum appið, 10.000, áhugaverðir staðir og sögur á Íslandi. sima 13.6.2021
Rúm innfallið í skáp abtb 13.6.2021 13.6.2021 | 15:12
Nú erum við að sjá frekar mikil lágmenningareinkenni eins og t.d. tató í þjóðfélaginu. _Svartbakur 12.6.2021 13.6.2021 | 09:11
Læknar Blands haustsala 7.6.2021 13.6.2021 | 01:08
Erfðaskrá? Hr85 11.6.2021 12.6.2021 | 13:07
Aztra - bólusetning 2 bland20 7.6.2021 12.6.2021 | 10:55
Málningarsprauta ormagull 6.6.2008 12.6.2021 | 01:13
Hvað á ég að gera í sumar?? Lallitré 6.6.2021 11.6.2021 | 21:56
Gelísprautun hjá Húðfegrun Klént 20.7.2017 11.6.2021 | 21:13
Biðröð út að Glæsibæ Júlí 78 10.6.2021 11.6.2021 | 17:00
Var notuð staðgöngumóðir? VValsd 8.6.2021 11.6.2021 | 13:16
Ódýrasta bensínið? animona 10.6.2021 11.6.2021 | 04:22
Mánaðarlaun smiðs megagells 13.2.2021 10.6.2021 | 20:58
Biden og US. _Svartbakur 10.6.2021 10.6.2021 | 17:44
Er einhver % þak á staðfestingagjaldi á vörum eða þjónustu sem ekki fæst greitt til baka? Gunna stöng 9.6.2021 10.6.2021 | 16:25
Verður einhventíma tækni til að hringja í látna menn ? _Svartbakur 10.6.2021 10.6.2021 | 16:13
150 manna veisla - veitingar Brallan 9.6.2021 9.6.2021 | 22:44
Sjálfstæðisflokkur á brauðfótum ? _Svartbakur 6.6.2021 9.6.2021 | 20:07
Bókin; Bragð í baráttunni Bragðlaukur 3.6.2021 9.6.2021 | 14:00
Hver á Ísland ? Lukkuriddarar ? _Svartbakur 8.6.2021 8.6.2021 | 20:05
Auka vinna olla2 8.6.2021
Af hverju koma plágur ? Flactuz 1.6.2021 8.6.2021 | 15:52
Er bilun hjá fleirum VValsd 8.6.2021
Femínistar og hinseginaktívistar Hr85 8.6.2021 8.6.2021 | 10:31
Latibær DVD/VHS/Bók/Vörur ACFTheNerd 7.6.2021
Hvað er : Evrópusamband ? Flactuz 5.6.2021 7.6.2021 | 16:19
Askoll eB1 rafmagnshjól hesh 7.6.2021
Móðir Ingu Sæland: Inga skrökvar ekki Júlí 78 6.6.2021 6.6.2021 | 17:03
Þvottur anx 6.6.2021
Síða 1 af 49172 síðum
 

Umræðustjórar: vkg, joga80, rockybland, tinnzy123, aronbj, karenfridriks, Bland.is, flippkisi, ingig, MagnaAron, Coco LaDiva, krulla27, superman2, Gabríella S, mentonised, Krani8, anon